Breytingar í lofthita síðustu 30 ára: Deila um keisarans skegg...?

 


 

Splunkunýr hitaferill sem segir lítið: Myndin hér að ofan sýnir breytingar í hitafari lofthjúps jarðar síðastliðinn 30 ár samkvæmt gervihnattamælingum.  Í sjálfu sér er ekkert merkilegt eða óvenjulegt við þennan feril, en við skulum samt skoða hann aðeins nánar.

Ferillinn er af vefsíðu Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum. Ferillinn er nýr því síðustu gildi eru frá lokum ágústmánaðar. Mæligögnin má sjá hér og jafnvel setja Í Excel ef menn vilja skoða þau nánar.

Roy Spencer hefur teiknað inn tvö frávik sem teja má víst að rekja megi til atburða í náttúrunni, þ.e. skammtíma kólnun vegna eldgossins mikla í Mt. Pinatubo 1991 og skammtíma  hlýnun vegna kröftugs El Nino í Kyrrahafinu 1998.

 

Hugsanlega er bloggarinn eithvað glámskyggn, en ef hann skoðar þennan 30 ára hitaferil, og fjarlægir í huganum þessi tvö atvik 1991 og 1998, þá finnst honum að deila megi ferlinum, og þar með þróun hitastigs, í því sem næst þrjú tímabil:

   1979-2000: Engin breyting á hitastigi. Aðeins nokkuð reglulegar sveiflur upp-niður.

   2000-2002: Hækkun hitastigs um ca. 0,2 gráður C.

   2002-2009: Engin breyting á hitastigi. Aðeins smávægilegar sveiflur upp-niður.

 

(Reyndar má sjá snögga dýfu á síðasta ári sem væntanlega má rekja til La Nina í Kyrrahafinu).

 

Sjá aðrir eitthvað meira en bloggarinn úr þessum hitaferli?

 

Getur verið að menn séu stundum að deila um keisarans skegg?

 

(Við skulum hafa í huga að 0,2 gráður jafngilda því sem næst hitamun tveggja staða nærri yfirborði jarðar þar sem hæðarmunur er um 30 metrar, eða fjarlægðarmunur norður-suður um 30 kílómetrar, samkvæmt einhverri þumalputtareglu).

 

Bloggarinn er greinilega alveg gjörsamlega glámskyggn á þessum notalega sunnudagsmorgni Cool

 

 Uppfært 8. sept: Sjá skýringar við myndina hér fyrir neðan í athugasemd númer 16.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Ágúst....

Hvað var að gerast um mitt ár 1983 og fram undir 1985 sem verður þess valdandi að það kólnar?

Eftir þessu línuriti tekur það lengri tíma að ná núllinu miða við til dæmis eldgosið mikla Mt. Pinatubo 1991.

Flott síða hjá þér sem gaman er að fylgjast með....

Kær kveðja

Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Mér sýnist að meðalhitinn hafi hækkað frá 2001 og nái heldur hefur kólnað á síðasta ári en sýnist skv þessu grafi vera að hækka aftur ,þetta er eftir því sem maður upplifir að hitinn er að hækka.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 6.9.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Ágúst

Þetta er svipuðu færsla og þú gerðir hér, þar eru nokkrar athugasemdir sem hægt er að skoða aftur...

Hitaferillinn sem þú vitnar til er tekin í efra veðrahvolfi eða neðra heiðhvolfi, það kemur nú ekki vel fram á myndinni hjá þér (gæti passað við 3 myndina hér að neðan). Hér að neðan eru 4 ferlar sem sýna hitaferla sem eru teknir úr mismunandi hæð, þess nær yfirborði jarðar, þess meiri hækkun hitastigs, fjórða myndinn sem er ferill tekinn heiðhvolfin (mesta hæð frá yfirborði jarðar af þessum 4 ferlum) sýnir kólnun þar. Sjá nánar hér.

 Channel TLT Trend Comparison

 Channel TMT Trend Comparison

 Channel TTS Trend Comparison

 Channel TLS Trend Comparison

Figure 7. Global, monthly time series of brightness temperature anomaly for channels TLT, TMT, TTS, and TLS. For Channel TLT (Lower Troposphere) and Channel TMT (Middle Troposphere), the anomaly time series is dominated by ENSO events and slow tropospheric warming. The three primary El Niños during the past 20 years are clearly evident as peaks in the time series occurring during 1982-83, 1987-88, and 1997-98, with the most recent one being the largest. Channel TLS (Lower Stratosphere) is dominated by stratospheric cooling, punctuated by dramatic warming events caused by the eruptions of El Chichon (1982) and Mt Pinatubo (1991). Channel TTS (Troposhere / Stratosphere) appears to be a mixture of both effects.

Efsta myndinn TLT

=

Temperature Lower Troposphere

MSU 2 and AMSU 5

Mynd 2 TMT

=

Temperature Middle Troposphere

MSU 2 and AMSU 5

Mynd 3 TTS 

Temperature Troposphere / Stratosphere   

MSU 3 and AMSU 7

Mynd 4 TLS

=

Temperature Lower Stratosphere

MSU 4 and AMSU 9

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 11:00

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hitaferillinn í pistlinum er reyndar samkvæmt gervihnattamælingum.

Það er fróðlegt að bera hann saman við hefðbundnar mælingar á jörðu niðri. Það er einmitt gert á vefsíðunni  http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm þaðan sem þessari mynd er nappað. Svo virðist í fljótu bragði sem að þessum mismunandi hitamælingum beri furðu vel saman. (GISS, HadCRU og NCDC eru hitamælingar gerðar á jörðu niðri, en RSS og UAH gervihnattamælingar).

Auðvitað nær hitaferillinn aðeins aftur til ársins 1979, en þá fyrst hófust þessar hitamælingar frá gervihnöttum. Reyndar eru 30 ár hefðbundin viðmiðunartímabil í veðurfræðinni, svo þetta er ekki alslæmt.

Annars er ég búinn að nudda stírurnar úr augunum, fara í kalda sturtu og ganga upp og niður Öskjuhlíð í morgun. Ekkert hjálpar og er ég ennþá jafn glámskyggn . Þess vegna treysti ég mér ekki til að sjá neitt vitrænt úr þessum ferlum.

(Ef mér hefur tekist að smækka ferilinn þannig að hann passi betur á síðuna, þá er upphaflegi ferillinn hér: http://www.climate4you.com/images/AllCompared%20GlobalMonthlyTempSince1979.gif

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Er þá ekki betra að einfalda sér sýnina með því að setja inn einhvern einfaldari feril

Hér er hitaferill (þessi ferill er ekki samkvæmt gervihnöttum) tekinn af heimasíðu NASA, hitaferill frá 1880, sem sýnir svo ekki verður um villst að hitastig hefur hækkað umtalsvert við yfirborð jarðar sérstaklega frá því á áttunda áratugnum.

 http://data.giss.nasa.gov/gistemp/graphs/Fig.A2.lrg.gif

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 11:47

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Oft hefur þessi hitaferill minnt mig á Hraundranga í Öxnadal, en það er nú önnur saga.

Ég var að reikna út hlýnun tímabilsins útfrá myndinni hér að ofan og fékk út 0,55°C meðaltalshlýnun á þessum 30 árum miðað við tölurnar sem gefnar eru upp. Það gerir 1,84°C á öld ef sama hlýnun heldur áfram og er nú bara talsvert. 0,55°C er þó ekki meiri hlýnun en svo að hitinn getur dveiflast upp og niður á því bili á milli ára sem kannski skýrir hversvegna erfitt getur verið að sjá eitthvað út úr þessu.

Svo má líka alveg hafa í huga að þetta 30 ára tímabil einkenndist af mun meiri hlýnun en 30 ára tímabilið þar á undan, þar sem eiginlega hlýnaði ekki neitt.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.9.2009 kl. 12:07

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

… og á ég þá við Myndina sem kom frá Ágústi kl. 11.27.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.9.2009 kl. 12:09

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og fram kemur í pistlinum, þá var ég ekki að reyna að reikna neitt út, aðeins að virða ferilinn fyrir mér sjónrænt. 

Reyna að hreinsa út í huganum stærstu náttúrulegu sveiflurnar og sjá hvað situr þá eftir. Þá sé ég (með minni glámskyggni) tvær beinar línur og eina hallandi, þ.e. beinar línur ca 1979-2000 og 2002-2009, og hallandi línu uppávið frá ca 2000-2002.

Annars er minn uppáhalds ferill svokallaður  CET eða Central England Temperature. Mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar ég horfi á 50 ára tímabilið frá um 1695-1745.

(Ferillinn er á bull-síðu hér frá 1998 og nær þess vegna ekki lengra en til þess tíma ).

 Hiti á Bretlandseyjum 1659-1998

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 12:27

9 Smámynd: Loftslag.is

Ég sé alltaf hlýnun, með náttúrulegum breytileika
Ég skrifaði aðeins um þetta sjá: Loftslagsbreytingar fyrri tíma

Loftslag.is, 6.9.2009 kl. 12:54

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fínt að fá staðbundnar náttúrulegar veðursveiflur á Englandi inn í umræðuna...sérstaklega ef það hlýjar fólki um hjartarætur að sjá þær sveiflur Hér undir er nýrra graf með staðbundnum veðursveiflum frá Englandi, reyndar nær þessi ferill aðeins frá 1772, ég fann ekki (í fljótu bragði) nýlegri útgáfu af þessu grafi sem þú sýnir hér að ofan Ágúst (12:27). Þessi ferill er einnig frá Hadley Centre UK

Annual Mean CET

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 14:06

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vinsamlega skiptið orðinu veðursveiflur út með orðinu hitasveiflur í síðustu athugasemd minni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 14:20

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var búinn að sjá þessa stuttu útgáfu af CET, nú síðast í morgun. Mér þótti undarlegt að þeir skyldu ekki sýna lengri útgáfuna sem er til víða, m.a. hér á Wikipedia.  Ég man heldur ekki betur en ferillinn sem nær til 1998 hafi einmitt verið teiknaður með gögnum frá MetOffice í UK.

Skv. mínum bókum voru gögnin héðan, en sú síða er lokuð núna: http://www.metoffice.gov.uk/sec5/CR_div/UK_Climate/mly_cet_ext.txt  

Sjá þó hér: http://hadobs.metoffice.com/hadcet/cetml1659on.dat

Wikipedia:

 File:CET Full Temperature Yearly.PNG

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 14:25

13 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi umræða sýnir ágætlega hvað línurit geta verið villandi enda hægt að matreiða þau eftir vild eftir því hvað er verið að leggja áherslu á. Öll sýna þau þó hlýnun þótt það sé alveg upp og ofan hversu mikil hún virðist.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.9.2009 kl. 16:07

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað hefur hlýnað á undanförnum áratugum. Það vita allir. Menn deila aftur á móti um ástæður hlýnunar og hve mikil hlýnun af mannavöldum sé. Um það bil "helmingur"  af mannavöldum giska ég á, án þess að hafa hugmynd um það. Síðan annar helmingur af völdum náttúrunnar.

Þessi pistill minn var þó sárasaklaust innlegg.  Ég átti, og á enn, erfitt með að greina samfellda hlýnun í 30 ára ferlinum. Finnst ennþá að hlýnunin hafi átt sér stað að mestu leyti skömmu eftir aldamótin en verið lítil fyrir og eftir það.

Þetta sýnir held ég fyrst og fremst hve erfitt er að greina svona lítið merki í svona mikilli suðu.  Þegar maður horfir á ferilinn fær maður allt annað út en þegar maður lætur t.d. Excel reikna breytinguna. 

Þegar ég gekk niður Öskjuhlíðina í morgun, frá Perlunni og niður að sjó, þ.e. um 60m hæðarmunur, þá ætti ég að öðru óbreyttu að hafa skynjað um 0,4° hlýnun. Það er sama og hlýnun af mannavöldum síðastliðin 150 ár, ef við leyfum okkur að telja að helmingur hlýnunarinnar hafi verið af mannavöldum og afgangurinn af náttúrunnar völdum. Auðvitað einföldun, en samt ekki fjarri lagi.

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 17:35

15 Smámynd: Hörður Þórðarson

Mikið er gaman að sjá þetta blogg þitt, Ágúst og ekki síður athugasemdir þeirra vel menntuðu og þenkjandi manna sem leggja leið sína hingað.

Þið hafið vafalaust áhuga á þessu:

http://www.sciencedaily.com/releases/2009/07/090725120303.htm?FORM=ZZNR5

"global ocean surface temperature for June 2009 was the warmest on record, 1.06 degrees F (0.59 degree C) above the 20th century average of 61.5 degrees F (16.4 degrees C)."

Hörður Þórðarson, 6.9.2009 kl. 20:13

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég reyndi að rissa inn á myndina hér fyrir neðan það sem ég átti við með pistlinum. Brúaði yfir Pinatubo og El-Nino með rauðum beinum punktalínum, og setti inn þrjár grænar punktalínur til samræmis við það sem ég lýsti í pistlinum með orðum:

"Hugsanlega er bloggarinn eitthvað glámskyggn, en ef hann skoðar þennan 30 ára hitaferil, og fjarlægir í huganum þessi tvö atvik 1991 og 1998, þá finnst honum að deila megi ferlinum, og þar með þróun hitastigs, í því sem næst þrjú tímabil:

   1979-2000: Engin breyting á hitastigi. Aðeins nokkuð reglulegar sveiflur upp-niður.

   2000-2002: Hækkun hitastigs um ca. 0,2 gráður C.

   2002-2009: Engin breyting á hitastigi. Aðeins smávægilegar sveiflur upp-niður".

Í pistlinum er semsagt ekkert verið að efast um að hlýnun hafi átt sér stað, heldur frekar verið að benda á að mér sýnist hún hafa verið í þrepum, eða eins og ég sá það fyrir mér, mestöll í einu þrepi.

 (Samkvæmt þessu er hæðin á þrepinu um það bil eða rúmlega 0,3°).

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/msu-august-2009.jpg

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 21:10

17 Smámynd: Loftslag.is

Ágúst: Hvernig færðu þetta út? 

0,4° hlýnun. Það er sama og hlýnun af mannavöldum síðastliðin 150 ár,

Loftslag.is, 6.9.2009 kl. 21:11

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höski: Það er einfalt...

Hafi hlýnunin verið alls 0,8° síðastliðin 150 ár (reyndar minnir mig að það standi 0,72°C í skýrslu Umhverfisráðuneytisins), og ef við leyfum okkur að segja að helmingur þessarar breytingar sé af völdum náttúrunnar, þá stendur eftir 0,4° sem hægt er að kenna okkur mönnunum um.

Ég lýsti þessu neðst í athugasemd #14. 

 "...Það er sama og hlýnun af mannavöldum síðastliðin 150 ár, ef við leyfum okkur að telja að helmingur hlýnunarinnar hafi verið af mannavöldum og afgangurinn af náttúrunnar völdum. Auðvitað einföldun, en samt ekki fjarri lagi".

Auðvitað hljóta náttúrulegir þættir að eiga einhvern þátt í hlýnunni. Ég held að enginn efist um það. Ég held líka að enginn viti hve stór sá þáttur er, þ.e hvort "helmingur" sé 50%, eða bara einhvers staðar á bilinu 20% til 80%.

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 21:23

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Hörður.

Það rifjaðist upp að töluvert var fjallað um þetta á netinu um daginn. Meðal annars af Dr. Roy Spencer 27. ágúst hér: http://wattsupwiththat.com/2009/08/27/spencer-noaa%E2%80%99s-official-sea-surface-temperature-product-ersst-has-spurous-warming/

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 21:25

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svo getur verið að hlýnun af mannavöldum sé meiri en 0,8°C, síðastliðin ca. 130 ár, ef við gefum okkur að það hefði átt að vera kólnun eins og kemur fram í færslu hjá honum Höskuldi, færsla sem kom í framhaldi af frétt á MBL um rannsóknir vísindamanna á hitastigi á norðurslóðum...bara smá vangavelta í umræðuna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 21:36

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kannski Svatli, þó svo að mér "finnist" það ótrúlegt. Maður á samt að vera opinn fyrir öllum möguleikum og ekki útiloka neitt fyrirfram...   Stundum "finnst" manni þó eitthvað, þó maður "viti" ekkert um það. Maður verður að vera klár á því og þekkja sín talmörk

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 762074

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband