Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Halastjarnan Holmes sem sést hefur undanfarið
Líklega hafa ekki margir Íslendingar komið auga á halastjörnuna Holmes sem enn má sjá á himinhvolfinu. Veðrið hefur verið með eindæmum leiðinlegt og hentað illa fyrir stjörnuskoðun, ljósmengun truflar, og svo er halastjarnan Holmes halalaus séð frá jörðinni. Bloggarinn sá hana þó 18 nóvember þar sem hún var í stjörnumerkinu Perseus hátt á norð-austur himninum. Hún líktist frekar litlum skýjahnoðra á stærð við tunglið en halastjörnu. Hún sást ekki með berum augum vegna ljósmengunar, en nokkuð vel með handsjónauka (Canon 15x50-Image Stabilizer).
Í sjónaukanum leit halastjarnan út nokkurn vegin eins og sést á myndinni, sem tekin er sama dag en fengin að láni á netinu. Myndin er þó öllu skarpari en sú sem sást með handsjónaukanum.
Halastjarnan Holmes er um margt óvenjuleg. Til dæmis jókst birtustig henna skyndilega milljónfalt 24. október, öllum að óvörum.
Ítarefni:
Comet Holmes from the Hubble Space Telescope, Astronomical Picture of the Day
Halastjarna á himni skín, bloggpistill
Halastjarnan McNaught kveður með stæl, bloggpistill
Betlehemsstjarnan, grein eftir Þorstein Sæmundsson. (Í tilefni þess að Jólin nálgast).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Skýring á hremmingunum sem hrjáð hafa fjármálamarkaðinn undanfarið
Á þessu áhugaverða myndbandi er skýring á mannamáli á þeim miklu hremmingum sem skekið hafa fjármálamarkaði heimsins undanfarið. Meðal annars er fjallað á gamansaman hátt um íbúðalán og áhrif kreppunnar á lífeyrissjóði ...
Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sá hlær best sem síðast hlær, en hver skyldi það vera? Við? Bankinn? Einhver annar? Hverjir eru það sem sitja uppi með sárt ennið?
Myndbandið er um 8 mínútna langt. Góða skemmtun
Ítarefni:
Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.10.2008 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum !!!
Á þrem árum hafa vextir íbúðalána hækkað úr 4,15% í 6,40% (KB, en þar eru vextir reyndar 7,15% ef fólk er ekki í viðskiptum við bankann), eða um 54% !
Á þrem árum hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað úr 184 í 357 (okt. ´04 til okt. '07 skv. http://www.fmr.is/?PageID=448&NewsID=1301 ) eða um 94% !
Sem sagt 54% dýrari lán til að greiða 94% dýrara húsnæði !!!
Svo hefur auðvitað húsaleigan fylgt í kjölfarið og hækkað í takt við íbúðaverð og fasteignagjöld fylgja verði fasteigna, en það er önnur saga...
Með verðbótum eru vextir líklega a.m.k. 11% í dag. Lánin eru yfirleitt annuitets-lán (jafngreiðslulán), þannig að eignamyndun er mjög hæg fyrstu árin. Þá greiða menn nánast eingöngu vexti og verðbætur. Það er ekki fyrr en á síðari hluta lánstímans sem eignamyndun fer að verða einhver að ráði. Þetta kemur mörgum verulega á óvart þegar þeir ætla að skipta um húsnæði t.d. eftir 10 ár. Þeir eiga nánast ekkert í húsinu sínu! Höfuðstóllinn hefur jafnframt hækkað verulega. Hvað varð eiginlega um allar greiðslurnar? Því miður gerir fólk sé almennt ekki grein fyrir þessu, en vaknar nánast eignalaust upp við vondan draum um fimmtugt þegar flestir vildu vera búnir að koma sér úr mesta baslinu.
Til samanburðar þá eru vextir í Bretlandi og á Norðurlöndum um 5% og höfuðstóll óverðtryggður. Jafnar afborganir af höfuðstól þannig að eignamyndun er jöfn allan lánstímann. Helmingur höfuðstóls hefur verið greiddur þegar hálfur lánstíminn er liðinn. Fólk veit hverju það gengur að og getur skipulagt framtíðina.
Þetta er í hnotskurn samanburður á ástandinu hér á klakanum og hjá siðuðum þjóðum.
Er nokkur furða þó fólk flytji úr landi, eða hiki við að koma heim að loknu námi eða starfi erlendis ?
Hvað þarf fólk að hafa í tekjur til að eiga möguleika á því að eignast þak yfir höfuðið?
Hverjum er þessi dæmalausa vitleysa á íslenskum húsnæðismarkaði að kenna ?
Til að kóróna vitleysuna er fólki oft ráðlagt að taka lán til 40 ára. Það verður með hurðarás um öxl þar til það verður löggilt gamalmenni eða lengur ! Á lítið sem ekkert í húsi sínu um fimmtugt. Auðvitað ætti enginn að taka húsnæðislán til lengri tíma en 25 ára.
Hverjir græða á þessari vitleysu ? Gettu nú !
Hvað er til ráða ?
Áður en fólk tekur lán er nauðsynlegt að skoða vel alla kosti sem eru í boði. Nota þær reiknivélar sem aðgengilegar eru á netinu, eins og t.d. þá sem vísað er á hér fyrir neðan. Ekki flana að neinu. Gera áætlun sem nær yfir allan greiðslutímann.
Greiðslubyrði af 40 ára láni er ekki mikið lægri en af 25 ára láni, en heildargreiðslur miklu hærri og eignamyndun mun hægari.
Ef viðkomandi ræður við að taka óverðtryggt lán með jöfnum afborgunum af höfuðstól ætti hiklaust að skoða þann möguleika líka. Afborganir eru þá hærri fyrstu árin, en fara hratt lækkandi. Eignamyndun er jöfn allan lánstímann.
Hjá íslensku bönkunum bjóðast bæði verðtryggð og óverðtryggð lán, með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
Rétt er að hugleiða fasteignalán þar sem höfuðstóll er í erlendri mynt. Lánin eru óverðtryggð, vextir tiltölulega lágir, en höfuðstóllinn fylgir öllum gengisbreytingum, þannig að lántakandinn þarf að vera viðbúinn skyndilegum breytingum til skamms tíma litið.
Hafa verður í huga, að verið er að skuldbinda sig áratugi fram í tímann. Betra er að leggja á sig aukna greiðslubyrði meðan maður er ungur og stefna að því að létta hana þegar aldurinn færist yfir.
Hjá bönkunum starfa ráðgjafar sem eru sérfræðingar í þessum málum. Mun betra er að fá ráð hjá þeim en sölumönnum fasteigna, sem yfirleitt hafa mun minni þekkingu á þessum flókna málaflokki.
Góð reiknivél á vef Landsbankans: http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/reiknivelar/lanareiknir
Hinn ískaldi veruleiki á Íslandi:
Myndin hér fyrir ofan er af þessum vef Landsbankans og sýnir þróun höfuðstóls ef 25 milljón króna lán til 40 ára er tekið í dag. Miðað er við 6,4% vexti, 4% verðbólgu allan lánstímann og jafngreiðslulán (annuitet). Mánaðalegar afborganir um 146.000 kr. allan lánstímann miðað við fast verðlag. Heildargreiðslur af þessu 40 ára láni eru um 169.000.000 krónur þegar upp er staðið og viðkomandi greiðir sína síðustu afborgun, jafnvel kominn á elliheimilið
Þetta er aftur á móti sá veruleiki sem blasir við lántakendum í Englandi og á Norðurlöndum:
Vextir 5%. Höfuðstóll óverðtryggður. 25 milljón króna lán tekið til 25 ára. Heildargreiðslur af láninu um 41 milljón krónur. Mánaðarlegar afborganir í byrjun 188.000 kr, en falla smám saman niður í 84.000 kr. Eignamyndun jöfn allan lánstímann. Á besta aldri getur lántakandinn farið að njóta lífsins
Notið nú hinn ágæta Lánareikni Landsbankans til að skoða hina ýmsu valkosti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2007 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Hvar er þekking Orkuveitunnar/REI sem er metin á 10 milljarða?
Fyrsta jarðvarmavirkjunin til framleiðslu á rafmagni sem Piero Ginori Conti prins fann upp á og gangsetti í Larderello dalnum á Ítalíu árið 1904. Fullvaxin virkjun var síðan reist þar árið 1911.
Í dalnum er nú framleidd meiri orka með jarðvarma en á öllu Íslandi.
Undanfarið hafa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) verið mikið í fréttunum vegna útrásarinnar á sviði jarvarmavirkjanna. REI er eins og allir vita dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og hefur þekking þeirra verið metin á hvorki meira né minna en tíu milljarða króna. Fjölmargir súpa hveljur af undrun og fá dollaraglampa í augun, þar á meðal stjórnmálamenn, en aðrir sem eru jarbundnari vita að þessi þekking er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til staðar innanhúss hjá OR/REI.
Mest öll þessi þekking er aftur á móti til staðar hjá öðrum fyrirtækjum, þ.e. þeim verkfræðistofum sem hannað hafa íslensk jarðvarmaorkuver þ.e. Kröfluvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjanir og Reykjanesvirkjun, svo og hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ÍSOR). Af þessum virkjunum er Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun í eigu OR. Á verkfræðistofunum er þessi þekking til staðar, en aðeins í takmörkuðum mæli innanhúss hjá OR og REI. Auðvitað eru ágætir verkfræðingar og jarðvísindamenn hjá OR sem koma að undirbúningi nýrra virkjana, en fjöldi þeirra er aðeins brot af þeim fjölda sem hefur komið að hönnun virkjana OR og myndi vega lítið í útrás á erlendri grund.
Hvar er þessi þekking sem metin er á 10.000.000.000 kr.? Hjá OR/REI eða hjá íslenskum verkfræðistofunum? Svarið er: Þekkingin er fyrst og fremst hjá verkfræðistofunum og ÍSOR. Segjum t.d. 10% hjá orkuveitunni og 90% hjá ráðgjöfum hennar. Hvort hún sé tíu milljarða króna virði er svo allt annað mál, en í heimi fjármálanna er ýmislegt ofvaxið skilningi jarbundinna manna.
Erum við íslendingar stærstir og bestir á sviði jarðvarmavirkjana? Margir virðast telja að svo sé. Raunin er allt önnur. Við erum hvorki bestir né í fararbroddi, en vissulega meðal hinna bestu. Við erum fjarri því að vera stærstir. Okkar sérþekking liggur m.a. í því að beisla saltan jarðsjó eins og í Svartsengi og á Reykjanesi þar sem jarðhitasvæðin eru einna erfiðust hér á landi og jafnvel þó víðar sé leitað. Þar hefur Hitaveitu Suðurnesja tekist mjög vel til með dyggri aðstoð íslenskra verkfræðistofa og ÍSOR. Bloggarinn hefur komið að hönnun jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis í þrjá áratugi og vill því ekki gera lítið úr reynslu okkar íslenskra tækni- og jarðvísindamanna, nema síður sé, en telur sig þekkja smávegis til málsins fyrir bragðið.
Á þessari síðu eru fáeinar myndir sem sýna jarðgufuvirkjanir erlendis. Þær eru fjölmargar víða um heim eins og sést á neðstu myndinni. Ekki bara á Íslandi. Vissulega erum við færir, en það eru hinir fjölmörgu starfsbræður okkar um víða veröld einnig.
Íslenskar verkfræði- og jarðfræðistofur búa yfir gríðarmikilli reynslu á virkjun jarðvarma sem nær yfir nokkra áratugi. Starfsmenn þeirra hafa verið djarfir og útsjónarsamir við hönnun jarðvarmavirkjana og tekist að ná góðum tökum á tækninni og þekkja mjög vel vandamál sem upp koma, m.a. vegna tæringa og útfellinga. Hjá orkuveitunum eru stafsmenn sem búa yfir mikilli reynslu varðandi rekstur jarðvarmavirkjana sem er fyrst og fremst dýrmæt fyrir viðkomandi orkuveitu. Þar starfa einnig nokkrir verkfræðingar og jarðvísindamenn með mjög góða reynslu og yfirsýn, en þeir eru fáir. Allir þessir aðilar hafa verið mjög störfum hlaðnir undanfarið og hafa vart tíma til að líta upp úr þeim verkefnum sem bíða hér á landi. Hvort er viturlegra að nýta þessa þekkingu eins og hingað til í því skyni að nýta íslenskar náttúruauðlindir Íslendingum til hagsbóta, eða flytja hana úr landi útlendingum til örlítils hagræðis?
Við verðum fyrst og fremst að vera raunsæ.
Ítalskir jarðgufumenn að störfum við að beisla jarðvarmann í Larderello árið 1911
Larderello svæðið í dag þar sem framleidd er meiri raforka með jarðvarma en á öllu íslandi.
Wairakei jarðhitasvæðið á Nýja Sjálandi
Ein af 20 virkjunum á Geysis svæðinu í Bandaríkjunum.
Hatchobaru jarðgufuorkuverið í Japan
Jarðvarmavirkjanir eru víða um heim
Ítarefni:
Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna
Verktækni blað verkfræðinga og tæknifræðinga; sjá leiðarann "Hvaða þekkingu á að selja" sem fjallar um sama mál og hér.
Introduction to Geothermal Energy - Slide Show
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Dornier farþegaflugvél í villtum dansi yfir Reykjavík 1986
Á flugsýningunni 1986 sýndi Dornier farþegaflugvél ótrúlegar æfingar yfir Reykjavíkurflugvelli. Fór bakfallslykkju, veltu (loop & roll) o.fl., og það með dautt á öðrum hreyflinum
Sjá kvikmynd frá þessu ógleymanlega flugi. Ómar Ragnarsson er kynnir.
Hefðir þú viljað vera farþegi um borð í flugvélinni?
Svona sýningaratriði væru tæplega leyfð í dag, en á þessum tíma mátti gera allt sem ekki var beinlínis bannað...
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Orkuveitan heima. Allir syngja með !
Þetta skemmtilega myndband barst óvænt
Höfundur er óþekktur
Á myndbandinu má sjá orkuver Hitaveitu Suðurnesja. Er verið að gefa eitthvað í skyn?
Tónlist | Breytt 2.11.2007 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 765231
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði