Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Al Gore áhrifin á veðurfar og snjórinn í London í gærmorgun

al-goreEins og allir vita þá ferðast Al Gore um heiminn á einkaþotu og boðar fagnaðaerindið. Fáir vita þó að veðurfarið andar oft köldu þar sem hann ber niður. Svo rammt kveður að þessu að farið er að nefna þessi áhrif Al Gore Effect.

 

Þegar Gore var í Boston og New York árið 2004 skall á mesta kuldatíð í 50 ár.

Þegar hann fór til Queensland í Ástralíu árið 2006 snjóaði þar í fyrsta skipti í 65 ár.

Í Kanada var verið að selja miða á fyrirlestur Al Gore 7. febrúar 2007 þegar mesti kuldi sem mælst hefur í Toronto hrelldi borgarbúa.

13. febrúar 2007 aflýsti House Committee on Energy and Commerce fundi um hnatthlýnum vegna snjókomu.

Um svipað leyti aflýsti Maryville háskólinn sýningu á "An Inconvenient Truth" vegna snjóstorms.

Þetta er varla einleikið Wink

 

  • January 2004—Gore brings coldest temperatures in 50 years to aid his speech in Boston
  • November 2006—With summer 2 weeks away, Al Gore visits Australia, and brings enough cooling to reopen the ski resorts
  • February 13, 2007—Almost 2 weeks after the ground hog declared an early spring, the US House Committee on Energy and Commerce's subcommittee on Energy and Air Quality's hearing on global warming scheduled for Feb. 14 is canceled due to an inch of snow, sleet, and hail. Also, Maryville University in St. Louis canceled their presentation of "An Inconvenient Truth" due to snowstorms.


Nú er Al Gore væntanlegur til Íslands næstu daga. Getur það verið að hann ætli að hafa viðkomu í London?  Hvers vegna, jú þessi mynd var tekin í Richmond Park í London í gærmorgun 6. apríl 2008. Hnatthlýnunaráhrif eða hvað? Eða bara Gore Effect?

Sem betur fer kom blessuð sólin og fjarlægði snjóinn.  Ekki er þó víst að börnin hafi verið ánægð þegar snjókallarnir urðu sólargeislunum að bráð.

 

IMG_4357.JPG
 
IMG_4369.JPG
 
Í Richmond Park 6. apríl. 
 
 
Buckingham höll
 
Í garðinum hjá Betu drottningu. 
 

Það er annars umhugsunarvert hvers vegna Al Gore er að halda fyrirlestur um loftslagsbreytingar á Íslandi. Hann er ekki loftslagsfræðingur heldur lögfræðingur. Þekking hans á eðlisfræði lofthjúps jarðar er auðvitað samkvæmt því. Hann hlaut að vísu hálf friðarverðlaun Nóbels, en þau koma vísindum nákvæmlega ekkert við.  Amen.

 

Sem betur fer eru til alvöru fagmenn sem láta í sér heyra. Á ráðstefnunni The 2008 International Conference on Climate Change voru flutt fjölmörg erindi. Meðal þeirra er erindi prófessors Bob Carter. Hægt er að horfa á flutninginn hér og sækja hann í DVD gæðum hér.  Smækkuð útgáfa er hér fyrir neðan. Vissullega er ekkert  Hollywood yfirbragð á myndinni eins og í "An Inconvenient Truth", ekki er verið að plata neinn og ekki heldur verið að hræða almenning. Þessi mjög fróðlegi fyrirlestur kemur væntanlega mörgum á óvart. Hér talar alvöru vísindamaður um efni sem hann gjörþekkir.

 

 

 

 

 

 

Krækjur:

35 villur í kvikmyndinni "An Inconvenient Truth". Christopher Monckton of Brenchley: 35 Inconvenient Truths

Bloggpistill: High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

Bloggpistill: Al Gore og undrabarnið

AOL Video: Snow in London 05 April 200

Telegraph:

 

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans

 


Draugaleg mynd á laugardagskvöldi (°_°)

Yfirnáttúrulegt  fyrirbæri? Hér er ekki allt sem sýnist. Farðu eftir leiðbeiningunum. Hvað er það sem þú sérð? Vofa? W00t

1) Horfðu fast á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.

2) Horfðu nú á sléttan vegg.

3) Deplaðu aðeins augunum...

Hvað sérðu? 

 

Furðumynd

 


Allt er í heiminum afstætt - og Guli kafbáturinn

Max Tegmark prófessor við hinn virta verkfræðiháskóla MIT ákvað að lífga aðeins upp á leiðigjarna fyrirlestra sína um afstæðiskenninguna. Hann flutti því kúrs númer 8033 á nýstárlegan hátt. Prófessor Tali Figueroa aðstoðaði.

Fyrirlestur prófessors Tegmark má nálgast sem pdf skjal hér.  Auðvitað er textinn illskiljanlegur öðrum en eðlisfræðinördum Cool

 Myndband frá fyrirlestrinum: We all believe in relativity ...

 

SPECIAL RELATIVITY

Römer measured the speed of light,
and something basic just wasn’t right.
because Michaelson and Morley
showed that aether fit data poorly.

We jump to 1905.
In Einstein’s brain, ideas thrive:
“The laws of nature must be the same
in every inertial frame”

We all believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

Einstein’s postulates imply
that planes are shorter when they fly.
Their clocks are slowed by time dilation,
and look warped from aberration.

Cos theta-prime is cos theta minus beta ... over one minus beta cos theta.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

With the Lorentz transformation,
we calculate the relation
between Chris’s and Zoe’s frame,
but all invariants, they are the same.
Like B dot E and B-squared minus E-squared,

... and the rest mass squared which is E-squared minus p-squared.
’cos we all believe in relativity, 8.033, relativity.

Soon physicists had a proclivity
for using relativity.
But nukes made us all scared
because E = mc2.

Everything is relative, even simultaneity,
and soon Einstein’s become a de facto physics deity.
’cos we all believe in relativity, 8.033, relativity.

GENERAL RELATIVITY

But Einstein had another dream,
and in nineteen sixteen
he made a deep unification
between gravity and acceleration.
He said physics ain’t hard at all
as long as you are in free fall,
’cos our laws all stay the same
in a locally inertial frame.

And he called it general relativity, relativity, relativity.
And we all believe in relativity, 8.033, relativity.

If towards a black hole you fall
tides will make you slim tall,
but your friends won’t see you enter
a singularity at the center,
because it will look to them
like you got stuck at radius 2M.
But you get squished, despite this balking,
and then evaporate, says Stephen Hawking.

We all believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

We’re in an expanding space
with galaxies all over the place,
and we’ve learned from Edwin Hubble
that twice the distance makes redshift double
We can with confidence converse
about the age of our universe.
Rival theories are now moot
thanks to Penzias, Wilson, Mather & Smoot.

We all live in an expanding universe, expanding universe, expanding universe.
Yes we all live in an expanding universe, expanding universe, expanding universe.

But what’s the physics of creation?
There’s a theory called inflation
by Alan Guth and his friends,
but the catch is that it never ends,
making a fractal multiverse
which makes some of their colleagues curse.
Yes there’s plenty left to figure out
like what reality is all about about.

but at least we believe in relativity, relativity, relativity.
Yes we all believe in relativity, 8.033, relativity.

 

Þar sem MIT er besti verkfræðiháskóli í heimi og HÍ vill verða meðal þeirra 100 bestu, er ekki að efa að þessir nýju kennsluhættir verða teknir upp hér á landi innan skamms. MadMax hefur gefið tóninn í verkfræði- og raunvísindadeild. Í heimspekideild mætti kveða rímur,  í viðskiptadeild mætti syngja fjárlögin og í lagadeild tóna stjórnarskrána. Hvernig er það eiginlega, ætlar HR ekkert að gera? Smile

 

 

Hér koma svo sjálfir Bítlarnir með We All Live in a Yellow Submarine 


Orkuver 6 í Svartsengi - Til hamingju HS !

 


 

"Orkuver sex" í Svartsengi verður formlega gangsett í dag 3. apríl.  Þetta er 30 megawatta gufuaflsvirkjun af mjög sérstakri gerð þar sem verið er að virkja háþrýsta, milliþrýsta og lágþrýsta gufu með sama hverflinum.

Fyrsta skóflustunga að virkjuninni var tekin 31. mars 2006 og síðan hefur verið unnið hörðum höndum að framkvæmdinni.  Í orkuverinu er 30 MW gufuhverfill smíðaður af Fuji í Japan.  Hverfillinn er sérstakur að því leyti að hann er með þrjú gufuinntök.  Hægt er að keyra hann á 16 bar þrýsting, 6 bar og 0,6 bar og er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum.  Fékk hann vinnuheitið Kolkrabbinn eða Octopus og hefur það nafn fest við hann. Tako heitir kolkrabbinn á japönsku. Inn á hverfilinn tengjast nefnilega átta sver gufurör sem gera hann mjög óvenjulegan.

Orkuverið var raunar gangsett í desember síðastliðnum, en undanfarnar vikur hefur verið unnið að ýmisskonar frágangi. Hönnun virkjunarinnar hófst í janúar 2006, þannig að innan við tvö ár liðu frá fyrsta blýantsstrikinu að gangsetningu.

Orkuverin í Svartsengi eru sex talsins og var hið fyrsta tekið í notkun árið 1978. Gufuhverflar eru samtals 12, og eru 10 þeirra enn í notkun. Á Reykjanesi er nýtt orkuver með tveim 50 megawatta hverfilsamstæðum.

Kolkrabbinn í "Orkuveri Sex" er rauða kvikindið á myndinni. Smella tvisvar á myndina til að stækka hana.

 

Hönnuðir voru:

Fjarhitun, VTR verkfræðingar, Verkfræðistofa Suðurnesja, Landark og Arkitektastofan OG.

 

Til hamingju starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja og félagar í hönnunarhópnum Wizard

HShf_1a
Kolkrabbinn1000w

Sniðuga ljóskan, bankinn og þýðingarvélin

Rich-blonde

Þessi ljóskubrandari kom í pósthólfið áðan, þ.e. 1. apríl:

 

Sneddý ljóska !!!

Stórglæsileg blondína kemur inn í ónefndan banka í Reykjavík og biður um bankalán. Hún segist þurfa að fara til Suður-Evrópu í verslunarferð og vanti 50.000 kr.

Starfsmaður bankans segir henni að bankinn þurfi að hafa einhverskonar tryggingu fyrir láninu. Hún afhendir honum lyklana af alveg splunkunýjum Bens sem stendur á bílastæði við bankann. Þetta virkar fínt og bankinn samþykkir bílinn sem tryggingu fyrir láninu. Bankastarfsmaðurinn og aðrir innan bankans eru virkilega stoltir af blondí að hún skuli stilla upp Bens að verðmæti fyrir 18-milj. sem tryggingu fyrir 50.000 kr. Starfsmaðurinn keyrir bílinn niður í bílageymslu bankans.

Tveimur vikum seinna kemur blondí aftur og borgar sínar 50.000 kr, plús 310 kr í vexti. Bankamaðurinn getur ekki orða bundist og segir: "Við erum virkilega ánægðir með að þú sóttir um lán hjá okkur, en við erum pínulítið forvitnir...

Meðan þú varst í burtu tékkuðum við á þér í Lánstrausti og komumst að því að þú ert margfaldur milljóner. Það sem við erum rosalega hissa á er:  Af hverju þurftir þú 50.000 kr lán?

Blondí svarar: "Hvar annarsstaðar í Reykjavík get ég geymt bílinn minn í tvær vikur fyrir 310 kall ?"

--- --- ---

Þýðingarvélin Tungutorg www.tungutorg.is var ekki lengi að snara þessu yfir á ensku:

Sneddý of blondes !!!

Stórglæsilegur blondíinn enters an unmentioned bank in Reykjavik and asks for bank loans. She says need to go to Suður-Evrópa in a verslunarferð and lacks 50.000 Kr.

The employee of the bank says her that the bank needs to have an einhverskonar guaranty for the loan. She delivers the him keys of quite brand-new Ben currently on a parking lot at the bank. This works fine and the bank consents the car which guaranty for the loan. The bank employee and other within the bank are real proud of blondí that she shall mount Ben to a value for 18-milj. which guaranty for 50.000 Kr. The employee drives a car down in the being of the bank.

Two weeks posterior comes a blondí again and pays their 50.000 Kr, plus 310 Kr in a growth. The banker can not phrase mated and says: "Va are real content with that you applied a loan by us, but we are tiny forvitnir.. . 

Whilst you were in away tékka we on you in a creditworthiness and ascertained it that you are a multiple milljóner. Who we are rosalega astonished river is: wherefore needed you 50.000 Kr loan?

Blondí answers: "Hva elsewhere in an order can I stored my car in fortnight for 310 kall "

 

Prófum nú dönsku:

Blondiners Sneddý !!!

Stórglæsilegur blondíinn indkommer i en ónefndur bank i Reykjavík og beder om bankalán. Hun segjast behøves at tilfaldes Suður-Evrópa i en verslunarferð og mangler 50.000 Kr.

Bankens arbejdstager siger hende at banken behøver at haves en einhverskonar trygging for lånet. Hun afleverer de ham nøgler af helt splunkunýr Ben p.t. på en bílastæði ved banken. Dette virka fínn og banken godkender bilen som trygging for lånet. Bankastarfsmaður og andre inden bankens er virkilega stolte af en blondí at hun skal beroliges op Ben at en verðmæti for 18-milj. som trygging for 50.000 Kr. Arbejdstageren keyra en bilen ned i bankens bílageymsla.

To uger seinni kommer en blondí igen og betaler sin 50.000 Kr, et additionstegn 310 Kr i en vækst. Bankieren kan ikke udtrykker bindast og siger: "Va er virkilega ánægður med at du andrag om et lån hos os, men vi er pínulítill forvitnir..

Meðan du vær i burtu tékka vi på du i en lánstraust og konstaterede det at du er en mangefoldt milljóner. Det som vi er rosalega hissa å er: af hvem behøvede du 50.000 Kr lån?

Blondí svarer:  "Sår annarsstaðar i en ankomst kan jeg gemt min bil i to uger for 310 kall ?"

 

Niðurstaða:  Ljóskur eru skynsamar en tölvur dálítið vitlausar. LoL

A result: Blondes are sensible but computers somewhat crack-brained. Shocking

Et resultat: Blondiner er fornuftmæssige men datamater dálítið vitlaus. Pinch

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband