Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Laugardagur, 18. apríl 2009
Evrópusambandið: Að hrökkva eða stökkva...
Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur skrifaði mjög athyglisverða grein í Morgunblaðið 16. apríl. Bloggarinn telur þessa grein eiga brýnt erindi til allra og leyfir sér því að birta hana í heild hér fyrir neðan.
Í greininni kemur ótvírætt fram að nú sé mjög mikilvægt að vera fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Mikið er i húfi.
Benedikt spyr: "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?"
... og svarar:
1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti
Greinin er mjög vel skrifuð og rökföst og óþarfi að hafa um hana fleiri orð.
Vonandi verður grein Benedikts til þess að farið verði að ræða málin af alvöru. Það er ekki seinna vænna, hver sem niðurstaðan verður... Er svar Benedikts við spurningunni "Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?" rétt? Til þess að menn geti tekið afstöðu er nauðsynlegt að vita afdráttarlaust um kosti þess og galla að sækja um aðild.
(Leturbreytingar í greininni eru á ábyrgð bloggarans).
--- --- ---
Stefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni?
EFTIR nokkra daga verður kosið til Alþingis. Því miður virðist sem stjórnmálaflokkarnir geri sér enga grein fyrir því, að ef ekki er gripið til ráðstafana nú þegar er líklegt að yfir þjóðina dynji annað stóráfall og þjóðin verði um langa framtíð föst í fátæktargildru.
Erlendir loddarar tala um að Íslendingar eigi að gefa skít í umheiminn og neita að borga skuldir sínar. Margir virðast telja að slík leið sé vænleg. Enginn stjórnmálamaður talar um það að landið hefur misst lánstraustið og mun ekki endurvinna það fyrr en við sýnum að okkur er alvara með því að vinna með samfélagi þjóðanna.
Fjárhættuspil
Forráðamenn og eigendur bankanna lögðu mikið undir í útrásarveðmálinu. Þjóðin var sett að veði án þess að nokkur bæði hana leyfis. Gagnrýnisraddir voru fáar og þeir sem vöruðu við hættunni voru nánast taldir landráðamenn eða kjánar. Árum saman var bent á það að með sjálfstæðum gjaldmiðli væri gífurleg áhætta tekin. Krónan hefur lengi verið rangt skráð. Á velmegunarárunum var hún svo sterk að hér fylltist allt af jeppum og flatskjám, nú er hún svo veik að Austur-Evrópumenn vilja ekki lengur vinna fyrir þau laun sem hér bjóðast.
Atvinnuleysi eykst dag frá degi, gengi krónunnar hrapar, vextir eru miklu hærri hér á landi en í samkeppnislöndum og bankarnir eru vanmegnugir. Ríkið þarf að taka mjög há lán og fyrirsjáanlegt er að vaxtagreiðslur verða stór hluti af útgjöldum þess næstu árin. Í ljósi alls þessa er mikilvægt að leitað verði allra leiða til þess að bæta hag íslenskra heimila og fyrirtækja og koma jafnframt í veg fyrir að ástandið versni enn frá því sem nú er.
Almenningur á erfitt með að skilja hvert stefnir. Peningar eru hagkerfinu jafnnauðsynlegir og súrefni líkamanum. Nú vilja fáir lána þjóðinni peninga og þeir peningar sem fást eru þá á afarkjörum. Hin einfalda aðgerð »að hætta að borga skuldir óreiðumanna« hefur lamað hagkerfið allt. Í fréttum hefur komið fram að sterkt fyrirtæki eins og Landsvirkjun þarf að endurfjármagna lán innan tveggja ára. Tekst sú endurfjármögnun og verður það á vöxtum sem fyrirtækið ræður við? Hvaða stjórnmálamaður vill stefna framtíð þessa fyrirtækis í hættu?
Þjóðin geldur nú fyrir það dýru verði að hafa haldið í gjaldmiðil sem komið hefur heimilum og fyrirtækjum landsins í glötun og leitt til einangrunar. Ráðamenn skelltu áður skollaeyrum við aðvörunum. Ætla þeir að endurtaka leikinn núna?
Evran og Evrópusambandið
Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný. Nú eru víðtæk höft í gjaldeyrisviðskiptum. Lánstraust íslenskra aðila er mjög lítið.
Íslensk fyrirtæki fá ekki afgreiddar vörur erlendis nema gegn staðgreiðslu og erlendir aðilar vilja ekki koma að fjármögnun íslenskra framkvæmda. Allt er ótryggt varðandi endurfjármögnun erlendra lána, eins og margir Íslendingar hafa fengið að reyna að undanförnu. Stór íslensk fyrirtæki íhuga nú, eða hafa þegar ákveðið, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi til þess að fá traustara rekstrarumhverfi. Ísland er nær vonlaus fjárfestingarkostur meðan ekki hefur verið mótuð nein framtíðarstefna í peningamálum og almennu efnahagsumhverfi. Þessu þarf að breyta og Íslendingar mega ekki hrekja bestu fyrirtæki landsins til útlanda. Nú er þörf á að fjölga störfum en ekki fækka.
Sveiflur á gengi krónunnar og hið mikla fall hennar hafa komið mjög illa við bæði almenning og fyrirtæki á Íslandi. Innganga í ES, þar sem stefnt yrði að þátttöku Íslands í evrópska myntsamstarfinu svo fljótt sem auðið er, myndi draga úr óvissu í efnahagsmálum.
Síðustu forvöð
Það er ekki bara fyrirsjáanlegt "seinna hrun" sem gerir það að verkum að brýnt er að sækja um aðild að ES. Mjög margt bendir til þess að ef ekki verður gengið til viðræðna þar um á næstu mánuðum geti þjóðin misst af lestinni í allmörg ár. Forsvarsmenn sambandsins hafa lýst því yfir að nú beri að hægja á stækkun þess. Þó er talið að Króatía eigi möguleika á því að komast inn í sambandið áður en lokað verður á inngöngu annarra um skeið og er talið líklegt að bærist umsókn frá Íslandi yrði hún afgreidd á sama tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að á seinni hluta árs 2009 verður Svíþjóð í forsvari í Evrópusambandinu, en líklegt verður að telja að Norðurlandaþjóð myndi styðja hratt umsóknarferli Íslands. Auk þess hefur stækkunarstjóri ES, Olli Rehn, lýst yfir miklum velvilja í garð Íslendinga og sagt að umsókn frá Íslandi yrði afgreidd hratt. Því er brýnt að hefja viðræður meðan viðmælendur hafa ríkan skilning á stöðu Íslands.
Sjávarútvegsstefna ES er til endurskoðunar og skal henni lokið fyrir árið 2012. Um leið og Íslendingar lýsa vilja til að hefja aðildarviðræður, verður þeim auðveldara að koma sjónarmiðum sínum um sjávarútvegsstefnuna að. Næsta endurskoðun verður ekki fyrr en árið 2022, þannig að stefnan sem nú verður mótuð mun gilda í 10 ár. Það er ábyrgðarhluti að Íslendingar sitji af sér tækifæri til þess að hafa áhrif í svo miklu hagsmunamáli.
Raunvextir á Íslandi eru nú 10-15% meðan nágrannalöndin hafa fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því er staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum.
Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 milljörðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella?
Ekki má gleyma því að í Evrópusambandinu eru okkar helstu bandalags- og vinaþjóðir sem Íslendingar hafa árum saman haft samstarf við innan Atlantshafsbandalagsins, EFTA og EES. Til samningaviðræðna við þessa aðila gengi þjóðin með fullri reisn, fullbúin að láta á það reyna hvað samningaviðræðurnar færðu henni. Það er ábyrgðarhluti að bíða með það, þegar við blasir að slíkt getur leitt til verri vaxtakjara, minni atvinnu, lakara lánstrausts og almennrar vantrúar á þjóðinni, einmitt á tímum þegar trausts er þörf.
Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu?
1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti
Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill sækja um aðild að Evrópusambandinu án skilyrða. En loforð stjórnmálamanna hafa reynst haldlítil þegar á reynir. Aðrir flokkar draga lappirnar og setja þannig framtíð þjóðarinnar í stórhættu. Ólíklegt virðist að eftir kosningar verði sótt um aðild tafarlaust eins og þó er lífsnauðsyn.
Síðastliðið haust var aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina haldreipi þjóðarinnar til skamms tíma. Sumir töldu að þjóðinni væri meiri sæmd að því að sökkva en grípa þann bjarghring. Sem betur fer var farið að viturra manna ráðum í því efni. Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.
Eina úrræði þjóðarinnar er að taka málin í sínar hendur og krefjast þess að stjórnmálamenn setji málið á dagskrá. Það geta menn gert með því að undirrita áskorun til stjórnvalda á vefsvæðinu www.sammala.is þar sem þeir taka saman höndum sem eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl, eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu.
>> Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.
--- --- ---
Dr. Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur stofnaði Talnakönnun árið 1984 og hefur stjórnað fyrirtækinu síðan. Árið 1988 var Talnakönnun breytt í hlutafélag og árið 2000 var Útgáfufélagið Heimur hf. stofnað. Benedikt hefur starfað sem ráðgjafi, einkum í tölfræðilegum og tryggingafræðilegum verkefnum. Hann hefur stýrt Vísbendingu öðru hvoru allt frá árinu 1995. Hann hefur einnig verið ritstjóri blaðsins Issues and Images og Skýja (ásamt Jóni G. Haukssyni).
Leiðari Morgunblaðins um grein Benedikts er hér.
Evrópumál | Breytt 19.4.2009 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Höndin mikla í himingeimnum... Röntgenmynd?
Myndin hér að ofan hefur vakið nokkra athygli. Myndin líkist einna helst yfirnáttúrulegri hönd einhvers staðar á himnum uppi. Yfirnáttúrulegt eða náttúrulegt fyrirbæri?
Myndin er frá gervihnettinum Chandra og má lesa um hana á vefsíðu Chandra X-Ray Observatory.
Lítil nifteindastjarna um 15 km í þvermál, svokallaður púlsar, lýsir upp höndina sem er hvorki meira né minna en 1500 ljósár í þvermál.
Manus Dei? Auðvitað er þetta náttúrulegt fyrirbæri og bara tilviljun hve geimskýin líkjast hönd. Röntgenmynd? Vissulega
Um Nifteindastjörnur - vettvang öfganna má lesa á Stjörnufræðivefnum.
Webcast of Chandra & B1509 During 100 Hours of Astronomy
Vísindi og fræði | Breytt 17.4.2009 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Eru Jöklabréfin í eigu íslenskra aðila? Er Tortólaauðurinn geymdur á Íslandi?
Getur verið að stór hluti þess fjármagns sem streymt hefur úr bönkunum á undanförnum misserum, og margir telja að geymt sé á Tortóla, sé í raun varðveitt sem Jöklabréf á Íslandi?
Getur verið að íslenskir aðilar eigi einhvern hluta svokallaðra Jöklabréfa?
Er vitað hverjir eiga þessi Jöklabréf?
Vextir á Íslandi eru auðvitað miklu hærri en á Tortóla og það vissu íslenskir auðrónar manna best. Er nokkuð ólíklegt að þeir hafi notfært sér það? Flæddu ekki jöklabréfin inn í landið á sama tíma og fjármagnið streymdi í stórum stíl úr íslensku bönkunum til ákveðinna aðila?
Spyr sá sem ekki veit... Sjálfsagt eru þessar vangaveltur út í hött...
Vísindavefurinn: Hvað eru Jöklabréf?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Vextir af húsnæðislánum í Bretlandi eru í dag um 2,2% - óverðtryggt !
Íslensk fjölskylda sem bloggarinn þekkir vel var að endurnýja húsnæðislánið vegna íbúðar í Bretlandi þar sem fjölskyldan á lítið húsnæði.
Vextir af láninu eru 1,7% yfir stýrivöxtum sem eru 0,5%, eða 2,2% samtals.
Lánið er óverðtryggt. Segjum til einföldunar að mánaðarlegar afborganir séu um 1000 pund, sem er ekki mjög fjarri lagi. Af þessum 1000 pundum fara því um 22 pund í vexti. Sjálfsagt er einhver innheimtukostnaður eins og gengur og gerist, en staðreyndin er sú að í hverjum mánuði lækkar höfuðstóllinn um rúmlega 900 pund.
Hverjir eru raunvextir um þessar mundir af húsnæðislánum hér á landi, þ.e. vextir + vísitöluálag?
Ef þú greiðir 100.000 krónur á mánuði í afborgun og ert með nýlegt lán, hve mikið fer af þeirri upphæð til að greiða niður höfðstólinn?
(Ætli það sé um 90.000 krónur eins og það er hlutfallslega í Englandi, eða getur verið að það sé ekki mikið meira en 9.000 krónur? Humm...).
Hvaða ályktun getum við dregið af þessu?
Bank of England: Current Bank Rate 0,5%. Sjá hér.
Umrætt lán er af gerðinni Offset Tracker hjá First Direct.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Píanóleikarinn Martin Berkofsky og Tungl-jeppinn hans...
Martin Berkofsky sendi mér nýlega þessa mynd af jeppanum sínum sem búinn er fjarskiptabúnaði sem notar gamla góða tunglið okkar sem endurvarpa. Martin notar ekki neitt gervitungl heldur alvörutungl .
Moon Rover kallar hann bílinn, sem er væntanlega eini fjallabílinn með svona græjum. Loftnetin eru fyrir 144 MHz og 432 MHz.
Martin, sem býr nú í Bandaríkjunum eftir að hafa búið í allmörg ár á Íslandi, hefur hér lagt bílum og beinir loftnetinu að karlinum í tunglinu. Hann var þarna í sambandi við LA8YB í Noregi á 144 MHz eða 2ja metra öldulengd. Að jafnaði er ekki hægt að hafa samband meira en fáeina tugi kílómetra á metrabylgju en þarna voru þúsundir kílómetra milli staða.
Milli jarðar og mánans eru um 380.000 kílómetrar. Radíóbylgjunar frá loftneti Martins þurfa því að ferðast um 760.000 km áður en þær lenda á loftneti móttakandans
Um þennan margbrotna ofurhuga má lesa í bloggpistlinum frá síðastliðnu hausti:
Píanósnillingurinn margbrotni Martin Berkofsky, radíóamatörinn og mannvinurinn
Fleiri myndir af hinum eina sanna Moon Rover eru hér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Frétt NASA í dag: Sólin í djúpri lægð...
Í dag birtist greinin sem er hér fyrir neðan á vefsíðu NASA. Þar er fjallað um hegðun sólar sem hefur ekki sést í hartnær öld. Á vefsíðunni segir: "We're experiencing a very deep solar minimum" og "This is the quietest sun we've seen in almost a century"
Allar mælingar sýna það sama: Sólblettatalan, sólvindurinn, heildarútgeislun og útgeislun radíóbylgna sýna svo ekki verður um villst að sólin er komin í djúpa og óvenjulega lægð.
Í tölvupósti frá NASA í dag þar sem vefsíða þeirra er kynnt segir: NASA Science News for April 1, 2009: How low can it go? The Sun is plunging into the deepest solar minimum in nearly a century.
Um þessar breytingar er einnig fjallað í pistlinum 8. janúar: "2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913"
Sjá frétt NASA frá í dag hér fyrir neðan, eða hlusta:
(Myndirnar má stækka með því að tví-smella á þær).
--- --- ---
http://science.nasa.gov/headlines/y2009/01apr_deepsolarminimum.htm?list1078000
Deep Solar Minimum | 04.01.2009 | ||
+ Play Audio | + Download Audio | + Email to a friend | + Join mailing list April 1, 2009: The sunspot cycle is behaving a little like the stock market. Just when you think it has hit bottom, it goes even lower. 2008 was a bear. There were no sunspots observed on 266 of the year's 366 days (73%). To find a year with more blank suns, you have to go all the way back to 1913, which had 311 spotless days: plot. Prompted by these numbers, some observers suggested that the solar cycle had hit bottom in 2008. Maybe not. Sunspot counts for 2009 have dropped even lower. As of March 31st, there were no sunspots on 78 of the year's 90 days (87%). It adds up to one inescapable conclusion: "We're experiencing a very deep solar minimum," says solar physicist Dean Pesnell of the Goddard Space Flight Center. "This is the quietest sun we've seen in almost a century," agrees sunspot expert David Hathaway of the Marshall Space Flight Center. Above: The sunspot cycle from 1995 to the present. The jagged curve traces actual sunspot counts. Smooth curves are fits to the data and one forecaster's predictions of future activity. Credit: David Hathaway, NASA/MSFC. [more] Quiet suns come along every 11 years or so. It's a natural part of the sunspot cycle, discovered by German astronomer Heinrich Schwabe in the mid-1800s. Sunspots are planet-sized islands of magnetism on the surface of the sun; they are sources of solar flares, coronal mass ejections and intense UV radiation. Plotting sunspot counts, Schwabe saw that peaks of solar activity were always followed by valleys of relative calma clockwork pattern that has held true for more than 200 years: plot. The current solar minimum is part of that pattern. In fact, it's right on time. "We're due for a bit of quietand here it is," says Pesnell. A 50-year low in solar wind pressure: Measurements by the Ulysses spacecraft reveal a 20% drop in solar wind pressure since the mid-1990sthe lowest point since such measurements began in the 1960s. The solar wind helps keep galactic cosmic rays out of the inner solar system. With the solar wind flagging, more cosmic rays are permitted to enter, resulting in increased health hazards for astronauts. Weaker solar wind also means fewer geomagnetic storms and auroras on Earth. A 12-year low in solar "irradiance": Careful measurements by several NASA spacecraft show that the sun's brightness has dropped by 0.02% at visible wavelengths and a whopping 6% at extreme UV wavelengths since the solar minimum of 1996. These changes are not enough to reverse the course of global warming, but there are some other, noticeable side-effects: Earth's upper atmosphere is heated less by the sun and it is therefore less "puffed up." Satellites in low Earth orbit experience less atmospheric drag, extending their operational lifetimes. That's the good news. Unfortunately, space junk also remains longer in Earth orbit, increasing hazards to spacecraft and satellites. Above: Space-age measurements of the total solar irradiance (brightness summed across all wavelengths). This plot, which comes from researcher C. Fröhlich, was shown by Dean Pesnell at the Fall 2008 AGU meeting during a lecture entitled "What is Solar Minimum and Why Should We Care?" A 55-year low in solar radio emissions: After World War II, astronomers began keeping records of the sun's brightness at radio wavelengths. Records of 10.7 cm flux extend back all the way to the early 1950s. Radio telescopes are now recording the dimmest "radio sun" since 1955: plot. Some researchers believe that the lessening of radio emissions is an indication of weakness in the sun's global magnetic field. No one is certain, however, because the source of these long-monitored radio emissions is not fully understood. All these lows have sparked a debate about whether the ongoing minimum is "weird", "extreme" or just an overdue "market correction" following a string of unusually intense solar maxima. "Since the Space Age began in the 1950s, solar activity has been generally high," notes Hathaway. "Five of the ten most intense solar cycles on record have occurred in the last 50 years. We're just not used to this kind of deep calm." Deep calm was fairly common a hundred years ago. The solar minima of 1901 and 1913, for instance, were even longer than the one we're experiencing now. To match those minima in terms of depth and longevity, the current minimum will have to last at least another year. In a way, the calm is exciting, says Pesnell. "For the first time in history, we're getting to see what a deep solar minimum is really like." A fleet of spacecraft including the Solar and Heliospheric Observatory (SOHO), the twin STEREO probes, the five THEMIS probes, ACE, Wind, TRACE, AIM, TIMED, Geotail and others are studying the sun and its effects on Earth 24/7 using technology that didn't exist 100 years ago. Their measurements of solar wind, cosmic rays, irradiance and magnetic fields show that solar minimum is much more interesting and profound than anyone expected. Above: An artist's concept of NASA's Solar Dynamics Observatory. Bristling with advanced sensors, "SDO" is slated to launch later this year--perfect timing to study the ongoing solar minimum. [more] Modern technology cannot, however, predict what comes next. Competing models by dozens of top solar physicists disagree, sometimes sharply, on when this solar minimum will end and how big the next solar maximum will be. Pesnell has surveyed the scientific literature and prepared a "piano plot" showing the range of predictions. The great uncertainty stems from one simple fact: No one fully understands the underlying physics of the sunspot cycle. Pesnell believes sunspot counts will pick up again soon, "possibly by the end of the year," to be followed by a solar maximum of below-average intensity in 2012 or 2013. But like other forecasters, he knows he could be wrong. Bull or bear? Stay tuned for updates. |
Vísindi og fræði | Breytt 2.4.2009 kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði