Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Verkfræðingar við Harvard háskóla smíða býflugur með gervigreind...

 

 harvard_robobee.jpg

 

Það er ekki annað hægt að segja en að þessi tækni sem notuð er til að smíða þessi vélrænu skordýr sé stórmerkileg...   En þegar grannt er skoðað á hún margt sameiginlegt með barnabókum sem við þekkjum flest, þ.e bækur þar sem ævintýrið bókstaflega sprettur upp þegar við opnum bókina, en þannig bók er stundum kölluð sprettibók, eða pop-up book á útlensku.

Lísa í UndralandiMyndin hér til hliðar sýnir svona bók um Lísu í Undarandi. Ekki er laust við að manni líði eins og Lísu þegar maður skoðar þessa tækni. Er heimurinn að breytast í raunverulegt Undraland, eða er hann þegar orðinn það?

Í þessum pistli er meiningin að litast um í Verkfræðideild Harvard háskóla, en eins og margir vita, þá er Harvard meðal allra þekktustu háskóla. Reyndar er Harvard í göngufæri frá hinum þekkta verkfræðiháskóla, MIT - Massachusettes Institute of Technology.

 

Um er að ræða örsmátt flygildi sem er nánast vélbýfluga, eða RoboBee eins og fyrribærið er kallað. Framleiðsluferlið er einstaklega sniðugt og verður því lýst með hjálp myndanna hér fyrir neðan. Kvikindið vegur aðeins 0,09 grömm, eða tæplega 1/10 úr grammi. Smíðin á flygildinu er aðeins fyrsti áfanginn, síðar verður væntanlega bætt við litlum heila til að gefa flugunni smá vit, vídeó myndavél fyrir augu, o.s.frv.   Hvar endar þetta?

 


 

harvard_flugan3-600w.jpg

Hér er vél-býflugan nýkomin úr "púpunni" sem framleiddi hana.  Hún er greinilega ekki stór, eins og sést samanborið við peninginn (1 cent).



 harvard_flugan2-600w.jpg

Hér sjáum við búnað sem líkja má við púpu sem flugan skríður fullsköpuð úr.  Þessi 18 laga vél er með sveigjanlegum lömum sem setur saman þrívíða afurðina, sem aðeins er 2,4 mm á þykkt, í einni svipan, svipað og í sprettibók.

 

 harvard_flugan4-600w.jpg

Litli róbotinn, hin 2,4 mm þykka vélbýfluga, er settur saman með öðrum róbota. Kannski má segja að stærri róbotinn sé vélpúpa.


 harvard_flugan5.jpg

Hér sjáum við þríviða teikningu af púpunni og flugunni.  Hönnuðurnir segja að auðvelt sé að bæta við mótorum og skynjurum.

 

harvard_flugan6.jpg

Svona vél getur auðveldlega fjöldaframleitt vélbýflugur. Markmiðið er að fjöldaframleiða svarm af svona vélbýflugum.

 harvard_flugan7-600w.jpg

Rannsóknarstofan hefur unnið að frumgerðum vélskordýra í mörg ár, fyrst var þetta mikil handavinna, en nú er framleiðsla nánast orðin sjálfvirk.



harvard_flugan_10-600w.jpg

Nærmynd af búnaðinum. Hver örþunnur flötur er myndaður úr 18 lögum.

 

 harvard_flugan_8-600w.jpg

Efri myndin sýnir lítinn hluta af verkfræðiteikningu af  "Harvard Monolithic Bee" sem samkvæmt orðanna hljóðan þýðir nánast "Harvard einsteinungs býflugan". 

Neðri myndin sýnir öll 18 lögin sem myndar þynnuna sem síðan er skorin með leysigeisla, og þarnæst brotin eins og pappír í sprettibók.

 

 harvar-flugan-liffraedi.jpg

Næsta kynslóð Harvard flugunnar. Hér er búið að bæta við skynjurum, taugakerfi, heila og mótorum. Flugan verður fljúgandi vitvél...

 

 

 Tvö fróðleg myndbönd sem sýna hvernig smíðin fer fram:

 

 

 

 

 

 

 

robobees.png

 

Lesa meira:  http://robobees.seas.harvard.edu

 

 

 

 

 

VFÍ
 
Verkfræðingafélag Íslands er orðið 100 ára Wizard
www.vfi.is
 
afmaelismerki_upphleypt_liggjandi_verkfraedistofa_1137821.jpg
 
...og verkfræðistofan Verkís 80 ára Wizard

 

 

 

 

Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

 

lisaundralandi-dyr-300w.jpg

 

Líklega höfum við aðeins fengið að gægjast örlítið inn um dyrnar að Undralandi.
Handan þeirra er örugglega ýmislegt enn furðulegra en það sem við vorum að kynnast.




Ritstjórnarstefna bloggsins...

 

 

 

 


Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdakerfi þessa þessa bloggsvæðis:


  1. Athugasemdakerfið er stillt þannig að umsjónamaður bloggsins þarf að samþykkja athugasemdir áður en þær birtast.

  2. Hér gilda hliðstæðar reglur og hjá ritstjórn blaða: Aðeins athugasemdir sem sá sem er ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði telur málefnalegar og eiga erindi verða birtar.  

  3. Álit þeirra sem skrifa undir fullu nafni er metið áhugaverðara en þeirra sem skrifa undir dulnefni eða eingöngu fornafni, og athugasemdir nafnleysingja að jafnaði ekki birtar.

  4. Persónuníð (Ad hominem) eða illt umtal er ekki liðið.

  5. Að jafnaði verða aðeins athugasemdir sem eiga við efni viðkomandi pistils birtar.

  6. Það verður mat pistlahöfundar hverju sinni hvort ástæða sé að hafa athugasemdakerfið opið eða ekki.

  7. Stundum getur verið ástæða til að banna ákveðnum notendum að skrifa athugasemdir. Því ákvæði er þó ekki beitt nema full ástæða sé til.

 


Hálf öld síðan Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðu í geimfari - Myndband...

 

 

 

john_glenn_1962.jpg

 

Á morgun mánudaginn 20. febrúar er rétt hálf öld liðin síðan John Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðina í örsmáu hylki Mercury Friendship 7. Á þessum tíma var kalda stríðið í hámarki og geimferðakapphlaupið milli Bandaríkjamanna og Rússa var að hefjast.  Þetta var 20. febrúar 1962.

NASA hefur gert myndband til að minnast aburðarins. 

Pistlahöfundi er minnisstætt þegar hann heimsótti Kennedy Space Center fyrir fimmtán árum og skoðaði þá meðal annars þetta Mercury hylki sem Glenn ferðaðist í.  Það kom á óvart hve lítið og léttbyggt það er.

 

 

 

 

 

John Glenn fór síðan aftur í geimferð árið 2008 þegar hann var orðinn 77 ára, eins og fram kemur í myndbandinu, 46 árum eftir fyrra flugið. 

 19981028-john-glen_1834347i.jpg

 

 

Sjá bloggpistla um svipað efni:

2011: Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum...

2007: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október

 

--- --- ---

 

Norðurljós er erfitt að spá fyrir um með góðum fyrirvara, en þó er
ýmislegt hægt að gera til þess að minnka líkurnar á
að maður missi af þeim.

Á vefsíðu nokkurri er samansafn af beintengdum upplýsingum
frá ýmsum rannsóknarstofnunum víða um heim,
meðal annars á Íslandi.


Sjá vefsíðuna:

Norðurljósaspá

 

 


Verkís 80 ára: Óvenjuleg ljósasýning í kvöld og næstu kvöld - Videó...

 

Ljósasýning Verkis

Verkís verkfræðistofa fagnar 80 ára afmæli á árinu og lýsir af því tilefni upp starfstöðvar sínar á nýjan og spennandi hátt. 

Leikurinn hófst í Reykjavík í gær en þá varð framhliðin á Suðurlandsbraut 4 að svokölluðum "tómum striga listarinnar" þar sem listamenn sýndu Pixel Art verk og notuðu til þess lýsingu í gluggum.

Í kvöld tekur við margbreytileg lýsing sem framkallar ýmis konar áhrif og mun lifa áfram í skammdeginu.

Verkís hefur á sínum snærum marga af færustu lýsingarhönnuðum landsins og mun lýsingin því án efa vekja athygli og gleði meðal íbúa.  Frímann Freyr Kjerúlf Björnsson, sem útskrifaður er úr Listaháskóla Íslands,  sá um listræna útfærslu lýsingarinnar í samvinnu við myndlistarmennina Friðrik Svan Sigurðarson og Geir Helga Birgisson

Tengja saman verkfræði, list og tækni

„Með þessu viljum við sýna fram á að þó að Verkís sé orðið 80 ára að þá erum við hágæða þekkingarfyrirtæki sem er í góðum tengslum við þróun og tækninýjungar á öllum sviðum. Þetta sýnir einnig fram á að hægt sé að tengja saman verkfræðiþekkingu, tækni og list “, segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís.

 „Verkfræðistofur bjóða upp á mun meira heldur en margir gera sér grein fyrir og er þetta einn liður í að sýna fram á það. Þetta opnar einnig möguleikann á áframhaldandi samstarfi við listamenn og með uppsetningu ljósanna á Suðurlandsbraut má segja að við séum komin með stóran skjá þar sem fleiri listamenn gætu komið með sínar útfærslur“, heldur Sveinn áfram.

Textinn hér að ofan er fenginn af vefsíðunni www.verkis.is

Myndina hér að ofan tók Skarphéðinn Þráinsson starfsmaður Verkís.

Þess má geta að öll lýsingin er með ljóstvistum eða LED, og auðvitað stjórnað með tölvu.

Kaldir fingur og rok gerðu pistlahöfundi erfitt að halda myndavélinni réttri, en myndbandið gefur hugmynd um herlegheitin. Vindhljóðið leynir sér ekki. Myndin er tekin á Canon 95 vasamyndavél.

Fyrri hluti myndbandsins sýnir Suðurlandsbraut 4, en aftast er myndskeið sem sýnir mjög sérstaka lýsingu á vegg Ármúla 4, en Verkís er til húsa á báðum þessum stöðum, auk starfsstöðva víða um land. Starfsmenn Verkís eru rúmlega 300 talsins.



afmaelismerki_upphleypt_liggjandi_verkfraedistofa.jpg

Fyrsta Gangverk afmælisársins

Verkís fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður fréttabréfið Gangverk gefið oftar út en endranær. Fyrsta tölublað ársins hefur litið dagsins ljós og inniheldur bæði sögulegar greinar sem og nýjar fréttir.
Helstu greinar eru:
  • Fyrstu ár Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen
  • Viðtal við Björn Kristinsson stofnanda Rafagnatækni
  • Byggingarævintýri Viðlagasjóðshúsanna
  • Jarðvarmaverkefni í Kenía

Hægt verður að nálgast Gangverkið á öllum starfsstöðvum Verkís en einnig er rafræna útgáfu að finna hér:

Smella hér:  Gangverk 1.tbl 2012

 

 

 

 www.Verkís.is

 1932 - 2012

80 ár

 

 

S4---ljosadaemi2


Við lifum á köldum tímum segir danskur vísindamaður við Hafnarháskóla - Merkilegt myndband...

 

 

 

graenland_a_jokli.jpg

 

Jørgen Peder Steffensen starfar við Hafnarháskóla, Niels Bohr Institutet, Is og klima. Hann skýrir hér frá merkilegum rannsóknum á Grænlandi og segir okkur að fyrir árþúsundi hafi verið 1,5° hlýrra en í dag, en 2,5° hlýrra fyrir 4000 árum.

Hvað segir hann síðan um hlýindin sem hófust seint á síðustu öld?  Myndbandið er stutt, en Jørgen Peder talar skýrt. Vel þess virði að hlusta og fræðast!

 

 

 

 

 


Ótrúlegt og kannski pínulítið óhuggulegt...

 

 

 

tumblr_le7e9gkfge1qapvjgo1_400.jpg

 

 

Einhvern vegin dettur mér í hug kvikmynd Alfred Hitchcock, eða innrás geimvera þegar ég horfi á þetta myndband. 

Það er ekki laust við að það fari um mann smá hrollur þegar maður sér þessa tækni sem þróuð er hjá Háskólanum í Pennsylvaníu, nánar tiltekið GRASP rannsóknarstofunni sem þróar hátækni vélmenni....

 

 

 

 

Og svo...

Ein frægasta hryllingsmynd allra tíma sýnd á ofurhraða:

 

 


 

Góða helgi!

 

 


Nýr hitaferill frá gervihnetti sýnir kólnun...

 

 

msu-uah-jan2012-b.jpg

 

 

Janúarmánuður reyndist frekar kaldur samkvæmt gervihnattamælingum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Meðalhiti mánaðarins, mælt yfir nánast alla jörðina, reyndist tæplega 1/10 úr gráðu undir meðaltali áranna 1979-1999. Hitafallið í janúar er töluvert, eða rúmlega
0,2 gráður.

Ferillinn er fenginn af vefsíðu Dr. Roy Spencer.

Granni blái ferillinn sem hlykkjast ótt og títt sýnir mánaðagildi, rauði rólegi ferillinn sýnir 13 mánaða meðaltal, og svarta beina lárétta línan við 0,0°C sýnir meðalgildi tímabilsins 1979-1998. Ferlarnir eru frávik frá þessu meðaltali.


Roy Spencer skrifar: "The 3rd order polynomial fit to the data (courtesy of Excel) is for entertainment purposes only, and should not be construed as having any predictive value whatsoever".

Til að setja málið í samhengi, þá hefur hitastig jarðar hækkað um 0,7 til 0,8°C á síðastliðnum 150 árum, að hluta til af völdum náttúrunnar og að hluta til vegna umsvifa mannfólksins (losun CO2 og breytt landnýting). Sveiflurnar sem við sjáum hér fyrir ofan eru af sömu stærðargráðu.

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 764859

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband