Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Sunnudagur, 10. mars 2013
Stórmerkilegt myndband: Dýrahjarðir notaðar til að breyta eyðimörkum í gróðurlendi...
Fyrir skömmu hélt Dr. Allan Savory fyrirlestur á TED um hvernig snúa má við þeirri þróun, að land er víða að breytast hratt úr gróðurlendi í eyðimörk. Líklega er þetta með því merkilegasta sem ég hef kynnst. Þetta er ekki bara tilgáta, heldur hefur aðferðin verið sannreynd víða um heim. Það er ljóst að með þessari aðferð er hægt að auka matvælaframleiðslu víða um heim, m.a. í Afríku þar sem hungursneyð og fátækt er víða. Ekki nóg með það, heldur er þetta mjög áhrifamikil aðferð til að vinna á móti losun á koltvísýringi, eins og fram kemur í lok erindisins, enda nærist gróðurinn á þessu efni. Í stórum dráttum kemur þetta fram í TED fyrirlestrinum: Aðferðin, sem fyrst og fremt kemur að notum þar sem úrkoma er stopul eins og m.a í Afríku, snýst um að láta stórar dýrahjarðir með skipulagi troða niður gróðurinn í skamma stund á réttum tíma. Þannig er líkt eftir stóru dýrahjörðunum sem reikuðu um gresjurnar áður fyrr. Með þessu vinnst m.a.: Myndbandið er um 20 mínútna langt, en tímanum er mjög vel varið í að hlusta og horfa á myndir af landsvæðum sem hafa gerbreyst. Sjálfsagt verða margir undrandi.
Allan Savory: How to green the world's deserts and reverse climate change
(Svo það fari ekki á milli mála, og með mikilli einföldun, þá nægir ekki að einn grasbítur sé 100 daga á einum hektara, heldur þarf átroðslu hundrað dýra hjarðar í einn dag, til að ná árangrinum sem kynntur er. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en það er álag og átroðsla margra dýra í skamman tíma sem þarf til, en ekki samfelld beit. Nánar í myndbandinu).
Sjá vefsíðu TED: Fighting the growing deserts, with livestock: Allan Savory at TED2013.
Mun lengra erindi er á vef FEASTA - The Foundation for the Economics of Sustainability. Þessi fyrirlestur er haldinn á Írlandi, en þar höfðu stjórnvöld áhyggjur af metanlosun búfénaðar. Fyrirlesarinn telur að skoða verði málið í heild, eins og fram kemur á vefsíðunni. Smella hér. Erindið þar er um klukkustundar langt, en einnig er þar 10 mínútna úrdráttur með því helsta. Bæði myndböndin eru hér fyrir neðan. Þetta stutta myndband með úrdrættinum er sjálfsagt að horfa á: * * Hér er svo allur fyrirlesturinn fyrir þá sem hafa mikinn áhuga: ++ *
Það er ótrúlegt, en þessar tvær myndir eru teknar frá nákvæmlega sama sjónarhorni. Örin bendir á sömu hæðina í bakgrunni. Það var reyndar ekki fyrr en 1978 sem farið var að beita aðferðinni á þetta land, þó svo að fyrri myndin sé tekin 1963. Það gjörbreyttist því á aldarfjórðungi. Fleiri myndir hér.
|
http://achmonline.squarespace.com
http://www.holisticresults.com.au
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 9. mars 2013
Verður sólblettahámarkið nú tvítoppa...?
Sólin kemur sífellt á óvart. Að mörgu leyti hefur hegðun hennar verið óvenjuleg undanfarið. Sólblettahámarkið (númer 24) ætlar að verða það lægsta í 100 ár og svo getur farið að toppurinn verði tvöfaldur.
Tvöfaldur toppur stafar af því að norðurhvel sólar og suðurhvel ná ekki hámarki í fjölda sólbletta samtímis. Nú gæti svo farið að hámarkið á suðurhveli verði seinna á ferðinni og að hámarkinu á norðurhveli hafi þegar verið náð. Hvers vegna telja menn að toppurinn geti orðið tvöfaldur? Því hafði verið spáð að hámarkinu yrði náð í maí, þ.e. eftir tvo mánuði. Ef við skoðum myndina hér að ofan, þá kom skammvinnur toppur fyrir rúmu ári, en síðan dalaði virknin aftur. Er annar svipaður toppur væntanlegur á næstu mánuðum? Ef við skoðum vinstri hluta myndarinnar, þá sjáum við að hámark sólsveiflunnar um síðustu aldamót var einmitt með tveim toppum og lægð á milli. Einhvern vegin þannig gætum við séð á næstunni í sólbletthámarkinu sem nú stendur yfir. Á myndinni hér fyrir ofan (Hathaway / NASA mars 2013: "Solar Cycle Prediction") er spáð sólblettatölu 67 sem er ámóta og hámarkið árið 1906, en þá var sólblettatalan 64. Á annarri vefsíðu NASA "Solar Cycle Update: Twin Peaks?" getur Dean Pesnell sér þess til að hámarkið verði tvítoppa og þaðan er eftirfarandi myndband fengið að láni. Hathaway spáir sólblettatölu 67. Pesnell spáir hærri sólblettatölu. Hver verður reyndin? Jafnvel þó sólsveiflan sé í hámarki er óvissan nokkur. Spennandi
Þetta var sólblettahámark númer 24. Við hverju má búast af sólblettahámarki númer 25 sem verður væntanlega eftir um áratug? Það veit auðvitað enginn, en menn eru auðvitað byrjaðir að spá. Verður toppurinn miklu lægri en nú? Mönnum hefur alltaf gengið illa að spá um framtíðina, en vísbendingar um að svo verði eru nokkrar.
Eins og sést á þessum samanburði, þá er núverandi sólsveifla 24 mun minni en sólsveiflur 21, 22 og 23. Myndin uppfærist sjálfkrafa annað slagið.
|
Fersk mynd af sólinni í dag. Ekki er mikið um að vera i hámarki sólsveiflunnar.
Þetta er beintengd mynd sem uppfærist sjálfkrafa nokkrum sinnum á dag.
Dagsetningu og tíma ætti að vera hægt að sjá í horninu neðst til vinstri,
en sjá má mynd í fullri stærð með því að smella á þessa krækju:
http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_2048_HMIIC.jpg
Síðan er hægt að stækka myndina enn meir með því að smella á hana.
Þá sést textinn mjög vel og einnig sólblettirnir.
Fjöldi splunkunýrra mynda: http://sdo.gsfc.nasa.gov/data/
Áhrif sólar á norðurljósin: Norðurljósaspá.
Vísindi og fræði | Breytt 11.4.2013 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. mars 2013
Hvað veldur þessu 10 ára hiki á hnatthlýnun? - Hvað svo...?
Svarið við spurningunni í fyrirsögninni er einfalt. Ég veit það ekki og væntanlega veit það enginn með vissu... Margir hafa þó ákveðnar grunsemdir og kenningar... Samkvæmt mælingum hefur ekki hlýnað undanfarið 10 ár, jafnvel ekki tölfræðilega marktækt í 15 ár samkvæmt sumum mæligögnum. Þessi pistill fjallar því aðeins um það að skoða hitaferla en ekki er dregin nein ályktun um framtíðina, enda er það ekki hægt... Það er þó full ástæða til að fylgjast með framvindu mála næstu árin.
Myndin hér að ofan er nokkuð fróðleg. Hún er samsett úr öllum helstu hitamæliferlum, tveim sem unnir eru úr mæligögnum frá gervihnöttum (UAH MSU, RSS MSU) og þrem sem unnir eru úr hefðbundnum mæligögnum (GISS, NCDC, HadCRUT4). Ferlarnir ná frá árinu 1979 og út janúar 2013. Ferlarnir ná aftur til ársins 1979 en þá hófust mælingar frá gervihnöttum. Hér hafa ferlarnir verið stilltir saman miðað við meðaltal fyrstu 10 ára tímabilsins. Þeir virðast falla vel saman allt tímabilið sem eykur trúverðugleika þeirra. Svarti þykki ferillinn er 37 mánaða (3ja ára) meðaltal. Ferlarnir ná til loka desember 2012. Ferlarnir sýna frávik frá viðmiðunargildi, en ekki raunverulegt hitastig, en meðalhiti yfirborðslofthita jarðar er nálægt 15 gráðum Celcíus. Stækka má mynd með því að tvísmella á hana.
Nú er hægt að skoða þetta ferlaknippi á mismunandi hátt, en auðvitað verður að varast að taka það of bókstaflega. Við tökum kannski eftir að að svo virðist sem skipta megi ferlinum sjónrænt gróflega í þrjú tímabil:
1979-1993: Tiltölulega lítil hækkun hitastigs. 1992-2002: Ör hækkun hitastigs. 2002-2013: Engin hækkun hitastigs.
Svo má auðvitað skipta ferlinum í færri eða fleiri tímabil ef einhver vill, og skoða á ýmsan hátt, en allt er það sér til gamans gert...
-
Til að gæta alls velsæmis er rétt að skoða hitaferil (HadCRUT3) fyrir meðalhita jarðar sem nær alveg aftur til 1850 og endar í janúar 2011. Ferillinn sem er efst á síðunni nær aðeins aftur til ársins 1979, eða yfir það svæði sem merkt er með rauðu [Satellites]. Við sjáum þar að hitinn síðustu ár hefur verið hár miðað við allt 160 ára tímabilið. Við tökum einnig eftir að hækkun hitastigs hefur verið álíka hröð tvisvar á þessu 160 ára tímabili, þ.e. því sem næst 1910-1940 og 1985-2000.
Myndirnar hér á síðunni eru fengnar að láni hjá vefsíðunni www.climate4you.com sem Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla sér um. Á efri myndinni var bætt við lóðréttum línum við árin 1998 og 2003, (10 og 15 ár frá 2013).
Nú vakna auðvitað nokkrar spurningar:
Hér verður ekki gerð nein tilraun til að svara þessum spurningum, enda veit enginn svarið. Við getum lítið annað gert en beðið og dundað okkur við að fylgjast með þróuninni næsta áratug eða lengur. Það er þó væntanlega í lagi að benda á að um geti verið að ræða þrenns konar fyrirbæri sem veldur breytingum á hitafari undanfarina áratugi og árhundruð:
Þetta er semsagt flókið samspil náttúrulegra fyrirbæra og áhrifa losunar manna á koltvísýringi. Hve mikið hver þessara þriggja þátta vegur er ómögulegt að segja. Við getum þess vegna til einföldunar og bráðabirgða sagt er hver þáttur valdi svo sem þriðjungi, en auðvitað er það bara órökstudd ágiskun þar til við vitum betur...
Við vitum að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið svo óneitanlega liggur hún undir grun. Nú gefst því kjörið tækifæri til að reyna að meta þátt sólar í breytingum á hnattrænum lofthita. Kannski verðum við eitthvað fróðari um málið eftir nokkur ár. Þetta er þó aðeins einn þáttur þeirra þriggja sem getið var um hér að ofan. Um allnokkurt skeið hafa menn spáð minnkandi virkni til ársins 2030 eða svo, en viðsnúningi eftir það... Hvað svo?
Í Fréttablaðinu í dag föstudaginn 1. mars er viðtal við Pál Bergþórsson um reglubundnar sveiflur sem stafar geta af hafísnum og enduskini sólar af honum. Það er einn þáttur innri sveiflna í kerfinu. "Hlýindaskeiðið er við að ná hámarki sínu". stendur í fyrirsögn viðtalsins við Pál. Viðtalið má lesa með því að smella tvisvar eða þrisvar á myndina, eða með því að skoða alla blaðsíðu fréttablaðsins hér, sem er jafnvel betra en að skoða myndina. Viðtlið hefst svona: Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara
Mun hlýna á næstu árum, mun hitinn standa í stað eins og undanfarinn áratug, eða mun kólna á næstu árum og áratugum. Hvað gerist svo eftir það? Tíminn mun leiða það í ljós, en áhugavert verður að fylgjast með.
|
Vísindi og fræði | Breytt 15.3.2013 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 766649
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði