Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Síðasti dagur vetrar og fyrsti dagur sumars...


 

 

img_2988

 


Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu

Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir:

"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."

Ekki eru likur á að vetur og sumar frjósi saman í ár.  Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti, en það er jú bara þjóðtrú...

Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars:

"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."

 

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn Smile




Kann einhver skil á þessum undarlegheitum...?

 

reykjavik
 
Hvers vegna lætur myndin svona?   Hoppar upp og niður...
Hvað kom eiginlega fyrir hana?



Þetta er reyndar samsett mynd úr tveim öðrum sem aðgengilegar eru á netinu, en báðar sýna meðalhita í Reykjavík, og reyndar yfir sama tímabil !

Hvernig í ósköpunum má það vera?

Hvað gerðist eiginlega?

 

 

Smellið á krækjurnar sem eru fyrir neðan myndirnar, þá sést að hitaferlarnir eru báðir ættaðir frá NASA og báðir í sama gagnabanka. Önnur er þó aðeins eldri.

 

   Eldri útgáfan (nokkuð rétt):

reykjavik-giss-eldri.gif

  http://data.giss.nasa.gov/cgi-bin/gistemp/show_station.cgi?id=620040300000&dt=1&ds=2

 

    Síðasta útgáfan:

reykjavik-giss-yngri.gif
 
Eins og sjá má á krækjunni, þá er þetta útgáfa númer 14. Sífellt eru að koma fram nýjar leiðréttingar. 

 

 

Til hægðarauka eru báðir ferlarnir teiknaðir á sama blað, en með smá útjöfnum til að fletja út árlegar sveiflur gera þá læsilegri.        Hummm...   Eitthvað er þetta meira en lítið undarlegt.

   Samanburður á útgáfunum frá 2011 og 2013:

Báðir ferlarnir

 

Hvor ferillinn er réttari, sá eldri eða sá nýrri?

Skoðum ferilinn sem er á vef Veðurstofunnar. Takið eftir gráa ferlinum sem er ársmeðalhiti og berið saman við ferlana frá NASA GISS:

 

Hitafar í Reykjavík
 
 
Skýringar við mynd á vef Veðurstofunnar: "Hitafar í Reykjavík 1866 til 2009 (grár ferill). Rauði ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl en sá græni 30-ára keðjumeðaltöl. Taka ber eftir því að hér eru gildi keðjumeðaltalanna sett á endaár tímabilsins en ekki á ár nærri miðju tímabilsins eins og algengast er í myndum af keðjumeðaltölum (samanber myndirnar síðar í þessum texta)".

 

Mikið rétt, eldri ferillinn á vef NASA GISS er sá rétti.

 

Það er deginum ljósara að NASA GISS hefur fiktað svo um munar í hitamælingum Veðurstofu Íslands.

En hve mikið er þetta fikt eða "leiðrétting"?    Það má sjá á næstu mynd sem sýnir mismuninn á þessum tveim ferlum:

 

nasa_giss_leidretting.gif

 Þetta eru ekki neinar smá "leiðréttingar". "Leiðréttingin er næstum 2 gráður þar sem hún er mest.

 

Ja hérna hér....      Hér sést það svart á hvítu.   NASA GISS heldur því blákalt fram að hitamælingar Veðurstofu Íslands frá miðri síðustu öld séu arfavitlausar.

 

(Síðustu útgáfu er hægt að nálgast hér GISS Surface Temperature Analysis og skrifa Reykjavik í gluggann). 

 

Hvers vegna er verið að leiðrétta söguna?  Hvers vegna má ekki sjást hve hlýtt var um miðja síðustu öld?   Hvers vegna?

 

Eru starfsmenn Veðurstofu Íslands sáttir við svona misþyrmingu  mæligagna af opinberri stofnun í Bandaríkjunum?

 

          Pólitík eða vísindi?                         Eða er bloggarinn að misskilja eitthvað?

http://stevengoddard.wordpress.com/2014/04/13/climategate-scientists-getting-rid-of-the-1940s-temperature-spike-in-the-arctic/

http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2014/04/04/cooling-the-past-in-iceland/

 

Með von um að vorið sé á næsta leiti þrátt fyrir hvíta páskahelgi

Gleðilega   Páska

 

 


Svona verða kannski flugtök og lendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar búið verður að loka NA/SV flugbrautinni - Hrikalegt myndband...

 

 

 

 

 

Flugtök og lendingar í hliðarvindi eru ekkert grín, heldur gera þær verið stórhættulegar eins og fram kemur í myndbandinu. 

Hætt er við að við eigum eftir að sjá svona aðfarir þegar búið verður að bækla Reykjavíkurflugvöll með lokun NA/SV flugbrautarinnar, eins og fyrirhugað er. Sérstaklega ef miðað verður við 25 hnúta hliðarvind (13m/s, 46km/klst, 6 vindstig) eins og gert hefur verið.

Afstaða þeirra sem vilja minnka öryggi flugvallarins lýsir vanþekkingu og ábyrgðarleysi.

 

leifur_magnusson.jpg
Í Morgunblaðinu í fyrradag, 10 apríl, var grein eftir Leif Magnússon verkfræðing, en hann var í um áratugaskeið einn af framkvæmdastjórum hjá Flugleiðum. Leifur stýrði lengst af því sviði sem sá um mat á þróun flugflota félagsins og öryggismál.

Leifur er meðal fróðustu manna um öryggismál Reykjavíkurflugvallar.  Í greininni er meðal annars fjallað um lendingar í hliðarvindi.

(Feitletrun í greininni er á ábyrgð bloggarans).

 

Deiliskipulag á brauðfótum

Á Þorláksmessu auglýsti Reykjavíkurborg eftir athugasemdum við tillögu sína að nýju deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll og var ég meðal 43 sem sendu athugasemdir. Hinn 8. apríl barst mér svar Umhverfis- og skipulagssviðs og með því umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 10. mars, upp á 24 síður. Þar er vitnað til ýmissa skjala, sem deiliskipulagið byggist á, og bersýnilega treyst á að sauðsvartur almúginn þekki hvorki á þeim haus né sporð. Lítum nánar á þessi grunnskjöl deiliskipulagsins.

Þar ber fyrst á fjöru það sem þar er nefnt »skýrsla samgönguráðherra«. Í reynd er það skýrsla nefndar, sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi samgönguráðherra, skipaði 7. des. 1988 undir formennsku Álfheiðar Ingadóttur líffræðings til »að vinna áhættumat vegna Reykjavíkurflugvallar«. Skilaði hún skýrslu sinni til ráðherra 30. nóv. 1990. Þá vakti athygli eftirfarandi yfirlýsing á bls. 2: »Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að gerð áhættumats vegna Reykjavíkurflugvallar krefðist yfirgripsmeiri og sérhæfðari rannsókna en væru á færi nefndarinnar auk þess sem ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um það hvað teljist ásættanleg áhætta af rekstri flugvallar í Vatnsmýri.« Engu að síður lagði nefndin fram tíu tillögur, og ein þeirra var eftirfarandi: »Hætt verði notkun á NA/SV-braut (07-25) og henni lokað.«   Í umfjöllun skýrslunnar er hvergi orð að finna um áhrif slíkrar lokunar á nothæfisstuðul vallarins, né heldur minnst á þá stórauknu slysahættu, sem myndi fylgja auknum fjölda flugtaka og lendinga við efri mörk leyfilegs hliðarvinds. Hvorki samgönguráðherra né ráðuneytið tók neina afstöðu til tillagna nefndarinnar og mér er vel kunnugt um að skýrslan var ekki send Flugráði til umsagnar, eins og hefð var fyrir um slík skjöl. Þetta grunngagn deiliskipulagsins hefur því nákvæmlega ekkert gildi.

Þá er í umsögn skipulagsfulltrúa ítrekað vitnað til »samkomulags um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli«, sem Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu 19. apríl 2013, en »með fyrirvara um samþykki borgarráðs«. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar eru nú birtar fundargerðir 46 funda borgarráðs frá þessum degi, og þar er hvorki að finna kynningu samkomulagsins né umrætt samþykki borgarráðs. Meginatriði málsins felst hins vegar í afgerandi afstöðu, sem Alþingi tók dagana 19.-21. des. 2013 við lokaafgreiðslu fjárlaga ársins 2014, en þá var alfarið hafnað að í þeim væri heimild til sölu einhvers hluta lands Reykjavíkurflugvallar.

Í umsögn skipulagsfulltrúa er ítrekað vitnað til skjala frá 25. okt. 2013, og þeim þá á ýmsan hátt fléttað saman. Nauðsynlegt er, að menn átti sig á því hvað þar fór fram. Í fyrsta lagi undirrituðu forsætisráðherra, innanríkisráðherra, borgarstjóri, formaður borgarráðs og forstjóri Icelandair Group hf. »samkomulag um innanlandsflug«, sem fjallar um eitt málefni, skipun verkefnisstjórnar undir formennsku Rögnu Árnadóttur til »að fullkanna aðra kosti til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri«. Hefur hún til ársloka 2014 að skila skýrslu sinni. Í öðru lagi undirrituðu aðeins innanríkisráðherra og borgarstjóri annað skjal án fyrirsagnar, og í þremur liðum. Í inngangi þess er sérstaklega áréttað að þar sé um að ræða vinnu »í samræmi við áður undirritaða samninga«, án þess að þeir séu þar tilgreindir. Í bréfi innanríkisráðuneytis til Isavia ohf., dags. 30. des. 2013, kemur hins vegar fram um hvaða fimm »ítrekuðu samninga« sé að ræða, og eru það skjöl frá árunum 1999-2013. Ekki er rými í þessari grein til nánari umfjöllunar um þessi fimm skjöl, sem ég tel að í dag séu marklaus og hafi ekkert fordæmisgildi fyrir ákvarðanir núverandi stjórnvalda um skerðingar á umfangi flugvallarins eða þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Ég hef sent hlutaðeigandi embættismönnum ríkisins nánari ábendingar um þessi fimm skjöl.

Að lokum er vitnað til bréfs forstjóra Isavia ohf. til innanríkisráðherra, dags. 13. des. 2013, undir fyrirsögninni »Afleiðingar lokunar norðaustur-suðvestur-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkraflug«. Með því var fylgiskjalið »Nothæfisstuðull fyrir sjúkraflugvélar á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli«, þar sem litið er á þessa tvo flugvelli sem eitt mannvirki, og miðað við 25 hnúta hámarkshliðarvind! Þessi skjöl eru nú á sveimi í netheimum og sagnfræðingar framtíðar eiga eflaust eftir að skoða þau af athygli, einkum þeir, sem kunna að lesa á milli lína.

Bæði innanríkiráðuneyti og Isavia ohf. vita eflaust af »reglugerð um flugvelli nr. 464/2007«, sem er að mestu bein þýðing alþjóðareglna um flugvelli. Í henni er að finna nákvæma skýringu orðsins »nothæfisstuðull« (e: Usability factor). Þar er jafnframt skilmerkilega tilgreint hvernig hann skuli reiknaður, og að miða skuli við þrenns konar tölugildi hámarkshliðarvinds, 10, 13 og 20 hnúta, sem tengjast lengd flugbrauta og flugumferð, sem þær þjóna. Fyrir Reykjavíkurflugvöll ber alfarið að nota 13 hnúta tölugildið.

 




Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 764859

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband