Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Síðasti dagur vetrar og fyrsti dagur sumars...
Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir: "Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns." Ekki eru likur á að vetur og sumar frjósi saman í ár. Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti, en það er jú bara þjóðtrú... Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars: "Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn |
Fimmtudagur, 17. apríl 2014
Kann einhver skil á þessum undarlegheitum...?
Hvers vegna lætur myndin svona? Hoppar upp og niður... Hvað kom eiginlega fyrir hana?
Hvernig í ósköpunum má það vera? Hvað gerðist eiginlega?
Smellið á krækjurnar sem eru fyrir neðan myndirnar, þá sést að hitaferlarnir eru báðir ættaðir frá NASA og báðir í sama gagnabanka. Önnur er þó aðeins eldri.
Eldri útgáfan (nokkuð rétt): http://data.giss.nasa.gov/cgi-bin/gistemp/show_station.cgi?id=620040300000&dt=1&ds=2
Síðasta útgáfan: Eins og sjá má á krækjunni, þá er þetta útgáfa númer 14. Sífellt eru að koma fram nýjar leiðréttingar.
Til hægðarauka eru báðir ferlarnir teiknaðir á sama blað, en með smá útjöfnum til að fletja út árlegar sveiflur gera þá læsilegri. Hummm... Eitthvað er þetta meira en lítið undarlegt. Samanburður á útgáfunum frá 2011 og 2013:
Hvor ferillinn er réttari, sá eldri eða sá nýrri? Skoðum ferilinn sem er á vef Veðurstofunnar. Takið eftir gráa ferlinum sem er ársmeðalhiti og berið saman við ferlana frá NASA GISS:
Skýringar við mynd á vef Veðurstofunnar: "Hitafar í Reykjavík 1866 til 2009 (grár ferill). Rauði ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl en sá græni 30-ára keðjumeðaltöl. Taka ber eftir því að hér eru gildi keðjumeðaltalanna sett á endaár tímabilsins en ekki á ár nærri miðju tímabilsins eins og algengast er í myndum af keðjumeðaltölum (samanber myndirnar síðar í þessum texta)".
Mikið rétt, eldri ferillinn á vef NASA GISS er sá rétti.
Það er deginum ljósara að NASA GISS hefur fiktað svo um munar í hitamælingum Veðurstofu Íslands. En hve mikið er þetta fikt eða "leiðrétting"? Það má sjá á næstu mynd sem sýnir mismuninn á þessum tveim ferlum:
Þetta eru ekki neinar smá "leiðréttingar". "Leiðréttingin er næstum 2 gráður þar sem hún er mest.
Ja hérna hér.... Hér sést það svart á hvítu. NASA GISS heldur því blákalt fram að hitamælingar Veðurstofu Íslands frá miðri síðustu öld séu arfavitlausar.
(Síðustu útgáfu er hægt að nálgast hér GISS Surface Temperature Analysis og skrifa Reykjavik í gluggann).
Hvers vegna er verið að leiðrétta söguna? Hvers vegna má ekki sjást hve hlýtt var um miðja síðustu öld? Hvers vegna?
Eru starfsmenn Veðurstofu Íslands sáttir við svona misþyrmingu mæligagna af opinberri stofnun í Bandaríkjunum?
Pólitík eða vísindi? Eða er bloggarinn að misskilja eitthvað? http://stevengoddard.wordpress.com/2014/04/13/climategate-scientists-getting-rid-of-the-1940s-temperature-spike-in-the-arctic/ http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2014/04/04/cooling-the-past-in-iceland/
|
Með von um að vorið sé á næsta leiti þrátt fyrir hvíta páskahelgi
Gleðilega Páska
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 12. apríl 2014
Svona verða kannski flugtök og lendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar búið verður að loka NA/SV flugbrautinni - Hrikalegt myndband...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði