Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Sala á Landsvirkjun og sæstrengur til Englands í skoðun - Guð blessi Ísland...

 

 

 

balloon-pop.jpg

 

 

Ráðherra vill skoða sölu á Landsvirkjun. Fyrir andvirðið á að reisa spítala. Fyrirsjáanlegt er að eftir áratug, þegar búið verður að greiða niður skuldir af nýjum virkjunum, mun Landsvirkjun mala eigendum sínum gull.   Nýir eigendur munu græða á tá og fingri.   Gott fyrir þá, en ekki mig.

 

Ráðherra vill einnig skoða lagningu sæstrengs til Englands. Annar ráðherra, Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, er á fullu að fjármagna verkefnið.   Hefur bara sísona tekið að sér að stjórna málum á Íslandi.    Hver mun græða?   Varla ég.

 

Fyrir nokkrum árum  var Landsíminn seldur ásamt öllu dreifikerfinu. Andvirðið átti að renna til nýs Landspítala og Sundabrúar.  Símapeningarnir  reyndust bara loft.  Kannski var hugmyndin að spítalinn yrði uppblásinn eins og íþróttahúsið í Hveragerði og Sundabrúin loftbrú? Ég tapaði heilum spítala og heilli brú yfir hafið.  

 

Fyrir nokkrum árum voru bankar ríkisins seldir nýjum eigendum. Annar eigandinn fékk lánaða peninga fyrir sínum banka í hinum bankanum, og öfugt. Þeir áttu nefnilega ekki krónu. Allt reyndist þetta loft og blaðran sprakk með miklum látum.  Ég tapaði miklu af ævisparnaðinum og lífeyrissjóðurinn skerti eftirlaun mín um tæpan  helming.   Guð blessaði víst Ísland, en það dugði ekki til.

 

 

 

 

questioning_pondering_by_questioningplz-d58kajd.jpg

 

 

 


mbl.is Vill skoða sölu á hlut í Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimskot Frakka á Mýrdalssandi fyrir hálfri öld...

 

 dragon-11-b-600

 

Í tilefni eldflaugaskotsins sem fyrirhugað er á fimmtudaginn:

Sjá bloggpistilinn frá 2008:

Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/477982/

Það kemur mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir fimm áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja í 440 km hæð eða um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land.

Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d'Etudes Spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið 1965 settu þeir upp búðir á Skógasandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. Höfundur vefsíðunnar var þarna á staðnum... ... ...

Eða hér: 

www.agust.net/dragon

http://lemurinn.is/2012/08/14/geimskot-frakka-a-islandi/

 

 

Mbl 14. maí 2014:

Nokkr­ir verk­fræðinem­ar úr Há­skól­an­um í Reykja­vík ætla að skjóta eld­flaug­inni á loft frá Mýr­dalss­andi í fyrra­málið. Hún fer 6 kíló­metra upp í loftið og verður hægt að fylgj­ast með flug­inu í gegn­um ver­ald­ar­vef­inn en sím­tæki verður fest við eld­flaug­ina...

 

 

 

 


mbl.is Skjóta eldflaug af Mýrdalssandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanavatnið - Hið eina sanna - (Myndir)...

 

 

 

swan_lake_5.jpg
 
Í lok mars s.l. varð pistlahöfundur vitni að tilkomumiklum dansi í kvöldsólinni sem varpaði gullinni birtu á dansparið, miklu fegurri dansi en sést hefur nokkru sinni á leiksviði eða í tónleikahúsi. Þetta var ekki nein eftirlíking við tónlist eftir Pyotr Tchaikovsky, heldur ekta.  Ástfangnir svanir tjáðu tilfinningar sínar, lengi og innilega. Taumlausar ástríður tókust þar á. Svanavatnið í allri sinni dýrð.

 
600w-1040577.jpg
 
 
600w-1040578.jpg
 
 
600w-1040579.jpg
 
 
600w-1040580.jpg
 
 
600w-1040582.jpg
 
 
600w-1040584.jpg
 
 
600w-1040585.jpg
 
 
600w-1040586.jpg
 
 
600w-1040587.jpg
 
600w-1040588.jpg
 
 
600w-1040589.jpg
 
 
600w-1040591.jpg
 
 
600w-1040592.jpg
 
 
600w-1040593.jpg
 
 
600w-1040594.jpg
 
 
600w-1040595.jpg
 
 
600w-1040596.jpg
 
 
600w-1040599.jpg
 
 

 

 

Ég reið um sumaraftan einn
á eyðilegri heiði;
þá styttist leiðin löng og ströng,
því ljúfan heyrði’ eg svanasöng,
já, svanasöng á heiði.

Á fjöllum roði fagur skein,
og fjær og nær úr geimi
að eyrum bar sem englahljóm,
í einverunnar helgidóm,
þann svanasöng á heiði.

Svo undurblítt ég aldrei hef
af ómi töfrast neinum;
í vökudraum ég veg minn reið
og vissi’ ei, hvernig tíminn leið
við svanasöng á heiði.

  Steingrímur Thorsteinsson 

 

 


Myndirnar eru teknar með Panasonic Lumix FZ200 með Leica linsu 25-600mm f2,8.
Myndirnar eru teknar í uppsveitunum, skammt fyrir sunnan Haukadalsheiði.
 
 
 
 
 
 
 

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband