Færsluflokkur: Vefurinn

Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-)

Spegill, spegill herm þú mér ... 

Hvers vegna eru sumar konur á snyrtingunni ósýnilegar, en aðrar ekki?     Halo

 


Aðferð til að losna við truflandi auglýsingar

UptownHeraldAd_small-BÁ ýmsum vefsíðum, sérstaklega fréttasíðum, er mikill fjöldi blikkandi auglýsinga til ama. Auðvitað eru auglýsingar nauðsynlegar og óþarfi að amast við þeim, en þær verða þá að vera þannig úr garði gerðar að þær trufli ekki viðkomandi. Hugsið ykkur hvernig dagblöðin væru ef önnur hver auglýsing þar væri blikkandi og á sífelldu iði. Margumrædd auglýsing á bloggsíðunni stuðar mig lítið þar sem ég get einfaldlega mjókkað gluggann þannig að auglýsingin hverfi, ef mér sýnist svo.

 Ég hef um alllangt skeið notað forritið Adblock Plus sem hægt er að tengja Firefox vafranum. Það er hægt að kenna forritinu að þekkja auglýsingarnar og fjarlægja þær, en þar sem nýjar auglýsingar birtast daglega þarf sífellt að endurþjálfa Adblock Plus, og vafasamt hvort maður nenni að standa í því.

Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan tók ég saman um daginn fyrir fjölskyldumeðlim. Þó svo að í dæminu sé minnst á fréttasíðu Morgunblaðsins, þá er það alls ekki illa meint og hef ég fullan skilning á nauðsyn auglýsinga í nútímaþjóðfélagi. Það er þó þetta sífellda blikk sem angrar mig stundum og gerir það að verkum að ég reyni að forðast að líta á þannig auglýsingar. Trúlega er það misskilningur hjá auglýsendum að telja að blikkandi  auglýsingar séu betri. Ég held að því sé öfugt farið.

Hér eru tvær aðferðir sem hægt er að prófa: 

---

Microsoft Internet Explorer (Ekki er mælt með þessari aðferð þar sem hún truflar t.d. YouTube):

Fara í Tools og síðan  Manage- Add-ons, þar næst  Enable/Disable Add-ons þá er hægt að finna Shockwave Flash Object. Í listanum.   Merkja það með því að smella á Shockwave Flash Object og velja síðan Disable.

Nú ættu blikkandi Flash auglýsingar eins og xxxx að hverfa.

 

Þetta  virkar  Microsoft Internet Explorer en ég hef ekki enn fundið samsvarandi fyrir Firefox.

---

Firefox:

Setja inn forritið Adblock Plus sem slekkur á auglýsingunni í Firefox. Ekki bara Flash auglýsingum.

Forritið er ókeypis hér http://adblockplus.org/en/installation

Það slekkur bara á auglýsingum sem búið er að kenna forritinu að slökkva á. Það er hægt að kenna því að slökkva á öllum auglýsingum, þannig að t.d. www.mbl.is verður miklu læsilegra.

Þegar forritið er komið inn í Firefox sét rauður ikon efst til hægri: (ABP).  Þegar smellt er á hann opnast gluggi neðst með lista yfir allar síðueiningarnar. Þar á meðal eru leiðinlegu auglýsingarnar.

Auglýsingarnar má þekkja á því að inni í nafninu stendur  …/ augl /… eða að nafnið endar á .swf.   Til dæmis:

http://www.lbm.is/ augl /files/85/ad_8529_4346.swf

Hægri-smella á þennan textastreng og velja "Block this item". Gera þetta við allar auglýsingarnar og velja síðan [Apply] í glugganum sem opnast.

Auglýsingarnar ættu að hverfa. Þessu þarf að halda aðeins við ef nýjar auglýsingar birtast.

---

Reynsla mín af þessu fikti með AdblockPlus er að maður nennir varla að standa í þessu stússi að vera sífellt að endurþjálfa forritið.  Reynir bara að láta blikkið ekki pirra sig. Til lengdar er það besta aðferðin.

13.2.2008: Ýmsar gagnlegar upplýsingar hafa komið fram í athugasemdunum. Ég er nú með tvo filtera í Adblock Plus:   */augl/*   og   *visir.is/ads/*  .   Nú er allt "sjálfvirkt". Ekkert stúss við endurþjálfun.   Filterinn er hægt að setja inn með því að smella á litlu píluna hægra megin við rauða (ABP) íkonið efst til hægri í glugganum. Velja þar Preferences og síðan Add Filter.


Bloggað í 10 ár ...

 
 
Fyrir áratug, 1. febrúar 1998, fann bloggarinn hvöt hjá sér til að blogga um mál sem honum var hugleikið. Vandamálið var að enginn blogg-vettvangur eins og Moggabloggið var fyrir hendi, þannig að búin var til vefsíða af fingrum fram. 
 
Aðdragandinn var góður göngutúr í fallegu veðri á nýársdag árið 1998. Leiðin lá úr Garðabænum yfir hraunið upp í Heiðmörk að Maríuhellum. Hugurinn reikaði víða en staldraði við nýársávörp forsætisráðherra og forseta Íslands. Þeir voru svo innilega ósammála varðandi meintar loftslagsbreytingar af mannavöldum að engu tali tók. Á náttborðinu hafði verið tímaritið Sky and Telescope (apríl 1997) með grein sem nefndist "Sunspots that Changed the World" eftir Dr. Bradley E. Schaefer prófessor.
 
apr97cvrGreinin í Sky and Telescope byrjaði á hugleiðingum um það er Eiríkur rauði fann Grænland árið 981 og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985. Greinin fjallaði einnig um landafund Leifs heppna í vestri árið 1000 og nokkuð ítarlega um byggð norrænna manna á Grænlandi. Höfundurinn virtist vera vel fróður um sögu norrænna manna.

Hvað varð um þessa byggð er ekki ljóst, en vitað er að veðurfar var óvenju hagstætt frá um 1000-1300, en fór þá snögglega kólnandi. Tímabilið sem fór í hönd hefur verið kallað "litla ísöldin" og hafði kólnandi veðurfar áhrif víða um heim næstu aldir. Svo mikill var kuldinn að áin Thames í Englandi var oft ísi lögð.
 
Greinin fjallaði sem sagt um áhrif breytinga í sólinni á veðurfar. Í göngutúrnum flugu margar hugsanir um hugann. Greinin hafði vakið áhuga minn, en nýársávörpin urðu til þess að í göngutúrnum ákvað ég að setja á blað það sem ég þóttist vita, og það sem ég ætlaði mér að fræðast um á næstu vikum. Teningnum var kastað. Réttum mánuði síðar, 1. febrúar 1998,  var komin vefsíða á netið sem kallaðist "Er jörðin að hitna? Ekki er allt sem sýnist". Vefsíðan var ekki löng í byrjun, en smám saman stækkaði hún og stækkaði þar til hún náði yfir 9 kafla.
 
Vefsíðan er ennþá hér, ef einhver skyldi vilja bera hana augum. Það verður að viðurkennast að henni hefur ekki verið haldið við, þannig að margar krækjur eru dauðar.  Takið eftir að í greininni "§ 16. Ítarefni í öðrum köflum vefsíðunnar..." neðarlega á inngangssíðunni eru krækjur að öðrum köflum vefsíðunnar það sem fjallað er ítarlegar um ýmislegt sem bloggarinn var að pæla í. Þess má geta í lokin, að í upphafi var öll síðan skrifuð með ritlinum Notepad og html-kóðuð handvirkt Smile
 
"Bloggað í 10 ár..." stendur í fyrirsögninni. Jæja, það er kanski aðeins orðum aukið... 
 
 
 
 
Enn eldri síða bloggarans: Gap Ginnunga frá 26.12.1996 (Stjörnuskoðun)

Töluvert yngri síða: Öldur aldanna  (Er jörðin að kólna?) 

 

"The important thing is to not stop questioning." - Albert Einstein 


Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast? Tímabundið eða ...?

 

 
Frávik í meðalhita áranna 1998-2007 samkvæmt gervihnattamælingu (RSS-AMSU).

"Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast?" er spurt í fyrirsögn pistilsins. Stórt er spurt, en eitthvað hik hefur óneitanlega verið á hnatthlýnunni undanfarinn ár. 

Í byrjun nýliðins árs var því spáð að árið 2007 yrði hlýrra en 1998 og slæi þar með öll met frá upphafi mælinga. Er einhver búinn að gleyma þessum spádómum? Ef svo er, þá þarf ekki annað en að lesa fréttirnar sem vísað er á hér fyrir neðan.

Nú er raunveruleikinn að koma í ljós.  Mælingar á hitastigi jarðar eru bæði gerðar frá gervihnöttum og með hefðbundnum hætti á jörðu niðri.  Úr gervihnattamælingum er m.a. unnið hjá Remote Sensing Systems (RSS), sem nýlega hafa gefið út niðurstöður mælinga fyrir allt árið 2007.  Í ljós kemur, að samvæmt þeim mælingum er árið 2007 kaldasta ár aldarinnar,  þ.e. ef við segjum að fyrsta ár aldarinnar sé 2001.  Á næstu dögum og vikum er von á niðurstöðum hitamælinga frá öðrum stofnunum (HadCRUT3, UAH MSU, NOAA, ...), og ef að líkum lætur verða niðurstöður eitthvað misvísandi, en ekki er ólíklegt að niðurstöður verði eitthvað í svipuðum dúr.  Margir treysta þó gervihnattamælingum betur en hefðbundnum mælinum á jörðu niðri.

Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í árs-meðalhita áranna 1998 til 2007 samkvæmt gervihnattamælingum RSS-MSU.

Myndin hér fyrir neðan sýnir mánaðameðaltöl  RSS-MSU mælingar frá 1978 til 2007. Ferillinn er teiknaður beint úr niðurstöðum mælinga frá Remote Sensing Systems (RSS).  Takið eftir hve síðari hluti árs 2007 er kaldur.

 

Breytingar í meðalhita lofthjúps jarðar samkvæmt mælingum frá gervihnöttum
frá des. 1998 til des 2007.  Blái ferillinn sýnir magn CO2 í lofthjúpnum.  
Mæligögn sem hitaferillinn er teiknaður eftir eru hér.

(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og skýrari) 

 

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Nú er það spurningin stóra, hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast þrátt fyrir mikla losun koltvísýrings undanfarin áratug? Því verður hver að svara fyrir sig. Vissulega hefur hitastigið haldist tiltölulega hátt undanfarinn áratug, en hækkun hefur ekki verið nein. 

Þetta sýnir okkur hve náttúrulegar sveiflur ráða miklu. Við vitum að El Nino í Kyrrahafinu orsakaði hitatoppinn 1998 og nú eru örugglega áhrif La Nina að koma fram í hitaferlunum.

Það er ekkert hægt að fullyrða.  Nú er bara að fylgjast með hvað gerist á næstu árum.  Bloggarinn vonar innilega að ekki fari að kólna verulega.

 

Fréttir í byrjun árs 2007 um væntanlegt metár:

Reuters, AP & Foxnews, IHT, BBC, MSNBC, CBS, USA Today,

The New York Times, The New York Sun, The Washington Post,

National Geographic, CBC, The Guardian, The Independent,

China People Daily, ABC Australia, Discovery Channel,

Science Daily, Met Office,

Jæja, hvernig stóðust þessir spádómar? 

 

Heimildir og ítarefni:

Remote Sensing Systems (RSS)

Niðurstöður RSS AMSU mælinga des 1978-des 2007

2007 warmest year on record? Coldest in this century

 

Nýtt: 25. janúar 2008 

Þær fréttir bárust í gær að villa er í gögnunum frá  Remote Sensing Systems (RSS) sem kann að hafa áhrif á textann hér fyrir ofan. Það voru samkeppnisaðilar RSS, þeir John Christy and Roy Spencer hjá University of Alabama - Huntsville (UAH) sem fundu villuna hjá keppinautunum. Sjá bréf RSS hér fyrir neðan. Tveir aðilar, UAH og RSS, vinna við úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum og ríkir nokkur samkeppni milli þeirra.

"Update Jan 24, 2008: RSS TLT change in response to discrete error notice: January 16, 2008

We discovered an error in our processing of AMSU data from NOAA-15 for TLT. A new version, version 3.1 is now available and should be used for all applications. This new version
is in much better agreement with other sources of tropospheric temperature. We apologize for any inconvenience.

What was the error?

Last January, I made a small change in the way TLT is calculated that reduced the absolute Temperatures by 0.1K. But I only used the new method for 2007 (the error). When the data are merged with MSU, MSU and AMSU are forced to be as close as possible to each other over the 1999-2004 period of overlap. This caused the error to show up as a downward jump in January 2007. To fix the problem, I reprocessed the 1998-2006 AMSU data using the new code (like I should have done in the first place), and merged it with the MSU data.

We would like to thank John Christy and Roy Spencer, who were very helpful during the diagnosis process.

Carl Mears, RSS, January 16 2008
"

 


Um áramót reikar hugurinn víða...

Flugeldar

 

Auðvitað reikar hugurinn víða um áramót. Eins konar uppgjör á sér stað. Maður verður jafnvel örlítið meyr og tilfinningarnar brjótast fram. Fyrst og fremst er þakklæti efst í huga. Árið hefur verið gæfuríkt og ánægjulegt, þannig að ekki er hægt annað en vera glaður og þakklátur.

Ég ætla að einskorða þenna pistil við kynni mín af bloggheiminum á liðnu ári, enda er sá heimur mjög sérstakur. Það tekur smá tíma að læra að fóta sig í þessum hálfgerða sýndarheimi og kynnast innviðum hans, en ekki líður á löngu áður en maður er farinn að vera heimavanur og óragur við að sýna sig og sjá aðra. Sjálfstraustið vex.

Í bloggheiminum fara fram fjörugar umræður. Stundum fullar af gáska og fjöri, en oft er fjallað um mikilvæg málefni, stundum svo vel að rödd okkar berst út fyrir virkisveggi bloggheima. Þá er virkilega tekið eftir því sem við höfum til málanna að leggja. Hvers vegna, jú hér fara fram miklar og rökfastar umræður um bókstaflega allt sem viðkemur mannlegum samskiptum, listum, stjórnmálum, tækni og trúmálum. Líklega er ekkert okkur óviðkomandi. Gagnkvæm virðing og samstaða ríkir milli íbúa bloggheima. Þar eru allir jafnir.

Auðvitað er maður ekki alltaf sammála öllum, en bloggsamskiptin krefjast þess oft að maður beiti gagnrýnni hugsun, finni rök og reyni að beita þeim. Í pistlaskrifum reynir á öguð og vönduð vinnubrögð. Þar er gott að hafa góðar fyrirmyndir og vera sífellt að reyna að bæta sig. Sífellt að læra eitthvað nýtt. Þegar upp er staðið erum við öll sigurvegarar.

Í bloggheiminum hef ég eignast vini. Jafnvel mjög góða. Gömul kynni hafa rifjast upp og stofnað hefur verið til nýrra. Hér hef ég kynnst einstöku fólki.

Það sem mér er minnisstæðast úr heimi bloggsins á liðnu ári er þátttaka mín í Leshringnum og samneyti við góða lesvini sem venja komur sína á Martas Blog Café. Þar hef ég kynnst góðu fólki og átt margar ánægjulegar stundir við lestur góðra bóka og spjall um ritverk og höfunda þeirra, sögusvið og ritstíl.

 

Ég óska öllum bloggvinum mínum og fjölskyldum þeirra árs og friðar.
Þakka fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.
 
Gleðilegt ár Wizard

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband