Færsluflokkur: Vefurinn

Óveðrið um helgina í beinni - Prófaðu að fikta...!

 

 

 

Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla.   Kemur þú auga á óveðrið sem verður yfir landinu um helgina, mest seinnipart sunnudags?  

Myndirnar, sem eru ættaðar frá öfurtölvum (supercomputer), ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.

Nú er um að gera að fikta aðeins:

Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?

Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?  Prófið að skoða nærmynd af landinu okkar.

Prófið krækjurnar neðst á síðunni.

Fylgist með annað slagið meðan óveðrið nálgast og gengur yfir.
(Muna eftir að endurræsamyndina).

 

                                                                                Vindur við yfirborð jarðar.
                                                                           Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

**

 

                                               Skotvindur (röst, jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

Snúðu jarðarkúlunni þannig að norðurskautið snúi upp og skoðaðu alla röstina. Snúðu síðan suðurskautinu upp og skoðaðu hvað er að gerast þar.

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Svona blæs Kári um heim allan í dag - prufa sem kannski virkar og kannski ekki...?

 

Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla. Myndirnar ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.

Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?

Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?

Prófið krækjurnar neðst á síðunni.

 

* *

                                                    Vindur við yfirborð jarðar.
                                               Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

* *

 

                   Skotvindur (jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

Þetta er nú ekkert annað en fikt... Wink

 


Ritstjórnarstefna bloggsins...

 

 

 

 


Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdakerfi þessa þessa bloggsvæðis:


  1. Athugasemdakerfið er stillt þannig að umsjónamaður bloggsins þarf að samþykkja athugasemdir áður en þær birtast.

  2. Hér gilda hliðstæðar reglur og hjá ritstjórn blaða: Aðeins athugasemdir sem sá sem er ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði telur málefnalegar og eiga erindi verða birtar.  

  3. Álit þeirra sem skrifa undir fullu nafni er metið áhugaverðara en þeirra sem skrifa undir dulnefni eða eingöngu fornafni, og athugasemdir nafnleysingja að jafnaði ekki birtar.

  4. Persónuníð (Ad hominem) eða illt umtal er ekki liðið.

  5. Að jafnaði verða aðeins athugasemdir sem eiga við efni viðkomandi pistils birtar.

  6. Það verður mat pistlahöfundar hverju sinni hvort ástæða sé að hafa athugasemdakerfið opið eða ekki.

  7. Stundum getur verið ástæða til að banna ákveðnum notendum að skrifa athugasemdir. Því ákvæði er þó ekki beitt nema full ástæða sé til.

 


Góð grein Styrmis í Sunnudagsblaði Moggans: "Við búum í sjúku samfélagi"...


 

moggi_logo-skuggaverkun.jpg

 

Styrmir Gunnarsson skrifar einstaklega góða grein í Sunnudagsblað Morgunblaðsins í dag 31. október. Ég er svo hjartanlega sammála, að ég tek mér bessaleyfi og birti hana alla hér fyrir neðan.

Vona að mér fyrirgefist að biðja ekki um leyfi. Ábyrgðarmaður þessa pistils þakkar Styrmi fyrir góða grein sem full ástæða er til að vekja athygli á. Ekki síst á greinin erindi til okkar sem skrifa bloggpistla.

Leturbreytingar eru á ábyrgð bloggarans og eru gerðar til að auðvelda lestur af skjá og um leið leggja áherslu á það sem bloggaranum finnst rauði þráðurinn í greininni.

Áður hefur verið fjallað hér um grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem nefnist "Ætlarðu að segja af þér". Að sumu leyti er þar fjallað um hliðstætt efni og í grein Styrmis. Sjá hér.

Greinin Styrmis er hér á bls. 26 í Morgunblaðinu 31. október 2010 (Sunnudagsmogganum).

 

 

 

Við búum í sjúku samfélagi
sturmir_gunnarsson.jpgViðbrögð í Færeyjum við samkynhneigð vöktu athygli hér á Íslandi síðla sumars og spurningar um hvers konar samfélag hefði orðið til í því fámenni og einangrun, sem Færeyingar hafa lengst af búið við. Viðbrögðin bentu til lokaðs samfélags, þar sem umtalsverð þröngsýni ríkti. Síðar hef ég heyrt á förnum vegi, að mörgum ungum Færeyingum þyki erfitt að búa í því samfélagi og fylgja þeim óskráðu reglum, sem þar eru um samskipti fólks. Sumir þeirra leiti gjarnan á brott.
 
Við Íslendingar horfum til Færeyja úr fjarlægð og sjáum þess vegna kannski betur en þeir sjálfir styrkleika þeirra og veikleika. Viðbrögð Færeyinga við hruninu á Íslandi gleymast aldrei, alla vega ekki núlifandi kynslóðum Íslendinga. Slíkur var drengskapur þeirra.
 
En um leið er það áleitin spurning, hvort við sjáum ekki sjálf okkur með einhverjum hætti í færeysku samfélagi. Við erum líka fá, þótt við séum fleiri en Færeyingar. Við höfum líka lengst af búið við mikla einangrun, þótt hún hafi verið rofin hér eins og þar á seinni áratugum. Viðbrögðin í Færeyjum við samkynhneigð nú voru þau sömu og á Íslandi fyrir hálfri öld.
 
Sú spurning hefur leitað á mig undanfarin misseri, þegar ég hef fylgzt með umræðum hér á Íslandi um okkar eigin málefni, hvort við búum í sjúku samfélagi, hvort fámennið og sú hugmyndalega einangrun, sem við búum enn við þrátt fyrir öll samskipti út og suður, hafi sýkt samskipti fólks með svo alvarlegum hætti, að erfitt verði að brjótast út úr því.
 
Stundum fæ ég bréf frá fólki, sem ég þekki ekki, vegna skrifa minna hér í Morgunblaðið og að nokkru leyti einnig vegna skrifa á lítinn vefmiðil, sem við Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, höldum úti um málefni Íslands og Evrópusambandsins og nefnist evrópuvaktin.is.
 
Þegar ég hóf skrif þessa pistils á fimmtudagsmorgni fékk ég bréf frá einum lesanda Evrópuvaktarinnar, sem kallaði mig og mína skoðanabræður í ESB-málum nánast »hyski«. Ég svaraði bréfinu kurteislega, kvaðst tilbúinn til skoðanaskipta og rökræðna um ESB og Ísland en það væri óneitanlega erfitt ef bréfritari liti á mig sem »hyski«, sem ætti að hafa sig á brott frá Íslandi. Til baka kom kurteislegt svar, sem sýndi að bréfritaranum var ofboðið vegna ástandsins í því samfélagi, sem við búum í, og átti erfitt með að sjá einhverja útleið og gerði sér alveg grein fyrir að eðlilegt væri að við töluðum saman á annan hátt, þótt skoðanamunur væri til staðar um Evrópumál.
 
Umræðuvenjur okkar Íslendinga eru vísbending um, að við búum í sjúku samfélagi. Við stöndum ekki úti í miðjum drullupolli, ef þá er einhvers staðar að finna, og köstum drullu í vegfarendur. En við gerum það ef við setjumst niður og skrifum greinar í blöð eða á vefmiðla, tölvupóst eða nýtum aðra þá samskiptatækni, sem nútíminn býður upp á. Af hverju þetta stöðuga skítkast í annað fólk? Af hverju er ekki hægt að ræða um sameiginleg málefni lands og þjóðar án þess að hafa uppi persónulegar svívirðingar um nafngreinda einstaklinga?
 
Vinsælasta fréttaefnið er um meintar ávirðingar einhverra einstaklinga. Vilji menn ná eyrum ljósvakamiðla sérstaklega en dagblöð ekki undanskilin er eina örugga leiðin til þess að nota nógu sterk orð um náungann. Bloggskrif eru kapítuli út af fyrir sig að ekki sé talað um nafnlaus bloggskrif. Þeir sem gera tilraun til að ræða um málefni út frá efnislegum forsendum en ekki á persónulegum nótum ná sjaldnast athygli.
 
Það er sennilega rangt hjá mér að telja umræðuhætti okkar vísbendingu um að við búum í sjúku samfélagi. Líklegra er að sá sjúkdómur sé staðreynd. Hann hefur búið um sig, vaxið og dafnað í fámenninu og myrkri hugans og brýzt fram með þeim hætti að það er einungis þriggja kosta völ: vaða út í drullupollinn og taka þátt í skítkastinu, draga sig í hlé og loka sig inni í eigin músarholu eða flytja af landi brott eins og margir ungir Færeyingar og Íslendingar vilja helzt gera.
 
Hér er um að ræða sálrænt vandamál heillar þjóðar. Þegar einstaklingur á við alvarleg sálræn vandamál að stríða hefur það áhrif á líðan hans og hegðun. Þegar heil þjóð á við slíkan vanda að etja hefur það sömu áhrif. Fólki líður illa og skeytir skapi sínu á náunganum og þjóðin sem slík kemst ekkert áfram, að ekki sé talað um að vinna sig upp úr öldudal af einhverjum krafti.
 
Það er orðið tímabært að við sem þjóð og samfélag ræðum þetta vandamál opið og af hreinskilni. Og gerum tilraun til að rífa okkur upp úr þeim farvegi, sem við erum í. Við getum hneykslast á þröngsýni og lokuðum heimi nokkurra Færeyinga varðandi samkynhneigð en það mundi skila meiri árangri ef við reyndum að gera okkur grein fyrir því að við höfum sjálf lokað okkur inni í lokuðum og þröngum heimi, sem er ekki frýnilegur þegar litið er inn í hann utan frá.
 
Gamall samstarfsmaður minn á Morgunblaðinu, Matthías Johannessen, sagði stundum að það yrði að stinga á kýlinu og hleypa greftrinum út. Það þarf íslenzkt samfélag að gera, stinga á kýlinu og láta gröftinn vella út.
 
Það er haft orð á þessu hér vegna þess, að sálræn hreinsun af þessu tagi er forsenda fyrir því að þjóðin nái sér á strik eftir hrun.
 
Getur RÚV ekki tekið upp vikulegan þátt, þar sem fjallað er um sálræn vandamál hins íslenzka samfélags, umræðuhætti þjóðarinnar og aðra ósiði og sjá, hvort slík umfjöllun getur ekki leitt okkur af braut sundrungar og mannorðsmorða til sátta og samstöðu?

 

 

 --- --- ---

 

Bloggarinn getur ekki annað en tekið undir þessi orð Styrmis
og vonar að fleiri séu sama sinnis...
 
 
Einnig er minnt á  þær reglur sem gilda um athugasemdir sem skrifaðar eru við þessa bloggpistla.
Aðeins málefnalegar athugasemdir sem skrifaðar eru án skætings og undir fullu nafni verða birtar.

Sjá reglur hér.

 


Ritstjórnarstefna bloggsins...

 

 

 

 


Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdakerfi þessa þessa bloggsvæðis:


  1. Athugasemdakerfið er stillt þannig að umsjónamaður bloggsins þarf að samþykkja athugasemdir áður en þær birtast.

  2. Hér gilda hliðstæðar reglur og hjá ritstjórn blaða: Aðeins athugasemdir sem sá sem er ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði telur málefnalegar og eiga erindi verða birtar.  

  3. Álit þeirra sem skrifa undir fullu nafni er metið áhugaverðara en þeirra sem skrifa undir dulnefni eða eingöngu fornafni, og athugasemdir nafnleysingja að jafnaði ekki birtar.

  4. Persónuníð (Ad hominem) eða illt umtal er ekki liðið.

  5. Að jafnaði verða aðeins athugasemdir sem eiga við efni viðkomandi pistils birtar.

  6. Það verður mat pistlahöfundar hverju sinni hvort ástæða sé að hafa athugasemdakerfið opið eða ekki.

  7. Stundum getur verið ástæða til að banna ákveðnum notendum að skrifa athugasemdir. Því ákvæði er þó ekki beitt nema full ástæða sé til.

 


Myndvinnsluforrit fyrir jólamyndirnar...

 

 

 

Fyrir réttu ári var fjallað um einfalt myndvinnsluforrit á þessum síðum í pistlinum  Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google.

Þrátt fyrir önnur miklu öflugri myndvinnsluforrit er Picasa það sem bloggarinn notar mest, enda er það einstaklega þægilegt í notkun.  Það er þó tæplega hægt að kalla það myndvinnsluforrit, því frekar er um að ræða forrit til að flokka myndir og raða í albúm, hvort sem er í tölvunni eða á vefnum. Það er þó hægt að framkvæma á einfaldan hátt allar helstu aðgerðir til að klippa til myndir, laga lit og birtu, ásamt því að prenta út myndir. Allar þessa aðgerðir eru einstaklega auðveldar, og svo sakar ekki að Picasa er ókeypis. 

Á vef Kennaraháskólans má finna leiðbeiningar. Kári Harðarson fjallar um hvernig nýjasta Picasa getur þekkt andlit hér.

Þó Picasa sé frábært forrit til að flokka myndir og lagfæra hefur það þó sínar takmarkanir. Picasa er alls ekki sambærilegt við Photoshop, en það er líka dálítill munur á verðinu, því sjálfsagt kostar Photoshop um hundarð þúsund krónur. Photoshop er reyndar óþarflega fullkomið og flókið fyrir flesta aðra en atvinnumenn.

Sem betur fer eru til alvöru myndvinnsluforrit sem kosta mun minna en Photosop og eru jafnfram auðveldari í notkun. Hér verður minnst á fáein þeirra. Menn mega gjarnan benda á önnur í athugasemdunum, eða segja sína skoðun.

 

gimp_logo.pngÓkeypis myndvinnsluforrit sem lofar góðu, en fáir vita um, er Gimp. Forritið er í stöðugri þróun og er hægt að nálgast síðustu útgáfu á vefsíðunni www.gimp.org  Gimp á fjölmarga aðdáendur og hefur verið boðið upp á námskeið um það á Íslandi.  Þó ég hafi hlaðið niður þessu forriti, þá hef ég mjög takmarkaða reynslu af því og væri áhugavert að heyra af reynslu manna.

 

 

 

corel_paint_shop_pro_photo_11_1.jpgCorel selur ágætt myndvinnsluforrit sem heitir Paint Shop Pro X2. Sjá vefsíðu hér.   Þetta er mjög öflugt forrit og getur flest af því sem maður hefur þörf fyrir og gerir það vel. Þetta forrit keypti ég fyrir mörgum árum, en nýjasta útgáfan er miklu betri. Forritið kostar aðeins $59 hjá Corel, en þar er einnig hægt að fá forritið lánað til reynslu. Sjálfsagt er að notfæra sér það.  Veit ekki hvort forritið er selt í verslunum hér á landi. (Myndin efst á síðunni er af þessu forriti).  Mjög gott.

 

 

 

photoshop-elements-7-300.jpgAdobe selur Photoshop Elements 8 sem er litli bróðir hins stóra og fullkomna Photoshop CS4. Sjá vefsíðu Adobe hér. Með Photoshop Elements er hægt að gera flest allt sem venjulegur áhugamaður gerir með Photoshop, en á auðveldari hátt.  Þeir sem hafa notað Photoshop vita hve erfitt er að ná tökum á því án tilsagnar. Photoshop elements getur hver sem er notað frá fyrsta degi, þar sem helstu aðgerðir til að lagfæra myndir er hægt að nálgast á einfaldan hátt. Smám saman lærir maður á flóknari aðgerðir, og auðvitað er helsti kosturinn að þá lærir maður um leið á gamla stóra Photoshop, þvi skyldleikinn leynir sér ekki. Forritið er hægt að fá lánað til reynslu hér, en það fæst m.a hjá Nýherja. Nokkur myndbönd hér.  Mjög gott.

 

Hvort er betra  Paint Shop Pro X2 eða Photoshop Elements 8? Sjálfsagt má deila um það endalaust. Paint Shop Pro X2 er heldur ódýrara og getur sumt betur en Photoshop Elements 8, en líklega eru þetta mjög sambærileg forrit. Sjálfur hef ég notað  Photoshop Elements 8 undanfarið og líkar vel.

 

 

Margir eru miklu fróðari um þessi mál en bloggarinn, en hann notar Picasa lang mest til að hafa yfirlit yfir myndirnar, lagfæra smávegis og raða þeim í allbúm. Síðan er gott að grípa til öflugra forrits fyrir þessar fáeinu myndir sem óvart eru verulega góðar, en þær eru varla fleiri en ein af hverjum hundrað. Þá reynist Photosho Elements 8 vel.

 

Fróðlegt væri að fá ábendingar og reynslusögur...

 


Efnisyfirlit 250 pistla...

 

blog_logo.jpg

 

Bloggarinn hefur í nokkra mánuði haldið utan um bloggpistlana o.fl. á sérstakri vefsíðu hér, en innihaldið hefur verið afritað í þennan pistil. Svona yfirlit hefur þann kost að auðvelt er að finna viðkomandi bloggsíður með því einfaldlega að smella á viðeigandi krækju.

Einföld aðferð er að vinna yfirlitið í ritvinnsluforriti eins og Word.  Fyrirsögn viðkomandi bloggpistils er einfaldlega afrituð í ritvinnsluforritið og fylgir þá krækjan með. Síðan má skrifa dagsetningu þar fyrir aftan og hugsanlega einhverjar skýringar. Nota má ritvinnskuforritið til að raða og flokka, og jafnvel númera pistlana sjálfvirkt. Þegar skjalið er tilbúið má afrita það yfir á bloggsíðu með aðgerðinni "Skeyta úr Word". Síðuna má síðan vista sem "Fasta síðu", eða sem venjulega bloggsíðu. 

Efnisyfirlitið var upphaflega unnið með Microsoft Frontpage og vistað á vefþjóni hér. Vísað er á skjalið undir liðnum Tenglar á vinstri jaðar bloggsíðunnar.  Það er ekki endilega besta aðferðin því eftir á að hyggja er líklega auðveldara að nota ritvinnsluforrit en Frontpage.

 

 

(Flokkunin í efnisyfirlitinu hér fyrir neðan er ekki endilega alltaf-rökrétt. Það á sérstaklega við um flokkana Fjármál og Samfélag.
Síðast uppfært 16. ágúst 2009).

 

Smellið á feitletruðu fyrirsagnirnar til að opna viðkomandi pistil:

 

Himingeimurinn

  1. Lendingin á tunglinu fyrir 40 árum, geimskotin á Íslandi, og ýmislegt annað minnisstætt í frekar léttum dúr...   Blogg 20. júlí 2009
  2. Höndin mikla í himingeimnum... Röntgenmynd?  Blogg 16. apríl 2009
  3. Frétt NASA í dag: Sólin í djúpri lægð...  Blogg 1. apríl 2009.
  4. Brot úr smástirninu sem féll á jörðina 7. okt. 2008 fundin.  Blogg 28. mars 2009
  5. Jeppaferðin á Mars gengur vel eftir 5 ár...  Blogg 26. mars 2009
  6. Stjörnuskoðun í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur þriðjudagskvöld...  Blogg 2. mars 2009
  7. Vísindaþátturinn og 46 metra langur risakíkir frá árinu 1673 ...   Blogg  18. feb. 2009
  8. Venus hálf á himni skín...  Blogg 8. feb. 2009
  9. Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...  Blogg 25. jan. 2009
  10. 2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913...  Blogg 8. jan. 2009
  11. Ár stjörnufræðinnar er byrjað... Fallegt myndband... Blogg 2. jan. 2009
  12. Venus og Máninn dansa tangó á Gamlárskvöld ... Blogg 31. des. 2008
  13. Tíu bestu stjörnuljósmyndir ársins 2008 Blogg 29. des. 2008
  14. Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...  Blogg 20. des. 2008
  15. Tunglið tunglið taktu mig ... Nú er lag þvi tunglið er næst jörðu föstudaginn 12 des!  Blogg 11. des. 2008
  16. Veiðimaðurinn Óríon eða Aurvandill er meðal fegurstu stjörnumerkjanna... Blogg 5. des. 2008
  17. Vofur og nornir á himinhvolfinu...  Blogg 2. nóv. 2008
  18. Smástirni fellur á jörðina aðfararnótt þriðjudags 7. okt. Blogg 6. okt. 2008
  19. Borgarljós jarðar í efnahagsumróti hagkerfanna Blogg 5. okt. 2008
  20. NASA var að senda tilkynningu áðan um óvenju óvirka sól. Blogg 30. sept. 2008
  21. NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár. Blogg 23. sept. 2008
  22. NASA mælir minnkandi virkni sólar. Blogg 21. sept. 2008
  23. Stjörnufræðivefurinn. Áhugaverður vefur fyrir almenning. Blogg 18. sept. 2008
  24. Gullmoli sólkerfisins er ótrúlega fallegur Blogg 23. ágúst 2008
  25. Sólmyrkvinn í dag. Myndir. Blogg 1. ágúst 2008
  26. Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008.  Blogg 30 júlí 2008
  27. Hefur Fönix geimfarið fundið vatn á Mars? Blogg 14. júní 2088
  28. Lending Fönix geimfarsins á Mars tókst mjög vel og myndir farnar að berast 26. maí 2008
  29. Fönix geimfarið lendir á Mars á sunnudaginn með skurðgröfu og ´´hálf-íslenskan´´ vindhraðamæli... Myndir Blogg 22. maí 2008
  30. Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka Blogg 2. maí 2008
  31. Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009, ný vefsíða: www.2009.is Blogg 22. apríl 2008
  32. Nú mun þig svima! Þyngdarlinsur eru ógnarstór gleraugu alheimsins... Blogg 11. mars 2008
  33. Undurfögur mynd af Sombrero stjörnuþokunni Blogg 8. mars 2008
  34. Tunglmyrkvinn aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar Blogg 17. feb. 2008
  35. Hefur þú séð Andromedu? Blogg 4. feb. 2008
  36. Ótrúlegt hvað tíminn líður. 50 ár liðin frá geimskoti fyrsta bandaríska gervihnattarins Blogg 1. feb. 2008
  37. Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir börn og fullorðna Blogg 13. jan. 2008
  38. Nýárs-halastjarnan Tuttle Blogg 3. jan. 2008
  39. Stærsti stjörnusjónauki landsins og Stjörnuskoðunarfélagið Blogg 28. des. 2007
  40. 2009 verður ár stjörnufræðinnar á 400 ára afmæli stjörnusjónaukans Blogg 20. des. 2007
  41. Jólastjarnan í ár er Mars. Eins og gyllt jólakúla. Blogg 18. des. 2007
  42. SOHO --- Sólin í návígi Blogg 1. des. 2007
  43. Halastjarnan Holmes sem sést hefur undanfarið Blogg 28. nóv. 2007
  44. Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars 31. okt. 2007
  45. Sjörnuhimininn snemma að morgni ... Blogg 23. okt. 2007
  46. Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október Blogg 4. okt. 2007
  47. Tunglmyrkvinn laugardaginn 3. mars. Blogg 2. mars 2007
  48. Halastjarnan McNaught kveður með stæl  Blogg 12. feb. 2007
  49. Bjartasta halastjarna síðustu áratuga sést nú með berum augum um hábjartan dag skv. fréttum sem voru að berast.  Blogg 13. jan. 2007
  50. McNaught halastjarnan sést ennþá í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum  Blogg 12. jan. 2007
  51. Halastjarna á himni skín. Myndir.  Blogg 12. jan. 2007
  52. Geimskot Frakka á Íslandi !!!  Blogg 26 nóvember 2006
  53. Í skugga Satúrnusar  Blogg 12. okt. 2006

 

Veðurfar & loftslagsbreytingar

  1. Ný grein Henriks Svensmark um loftslagsbreytingar af völdum sólar og geimgeisla birt í Geophysical Research Letters í dag 1. ágúst...   Blogg 1. ágúst 2009
  2. Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...   Blogg 27. júlí 2009
  3. Er stór hluti hlýnunar síðustu áratuga af völdum náttúruaflanna? Ný grein í Journal of Geophysical Research...   Blogg 24. júlí 2009
  4. Ný rannsókn: Sólsveiflan tengist loftslagsbreytingum.   Blogg 18. júlí 2009
  5. Hefur sjávarborð verið að hækka hraðar og hraðar undanfarið? Nei, alls ekki...   Blogg 3. júlí 2009
  6. Gróðurhúsaáhrifin dásamlegu...   Blogg 30. júní 2009
  7. Hafísinn yfir meðaltali áranna 1979-2007 í apríl-maí.   Blogg 14. júní 2009
  8. Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...  Blogg 8. júní 2009
  9. Nýr 30 ára hitaferill: Hvers vegna er þetta hik á hnatthlýnuninni?   Blogg 6. júní 2009
  10. Er mikil eða lítil fylgni milli koltvísýrings og lofthita jarðar? Hvers vegna var magn CO2 gríðarlegt áður fyrr?   Blogg 26. maí 2009
  11. Leyndardómur skýjanna í loftslagsbreytingum... Myndbönd.   Blogg 15. maí 2009
  12. Hafísinn á norðurslóðum í meira lagi...   Blogg 9. maí 2009
  13. Ekkert hlýnað síðastliðin ár...   Blogg 12. mars 2009
  14. Óvenjuleg alþjóðleg ráðstefna um hnatthlýnun hefst í dag...  Blog 8. mars 2009
  15. Hnatthlýnun í biðstöðu næstu 30 árin?  Blogg 4. mars 2009
  16. Er bráðnun jökla virkilega okkur mönnum að kenna? Spyr sá sem ekki veit...   Blogg 23. feb. 2009
  17. Einn af yfirmönnum hinnar heimsþekktu rannsóknarstofu í loftslagsmálum The Hadley Centre varar við hræðsluáróðri ...   Blogg 15. feb 2009
  18. Hversu lítið eða mikið er af CO2 í andrúmsloftinu? Umfjöllun um þetta og fleira á mannamáli, ef það er á annað borð hægt...   Blogg 1. feb. 2009
  19. Ný dönsk rannsókn styður kenningar um samspil geimgeisla og loftslagsbreytinga... Blogg 13. janúar 2009
  20. Hvaða loftslagshlýnun? Þannig spyr prófessor Ole Humlum... Blogg 16. des. 2008
  21. Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?  Erindi flutt hjá Rótaryklúbbnum Reykjavík-Árbær 23. okt. 2008.  pdf.
  22. Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? Vefsíða Sept. 2003. Breytt 18. des. 2006.
  23. Er jörðin að hitna? Ekki er allt sem sýnist. Vefsíða 1. febrúar 1998. Síðast breytt 14. apríl 2004.
  24. Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar?  Vefsíða (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998)
  25. Hafísinn á norðurslóðum í dag er 25% meiri en í fyrra. Blogg 15. okt. 2008
  26. Time tímaritið 13. sept: Norðvesturleiðin um heimskautasvæðið fær skipum! ---1937 Blogg 14. sept. 2008
    Enn er svalt í heimi hér...  Blogg 12. júlí 2008
  27. Hvað er eðlilegt í loftslagsbreytingum? - Myndbönd. Blogg 8. júlí 2008
  28. Hafísinn á norðurhveli minnkar, en eykst á suðurhveli jarðar. Mikið edgos undir ísnum nærri norðurpólnum árið 1999. Blogg 5. júlí 208
  29. Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar? Grein í Þjóðmálum sumarið 2008. Bloggútgáfa 20. júní 2008
  30. Meðalhiti lofthjúpsins heldur áfram að falla hratt ... Blogg 4. júní 2008
  31. Óvenjulegt viðtal um loftslagsbreytingar. Kuldaleg framtíðarspá. Blogg 21. apríl 2008
  32. Einn þekktasti loftslagsfræðingur heims er bjartsýnn á þróun mála. Blogg 13. apríl 2008
  33. Al Gore áhrifin á veðurfar og snjórinn í London í gærmorgun Blogg 7. apríl 2008
  34. 3000 mælibaujur í hafinu mæla smávægilega kólnun síðastliðin 5 ár Blogg 22. mars 2008
  35. Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? - Ekki útilokað að svo verði Blogg14. mars 2008
  36. Snögg kólnun jarðar í janúar Blogg 14. feb. 2008
  37. Sökktu sólblettir Titanic? Grein á vef NOAA - Bandarísku haf- og loftslags- stofnunarinnar. Blogg 9. feb. 2008
  38. Gömlu góðu vindstigin.  Blogg 22. jan 2008
  39. Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast? Tímabundið eða ...? Blogg 5. jan. 2008
  40. Getur sólin bjargað okkur frá hnatthlýnun? Grein sem vekur hroll í The Independent 5. des. Blogg 8. des. 2008
  41. Merk grein eftir Dr. Daniel B. Botkin um umhverfismál, siðferði og hnatthlýnun. Blogg 22. okt. 2008
  42. High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni. Blogg 12. okt. 2007
  43. Litli maðurinn og aldamótavillan í loftslagsvísindum Blogg 28. ágúst 2007
  44. Al Gore og undrabarnið  Blogg 22. júlí 2007
  45. Dr. Nils Axel Mörner segir í nýju viðtali að sjávarborð sé ekki að hækka Blogg 26. júní 2007
  46. The Great Global Warming Swindle í RÚV annað kvöld - 19. júní  Blogg 18. júní 2007
  47. Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.  Blogg 12. apríl 2007
  48. The Great Global Warming Swindle. Áhugaverð kvikmynd sem frumsýnd var fyrir skömmu. Blogg 10. mars 2007
  49. Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.... Blogg 20. feb. 2007
  50. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) er hér  Blogg 3. feb. 2007
  51. Hlýnun sjávar ekki endilega af völdum gróðurhúsaáhrifa, segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar Blogg 10. jan. 2007
  52. Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar  Blogg 1. jan. 2007
  53. Vetrarsólstöður, og sólin áfram í ham næstu árin...  Blogg 22. des. 2007
  54. Hlýrra á Grænlandi 1930-1950 en undanfarið. Á skjön við hnatthlýnunarkenninguna. Blogg 19. nóvember 2006
  55. Al Gore væntanlegur. Fróðlegur ritdómur um An Inconvenient Truth  Blogg 17. nóv. 2006

 

Menning

  1. Er aldingarðurinn Eden fundinn í Göbekli Tepe? 11.000 ára fornminjar...  Blogg 3. maí 2009
  2. Mynd af frumkvöðlum Verkís  Blogg 3. jan. 2009
  3. Fjármálafræði fyrr á öldum Blogg 4. nóvember 2008.
  4. Píanósnillingurinn margbrotni Martin Berkofsky, radíóamatörinn og mannvinurinn Blogg 26. sept. 2008.
  5. Fræðslusýningin Orkuverið Jörð og auðlindagarðurinn á Reykjanesi Blogg 18. júlí 2008
  6. Gleðilegt sumar. Í dag er fyrsti dagur Hörpu. Blogg 24. apríl 2008
  7. Konur í list. Alveg stórkostlegt myndband. Blogg 27. mars 2008
  8. Hvers vegna er hlaupár? Blogg 29. feb. 2008
  9. Paganini: Kaprísa No 24, Shlomo Mintz & Alison Balsom. Töfrum líkast. Blogg 15. feb. 2008
  10. Leshringur@ og Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup Blogg 26. jan. 2008
  11. Hákon Bjarnason efnilegur píanóleikari. Stjarna morgundagsins. Blogg 11. jan. 2008
  12. Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson Blogg 30. des 2007
  13. Ljúfir tónar: Alison Balsom trompetleikari Blogg 29. des. 2007
  14. Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni Blogg 26. okt. 2007
  15. Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.  Blogg 14. okt. 2007

 

Tækni og vísindi

  1. Ný aðferð við framleiðslu eldsneytis úr CO2 lofar góðu...   Blogg 4. ágúst 2009
  2. Wolfram-Alpha ofurtölvan sem þú getur rætt við á mannamáli á netinu !   Blogg 7. júlí 2009
  3. Píanóleikarinn Martin Berkofsky og Tungl-jeppinn hans...  Blogg 5. apríl 2009
  4. Cassiopeia verkefnið - Vísindin útskýrð á auðskilinn hátt...  Blogg 7. mars 2009
  5. Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google... Blogg 21. des. 2008
  6. VERKÍS verkfræðistofa með samfellda reynslu frá 1932 og um 350 starfsmenn... Blogg 21. nóv. 2008
  7. Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?  Blogg 16. nóv. 2008
  8. Kínverjar skutu á loft mönnuðu geimfari í dag! Blogg 25. sept. 2008
  9. Endurnýting CO2. Ekki alveg nýtt á Íslandi. Blogg 19. sept. 2008
  10. Frábær fyrirlestur undrabarns um fjórðu víddina, strengjafræði og tilraunirnar hjá CERN ... Myndband Blogg 12. sept. 2008
  11. Miklahvells-vélin og leitin að Guðseindinni hjá CERN Blogg 9. sept. 2008
  12. Kjarnorka á komandi tímum Blogg 7. sept. 2008
  13. Ísinn á Mars líklega fundinn. Myndir. Blogg 21. júní 2008
  14. Óhugnanleg vélpadda er næstum óstöðvanlegt skrímsli Blogg 29. apríl 2008
  15. Orkuver 6 í Svartsengi - Til hamingju HS ! Blogg 3. apríl 2008
  16. Ótrúlegt: Nýr GSM les hugsanir. Mállausir fá rödd. Sjá myndband. Blogg 17. mars 2008
  17. Lífrænir OLED flatskjáir eru betri en LCD og Plasma! Blogg 24. feb. 2008
  18. Skynsöm skólatafla Blogg 4. des. 2007
  19. Vetni er ekki orkugjafi Blogg 17. sept. 2007
  20. Ralph Alpher höfundur kenningarinnar um Miklahvell Blogg 30. ágúst 2007
  21. Murray Gell-Mann. Maðurinn með heilana fimm ! Blogg 9. ágúst 2007
  22. Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða?  Blogg 1. jan 2007

 

 

Flug

  1. Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!  Blogg 29. mars 2009
  2. Rafknúnar alvöru flugvélar - Myndir og myndbönd Blogg 16. ágúst 2008
  3. Nemendur HR skutu eldflaug til himins. Myndir. Blogg 9. maí 2008
  4. Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir Blogg 19. mars 2008
  5. Geimskot Frakka á Íslandi 1964-'65  (Vefsíða. Eldri útgáfa frá 2006)
  6. Varúð. Ekki fyrir flughrædda. Blogg 3. mars 2008
  7. Stjórnklefinn í Airbus A380 og Batman Blogg 22. feb. 2008
  8. Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar Blogg 8. feb. 2008
  9. Hvernig er þetta hægt? Ótrúlegt flug! Blogg 30. jan 2008
  10. Hellt í glas meðan flugvélin er á hvolfi! Blogg 27. jan. 2008
  11. Ballett í háloftunum, Svetlana Kapanina Blogg 26. des. 2007
  12. Stórar og litlar flugvélar af ýmsum gerðum... Og litlar stórar flugvélar ! Blogg 15. des. 2007
  13. Hinrik Hinriksson frá Iðu flaug yfir Hvítá fyrir 300 árum... Blogg 11. des 2007
  14. Dornier farþegaflugvél í villtum dansi yfir Reykjavík 1986 Blogg 3. nóv. 2007
  15. Lítil þota hraðamæld  Blogg 19. okt. 2007

 

 

Fjármál

  1. Daily Telegraph, Eva Joly: Gordon Brown is wrong, Britain played a part in Icelandic bank collapse. - Einnig greinarnar í Le Monde og Aftenposten...   Blogg 3. ágúst 2009
  2. Vanþekking almennings í Hollandi og Bretlandi á aðdraganda Icesave málsins...    Blogg 29. júlí 2009
  3. Jón Daníelsson og Kári Sigurðsson: Mistök íslensku samninganefndarinnar...   Blogg 12. júlí 2009
  4. Þegar verðbólgan á Íslandi fór í 103%...   Blogg 7. maí 2009
  5. Eru Jöklabréfin í eigu íslenskra aðila? Er Tortólaauðurinn geymdur á Íslandi?  Blogg 9. apríl 2009
  6. Vextir af húsnæðislánum í Bretlandi eru í dag um 2,2% - óverðtryggt !   Blogg 5. apríl 200
  7. Álverðið er byrjað að hækka ... !  Blogg 20. mars 2009
  8. Glöggt er gests augað: Áskorun þingmanns Evrópuþingsins til Íslendinga... Blogg  4. jan. 2009
  9. Myndband í Wall Stree Journal: How Iceland Collapsed ... Blogg 29. des. 2009
  10. Frábær grein um Ísland í Sunday Times Blogg 14. des. 2008
  11. Tenging íbúðalána við launavísitölu mun heppilegri fyrir lántakendur á óvissutímum en tenging við lánskjaravísitölu... Blogg 23. nóv. 2008
  12. Einn maður fær lánað andvirði 8 Kárahnjúkavirkjana !!! Blogg 19. nóv. 2008
  13. Tilllaga um raunhæfa aðferð til að semja um ICESAVE án þess að það verði íþyngjandi... Blogg 13. nóv. 2008
  14. Hvað varð um peningana sem komu inn hjá Icesave? Einhvers staðar hljóta þeir að vera... Blogg 11. nóv. 2008
  15. Ekki bíða, skiptið út krónunni strax, segir forstöðumaður Centre for European Policy Studies í Brussel... Varar einnig við lántökum ... Blogg 10. nóv. 2008
  16. Hefur verð á áli náð botninum? Blogg 4. nóvember 2008
  17. Aðferð til að lækka vaxtabyrðina yfir 40% ... Að snúa vörn í sókn. Blogg 29. okt. 2008
  18. Skýringin á hækkandi olíuverði Blogg 16. maí 2008
  19. Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ? Blogg 19. jan. 2008
  20. Fasteignagjöld hækka óheyrilega milli ára. 14% - 20% 10. jan. 2008
  21. Lækkun hlutabréfa í dag; er ekki betra að þrauka en selja? 9. jan. 2008
  22. Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum !!! Blogg 19. nóv. 2007

 

Samfélag

  1. ''Í sama báti'' - Leiðarinn um Icesave í Financial Times 11. ágúst 2009   Blogg 13. ágúst 2009
  2. Evrópusambandið: Að hrökkva eða stökkva...   Blogg 18. apríl 2009.
  3. Brettum upp ermar með bros á vör. Komum þjóðarskútunni á flot með samstilltu átaki :-)  Blogg 27. nóv. 2007
  4. Glapræði að ganga í ESB. Beinum sjónum okkar að Kanada... Blogg 15. nóv. 2008
  5. Hvernig styðja má við frumkvöðla og sprotafyrirtæki... Blogg 9. nóv. 2008
  6. Auðlind sem má nýta til að komast úr kreppunni ... Blogg 6. nóv. 2008
  7. Nú er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að álversframkvæmdum í Helguvík verði ekki slegið á frest. Blogg 30. okt. 2008.
  8. Islands rus og bakrus ... Góð grein í Dagbladet.no   Blogg 26. okt. 2008
  9. Ætla ráðamenn virkilega að samþykkja forhertar stríðsskaðabætur Breta? Blogg 23. okt. 2008
  10. Verður atgervisflótti frá Íslandi innan skamms? Framtíð þjóðarinnar er í húfi. Blogg 19. okt. 2008
  11. Ábyrgð ríkisins á innlánum í Bretlandi og Hollandi takmarkist við Tryggingasjóð. Blogg 17. okt. 2008
  12. Spaugstofan í gær var ósmekkleg Blogg 27. jan. 2008
  13. Hvar er þekking Orkuveitunnar/REI sem er metin á 10 milljarða? Blogg 10. nóv. 2007
  14. Hvers vegna er réttlætiskennd minni misboðið? Svarið nú ágætu bloggarar. 12. okt. 2007
  15. Hitaveita Suðurnesja verði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna Blogg 10. okt. 2007
  16. Búrma: Hvar er alþjóðasamfélagið? Hvar eru Sameinuðu þjóðirnar? Blogg 28. sept. 2007
  17. Einkavæðing orkuveitanna gæti haft alvarlegar afleiðingar um alla framtíð. Blogg 23. sept. 2007
  18. Myrkvun höfuðborgarsvæðisins, stjörnuskoðun og ljósmengun  Blogg 20. sept. 2006

 

Íþróttir

  1. Þegar ''íslensku'' Fálkarnir fengu gullið á Ólympíuleikunum 1920... Blogg 27. ágúst 2008
  2. Hámenntaðar knattspyrnukonur... Blogg 25. júlí 2008

 

Náttúran

  1. Snjór, hreindýr og börn í London. Nokkrar myndir...   Blogg 5. feb. 2009
  2. Refurinn rófulausi og Móri vinur hans. Myndir. Blogg 4. ágúst 2008
  3. Vestmannaeyjagosið: Fundust smáskjálftar í Eyjum dagana fyrir gos? Blogg 24. jan. 2008
  4. Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir Blogg 15. jan. 2008
  5. Heimurinn um nótt Blogg 25. des. 2007
  6. Refur á ferli í Garðabæ Blogg 5. des. 2007
  7. Fer ísbjörnum fjölgandi þrátt fyri allt? Blogg 21. sept. 2007
  8. Skógrækt áhugamannsins  Blogg 7. júní 2007

 

Léttmeti

  1. Skemmtileg veðurspá :-)  Blogg 23. jan. 2009
  2. Nú er það svart: Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum... Breytingar í Golfstraumnum? Blogg 13. des. 2008
  3. Tónlistarmaðurinn handalausi gefst ekki upp... Og til hamingju með daginn! Blogg 1. des. 2008
  4. Hugsanalestur á blogginu? Blogg 4. sept. 2008
  5. Líkur á að fá allar tölur réttar í Lottó eru minni en 1:600.000 Blogg 9. ágúst 2008
  6. Dihydrogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð í íslenskri náttúru Blogg 18. apríl 2008
  7. Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað? Blogg 12. apríl 2008
  8. Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-) Blogg 10. apríl 2008
  9. Gore áhrifin brugðust ekki á Íslandi - Allt hvítt! Blogg 9. apríl 2008
  10. Ljóð í tilefni fyrirlesturs Al Gore Blogg 8. apríl 2008
  11. Draugaleg mynd á laugardagskvöldi (°_°)  Blogg 5. apríl 2008
  12. Allt er í heiminum afstætt - og Guli kafbáturinn Blogg 4. apríl 2008
  13. Sniðuga ljóskan, bankinn og þýðingarvélin Blogg 1. apríl 2008
  14. Danskan er yndislegt tungumál eins og allir vita ... Blogg 30. mars 2008
  15. Hvernig er þetta hægt? Svartigaldur? Blogg 10. mars 2008
  16. Nauðsynlegt tæki fyrir bankastofnanir og bloggara... Blogg 21. feb. 2008
  17. Gleðilegt ár með ABBA Blogg 1. jan. 2008
  18. REI, REI ekki um jólin Blogg 19. des. 2007
  19. Skýring á hremmingunum sem hrjáð hafa fjármálamarkaðinn undanfarið Blogg 22. nóv. 2007
  20. Orkuveitan heima. Allir syngja með ! Blogg 1. nóv. 2007
  21. Excel 2007 kann ekki að reikna rétt ! Blogg 27. sept. 2007
  22. Afkolun jeppaeiganda  Blogg 30. apríl 2007

 

Ýmislegt

  1. Grein um Benedikt S. Benedikz - (Bendí) í The Times.   Blogg 1. maí 2009
  2. Til hamingju Jón Magnússon!  Blogg 18. feb. 2009
  3. Tiltekt í ruslakistunni. Efnisyfirlit pistla ...(& fjármálahrunið mikla)... Blogg 26. okt. 2008
  4. Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag? Blogg 22. sept. 2008
  5. Er ástæða til að fara úr Schengen því reynsla okkar af sáttmálanum er miður góð? Blogg 1. júlí 2008
  6. Hitabylgja í uppsveitum í gær. Sumarið er komið. Blogg 13. maí 2008
  7. Aðferð til að losna við truflandi auglýsingar á bloggsíðum Blogg 12. feb. 2008
  8. Bloggað í 10 ár ...   Blogg 7. feb. 2008
  9. Um áramót reikar hugurinn víða... Blogg 31. des. 2007
  10. Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja Blogg 22. des. 2007

 

Myndir

  1. MR66. Minningar úr Menntaskólanum í Reykjavík. 2006
  2. Lundur 1969-71 Gamlar ljósmyndir. 10.Feb.2002

 

Vefsíður

  1. Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? Sept. 2003. Breytt 18. des. 2006.
  2. Er jörðin að hitna? Ekki er allt sem sýnist. 1. febrúar 1998. Síðast breytt 14. apríl 2004.
  3. Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar?   (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998)
  4. Gap Ginnunga. Stjörnuskoðun  26.12.1996, breytt 16.4.1999
  5. Geimskot Frakka á Íslandi 1964-1965  25.11.2006, breytt 04.12.2006
  6. Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag? April 2006
  7. Ljósmengun 17.11.2005

 

PDF skjöl

  1. Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?  Erindi flutt hjá Rótaryklúbbnum Reykjavík-Árbær 23. okt. 2008.  pdf.

 

Síðast uppfært 16. ágúst 2009

Samtals 252

 


Nýr 30 ára hitaferill: Hvers vegna er þetta hik á hnatthlýnuninni?

 

Ferillinn hér fyrir ofan sýnir breytingu á hitastigi lofthjúps jarðar síðastliðin 30 ár, eða frá því er mælingar hófust með gervihnöttum. Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer loftslagsfræðings og nær ferillinn til loka maímánaðar.

 

Ef maður skoðar þennan feril þá virðist sem eftirfarandi blasi við:

 

1) Ekkert hefur hlýnað síðan árið 2002.

2) Síðan 2007 virðist jafnvel vera tilhneiging til kólnunar.

3) Það þarf ekki mikið að gerast til að lofthitinn nái sömu gildum og fyrir um 30 árum. Takið eftir að viðmiðunin (lárétta línan 0,0) er meðaltal áranna 1979-1998.

4) Náttúrulegar skammtímasveiflur eru verulegar, eins og t.d. af völdum Mt. Pinatubo 1991 og El Nino í Kyrrahafinu 1998.

5) La Nina í Kyrrahafinu 2008 orsakaði skammtíma niðursveiflu. La Nina er gengið til baka (ENSO neutral), en samt er tilhneigingin niðurávið.

 

Auðvitað er varasamt að draga of miklar ályktanir af því sem hefur verið að gerast undanfarin tvö ár, en þegar árin eru orðin sjö fara augnalokin óneitanlega að opnast og maður fer að spyrja sig hvort eitthvað sé í bígerð... Errm

Hver er líkleg þróun næstu ára? 

 


Stjörnufræðivefurinn. Áhugaverður vefur fyrir almenning.

stjornufraedivefurinn.jpg

 

Það er full ástæða til að benda á mjög áhugaverðan vef um stjörnuskoðun og stjörnufræði fyrir áhugamenn og almenning. Vefurinn nefnist Stjörnufræðivefurinn og vefslóðin er

 www.stjornuskodun.is

 

 

Sjá einnig vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness

www.astro.is

Félagar koma alls staðar af landinu, enda er þetta eina stjörnuskoðunarfélagið.

 

 hringthokan.jpg

Ring Nebula (M57).   Hringþokan í Hörpunni
Sjá umfjöllun á Stjörnufræðivefnum


Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?

 

Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...        Ninja

 

  • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
  • Þessi peysa er mjög lauslát...
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
  • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið... 
  • ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg... 
  • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér... 
  • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm... 
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið... 
  • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
  • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... 
  • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... 
  • Þar stóð hundurinn í kúnni...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður r júpurnar...
  • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
  • Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
  • Betur sjá eyru en auga...
  • Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
  • Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
  • Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
  • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
  • Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
  • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
  • Lærin lengast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

 


Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 764772

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband