Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Verður hafísinn mun meiri enn á sama tíma í fyrra...?

 

 


Óþarfi er að hafa mörg orð um þennan beintengda feril frá Dönsku veðurstofunni DMI sem sýnir útbreiðslu hafíss.

Svarti þykki ferillinn sýnir ástandið nú, en sá dökkblái sýnir útbreiðsluna í fyrra, en þá var hafís mjög lítill. Hvert stefnir í ár? Lágmarki ársins verður náð eftir fáeinar vikur.  Fróðlegt verður að fylgjast með.

Takið eftir dagsetningunni neðst til vinstri á myndinni.

 

 

Sjá pistil frá því í maí hér.

Hafísdeild Dönsku veðurstofunnar ocean.dmi.dk

 

Myndin efst á síðunni: ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

Uppfært 11. ágúst 2013:

Ný framsetning hjá DMI:

Myndin neðst á síðunni: http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current_new.png

Sjá vefsíðuna: http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.php

 

 

 
icecover_current_new                        Arealet af al havis på den nordlige halvkugle i de seneste år.
                       Det grå område omkring den klimatologiske middelværdi svarer til
                       plus/minus 1 standard afvigelse.

Plottet ovenfor erstatter den tidligere isudbredelsesgrafik, som var baseret på iskoncentrationsdata med en bred kystzone-maske. Denne kystzone-maske betød, at det gamle isudbredelsesestimat var undervurderet. Det nye plot viser det absolutte isudbredelsesareal. Det gamle plot kan for en tid ses her.

Veðurstofan www.yr.no heiðrar risann Bergþór úr Bláfelli...

 

 

Bergþórsleiði

 

 

Bergþórsleiði ...

 

Þegar kristni fór að breiðast út um landið, bjó risinn Bergþór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til að flytjast brott frá þessum óþolandi hávaða í kirkjuklukkunum niðri í byggðinni.  Hann fór hvergi en hún færði sig norður fyrir Hvítárvatn þar sem heitir Hrefnubúðir. 
 
Bergþór gerði sér dælt við byggðamenn og fór stundum suður í sveit til að nálgast nausynjar.  Eitt sinn á heimleið bað hann bóndann á Bergstöðum að gefa sér að drekka.  Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergþór hjó með staf sínum holu í berg við túnfótinn.  Bergþór drakk nægju sína og þakkaði.  Sagði hann bónda að geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún þar hvorki frjósa né blandast vatni. Æ síðan hefur verið geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verði misbrestur þar á verða landeigendur fyrir óhöppum.  Síðast gerðist það árið 1960 og missti þá bóndinn allar kýr sínar.
 
p1020071.jpgÞegar aldurinn færðist yfir Bergþór fór hann eitt sinn niður að Haukadal og bað bóndann um að tryggja sér legstað þar sem heyrðist klukknahljóð og árniður, og bað hann að flytja sig dauðan í Haukadal.


Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við
bæjardyrnar í Haukadal.  Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans.  Bóndi fór eftir p1020079-001.jpgþessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera.  Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli.  Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná.  Þar heitir nú Bergþórsleiði.  Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina.
 
 
 
Það var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sem kostaði sjálfur og lét setja steininn á leiði Bergþórs, eins og hann gerði einnig á leiði Jóns hraks á Skriðuklaustri.  
 

(Smella má tvisvar á litlu myndirnar til að stækka).

 

p1020081.jpg

 

 

Enn þann dag í dag verða Tungnamenn varir við Bergþór þegar hann leggur leið sína frá núverandi heimili sínu örskammt fyrir norðan kirkjuna í Haukadal þar sem heitir Bergþórsleiði. Hann stikar stórum skrefum yfir Beiná þar sem beinaleifar miklar eru á botni árinnar rétt við kirkjugarðinn og yfir á Bryggjuheiði þar sem hann heimsækir heimafólk og þiggur brjóstbirtu þar sem nú heitir hinu heiðna nafni Iðavellir, og síðan meðfram Tungufljóti að fossinum Faxa, þar sem hann fer af öryggi yfir fljótið á grynningunum ofan við fossinn. Hressingu fær  hann svo í holunni í berginu að Bergstöðum, en ábúendur þar gæta þess ávallt vel að Bergþór fái nægju sína af mjólkursýru og komi aldrei að kerinu tómu.

Nú hefur Norska veðurstofan  sem heldur úti vefnum www.yr.no séð ástæðu til að heiðra Bergþór gamla með því að gera sérstaka veðurspá fyrir karlinn, svo hann fari sér nú ekki að voða þegar hann sækir sér nauðsynjar, ket og brennivín, suður í sveitir.

                             Veðurspá www.yr.no fyrir Bergþórsleiði

 



 

bergthorsleidi-vedurspa.jpg

 

 

 

Hvernig skyldi Bergþór hafa fengið Norðmenn
til að gera sérstaka veðurspá fyrir sig? 


Auðvitað er það lítið mál fyrir fjölkunnugan risa
úr einu tignarlegasta fjalli Íslands.

 

 

Er það ekki annars dálítið undarlegt að gefa út veðurspá fyrir leiði?

Halo 


Ótrúleg heppni Breta opinberuð í gær...

 

 

map1_1753924a.jpg

 


"Eru Bretar að verða Saudi Arabía heimsins í gasvinnslu?" 

Þannig spyr The Spectator í gær eftir að British Geological Survey tilkynnti í gær að þeir áætluðu að magn setlagagass í Englandi nemi um  1330 trilljón rúmfetum (38 trilljón rúmmetrar).

Jafn stórar gaslindir í setlögum hafa hvergi fundist. 

Til samanburðar má nefna N-Ameríku þar sem áætlað er að magnið sé  682 trilljón rúmfet, Argentína 774 trilljón rúmfet and Kína 1,275 trilljón rúmfet.

Þetta eru stærstu setlaga-gaslindir sem fundist hafa, mun meira magn gæti fundist ef Suður England og Skotland væru tekin með, svo og hafsvæðið umhverfis Bretlandseyjar.

 

Sjá vefsíðu  British Geologica Survey.

 

Þetta er miklar fréttir fyrir Breta. Í raun stórfréttir.   Hér er tilvísun í nokkrar fréttir sem birst hafa í dag:

 The Sun, 28. júní 2013

 The Sun, 28 . júní 2013

 The Times, 28. júní 2013

 The Spectator, 27. júní 2013

 The Economist, 29. júní 2013

 Public Service Europe, 28. júní 2013

 

 

 

Nú vaknar ein lítil spurning:  Skyldu Bretar hafa áhuga á að kaupa örlítið rafmagn frá okkur um sæstreng eftir þennan fund?


 

 bowlandshale-600x369.jpg

 

redo_1754082a.jpg

 

 

1 milljón= 1.000.000

1 milljarður = amerísk billjón = 1.000.000.000

 1 trilljón = 1.000.000.000.000 


Flughæfni þessara þyrlna er með ólíkindum...

 

 

Þessar litlu þyrlur eru með fjórum rafmótorum og öflugri lítilli stjórntölvu sem tengist ýmiss konar skynjurum svo sem GPS staðsetningarðnema, fjölása hröðunarmælum og áttavita.

Í stjórntölvunum sem eru um borð í þyrlunum er öflugur hugbúnaður sem reiknar flóknar eðlisfræðijöfnur í rauntíma og sendir boð til rafmótoranna fjögurra til að stjórna fluginu. Þessir útreikningar byggjast að miklu leyti á reglunarfræðinni (control theory) sem kemur víða við í tækni nútímans.

Þar sem myndbandið er tekið innanhúss hefur staðsetningakerfi verið komið þar fyrir í stað hefðbundins GPS, en víða er farið er að nota þessar þyrlur, sem í daglegu tali hafa oft verið nefndar „fjölþyrlur" sem þýðing á enska orðinu multicopter, utanhúss, og þá oftast til myndatöku. Algengast er að þyrlurnar séu með fjórum hreyflum og kallast þá á ensku quadcopter, en einnig eru til fjölþyrlur með  þrem hreyflum (tricopter) sex hreyflum (hexacopter) eða átta hreyflum (octocopter).

Í þessu tilviki er væntanlega einnig tenging við yfirstjórntölvu „á jörðu niðri" sem samhæfir hreyfingu allra þyrlnanna.

Rafmótorarnir eru þriggja fasa og stjórnað með rafeindabúnaði sem breytir jafnspennunni frá rafhlöðunni í riðspennu með breytilegri tíðni samkvæmt boðum frá stjórntölvunni.

Í þessu verkefni er fléttað saman flugeðlisfræði, reglunarfræði, eðlisfræði, stærðfræði, rafmagnsfræði, tölvutækni, hugbúnaði og hugviti.  Útkoman er vél með einstaka eiginleika. Með meiri gervigreind er hægt að láta svona búnað vinna flókin verkefni. Rafhlöðurnar (Lithium-Polymer) eru helsta takmörkunin í dag og takmarka flugtímann, jafnvel þó orkuinnihald þeirra sé mun betra en mögulegt var að ná fyrir fáeinum árum. 

Sjón er sögu ríkari.  Það er vel þess virði að horfa á allt myndbandið og sjá hvers svona fjölþyrlur eru megnugar.

Myndbandið er frá TED.

 

 


 


Uppvakningar frá Litlu ísöldinni...

 

 

uppvakningur_1203928.jpg

 

Hópur vísindamanna við háskólann í Alberta undir stjórn Catherine La Farge hefur fundið gróður sem fór undir ís fyrir 400 árum meðan á Litlu ísöldinni stóð, og það sem merkilegra er, þeim hefur tekist að vekja gróðurinn til lífs eftir langan svefn. Sjá mynd.

Þyrnirós svaf í eina öld og þótti mikið, en þessar plöntur í fjórar aldir. Um þetta er fjallað í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, en fréttin hefur farið víða undanfarið, og má m.a. lesa um málið hér á vefsíðu PHYS.ORG.

 

 

 

Fyrir árþúsundi voru jöklar líklega minni en í dag. Ekki var það mannfólkinu að kenna og enginn kvartaði svo vitað sé. Mannlíf og menning blómstraði....

Svo fór að kólna, og kólna...

Meðan á Litlu ísöldinni stóð gengu jöklar fram og lögðu í eyði gróið land og jafnvel bújarðir á Íslandi. Víða um heim.  Einnig gróðurinn sem vísindamönnunum tókst að vekja til lífsins eftir langan þyrnirósarsvefn.  Það hlýtur að hafa verið hrikalegt að horfa upp á jökulinn flæða yfir gróið land. Styrjaldir geisuðu, hungur varð mörgum að aldurtila, sjúkdómar felldu fólk unnvörpum.  
Ekki var það mannfólkinu að kenna, svo mikið er víst. Einhverjir voru þó brenndir á báli fyrir galdra, því auðvitað var þessi óáran þeim að kenna, að minnsta kosti taldi fávís almúginn og yfirvaldið það...

Nú eru jöklar farnir að hopa aftur og það sem huldist ís fyrir nokkrum öldum farið að koma í ljós. Það þykir fjölmörgum hrikalegt upp á að horfa og kenna mannfólkinu um það...


Humm...


Fréttin um þennan gróður sem hefur verið lífgaður við eftir að hafa verið hulinn ís í hálfa þúsöld er auðvitað stórmerkileg, en minnir okkur á að allt er í heiminum hverfult...

 

 

 

 
(Nú svo er það auðvitað nýleg frétt í Nature.
Hver veit nema loðinn uppvakningur úr holdi og blóði sé á leiðinni). 

Hafísútbreiðslan í maí 2013...

 

hafis.gif

hafis-mai2013-urklippa_copy-4.jpg

                                                                       

 

Myndin hér að ofan sýnir útbreiðslu hafíss nú þegar líður að lokum maímánaðar.   Greinilegt er að myndin nú er allt önnur en í september 2012 þegar útbreiðslan var í lágmarki.   

Ferillinn fyrir árið 2013 er rauður, en svartur fyrir árið 2012. 

Í augnablikinu er rauði ferillinn nærri meðaltali áranna 1979-2006 (punktalínan), en í september 2012 var útbreiðsla hafíss sú minnsta sem mælst hefur, a.m.k. síðan mælingar merð gervihnöttum hófust.

Hafa verður í huga að myndin sýnir útbreiðslu hafíss en ekki magn, þ.e. ekki er tekið tillit til þykktar íssins. 

 

Hvernig stóð á lítilli útbreiðslu hafíss í september 2012?  Á vefsíðu NASA kemur fram að öflug heimskautalægð í ágúst 2012 hafi brotið upp ísinn þannig flýtt fyrir bráðnun hans, en hann var tiltölulega þunnur fyrir.

 

arctic-cyclone-nasa.png

 

                   Smella hér til að sjá myndbandið á vef NASA.  Sjá einnig frétt Reuters hér.

 

Stormurinn skall á 5. ágúst og strax 9. ágúst birtist á vef NASA frétt um storminn þar sem leiddar eru líkur að því að hann geti haft áhrif á útbreiðslu hafíss:  "Arctic storms such as this one can have a large impact on the sea ice, causing it to melt rapidly through many mechanisms, such as tearing off large swaths of ice and pushing them to warmer sites, churning the ice and making it slushier, or lifting warmer waters from the depths of the Arctic Ocean".   Þetta gekk eftir.

 

Myndin hér fyrir neðan ætti að uppfærast sjálfkrafa. Fylgist með rauða ferlinum. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver þróunin verður í ár.  

Hver skyldi staðan vera næstkomandi september þegar útbreiðslan verður í lágmarki?     Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur, fæst orð hafa minnsta ábyrgð...  Wink

 

 

                                                         Stærri beintengd mynd hér.

 

 

Næsti ferill sýnir breytingu á heildarflatarmáli hafíss,

á suðurhveli + norðurhveli, frá árinu 1979. 

Stærri beintengd mynd hérá hafíssvef háskólans í Illinois.

 

 

 

Að lokum er ferill sem sýnir stöðuna í dag á hafísnum við Suðurskautslandið.

Greinilegt er að útbreiðsla hafíss er þar meiri en í fyrra og meiri en meðaltal áranna 1979-2000.

 

 

 

 

53_1jeross_pb01_07.jpg

 

 
 Vefsíður með fjölda ferla:
 
 
 
 
 

Styrkur koltvísýrings (CO2) í lofthjúpnum nú og fyrr á tímum...

 

 

 

co2-scotese.gif

 

Fátt er meira hressandi en ískalt vatn blandað kolsýru, sódavatn eða ölkelduvatn. Nú eða bjór og kampavín?

Jæja, ekki var tilgangurinn að fjalla um þessar veigar sem ekki væru til án kolsýrunnar eða CO2Hugmyndin er að fjalla um þessa lofttegund eða gas sem við köllum ýmsum nöfnum; kolsýru, koltvísýring, koldíoxíð eða einfaldlega CO2, þ.e. hvernig styrkur hennar hefur breyst undanfarin 600 milljón ár.  Sjálfum er mér tamast að tala um kolsýruna en skrifa CO2. Sjálfsagt er þó réttara að tala um koltvísýring.

Kolsýran  verður til t.d. við bruna, hvort sem það er bruni jarðefnaeldsneytis, timburs eða fæðu í líkama okkar. Einnig verður það til í iðrum jarðar og kemur upp m.a. með eldgosum, jarðgufu og ölkelduvatni.

Kolsýran, CO2, er ómissandi öllu lífi á jörðinni. Með aðstoð sólarljóssins umbreyta grænar plöntur efninu í súrefni sem er okkur lífsnauðsyn, og ýmisskonar fæðu.   Kolsýran er því ekki beinlínis eitur og drepur ekki nema of mikið sé af henni í loftinu sem við öndum að okkur, en þá getur hún kæft, en það getur reyndar H2O einnig gert, en H20 er jú vatn.

Plöntur elska CO2 og vaxa yfirleitt mun betur þar sem styrkur kolsýrunnar er tiltölulega mikill. Þetta nýta garðyrkjubændur sér þegar þeir losa kolsýru inn í gróðurhúsin til að örva vöxtinn.

Styrkur  CO2 í andrúmsloftinu er um það bil 0,04%, eða 400 ppm (parts per milljon). Styrkurinn hefur verið að aukast á síðustu áratugum og hafa menn haft af því nokkrar áhyggjur.  Fyrir iðnbyltinguna var styrkurinn um 280 ppm, eða 0,028%.   Eins og flestir vita ætti aukinn styrkur CO2 í lofthjúpnum að valda nokkurri hækkun hitastigs, en ekki eru menn sammála hve mikið. Einnig má búast við að sýrustig (pH) sjávar lækki nokkuð og að hann verði minna basiskur.

 

En, hefur styrkur CO2 aldrei verið meiri en í dag?  Jú vissulega!  Og það miklu meiri...

 

bernerhead.jpgSvarti ferillinn á myndinni sem er efst á síðunni er teiknuð samkvæmt niðurstöðum rannsókna prófessors R.A. Berner við Yale háskóla.  Svarti ferillinn sýnir styrk CO2 í lofthjúpnum í 600 milljón ár.  Takið eftir að það er aðeins á tiltölulega stuttu tímabili undanfarið og einnig á tímabili fyrir um 300 milljón árum sem styrkurinn er ámóta og nú, en á öðrum tímaskeiðum töluvert eða miklu meiri. Takið eftir lóðrétta ásnum vinstra megin og hve hátt svarti ferillinn nær, eða í 7000 ppm, þ.e. 17 sinnum hærra en í dag! (Takið þó eftir óvissunni sem afmarkast af „Estimate of uncertainity).

 

 

 

 Sjá grein R.A.Berner í American Jounal of Science, Vol 301, Feb. 2001:  http://www.geocraft.com/WVFossils/Reference_Docs/Geocarb_III-Berner.pdf

Myndin efst er fengin að láni hér: http://www.geocraft.com/WVFossils/Carboniferous_climate.html

Sjá einnig hér: http://www.scotese.com/climate.htm

 

Tónlist eftir prófessor Robert Berner við Yale háskóla. Hlusta hér: http://people.earth.yale.edu/profile/robert-berner/about/music.html.

 

 

Hér fyrir neðan er önnur mynd frá Wikipedia: Carbon Dioxide in Earth's Atmosphere.

Eldrauði (orange) ferillinn GEOCARB III er hliðstæður þeim svarta efst á síðunni. 

 

phanerozoic_carbon_dioxide.png

 


This figures shows estimates of the changes in carbon dioxide concentrations during the Phanerozoic. Three estimates are based on geochemical modeling: GEOCARB III (Berner and Kothavala 2001), COPSE (Bergmann et al. 2004) and Rothman (2001). These are compared to the carbon dioxide measurement database of Royer et al. (2004) and a 30 Myr filtered average of those data. Error envelopes are shown when they were available. The right hand scale shows the ratio of these measurements to the estimated average for the last several million years (the Quaternary). Customary labels for the periods of geologic time appear at the bottom.

Direct determination of past carbon dioxide levels relies primarily on the interpretation of carbon isotopic ratios in fossilized soils (paleosols) or the shells of phytoplankton and through interpretation of stomatal density in fossil plants. Each of these is subject to substantial systematic uncertainty.

Estimates of carbon dioxide changes through geochemical modeling instead rely on quantifying the geological sources and sinks for carbon dioxide over long time scales particularly: volcanic inputs, erosion and carbonate deposition. As such, these models are largely independent of direct measurements of carbon dioxide.

Both measurements and models show considerable uncertainty and variation; however, all point to carbon dioxide levels in the past that have been signifcantly higher than they are at present. While the GEOCARB Carbon dioxide levels in the most part of the Phanerzoic Eon shows a fit and resultíng climate sensitivity similar to todays values, the early Phanerozoic includes a global ice age during the Ordovician age combined with high atmospheric carbon contents based on the same project. There have been different speculations about the reasons but no acknowledged mechanism so far.

 

 

 


mbl.is Koltvísýringur í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ekki nein venjuleg flugsýning...

 

 

l39-erstflug-005-b.jpg

 

 

Aðeins fyrir þá sem ánægju hafa af flugsýningum. Þetta er þó ekki nein venjuleg flugsýning, því þarna sjást atriði sem aðeins útvaldir hafa séð Wink

Myndatakan er eiginlega bara nokkuð góð...

Nauðsynlegt er að horfa á sýninguna í HD, helst HD1080, og í fullri skjástærð.  Til þess er hægt að smella hér og síðan á tannhjólið og kassann sem eru neðst til hægri.

 

 
 
 
 
 

 


Vel varðveitt leyndarmál í Frakklandi...

 

 

picture_356.jpg

 

 

Sumir eiga sér draum sem aldrei verður neitt annað en draumur.  Aðrir láta draum sinn rætast jafnvel þó það kosti blóð, svita og tár. Draumar sem rætast eiga það til að vera engu líkir, enda eru draumar alltaf dálítið sérstakir og persónulegir.

Margrét Jónsdóttir listmálari er ein þeirra sem hafa látið draum sinn rætast, draum um að eiga hús í sveit í Frakklandi.   Fyrir um áratug keypti hún ævagamalt hús í örlitlu þorpi ekki langt frá París. Hún gerði húsið, sem er 300 ára gamalt, upp af einstakri alúð og smekkvísi sem listamönnum einum er lagið,  og breytti því í sannkallaðan unaðsreit.

 
Þarna dvelur listamaðurinn annað slagið, en leigir húsið út þess á milli þeim sem vilja kynnast hinu blíða Frakklandi, eða eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France".    Það kemur skemmtilega á óvart hve leiguverði er stillt í hóf.

Skammt frá húsinu eru kastalar, ótal eldgamlar gönguleiðir, hundgömul þorp, baðströnd við vatn, skógur, veiðar, golf og hestaleiga.  Allt er þetta nokkuð sem okkur sem búum í köldu landi nærri heimskautsbaug dreymir um að kynnast.

Sannarlega er það ótrúlegt framtak að gera 300 ára gamalt hús svona vel upp eins og raun ber vitni.   Ef einhvers staðar er til gamalt hús með fallegri sál og góðum anda þá er það hér.

Húsið er í litlu þorpi í sveitarfélaginu Mayenne í héraðinu Pays de la Loir. Náttúrufegurð er þar mikil.

 

Eiginlega er þetta vel varðveitt leyndarmál sem fáir vita um.   Er ástæða til að ljóstra upp þessu fallega leyndarmáli?  Auðvitað!

 

 

Vefsíða þessa fallega húss sem auðvitað heitir Mögguhús er:                       margretjonsdottir.blogspot.fr

 

Facebook síða hússins er hér.  (Áhugaverðar upplýsingar).

 

Fjölmargar myndir og upplýsingar um leiguverð eru hér


Fjölmargar myndir eru á Flickr síðu hér, en þær má skoða sem myndasýningu (slideshow).

 

 
 
picture_137.jpg
Eldhúsið
 
 
picture_345.jpg
 Stofan
 
 
picture_204.jpg
  Bakgarðurinn
 
 
lokin_008.jpg
 Húseigandinn Margrét Jónsdóttir listmálari
 
 
 


400.000 ára saga Mayenne

 

 

 

 Undursamleg náttúrufeguð

 

 

 

 Uppgötvið Mayenne og auðlegð þess!

 

 

 

mont-saint-michel.jpg
 
 Mont Saint Michel
 
 

 
 
Síða hússins á Facebook er áhugaverð: MögguHús-Hús til leigu  
 
 
 

 

Í dag er hálf öld liðin frá páskahretinu mikla 1963 - Annað á leiðinni...?

 

 

 

mispill_copy.png

 

Ekki er laust við að þessa dagana sé nokkur uggur í brjósti skógræktarmanna og annarra sem unna gróðri og góðu mannlífi, en nú er að skella á kuldahret sömu ættar og fyrir nákvæmlega 50 árum, en þá urðu tré víða um land fyrir miklum skaða.

Það var 9. apríl 1963 þegar gerði mjög óvenjulegt hret eftir langvarandi hlýindi. Tré  á Suðurlandi drápust unnvörpum, einkum síberíulerki, sitkabastarður og alaskaösp. Hitinn féll þá á nokkrum klukkustundum um því sem næst 20 gráður, úr góðum vorhita í hörkufrost.

Tveim árum seinna eða um 1965 hófst síðan kalt tímabil sem gengur undir nafninu hafísárin eða kalárin, og stóð það næstum óslitið í tvo áratugi.

Nú hafa verið langvarandi hlýindi eins og árið 1963, en vonandi verður hretið ekki mjög slæmt. Gróður er farinn að taka við sér, brum á trjám farin að þrútna og sum tré jafnvel farin að laufgast eins og mispillinn á myndinni hér efst á síðunni. Myndin var tekin s.l. sunnudag.

Það er ekki bara gróðurinn sem getur skaðast, fuglar og önnur dýr gætu verið í hættu. Við skulum því vona að hretið verði hvorki slæmt né langvinnt.

 


 

 

kalskemmdir-2.jpg

 Kalskemmdir í túni

 

Við á sunnanverðu landinu höfum notið blíðunnar undanfarnar vikur og vel það. Sama er ekki að segja um alla landshluta, því á norðanverðu landinu hafa verið snjóþyngsli og víða hefur klaki lagst yfir tún. Þá er mikil hætta á að tún kali og allt gras drepist. Það er ófögur sjón og mikið tjón fyrir ábúendur.

 

Ísland er harðbýlt og náttúran er ekki alltaf eins mjúkhent eins og hún hefur verið síðustu áratugi.   Það þarf ekki nema litla breytingu á hitastigi til að allt fari úr skorðum.  Vonandi verða næstu ár áfram mild.

 

 

 

vedurkort_fostudag_12_april_copy.jpg
 
Hitaspá fyrir n.k. föstudagsmorgun

 

 

 

 Blogg Trausta Jónssonar í dag:  Býsna kalt - vonandi ekki svo hvasst.

 

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband