Færsluflokkur: Spaugilegt
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Ölvaður og óður flugmaður? --- Myndband... :-)
Takið eftir manninum sem kemur hlaupandi yfir girðinguna með bjórdós í hendinni. Hann virðist viti sínu fjær. Gaurinn hleypur að flugvél sem verið er að gera klára fyrir flug, stekkur um borð, gangsetur vélina og tekur á loft. Það er ekki að sjá að hann hafi nokkurn tíman lært flug...
Úfff...
Hvað finnst ykkur um svona hegðun? Ætli maðurinn hafi verið allsgáður? Þyrfti ekki að senda hann í flugskóla? Eða...
Ég óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir kynnin á árinu sem er að líða.
Vonandi ganga allir hægt um gleðinnar dyr í kvöld og láta nægja að skjóta á loft rakettum, en sleppi svona flugkúnstum...



Flug-gaurinn í myndbandinu heitir víst Kyle Franklin. Fleri myndbönd þar sem tekist hefur að mynda þennan óða mann má sjá hér
Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt við dansinn stígum
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft, ...
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi
blaktir líf í tíð.
Bregðum blysum á loft, ...
Jón Ólafsson
Er þetta Tívolíbomba eða eitthvað annað? Svarið er hér.
Spaugilegt | Breytt 1.1.2010 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Einstein gengur aftur...
Ekki er annað að sjá en Einstein gangi aftur í þessu stutta myndbandi...
---
En þetta fagra fljóð sem nefnist Repliee Q1:
Ég er handviss um að þetta er stúlkan sem ég sá ganga á Laugaveginum í gær. Augun í henni voru svo undarlega fjarræn og seiðandi... Hver var þessi stúlka? Var hún hugsanlega af hinni nýju kynslóð sem kallast Android? Ný kynslóð? Hafa ekki Android verið á ferli síðan á þrettándu öld?
Android kallast mannvélar sem líta út og haga sér eins og ég og þú. Þær gætu þess vegna verið á sveimi hér og þar án þess að við gerum okkur grein fyrir því
Android er ekki nýyrði. Albertus Magnus (~1193-1280) notaði þetta orð yfir svona fyrirbæri sem hann smíðaði á sínum tíma. Um það má t.d. lesa hér.
Albert mikli, eða Albertus Magnus, hönnuður fyrstu android mannvélarinnar
Eins og sjá má á myndskeiðunum, þá virðist þessi tækni vera komin ótrúlega langt. Hvernig get ég verið viss um að þú sért raunverulega þú næst þegar ég mæti þér, eða er það kannski Android sem heilsar mér? En sjálfur ég?
Viltu sjá myndband sem náðist af Repliee Q1 heima hjá sér? Prófaðu hér.
Spaugilegt | Breytt 29.11.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Sjóðheitt: Hvaða læti eru þetta útaf ClimateGate...? Föstudagsvídeó í stríðum straumum í vikulokin...
Hvers vegna eru sumir í myndböndunum hér fyrir neðan svona ótrúlega æstir? Hvað gengur eiginlega á?
Hér eru fáein myndbönd frá erlendum fréttamiðlum. Á þeim má sjá að töluvert hefur verið fjallað um ClimateGate málið svokallaða erlendis, en af einhverjum ástæðum nánast ekkert hérlendis. Ætli Íslendingum sé bara ekki nokk sama um málið og fagni bara dálítilli hlýnun. Ekki veiti okkur af, eða hvað?
Skoðum nokkur sýnishorn. Fyrst smá hamagangur,svo léttmeti og síðan á aðeins skaplegri nótum.
Fyrst smá upphitun. Óttalega getur mönnum verið heitt í hamsi:
Æsingur í meira lagi hjá Ed Begley
...Svo á léttum nótum:
Söngleikurinn um Michael Mann
(Það er Mann sem gerði sitt besta til af afmá hlýindin miklu fyrir árþúsundi)
Glenn Beck fjallar á mannamáli um ClimateGate
og birtir nokkur sýnishorn
Dr. Tim Ball fjallar um innihald tölvupóstana frá sjónarhorni vísindamannsins
Að lokum:
Vísindamaðurinn sem átti að berja
Hér kemur m.a fram Dr. Pat Michaels sem varð fyrir undarlegri reynslu.
Í einum tölvupóstanna stendur nefnilega eftirfarandi (sjá hér):
Dear Phil [Jones],
I've known Rick Piltz for many years. He's a good guy. I believe he used
to work with Mike MacCracken at the U.S. Global Change Research Program.
I'm really sorry that you have to go through all this stuff, Phil. Next
time I see Pat Michaels at a scientific meeting, I'll be tempted to beat
the crap out of him. Very tempted.
I'll help you to deal with Michaels and the CEI in any way that I can.
The only reason these guys are going after you is because your work is
of crucial importance - it changed the way the world thinks about human
effects on climate. Your work mattered in the 1980s, and it matters now.
With best wishes,
Ben [Santer]
Satt er það, loftslagsmálin eru sjóðheit! Málið er þó grafalvarlegt, svo ekki veitir af að slá á aðeins léttari strengi...
Þá kemur að spurningunni: "Hvers vegna hefur þetta mál vakið svona litla athygli hérlendis? Hugsum við öll eins og hinn þekkti Alfred E. Neuman?
Njótið helgarinnar! Don't worry, be happy!
Spaugilegt | Breytt 30.11.2009 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Al Gore fjallar um jarðhita af mikilli visku í nýlegum sjónvarpsþætti. Milljónir gráða í iðrum jarðar..!
Al Gore talar í viðtalinu um nokkurra milljón gráðu hita í iðrum jarðar ! Hann er þarna að kynna nýja bók sína í "Tonight Show" hjá NBC. Hann fræðir okkur einnig um að verið sé að þróa bora sem ekki bráðna við þann mikla hita sem er í jarðskorpunni. Hann segir þetta nýja tækni, sem eru merkilegar fréttir fyrir okkur hér á hjara veraldar sem vitum ekki hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi.
Til samanburðar þá er yfirborð sólar um 5.600 gráður, en hitinn í algengum 2ja km holum á Íslandi aðeins um 300 gráður. Íslendingar ættu að ráða þennan snilling hið snarasta. Er ekki einhver málkunnugur meistaranum?
Gaman að sjá hve mikill sérfræðingur Al Gore er orðinn á jarðhitasviðinu. Eins og allir vita, þá er hann ekki síðri sérfræðingur í loftslagsfræðunum.
Hlustið á Al Gore og heyrið með eigin eyrum hvað hann hefur að segja um jarðhitann:
--- --- ---
Sjá pistilinn: Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. október 2009
Undarlegt ljósbrot í skýjunum í gær - mynd...
Myndin er tekin í gærkvöld nærri Geysi. Bjarminn frá gróðurhúsunum á Flúðum og Reykholti lýsir upp skýin, en bjarta stjarnan er Júpiter. Stjarnan sem er efst til hægri er líklega Altair.
Takið eftir undarlegu ljósbrotunum sem eru eins og lóðrétt strik í skýjunum. Það mátti rétt greina fyrirbærið vinstra megin með berum augum. Fyrst hélt ég að þetta væru norðurljós, en þau voru töluvert björt í norðurátt. Mér dettur helst í hug að þetta séu ljósbrot í ískristöllum. Hvað heldur þú?
Ljósop myndavélarinnar var opið í 30 sekúndur til að ná bjarmanum. Næmið var 1600 ISO þannig að myndin er nokkuð konótt.
Önnur mynd var tekin síðar um kvöldið. Þá sáust þessi strik ekki lengur, en þau komu fram á öllum myndunum sem teknar voru um svipað leyti.
Myndirnar má stækka með því að smella á þær þrisvar.
(Canon EOS 400D, linsa 17-85 IS, 1600 ISO, ljósop 5,6, 30 sek. RAW)
Hvernig er það annars, eru þetta ekki ótvíræð gróðurhúsaáhrif, það er að segja, þessi einu sönnu?
Um svipað leyti mátti sjá norðurljós. Fyrir ofan þau er stjörnumerkið Karlsvanninn, en bjarminn er frá Hótel Geysi.
Spaugilegt | Breytt 28.10.2009 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 16. október 2009
100 ára amma flýgur í svifdreka um loftin blá...
Það er ekki annað hægt en að dást af þessari fullorðnu konu sem svífur um loftin blá meðal skýja og fugla í svifdreka.
Ótrúlegt en satt...
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 14. október 2009
Magnað flug Sukhoi yfir Keflavík...? Vídeó...
Munum við verða vitni að svona flugi yfir Keflavíkurflugvelli innan skamms?
Hér er notað svokallað vectored thrust, en þá er hægt að beina útblæstri hreyflanna í ýmsar áttir. Sjálfsagt er vélinni flogið með hjálp tölvubúnaðar.
Líklega er neðsta myndbandið skemmtilegast. Þar er enginn tölvubúnaður notaður, en flugmaðurinn er ofursnjall.
sem þykist vera betri, en ekki eru allir sammála...
Báðar eru rússneskar.

--- --- ---
13. okt. 2009
Orrustuþotur í íslenska flugflotann

Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli, gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir, um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta Rússlandi. Samningar eru á lokastigi og framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna. Vélarnar yrðu skráðar hér á landi og fengju þá heiti sem byrjar á forskeytinu TF líkt og aðrar flugvélar á Íslandi.
Fyrirtækið sem um ræðir heitir ECA Programs og hefur sérhæft sig í varnaræfingum fyrir Atlantshafsbandalagið. Verkefnið á Keflavíkurflugvelli gengur út á að það verði að jafnaði staðsettar á milli tíu og tuttugu óvopnaðar orrustuþotur af Sukhoi gerð. Þær eru framleiddar í Hvíta Rússlandi og ætlunin er að þær verði notaðar til varnaræfinga hjá flugherjum landa í Nato og reyndar víðar; nokkurs konar óvinur til leigu.
Margir koma að þessu þar á meðal menntastofnunin Keilir á Keflavíkurflugvelli. Rætt er um að fjárfestingin verði um fjórir og hálfur milljarður króna og talsmaður fyrirtækisins segir að framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna gangi allt eftir. Þó er eftir að ljúka samningum til að mynda við Keflavíkurflugvöll um aðstöðuna.
![]() |
Munu beita sér gegn viðhaldsstöð fyrir orrustuflugvélar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 15.10.2009 kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 6. september 2009
Breytingar í lofthita síðustu 30 ára: Deila um keisarans skegg...?
Splunkunýr hitaferill sem segir lítið: Myndin hér að ofan sýnir breytingar í hitafari lofthjúps jarðar síðastliðinn 30 ár samkvæmt gervihnattamælingum. Í sjálfu sér er ekkert merkilegt eða óvenjulegt við þennan feril, en við skulum samt skoða hann aðeins nánar.
Ferillinn er af vefsíðu Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum. Ferillinn er nýr því síðustu gildi eru frá lokum ágústmánaðar. Mæligögnin má sjá hér og jafnvel setja Í Excel ef menn vilja skoða þau nánar.
Roy Spencer hefur teiknað inn tvö frávik sem teja má víst að rekja megi til atburða í náttúrunni, þ.e. skammtíma kólnun vegna eldgossins mikla í Mt. Pinatubo 1991 og skammtíma hlýnun vegna kröftugs El Nino í Kyrrahafinu 1998.
Hugsanlega er bloggarinn eithvað glámskyggn, en ef hann skoðar þennan 30 ára hitaferil, og fjarlægir í huganum þessi tvö atvik 1991 og 1998, þá finnst honum að deila megi ferlinum, og þar með þróun hitastigs, í því sem næst þrjú tímabil:
1979-2000: Engin breyting á hitastigi. Aðeins nokkuð reglulegar sveiflur upp-niður.
2000-2002: Hækkun hitastigs um ca. 0,2 gráður C.
2002-2009: Engin breyting á hitastigi. Aðeins smávægilegar sveiflur upp-niður.
(Reyndar má sjá snögga dýfu á síðasta ári sem væntanlega má rekja til La Nina í Kyrrahafinu).
Sjá aðrir eitthvað meira en bloggarinn úr þessum hitaferli?
Getur verið að menn séu stundum að deila um keisarans skegg?
(Við skulum hafa í huga að 0,2 gráður jafngilda því sem næst hitamun tveggja staða nærri yfirborði jarðar þar sem hæðarmunur er um 30 metrar, eða fjarlægðarmunur norður-suður um 30 kílómetrar, samkvæmt einhverri þumalputtareglu).
Bloggarinn er greinilega alveg gjörsamlega glámskyggn á þessum notalega sunnudagsmorgni
Uppfært 8. sept: Sjá skýringar við myndina hér fyrir neðan í athugasemd númer 16.
Spaugilegt | Breytt 20.9.2009 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Skemmtileg veðurspá :-)
Í tilefni föstudagsins...
Það væri aldeilis gaman að sjá íslensku veðurfræðingana í svona ham:
Og svo smá kvikindisskapur...
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Venus og Máninn dansa tangó á Gamlárskvöld ...
Reikistjarnan Venus er langbjartasta stjarnan á kvöldhimninum þessar vikurnar. Á gamlárskvöld má búast við skemmtilegri sjón skömmu eftir sólarlag, en þá verða Venus og Tunglið í návígi á suð-vestur himninum.
Myndin er úr Starry Night Pro og sýnir hvernig staðan verður um klukkan 18 á gamlárskvöld séð frá Íslandi.
Þessi danssýning Venusar og karlsins í Tunglinu stendur aðeins yfir í skamma stund eftir sólarlag. Skötuhjúin munu síðan draga sig í hlé í skjóli nætur og svo ... og svo ...
Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft,
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt við dansinn stígum
dunar ísinn grár.
Bregðum blysum á loft, ...
Nú er veður næsta frítt,
nóttin er svo blíð.
Blaktir blys í vindi
blaktir líf í tíð.
Bregðum blysum á loft, ...
Jón Ólafsson
Fæðing Venusar. Botticelli Sandro 1482-86.
Það er engin furða að Máninn skuli vera í návígi við Venus á nýársnótt
Gleðilegt ár !
Takk fyrir árið sem er að líða í aldanna skaut
Svona litu skötuhjúin út klukkan 17 á Gamlársdag
Þau eiga eftir að færast nær hvort öðru þegar líður á kvöldið...
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 2
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 766735
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði