Færsluflokkur: Spaugilegt

Nú er það svart: Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum... Breytingar í Golfstraumnum?

Er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessari frétt 12. des?


"World Climate Growing Warmer, Say Russians, Citing Arctic Data"

Two Professors Independently Find Change in Temperature - They See a Gulf Stream Relation, but Look for Deeper Causes"

 

 Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum. Þeir tengja það breytingum í Golfstraumnum, og jafnvel breytingum í útgeislun sólar.

 

Svona hjóðar fyrirsögn áhugaverðar greinar 12. desember í New York Times.

 

Það er vissulega ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu því eitthvað   u n d a r l e g t   er á seyði !

 

Hvað er svona undarlegt við þetta? Er þetta ekki dauðans alvara?

 

Greinin er ekki úr New York Times 12. desember 2008, heldur 70 árum áður, eða  12. desember 1938.

Svo segja menn að sagan endurtaki sig ekki Wink.    

Það merkilega er að nákvæmlega þessi sama frétt hefði getað verið í blaðiu í gær!

 

Hvernig verða fréttirnar eftir 70 ár?

 


 

 

 

nyt-12-12-1938-2.jpg


 Sem sagt, þetta var árið 1938. Ekki árið 2008.

 

 

Smile
 

Vofur og nornir á himinhvolfinu...

Nú þegar hrekkjavakan er nýliðin er ekki úr vegi að líta upp á himinfestinguna. Er þar allt sem sýnist þegar dvalist er undir fallegum stjörnuhimni? Getur verið að þar séu nornir og vofur á ferð? Eða er það eitthvað stórfenglegra?

Skoðum nokkrar myndir sem vekja smá hroll... Virkjum ímyndunaraflið...

 

 

 

 

Draugaþokan sem sem á útlensku nefnist Ghost Head Nebula.

 


 

 

Nornaþokan eða Veil Nebula, stundum nefnd Cygnus Loop eða Witch's Broom Nebula. Nornir eiga það til að hafa mörg nöfn.

 

 

 

 Nornahausinn eða  Witch Head Nebula horfir í átt að Riegel, björtu stjörnunni í Orion merkinu.

 

 


Hvað er þarna á sveimi?

 

 

 
 
SH2-136 heitir þessi furðusmíð. Hvaða þokukenndu verur eru þetta?
 
 
 
 
 
Eitthvað minnir þetta á hauskúpu. Þokan kallast DR-6.
 
 
 
 

 

 

Ekki er  hann beinlínis frýnilegur kallinn í Perseus. Þetta er reyndar mynd sem tekin er í ósýnilegu ljósi, eða röntgengeislum. Eru vofur ekki ósýnilegar?

 

 

Er ekki komið nóg að svona myndum?  Auðvitað er þetta bara mannshugurinn sem sér þessar kynjamyndir úr stjörnuþokunum, alveg eins og þegar legið er á bakinu á fallegum sumardegi og horft upp í skýin þar sem ein kynjamyndin birtist af annarri.

 

Hrekkjavakan mun vera ættuð úr keltneskri trú þar sem siðurinn hét upphaflega Samhain, eftir því sem stendur í Wikipedia. Drúídar færðu þá þakkir fyrir uppskeruna og boðuðu komu vetrarins.  Á wikipediavefnum segir: „Mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag og draugar og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Drúídarnir dulbjuggu sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.“

Stjörnuskoðunarfélagið: www.astro.is


Islands rus og bakrus ... Góð grein í Dagbladet.no

Gefum Eyjólfi orðið. Við skiljum norsku ekki síður en ensku.

http://www.dagbladet.no/kultur/2008/10/25/551492.html

 

Eyjólfur K. Emilsson
Professor i filosofi ved Universitetet i Oslo

Islands rus og bakrus

Ingen vet hvor hardt Islands krise vil ramme vanlige islandske hjem. At følgende vil skje er allikevel sikkert, uavhengig av om Island mottar et stort lån fra utlandet eller ikke: Mange firmaer vil gi opp. Det blir ikke etterspørsel etter deres tjenester, eller de har ikke råd til å importere det som trengs for driften. Kursen på den islandske kronen har falt drastisk. Mange mener den er ferdig. Vanlige mennesker har ikke råd til å forlate landet. Pensjonsfondene er svært redusert og mange som lyttet på bankenes lure tilbud om sparing i fonds og aksjer, kan ha mistet det meste av sine sparepenger. Det blir høy ledighet (vi ser de første tegnene allerede). Mange familier som har lån i utenlandsk valuta (på grunn av høye renter på Island) ser frem til konkurs. Det er unødvendig å si det, men de dårligst stilte fra før kommer verst ut av dette. Islendinger har mistet sin ære og tr


For tre uker siden snakket jeg med en tidligere kollega ved Islands Universitet. Da var det allerede flere uværstegn på himmelen, men han forklarte meg med stolthet at det nå var helt andre tider enn før på universitetet. Nå var det ikke så vanskelig for dyktige studenter å få stipend gjennom et fond stiftet av Eimskip, landets største rederi. Det er eid av noen av de islandske finansvikinger som de siste årene har gjort seg store i flere land - smigrende vikingmetaforer var gjengs på Island for å beskrive dette utbruddet. I dag kan ingen gjette hva som er igjen av det gode fondet eller Eimskip. Dette er ikke det mest oppsiktsvekkende som er skjedd i det siste, men det er betegnende. Selv ikke for noen uker siden så vanlige mennesker faren, i hvert fall ingenting i tråd med det som er hendt, tross varsler fra utenlandske og islandske eksperter. Skeptiske røster hørte man ikke på. De ble ansett som kjedelige, misunnelige pessimister, eller gammeldagse sosialister, uten kontakt med de nye tider.

Det kan sies at veldig mange islendinger var i en tilstand av benektelse av det slaget rusmisbrukere og deres nærmeste ofte sies å være. Dette har sine forklaringer: Folket hadde opplevd sterkt økende velstand over flere år. Finansvikingene skaffet jobb og inntekter. Noen av dem hadde verdien av en nobelpris i månedsinntekt og holdt fester som hvis ikke Odin, så i hvert fall Nero, kunne vært stolt av, men de ga også penger til veldedige formål, utdanning, kunst og kultur. Mange som ellers ikke ville meldt seg i noe heiakor for slike typer, ble avhengige av deres gunst. Folk begynte etter hvert å tenke at dette var da helt greit, det var sånn verden var blitt og den var faktisk slettes ikke så dårlig. Finanseliten ble velgjørere og rollemodeller for et helt folk.

Islands største parti, høyrepartiet Selvstendighetspartiet (ca. 35-45% av stemmene de siste årene), som har styrt landet (i den grad det har vært politisk styrt) de siste sytten årene var naturligvis ledende i denne sangen. I dette partiet var det stemmer som for 30 år siden generelt ble ansett som utopiske nyliberalister og nærmest komiske figurer. De senere år er de blitt mange og høyrøstete. Erkeliberalisten, en professor i statsvitenskap, sitter nå i sentralbankens styre. Men begeistringen for vikingene har smittet langt utover dette partiets rekker. Foruten noen forholdsvis få «raringer» sang de fleste med, inkludert selveste presidenten - en gammel 68’er med radikal fortid — som i flere taler lovpriste de dristige og kloke vikinger. Også han angrer visst nå.

De siste to ukene har folket kløpet seg i armen hver morgen. Siden kom fortvilelsen og sinnet. Mange skammer seg over sløvhet og grådighet. Slike reaksjoner kan være på sin plass, men det er soleklart at vanlige islendinger ikke er skurkene her. De har faktisk visse unnskyldninger.

Mediene, «samfunnets voktere», sov minst like godt som alle andre. Dette er kanskje ikke overraskende. De siste årene har det vært berlusconiske tilstander i den islandske medieverden: Alle nevneverdige medier unntatt statskanalene har vært kontrollert av finansvikingene. Ifølge et nytt islandsk tv-program om «det islandske strandhogget» er det mye som tyder på at bankvirksomheten til de ca. 30 finansmenn som står bak strandhogget, i vesentlig grad var en bløffpyramide som var dømt til å falle før eller senere. Dessuten er det kommet opplysninger om flere mistenkelige papirselskaper i islandsk eie i hyggelige skatteparadiser som øya Tortola. Vikinghøvdingene er nå ikke å finne. En av de klokeste hoppet av i fjor og flyttet til Norge med rundt 80 millioner NOK i lommen som sluttpakke, ifølge islandske medier. Det var «smart». Eier han egentlig disse pengene med rette?

Hovedsynderne i denne triste saga er ikke finansfolkene: De følger bare sin natur på den ene eller den andre siden av lov og moral. Hovedskurkene er, dessverre, de islandske regjeringene og sentralbanken. Deres tabbeliste er for lang til å bli ramset opp her. Men her er noen av feilene: De mistet de islandske statsbankene med et russisk salg for 5-6 år siden, de har minimalisert regulering og statlige krav rundt bankenes drift slik at bankene har hatt friere tøyler enn i andre vestlige land, de har latt bankene vokse slik at deres gjeld er 12 ganger det årlige islandske budsjettet, de har erklært at alt var i beste orden da det meste var feil. I panikken de siste dagene har de i tillegg gjort en rekke tabber som har gjort ondt verre. Dette er ikke min private oppfatning, dette støtter seg på det mange utenlandske og de mest respekterte islandske økonomer hevder. Islands største avis, Morgunbladid, trykket sist helg en artikkel av den respekterte professor emeritus ved Chicago-universitetet, Robert Z. Aliber. Han bruker større ord enn professorer pleier å gjøre. Ledernes mangel på forståelse har vært slik, sier han, at «det er usannsynlig at nye ledere som ble plukket tilfeldig ut av telefonkatalogen kunne skape like stort økonomisk rot som de nåværende myndigheter.»

Ting skjer fort nå, og mens dette skrives snakkes det om et kriselån fra Norge, Danmark, Sverige, Japan, IMF og kanskje Russland. Som islending ville jeg ugjerne at andre land blander seg i hvem som styrer Island. Men hvis andre nasjoner skal gi lån til Island, kan de godt stille det krav at Island setter kompetente fagfolk ved roret i den økonomiske styringen av landet. Man får også håpe at folket snarest får mulighet til å bytte ut de politikere som har

 


Í dag er jafndægur á hausti. Geta egg staðið upp á endann í dag?

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Samkvæmt því lauk sumrinu í gær.

Með orðinu jafndægur er átt er við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið.

 

 

 Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:

,,Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr."

 

 

 

Sumir trúa því að tvisvar á ári sé hægt að láta egg standa upp á endann, þ.e. þegar jafndægur er á vori og á hausti.  Nú er bara að prófa! Hvernig gekk þér?

 


Hugsanalestur á blogginu?

476px-mind-reading-russell-morgan.jpg

 

Er hægt að lesa hugsanir manns á bloggsíðu? Ekki?  Viltu prófa?

Lestu áfram, en skrollaðu hægt niður síðuna svo tími gefist fyrir hugsanalestur... ... ...

 - En áður sakar ekki að skoða hvað vísindamenn hafa verið að gera við hinn virta Berkeley háskóla í Kaliforníu:  "Mind Reading Computer Picks Your Card". Þar stendur meðal annars: "Researchers have linked images with individual brain patterns in a form of computer mind-reading. One researcher says it's like a magician who asks someone to pick a card from a pack, and then figures out which one it is".




spilakall.jpg

 

 

 

 

 

Tóti töframaður er mættur til leiks.

 



Veldu eitt spil. Ekki smella á það, en geymdu það vel í huganun...


spil-1_661256.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Skrollaðu hægt niður þegar þú hefur valið...

 

 

 

















spilakall.jpg

 

 

 

 

 


Hugsaðu stíft um spilið í 20 sekúndur meðan þú horfir á Tóta.

Nú fer hugsanalesturinn fram....   Alien

Skrollaðu niður eftir um 20 sekúndur.






























spilakall.jpg

 

 

 

 

 

 


Tóti hefur fjarlægt spilið sem þú valdir! 

 

 

 


spil-2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tókst Tóta að lesa hugsanir þínar?
Fer hrollur um þig?  Þú mátt prófa aftur ef þú þorir! 
Ninja

 

Hvernig gekk?

 

Sjá "Mind Reading Computer Picks Your Card" og "Scientists build mind-reading computer"


Dihydrogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð í íslenskri náttúru

ÞingvallavatnHefur þú lesandi góður fundið lyktina sem stafar frá gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði? Lyktin stafar að dihydrogen sulfide eða brennisteinstvívetni, H2S. Í litlu magni gefur það frá sér frekar óþægilega lykt, en er banvænt í miklu magni. Húsmæður í Reykjavík hafa kvartað yfir því að það geri muni úr silfri ljóta og jafnvel svarta. Orkuveita Reykjavíkur mun bráðlega hefja tilraunir til að takmarka þessa mengun.

Fáir hafa leitt hugann að því hvort ástæða sé til þess að takmarka aðgengi að dihydreogen mónoxíði eða tvívetnisoxíði, sem oft er skammatafað DHMO. Vitað er að það getur valdið dauða innan tveggja mínútna sé því andað að sér, og skipta þeir Íslendingar líklega þúsundum sem þannig hefur farið fyrir frá því er land byggðist.  Hætt er við tímabundinni vitfirringu sé þess neytt blönduðu etanóli. Það er einnig ljóst að margir eru orðnir það háðir dihydrogen mónoxíði að þeir verða gjörsamlega viðþolslausir hafi þeir ekki fengið það í nokkurn tíma.  Fráhvarfseinkennin eru mjög sterk og líkjast einna helst miklum þorsta. Pistlahöfundur getur staðfest af eigin reynslu að svo er. Ekki þarf nema eitt glas af tvívetnisoxíði til að slá á fráhvarfseinkennin, og er þá ekki verra að efnið sé blandað koltvisýrlingi.

Dihydreogen mónoxíð er víða í íslenskri náttúru. Vitað er að kvikasilfrið sem mælst hefur í Þingvallavatni er  blandað þessu efni, en þar finnst Dihydreogen mónoxíð einmitt í stórum stíl. Í sundlaugum landsins er það blandað klór.  Efnið berst reglulega til landsins, oft með hjálp skotvindsins í háloftunum (jet stream).  Stundum er það í svo miklu magni að hægt er að finna það sem hvítleitt duft, sérstaklega á hálendinu.

Það er einnig vitað að efni þetta veldur um 90% gróðurhúsaáhrifanna í lofthjúp jarðar, og er því lang öflugasta gróðurhúsalofttegundin, mun árifameira en kolsýran CO2. Þetta er þó ekki á allra vitorði.

Efnið hefur valdið miklu rofi í íslenskri náttúru, það miklu að hugsanlega er ástæða til þess að láta náttúruna njóta vafans og reyna að uppræta það alfarið. Það kann þó að reynast mjög erfitt og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Einnig er vitað er að það finnst í miklu magni í mýrlendi, en á árum áður voru bændur einmitt mjög duglegir við að útrýma tvívetnisoxíði þar, þannig að í dag eru þar iðagræn tún. Sumir telja þó að þessar aðgerða bænda orki tvímælis með tilliti til hlýnunar lofthjúpsins.

Er ekki kominn tími til að hugleiða næstu skref? Hvað segja náttúruverndarsinnar? Bloggarinn telur dmrdlogo_1227375.gifsig meðal hófsamra náttúruverndarsinna og er hóflega bjartsýnn á að lausn finnist á málinu.

Í Bandaríkjunum starfa samtökin      
National Consumer Coalition Against DHMO  sem hafa það á sefnuskrá sinni að rannsaka áhrif Dihydrogen Mónoxíðs, sérstaklega hin neikvæðu. Lesa má um DHMO hér: www.dhmo.org  og  www.dhmo.org/NCCA.html.

Ekki er vitað hvort Landvernd eða Neytendasamtökin séu aðilar að DHMO.

 

Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd. Fyrra myndbandið er tæknileg lýsing á eiginleikum dihydrogen mónoxíðs (beðist er afsökunar á ítrekuðum myndtruflunum), en  seinna myndbandið sýnir átak erlendis þar sem  dihydreogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð er kynnt fyrir almenningi og undirskriftum gegn notkun þess safnað. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu hér á landi?   Ég bara spyr.   Við megum engan tíma missa.

Dihydrogen sulfide H2S, carbon dioxide CO2 og  dihydreogen mónoxíð H2O hafa mjög keimlíka efnaformúlu. Það er því varla tilviljun að fjallað hefur verið um þau hér í pistlinum. Tvö síðastnefndu efnin eru þekktar gróðurhúsalofttegundir, CO2 er þekktast, en H2O veldur þó langmestum gróðurhúsaáhrifum, eins og áður hefur komið fram. Latneska nafnið á dihydrogen mónoxíð er aqua.               

Öll þessi efni finnast í ríkum mæli í gufuholum jarðvarmavirkjana. 

 

Hvert er álit þitt lesandi góður? Hefur þú ekki áhyggjur af tvívetnisoxíði í íslenskri náttúru?

 

 
 Dihydrogen Mónoxið
 
 
 
 
 
Undirskriftasöfnun í gangi í Bandaríkjunum
 
 
 
 
 
Að lokum: Er ekki kominn tími til að svala fráhvarfseinkennunum og fá sér glas af ísköldu dihydreogen mónoxíði?   Það þarf þó að gæta þess að það sé ómengað.
 
Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Við sjáum á seinna myndabandinu hvernig fólk bregst við þegar það er spurt hvort það vilji banna H2O sem er auðvitað bara venjulegt vatn. Flestir létu blekkjast og skrifuðnu nafn sitt á listann. Getur verið að fólk sé yfirhöfuð hrætt við að hafa sjálfstæða skoðun og trúi hverju sem er?

 

 


Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?

 

Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...        Ninja

 

  • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
  • Þessi peysa er mjög lauslát...
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
  • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið... 
  • ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg... 
  • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér... 
  • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm... 
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið... 
  • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
  • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... 
  • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... 
  • Þar stóð hundurinn í kúnni...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður r júpurnar...
  • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
  • Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
  • Betur sjá eyru en auga...
  • Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
  • Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
  • Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
  • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
  • Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
  • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
  • Lærin lengast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

 


Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-)

Spegill, spegill herm þú mér ... 

Hvers vegna eru sumar konur á snyrtingunni ósýnilegar, en aðrar ekki?     Halo

 


Gore áhrifin brugðust ekki á Íslandi - Allt hvítt!

1207681634Í gærkvöldi um svipað leyti og Al Gore yfirgaf landið fór heldur betur að snjóa, og nú á miðvikudagsmorgni er meira en 15 sentímetra snjóþekja á höfuðborgarsvæðinu.
 
Alveg er þetta makalaust.  Hin vel þekktu Al Gore áhrif sem fjallað var um s.l. mánudag, daginn sem Gore kom fljúgandi á einkaþotu sinni, brugðust ekki á Íslandi frekar en annars staðar.
 
Hörku vetur um miðjan apríl.  Hvar eru blessuð gróðurhúsaáhrifin? Einhvers staðar hljóta þau að fela sig. Er ekki móðir náttúra að minna á sig? Nú hefur lofthjúpur jarðar ekki hlýnað í áratug og 3110 mælibaujur um allan heim segja okkur að kólnað hafi í hafinu síðastliðin fimm ár. Hvað er á seyði? Voru gróðurhúsaáhrif af mannavöldum bara plat? Var sólin bara svona ofur virk undanfarna áratugi og er hún núna að skríða undir sæng til að hvíla sig? Megum við búast við kólnun á næstu árum og áratugum?
 
Myndin er tekin að morgni 9. apríl. Á borðinu mældist rúmlega 15 cm snjór.

 
 
Hvað er þá herra Al Gore að meina með því að endasendast um heiminn? Er þetta allt tómur misskilningur hjá karlinum, eða allt með ráðum gert? Það er auðvitað gríðarmikill business í kringum sölu á kolefniskvótum. Ekki á hann hlut í slíkum viðskiptafyrirtækjum? Er hann nokkuð kolefniskvótagreifi?
 
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir baráttu við hlýnun jarðar. Ætli Al Gore hafi leyst vind á Íslandi? 
 
 
Myndbandið sýnir kolefnisgreifingjann að störfum við að kæla jörðina. 
 
The Al Gore Effect 

Al Gore áhrifin á veðurfar og snjórinn í London í gærmorgun

al-goreEins og allir vita þá ferðast Al Gore um heiminn á einkaþotu og boðar fagnaðaerindið. Fáir vita þó að veðurfarið andar oft köldu þar sem hann ber niður. Svo rammt kveður að þessu að farið er að nefna þessi áhrif Al Gore Effect.

 

Þegar Gore var í Boston og New York árið 2004 skall á mesta kuldatíð í 50 ár.

Þegar hann fór til Queensland í Ástralíu árið 2006 snjóaði þar í fyrsta skipti í 65 ár.

Í Kanada var verið að selja miða á fyrirlestur Al Gore 7. febrúar 2007 þegar mesti kuldi sem mælst hefur í Toronto hrelldi borgarbúa.

13. febrúar 2007 aflýsti House Committee on Energy and Commerce fundi um hnatthlýnum vegna snjókomu.

Um svipað leyti aflýsti Maryville háskólinn sýningu á "An Inconvenient Truth" vegna snjóstorms.

Þetta er varla einleikið Wink

 

  • January 2004—Gore brings coldest temperatures in 50 years to aid his speech in Boston
  • November 2006—With summer 2 weeks away, Al Gore visits Australia, and brings enough cooling to reopen the ski resorts
  • February 13, 2007—Almost 2 weeks after the ground hog declared an early spring, the US House Committee on Energy and Commerce's subcommittee on Energy and Air Quality's hearing on global warming scheduled for Feb. 14 is canceled due to an inch of snow, sleet, and hail. Also, Maryville University in St. Louis canceled their presentation of "An Inconvenient Truth" due to snowstorms.


Nú er Al Gore væntanlegur til Íslands næstu daga. Getur það verið að hann ætli að hafa viðkomu í London?  Hvers vegna, jú þessi mynd var tekin í Richmond Park í London í gærmorgun 6. apríl 2008. Hnatthlýnunaráhrif eða hvað? Eða bara Gore Effect?

Sem betur fer kom blessuð sólin og fjarlægði snjóinn.  Ekki er þó víst að börnin hafi verið ánægð þegar snjókallarnir urðu sólargeislunum að bráð.

 

IMG_4357.JPG
 
IMG_4369.JPG
 
Í Richmond Park 6. apríl. 
 
 
Buckingham höll
 
Í garðinum hjá Betu drottningu. 
 

Það er annars umhugsunarvert hvers vegna Al Gore er að halda fyrirlestur um loftslagsbreytingar á Íslandi. Hann er ekki loftslagsfræðingur heldur lögfræðingur. Þekking hans á eðlisfræði lofthjúps jarðar er auðvitað samkvæmt því. Hann hlaut að vísu hálf friðarverðlaun Nóbels, en þau koma vísindum nákvæmlega ekkert við.  Amen.

 

Sem betur fer eru til alvöru fagmenn sem láta í sér heyra. Á ráðstefnunni The 2008 International Conference on Climate Change voru flutt fjölmörg erindi. Meðal þeirra er erindi prófessors Bob Carter. Hægt er að horfa á flutninginn hér og sækja hann í DVD gæðum hér.  Smækkuð útgáfa er hér fyrir neðan. Vissullega er ekkert  Hollywood yfirbragð á myndinni eins og í "An Inconvenient Truth", ekki er verið að plata neinn og ekki heldur verið að hræða almenning. Þessi mjög fróðlegi fyrirlestur kemur væntanlega mörgum á óvart. Hér talar alvöru vísindamaður um efni sem hann gjörþekkir.

 

 

 

 

 

 

Krækjur:

35 villur í kvikmyndinni "An Inconvenient Truth". Christopher Monckton of Brenchley: 35 Inconvenient Truths

Bloggpistill: High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

Bloggpistill: Al Gore og undrabarnið

AOL Video: Snow in London 05 April 200

Telegraph:

 

 

Úr gömlu ævintýri: ... Enginn vildi láta á því bera, að hann sæi ekkert, því þá hefði hann verið óhæfur til að vera í embætti sínu, eða fram úr lagi heimskur. Aldrei hafði keisarinn eignast föt, sem jafnmikið þótti til koma. "Nú, hann er þá ekki í neinu!", sagði lítið barn. "O, sér er nú hvað! Heyrið hvað sakleysinginn segir!" mælti faðir barnsins, og hvíslaði svo í eyra þess sama, sem barnið sagði. "Hann er ekki í neinu", sagði barnunginn, "hann er ekki í neinu". "Hann er ekki í neinu", kallaði að lokum allt fólkið. Og keisaranum rann kalt vatn milli skinns og hörunds......

H.C.Andersen - Nýju fötin keisarans

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 766742

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband