"Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric"...

 

 


flow_diagram_nuclear_plant---cream-background_1064694.jpg

 

Raforkumálastjóra hefur borist tilboð í lítið kjarnorkuver.  Björn Kristinsson verkfræðingur á Orkudeild Raforkumálastjóra hefur unnið að mati á tilboði General Electric og skrifað ítarlega skýrslu sem nefnist "Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar. Lýsing á tilboði General Electric".

kjarnorkuvers-skyrsla-200w.jpgSkýrslan hefst á þessum orðum: "Í byrjun árs ... fengu Rafmagnsveitur ríkisins tilboð í lítinn suðuvatnsreaktor frá General Electric og voru þá Vestmannaeyjar einkum hafðar í huga sem væntanlegur staður fyrir reaktorinn. Með reaktor sem þessum mætti sjá eyjunum fyrir raforku, og jafnframt gæti hann verið undirstaða hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Utan mesta álagstíma almennrar notkunar gæti reaktorinn séð varmafrekum iðnaði fyrri orku, og æskilegt væri að sem mest af orkunni sé seld sem varmi, því þannig yrði reaktorinn rekinn á hagkvæmastan hátt...

Kjarnorkuver þetta má staðsetja á flestum stöðum þar sem landrými er fyrir hendi. ... Í Noregi og Svíþjóð tíðkast að hafa þær neðanjarðar til að einangra þær frá umhverfinu og minnka þar með enn meir líkurnar fyrir óhöppum...  Reaktor af svipaðri gerð hefur General Electric reist við Vallecitos í Kaliforníu og er hann sýndur á mynd 1...."

Einnig hafa á vegum Raforkumálastjóra verið gefnar út skýrslurnar  "Stofnkostnaður kjarnorkustöðva og framleiðslukostnaður raforku (1958)". (Skýrslan er tekin saman af nefnd á vegum European Nuclear Energy Agency, og er hér um að ræða þýðingu með smávægilegum breytingum), og "Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum (1959)"Í skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum er reynt að finna út hvaða verð  yrði á orku frá kjarnorkustöð á Íslandi.

Höfundur er einnig Björn Kristinsson verkfræðingur, sem síðar stofnaði verkrfræðistofuna Rafagnatækni og varð einnig prófessor við Háskóla Íslands. Í skýrslunum er ítarlega fjallað um stofnkostnað, fjármagnskostnað og rekstrarkostnað slíkra stöðva. 

(Uppfært 3ja mars:  Skýrslunni Orkuverð frá litlum kjarnorkustöðvum bætt við).

Þessar skýrslur Raforkumálastjóra eru öllum aðgengilegar hér á netinu. Einnig má smella á eftirfarandi krækjur til að nálgast þær:


Myndin hér fyrir ofan sýnir kjarnorkuver. Þar er þó enginn kæliturn sýnilegur, en risastórir kæliturnar einkenna oft þannig orkuver, en þar sem kalt Atlantshafið er nærri má sleppa slíkum búnaði og einfaldlega kæla eimsvalann (condenser á myndinni, neðst til hægri) með sjónum...


Höfund greinargerðanna um kjarnorkuver má sjá á þessari hópmynd. Hann er þriðji frá hægri.

Fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku til almenningsnota var AM-1 Obnisk orkuverið, sem hóf starfrækslu 27. júni árið 1954 í Sovétríkjunum. Það framleiddi um 5 megawött af raforku. Orkuverið í Vallecitos í Kaliforníu semhóf starfssemi árið 1957 var aftur á móti hið fyrsta sem var í einkaeign. Það framleiddi um 40 MW af varmaorku og 5 MW af raforku.

Það vekur athygli að skýrslur þessar eru ekki alveg nýjar og hafa líklega ekki verið áberandi fyrir sjónum almennings fyrr, en þetta var fyrir rúmlega hálfri öld...  Það er gaman til þess að hugsa hve tilbúnir Íslendingar voru að nýta sér nýjustu tækni og vísindi...

 

Um Raforkumálastjóra


 

 

643669.jpg

 

Eldri pistlar:

Kjarnorka á komandi tímum

Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?

Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 27. febrúar 2011

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 766356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband