Hvernig líður hafísnum nú um hávetur...?

sea-ice_29des2011.jpg

seaicecrop.jpg

Hvernig ætli ástand "landsins forna fjanda" sé um þessar mundir? Hvernig er ástand hans miðað við undanfarin ár?

Myndin hér fyrir ofan sýnir útbreiðslu hans í gær, en úrklippan er stækkuð mynd af ferlinum lengst til hægri, þ.e. sýnir ástandið um þessar mundir. 

Takið eftir rauða ferlinum sem gildir fyrir árið sem er að líða. Ekki er annað að sjá að ástandið sé sæmilegt, hvernig sem á það er litið.

Í augnablikinu er útbreiðslan heldur meiri en á sama tíma árin 2007, 2008, 2009 og 2010, en aðeins undir meðaltali áranna1976-2006.

Hér fyrir neðan er svo "lifandi" mynd sem á að uppfærast nokkuð reglulega (takið eftir dagsetningunni á myndinni):

Uppfært 4. janúar 2012:  Nú er komið nýtt ár og ferillinn hér fyrir neðan hefur breyst. Ferillinn fyrir 2012 byrjar núna lengst til vinstri og er orðinn blóðrauður eins og ferillinn fyrir 2011 var fyrir áramót. Ferillinn fyrir 2011 er aftur á móti orðinn eldrauður (eða appelsínurauður).  Það er því rétt að fylgjast með blóðrauða ferlinum vinstra megin. Í byrjun árs sjáum við rétt örla fyrir honum.
(Myndirnar efst á síðunni eru auðvitað óbreyttar).
ssmi1-ice-ext

Ferlarnir eru fengnir hér:

arctic_roos_logo.jpg

www.arctic-roos.org

.

Til að fá heildarmyndina, þá er hér ferill sem sýnir heildarhafísinn samtals á norður- og suðurhveli, hafísinn á norðurhveli og hafísinn á suðurhveli.
Blái ferillinn er mánaðagildi. Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal.  Græna lárétta línan er eingöngu til viðmiðunar.

seaice.jpg

Myndin er fengin að láni hér www.climate4you.com/SeaIce.htm, en skýringum var bætt inn á hana. Undir myndinni stendur eftirfarandi:

Graphs showing monthly Antarctic, Arctic and global sea ice extent since November 1978. The area covered by sea ice is defined as having at least 15% sea ice cover. Blue lines show monthly values, and red lines show the simple running 13 month average. Data kindly provided by the National Snow and Ice Data Center (NSIDC). Last month shown: November 2011. Latest diagram update: 8 December 2011.

 

 Svo er hér að lokum lifandi ferill frá Dönsku veðurstofunni. Hér er það sveri svarti ferlillinn sem byrjar vinstra megin sem áhugavert er að fylgjast með:http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

                        Gleðilegt ár!
                                        ...og óskir um að landsins forni fjandi gerist ekki
                                                           nærgöngull á næstu árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Faglegur að vanda

Gleðilegt ár

Kristinn Pétursson, 30.12.2011 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 762634

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband