Fimmtudagur, 9. október 2008
Nauðsyn þess að vera bjartsýnn og jákvæður...
Nú þegar innviðir þjóðfélagsins hafa verið að hrynja er mikilvægt að hugsa til þess hve vel við stöndum að mörgu leyti. Reyna að hugsa jákvætt um framtíðina. Óvissan nagar marga og því er mikilvægt að standa saman. Sýna vináttu og hlýhug. Hjálapst að. Öll él birtir upp um síðir, en það getur tekið tíma. Ljósið er þó framundan.
Við eigum gott land með miklum auðlindum sem bíða þess að verða nýttar. Auðvitað verður að stíga varlega til jarðar og gæta þess að skemma ekki náttúruverðmæti, en jafnframt er nauðsynlegt að reyna eftir fremsta megni að setja af stað arðbær verkefni til að reyna að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Nú verðum við öll að líta í kringum okkur og leggja höfuðið í bleyti. Verðum að vera samtaka. Margt smátt gerir eitt stórt. Saman getum við komist yfir erfiðleikana, en við megum alls ekki missa móðinn.
Menntun Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum. Íslendingar eru áræðnir og duglegir. Hugmyndaríkir og skynsamir. Hvernig væri að reyna að safna saman hugmyndum um hvað gera má til að flýta fyrir batanum?
Bloggarar eru með gott tæki til að skiptast á hugmyndum og koma þeim á framfæri. Notum hugmyndaflugið. Ræðum hugmyndir og úrræði. Munum að orð eru til alls fyrst.
Framundan er álver á Reykjanesi og jafnvel annað á Bakka. Til að knýja þau þarf að virkja jarðvarma og vatnsföll. Nauðsynlegt er að sjá til þess að Íslendingar njóti forgangs við framkvæmdir. Ekki veitir af. Hver veit nema þessar tvær framkvæmdir geti hjálpað verulega til að komast yfir erfiðasta hjallann.
Örugglega er hægt að koma auga á margt annað sem gera mætti, þó það sé ekki eins stórt í sniðum. Margt smátt gerir eitt stórt. Stundum mjög stórt.
Bjartsýni:
Frábært efni í Spegli RÚV:
Viðtal við skynsama og bjartsýna menn. Smella hér til að hlusta.
Jón G. Hauksson ritsjóri Frjálsrar verslunar: Veröldin eins og hún var nýlega, og ráðleggingar um hvernig við endurreisum viðskiptalífið og komumst út úr kreppunni. Lífið heldur áfram...
Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við HÍ: Jafnvægi á gjaldeyrismarkaði gæti komist á innan nokkurra daga og lífið í svipað horf eftir fáein ár. Líf í heilbrigðara hagkerfi þar sem fáeinir auðmenn ráða ekki yfir stórum hluta efnahagslífsins...
Sjá einnig gott viðtal við Benedikt Jóhannesson og Gylfa Magnússon í Kastljósinu 9. okt. hér.
Sjá:
Vefur BBC News:
What happened to Iceland?
Jon Danielsson
Economist, Financial Markets Group, London School of Economics
Sjá grein Ágústs Valfells á Silfri Egils: Viðreisn
Verum bjartsýn og dugleg. Það skiptir mestu máli.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt 10.10.2008 kl. 11:08 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 765212
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Íslendingar hafa aldrei sýnt samstöðu, vináttu og hlýhug. Dettur nokkur í hug að það breytist? Það sem gerist er að smælingjarnir troðast í skítinn eins og fyrri daginn en þeir sem betur mega sín hugsa bara um að bjarga sjálfum sér. Þannig verður þetta. Ekki svartsýni heldur raunsæi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 18:31
Þetta er jákvætt innlitskvitt. En innihaldslítið að öðru leyti :-)
Einar Indriðason, 9.10.2008 kl. 21:00
Spurning, hvort fáist erlent vinnuafl til að reisa nýjar virkjanir og verksmiðjur! Íslendingar hafa alla burði til að vinna sig útúr þessu en þá þarf líka að hreinsa ALMENNILEGA til í stjórnkerfinu og almenningur að taka málin í sínar hendur og taka ábyrgð á sjálfum sér og sínu landi.
Legg til, að opnuð verði síða á Netinu, þar sem fólk getur komið á framfæri hugmyndum sínum um nýsköpun og allt það, er orðið getur íslenskri þjóð til bjargar. Gæti heitið t.d. Nýtt Ísland smb. Nýr Glitnir...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.10.2008 kl. 08:58
Sæll Ásgeir.
Ég tek heilshugar undir hugmynd þína um vefsíðu á netinu með hugmyndabanka. Hann þarf auðvitað að vera eitthvað ritstýrður, en ekki um of. Fólk þarf að vera ófeimið við að kynna sínar hugmyndir. Af einni hugmynd leiðir oft önnur, sérstaklega ef það nær að myndast eins konar "brain-storm" áhugi.
Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 09:18
Ég vil benda á grein eftir frænda minn Ársæl Valfells sem lesa má á Silfri Egils. Smella hér.
Í þessari ágætu grein segir Ársæll m.a:
"Nú er hvorki tími örvæntingar, né heldur tími bullandi tækifæra. Nú er vitjunartími okkar. Nú er sá tími sem að við getum staðið saman sem þjóð, horfst í augu við þann vanda sem að okkur steðjar og ráðið fram úr honum. Til þessa þarf að gera margt...
...
Nú er lag að ráðast í ýmsar gagnlegar framkvæmdir og breytingar sem að hafa setið á hakanum. Framkvæmdir sem þóttu ekki álitlegar þegar að menn sáu mesta hagnaðarvon í því að taka stórt lán, og veðja á ótakmarkaðan vöxt. Við þurfum að endurskoða stjórnkerfið; frelsa ráðamenn undan ægivaldi flokksagans og hagsmunatengslanna til þess að þeir geti unnið landi sínu gagn.
Nú er lag til þess að gera það sem mest er um vert; að endurheimta orðstír Íslands þannig að við getum borið höfuð hátt, hvert um heim sem við förum."
Ágúst H Bjarnason, 10.10.2008 kl. 09:25
Við eigum að taka utan um hvert annað. Núna er tími til þess að standa saman. Fjölskyldan og vinir, eru það dýrmætasta sem hver á.
peningar koma og fara. við verðum að horfa fram á veginn.
Fannar frá Rifi, 10.10.2008 kl. 15:32
Auðvitað er fjölskyldan dýrmæt.....en við borðum ekki hvert annað.........það þarf eitthvað meira til að koma en ástin.....
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.10.2008 kl. 19:41
Samstaða er algjört must sem og það að nota nú tækifærið og HREINSA til. Moka burtu öllu því sem við viljum ekki hafa í okkar samfélagi og umbreyta bæði hugsunarhætti og framgöngu pólitíkusa og annarra embættismanna. Byrja upp á nýtt á grunni sem hefur manngildi og önnur góð gildi sem grunn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.