Hafísinn á norðurslóðum í dag er 25% meiri en í fyrra.

Myndin hér að ofan er frá vefsíðu IARC-JAXA (International Arctic Research Center & Japan Aerospace Exploration Agency).

Takið eftir rauða ferlinum sem sýnir útbreiðslu hafíss árið 2008 og gula ferlinum sem sýnir hafísinn árið 2007. Skoðið daginn í gær 14. október sem er þar sem rauði ferillinn endar. Munurinn er um 1.576.000 ferkílómetrar eða um 25%. Takið einnig eftir að rauði ferillinn er kominn upp fyrir ljósgræna ferilinn fyrir árið 2005. Hægt er að sækja Excel skjal á vefsíðu IARC-JAXA með gögnum sem ferlarnir eru teiknaðir eftir.

Náttúran lætur ekki að sér hæða og fer sínu fram. Það er samt rétt að árétta að það er alls ekki hægt að draga neinar ályktanir um veðurfarsbreytingar af þessu.

 

Myndin hér fyrir neðan sýnir samanburð áranna 2007 og 2008 miðað við 13. október.  Sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

já þetta er klassiskt dæmi um að isöld sé á leiðini

Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 22:49

2 identicon

Mjög góð frétt. Vonandi verður ekki meiri hlýnun og vonandi snýst dæmið við.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 07:23

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er áhugavert en þetta nær ekki augum heimsins vegna þess að það er búið að dáleiða fólk í að trúa á stanslausa hlýnun.

þetta er svona álíka og umheimurinn fengi góða frétt frá íslandi núna. það myndi engin trúa henni. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.10.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Ár & síð

Þetta er athyglisverð tafla og auðskilin og sýnir t.d. mikinn mun á árunum 2003 og 2007 í október sem er þó kannski bara eðlilegur munur á milli ára. Eru til sambærilegar tölur um lengra tímabil, t.d. aldarfjórðung/hálfa öld? Og annað, er til sambærileg tafla um þykkt íssins/heildarísmagnið, sem líka hlýtur að skipta miklu.
Matthías

Ár & síð, 16.10.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vek þó athygli að á þessu línuriti sést að bráðnun íssins frá vetrarhámarki og að sumarlágmarki í ár var sú mesta af öllum þessum árum sem hér eru til samanburðar. Þ.e. rauða línan fór úr því næst hæsta niður í það næst lægsta og þá væntanlega vegna þess hve norðurheimskautsísinn er orðinn þunnur og viðkvæmur fyrir bráðnun.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.10.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Ágætt hjá Ágústi að draga þessar upplýisngar fram.  Enginn ástæða þó til þess að draga einhverjar víðtækar ályktanir á milli tveggja ára.  Sveiflurnar eru miklar á milli ára og þær eru ofur eðlilegar og hluti gangvirkis náttúrunnar.  Hafa verður hugfast að um þetta leyti ársins og fram í nóvember verður nýmyndun íss hvað hröðust (mestu bratti á ferlinum) og yfirborð á við þriðjung flatarmál Íslands bætist við á degi hverjum.  Reynum frekar að horfa á hneppi 10 ára eða svo og bera síðan saman við næstu 10 árin þar á undan.  Og jafnvel 10 ára tímabil eru of stutt því nátttúrulegar sveflur í ísmagni eru vel þekktar af þeirri lengdargráðu.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 16.10.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir það sem Emil og Einar skrifa, sérstaklega að varasamt er að taka mark á breytingum sem standa yfir í fáeina máuði, jafnvel fáein ár. Það er þó áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast og reyna að gera sér grein fyrir hver ástæðan geti verið.

Ég held að ég hafi áður bent á vefsíðu NASA frá 10 okt. 2007  "NASA Examines Arctic Sea Ice Changes Leading to Record Low in 2007" sem er hér. Þar kemur fram að líkleg skýring á litlum ís undanfarin ár sé óvenjulegt vindafar:

"Nghiem said the rapid decline in winter perennial ice the past two years was caused by unusual winds. "Unusual atmospheric conditions set up wind patterns that compressed the sea ice, loaded it into the Transpolar Drift Stream and then sped its flow out of the Arctic," he said. When that sea ice reached lower latitudes, it rapidly melted in the warmer waters.

"The winds causing this trend in ice reduction were set up by an unusual pattern of atmospheric pressure that began at the beginning of this century," Nghiem said"

Ég sé ekki betur en ísmagnið hafi aukist um heil 3,8% milli daganna 13 og 14 október, sem sýnir okkur hve snöggar breytingarnarnar geta orðið! Hnattkólnun hagar sér ekki svona :-)

Ágúst H Bjarnason, 16.10.2008 kl. 15:37

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég benti í pistlinum á tvær áhuagverðar síður um hafís. IARC-JAXA og The Cryosphera Today.

Það má líka benda á áhugaverða síðu hjá Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla.  Fara á Climate4you og velja [Sea Ice] vinstra megin.

Ágúst H Bjarnason, 16.10.2008 kl. 15:45

9 identicon

Mjög athyglisvert, hvernig stendur á þessari ofsatrú á ,,global warming"? Eins og sveiflur hafi aldrei verið til fyrr, eins og með hagsveiflur, hví koma þær á óvart??

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:07

10 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þetta eru ansi sláandi myndir.

Takk

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 16.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband