Hafísinn á norðurslóðum í meira lagi...

 

 

Hafísinn 7. maí 2009

 

 

Á vefsíðu IARC-JAXA Information System er þessi mynd sem sýnir útbreiðslu hafíssins á norðurslóðum 7. maí 2009.

Rauði ferillinn er fyrir árið 2009. 

Nú í maí er meiri hafís heldur en í maímánuði árin 2002, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008.

"The latest value: 12,853,750 km2 (May 7, 2009)", stendur við myndina á vefsíðu IARC-JAXA.

Brrrr...  kalt... Crying

 

"The IARC-JAXA Information System (IJIS) is a geoinformatics facility for satellite image analysis and computational modeling/visualization in support of international collaboration in Arctic and global change research at the International Arctic Research Center in corporation with the Japan Aerospace Exploration Agency (JAXA)".

 

---

 

En hafísinn á suðurslóðum? Hvernig hefur hann verið að breytast síðastliðna 3 áratugi?

 

antarcti_area_anom2.gif
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski við fáum þá alvöru birni með sumrinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Loftslag.is

Svalt

Það versta er að ísinn á norðurskautinu hefur aldrei verið jafn þunnur, svo það er líklegt að hann eigi eftir að rýrna töluvert í sumar. En það er vissulega jákvætt að það kólni á norðurskautinu, það minnkar líkurnar á að metan sleppi út í andrúmsloftið úr sífrera Síberíu. - þar er tifandi tímasprengja sem gæti aukið töluvert á gróðurhúsaáhrifin.

Ég má til með að bjóða fólki að lesa um kenningar af hverju hafísinn í suðri hefur verið að aukast - meðan jörðin hlýnar.

Loftslag.is, 9.5.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er hún ekki orðum aukin þessi metantímasprengja?

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Höskuldur. Hér er svo önnur forvitnileg kenning:

Fyrir rúmum tveim árum (20. feb. 2007) bloggaði ég um kenningar Henriks Svensmark hér.

Þar stendur  neðarlega:

  aag_48118_f6

Mynd 5)     Menn hafa lengi velt fyrir sér þeirri þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá kólnar á Suðurskautslandinu, og öfugt.

Norðurhvelið er blár ferill og Suðurskautslandið rauður ferill.

Svensmark kenningin getur útskýrt þetta. Skýjahulan hefur nefnilega minna endurskin er mjallahvítur snjórinn. Meiri skýjahula veldur því minna endurskini og því hlýnun, öfugt við það sem gerist yfir snjólausu landi og sjó.

Það er fjallað um þetta í greininni Cosmoclimatology: a  new theory emerges sem hægt er að lesa sem pdf hér og sem html hér.

Þar stendur við myndina:

"6: The Antarctic climate anomaly during the past 100 years is apparent in this comparison of the annual surface temperature anomalies for the northern hemisphere and Antarctica (64°S–90°S), from the NASA-GISS compilations. The Antarctic data have been averaged over 12 years to minimize the temperature fluctuations. The blue and red lines are fourth-order polynomial fits to the data. The curves are offset by 1 K for clarity, otherwise they would cross and re-cross three times. (Svensmark 2007a)".


 

Hvort eitthvað sé til í þessari nýstárlegu kenningu á eftir að koma í ljós...

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2009 kl. 06:43

5 Smámynd: Loftslag.is

Sigurður: mér sýnist á öllu að vísindamenn taki metanhættunni alvarlega, veit ekki hvort þú varst búinn að lesa færslu mína um hættuna - hér. Þar fjalla ég að mestu um grein úr Nature report frá síðasta mánuði (það er alveg þess virði að lesa pdf -skjal).

Ágúst: Kenning Henriks hefur eflaust þótt athyglisverð á sínum tíma, en þar sem hann byggir niðurstöður sínar á því að það sé að kólna á suðurskautinu, þá getur það varla verið rétt - því það er búið að vera að hlýna þar, samkvæmt grein úr Nature (frá því í janúar 2009) - en hitinn þar hefur aukist að meðaltali um 0,1°C á áratug (reyndar er eitt svæði á suðurskautinu með þeim svæðum sem hefur hlýnað hraðast á jörðinni - Antatctic Peninsula). Það er semsagt að hlýna á norðurskautinu og það er að hlýna á suðurskautinu - því er engin þversögn varðandi hitann. Það er að hlýna á allri jörðinni.  Það eyðir þó ekki því að hafís við suðurskautið hefur í heild aukist - þar er ráðgáta á ferð - spennandi ráðgáta (ég benti á kenningar um það í fyrri athugasemd minni).

Loftslag.is, 10.5.2009 kl. 15:30

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ef hann eykst þá er hann þynnri ef það kólnar þá er hlyrra einverstaðar annarstaðar og svo framv var ekki einhver ráðstefna um að hafísin væri bara eiginlega farin núna í Noregi en auðvitað þarf að tala um eithvað. Þakka þér frábær innlegg Águst inlegg sem að maður getur skilið og eru allavega frá mer séð vel hlutlaus

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.5.2009 kl. 16:51

7 identicon

Sápubox: Greinin sem þú vísar í Steig et al 2009 hefur verið mikið til umfjöllunar á meðal annars climateaudit.com og það er mál manna að hún sé í það minnsta gölluð, menn hafa notað sterkari orð til að lýsa rannsókninni.

Ég vona að ég hafi skilið þetta rétt þegar að ég segi að við útreikninga á hitastigi á suðurskautinu notaði hann RegEm reikniritið. En það reiknirit tekur ekki mið af því hver fjarlægð milli mælistöðva er svo þegar að reikniritið var matað á gögnunum, tók það ekki mið af því að af 42 veðurstöðvum eru 15 á 5% landmassans suðurskautsskaganum sem að því er ég best veit er "hlýjasti" hluti suðurskautslandsins.

http://noconsensus.wordpress.com/2009/02/23/antarctic-sat-reconstruction-without-peninsula-still-no-sat-data/#more-2459

Bjarni (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:32

8 Smámynd: Loftslag.is

Þú segir nokkuð, það væri dálítið klaufalegt af virtasta tímariti heims að hleypa slíkri grein í gegn (af öllum tímaritum í heimi, þá hefur manni verið kennt í gegnum tíðina að þessu tímariti megi treysta).

Loftslag.is, 11.5.2009 kl. 00:20

9 identicon

Warren Meyer sem heldur úti climate-skeptic fjallaði um "peer reviewed - kerfið" sem vísindatímarit nota þegar greinar eru skoðaðar, og hversu mikið þessi grein hans á skylt við raunveruleikann veit ég ekki. Hann impraði þó á einum punkti sem skýrir hvers vegna rannsókn sem þessi(rétt eða röng) er birt.

So, typical peer review comments might be:
  • I think Smith, 1992 covered most of this same ground.  I am not sure what is new here
  • Jones, 1996 is fairly well accepted and came up with opposite conclusions.  The authors need to explain why they think they got different results from Jones.
A typical peer review comment would not be:
  • The results here looked suspicious so I organized a major effort here at my university and we spent 6 months trying to replicate their work and cuold not duplicate their findings.


Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:39

10 identicon

Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:41

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hér kemur síðbúið álit. En mér finnst koma vel fram í efra línuritinu hversu lítið samhengi er á milli vetrar- og sumarútbreiðslu hafíssins. Árið 2006 hefur t.d. minnstu vetrarútbreiðsluna en samt frekar háa sumarútbreiðslu, öfugt við það sem gerðist árið 2008. Lítill munur er hinsvegar um áramót og í byrjun sumars. Þetta er væntanlega vegna þess mismikill vetrarís er á jaðarsvæðum sem eru yfirleitt í litlum tengslum við íshafið. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en á sumrin hvernig sjálfum pólarísnum reiðir af, sem er nú það sem málið snýst um.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.5.2009 kl. 12:57

12 Smámynd: Loftslag.is

Bjarni: Ég ákvað að tékka aðeins á því sem RealClimate hafði að segja um málið, en þeir kynntu greinina á sínum tíma. Ég hef enga þekkingu á tölfræðiútreiknum RegEM né öðrum reikniritum, en þarna segjast þeir þó hafa notað tvö mismunandi reiknirit (RegEM og PCA) eða eins og þeir orða þetta:

Their conclusions that West Antarctica is warming quite strongly and that even Antarctica as a whole is warming since 1957 (the start of systematic measurements) were based on extending the long term manned weather station data (42 stations) using two different methodologies (RegEM and PCA) to interpolate to undersampled regions using correlations from two independent data sources (satellite AVHRR and the Automated Weather Stations (AWS) ), and validations based on subsets of the stations (15 vs 42 of them) etc. The answers in each of these cases are pretty much the same...

Þó ég efist um að bloggararnir sem eru að gagnrýna þessa grein hafi rétt fyrir sér (ég útiloka það þó ekki), þá hef ég samt gaman af samsæriskenningum eins og þessari: þ.e. að þessi grein sé illa ígrunduð og að hún hafi eingöngu fengist birt vegna þess að ritrýningakerfið sé úr sér gengið og nánast allt sleppi í gegn (þá vantar bara að bæta við eftirfarandi setningu til að fullkomna það), nema náttúrulega greinar sem eru í andstöðu við þá kenningu að jörðin sé að hlýna (af mannavöldum).

Annars, veistu hvort þeir hafi reynt að senda svarbréf (Letter) á Nature, til að svara þessari grein?

Loftslag.is, 11.5.2009 kl. 17:01

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ef menn vilja lesa umrædda grein þá get ég lánað hana gegn því að henni verði skilað að lestri loknum, eða þannig. Ég varðveiti hana í safni mínu hér.

Ágúst H Bjarnason, 11.5.2009 kl. 17:50

14 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir Ágúst

Loftslag.is, 11.5.2009 kl. 18:29

15 identicon

Sápubox: http://wattsupwiththat.com/2009/02/28/steigs-antarctic-heartburn/

Neðst niðri er athugasemd frá Richard S Courtney og þetta er eina bréfið sem ég veit til þess að Nature hafi borist varðandi þessa grein.

Þessi grein hlaut engu að síður gríðarlega umfjöllun í bloggheimum svo það getur vel verið að nature hafi borist einhver fleiri bréf. Ég hef bara ekki hugmynd um það.

En ég held að þú gætir hafa misskilið gagnrýnina á ritrýningarkerfið. Greinin sem slík fjallaði ekki um það hversu úr sér gengið kerfið er, heldur hversu ofnotað hugtakið "ritrýnt" er. Ritrýningarkerfið er þó vissulega ekki fullkomið og engin trygging fyrir því að ritrýndar greinar séu réttar.

  • Reviewers will check, to the extent they can, to see if the methodology and its presentation is logical and clear — not necessarily right, but logical and clear. Their most frequent comments are for clarification of certain areas of the work or questions that they don’t think the authors answered. They do not check all the sources, but if they are familiar with one of the sources references, may point out that this source is not referenced correctly, or that some other source with which they are familiar might be referenced as well. History has proven time and again that gross and seemingly obvious math and statistical errors can easily clear peer review.
  • Peer review is not in any way shape or form a proof that a study is correct, or even likely to be correct.  Enormous numbers of incorrect conclusions have been published in peer-reviewed journals over time.  This is demonstrably true.  For example, at any one time in medicine, for every peer-reviewed study I can usually find another peer-reviewed study with opposite or wildly different findings.  The fraud in the “peer reviewed” Lancet on MMR vaccines and autism by Andrew Wakefield is a good example.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:27

16 Smámynd: Loftslag.is

Við erum að tala um grein með mynd á forsíðu Nature. Ég hef litla trú á því að þeir hleypi vafasamri grein í blaðið og slái því upp á forsíðunni án þess að hafa ráðfært sig við færustu spekúlantana í þessum fræðum og ef þetta er eins einfalt og þú segir að þarna hafi verið notað reiknirit sem sé þekkt fyrir að gefa ranga niðurstöðu, þá eru þeir á Nature í hraðri afturför.  Það getur vel verið, ég allavega gapti af undrun þegar ég sá þessa grein, því menn eru búnir að halda því fram lengi að það sé að kólna á suðurskautinu.

----

Varðandi bréfið sem fæst ekki birt í Nature, þá gúgglaði ég Richard S Courtney og efstu tvö voru: http://www.sourcewatch.org/index.php?title=Richard_S._Courtney og http://www.desmogblog.com/richard-s-courtney

Í fyrra tenglinum sá ég eftirfarandi: "Richard S. Courtney is a Technical Editor for CoalTrans International (journal of the international coal trading industry)" og í því næsta sá ég "Courtney has never published any research in the area of climate change." Kannski voru spurningar hans einfaldlega of kjánalegar fyri Nature, hvað veit ég. En líklega er þetta allt samsæri gegn þeim "sannleika" að jörðin er ekki að hlýna af mannavöldum.

Punkturinn sem ég er að reyna að gefa hérna, er að þarna fer maður sem virðist eiga hagsmuni að gæta varðandi það að halda efanum um hlýnun jarðar á lofti, hann virðist vera hluti af afneitunarvélinni svokallaðri (skoðið myndbandið) - svona miðað við það sem maður myndi ætla (þar sem hann er innvígður í kolaiðnaðinn).  Ég skoðaði meira og sá að árið 2007 þá var hann á fullu að reyna að sannfæra menn á RealClimate um að hlýnunin væri vegna skýjamyndana (cloud cover) og svo virðist hann núna vera að mótmæla að það sé að hlýna á suðurpólnum. Mjög sannfærandi - eina stundina talar hann um kenningu um af hverju það er að hlýna og þá næstu að það sé alls ekki að hlýna - sem sagt allt gert til að reyna að auka á efasemdir um hlýnun jarðar af mannavöldum honum virðist sama hvort fyrri orð hans stangist á við þau síðari - það er nefnilega heitt núna að segja að það sé ekki að hlýna.

Jæja, ég ætla að hætta að röfla um þetta, ég fæ bara þann stimpil á mig að ég sé með yfirlæti.

Loftslag.is, 11.5.2009 kl. 21:37

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Richard Courtney
Energy and Environment Consultant


Richard S. Courtney is an independent consultant on matters concerning energy and the environment. He is a technical advisor to several UK MPs and mostly-UK MEPs. He has been called as an expert witness by the UK Parliament’s House of Commons Select Committee on Energy and also House of Lords Select Committee on the Environment. He is an expert peer reviewer for the Intergovernmental Panel on Climate Change and in November 1997 chaired the Plenary Session of the Climate Conference in Bonn. In June 2000 he was one of 15 scientists invited from around the world to give a briefing on climate change at the US Congress in Washington DC, and he then chaired one of the three briefing sessions. His achievements have been recognized by The UK’s Royal Society for Arts and Commerce, PZZK (the management association of Poland’s mining industry), and The British Association for the Advancement of Science. Having been the contributing technical editor of CoalTrans International, he is now on the editorial board of Energy & Environment. He is a founding member of the European Science and Environment Forum (ESEF).

http://www.globalwarmingheartland.com/expert.cfm?expertId=135

Ágúst H Bjarnason, 11.5.2009 kl. 21:42

18 Smámynd: Loftslag.is

Þessar upplýsingar hefurðu af heimasíðu Heartland, sem hefur opinberlega þegið háar fúlgur frá Exxon sem dæmi, traust 

Lestu þetta um Courtney: http://rabett.blogspot.com/2008/02/on-astounding-diplphil-courtney.html

Loftslag.is, 11.5.2009 kl. 21:55

19 Smámynd: Loftslag.is

Það verður alltaf ljósara og ljósara að hann er hluti af afneitunarvélinni... talandi um afneitunarvélina, þá er hér dæmi um falsanir og mistúlkanir olíuiðnararins á gögnum sinna eigin vísindamanna - sjá hér og greinin sem hann vísar í er úr The New York Times og má sjá hér.

Þetta er það sem olíuiðnaðurinn tjáði umheiminum:

"The role of greenhouse gases in climate change is not well understood... scientists differ" on the issue.

Þ.e. "Áhrif gróðurhúsalofttegunda á loftslagsbreytingar eru lítið þekktar... vísindamönnum ber ekki saman um málefnið."

Það sem vísindamenn höfðu tjáð sínum yfirmönnum var aftur á móti þetta:

The scientific basis for the Greenhouse Effect and the potential impact of human emissions of greenhouse gases such as CO2 on climate is well established and cannot be denied.

 Þ.e.  "Vísindalegur bakgrunnur gróðurhúsaáhrifanna og hugsanleg áhrif útblásturs manna á gróðurhúsalofttegundum eins og CO2 á loftslag er vel ígrundað og er ekki hægt að draga í efa."

Afneitunarvélin malar enn...

Loftslag.is, 11.5.2009 kl. 22:01

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rétt að taka það fram að ég var ekki með gróðurhúsaáhrif af mannavöldum í huga þegar ég skrifaði pistilinn.

Ágúst H Bjarnason, 12.5.2009 kl. 06:21

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er mynd frá norðurpólnum tekin í maí fyrir 22 árum. Hafísinn er ekki mikill þá.

 NP1987.jpg

Ágúst H Bjarnason, 12.5.2009 kl. 06:29

22 Smámynd: Loftslag.is

Ágúst 20: Ég biðst velvirðingar á því að fjalla um afneitunarvélina sem hefur í gegnum tíðina reynt að sverta kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum (gróðurhúsaáhrifin) - en ef þú skoðar hvernig athugasemdirnar þróast, þá sérðu að þetta er nánast eðlileg framvinda umræðanna.

Útbreiðsla hafíss á suðurskautinu og norðurskautinu - kenningar Henriks þar sem hann gefur þér að það sé hlýtt á norðurskautinu á sama tíma og það er kalt á suðurskautinu - ný rannsókn sýnir að það hefur verið að hlýna á suðurskautinu - Courtney gagnrýnir rannsóknina - undarleg tilviljun, þessi Courtney er hluti af afneitunarvélinni - afneitunarvélin afneitar gróðurhúsaáhrifin.

Að auki finnst mér frekar skrítið ef það á að ræða þróun í útbreiðslu hafíss, án þess að ræða frumorsökina - þ.e. gróðurhúsaáhrifin.

En þetta er þitt blogg og ef þú vilt ekki að menn rökræði um gróðurhúsaáhrifin, þá endilega gefðu út yfirlýsingu um það.

Loftslag.is, 12.5.2009 kl. 09:13

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Höskuldur.

Auðvitað er ekkert að afsaka. Ég hef bara gaman af þessu. Það er öllum frjálst að fjalla um gróðurhúsaáhrif á þessum síðum, bæði þau sem eru af mannavöldum og náttúruleg. Sjálfur hef ég þó meðvitað reynt að forðast umræður um þau sem eru af mannavöldum. 

Varðandi kenningar Hinriks þar sem suðurskautið kemur við sögu ("polar see-saw", sjá glæru 57 hér), þá held ég að að það atriði í grein hans sé frekar aukaatriði, skrifað svona í "forbifarten" eins og Danir segja. Ég man ekki hvort það komi mikið við sögu í bókinni "The Chilling Stars...".  Þessi bók hefur fengið góða dóma og er vel læsileg, þó svo auðvitað að sitt sýnist hverjum eins og gengur.  Formála skrifar Dr. Eugene Parker prófessor Emeritus í eðlisfræði og stjarneðlisfræði við University of Chicago. Hann er etv. þekktastur fyrir að hafa sagt fyrir um sólvindinn árið 1958. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. US National Medal of Science og Kyoto Price for Lifetime Achivement in Basic Science. 

Sjálfsagt skýrist kenning Svensmark á næstu árum. Bæði er verið að gera "stóra" tilraun hjá CERN, og svo er auðvitað sólin að fara að gera "tilraun" nú þegar virkni hennar virðist minnka hratt, sólvindurinn minnkar og geimgeislar aukast. Sjálfur hef ég ánægju af því að fylgjast með þessu og bíð spenntur eftir niðurstöðum

Ágúst H Bjarnason, 12.5.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband