Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Laugardagur, 13. janúar 2007
Bjartasta halastjarna síðustu áratuga sést nú með berum augum um hábjartan dag skv. fréttum sem voru að berast.
Laugardaginn 13. janúar bárust þær fréttir að NcNaugh hefði sést víða um heim um hábjartan dag. Hún nálgast nú sólina óðfluga, hitnar verulega og mikla gufustróka leggur frá henni. Hún er nú þegar orðin bjartasta halastjarnan í 40 ár og gæti orðið sú bjartasta sem sést um aldir, skv. fréttum á www.spaceweather.com
Myndin hér til hliðar er tekin í Þýskalandi í gær 13. jan. með litlum stjörnusjónauka.
Halastjarnan er nú hvorki morgun- né kvöldstjarna eins og fyrr í vikunni, heldur dagstjarna sem sést örskammt fyrir austan sólina. Hún kemur sífellt meira á óvart eins og kómetum sæmir.
Sjá póstinn hér fyrir neðan.
From: SpaceWeather.com [mailto:swlist@spaceweather.com]
Sent: 13. janúar 2007 20:20
To: SpaceWeather.com
Subject: Daytime Comet
Space Weather News for Jan. 13, 2007
Observers around the world are reporting that Comet McNaught is now visible in broad daylight. The comet is very close to the sun, so it is tricky to find. If you want to try, here's how to do it: Go outside and stand in the shadow of a building so that the glare of the sun is blocked out. Make a fist and hold it at arm's length. The comet is about one fist-width east of the sun.
This weekend is a special time for Comet McNaught because it is making its closest approach to the sun. Solar heat causes the comet to vaporize furiously and brighten to daytime visibility. McNaught is now the brightest comet in more than 40 years, and it may become the brightest in centuries.
Vísindi og fræði | Breytt 14.1.2007 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. janúar 2007
McNaught halastjarnan sést ennþá í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum
Þó svo að McNaught halastjarnan sé horfin inn í glýjuna frá sólu er hún ekki horfin sjónum. Hún er nú að færast inn í sjónsvið SOHO gervihnattarins. Á myndinni hér fyrir neðan er spáð fyrir um ferðalag halastjörnunnar. Hafi stjörnufræðingar náð að hnita hana rétt, sem allar líkur eru á, þá ætti hún að birtast föstudaginn 12. janúar.
Skömmu eftir að hún hverfur úr sjónsviði LASCO myndavélar SOHO birtist hún á suðurhveli jarðar.
Ef vel tekst til, þá má sjá halastjörnuna í næstum beinni útsendingu hér fyrir neðan þegar hún lætur sjá sig.
Sjá vefsíðurnar:
Síðustu myndir: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime/c3/512
Stay Tuned: http://sohowww.nascom.nasa.gov/hotshots
Fréttir: http://ares.nrl.navy.mil/sungrazer/index.php?p=latest_news
Videómyndir frá SOHO: http://soho.nascom.nasa.gov/gallery/Movies/comets.html
Ljósmyndir af McNaught: http://www.spaceweather.com/comets/gallery_mcnaught.htm
Úrval ljósmynda frá SOHO: http://sohowww.nascom.nasa.gov/gallery
Sjá dagsetningar á myndinni sem sýnir væntanlega braut.
Halastjarnan kemur væntanlega inn í sjónsviðið að ofan 12. janúar
og hverfur út að neðan 16. janúar.
SOHO LASCO. Hér sést hvernig reiknað er með að brautin verði.
Þetta er ekki halastjarnan sem þarna sést! Sjá heldur myndina hér fyrir neðan.
Hér var NcNaugh halastjarnan í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum sem er í 1,5 milljón kílómetra fjarlægð. Nú er hún horfin úr sjónsviðinu. Sjá dagsetningu og tíma á myndinni. Tíminn sem fram kemur á myndinni er sá sami og gildir á Íslandi.
Smella á [Refresh] í vefskoðara til að sjá nýjustu myndina.
Sjálf sólin sést ekki, því hún er bakvið hlífðarskjöldinn fyrir miðju sem ver myndavélina. Það má þó sjá sólvindinn streyma frá sólinni eins og geisla, og stundum sjást sólgos. Vinstra megin neðantil við sólina er frekar björt stjarna. Það er reikistjarnan Merkúr. Lárétta strikið, sem liggur þvert á haus halastjörnunnar, er væntanlega vegna þess að halastjarnan er of björt fyrir myndavélina.
12. janúar: Það er byrjað að glitta í halastjörnuna efst til vinstri samkvæmt áætlun. Hún virðist ætla að verða óvenju björt miðað við það sem áður hefur sést í SOHO.
13. jánúar: Nú sést hausinn á halastjörnunni greinilega og halinn þar fyrir ofann er farinn að sjást. Hann virðst gríðarstór.
14. janúar: Það er greinilegt að halastjarnan er allt of björt fyrir LASCO myndavélina í SOHO. Það sést t.d. á lárétta strikinu við hausinn sem stafar af yfirálagi á myndflöguna. Halinn er einnig greinilega of bjartur.
16. janúar: Nú er McNaugh halastjarnan horfin af skjánum. Hún verður samt sýnileg áfram á suðurhveli jarðar í nokkra daga. Féttir á www.spaceweather.com herma að hún sjáist nú í Ástralíu og víðar.
Um SOHO:
SOHO (Solar & Heliospheric Observatory) gervihnötturinn er á braut umhverfis sólu og færist með sama hraða og jörðin þar sem honum hefur verið komið fyrir á stað þar sem þyngdarsvið jarðar og sólar eru í jafnvægi. Staðurinn kallast Lagrangian (L1) og er hann um 1,5 milljón kílómetra frá jörðu. Frá þessum stað hefur hnötturinn ótruflað útsýni til sólar, allan ársins hring, nótt sem nýtan dag. Hann sendir stöðugu myndir til jarðar, en þær er hægt að skoða á vefsíðu SOHO http://sohowww.nascom.nasa.gov
Sólin séð frá SOHO
Það er eingin lognmolla á sólinni. Skýringar hér.
Vísindi og fræði | Breytt 25.3.2007 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Halastjarna á himni skín. Myndir.
Myndin af halastjörnunni McNaught var tekin að morgni 9. janúar kl. 9:55. Skilyrði til myndatöku voru mjög góð og varla ský á himni. Myndavél var Canon 300D og linsa Tamron 300mm zoom. Lýsingartími 1,3 sek. Ljósop F/11. ISO 200. Brennivídd 119mm (35mm jafngildi 190mm).
Fróðleikur um halastjörnuna er hér: C/2006P1 McNaught
Myndasafn á www.spaceweather.com
Þegar McNaught er horfin í glýju sólar, þá má hugsanlega sjá hana í skamma stund nánast í beinni útsendingu hér á mynd frá SOHO gervihnettinum, en þar má stundum sjá halastjörnur þjóta um: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime/c3/512/
Íslensk vefsíða um stjörnuskoðun: http://stjornuskodun.is
--- --- ---
Hale-Bopp 1997
Halastjarnan er Hale-Bopp, sem sást vel yfir Íslandi í byrjun árs 1997. Norðurljós náðu næstum að skemma myndina, en gera hana þó skemmtilegri. Takið eftir bláa halanum sem var ósýnilegur með berum augum. Neðst til hægri má sjá Andromeda stjörnuþokuna. Þar eru milljarðar sóla og örugglega mikið líf og fjör. Á þessari mynd má einnig sjá aragrúa stjarna, sem eru ósýnilegar með berum augum. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 2 mínúur. Stjörnuhimninum var fylgt eftir með mótordrifi. Undirritaður tók þessa mynd í mars 1997.
Þessi mynd af Hale-Bopp halastjörnunni var tekin um miðnætti skammt frá Keilisnesi að kvöldi 12 mars '97. Halastjarnan var þá í norðurátt yfir sjónum, en samt var töluverð ljósmengun frá stór-Reykjavík, Reykjanesbraut og Reykjanesbæ. Bjarminn á neðri hluta myndarinnar er þó ljósmengun af öðrum toga; nefnilega norðurljós!
Notuð var Pentax K-1000 sem komið var fyrir á mótordrifinu sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta.
Hale-Bopp halastjarnan yfir Esju að kvöldi 18 mars '97. Myndin var tekin skömmu eftir miðnætti á Þingvallaveginum, skammt vestan afleggjarans að skíðasvæðinu í Skálafelli.
Myndin var tekin með 35mm linsu, ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta. Mótordrifið var notað, enda eru sjörnurnar sem punktar, en Esjan dálítið hreyfð!
Því sem næst fullt tungl var þegar myndin var tekin og gerir það hana dálítið undarlega; næstum eins og frá öðrum heimi. Vel má greina bláa rafskýið sem vísar upp frá halastjörnunni og græn norðurljós sem eru svipuð fyrirbæri. Litlu hvítu deplarnir á himninum eru ekki galli í filmu, heldur stjörnur. Á stækkaðri mynd má greinilega sjá að þær eru ekki allar hvítar; sumar eru bláleitar og aðrar rauðleitar. Örfáum mínútum eftir að myndin var tekin hvarf halastjarnan í skýjabakkann sem kom æðandi úr suðri.
Skýring á eðli báu og hvítu halanna á Hale-Bopp er hér.
Vísindi og fræði | Breytt 13.1.2007 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Hlýnun sjávar ekki endilega af völdum gróðurhúsaáhrifa, segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar
Það fór ekki mikið fyrir viðtalinu við Jóhann Sigurjónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunar á bls. 13 í Morgunblaðinu í morgun 10. janúar. Í viðtalinu segir Jóhann:
"...Við sjáum þess merki nú en rekjum það ekki endilega til þessara títtnefndu gróðurhúsaáhrifa, heldur að við séum að fara inn í náttúrulegt hlýskeið eins og á fyrri hluta síðustu aldar, segir Jóhann Sigurjónsson".
Það er ánægjulegt að heyra svona fersk sjónarmið. Margir virðast hafa gleymt því að á fyrrihluta síðustu aldar var hlýskeið, ekki ólíkt því sem við erum nú að upplifa.
Í þessu sambandi má benda á ágæta umfjöllun Sigurðar Þórs Guðjónssonar: Skrýtin upplifun í loftslagsmálunum
Vísindi og fræði | Breytt 5.7.2007 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. janúar 2007
Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar
Nú er að hefjast merkileg tilraun hjá CERN, Evrópsku rannsóknamiðstöðinni í öreindafræði sem er í Genf. Kostnaðurinn er um 800 milljónir króna. Tilgangurinn er að sannreyna kenningar dönsku vísindamannanna Henriks Svensmark og Eigil Friis-Christensen um samspil geimgeisla og skýjafars. Tilraunin nefnist CLOUD (Cosmics Leaving Outdoor Droplets)
Um þetta er fjallað í grein í tímaritinu Nature, (vol 443, 14 sept. 2006) sem kallast A Cosmic Connection. (Smella á krækjuna til að sækja skjalið).
Hvers vegna er tilraunin svona merkileg? Vitað er að veðurfarsbreytingar undanfarinna áratuga eru sambland af náttúrulegum sveiflum og viðbótar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum, ólíkt ámóta veðurfarssveiflum fyrr á öldum, sem ótvírætt voru eingöngu náttúrulegar. Valda náttúrulegu sveiflurnar um helmingi veðurfarsbreytinanna um þessar mundir? Minna eða meira? Um það veit enginn með vissu. Þó þykjast menn vita að á síðustu öld var virkni sólar meiri en síðastliðin 8000 ár.
Sjá grein á vefsíðu Max Plank Society: The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years
eða Sunspots reaching 1,000-year high á vefsíðu BBC
Kenningar danskra vísindamanna um samspil sólar og veðurfars hefur vakið heimsathygli. Hjá Danish National Space Center eru stundaðar rannsóknir á sólinni og áhrifum hennar á veðurfar. Vísindamennirnir hafa m.a. borið saman mælingar á geimgeislum og þéttleika lægri skýja og komist að merkilegum niðurstöðum. Í stuttu máli, þá falla ferlarnir sem sýna styrk geimgeislanna og þéttleika skýjanna, nánast alveg saman eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Getur þetta verið tilviljun, eða er einhver eðlisfræðileg skýring á þessu? Geimgeislarnir koma frá öðrum sólum í Vetrarbrautinni og ætti styrkur þeirra að vera nokkuð stöðugur. Sólvindurinn frá okkar eigin sól mótar aftur á móti styrk geimgeislanna, þannig að styrkur þeirra breytist með styrk sólvindsins, og þar með virkni sólar.
Dönsku vísindaönnunum kom til hugar að geimgeislar gætu átt þátt í breytilegu hitastigi jarðar - með hjálp sólar. Sólvindurinn hefur áhrif á styrk geimgeislanna, en styrkur sólvindsins fylgir virkni sólar. Þeir félagar skoðuðu gervihnattamyndir af skýjafari frá árinu 1983.
Í ljós kom að þegar geimgeislar eru veikastir þekur skýjahulan næstum 3 % minna en þegar geimgeislar eru hvað sterkastir.
Hvernig stendur á þessu? Ein kenningin gengur út á að vatnsgufan þéttist á rykögnum. Geimgeislar jónisera gas í háloftunum. Jónirnar flytja rafhleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar hvati sem flýtir fyrir þéttingu rakans.
Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast sólarljóss, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina.
Í stuttu máli:
"Mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský -> minna endurkast -> hærra hitastig"
Ef þessi kenning reynist rétt, þá er hér komin staðfesting á áhrifum sólvindsins á hitafar jarðar, því það gefur augaleið að minni skýjahula veldur hlýnun og öfugt. Til vðbótar þessum óbeinu áhrifum sólvindsins eru áhrif breytilegrar útgeislunar sólar. Breyting á skýjahulunni um 3% milli áratuga er ekki lítið, og getur þessi kenning því skýrt stóran hluta hitabreytinga undanfarinna áratuga og alda.
Í greininni í Nature stendur m.a. Hver er tilgangurinn með þessu leikfangi? Það virðast vera deildar meiningar meðal stjarneðlisfræðinga, kjarneðlisfræðinga og vísindamanna úr skyldum greinum annars vegar, og flestra loftslagsfræðinga hins vegar. Stjarneðlisfræðingarnir telja að sól- og geimgeislar séu mikilvægir við skýjamyndun og hafi þar þar með áhrif loftslag jarðar. Loftslagstfræðingar telja yfirleitt að ástæða loftslagsbreytinga sé allt önnur.
What is the purpose of this toy? There seems to be a disagreement between many astrophysicists, nuclear physicists and related scientists on one side and most climate scientists on the other side. The astrophysicists tend to believe that the Solar and galactic cosmic rays are important to determine the cloud formation and therefore the climate on the Earth. The climate scientists usually believe that the main driver of the climate is something completely different.
Þessi rannsókn hjá CERN markar, að mínu áliti, tímamót. Nú fara menn að rannsaka einn hugsanlega þátt veðurfarsbreytinga, þ.e. kenningar dönsku vísindamannanna, á skipulagðan og vísindalegan hátt hjá einni þekktustu vísindastofnun heims. Það verður mjög spennandi að fylgjast með hvernig til tekst.
Dönsku vísindamennirnir Henrik Svensmark og Eigil Friis-Christensen eru mjög þekktir innan loftslagsfræðinnar og oft vitnað til rannsókna þeirra. Það er greinilegt að skoðun þeirra hefur vakið verðskuldaða athygli, þar sem menn eru reiðubúnir að kosta til 9 milljónum evra eða um 800 milljónum króna vegna rannsókna hjá CERN á mögulegu samspili geimgeisla og skýjafars. 55 vísindamenn koma að tilrauninni.
Þess má geta í lokin að séu orðin [Svensmark clouds] sett í Google leitarvélina koma upp 12.800 tilvísanir. Það segir nokkuð um athyglina sem frændur okkar hafa vakið.
Sjá: Henrik Svensmark: Influence of Cosmic Rays on Earth's Climate
Smá æfing í dönsku:
Solens indflydelse på jordens klima eftir Henrik Svensmark og Nigel D. Marsh.
Viser det sig at jordens skydække påvirkes af den kosmiske stråling, betyder det at processer i universet påvirker os mere direkte end vi nogensinde havde drømt om. Forhåbentligt får vi svaret inden for nogle få år
Mælkevejens magtfulde stråling
--- --- ---
Nýlega voru kynntar niðurstöður svipaðrar tilraunar (mun einfaldari en fyrirhuguð er hjá CERN) sem kallast SKÝ (SKY á dönsku). Að tilrauninni stóðu dönsku vísindamennirnir hjá Danish National Space Center. Niðurstöður voru mjög jákvæðar og virðast staðfesta tilgátu vísindamannanna.
Experimental evidence for the role of ions in particle nucleation under atmospheric conditions
The paper reports the results of an experiment at the Danish National Space Center in Copenhagen. It is already well-established that when cosmic rays penetrate Earth's atmosphere they produce substantial
amounts of ions and release free electrons. Now, results from our experiment show that the released electrons significantly promote the formation of building blocks for cloud condensation nuclei on which
water vapour condenses to make clouds. Hence, a causal mechanism by which cosmic rays can facilitate the production of clouds in Earth's atmosphere has been experimentally identified for the first time.
"We were amazed by the speed and efficiency with which the electrons do their work of creating the building blocks for the cloud condensation nuclei," says team leader Henrik Svensmark, who is Director of the Center for Sun-Climate Research within the Danish National Space Center. "This is a completely new result within climate science."
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 1. janúar 2007
Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða?
Erum við að villast af réttri leið?
Er til enn vistvænni kostur en vetnið?
Nýlega mátti heyra eftirfarandi í útvarpi:
"Færi orkan úr Kárahnjúkavirkjun til vetnisframleiðslu mætti knýja öll farartæki hér til lands og sjávar, þetta segir íslenskur sérfræðingur í umhverfisrétti í nýrri tímaritsgrein". Síðan var fjallað um að áhugi á vetnisvæðingu hér á landi virðist fara dvínandi. Hvers vegna?
Getur verið að menn séu farnir að átta sig á öllum þeim ljónum sem eru á veginum? Eru menn farnir að gera sér grein fyrir eftirfarandi:
- Orkutap er miklu meira ef vetni er notað sem orkumiðill í stað rafgeyma. Munurinn er gríðarlegur. Ekki er fráleitt að þar muni um helming. Jafnvel meira ef allt er tekið með í reikninginn.
- Þróun í rafgeymum hefir verið mikil undanfarin ár. Bílar með Lithium Ion og Lithium Polymer rafhlöðum eru farnir að sjá dagsins ljós. Eiginleiki þeirra er ekki mikið frábrugðinn hefðbundnum bílum.
- Vetnið er mjög vandmeðfarið
- Til eru ódýrari aðferðir við framleiðslu vetnis en rafgreining. Vetni framleitt með rafgreiningu er dýrara en vetni framleitt úr jarðefnaeldsneyti.
(Smella hér til að sjá myndir sem fylgja þessum greinarstúf. Smella síðan á myndir til að sjá skýringar).
Sjá greinina " Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag". Þar er mjög einfaldur samanburður á þessum tveim kostum, og tilvísun í mjög ítarlegan samanburð á vefsíðu European Fuel Cell Forum. Þar eru fróðlegar greinar eftir Dr. Ulf Bossel vélaverkfræðing og Dr. Baldur Elíasson rafmagnsverkfræðing.
Dr Sigþór Pétursson prófessor í efnafræði við auðlindadeild Háskólans á Akureyri hefur ritað allmargar greinar í Morgunblaðið um þessi mál, og er niðurstaða hans hliðstæð því sem fram kemur á þessari síðu.
Hægt er að ná sama markmiði með því að nota rafgeyma í stað vetnisgeyma, en á mun hagkvæmari og vistvænni hátt. Tæknin er þegar fyrir hendi.
Hvers vegna að nota tækni þar sem tvö orkuver þarf til að ná sama markmiði og hægt er að ná með einu orkuveri? Hvort er vistvænna?
Hvers vegna að nota orkumiðil sem er miklu dýrari en hrein raforka? Hvað segir neytandinn? Er hann tilbúinn að kaupa slíka orku? Hvers vegna að sóa meira en helmingi orkunnar?
Þegar allt er reiknað, frá orkuveri til hjóla, þá er heildarnýtni vetnisbíla um 20 % en rafmagnsbíla um og yfir 60%. Þrefaldur munur! Sjá myndina hér fyrir neðan. Sé vetnið framleitt með rafgreiningu á afgreiðslustað, eins og rætt hefur verið um að gera hér á landi, er heildarnýtnin hugsanlega eitthvað betri, en ekki munar miklu.
Vissulega er rétt að virkja hinar vistvænu orkulindir okkar, en nauðsynlegt að gæta þess að ekki sé verið að sóa orku að óþarfa. Ef til er orkumiðill, sem er enn vistvænni en vetnið, er þá ekki ástæða til að staldra aðeins við og kanna málið? Hugsanlega er málið ekki eins einfalt og hér kemur fram, en fyrstu grófu þumalputta-útreikningar gefa til kynna að ástæða sé til að skoða málið ofan í kjölinn.
Sjá: On the Way to a Sustainable Energy Future, Efficiency of Hydrogen Fuel Cell, Diesel-SOFC-Hybrid and Battery Electric Vehicles, og fleiri greinar hér
Nýtt 8. janúar 2007: Sjá vefsíðuna Electric Mini: 0-60 in 4 Seconds: It Has Motors In Its Wheels . Sjá einnig texta í athugasemdum við þessa færslu.
Smella hér til að sjá fleiri myndir. Smella á myndir til að sjá skýringar.
Vísindi og fræði | Breytt 18.4.2007 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði