Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Monckton lávarður og Bolton fyrrv. sendiherra BNA hjá Sameinuðu þjóðunum í áhugaverðu spjalli um loftslagsmál hjá FOX...

Hinn eldklári Monckton lávarður og John Bolton fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna voru í spjallþætti Glenn Beck á Fox sjónvarpsstöðinni í gærkvöld.  Umræðuefnið var  m.a. hin brennheitu loftslagsmál og fyrirhugaður fundur sem verður haldinn í Kaupmannahöfn innan skamms.

Þetta er mjög áhugaverður þáttur þar sem bæði koma við sögu loftslagsvísindi og stjórnmál. Ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnmálum og loftslagsfræðum. Takið eftir þegar hann ávarpar Al Gore í síðasta hlutanum og skorar á hann í rökræður Smile

Monkton lávarður er m.a þekktur fyrir að hafa fundið upp Ethernity Puzzle og heita þeim sem ráðið gæti þrautina 1.000.000 sterlingspunda verðlaunum. Hann var um tíma ráðgjafi Tatcher, en upp á síðkastið er hann etv. þekktastur fyrir afskipti af loftslagsmálum.

Þátturinn sást vel í fjölvarpinu í gær, en er nú kominn á netið.

Lávarðurinn getur verið frábær ræðumaður eins og fram kemur í þessu myndskeiði. Hann nýtur sín þó ekki þannig í viðtalsþættinum.

Spjallið byrjar eftir tæplega 3ja mínútna kynningu stjórnanda þáttarins.

 

 Ath: Stundum eru hnökrar á móttöku YouTube. Það getur bætt verulega að vera með Speedbit Video Accelerator í tölvunni. Þetta forrit sækir myndstrauminn eftir fleiri en einni rás samtímis og getur því komið í veg fyrir að myndin sé sífellt að stöðvast. Smella hér til að sækja forritið. Önnur aðferð er að stöðva myndina í fáeinar mínútur meðan myndstraumurinn er að hlaðast inn. Svo má auðvitað stækka myndina þannig að hún fylli allan skjáinn.

 

Hluti 1/6: 

Hluti 2/6:

 Hluti 3/6:

Hluti 4/6: 

Hluti 5/6: 

Hluti 6/6: 

Síðasti kaflinn skarast aðeins við kaflann næst á undan, en hér má í lokin heyra Monckton lávarð skora á Al Gore í kappræður.

 

 

 

Greinin sem Monckton vísar til í síðasra kaflanum er hér fyrir neðan:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Undarlegt ljósbrot í skýjunum í gær - mynd...

 

 

 

Myndin er tekin í gærkvöld nærri Geysi. Bjarminn frá gróðurhúsunum á Flúðum og Reykholti lýsir upp skýin, en bjarta stjarnan er Júpiter. Stjarnan sem er efst til hægri er líklega Altair.

Takið eftir undarlegu ljósbrotunum sem eru eins og lóðrétt strik í skýjunum. Það mátti rétt greina fyrirbærið vinstra megin með berum augum. Fyrst hélt ég að þetta væru norðurljós, en þau voru töluvert björt í norðurátt.  Mér dettur helst í hug að þetta séu ljósbrot í ískristöllum. Hvað heldur þú?

Ljósop myndavélarinnar var opið í 30 sekúndur til að ná bjarmanum. Næmið var 1600 ISO þannig að myndin er nokkuð konótt.

Önnur mynd var tekin síðar um kvöldið. Þá sáust þessi strik ekki lengur, en þau komu fram á öllum myndunum sem teknar voru um svipað leyti. 

 

Myndirnar má stækka með því að smella á þær þrisvar.

(Canon EOS 400D, linsa 17-85 IS, 1600 ISO, ljósop 5,6, 30 sek. RAW)

 

 Hvernig er það annars, eru þetta ekki ótvíræð gróðurhúsaáhrif, það er að segja, þessi einu sönnu?

 

Um svipað leyti mátti sjá norðurljós. Fyrir ofan þau er stjörnumerkið Karlsvanninn, en bjarminn er frá Hótel Geysi.


Mansal, starfsemi erlendra glæpahópa og óþarfa vera Íslendinga í Schengen...

 

schengen_states.gif

 

"Mansal hefur farið vaxandi inni á Schengen-svæðinu eftir að það opnaðist í austur. Fyrir ekki mörgum árum var mansal bundið við þá skipulögðu glæpahópa sem voru hvað efstir í píramídanum, elstir, skipulagðastir með fullkomnasta kerfið. Eftir opnun svæðisins í austur hafa glæpahópar sem eru neðar í stiganum farið að starfa á sviði mansals, af því að það er orðinn markaður fyrir það sem þeir hafa að bjóða. Þeir þurfa ekki að smygla fólki inn á svæðið heldur geta þeir smyglað fólki innan svæðisins. Kannski erum við að sjá dæmi um það hér", segir Arnar Jensson tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Hann segir í Fréttablaðinu 23. október að í skipulagðri glæpastarfsemi stafi mest ógn af eiturlyfjum, en mansali þar á eftir.

 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Sigríður Björk Ingvarsdóttir, segir í Morgunblaðinu 23. okt.  að margir glæpahópar hérlendis, sem eru ýmist pólskir, litháiskír eða íslenskir, uppfylli skilgreiningu Europol á skipulagðri glæpastarfsemi. Þar geti verið um að ræða þjófnaði, efnahagsbrot, fíkniefnabrot, vændi, handrukkanir, peningaþvætti og mansal.

Á myndinni hér að ofan eru löndin sem tilheyra Schengen merkt með ljósbláum lit. Innan þess svæðis geta glæpamenn valsað óhindrað og eftirlitslaust að vild. Búlgaría og Rúmenia eru í biðsalnum að Schengen.  Eftirtektarvert er að Bretland og Írland skera sig úr með dökkbláum lit. Löndin eru í Evrópusambandinu, en ekki í Schengen.     Hvers vegna?    Jú þeir vilja vita hverjir koma inn í landið. Bretland og Írland eru eyjur  eins og Ísland svo landamæragæslan er auðveld. 
Eru Bretar og Írar miklu skynsamari en Íslendingar?

Það voru mikil afglöp þegar Ísland gerðist aðili að Schengen sáttmálanum. Á þeim tíma var því haldið fram að Schengen samstarfið skilaði lögreglu betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Því er þveröfugt farið. Reynslan sýnir okkur t.d. að við höfum ekki haft hugmynd þá misyndismenn sem hér hafa verið fyrr en of seint.  Ekki er hægt að afla upplýsinga um viðkomandi ólánsmenn sem hér hafa brotið lög fyrr en skaðinn er skeður.  Fyrr vitum við ekki hverjir eru hér á landi. Það er kjarni vandamálsins. Schengen kerfið virkar þannig. Það hefur ekki staðist væntingar.

Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins. Við vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenær þeir komu eða hvenær þeir fóru aftur, þ.e. hafi þeir farið á annað borð. Að sjálfsögðu leynast óheiðarlegir Schengenborgarar meðal hinna heiðarlegu. Af þeim hljótum við að hafa miklar áhyggjur. 

Erlendir glæpamenn í farbanni taka bara næsta flug eins og ekkert sé og láta sig hverfa.

Ein birtingamynd Schengen aðildarinnar er  vopnaleitin undarlega á farþegum sem koma með flugi til Íslands frá Bandaríkjunum.   Ranghalarnir upp og niður stiga í flugstöðinni stafa einnig af þessari vitleysu. Hvað kostar allur þessi fáránleiki? 

Hvernig er það, veldur það okkur Íslendingum nokkrum vandræðum þegar við ferðumst til Englands, eða Englendingum vandræðum þegar þeir ferðast til meginlandsins?  Ekki hef ég orðið var við það. Eða, er vegabréfsskoðun á Íslandi þegar við komum frá landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér það.

Það kann að henta löndum á meginlandi Evrópu að taka þátt í Schengen samstarfinu, enda liggja þar akvegir þvers og kruss milli landa. Það er ekki þar með sagt að það sé viturlegt fyrir eylöndin Ísland, England og Írland að vera í Schengen. Það vita Bretar og Írar, og eru því ekki í Schengen, jafnvel þó þeir tilheyri Evrópusambandinu.

 

Á vef  Utanríkisráðuneytisins eru "almennar upplýsingar um Schengen". Þar stendur m.a:

Vegabréfin alltaf meðferðis!
Þótt þeir sem ferðast innan Schengen svæðisins verði ekki krafðir um vegabréf á landamærum er engu að síður mælt með því að fólk hafi ávallt vegabréf sitt með í för. Sú skylda er lögð á alla sem ferðast innan svæðisins að geta framvísað fullgildum persónuskilríkjum sem eru viðurkennd af öðrum Schengen ríkjum. Sem stendur er íslenska vegabréfið í raun eina skilríkið sem vissa er fyrir að önnur ríki viðurkenni sem gild persónuskilríki. Einnig kunna flugfélög á Schengen svæðinu að óska eftir því að sjá vegabréf farþega sinna
.

Hvað í ósköpunum græðum við þá ef við eigum að hafa vegabréfin meðferðis?

 

Þegar upp er staðið, hver er kostur þess að vera í Schengen?  Ókostirnir eru aftur á móti fjölmargir. Fangelsin yfirfull af erlendum glæpamönnum, og enn fleiri ganga vafalítið lausir eins og tíð innbrot bera vitni um.

 

Lausnin á þessu óhefta flæði glæpamanna er einföld:

Við eigum að endurskoða aðild okkar að Schengen sáttmálanum án tafar. Það er ekki seinna vænna.  Við erum sjálfstæð friðsöm þjóð og viljum ekki að erlend glæpastarfssemi nái að skjóta hér rótum.

Förum að dæmi Íra og Breta.

 


Frétt BBC: Geimgeislar hafa áhrif á trjávöxt í Bretlandi...

 

 

 

Í dag 19. október er á vef BBC fréttapistill sem nefnist Cosmic pattern to UK tree growth.

Pistillin fjallar um að breskir vísindamenn hafa fundið meiri fylgni milli vaxtarhraða trjáa og geimgeisla en hita eða úrkomu.  Þeir kunna ekki skýringu á þessu en hafa komið með tilgátur. Svo virðist vera að trén vaxi hraðar þegar geimgeislar eru miklir, en samkvæmt pistlinum þýðir það meira skýjaþykkni. Þá ætti einmitt að vera heldur svalara.    - Undarlegt.

 

Ef það er tilfellið að trén vaxi betur þegar skýjað er en í sólskini þá kemur það verulega á óvart. Getur það ekki þýtt að árhringir trjáa séu ekki eins góður mælikvarði á hitastig og talið var?  Það er auðvitað allt of snemmt að draga ályktanir, en þetta kemur óneitanlega á óvart.

Spyr sá sem ekki veit.  Fróðlegt verður að fylgjast með þessu máli.

 

 British Broadcasting Corporation

Pistillinn byrjar þannig:

"The growth of British trees appears to follow a cosmic pattern, with trees growing faster when high levels of cosmic radiation arrive from space.

Researchers made the discovery studying how growth rings of spruce trees have varied over the past half a century.

As yet, they cannot explain the pattern, but variation in cosmic rays impacted tree growth more than changes in temperature or precipitation.

The study is published in the scientific journal New Phytologist.

"We were originally interested in a different topic, the climatological factors influencing forest growth," says Ms Sigrid Dengel a postgraduate researcher at the Institute of Atmospheric and Environmental Science at the University of Edinburgh...

... ...

When the intensity of cosmic rays reaching the Earth's surface was higher, the rate of tree growth was faster.

The effect is not large, but it is statistically significant.

The intensity of cosmic rays also correlates better with the changes in tree growth than any other climatological factor, such as varying levels of temperature or precipitation over the years.

"The correlation between growth and cosmic rays was moderately high, but the correlation with the climatological variables was barely visible," Ms Dengel told the BBC.

Here comes the Sun

Cosmic rays are actually energetic particles, mainly protons, as well as electrons and the nuclei of helium atoms, that stream through space before hitting the Earth's atmosphere.

The levels of cosmic rays reaching the Earth go up and down according to the activity of the Sun, which follows an 11-year cycle...

..."We tried to correlate the width of the rings, i.e. the growth rate, to climatological factors like temperature. We also thought it would be interesting to look for patterns related to solar activity, as a few people previously have suggested such a link," explains Ms Dengel. "We found them. And the relation of the rings to the solar cycle was much stronger than it was to any of the climatological factors we had looked at. We were quite hesitant at first, as solar cycles have been a controversial topic in climatology...""

Lesið meira á vef BBC

 

Humm... Humm...   Halo  

Þetta er ekki beinlínis eins og maður hefði átt von á.

 

http://news.bbc.co.uk/earth/hi/earth_news/newsid_8311000/8311373.stm

 

 --- --- ---

 banner


New Phytologist
A relationship between galactic cosmic radiation and tree rings
Sigrid Dengel, Dominik Aeby and John Grace
Institute of Atmospheric and Environmental Science, School of GeoSciences, Crew Building, University of Edinburgh, EH9 3JN, UK

ABSTRACT (krækja)

  • Here, we investigated the interannual variation in the growth rings formed by Sitka spruce (Picea sitchensis) trees in northern Britain (55°N, 3°W) over the period 1961–2005 in an attempt to disentangle the influence of atmospheric variables acting at different times of year.
  • Annual growth rings, measured along the north radius of freshly cut (frozen) tree discs and climatological data recorded at an adjacent site were used in the study. Correlations were based on Pearson product–moment correlation coefficients between the annual growth anomaly and these climatic and atmospheric factors.
  • Rather weak correlations between these variables and growth were found. However, there was a consistent and statistically significant relationship between growth of the trees and the flux density of galactic cosmic radiation. Moreover, there was an underlying periodicity in growth, with four minima since 1961, resembling the period cycle of galactic cosmic radiation.
  • We discuss the hypotheses that might explain this correlation: the tendency of galactic cosmic radiation to produce cloud condensation nuclei, which in turn increases the diffuse component of solar radiation, and thus increases the photosynthesis of the forest canopy.

 

 

 


Glæsilegur vígahnöttur yfir Gröningen...

vigahnottur.jpg
 
 Þessi vígalegi hnöttur sást yfir Gröningen í Hollandi 13 október s.l. kl. 18:57 að staðartíma (16:57 íslenskum tíma). Ljósmyndari var Robert Mikaelyan.
 
Fleiri myndir hér og hér
 
 

 
 
 
Grein í Dutch Daily News
 

A fireball meteor zipped across the Netherlands sky Tuesday evening before exploding in to the North Sea, an expert says.

The Netherlands just escaped a natural disaster from a meteor. Many Dutch people in the Netherlands witnessed a large “fireball” meteor in the sky. In the north people heard a bang and saw flashes. Also on Twitter people reported on the phenomenon.

The Groningen astronomical Theo Jurriens confirmed that this was a very bright meteor and at one point burst into three pieces.

About one hundred reports have been received from people who have seen the fireball. From the north of the Netherlands there are reports of people who heard rumblings when the meteor passed by and buildings were shaking.

Several pictures of the fireball meteor have been posted on the internet.

Update:
The meteor exploded over northern Netherlands and the North Sea and caused an explosion that made shock waves.

The blast may have been caused by the meteor or the explosion because it was faster than sound with a speed of over 1200 kilometer per hour. KNMI does not know which of the two is the cause, but measurements seem to indicate that it is an explosion, because signals are recorded earlier in northern than in De Bilt Netherlands.

Observations indicate that the orbit of the meteor came from south to north. Further research is being made about the precise path of the meteor.

The seismometers of the KNMI, recorded the shock waves around 19.00. The institute was mainly received reports from Rotterdam and Groningen. In Groningen, the shock wave generated vibrations on the ground.


 

100 ára amma flýgur í svifdreka um loftin blá...

Það er ekki annað hægt en að dást af þessari fullorðnu konu sem svífur um loftin blá meðal skýja og fugla í svifdreka. 

 

Ótrúlegt en satt...   Kissing

 

 

 


 


Magnað flug Sukhoi yfir Keflavík...? Vídeó...

Munum við verða vitni að svona flugi yfir Keflavíkurflugvelli innan skamms?

 Hér er notað svokallað vectored thrust, en þá er hægt að beina útblæstri hreyflanna í ýmsar áttir. Sjálfsagt er vélinni flogið með hjálp tölvubúnaðar.

Líklega er neðsta myndbandið skemmtilegast. Þar er enginn tölvubúnaður notaður, en flugmaðurinn er ofursnjall.

 

 

 

 







 
Þetta er reyndar MIG-29, fjarskyld frænka Sukhoi
sem þykist vera betri, en ekki eru allir sammála...
Báðar eru rússneskar.
 
Svetlana Kapanina er þó langbest þegar hún flýgur Sukhoi
Smile

 

 

--- --- ---

 

 www.ruv.is

13. okt. 2009

Orrustuþotur í íslenska flugflotann

Orrustuþotur í íslenska flugflotann
Sukhoi SU-35. Mynd: www.sukhoi.org

Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli, gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir, um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta Rússlandi. Samningar eru á lokastigi og framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna. Vélarnar yrðu skráðar hér á landi og fengju þá heiti sem byrjar á forskeytinu TF líkt og aðrar flugvélar á Íslandi.

Fyrirtækið sem um ræðir heitir ECA Programs og hefur sérhæft sig í varnaræfingum fyrir Atlantshafsbandalagið. Verkefnið á Keflavíkurflugvelli gengur út á að það verði að jafnaði staðsettar á milli tíu og tuttugu óvopnaðar orrustuþotur af Sukhoi gerð. Þær eru framleiddar í Hvíta Rússlandi og ætlunin er að þær verði notaðar til varnaræfinga hjá flugherjum landa í Nato og reyndar víðar; nokkurs konar óvinur til leigu.

Margir koma að þessu þar á meðal menntastofnunin Keilir á Keflavíkurflugvelli. Rætt er um að fjárfestingin verði um fjórir og hálfur milljarður króna og talsmaður fyrirtækisins segir að framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna gangi allt eftir. Þó er eftir að ljúka samningum til að mynda við Keflavíkurflugvöll um aðstöðuna.

 


mbl.is Munu beita sér gegn viðhaldsstöð fyrir orrustuflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BBC spyr: Hvað varð um hnatthlýnunina?

Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði, sagði karlinn sem var öldungis hlessa. Svei mér þá ef ég er ekki líka hlessa.    -    Jahérnahér...

 

 British Broadcasting Corporation

What happened to global warming?

By Paul Hudson
Climate correspondent, BBC News

Planet Earth (Nasa)
Average temperatures have not increased for over a decade

This headline may come as a bit of a surprise, so too might that fact that the warmest year recorded globally was not in 2008 or 2007, but in 1998.

But it is true. For the last 11 years we have not observed any increase in global temperatures.

And our climate models did not forecast it, even though man-made carbon dioxide, the gas thought to be responsible for warming our planet, has continued to rise.

So what on Earth is going on?

Climate change sceptics, who passionately and consistently argue that man's influence on our climate is overstated, say they saw it coming.

They argue that there are natural cycles, over which we have no control, that dictate how warm the planet is. But what is the evidence for this?... ... ...

Page last updated at 15:22 GMT, Friday, 9 October 2009 16:22 UK

Smella hér til að lesa meira á vef BBC...

 

Hvað varð eiginlega um þessa hnatthlýnun sem allir voru að tala um...?   Nú dámar mér alveg...   Engin hnatthlýnun í 11 ár...?   Hvað eiga spekingarnir hjá BBC eiginlega við...?   Woundering


Iceland looks to serve the world... Grein á vef BBC um íslensk netþjónabú...

 

Íslensk náttúra
 
 "The natural climate of Iceland could be used to reduce carbon emissions"
 

 

Á vef BBC birtist grein um fyrirhuguð netþjónabú eða gagnaver á Íslandi sem nefnist  Iceland looks to serve the world. Sjá hér. Þar segir í upphafi greinarinnar:

"Since the financial crisis, Iceland has been forced to retreat back from high octane bubble living to nature.

Fortunately, there is a lot of that nature to retreat to.

It is a breathtaking world of volcanoes, endless prairies and ethereal winter landscapes.

Not, you might think, the most obvious place to stick millions of the world's computer servers which are, for all their uses, rather less attractive.

But the country now wants exactly that - to become home to the world's computing power.

Behind all the large internet companies lurk massive and ever growing data centres chock full of servers churning away.

Google for instance is thought to have around a million of the things, but even less IT intensive operations, banks for example, need hundreds of thousands of servers to store all their data.

The problem is that while these computers look innocuous, they use a lot of energy.

There is of course the power you need for the servers themselves, but almost as significant is the energy used to keep them cool.

"For every watt that is spent running servers," says Dr Brad Karp, of University College London, "the best enterprises most careful about minimising the energy of cooling and maximising efficiency typically find they are spending 40-60% extra energy on just cooling them....

Nokkru neðar...

...just outside Reykjavik, work is well advanced on the first site which its owners hope will spark a server cold rush.

In around a year - if all goes according to plan - the first companies will start leasing space in this data centre..."

Grænn iðnaður:

Mr Monroe explains what would happen if a company moved its data centre to Iceland.

"The carbon savings would be enormous.  For example, if a large internet media company operating thousands and thousands of servers relocated its servers to Iceland, that company would save greater than half a million metric tons of carbon annually..." 

All of Iceland's electricity is renewable and basically carbon free.

Smella hér til að lesa alla  greinina á vef BBC...

 

Vonandi verða þessi fyrirhuguðu gagnaver að veruleika. Fyrirhugað er að eitt þessara netþjónabúa rísi á Suðurnesjum og eru framkvæmdir í fullum gangi. Það verkefni kemur við sögu í fréttapistli BBC. 

Verkefnið er þó í uppnámi vegna ákvörðunar umhverfisráðherra varðandi Suðvesturlínunnar svokölluðu. Ráðherra felldi úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum. Vonandi mun ráðherra endurskoða þessa ákvörðun sína, því það getur ekki verið að ákvörðunin eigi að koma niður á gagnaverum.

Gagnaver gera  kröfur til mjög mikils afhendingaröryggis á orku. Þar má ekkert til spara. Aðeins ein mikið lestuð háspennulína tengir nú Suðurnesin við Landsnet, og er það allsendis ófullnægjandi vegna reksturs gagnavera. Því miður. Gagnaver krefjast þess að öll kerfi séu að minnsta kosti tvöföld.

Vonandi rætist þó úr þessum málum sem allra fyrst. Það er nauðsynlegt að grípa strax í taumana. Að öðrum kosti rennur einstakt tækifæri okkur úr greipum. Við megum engan tíma missa. Íslands óhamingju má ekki verða allt að vopni, -einu sinni enn.

 

Ítarefni:

Vísir - Á annað hundrað ný störf við netþjónabú

Vísir - Eitt stærsta netþjónabú heims í Keflavík

Suðvesturlínur. Vefur um uppbyggingu öflugs og öruggs flutningskerfis raforku á Suðvesturlandi - frá Hellisheiði að Geithálsi og Hafnafirði og áfram út á Reykjanes.

 

 

Gagnaver

 

 Tölvubúnaður í gagnaveri

 


Siglingar um "Norð-austur siglingaleiðina" yfir heimskautasvæðið eru mun meiri en almennt er vitað...

Norð-austur siglingaleiðin
Adolf Erik Nordenskjöld barón sigldi Norðaustur leiðina fyrstur manna árið 1879. Rússar hafa notað þessa siglingaleið mikið frá árinu 1934. Fyrir fáeinum vikum flaug sú frétt um allan heim að þessi siglingaleið væri að opnast, og að kaupskip hefðu siglt þar um í fyrsta sinn. Fréttin var ættuð frá skipafélaginu sem átti skipin og birt gagnrýnislaust í fjölmiðlum heimsins.
 
Skoðum málið nánar. Sjálfsagt verða margir dálítið hissa við lesturinn...
 
Norð-austur siglingaleiðin (rauð) er mun styttri en hin hefðbundna siglingaleið (gul) milli Evrópu og t.d. Japan, eins og sést á efstu myndinni.
 
Um Nordenskjöld var fjallað lítillega í athugasemdum pistilsins"Hafísinn í ár 23% meiri en árið 2007", hinn 18 september síðastliðinn. Þar er birt eftirfarandi mynd mynd af frétt New York Times árið1901 um andlát Nordenskjölds og þetta afrek hans árið 1879. Um ævi Nordenskjölds má til dæmis lesa hér.
 
nordenskjold-article-small_920444.jpg

 
Víkur nú sögunni að siglingum Rússa sem hófust nokkrum áratugum síðar. Um þessar siglingar er fjallað í stuttri grein í The Register sem nefnist "Media 're-open' North Eastern Passage",sem útleggja má sem "Fjölmiðlar opna aftur Norð-austur siglingaleiðina".
 
Greinin byrjar þannig: "One of Russia's commercial maritime trade routes for the past 70 years has been "re-opened" by a press hungry for dramatic Global Warming scare stories - but who failed to check the most basic facts..."
 
Síðan segir nokkru aftar: "Since the 1930s the route has seen major ports spring up, carrying over 200,000 tons of freight passing through each year, although this declined with the fall of the Soviet Union".
 
Skoðum nú stórmerka grein frá apríl 1993 í kanadíska blaðinu The Northern Mariner (Canadian Nautical Research Society). Hvergi er í þessari grein minnst á hlýnun lofthjúps jarðar og minnkandi hafís, enda var það ekki í tísku þegar greinin var skrifuð. Þar kemur fram að vöruflutningar hafi numið yfir 5.000.000 tonnum árlega þegar mest var:
 
Fjallað er ítarlega um siglingar Rússa í grein eftir Jan Drent sem nefnist Commercial shipping on the Northern sea route, og er hægt að sækja sem pdf skjal með því að smella hér.
 
Þetta er mjög merkileg grein.  Þar má meðal annars sjá þessa töflu sem sýnir hve gríðarlega umfangsmiklir vöruflutningar hafa átt sér stað á árunum 1935 til 1987. Það er enn merkilegra að á þessu rúmlega hálfrar aldar tímabili var kuldatímabil sem við nefnum stundum hafísárin. Að sjálfsögðu notuðu Rússar sérstaklega styrkt flutningaskip fyrir þessar ferðir, enda ekki neinir viðvaningar.
 
 
 Taflan sýnir hvernig vöruflutningar jukust með árunum frá 1935 til 1987. Eftir fall Sovétríkjanna dró úr þessum flutningum. Takið eftir að taflan sýnir siglingar á tíu ára fresti og að t.d. árið 1980 námu vöruflutningarnir 4.951.000 tonnum.
Jafnvel á hinum köldu "hafísárum" hafa vöruflutningar verið verulegir.
 
 
sa-15.jpg

 Gámaflutningaskip á siglingu í september 1991.
Í greininni kemur fram að þetta ár hafi flutningar numið 4,9 miljónum tonna"...when there were more than nine hundred voyages by some two hundred ships" (bls. 7).

Á blaðsíðu 15 í greininni sem skrifuð er árið 1993 stendur:
"Annual cargo traffic between northern Europe and the Far East is currently about thirty million tonnes. Just over one million is carried on the Trans-Siberian Railway, and 216,000 on the Northern Sea Route. ... During this century commercial use of the Northeast Passage has become well established. Thus far shipping has consisted largely of domestic traffic along the northern coast. The development of a viable navigation route by the Russians has been achieved through a lengthy and sustained effort. Will this now lead to regular international use of the Northern Sea Route for both transits and trade with Siberia and north European Russia? This question could become one of the most interesting in world-wide trade at the turn of the century and beyond".
 
 --- --- ---
 
 
Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu:
 
Utanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp til að fjalla um opnun norð-austur siglingaleiðarinnar fyrir Norðurheimsskautið og mikilvægi hennar fyrir Ísland.

Ákvörðunin helgast m.a. af því að flestum vísindamönnum sem fjallað hafa um áhrif hlýnandi veðurfars á norðurslóðum ber saman um að draga muni verulega úr ís á siglingaleiðunum fyrir Norðurskautið á næstkomandi áratugum. Samkvæmt sumum spám, er talið að siglingaleiðin fyrir Norður-Rússland kunni að verða opin óstyrktum skipum í a.m.k. tvo mánuði á sumrin innan fimm ára og jafnvel í fjóra til sex mánuði árið 2015.

Ísland hefði mikinn efnahagslegan ávinning af opnun norð-austur siglingaleiðarinnar og opnar hún möguleika á birgðastöð og umskipunarhöfn á Íslandi fyrir flutninga milli Austur-Asíu og ríkja við Norður-Atlantshaf.

Þess er vænst að starfshópurinn, sem lúta mun forystu utanríkisráðuneytisins, taki saman greinargerð um efnið fyrir haustið 2004.

Nánari upplýsingar er að finna í viðhengi.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. september 2003.

Það er nú svo, og svo er nú það... eins og einhver sagði...
 
--- --- ---
 
 
Ágæti lesandi: Kom þér eitthvað á óvart við lestur þessa pistils um Norð-austur siglingaleiðina? Auðvitað með hliðsjón af umræðunum undanfarin ár....
 
 
Lesið hina stórmerku grein  Jan Drent  "Commercial shipping on the Northern sea route" í The Northern Mariner:

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 762154

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband