Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Sunnudagur, 29. mars 2009
Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!
Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.
Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg. Stærðarhlutföllin eru 1:8.
Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára
Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.
Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.
Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.
Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.
Ítarefni:
Ágrip af sögu atvinnuflugs á Íslandi
Myndir teknar á móti Í Cosford Englandi þar sem flugvélar af öllum gerðum flugu í smækkaðri mynd.
Douglas DC-4 Skymaster, Historical Background
Vísindi og fræði | Breytt 30.3.2009 kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 28. mars 2009
Brot úr smástirninu sem féll á jörðina 7. okt. 2008 fundin.
Um það leyti sem bankakerfið hrundi féll lítið smástirni á jörðina í Súdan. Um það var bloggað rétt fyrir atburðinn í pistlinum: "Smástirni fellur á jörðina aðfararnótt þriðjudags 7. okt."
Myndin er af einu þessara brota sem fundist hafa. Sjá vefsíðuna Astronomy Picture of the Day þar sem fjallað erum þessa loftsteina.
Vísindamennirnir sem leituðu steinanna nutu þess hve sandurinn þarna í Núbíu eyðimörkinni er ljós. Auðvelt var að koma auga á loftsteinana vegna þess hve þeir skera sig vel úr umhverfinu. Alls hafa fundist 280 brot.
Er þetta ekki líkt venjulegu grjóti á hálendi Íslands? Þar er eyðimerkursandurinn svartur eins og þessir loftsteinar, en skyldi ekki leynast víða á Íslandi grjót sem komið er um óravíddir geimsins? Höfum við ef til vill gengið á svona loftsteinum?
Takið eftir hvernig steinninn lítur út eftir ferðalagið um lofthjúp jarðar þar sem hann kom inn sem eldhnöttur.
Smástirnið var á stærð við bíl áður en það kom inn í andrúmsloftið. Sést hafði til þess allnokkru áður. Þegar það kom á miklum hraða inn í lofthjúp jarðar hitnaði það gríðarlega og sprakk í þúsundir mola. Steinninn sem er á myndinni er ekki nema um 4 sentímetrar í þvermál.
Ítarefni:
Myndir og texti: Leitin að loftsteinunum á vefsíðu ASIMA.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Jeppaferðin á Mars gengur vel eftir 5 ár...
Í október 2007 var bloggað um ferðir tveggja jepplinga á reikistjörnunni Mars. Sjá pistilinn "Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars". Jepplingarnir, sem kallast Spirit og Opportunity lentu á Mars í janúar 2004. Upphaflega áttu þeir að aka um yfirborð reikistjörnunnar í þrjá mánuði, en þeir eru enn að eftir fimm ár!
Ferðalagið hefur reyndar ekki verið alveg án áfalla. Farartækin hafa náð að festa sig eins og algengt er á hálendi Íslands, en á jörðu niðri eru færir jeppamenn við stjórn, og hefur þeim tekist með lagni að losa farartækin úr hremmingunum. Hjólabúnaðurinn á Spirit er bilaður þannig að hann þarf að aka afturábak til að komast leiðar sinnar, og Opportunity er hálf handlama vegna bilunar.
Sjá vefsíðu NASA frá því dag, Mars Rover Update.
Tvísmella á mynd til að sjá stærri.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. mars 2009
Álverðið er byrjað að hækka ... !
Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun álverðs síðasta mánuð.
Eins og sjá má þá er verð á áli greinilega farið að hækka aðeins!
Athugið að allar myndir á síðunni eru beintengdar og því síbreytilegar!
Pistillinn var skrifaður 20. mars 2009 og hafa nokkrar breytingar orðið síðanþá...
Þróun álverðs síðustu 6 mánuði.
Þróun álverðs síðastliðin 10 ár.
Takið eftir verðinu um það bil sem ákveðið var að ráðast í álver í Hvalfirði og á Austurlandi. Ætli það hafi ekki verið um 2002-2003. Þá var verð á áli í US$ svipað og í dag.
Heimild: www.infomine.com Efri ferilin má sjá hér.
Ferlarnir uppfærast sjálfkrafa daglega.
Sjá vefsíðu Dr. Þrastar Guðmundssonar sérfræðings í áliðnaði. Hann hefur mikla þekkingu á framleiðslu áls.
Telja óvíst að hægt verði að standa við Helguvíkuráform | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 16.4.2009 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Ekkert hlýnað síðastliðin ár...
Humm... Er ekki eitthvað athugavert við þessa frétt? "Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var"
Skoðið hitaferilinn hér fyrir neðan. Hann sýnir hitabreytingar í lofthjúpnum síðastliðin 30 ár. Ferillinn nær frá árinu 1979 fram að síðustu mánaðamótum.
Hver hefur þróunin verið á undanförnum árum? Hvað finnst þér? Hefur jörðin hlýnað hratt á þessari öld? Hvar er þessi "hraði hlýnunar" sem á að hafa aukist samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar?
Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í hitafari lofthjúps jarðar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn, samkvæmt gervitunglamælingum. Teiknaður hefur verið inn sveigður ferill sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða sem sýnir tilhneiginguna. Svokölluð "trend" lína. Á myndinni hafa verið afmörkuð fyrirbæri sem stafa að eldgosinu í Pinatubo (kólnun) árið 1991 og El-Nino (hitatoppur) í Kyrrahafinu árið 1998.
Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer.
Ef einhver er ekki sáttur við hitamælingar gerðar með gervihnöttum, þá er rétt að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hitaferla frá öllum helstu stofnunum sem sjá um hitamæligögn lofthjúps jarðar.
RSS MSU og UAH MSU ferlarnir eru frá gervihnöttum.
NCDC, GISS og HadCRUT3 eru samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri.
Þessum ferlum ber nokkuð vel saman,
Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló: climate4you.com
Í fréttinni er verið að fjalla um hlýnun á síðustu árum. Hvar er þessi hlýnun ? Bloggarinn á erfitt með að koma auga á hana.
Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:
- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.
Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló: climate4you.com. Mæligögnin eru frá hinni virtu stofnun The Hadley Centre.
Ferillinn sýnir hitabreytingar frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Litlu ísöldinn var að ljúka um 1900 og þá fór að hlýna, enda varla við öðru að búast, eða hvað?
Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var
Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst.
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.
Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.
Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar
"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"
Árni Magnússon handritasafnari
Jörðin hlýnar hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Óvenjuleg alþjóðleg ráðstefna um hnatthlýnun hefst í dag...
Í dag 8. mars hefst í New York ráðstefna um hnatthlýnun sem stendur í þrjá daga. Hún er um margt óvenjuleg.
Meðal fyrirlesara verða Dr. Vaclav Klaus forseti Tékklands og Evrópusambandsins, Dr. Richard Lindzen heimsþekktur loftslagsfræðingur og prófessor við MIT, Dr. Harrison Schmitt geimfari sem gengið hefur um á tunglinu, Dr. Nir Shaviv stjarneðlisfræðingur og prófessor, Dr. Willie Soon stjarneðlisfræðingur við Harvard Smithsonian, Monckton lávarður, Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum, Dr. Fred Goldberg sem hélt erindi í Norræna húsinu í fyrra, ásamt fjölmörgum öðrum sem allir eiga það sameiginlegt að vera efasemdarmenn varðandi hnatthlýnun.
Stuttan lista yfir fyrirlesarana, sem segðir verða yfir 70, má sjá hér. Þar á meðal eru fjölmargir þekktir vísindamenn.
Dagskrána ásamt nánari kynningu á fyrirlesurum má finna hér. Sjá bls. 13-28. Meðal fyrirlesara eru loftslagsfræðingar, veðurfræðingar, stjarneðlisfræðingar, eðlisfræðingar, jarðfræðingar, umhverfisfræðingar, verkfræðingar, stærðfræðingar, hagfræðingar, lífeðlisfræðingur, haffræðingur, mannfræðingur, tunglfari, ...
Margir þessara manna eru með doktorspróf og sumir háskólaprófessorar. Enginn frýr þessum mönnum vits.
Vefsíða ráðstefnunnar er hér.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hver niðurstaða þessarar óvenjuleg ráðstefnu verður.
Það er eiginlega merkilegt til þess að hugsa til þess að svona margir mætir menn skuli efast um hnatthlýnun af mannavöldum... Að hugsa sér... Hvað í ósköpunum eru þeir eiginlega að hugsa?
Er ekki bannað að efast?
--- --- ---
Umfjöllun um ráðstefnuna:
Þar segir m.a:
"...Skepticism and inquiry go to the essence of scientific progress. It is always legitimate to challenge the existing "consensus" with new data or an alternative hypothesis. Those who insist that dissent be silenced or even punished are not the allies of science, but something closer to religious fanatics.... In the Canadian province of Alberta, the Edmonton Journal found, 68 percent of climate scientists and engineers do not believe "the debate on the scientific causes of recent climate change is settled..."
Smella þrisvar á mynd til að stækka:
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Laugardagur, 7. mars 2009
Cassiopeia verkefnið - Vísindin útskýrð á auðskilinn hátt...
Vefsíðan CassioPeia Project virðist mjög áhugaverð. Tilgangurinn er sagður vera að gefa öllum kost á háskerpu kvikmyndum um vísindi. "Making Science Simple" er kjörorðið. Framsetning er mjög auðskilin og ætluð almenningi.
Smella hér til að sjá hvað er í boði.
Svo er bara að skoða og læra!
--- --- ---
Þekkja ekki allir Kassíópeia stjörnumerkið? Það er eins og risastórt W á næturhimninum. Það er einmitt í lógóinu efst á síðunni.
Finnur þú Kassíópeiu á stjörnukortinu hér fyrir neðan? Þetta kort sýnir stjörnuhimininn eins og hann er yfir Íslandi einmitt núna.
Takið eftir klukkunni efst til hægri á kortinu. Smella á "Refresh" til að uppfæra tíma.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Hnatthlýnun í biðstöðu næstu 30 árin?
Ísilögð Thames 1695 þegar sólin var í mikilli lægð sem kallast Maunder Minimum
(Þrísmella á mynd til að stækka)
Greinin hér fyrir neðan birtist á Discovery vefnum 2. mars. Þar er vitnað í grein í ritrýnda vísindaritinu Geophysical Research Letters þar sem spáð er áratugalangri kólnun í kjölfar hnatthlýnunar. Þetta eru ekki ný tíðindi því þetta hefur verið í umræðunni undanfarinn áratug eða jafnvel lengur, eins og bloggarinn hefur áður fjallað um, m.a. í þessum pistli frá 30. júní síðastliðnum: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
Global Warming: On Hold?Michael Reilly, Discovery News |
March 2, 2009 -- For those who have endured this winter's frigid temperatures and today's heavy snowstorm in the Northeast, the concept of global warming may seem, well, almost wishful.
But climate is known to be variable -- a cold winter, or a few strung together doesn't mean the planet is cooling. Still, according to a new study in Geophysical Research Letters, global warming may have hit a speed bump and could go into hiding for decades.
Earth's climate continues to confound scientists. Following a 30-year trend of warming, global temperatures have flatlined since 2001 despite rising greenhouse gas concentrations, and a heat surplus that should have cranked up the planetary thermostat.
"This is nothing like anything we've seen since 1950," Kyle Swanson of the University of Wisconsin-Milwaukee said. "Cooling events since then had firm causes, like eruptions or large-magnitude La Ninas. This current cooling doesn't have one."
Instead, Swanson and colleague Anastasios Tsonis think a series of climate processes have aligned, conspiring to chill the climate. In 1997 and 1998, the tropical Pacific Ocean warmed rapidly in what Swanson called a "super El Nino event." It sent a shock wave through the oceans and atmosphere, jarring their circulation patterns into unison.
How does this square with temperature records from 2005-2007, by some measurements among the warmest years on record? When added up with the other four years since 2001, Swanson said the overall trend is flat, even though temperatures should have gone up by 0.2 degrees Centigrade (0.36 degrees Fahrenheit) during that time.
The discrepancy gets to the heart of one of the toughest problems in climate science -- identifying the difference between natural variability (like the occasional March snowstorm) from human-induced change.
But just what's causing the cooling is a mystery. Sinking water currents in the north Atlantic Ocean could be sucking heat down into the depths. Or an overabundance of tropical clouds may be reflecting more of the sun's energy than usual back out into space.
"It is possible that a fraction of the most recent rapid warming since the 1970s was due to a free variation in climate," Isaac Held of the National Oceanic and Atmospheric Administration in Princeton, New Jersey wrote in an email to Discovery News. "Suggesting that the warming might possibly slow down or even stagnate for a few years before rapid warming commences again."
Swanson thinks the trend could continue for up to 30 years. But he warned that it's just a hiccup, and that humans' penchant for spewing greenhouse gases will certainly come back to haunt us.
"When the climate kicks back out of this state, we'll have explosive warming," Swanson said. "Thirty years of greenhouse gas radiative forcing will still be there and then bang, the warming will return and be very aggressive."
--- --- ---
feigra manna,
rýður ragna sjöt
rauðum dreyra.
Svört verða sólskin
um sumur eftir,
veður öll válynd.
Vituð ér enn eða hvað?
Vituð ér enn eða hvað? Svo spyr völvan aftur og aftur í Völuspá. Er þetta erindi fyrsta langtímaveðurspá sögunnar?
En völvan segir síðar:
akrar vaxa,
böls mun alls batna,
...
Vituð ér enn eða hvað?
Eitt er víst, hitafarið gengur í bylgjum. Sumar öldurnar eru stuttar og kallast þá veður, en aðrar eru lengri og kallast þá loftslagsbreytingar.
Þá vitum vér það... eða þannig...
Vísindi og fræði | Breytt 5.4.2009 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 2. mars 2009
Stjörnuskoðun í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur þriðjudagskvöld...
Gert er ráð fyrir því að stjörnuskoðunin hefjist klukkan 20:00 og verður fjöldi stjörnusjónauka á staðnum.
Þetta stjörnuskoðunarkvöld er haldið fyrir þig í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Eitt allra mikilvægasta markmið ársins er að sýna þér það sem Galíleó sá fyrir 400 árum og meira til.
Þú mátt gjarnan mæta með þinn eigin sjónauka og sýna öðrum í gegnum hann, eða njóta þess að horfa í gegn um sjónaukann hjá öðrum...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði