Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Litríkt sólarlag í öskumistrinu...

 

solarlag_27april2010.jpg

 

 

 

Örlítið öskumistur eins og var yfir Garðabæ 27. apríl gerir sólarlagið óvenju litríkt.   Næstum blóðrautt.

Er sólarlagið fallegra en venjulega? Um það má deila, en ekki finnst mér það. Minnir of mikið á útlenskt sólarlag þar sem mengun er miklu meiri en hér á okkar einstaka landi.

 

 

En var öskumistur í loftinu að  lita sólarlagið? Ekki er ég viss. Það var ekki heldur Pete Lawrence sem tók myndina hér fyrir neðan 17. apríl á suðurströnd Englands. Myndin er stjörnumynd dagsins hér á APOD síðunni.

 

2010-04-17_c_img_0949.jpg

 

 Nú er búist við hagstæðum vindáttum fyrir flugið fram yfir næstu helgi að minnsta kosti. Ekki er því víst að sólarlagið á höfuðborgarsvæðinu verði rautt næstu kvöld...

 

 


mbl.is Engin merki um goslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgosið: Hvenær kemst flug á Íslandi í eðlilegt horf...?

 

 

icelandair_b757-800w-shadow.jpg

 

 

Nú þegar dregið hefur verulega úr gosinu vaknar sú spurning  hjá mörgum hvenær reikna megi með að flugið komist í eðlilegt horf.

Styrkur gossins er, skilst mér, aðeins um 1/20 eða 5% af því sem var þegar mest gekk á og er nú ekki meiri  en var í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Auk þess eru gosefnin farin að hlaðast upp sem hraun í stað þess að rjúka upp í háloftin. Lítil aska kemur því frá gígnum.

Minnst af mistrinu sem sést hefur kemur beint frá gosinu, heldur er um að ræða eins konar sandfok eða rykmökk af þeim svæðum þar sem askan féll til jarðar meðan gosið var í hámarki. Er þannig mistur varasamara flugi en t.d. sandfok af hálendinu eða Mýrdalssandi, eða rykmökkur sem stundum berst á haf út frá Sahara?

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá "venjulega"  rykmekki frá Íslandi og Sahara. Ekki eru svona rykmekkir taldir varasamir flugi, en hvernig er með rykmökk frá nýfallinni ösku? Er hann varasamari en svona rykmökkur fá gömlum gosefnum eins og á Mýrdalssandi?

Fróðlegt væri að fá svar við þessum spurningum og öðrum sem kunna að skipta máli. Ef svifryk sem rýkur upp frá nýfallinni ösku er slæmt fyrir flugumferð, þá gætum við nefnilega átt von á miklum truflunum á flugumferð vikum og mánuðum saman, jafnvel þó eldgosinu lyki á morgun.   Svo vitum við að svona eldgos getur mallað mánuðum saman...

Er nokkur hætta á að menn séu að blanda saman skaðlitlu en hvimleiðu sandfoki (öskufoki) og hættulegri ösku beint frá eldgígnum?

Hvar er þessar spár um útbreiðslu gosefna gerðar? 

Bloggarinn hefur alls ekkert vit á þessum málum, en þykist vita að spurningin um hvað þurfi til að flugbanninu verði aflétt brennur á vörum margra...

 

 

 

iceland_dust_2002028_lrg--b.jpg

 

Rykmökkur frá Mýrdalssandi

 Myndin er frá 28. janúar 2002

 

 

duststormsahara2000.jpg


Rykmökkur frá Sahara

 Myndin er frá 26. febrúar 2000

 


Merkilega mikil fylgni milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljóts í S-Ameríku...

 

 

 

Ótrúlega mikil fylgni virðist vera milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljótsins Paraná í Suður Ameríku, eins og ótvírætt virðist vera á myndinni hér fyrir neðan.

Paraná fljótið er hið fjórða stærsta í heimi miðað við vatnsmagn sem er 20.600 rúmmetrar á sekúndu, og hið fimmta stærsta miðað við svæðið þaðan sem það flytur vatn, en stærð vatnasvæðisins er 3.100.000 ferkílómetrar, eða 30-föld stærð Íslands. Fljótið safnar vatni í Brasilíu, Bólivíu, Praguay og Argentínu. Ósar þess eru skammt norðan við Buenos Aires. Vatnið í ánni á upptök sín í rigningu á þessu gríðarstóra landsvæði, og er því vatnsmagnið í ánni mjög góður mælikvarði á meðalúrkomuna.

Í tímaritinu Journal of Atmospheric and Solar-Terrestrial Physics mun væntanlega innan skamms birtast grein eftir Pablo Mauas and Andrea P. Buccino. Greinin nefnist Long-term solar activity influences on Souh American rivers. Greinina má nálgast með því að smella hér. David Whitehouse skrifar um rannsóknina hér. Greinin er framhald annarrar greinar um sama efni sem birtist árið 2008. Greinarnar þarf að skoða í samhengi.

Ástæðulaust er að endurtaka efni greinarinnar, en í henni er einnig fjallað um  Colorado ána og tvær þverár hennar, San Juan og Atuel. Í þessum ám er ekki eingöngu regnvatn, heldur einnig afrennsli jökla í Andesfjöllum. Niðurstaðan er því ekki beint sambærileg við Paraná þar sem vatnið í ánni er eingöngu regnvatn. Engu að síður má sjá þar fylgni milli rennsli ánna og sólvirkninnar.

Í þessari fróðlegu grein er minnst á aðrar rannsóknir á sambandi milli sólvirkninnar og úrkomu, og sólvirkninnar og monsún vinda. Rannsóknir sem gefa svipaða niðurstöðu.

 

Það er ekki annað að sjá en sambandið milli virkni sólar og úrkomu í Suður-Ameríku sé mikið og ótvírætt. Þá vaknar auðvitað  spurningin: Hvernig stendur á þessu?



1909 til 2003.

Svartur ferill: Frávik í vatnsmagni Paraná fljótsins.

Rauður ferill: Frávik í virkni sólar (sólblettatalan).

(Smella tvisvar á mynd til að stækka).

 

Alla greinina má nálgast hér sem próförk (preprint).

Greinina frá 2008 má nálgast hér.

Pistill David Whitehouse um málið er hér.

 

 

Abstract
River streamflows are excellent climatic indicators since they integrate precipitation
over large areas. Here we follow up on our previous study of the influence of
solar activity on the flow of the Paraná River, in South America. We find that the
unusual minimum of solar activity in recent years have a correlation on very low
levels in the Paraná’s flow, and we report historical evidence of low water levels
during the Little Ice Age. We also study data for the streamflow of three other
rivers (Colorado, San Juan and Atuel), and snow levels in the Andes. We obtained
that, after eliminating the secular trends and smoothing out the solar cycle, there
is a strong positive correlation between the residuals of both the Sunspot Number
and the streamflows, as we obtained for the Paran´a. Both results put together imply
that higher solar activity corresponds to larger precipitation, both in summer and
in wintertime, not only in the large basin of the Paran´a, but also in the Andean
region north of the limit with Patagonia.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þegar gosið stöðvaðist um tíma s.l. laugardag - Myndir...


 

 

 

Það var nokkuð furðulegt að fylgjast með því síðastliðinn laugardag hvernig gosið hætti gjörsamlega skamma stund, en byrjaði svo aftur af fullum krafti. Myndin hér fyrir ofan var tekin klukkan 11:45 frá Hvolsvelli og er gígurinn vinstra megin við bólsturinn sem hafði skotist upp skömmu áður. Bara smá púff...  en fyrir ofan sjálfan gíginn efst á jöklinum sést aðeins örlítill reykur. 

Lengst til hægri má sjá hluta dökka öskuskýsins.  Á næstu mínútum tók eldfjallið aftur við sér og mikill kraftur færðist í gosið eins og sjá má á myndunum.

Myndirnar eru teknar á móti sól skammt fyrir austan Hvolsvöll.

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu hafa margir tekið myndir af gosinu þennan dag. Þar á meðal Snævarr Guðmundsson sem þekktur er fyrir stjörnu- og landslagsljósmyndir. Á vefsíðunni Universe Today eru nokkrar mynda hans, sjá Incredible Images of Iceland Volcano from Just a Few Kilometers Away.

 

 

Ein mynd sem tekin er skammt frá Geysi skömmu fyrir sólsetur sama dag. Geysir er um 80 km frá gosstöðvunum:

 


 

Að lokum mynd sem tekin var frá Envisat gervihnettinum í gær 19. apríl klukkan 13:45 (14:45 CET). Smella má nokkrum sinnum á myndina til að sjá miklu stærri mynd:

 


 

Sjá einstaklega góðar myndir hér hjá Boston.com:
 

 


Sólarorkuver á Spáni framleiða rafmagn í myrkri...!

 

 

Sólarorkuver á Spáni


Í ljós hefur komið að orka streymir inn á landsnet Spánar frá mörgum sólarorkuverum þar í landi, sérstaklega þegar ekki sést til sólar að nóttu til.    Yfirnáttúrlegt? Errm  

Líklega er frekar um að ræða mannlegt eðli en eitthvað yfirnáttúrulegt.   Í Evrópu er nefnilega greiddur mun hærri taxti fyrir svokallað grænt rafmagn en venjulegt svart, og það kunna menn að notfæra sér. 

Í ljós hefur komið að eigendur þessara orkuvera hafa framleitt rafmagn með díselrafstöðvum og tengt inn á netið að nóttu til  Ninja   -  Síðan hafa þeir fengið greitt fyrir rafmagnið eins og um væri að ræða grænt rafmagn en ekki svart.  Rafmagn sem framleitt er með sólaorkuverum og vindorkuverum er nefnilega niðurgreitt með styrkjakerfi Evrópusambandsins.

Nú þegar er vitað um svindl sem nemur 2,6 milljónum Evra, en menn telja að það sé aðeins toppurinn á ísjakanum sem kominn er í ljós.   Á Spáni styrkti ríkið framleiðslu með sólarorku með 2,3 milljörðum Evra samkvæmt fréttinni hér fyrir neðan. Það er því eftir miklu að slæðast.

 

Það er ekki nóg að menn græði á kolefniskvótasvindli... 

 

Sjá grein frá í gær um málið hér(Google þýðing á ensku hér).

 

 

Swisscom logo

 16:15 13.04.2010

 

Schwindel mit Solarstrom in Spanien aufgeflogen

Das spanische Industrieministerium ist einem Betrug in der Solarbranche auf die Spur gekommen. Betreiber sollen Diesel-Strom als Solarstrom ausgegeben haben, um an lukrative Subventionen zu kommen.

Presseberichten festgestellt, dass mehrere Solaranlagen angeblich auch nachts Strom produzierten und in das Netz einspeisten. Um eine grössere Leistung der Anlagen vorzutäuschen, sollen die Betreiber Diesel-Stromgeneratoren angeschlossen haben.

Nach vorläufigen Schätzungen beläuft sich der Schaden auf 2,6 Mio. Euro. "Dies ist aber nur die Spitze des Eisbergs", sagte ein Branchenexperte der Zeitung "El Mundo", die den Skandal ans Licht brachte. Wenn Solaranlagen angeblich in der Dunkelheit Strom produzieren, falle das früher oder später auf. Wenn jedoch auch tagsüber Stromgeneratoren angeschlossen würden, sei der Schwindel kaum festzustellen.

Die Verbände der Solarwirtschaft forderten harte Strafen für die Betrüger. Diese brächten die gesamte Branche in Misskredit. Auch das Schweizer Unternehmen Edisun Power kritisierte solche Vorgehensweisen auf Anfrage der Nachrichtenagentur SDA scharf. Edisun Power sei von den Ermittlungen nicht betroffen und distanziere sich klar.

In Spanien zahlte der Staat im vergangenen Jahr rund 2,3 Mrd. Euro an Subventionen für Solarstrom. Dieser macht rund zwei Prozent der spanischen Stromerzeugung aus. Die Subventionen hatten die Zahl der Photovoltaik-Anlagen in Spanien rapide ansteigen lassen. Die Regierung will die Prämien aber um bis zu 40 Prozent kürzen.

 

     Wikipedia: Solar Power in Spain

     Green Energy News: World's Largest Solar Energy Plant in Spain

     The Copenhagen Post: Denmark rife with CO2 fraud


Halastjarna fremur sjálfsmorð í beinni...

 

 

http://spaceweather.com/images2010/09apr10/comet_c2_big2.gif?PHPSESSID=o9ljn0bgv9v90ps5m4q0bsmd41
 
Ný hreyfimynd.

 

Einmitt núna stefnir þessi halastjarna beint á sólina og mun tæplega lifa það af. Hún birtist skyndilega í gær í sjónsviði SOHO gervihnattarins. Hreyfimyndin sýnir ferðalag hennar í gær og fram yfir miðnætti. Hvíti hringurinn í miðju sýnir stærð sólarinna, en dökka skífan hlífir myndavélinni fyrir gríðarlegri birtu hennar.

Takið eftir dagsetningu og tíma á myndinni.

Nýjustu myndir frá SOHO eru hér: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime-images.html

Sjá eldri SOHO halastjörnumyndir hér og bestu SOHO myndirnar hér. Rauntíma hreyfimyndir hér.

 

Á næstu mynd gætu fleiri svona halastjörnur í sjálfsmorðshugleiðingum skyndilega birst...  Sjáið þið halastjörnuna sem birtist í gær 9. apríl?   Þessi mynd er "lifandi" þannig að hún sýnir alltaf síðustu daga.  Leyfið henni að hlaðast inn í nokkrar mínútur, þá fer að færast fjör í leikinn. Takið líka eftir sólvindinum og sólskvettunum.

 

http://soho.esac.esa.int/data/LATEST/current_c2.gif

 

 

 

Og svo er það sólin undanfarinn mánuð...

http://soho.esac.esa.int/data/LATEST/current_eit_304.gif

 

 

 Wikipedia: Kreutz Sungrazers

 

 


Ritstjórnarstefna bloggsins...

 

 

 

 


Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdakerfi þessa þessa bloggsvæðis:


  1. Athugasemdakerfið er stillt þannig að umsjónamaður bloggsins þarf að samþykkja athugasemdir áður en þær birtast.

  2. Hér gilda hliðstæðar reglur og hjá ritstjórn blaða: Aðeins athugasemdir sem sá sem er ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði telur málefnalegar og eiga erindi verða birtar.  

  3. Álit þeirra sem skrifa undir fullu nafni er metið áhugaverðara en þeirra sem skrifa undir dulnefni eða eingöngu fornafni, og athugasemdir nafnleysingja að jafnaði ekki birtar.

  4. Persónuníð (Ad hominem) eða illt umtal er ekki liðið.

  5. Að jafnaði verða aðeins athugasemdir sem eiga við efni viðkomandi pistils birtar.

  6. Það verður mat pistlahöfundar hverju sinni hvort ástæða sé að hafa athugasemdakerfið opið eða ekki.

  7. Stundum getur verið ástæða til að banna ákveðnum notendum að skrifa athugasemdir. Því ákvæði er þó ekki beitt nema full ástæða sé til.

 


Eru Maldíveyjar að sökkva í sæ af mannavöldum, en þó ekki vegna breytinga á sjávarstöðu? - Hvernig má það vera...?

.

 


Male höfuðborg Maldíveyja

 

 

Á páskadag ræddi  Bogi Ágústsson við Mohamed Nasheed, forseta Maldíveyja, um áhrif loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á eyjarnar. 

Bloggarinn skilur vel áhyggjur hins geðþekka forseta, því eyjarnar ná yfirleitt aðeins einn til tvo metra yfir sjávarborð (hæsti punktur 2,3 metrar), svo að lítið má út af bera til að allt fari á bólakaf.

Eyjarnar eru kóralrif sem væntanlega hefur myndast þegar sjávarstaða á þessum slóðum var hærri en í dag, því kórallar lifa jú neðansjávar.

Þegar bloggarinn vildi kynnast nánar þessum fallegu eyjum rakst hann á myndina sem er hér efst á síðunni, en myndin sýnir Male, höfuðborg Maldíveyja. (Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka hana). Þar búa rúmlega 100.000 manns á aðeins 2 ferkílómetrum!

Nokkrar spurningar vöknuðu...

 

1) Hvaðan kom allt bggingaefnið sem þurfti til að reisa þessi háreistu hús? Var það aðflutt, eða var efnið fengið á staðnum? Lækkar ekki yfirborð eyjunnar við það?

2) Það hlýtur að þurfa að dæla upp kynstrinni allri af vatni til að seðja þorsta borgarbúa og ferðamanna, svo ekki sé minnst á vatn sem þarf til þvotta og baða. Grunnvatnsstaðan hlýtur að lækka, og landið hlýtur þar með að síga. (Svo er það landbúnaðurinn á öðrum eyjum í klasanum þar sem vökva þarf gróðurinn með ósöltu vatni).

3) Getur verið að breyting á landi af mannavöldum sé meiri en hækkun sjávar, sem nemur 2 til 3 mm á ári, eða 20 til 30 cm á öld?

 

Spyr sá sem ekki veit.

Eru þessar spurningar kannski kjánalegar og illa grundaðar?

 

Bloggarinn minnist þess einnig að hafa hlustað á fyrirlestur Dr. Nils Axel Mörner fyrir nokkrum árum þar sem hann minntist m.a. á breytingu sjávarborðs við Maldíveyjar sem hann taldi orðum auknar. Hann hefur skrifað greinina New perspectives for the future of the Maldives.

 

Vissulega er sjávarborð að hækka eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Sem betur fer fyrir íbúa Maldíveyja virðist sem hægt hafi á hækkuninni undanfarin ár, hver svo sem ástæðan er.

 

Sjávarborðsbreytingar

 

 Sem sagt, breytingar á sjávarstöðu við Maldíveyjar geta hugsanlega stafað af ýmsum ástæðum...


Hafísinn á norðurslóðum í hámarki --- Seinna og jafnvel meiri en venjulega...

.

 

Yfirleitt nær hafísinn á norðurslóðum hámarki í febrúar ár hvert. Nú er eitthvað óvenjulegt á seyði. Hann hefur ekki enn náð hámarki nú í byrjun apríl og breiðir meira og meira úr sér...   Meira en undanfarin ár...

Hvað veldur? Eru þetta bara duttlungar náttúrunnar og eðlilegt ástand? Varla stafar þetta af hnatthlýnun af völdum losunar manna á CO2, eins og margir fullyrtu þegar ísinn var í lágmarki árið 2007? Þá spáðu margir í fjölmiðlum að siglingaleiðin yfir norðurskautið væri að opnast... Hvað segja hinir sömu nú?

Hér fyrir neðan eru ferlar frá ýmsum stofnunum. Öllum ber saman...

(Myndir uppfærast sjálfvirkt. Takið eftir dagsetningunni á ferlunum. Myndirnar eru því ekki réttar sé bloggsíðan skoðuð eftir apríl 2010).

 

Það er vissulega margt skrýtið í kýrhausnum þegar móðir náttúra á í hlut...  Hún á það til að villa mönnum sýn svo um munar.

 

 

 

 Heimild: NSIDC North Series

National Snow and Ice Data Center.

Takið eftir að hámarkið hefur yfirleitt verið í febrúar. Nú er kominn apríl og blái ferillinn stefnir enn upp, upp...    Hann er kominn langt yfir strikaða ferilinn fyrir árin 2006-2007 og hefur náð meðaltali áranna 1979-2000.

--- --- ---

 

 

 Heimild: DMI Ice Extent

 Hér stefnir svarti ferillinn líka upp og er kominn yfir aðra ferla...

--- --- ---

 

 

 Heimild: NORSEX Ice Area

 Hér er rauði ferillinn kominn yfir meðaltal áranna 1979-2006

--- --- ---

 

 

 

Heimild: IARC-JAXA

Rauði ferillinn er á uppleið...

--- --- ---

 

Auðvitað eiga ferlarnir eftir að stefna niðurávið innan skamms, en er það ekki allnokkrum vikum seinna en venjulega?

 ..

Má greina hér merki um hnatthlýnun?    ... eða má kannski bara kenna kára um þetta? Halo

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband