Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Fljúgandi diskur yfir Eyjafjallajökli - eða bara fljúgandi hringur...

 

 

steve-a-donna-omeara-1_smoke-ring-eyjafjallajokull-omeara_1274491323_995415.jpg

 

 

Púff...Púff...

Það var engu líkara en jökullinn hefði verið að reykja risastóran vindil þegar fallegur hringur steig upp af honum.  Hringurinn náðist á mynd og um hann hefur m.a. verið fjallað á Spaceweather.com, What is Up With That og Daily Mail.

 

Myndirnar sem prýða pistilinn tóku Steve og Donna O'Meara.
Sjá  VolcanoHeaven.tumblr.com

Náðu einhverjir Íslendingar myndum af þessu sjaldgæfa fyrirbæri?

(Uppfært 31. maí: Sjá athugasemd #3 frá Reyni Ólafssyni).

 

 

steve-a-donna-omeara-3_smoke-ringeyjafjallajokull-omeara_1274491323_995417.jpg

 

 

 

tumblr_l2p5kzisz91qbi0uzo1_500.jpg

 

 

 

--- --- ---


 

Ef maður vill prófa sjálfur að gera svona hringi, þá er annað hvort að verða sér úti um stóran vindil, eða ennþá betra að smíða svona græju:

 


 

Svo eru sumir ennþá snjallari. Sjá þessa mekilegu mynd á YouTube. Höfrungar leika sér að því að gera svona hringi neðansjávar.

 

 


Allar hinar fjölmörgu ógnir loftslagshlýnunarinnar...

 

 

isbjorn-skuggi-3.jpg

 

Bloggaranum hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að gera lítið úr meintri hnatthlýnun af mannavöldum, en eins og flestir vita þá hefur frá lokum litlu ísaldar fyrir 150 árum hlýnað um því sem næst 0,8 gráður Celcíus. Sem betur fer. vilja margir meina, en ekki eru allir jafn ánægðir með þessa hlýnun sem nemur svo sem 0,006 gráðum á ári að meðaltali. Hluti af mannavöldum og hluti af náttúrunnar völdum.

Sem sagt, bloggarinn vill bæta aðeins fyrir misgjörðir sínar og birta langan lista yfir fjölmargar greinar sem sýna okkur við hverjar ógnir er að eiga. Vonandi eru flestar krækjurnar virkar, en það er nú einusinni þannig að þær eiga til að gufa upp fyrirvaralaust. Reynið þó að smella á nokkrar þeirra sem eru í listanum hér fyrir neðan, sumt er einstaklega fróðlegt, t.d. asteroid strike risk:

 

Acne, agricultural land increase, Afghan poppies destroyed, African holocaust, aged deaths, poppies more potent, Africa devastated,  Africa in conflict, African aid threatenedAfrican summer frost, aggressive weeds, Air France crash, air pressure changesairport farewells virtual, airport malaria, Agulhas current, Alaskan towns slowly destroyed, Al Qaeda and Taliban Being Helped, allergy increase, allergy season longer, alligators in the Thames, Alps melting, Amazon a desert, American dream endamphibians breeding earlier (or not)anaphylactic reactions to bee stingsancient forests dramatically changed, animals head for the hills, animals shrinkAntarctic grass flourishes, Antarctic ice grows, Antarctic ice shrinks, Antarctic sea life at risk,   anxiety treatment, algal blooms, archaeological sites threatened, Arctic bogs melt, Arctic in bloom, Arctic ice free, Arctic ice melt faster, Arctic lakes disappearArctic tundra lost, Arctic warming (not), a rose by any other name smells of nothing, asteroid strike risk, asthma, Atlantic less salty, Atlantic more salty,   atmospheric circulation modified, attack of the killer jellyfish, avalanches reduced, avalanches increasedBaghdad snow, Bahrain under waterbananas grow, barbarisation, bats decline beer and bread prices to soar, beer betterbeer worse, beetle infestation, bet for $10,000, big melt faster, billion dollar research projects, billion homeless, billions face risk, billions of deaths, bird distributions change, bird loss accelerating, bird strikes, bird visitors drop, birds confused, birds decline (Wales), birds driven north, birds face longer migrations, birds return early, birds shrink(Aus), birds shrink (USA), bittern boom ends, blackbirds stop singing, blackbirds threatened, Black Hawk downblizzards, blood contaminated, blue mussels return, borders redrawnbluetongue, brain eating amoebae, brains shrink, bridge collapse (Minneapolis), Britain one big city, Britain SiberianBritain's bananas, British monsoonbrothels struggle, brown Ireland, bubonic plagueBuddhist temple threatenedbuilding collapse, building season extension, bushfires,   butterflies move northbutterflies reeling, carbon crimes, camel deathscancer deaths in England, cannibalismcaterpillar biomass shift, cave paintings threatenedchildhood insomnia, Cholera, circumcision in decline, cirrus disappearance, civil unrest, cloud increasecoast beauty spots lost, cockroach migration, cod go south,  coffee threatened, coffee berry borer, coffee berry disease, cold climate creatures survive, cold spells (Australia), cold wave (India), cold weather (world), computer models, conferences, conflict, conflict with Russiaconsumers foot the bill, coral bleaching, coral fish suffer, coral reefs dying, coral reefs grow, coral reefs shrinkcoral reefs twilight cost of trillions, cougar attackscrabgrass menace cradle of civilisation threatened, creatures move uphill, crime increase, crocodile sex, crops devastated, crumbling roads, buildings and sewage systems, curriculum changecyclones (Australia),   danger to kid's healthDartford Warbler plaguedeadly virus outbreaks, death rate increase (US), deaths to reach 6 million, Dengue hemorrhagic fever, depression, desert advancedesert retreatdestruction of the environmentdig sites threatened,  disasters, diseases move north, dog diseasedozen deadly diseases - or not, drought,   ducks and geese decline, dust bowl in the corn beltearlier pollen seasonEarth axis tilt, Earth biodiversity crisis, Earth dying, Earth even hotter, Earth light dimming, Earth lopsided, Earth melting, Earth morbid fever, Earth on fast track, Earth past point of no return, Earth slowing downEarth spins faster, Earth to explode, earth upside downearthquakes, earthquakes redux, El Niño intensification, end of the world as we know it, erosion, emerging infections, encephalitis, English villages lost, equality threatened, Europe simultaneously baking and freezing,  eutrophication, evolution accelerating, expansion of university climate groups, extinctions: (human, civilisation, koalas logic, Inuit, smallest butterfly, cod,  penguins, pikas, polar bears,   possumswalrus,  tigerstoadsturtles, plants, ladybirds, rhinoceros, salmon, troutwild flowers, woodlicea million species, half of all animal and plant speciesmountain speciesnot polar bears, barrier reef, leaches, salamanders, tropical insects) experts muzzled, extreme changes to California, fading fall foliage, faintingfamine, farmers benefit, farmers go under, farm output boostfarming soil declinefashion disaster, fever, figurehead sacked, fir cone bonanza, fires fanned in Nepal, fish bigger, fish catches drop, fish downsize,   fish deaf, fish get lost, fish head north, fish shrinkingfish stocks at risk, fish stocks decline, five million illnesses, flesh eating disease, flies on Everestflood patterns change, floods,  floods of beaches and cities, flood of migrants, flood preparation for crisis, flora dispersed, Florida economic decline, flowers in peril, fog increase in San Francisco, fog decrease in San Francisco, food poisoningfood prices rise, food prices soar, food security threat (SA)football team migration,   forest decline, forest expansion, foundations threatened, frog with extra heads, frosts, frostbite, frost damage increased,   fungi fruitful, fungi invasion, games change, Garden of Eden wilts, geese decline in Hampshire, genetic changes, genetic diversity decline, gene pools slashed, geysers imperiled, giant icebergs (Australia), giant oysters invade,  giant pythons invade, giant squid migrate, gingerbread houses collapse, glacial earthquakes, glacial retreat,   glacier grows (California), glaciers on Snowden, glacier wrapped, global cooling glowing cloudsgolf course to drown, golf Masters wrecked, grain output drop (China), grain output stagnating (India), grandstanding, grasslands wetter, gravity shiftGreat Barrier Reef 95% dead, Great Lakes dropgreat tits cope, greening of the NorthGrey whales lose weight, Gulf Stream failure, habitat loss, haggis threatened, Hantavirus pulmonary syndrome,    harvest increase, harvest shrinkage, hay fever epidemic, health affected, health of children harmed, health risks, health risks (even more), heart disease, heart attacks and strokes (Australia), heat waves, hedgehogs bald, hibernation affected hibernation ends too soon, hibernation ends too latehomeless 50 million, hornets,  human development faces unprecedented reversal, human fertility reduced, human health risk, human race oblivion, hurricaneshurricane reduction, hurricanes fewer, hurricanes more intense, hurricanes nothydropower problems, hyperthermia deaths, ice age, ice sheet growth, ice sheet shrinkage, icebergsillness and death, inclement weather, India drowning, infrastructure failure (Canada)indigestion, industry threatened, infectious diseases,  inflation in China, insect explosion, insect invasion, insurance premium rises, Inuit displacement, Inuit poisoned, Inuit suing, invasion of alien worms, invasion of Antarctic aliensinvasion of Asian carp, invasion of catsinvasion of crabgrass, invasion of herons, invasion of jellyfish, invasion of king crabs, invasion of lampreys, invasion of midgesinvasion of slugs island disappears, islands sinking, Italy robbed of pasta, itchier poison ivy, Japan's cherry blossom threatenedjellyfish explosion, jet stream drifts north, jets fall from skyKew Gardens taxed, kidney stones, killer cornflakes, killing us, kitten boom, koalas under threat, krill decline, lake and stream productivity decline, lake empties, lake shrinking and growing, landslides, landslides of ice at 140 mph, large trees decline, lawsuits increaselawsuit successful,  lawyers' income increased (surprise surprise!)lawyers want more, legionnaires' surge lives lost, lives saved, Loch Ness monster dead, locust plagues suppressed, low oxygen zones threaten sea life, lush growth in rain forests,  Lyme diseaseMalaria,    malnutrition, mammoth dung melt, mango harvest fails, Maple production advanced, Maple syrup shortage, marine diseases, marine food chain decimated, Meaching (end of the world), Meat eating to stop, Mediterranean rises, megacryometeors, Melanoma, Melanoma decline, mental illness, methane emissions from plants, methane burps, methane runaway, melting permafrost, Middle Kingdom convulses, migrationmigratory birds huge losses, microbes to decompose soil carbon more rapidly, minorities hit, monkeys at riskmonkeys on the move, Mont Blanc grows, monuments imperiled, moose dying, more bad air days,   more research neededmortality increased, mosquitoes adapting, mountain (Everest) shrinking,  mountaineers fears,  mountains break up, mountains green and flowering,   mountains taller, mortality lower, murder rate increase,  musk ox decline, Myanmar cyclone, narwhals at risk, National Parks damaged, National security implications, native wildlife overwhelmed, natural disasters  quadruple, new islands, next ice age, NFL threatened, Nile delta damaged, noctilucent clouds, no effect in IndiaNorthwest Passage opened, nuclear plants bloomoaks dyingoaks move northoblivion, ocean acidification, ocean acidification faster, ocean dead spots, ocean dead zones unleashed, ocean deserts expand, ocean salt extremes, ocean waves speed upOlympic Games to end, opera house to be destroyed, outdoor hockey threatened,   oxygen depletion zones, ozone repair slowed, ozone risepenguin chicks frozen, penguin chicks smaller, penguins replaced by jellyfish, personal carbon rationingpest outbreaks, pests increasephenology shiftspines decline, pirate population decrease, plankton blooms,   plankton wiped out, plants lose protein, plants march northplants move uphill polar bears aggressivepolar bears cannibalistic, polar bears deaf,  polar bears drowning,   polar tours scrapped, popcorn rise, porpoise astray, profits collapsepsychiatric illness,   puffin decline, pushes poor women into prostitution, rabid bats,  radars taken out, railroad tracks deformed, rainfall increase, rape wave, refugeesreindeer endangered, reindeer larger, release of ancient frozen viruses, resorts disappear, rice threatened, rice yields crash,  rift on Capitol Hill, rioting and nuclear war,   river flow impacted, rivers raised, road accidents, roads wear out, robins rampant,   rocky peaks crack apart, roof of the world a desert, rooftop bars, Ross river diseaseruins ruined,  Russia under pressure, salinity reduction, salinity increaseSalmonella,  salmon stronger, satellites accelerate, school closures, sea level rise, sea level rise faster, seals mating more, seismic activity, sewer bills rise, severe thunderstorms, sex change, sexual disfunction sexual promiscuity, shark attacks, sharks booming, sharks moving north, sheep change colour, sheep shrink, shop closures, short-nosed dogs endangeredshrimp sex problems, shrinking ponds, shrinking sheep shrinking shrine, Sidney Opera House wiped out, ski resorts threatened, slavery, slow death smaller brains, smelt down, smog, snowfall decrease, snowfall increase, snowfall heavy snow thicker,  soaring food prices, societal collapse, soil change, songbirds change eating habits, sour grapes, space problem, spectacular orchids, spiders getting bigger, spiders invade Scotlandsquid larger, squid population explosion, squid tamed, squirrels reproduce earlierstingray invasion, storms wetterstratospheric cooling, street crime to increasesubsidence, suicide, swordfish in the Baltic, Tabasco tragedy, taxes, tectonic plate movement,   terrorists (India), thatched cottages at risk, threat to peace, ticks move northward (Sweden), tides rise, tigers eat people, tomatoes rot, tornado outbreak, tourism increase, toxic seaweedtrade barriers, trade winds weakened, traffic jamstransportation threatened, tree foliage increase (UK),   tree growth slowed, tree growth faster, trees in trouble, trees less colourfultrees more colourful, trees lush, trees on Antarctica, treelines change, tropics expansion, tropopause raised, truffle shortagetruffles downturtles crash, turtle feminised, turtles lay earlier, UFO sightings, UK coastal impact, UK KatrinaVampire moths, Venice flooded, violin decline, volcanic eruptionsvolcanoes awakened in Icelandwalrus pups orphanedwalrus stampedewars over water, wars sparked, wars threaten billions, wasps, water bills double, water scarcity (20% of increase),  water shortage to increase vegetarianism, wave of natural disasters, waves bigger, weather out of its mind, weather patterns awry, weather patterns last longer, Western aid cancelled outWest Nile fever, whale beachings, whales lose weight, whales move northwhales wiped out, wheat yields crushed in Australiawildfireswind shift, wind reduced, winds stronger, winds weaker,  wine - Australian baked, wine - harm to Australian industry, wine industry damage (California) wine industry disaster (US) wine - more English, wine -  England too hot, wine -German boon, wine - no more French wine passé (Napa), wine - Scotland bestwine stronger, winters in Britain colder, winter in Britain dead, witchcraft executions, wolverine decline, wolves eat more moose, wolves eat less, workers laid off, World at war, World War 4, World bankruptcy, World-famous places threatened, World in crisis, World in flames, Yellow fever, zebra mussel threat, zoonotic diseases.

 

Auðvitað verður að rannsaka öll áhrif hins mikla blórabögguls. Víst er þetta ógnarlangur listi og því hljóta ógnirnar að vera miklar. Að minnsta kosti margar... Samt er það nú einhvern vegin svo að bloggarinn er mjög þakklátur fyrir að ekki skuli vera eins kalt á Fróni og fyrir 150 árum. Það er auðvitað bara eigingirni, sem lesendur bloggsins eru auðvitað hjartanlega ósammála, er ekki svo?


 

Gáta:

Gerum ráð fyrir að myndin efst á síðunni sé tekin nákvæmlega á norðurpólnum: Í hvaða átt er bjössi að horfa?

 

 

Vonandi verður sumarið hlýtt og gott. Það var ekki amalegt að njóta tuttugu stiga hitans Hvítasunnuhelgina sem er að líða, og fylgjast með gróðrinum sem kunni sér ekki læti.  Horfa á grasið spretta og trén laufgast...   Og setja með eigin hendi niður 160 lítil tré sem eiga eftir að vaxa og dafna á komandi árum, nærast á koltvísýringi og njóta sumarhitans... Hver veit nema það verði gnótt af hvorutveggja, en þá kætist að minnsta kosti blessaður gróðurinn... Það er nefnilega ekki allt neikvætt, þó svo að fyrirsögn pistilsins sé dálítið ógnvænleg Smile.

 

 

 


Mamma, af hverju er himinninn blár...?

 

questioning-shadow.jpg

Mamma, af hverju er himinninn blár? Þannig spurði Ari litli í hugljúfu kvæði Stefáns Jónssonar, Aravísur, en hvað prýðir góða vísindamenn? Hvers konar vísindamenn eru það sem ekki sætta sig við "samdóma álit vísindamanna" og halda áfram að spyrja spurninga? Þora að ganga á móti straumnum.  Hvers vegna verða sumir brautryðjendur í sinni grein og bylta hinu samdóma áliti?  Breyta heiminum, oft svo um munar.

Hvernig hugsa sannir vísindamenn? Þeir halda áfram að spyrja spurninga og leita svara. Þeir eru aldrei ánægðir með svörin, heldur alltaf haldnir ákveðnum efa. Kannski er það þess vegna sem sumir vilja kalla þá efasemdarmenn, en það er einmitt aðall sannra vísindamanna.

The important thing is not to stop questioning. Curiosity has its own reason for existing.
One cannot help but be in awe when he contemplates the mysteries of eternity, of life, of the marvelous structure of reality. It is enough if one tries merely to comprehend a little of this mystery every day. Never lose a holy curiosity.  -
Albert Einstein.

 

Hann Ari litli hefði örugglega orðið góður vísindamaður. Kannski varð hann einmitt slíkur, hver veit?

 

Hann Ari er lítill,
hann er átta ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur
jafnvel eins er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.
En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara.
Mamma, af hverju er himinninn blár?
Sendir Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, hví hafa hundarnir hár?

   
Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurninga suð.
Hvar er sólin um nætur?
Hví er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Hví er afi svo feitur?
Hví er eldurinn heitur?
Hví eiga ekki hanarnir egg?


Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór.
Svo heldur en þegja
þau svara og segja:
“Þú veist það er verðurðu stór”.
Fyrst hik er á svari
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
“Þið eigið að segja mér satt”.

                                                      Stefán Jónsson

 

Víst er það, Ari hefur örugglega verið gott efni í vísindamann. Hann kunni nefnilega að spyrja spurninga og var óhræddur við að varpa þeim fram. Það er þó ekki alltaf vel liðið þegar fullorðnir vísindamenn spyrja óþægilegra spurninga eins og Einstein minnti okkur á:

 

Great spirits have always encountered violent opposition from mediocre minds. The mediocre mind is incapable of understanding the man who refuses to bow blindly to conventional prejudices and chooses instead to express his opinions courageously and honestly-

 

 

 
Ég óska ykkur góðrar Hvítasunnuhelgar, og fyrir alla muni svarið börnum ykkar og barnabörnum betur en fullorðna fólkið svaraði Ara litla forðum. Varðveitið einnig barnið í hjörtum ykkar sjálfra og hættið ekki að spyrja spurninga... Hættið ekki að efast.

 

 

Einstein,  Bohr, Darwin, Pasteur, Freud, Galileo, Lavosier, Kepler, Copernicus, Faraday, Maxwell, Bernard, Boas, Heisenberg, Pauling, Schrödinger, Rutherford, Dirac, TycoBrahe, Boltzman, MarieCurie, Herchel, Laplace, Wegener, Euclid, Archimeds, ...
... ... ...
...


Íslenska birkið á Englandi...

 

birki-embla-lauf_edited-1.jpg

  Myndin af birkinu er tekin 1. maí.

 

Hvernig skyldi íslenska birkið þrífast á Suður-Englandi?  Hvenær ætli það laufgist á vorin og hvenær fær það haustliti?

Í garði einum sunnarlega á Englandi eru nokkrar birkiplöntur sem plantað var í tilraunaskyni vorið 2007. Kannski ekki beinlínis í tilraunaskyni, og þó...  Kvæmið er Embla. Embla er birkistofn sem ræktaður var af fallegum móðurtrjám á höfuðborgarsvæðinu. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þessum plöntum reiðir af á næstu árum.

Við skoðun á plöntunum um mánaðamótin apríl/maí leyndi sér ekki að þeim líður afskaplega vel. Vöxturinn hefur verið hraður, án þess þó að að plönturnar beri þess merki. Laufblöðin voru einstaklega falleg. Þær eru alls ekki mjög renglulegar. Líta út sem heilbrigðar og fallegar plöntur, sem þó þarf að klippa til.  Gaman verður að fylgjast með þessum trjám á næstu árum.

Í vor byrjuðu plönturnar að laufgast um miðjan mars, en síðastliðið haust voru haustlitirnir því sem næst um svipað leyti og á Íslandi. Eiginlega áttu þeir sem standa að þessu fikti alveg eins von á að birkið fylgdi systkinum sínum á Íslandi vor og haust, en svo virðist ekki vera. Birkið laufgast fyrr en bræður þess og systur á Fróni. Fróðlegt verður að fylgjast betur með þessu næstu ár.

Plönturnar voru ekki háar í loftinu vorið 2007. Aðeins um 10 sentímetrar ofan jarðar. Nú, réttum tveim árum seinna,  er stærsta plantan orðin um einn metri á hæð. Hinar heldur minni, en þó í góðum vexti. Vaxa meira á þverveginn. Miklu betri vöxtur en maður á að venjast hérlendis.

Myndin efst á síðunni sýnir vel hve falleg laufblöðin voru, og myndin hér fyrir neðan er af stærstu plöntunni. Neðsta myndin er af birki á höfuðborgarsvæðinu 10. maí, eða tíu dögum eftir að hinar myndirnar voru teknar...

Embla á Englandi

Plantan er  um 100 cm á hæð. Var 10 cm vorið 2007.

 

Þessi einfalda tilraun sýnir okkur vel hve gróður á Íslandi á erfitt uppdráttar og hve vel hann bregst við hlýnandi veðurfari. Það munar um hverja gráðu, en þar sem birkiplöntunum var plantað er hitinn oft um 10 gráðum hærri en hér. Sumarið þar er sex mánuðir, en ekki rúmar sex vikur - eða þannig... Það er því engin furða að Emblunni líði vel.

 

birki-_sl-10mai2010.jpg

 Svona leit birkið út á Íslandi 10 maí.

 

Fyrir árþúsundi var landið okkar viði vaxið milli fjalls og fjöru, enda var þá álíka hlýtt og í dag. Skógarmörk voru hærra og trjágróður óx þar sem nú eru auðnir einar. Nú má sjá þess merki að birkið sé aftur farið að nema land á lítt grónum svæðum, jafnvel á ógrónum melum. Það getum við meðal annars þakkað hlýnandi loftslagi undanfarna áratugi.  Vonandi verður ekki lát þar á. Minnkað beitarálag hefur einnig haft mikið að segja. Væntanlega hafa skógarplöntunar litlu einnig kunnað að meta vel áburðinn CO2 sem gróðri hefur borist í auknum mæli með loftinu...

 

--- --- ---

 

 


 

World Meterological Organization:

 

Climatological Information London
MonthMean Temperature oCMean Total Rainfall (mm) Mean Number of Rain Days
Daily
Minimum
Daily
Maximum
Jan2.47.25314.8
Feb2.57.63610.8
Mar3.810.34813.4
Apr5.613.04712.7
May8.717.05112.5
Jun11.620.35010.5
Jul13.722.34810.1
Aug13.421.95410.9
Sep11.419.15310.5
Oct8.915.25711.6
Nov5.110.45714.0
Dec3.48.25713.2
  

 

 

Climatological Information Reykjavík
MonthMean Temperature oCMean Total Precipitation (mm) Mean Number of Precipitation Days
Daily
Minimum
Daily
Maximum
Jan-3.01.975.613.3
Feb-2.12.871.812.5
Mar-2.03.281.814.4
Apr0.45.758.312.2
May3.69.443.89.8
Jun6.711.750.010.7
Jul8.313.351.810.0
Aug7.913.061.811.7
Sep5.010.166.512.4
Oct2.26.885.614.5
Nov-1.33.472.512.5
Dec-2.82.278.713.9
  

 

Mánuðir þar sem meðal daglegi hámarkshitinn er um og yfir 10° eru merktir með öðrum lit.


Um hlýindin á miðöldum -- Gagnvirkt heimskort...

 

 

 

Með því að smella hér er hægt að opna "lifandi" útgáfu af þessari merkilegu mynd sem lætur lítið yfir sér. Á gagnvirka heimskortinu sem opnast er fjöldi rauðra punkta og lítið línurit tengt hverjum punkti. Línuritið sýnir hitaferil fyrir viðkomandi stað, og þar má sjá hvernig hitastigið var líklega fyrir árþúsundi eða lengur. Prófið að láta músarbendilinn svífa yfir kortinu.

Ef smellt er á einhvern punktanna opnast ný síða þar sem sjá má ágrip viðkomandi vísindagreinar og tilvísun í hvar hún hefur birst. Það er því hægt að nálgast frumheimildir. Jafnvel má nálgast þær beint með viðeigandi krækju.

Kosturinn við þessa framsetningu er að auðveldara er að fá einhverja hugmynd um hvort hlýindin á miðöldum hafi verið hnattrænt fyrirbæri eða ekki, og hvort álíka hlýtt hafi verið þá og nú. 

 

Á vefsíðunni CO2 Science.org er í gangi verkefni þar sem fjallað er um fjölda svona fræðigreina eftir 827 vísindamenn hjá 491 rannsóknarstofn í 43 löndum. Aðeins hluti þeirra kemur fram á kortinu hér að ofan, en flestar sjást á þessu korti sem einnig er gagnvirkt. Með því að skruna inn á Ísland þar má finna 8 rannsóknir.  Um verkefnið  Medieval Warm Period Project má einnig lesa í þessum bloggpistli: Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 

Þessi pistill fjallar eingöngu um það sem gerðist á síðustu árþúsundum, en ekki um það sem gæti verið í vændum. Hann fjallar því alls ekki um loftslagsmál nútímans. Höfum þó í huga orð Einars Benediktssonar í Aldamótaljóði hans sem gætu (með smá útúrsnúningi) átt við: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sjest ei hvað er nýtt...

Höfum einnig í huga að eingöngu er um að ræða óbeinar mælingar (proxy) á hitastigi sem gefa okkur frekar ónákvæma mynd af hitafarinu, því hitamælar voru ekki fundnir upp fyrr en á 17. öld. Ef aftur á móti mörgum ferlum, þar sem mismunandi og óháðar aðferðir eru notaðar, ber nokkurn vegin saman, eykst tiltrú okkar á að heildarmyndin sem við sjáum sé rétt. Með þetta í huga er fróðlegt að skoða hvað rannsóknir vísindamanna gefa til kynna. 

Í  pistlinum er engin afstaða tekin til þess hve réttar niðurstöður þessara vísindamanna eru, en bent skal á að stór hluti rannóknagreinarnnna er ritrýndur (peer review, jafningjarýni) og því væntanlega vandaður.

 

 

Dæmi til að sjá hvernig þetta virkar:

Ef við smellum á einn punktanna við Ísland þá birtist t.d. svona vefsíða um rannsóknir í Stóra Viðarvatni:

 (Prófið líka að smella á "Link to Paper",  "Full Text"   og CO2-Science lógóið hér fyrir neðan).

 

 
 

 

Climate of the Little Ice Age and the past 2000 years in northeast Iceland inferred from chironomids and other lake sediment proxies

Axford, Y., Geirsdottir, A., Miller, G.H. and Langdon, P.G. 2009; Journal of Paleolimnology 41: 7-24

Abstract

A sedimentary record from lake Stora Viðarvatn in northeast Iceland records environmental changes over the past 2000 years. Downcore data include chironomid (Diptera: Chironomidae) assemblage data and total organic carbon, nitrogen, and biogenic silica content. Sample scores from detrended correspondence analysis (DCA) of chironomid assemblage data are well correlated with measured temperatures at Stykkishólmur over the 170 year instrumental record, indicating that chironomid assemblages at Stora Viðarvatn have responded sensitively to past temperature changes. DCA scores appear to be useful for quantitatively inferring past temperatures at this site. In contrast, a quantitative chironomid-temperature transfer function developed for northwestern Iceland does a relatively poor job of reconstructing temperature shifts, possibly due to the lake’s large size and depth relative to the calibration sites or to the limited resolution of the subfossil taxonomy. The pre-instrumental climate history inferred from chironomids and other paleolimnological proxies is supported by prior inferences from historical documents, glacier reconstructions, and paleoceanographic studies. Much of the first millennium AD was relatively warm, with temperatures comparable to warm decades of the twentieth century. Temperatures during parts of the tenth and eleventh centuries AD may have been comparably warm. Biogenic silica concentrations declined, carbon:nitrogen ratios increased, and some chironomid taxa disappeared from the lake between the thirteenth and nineteenth centuries, recording the decline of temperatures into the Little Ice Age, increasing soil erosion, and declining lake productivity. All the proxy reconstructions indicate that the most severe Little Ice Age conditions occurred during the eighteenth and nineteenth centuries, a period historically associated with maximum sea-ice and glacier extent around Iceland.

 

 



 

 Bloggpistill:  Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 Vefsíðan CO2 Science

 Annað gagnvirkt kort á síðunni Medieval Warm Period Project.


 
 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 764859

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband