Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Leyndardómur sólblossa afhjúpađur - Fallegt myndband...

 

 
solarflare_copy.jpg

Ţađ var áriđ 1859 sem Stjörnufrćđingurinn Richard Carrington var ađ kortleggja sólbletti ađ hann sá gríđarlegan sólblossa. Nokkru síđar sáust einstaklega mikil norđurljós víđa um heim, og ţađ sem öllu merkilegra var, neistaflug stóđ frá ritsímalínum og símritararnir sem handléku morslyklana voru í gríđarlegu stuđi, í orđsins fyllstu merkingu. Um ţetta merkilega atvik var á sínum tíma fjallađ hér, hér og hér.

Tilgangurinn međ ţessum pistli er ađ vekja athygli á ţessu fallega og frćđandi myndbandi. Best er ađ smella á ţađ til ađ opna YouTube síđuna og skođa ţađ síđan í háupplausn í fullri skjástćrđ.

Lesiđ síđan vefsíđu NASA The Secret Lives of Solar Flares  ţar sem fjallađ er um Carrington sólblossann og nýja uppgötvun sem gefur til kynna ađ oft kemur annar ósýnilegur gríđaröflugur útfjólublár sólblossi í kjölfariđ, rúmri klukkustund síđar.

"The extra energy from the late phase can have a big effect on Earth.  Extreme ultraviolet wavelengths are particularly good at heating and ionizing Earth’s upper atmosphere.  When our planet’s atmosphere is heated by extreme UV radiation, it puffs up, accelerating the decay of low-orbiting satellites.  Furthermore, the ionizing action of extreme UV can bend radio signals and disrupt the normal operation of GPS", stendur á vefsíđu NASA sem birt var fyrr í dag.

Ţeir sem eru mjög áhugasamir geta nálgast vísindagreinina hér, en flestir munu vćntanlega láta sér nćgja ađ skođa ţetta áhugaverđa myndband sem er međ einstökum nćrmyndum af sólinni.

 


 

 

The National Geographic: What If the Biggest Solar Storm on Record Happened Today?

 


Norđurljósin fallegu um helgina...

 

 

nordurljos_10_okt_2011.jpg

 

Norđurljósin voru einstaklega falleg um helgina.

Máninn lýsti upp landslagiđ og umhverfiđ var töfrum líkast.

Myndin er tekin efst í Biskupstungum og er horft til suđ-vesturs. Bjarminn í fjarska er frá gróđurhúsunum í Reykholti.

Dans norđurljósanna minnir okkur á hve nálćgt okkur hin fallega dagstjarna sólin er. Andardráttur hennar leikur um lofthjúp jarđar og birtist okkur á ţennan undursamlega hátt.

 

Smelliđ tvisvar á myndina til ađ stćkka og njóta betur.

 

Myndin er tekin međ Canon 400D síđastliđiđ laugardagskvöld klukkan 22:35. ISO 800, 10 sek / f3,5. RAW. Linsa Canon 10-22mm.

 


"Sáning birkifrćs - Endurheimt landgćđa" - Myndband...

 

 

 

Nú er einmitt rétti tíminn til ađ safna birkifrći. Síđan má sá ţví í haust og upp vex fallegur skógur!

 

 

 

 


Bloggarinn rakst á ţetta fróđlega myndband á netinu.  Sjá hér.

 

Eftirfarandi texti fylgir myndbandinu:

 

Frćđslu- og kennslumyndband: Söfnun, verkun og sáning birkifrćs.

Birki hefur vaxiđ á Íslandi frá örófi alda og ţađ vex um allt land milli fjalls og fjöru. Birki er eina innlenda trjátegundin sem myndar samfellda skóga. Frá landnámi hefur birki veriđ nytjađ, skógarnir beittir og viđurinn nýttur. Stćrstu og fallegustu tréin hafa veriđ felld og lakari tré stađiđ eftir og ćxlast saman. Líklegt er ţví ađ birkiđ hafi eitthvađ úrkynjast.

En hvernig getum viđ skilađ Náttúrunni ţví sem frá henni var tekiđ?

Viđ getum safnađ og sáđ birkifrći út í náttúruna. Ekki ćtti ađ flytja frć á milli landshluta vegna ţess ađ birkiđ hefur lagađ sig ađ stađbundnum vaxtarađstćđum í aldanna rás.

Velja skal heilbrigđ falleg birkitré til frćtöku, hávaxin, beinstofna og ljós á börk. Ákjósanlegur tími til frćsöfnunar er í ţurru veđri frá miđjum ágúst fram ađ lauffalli á haustin, eđa svo lengi sem frćkönglarnir tolla saman. Stórir og vel ţroskađir frćkönglar eru bestir. Ţeir mega vera grćnir ađ utan en frćiđ á milli frćhlífanna inni í könglinum verđur ađ vera svolítiđ brúnt á lit. Gott era đ fariđ sé ađ losna um frćiđ í könglinum.

Könglarnir ţorna viđ stofuhita á einni viku. Ţegar hćgt er ađ mylja könglana milli fingranna er tímabćrt ađ sá. Stundum er hćgt ađ sá frćinu í sömu ferđ og ţví er safnađ. Ţurfi ađ geyma frćiđ, verđur ađ ţurrka ţađ vel og geyma í bréfpoka í kćliskáp. Vel ţurrkađ birkifrć getur geymst í kćli í nokkur ár.

Best er ađ sá frćinu á hálfgróiđ land sem verđur ađ vera friđađ fyrir beit. Gott er ađ ífa upp jarđveginn međ garđhrífu eđa róta jarđveginum til međ fćtinum áđur en sáđ er.

Birkifrć er örsmá vćngjuđ hneta sem ekki má hylja međ jarđvegi, heldur er nóg ađ stíga ţađ niđur međ fćti til ţess ađ frćiđ nái jarđvegsbindingu. Ţetta er grundvallar atriđi. Sumstađar gefst vel ađ sá í litla bletti međ nokkurra metra bili. Á gróđurvana landi, á melum og í moldarflögum er frostlyfting og nćringarlítill jarđvegur. Viđ slíkar ađstćđur ćtti bera á svolítiđ af grasfrći og áburđi međ birkifrćinu.

Ţegar birkiđ vex upp í fyllingu tímans sér náttúran sjálf um ađ grćđa upp landiđ.

Umsjón, handrit og tónlist: Steinn Kárason
http://steinn.is/

Kvikmyndataka og klipping: Steingrímur Erlendsson


Myndband ţetta var framleitt af AXA ehf
http://axa.is

 

 

 

 

 


Hin ófrýnilega ertuygla sem étur nćstum allt...

 

 

ertuygla-lirfur.jpg

 


Ertuyglan er einstaklega hvimleiđ, eđa öllu heldur lirfa hennar.  Fiđrildiđ er allstórt og helst á ferli fyrrihluta sumars, og er ekkert sérstakt augnayndi. Lirfur ertuyglunnar klekjast út síđsumars og birtast ţá í milljónavís, sérstaklega á Suđurlandi.  Ţćr gera sér flestar plöntur ađ góđu, en tegundir af ertublómaćtt  eru í mestu uppáhaldi og af ţví dregur tegundin nafniđ.  Lirfan er međ gulum og svörtum röndum og risastór miđađ viđ "venjulegan" grasmađk.

Ţađ er međ ólíkindum hve ţćr eru gráđugar og fljótar ađ vaxa. Á undraskömmum tíma eru ţćr búnar ađ hreinsa nánast öll lauf af gróđrinum sem ţćr ráđast á, og fara sem logi yfir akur. Ţessar lirfur eru einstaklega óvelkominn gestur.

Líklega er ţessi skrautlega lirfa bragđvond, ţví fuglarnir virđast ekki hafa neinn áhuga á henni. Hún á ţví fáa óvini í lífríkinu, enda er hún ekkert ađ reyna ađ fela sig.

Myndina tók ég um síđustu helgi. Lirfurnar höfđu ţarna komiđ sér fyrir í rifsberjarunna og voru langt komnar međ ađ hreinsa allt lauf af honum. Runninn var bókstaflega iđandi í ţessum kvikindum. Ekki beinlínis geđslegt. Mađkarnir létu ţó gómsćtu berin mín í friđi :-)

Ţarna mátti sjá mađkinn í hvönn, öspi, hlyn, víđi..., en af einhverjum ástćđum létu ţćr fáeinar lúpínur sem ţarna voru á árbakka í hundrađ metra fjarlćgđ i friđi . Kannski ţćr hafi ćtlađ sér ađ hafa ţjóđarblómiđ í ábćti.

 

 Sjá grein um Ertuygluna (Melanchra pisi) á vef Náttúrufrćđistofnunar.

 

 

 

Njóta má mađksins í réttri stćrđ á skjánum međ ţví ađ ţrísmella á myndina.
Er ţessi "ágenga framandi lífvera" ekki bara falleg greyiđ?

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband