Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flöskuskeyti Verkís og Ævars vísindamanns er nú fyrir sunnan Grænland...

 

Flöskuskeytin tvö hafa undanfarnar vikur ferðast suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grælands í miklum vindi og sjógangi. Þau hafa þó staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum þar sem þau eru nú stödd fyrir sunnan Hvarf (sem á dönsku heitir Kap Farvel og á grænlensku Uummannarsuaq).

Þau hafa nú ferðast rúmlega 2.000 kílómetra síðan þau voru sjósett fyrir rúmum mánuði fyrir sunnan Reykjanesvita.

Hvert munu þau nú halda?  Veður er síbreytilegt og erfitt að spá, en það gerir ferðalagið æsispennandi :-)

Hægt er að nota músina til að færa kortið til og skruna inn á flöskuskeytin til að sjá þau betur. Með því að smella á merkið sem líkist blöðru má kalla fram upplýsingar um nákvæma stöðu flöskunnar of fleira.

 

Spennan vex með degi hverjum...  Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Upplýsingasíða Verkís:

www.verkis.is/gps

 

Bloggsíða með myndum og kortum:

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

 

 

 

 


Ævar vísindamaður og flöskuskeytið frábæra með gervihnattatengingu...

 Flaska -  utgafa 3

Neðarlega á síðunni má sjá á kortum hvar fjöskuskeytin eru stödd, vindalíkan fyrir jörðina alla, hafís við Grænland, ölduspá og vindaspá fyrir Atlantshafið.  Með hjálp þessara korta og spálíkana er auðveldara að spá fyrir um rek flöskuskeytanna næstu daga.

Einnig er á síðuni lýst aðdraganda verkefnisins í máli og myndum. Þar er einnig smá fróðleikur um fjarskipti með gervihnöttum og fleira.

Er hægt að senda flöskuskeyti frá Íslandi til Noregs og fylgjast með því með hjálp gervitungla?  Það langaði Ævar vísindamann að vita. Hann var alveg að deyja úr forvitni. Þess vegna hafði hann samband við snillingana hjá Verkís, en Ævar hafði frétt að þar væru menn í gervihnattasambandi við gæsir sem væru að ferðast milli landa. Hvorki meira né minna

Auðvitað var hið síunga starfsfólk Verkís tilbúið að prófa. Í skyndi var kallað saman harkalið til að smíða flöskuskeyti, ekki bara eitt, heldur tvö, og gera útreikninga á sjávarstraumum, veðri og vindum. Alda, Arnór, Ágúst, Ármann, Ólöf Rós og Vigfús skipuðu framsveitina, en að baki voru aðrir 320 starfsmenn Verkís; verkfræðingar, tæknifræðingar, náttúrufræðingar, tölvunarfræðingar... Þetta yrði skemmtilegur leikur í skammdeginu. Starfsmenn Verkís iðuðu í skinninu, svo mikil var spennan!

Í þessum pistli, sem fyrst og fremst er ætlaður aðdáendum Ævars á öllum aldri, verður smíði flöskuskeytanna lýst í máli og myndum. Nú eru þau bæði einhvers staðar að velkjast um í öldurótinu, hoppandi og skoppandi... Nei nei, ekki bara einhvers staðar, því þau hringja heim nokkrum sinnum á dag og láta vita hvar þau eru stödd. Ótrúlegt, en satt...

 

Flaskan

11848882_1094276523916971_1226397055_n(1)Nú þurfti að leggja höfuðið í bleyti og finna lausn á þeirri staðreynd að gervihnettirnir sem ætlunin var að nota eru einhvers staðar hátt uppi á himninum, en flaskan gat snúið alla vega í sjónum. Loftnetið varð nefnilega alltaf að snúa upp á við, hvað sem á gengi í öldurótinu. Það dugði auðvitað ekki að vera með einhvern flókinn rafknúinn búnað til að snúa loftnetinu í átt til gervihnattanna. Rafhlöðurnar yrðu þá fljótar að tæmast.

Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Á myndinni sem er efst á síðunni er útskýrt hvernig flaskan er hugsuð. Smella má á myndina til að stækka hana og gera skýrari... 

Á myndinni hér til hliðar er frumgerðin eða pótótýpan eins og sundum er sagt á óvönduðu máli. Myndin er tekin áður en hylkjunum var lokað og þau prófuð. Í fyrstu var hugmyndin að vera með eins konar flöskustút á hylkinu svo það líktist meira flösku, en síðar horfið frá því.

Flaskan er tvöföld, þ.e. innra hylki og ytra hylki. Innra hylkið er laust og flýtur inni í hálffullu ytra hylkinu eins og bátur. Þyngdarpunktur innra hylkisins er hafður neðarlega svo rétta hlið gervihnattabúnaðarins, þ.e. loftnetin, snúi ávallt upp, hvernig sem ytra hylkið velkist í sjónum. 

Á vefsíðu Verkís um flöskuskeytið er þessi lýsing:

hylkinInni í hvorri flösku er lítið hylki sem innheldur GPS-staðsetningarbúnaðinn og gervihnattasendinn sem sendir frá sér staðsetningu til gervitungls.  Við hönnun flöskuskeytanna þurfti að hafa í huga að GPS-búnaðurinn ásamt loftneti gervihnattasendis myndi ávallt snúa upp til að tryggja að samband við gervitungl væri til staðar. Til þess að tryggja að innra hylkið snúi rétt er það látið fljóta í glycerol inni í flöskunni. Efnið glycerol var valið vegna þess að það er frostþolið þegar það er blandað í réttum hlutföllum við vatn, það er mjög seigt sem leiðir til aukins stöðugleika innra hylkisins þegar ytra hylkið er á hreyfingu og það er ekki skaðlegt umhverfinu. Til að tryggja höggþol flöskuskeytanna á hafi og þegar þau koma upp á land, var hálfum dragnótarkúlum bætt við á enda flöskuskeytanna og þær festar saman með plast snittteinum.

Á myndinni eru Ármann og Vigfús glaðir og reifir með flöskuskeytin fullsmíðuð.



Gervihnattabúnaðurinn

Auðvitað er mikilvægt að vita hvar flöskuskeytin eru stödd og hvernig ferðalagið gengur. Það væri lítið spennandi að henda þeim í sjóinn og bíða síðan í óvissu, mánuðum eða árum saman. Þess vegna eru í flöskuskeytunum lítil tæki sem eru í sambandi við tvær gerðir gervihnatta og koma upplýsingum um hvar flöskuskeytin eru stödd á kort sem Verkís hefur útbúið. Þetta gerist auðvitað allt sjálfvirkt.

 

GPSGPS gervihnettirnir

Í um það bil 20.000 kílómetra hæð svífur fjöldi gervihnatta. Þeir senda í sífellu frá sér sérstök merki, og með því að mæla hve lengi þau hafa verið á leiðinni getur GPS (Global Positioning System) tækið reiknað út hvar í heiminum það er statt. GPS tækið þarf að fá merki frá að minnsta kosti 3 hnöttum til að geta reiknað út hvar það er statt.

Svona GPS tækni hefur þróast mikið á undanförnum árum, og nú eru GPS viðtæki m.a. í flestum GSM snjallsímum.

GPS tækið í flöskuskeytinu getur reiknað út staðsetningu flöskunnar með aðeins 5 metra óvissu.

 

 

 

GlobalStarOrbitsGlobal Star gervihnettirnir

Í 1.410 kílómetra hæð svífa 48 gervihnettir í kerfi sem kallað er Global Star. Kerfið er ætlað fyrir gervihnattasíma og fjarmælingar. Braut gervihnattanna er töluvert fyrir sunnan Ísland, og þegar þeir eru næst okkur eru þeir því sem næst yfir London. Merkið sem flöskuskeytið sendir frá sér með upplýsingum um staðsetningu þarf því að ferðast a.m.k. um 2.000 kílómetra vegalengd að viðtæki einhvers þessara 48 gervihnatta.

Það er nokkuð merkilegt að hugsa til þess að þetta skuli vera hægt. Við þekkjum hvernig vasaljósaperur í gömlum vasaljósum líta út. Þær nota um það bil 1 til 2 wött frá rafhlöðunum. Þessar gamaldags glóperur senda þó aðeins um 0,1 watt frá sér sem sýnilegt ljós. Sendirinn í flöskuskeytinu sendir einmitt merki frá sér sem er mest 0,1 wött. Álíka og peran í vasaljósinu. Þegar flöskuskeytið sendir frá sér stutt skeyti með 4 klukkustunda millibili, jafngildir það því að vasaljósaperan blikki merki sem þarf að taka á móti í um 2.000 kílómetra fjarlægð. Í raun er ekki mikill munur á þessum merkjum frá flöskuskeytinu og perunni, því hvort tveggja eru rafsegulbylgjur sem ferðast með hraða ljóssins.

Nú er rétt að staldra aðeins við. Hve dauft er merkið frá flöskuskeytinu orðið þegar það er komið að gervihnettinum? Við munum að afl þess var 0,1 wött þegar það lagði af stað, en auðvelt er að reikna út hve dauft það er þegar það er komið að gervihnettinum. Ef loftnet gervihnattarins væri lítið og álíka stórt og í símanum okkar, þá væri merkið sem hnötturinn tekur á móti ekki nema um 0,000.000.000.000.000.01 wött. Í gervihnettinum eru loftnetin auðvitað betri en í símanum okkar, en samt er merkið sem hlustað er eftir ekki nema agnarögn, eða þannig. Merkilegt að það skuli vera hægt að hlusta eftir þessum daufu merkjum ;-)

Úff. Þessi fjöldi núlla er alveg ómögulegur. Maður þarf sífellt að vera að telja til þess að vera nokkurn vegin viss um að fjöldi þeirra sé réttur. Samt er maður ekki viss... Eiginlega alveg ruglaður.  Miklu betra er að nota svokallaðan desibel skala þegar verið er að reikna deyfingu á útbreiðslu radíóbylgna, nú eða þá ljóss. Í desibel skalanum gildir nefnilega:

3 desibel er tvöföldun
6 desibel er fjórföldun
10 desibel er tíföldun
20 desibel er hundraðföldun
30 desibel er þúsundföldun
...og
160 desibel er tíu þúsund milljón milljón eða 10.000.000.000.000.000   (Vá!!!).
(Deila í 160 desibel með 10 og telja núllin í stóru tölunni. Einfalt!).

Þetta var miklu betra. Radíómerkin dofna um 160 desibel á leið sinni frá flöskuskeytinu að gervitunglinu, sem er auðvitað miklu miklu auðveldara að skrifa en öll romsan af núllum eins og hér fyrir ofan.

Það er annars merkilegt að þrátt fyrir að merkið frá flöskunni hafi dofnað tíu þúsund milljón milljón - falt á leið sinni út í geiminn að gervitunglinu, þá getum við tekið á móti því og birt staðsetningu flöskuskeytanna á korti. Makalaust!  Varla dygði að nota litla vasaljósaperu í svona fjarskiptum, þó svo að hún sendi frá sér jafn öflugar rafsegulbylgjur og litli sendirinn í flöskunni.

 


 

 
 
 
 

Útreikningar á sjávarstraumum
Hjá Verkís starfa nokkrir verkfræðingar sem eru sérfræðingar í því sem kallast straumfræði. Þeir kunna að reikna út strauma í ám og vötnum, og jafnvel sjó. Það nýtist vel til dæmis þegar verið er að hanna orkuver til að framleiða rafmagn, sama hvort verið er að virkja ár eða jafnvel hafstrauma.  Gerð var tilraun til að reikna út hvert flöskurnar færu með hjálp sjávarstrauma. Niðurstaðan var að líklega væri að þær færu áleiðis til Noregs og ferðalagið tæki nokkra mánuði. En, það var þó eitt vandamál sem getur haft mikil áhrif. Flöskuskeytin eru létt og vindurinn getur feykt þeim til og frá. Hann fer reyndar létt með það. Þess vegna er eins líklegt að flöskuskeytin eigi eftir að ferðast eftir ýmsum krókaleiðum sem erfitt er að spá fyrir um. Það verður gaman að fylgjast með.

Af vefsíðu Verkís:

Rekhluti sjávarfallalíkans Verkíss var notaður til að meta hvar hentugasti sleppistaður flöskuskeytanna væri. Niðurstöður þess sýndu að hentugast væri að sleppa flöskuskeytinu á suður- eða austurlandi. Flöskuskeytin voru prófuð í öldulaug Álftaneslaugar til að skoða floteiginleika þess og í Nauthólsvík til að staðfesta að samband næðist við gervihnött þegar flöskuskeytin væru í vatni. 

Þess má geta, að nota má svona forrit þegar leita þarf að björgunarbátum sem eru einhvers staðar á reki. Hægt er að láta það reikna út hvert björgunarbátinn hafi rekið með hjálp hafstrauma og vinda, og hvar best sé að byrja að leita.

 

Prófanir í sundlaug og sjó
Þegar búið að að smíða eina flösku var kominn tími til að prófa hana. Mikilvægt var að prófa hvernig hún þyldi harkalega meðferð, öldugang og sjóferð. Fyrst var farið með flöskuna í sundlaugina á Álftanesi, en þar er eins og allir vita stærsta vatnsrennibraut landsins. Flöskuskeytinu var hent úr mikilli hæð ofan í sundlaugina. 15 metra hæð heyrðist einhver tauta. Mikið skvamp heyrðist, en flaskan og það sem í henni var reyndist óskemmt.

Í þessari frábæru sundlaug er einnig vél sem getur búið til miklar öldur. Flaskan flaut vel, og það sem skipti öllu máli var að gervihnattabúnaðurinn vísaði ávallt til himins, sama hvað gekk á. Þetta lofaði góðu.

Að lokum var farið með frumgerðina í Skerjafjörð og flöskunni hent út í sjóinn. Allt virtist í lagi og loftnetin í flöskunni vísuðu upp, þó svo flaskan væri að veltast. Nokkrum mínútum eftir að merki átti að fara frá flöskunni í gervihnött í 1.400 km hæð einhvers staðar fyrir sunnan England kom sannleikurinn í ljós. Á skjá snjallsímans mátti á landakorti sjá hvar flöskuskeytið var á floti í Nauthólsvíkinni.

Nú virtist allt vera í lagi. Frumsmíðin með tvöföldu hylki eins og myndin efst á síðunni sýnir, virkaði vel. Mjög vel. Allir voru ánægðir og önnur flaska smíðuð í snatri.

 

 

 

 

Flöskuskeytunum varpað í hafið
Sunnudaginn 10. janúar 2015 rann stóra stundin upp. Flogið var með bæði flöskuskeytin með þyrlu langt á haf út við Grindavík og þeim varpað í sjóinn. Nú magnaðist spennan fyrir alvöru. Var búið að kasta flöskunum frábæru á glæ í orðsins fyllstu merkingu? (Glær er nefnilega gamalt orð yfir sjó). Voru þau einhvers staðar fljótandi, eða jafnvel komin niður á hafsbotn?

Flöskuskeytin voru sjósett um 20 mílur suðaustur út frá Reykjanesvita með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Líklegt er að flöskuskeytin verði hið minnsta nokkra mánuði á reki áður en þau ná landi.

Úff, - nokkru síðar fóru að berast merki frá Global Star gervihnöttunum. Þeir höfðu heyrt í flöskuskeytunum, og það sem meira var, flöskurnar létu vita hvar þær væru staddar svo skki skeikaði meira en 5 metrum!

 

 

 

 

Nú er spennandi að fylgjast með...!
Mun flöskuskeytið stefna til Noregs, eða fer það eitthvað allt annað? Kannski í öfuga átt og endar í Ameríku? Hver veit?

Á vefsíðu Verkís er hægt að sjá kort sem sýnir nákvæmlega hvar flöskuskeytin eru stödd núna. Smellið á þessa krækju til að sjá kortið og fræðast meira: 

FLÖSKUSKEYTI - MESSAGE IN A BOTTLE

www.verkis.is/gps

 

 

Á annarri vefsíðu hjá Verkís er ýmiss fróðleikur:

FYLGST MEÐ FLÖSKUSKEYTUM Í GEGNUM GERVITUNGL

http://www.verkis.is/um-okkur/frodleikur/frettir/fylgst-med-floskuskeytum-i-gegnum-gervitungl

 

 

 

Krækjur
Ungir aðdáendur Ævars vísindamanns, og reyndar allir sem eru ungir í anda, hafa ef til vill gaman af að glugga í nokkrar vefsíður þar sem sá sem hér skrifar þekkir aðeins til.Vilji einhver fræðast um mælingar á brautum gervihnatta sem sá er þessar línur ritar framkvæmdi þegar hann var unglingur má smella hér: Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi fyrir hálfri öld, og njósnarinn í Norðurmýrinni...

Fyrir hálfri öld, og rúmlega það, var eldflaugum skotið frá Íslandi alla leið upp í geiminn. Auðvitað var blekbóndinn sem þessar línur ritar einnig þar. Enn bara unglingur með brennandi áhuga á tækni og vísindum: Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir

Það eru ekki bara stórveldin sem smíða og senda á loft gervihnetti. Vissu þið að áhugamenn um allan heim hafa smíðað og sent á loft fjöldann allan af gervihnöttum sem kallaðir eru AMSAT OSCAR.  Fyrsti gervihnötturinn sem radíóamatörar smíðuðu og kallaður var OSCAR-1 var sendur á loft 12. desember 1961, aðeins 4 árum eftir að Rússar sendu upp fyrsta gervihnöttinn SPUTNIK-1 árið 1957. Þetta eru sem sagt ungir vísindamenn á öllum aldri sem eru að dunda við þetta merkilega áhugamál. Sjá hér.  

Þeir sem gaman hafa af stjörnuskoðun ættu að líta við hjá Stjörnuskoðunarféagi Seltjarnarness (reyndar allra landsmanna) og Stjörnufræðivefnum. Þar er margt skemmtilegt og fróðlegt að sjá. Auðvelt að gleyma sér þar!

Aðdáendur Ævars leynast örugglega meðal þeirra sem ánægju hafa af því að smíða fjarstýrðar flugvélar, stórar og smáar. Ekki er síður spennandi að fljúga þeim. Hér er ekkert kynslóðabil.


 

 

Myndir
Hér fyrir neðan má sjá ýmsar myndir frá því meðan á smíði og tilraunum stóð, en þar fyrir neðan er hugsanlega ýmislegt góðgæti sem áhugavert er að skoða.

 

_MG_7349

 Arnór Sigfússon PhD er dýravistfræðingur og vanur að fylgjast með flugi fugla yfir heimshöfin með GPS búnaði.

 

 

Alda 

Alda J. Rögnvaldsdóttir grafískur hönnuður og kynningarstjóri hjá Verkís var yfirleitt bak við myndavélina eða upptekin við að drífa verkefnið áfram og því fundust ekki við fyrstu leit myndir af henni við flöskuskeytið. Aftur á móti er hún hér með annað og stærra farartæki í höndunum, en hún var árið 2013 höfundur verðlaunatillögu að útliti flugvéla WOW.

Alda tók flestar myndanna sem prýða þessa síðu.

 

 

 

IMG_0925 - Copy

Ágúst H. Bjarnason rafmagnsverkfræðingur sá um frumhönnun tækisins, m.a. stöðugleikabúnaðarins, og smíði frumgerðar með aðstoð Fást ehf.  Myndin tekin eftir viðtalið við Ævar.

 

IMG_0923 - Copy-2

Ágúst útskýrir hönnun tækisins fyrir Ævari

 

 

IMG_0916

Vigfús Arnar Jósepsson er vélaverkfræðingur og Ólöf Rós Káradóttir er byggingarverkfræðingur og stærðfræðingur.  Vigfús og Ólöf Rós sáu um útreikninga í sjávarfallalíkani Verkíss, sem er flókinn hugbúnaður. Í miðju er auðvitað Ævar.

 

 

IMG_0914

Ólöf Rós í viðtali við Ævar, en í bakgrunni er Vigfús að vinna við tölvulíkanið.

 

 

IMG_7592

Nú er smíðinni lokið. Ármann E. Lund vélatæknifræðingur og Vigfús Jósepsson vélaverkfræðingur kampakátir með bæði flöskuskeytin.

 

IMG_0906

Frumsmíði flöskuskeytisins. Eftir er að gera á því nokkrar endurbætur og prófa.

 

IMG_7557


Innra hylkið er vel merkt.

 

IMG_7573


Ytra hylkið er einnig vel merkt.

 

 

GlobalStarOrbits

48 gervihnettir í Global Star kerfinu eru á braut í 1400 kílómetra hæð langt fyrir sunnan Ísland.  Þangað þurfa merkin frá litlu sendunum í flöskunum að draga.

 

 image001

Við prófanir í sjónum við Nauthólsvík barst merkið án vandræða í fyrstu tilraun.

 

 

 

 

 Líkan sem sýnir vindakerfið akkúrat núna.
Liturinn í bakgrunni táknar hitastig.

http://earth.nullschool.net

 

 

 

Á vefsíðu hjá Verkís er ýmiss fróðleikur um verkefnið:

FYLGST MEÐ FLÖSKUSKEYTUM Í GEGNUM GERVITUNGL

Smella hér:

http://www.verkis.is/um-okkur/frodleikur/frettir/fylgst-med-floskuskeytum-i-gegnum-gervitungl

 

 Flöskuskeytin í dag.

Hægt er að skruna og færa kortið til með músinni.
Nota má [+] & [-] takkana til að zoom-a á einstök hús á eyjunni Tiree þar sem flöskuskeytið lenti.   

Smellið á blöðru til að sjá hve langt flöskuskeytið hefur rekið, o.fl.

www.verkis.is/gps


dmi_weekly_icechart_colour

 Hafísinn (Smella á kort og stækka)
http://en.vedur.is/media/hafis/iskort_dmi/dmi_weekly_icechart_colour.pdf

 

 

 Hér er hægt að sjá ölduhæð og sveiflutíma

www.vegagerdin.is/vs/ArealKort.aspx?la=is

 

 

 

 

 

 Vindaspá fyrir Atlantshaf
www.vedur.is/vedur/sjovedur/atlantshafskort

 

 

 

 

18703-1

 

www.visindamadur.com

 

 

Verkis heilindi

 

www.verkis.is

 


Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru, eða kannski hvort tveggja?

 

 

Inngangur

Síðastliðin 25 ár eða svo hefur hækkun hitastigs á jörðinni verið mikið á dagskrá. Alþjóðlegar ráðstefnur hafa verið haldnar og nýlega var haldin mikil ráðstefna í París. Þar komu tugþúsundir manna saman og ræddu áhrif koltvísýrings á hitastig jarðar. Áhrif náttúrunnar á langtíma hitabreytingar fengu enga athygli. 

Umræður um losun koltvísýrings (koltvíildis, kolsýru – CO2) af mannavöldum hafa vakið áhuga margra á að kynna sér ástæður veðurfarsbreytinga í nútíð og fortíð. Miklar breytingar á veðurfari hafa orðið að því er virðist “af sjálfu sér” sé litið hundruð eða þúsundir ára aftur í tímann.  Auðvitað gerist slíkt ekki af sjálfu sér, eitthvað hlýtur að koma ferlinu af stað. Getur verið að þetta “eitthvað” sé einnig að hafa áhrif á veðrið á þessari öld?  Hvað er þetta “eitthvað”?  Getum við búist við að það muni haga sér á sama hátt og það hefur gert oft áður, þ.e. komið, staldrað við og horfið síðan á braut?   Um það fjallar þessi grein.

Áður en við fjöllum um þetta dularfulla “eitthvað” er rétt að skoða nánar hvað hefur verið á seyði undanfarin árþúsund og jafnvel enn í dag.

 

Hitafar frá síðustu ísöld fyrir um 11.000 árum

Mynd 1 sýnir niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Með rannsóknum á magni samstætna súrefnis (oxygen isotopes) hefur verið hægt að áætla hitastig á yfirborði jökulsins þúsundir ára aftur í tíma. Þessi ferill nær yfir 11.000 ár, þ.e. aftur til loka ísaldar þegar þykk íshella þakti stóran hluta jarðar.

Ferillinn nær þó af mælitæknilegum ástæðum aðeins til ársins 1854, en hefur verið mjög lauslega framlengdur til dagsins í dag með strikuðu línunni lengst til hægri.

Svæðin sem merkt eru með grænu eru sérlega áhugaverð.  Lengst til hægri eru hlýindin sem glatt hafa okkur undanfarna áratugi og kallast Modern Warm Period. Fyrir um 1000 árum var annað hlýskeið sem stóð nokkra áratugi og kallast Medieval Warm Period. Þá var jafnvel hlýrra en í dag, að minnsta kosti jafn hlýtt. Fyrir 2000 árum, meðan á Roman Warm Period stóð, var svo enn hlýrra og mun hlýrra var fyrir rúmum 3000 árum á tímabili sem kallað er Minoan Warm Period.  Hvað veldur þessum áratugalöngu hlýskeiðum sem hafa komið reglulega með um 1000 ára millibili? Við getum skyggnst lengra aftur í tíma og sjáum að fyrir 7000 og 8000 árum var lang hlýast frá því er ísöld lauk. Holocene Climate Optimum kallast sá tími.

Vissulega er þessi ferill aðeins frá Grænlandi og sýnir breytingar þar. Það má þó teljast líklegt að hann endurspegli í stórum dráttum breytingar í hitafari jarðar frá því er ísöld lauk.

gisp220temperature-B

Mynd 1: Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Skammvinn hlýskeið eru sýnd með grænu.

Stækka má myndir með því að smella á þær.

 

 

GISP2

Mynd 1a: Annað sjónarhorn á niðurstöðurnar frá Grænlandsjökli

 

Áleitnar spurningar vakna þegar horft er á þessa mynd. Hýindin fyrir 1000, 2000, 3000, o.fl. árum voru örugglega ekki af mannavöldum. Þetta voru heitari tímabil en við upplifum nú. Hvernig getum við verið viss um að hlýindin nú stafi að mestu leyti af hegðun okkar? Getur ekki verið að núverandi góðæri í veðurfari undanfarið stafi af sömu orsökum og oft áður? Er ekki full ástæða til að velta fyrir sér hvaða náttúrulegu ástæður hafi valdið þessum hitasveiflum á undanförnum árþúsundum og hvort að náttúran sé ekki enn að verki?

Minni okkar er stutt, og sjálf skynjum við ekki nema nokkra áratugi til baka. Ef til vill er það þess vegna sem menn hafa einblínt á gróðurhúsaáhrif vegna aukningar koltvísýrings í andrúmsloftinu. Þessi kenning hefur verið mjög vinsæl, það vinsæl að ekki hefur verið hlustað nægilega vel á gagnrýni sem komið hefur fram frá virtum vísindamönnum í loftslagsfræðum,  stjarneðlisfræði o.fl. sem telja að náttúran eigi stóran þátt í breytingum, nú sem á öldum áður.

 

Breytingar síðan Ísland var numið

Breytingar í veðurfari á síðustu öldum eru vel þekktar. Sjá mynd 2. Á landnámsöld var jafnvel hlýrra á jörðinni en í dag, Ísland var þá viði vaxið milli fjalls og fjöru og vínviður óx jafnvel í Englandi. Þá voru hinir miklu landafundir norrænna manna, sem ekki víluðu fyrir sér að sigla í opnum bátum landa og heimsálfa á milli. Leifur heppni Eiríksson fann Vínland þar sem vínviður óx. Eiríkur rauði stofnaði byggð í Grænlandi árið 985 er hann sigldi með 25 skip Íslendinga þangað. Fundist hafa merki um ræktun korns þar og ölgerð þessara norrænu manna.

Eftir um 1200 fór heimurinn að kólna. Þá gekk í garð langt tímabil sem menn hafa nefnt “Litlu ísöldina”. Mikil harðindi urðu á Íslandi, byggð norrænna manna í Grænlandi leið undir lok og kuldinn var það mikill í Englandi að Thames lagði sum árin á vetrum. Áhrifa litlu ísaldarinnar gætti um allan heim næstu aldirnar.

hitafar-jardar-2000-ar_876926

Mynd 2: Hnattrænar hitabreytingar síðastliðin 2000 ár.

 

Gamla málverkið á mynd 3 eftir Abraham Hondius og er frá 1677. Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni.  Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olave’s Church.

Takið eftir ísjökunum, sem virðast um hálfur annar metri á þykkt. Hvernig stendur á þessum ósköpum? Eitt kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar svokölluðu stóð yfir meðan virkni sólar var í lágmaki sem kallast Maunder minimum. Það stóð yfir um það bil frá 1645 til 1715. Þá sáust hvorki sólblettir né norðurljós og fimbulkuldi ríkt víða. Málverkið er frá þessu kuldaskeiði.

thames-5-b_527654


Mynd 3: Meðan á litlu ísöldinni stóð var áin Thames við London oft ísi lögð.

Málverkið er eftir Abraham Hondius (1630-1695). Museum of London. Fleiri myndir af “Frost Fairs” á Thames eru til.
Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni. Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olave’s Church.

 

Hvernig var ástandið á Íslandi um þetta leyti? Þór Jakobsson segir þetta í erindi sínu “Um hafís fyrir Suðurlandi – frá landnámi til þessa dags” sem finna má á vef Veðurstofunnar:

“1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands”.

Um 1900 fer heimurinn að hlýna á nýjan leik og hefur sú þróun haldist til dagsins í dag, – með rykkjum þó. Við vitum hvernig ástandið var hér á landi seint á 19. öld þegar vesturferðir Íslendinga stóðu sem hæst, og fólk flúði harðindi og fátækt sem af því leiddi. Við höfum heyrt af frostavetrinum mikla 1918, síðan komu veruleg hlýindi fram að stríðsárum, þá nokkur kólnun fram til um 1975 er fer að hlýna aftur. Auk þessara breytinga eru smá sveiflur frá ári til árs, sem eru breytilegar frá einu landi til annars, eins og við könnumst við. Hér á norðurslóðum, þar sem meðalhiti ársins er ekki nema nokkrar gráður yfir frostmarki erum við miklu næmari fyrir smávægilegum hitafarsbreytingum en sunnar í álfunni þar sem ársmeðalhitinn er mun hærri.

Hvenær lauk Litlu ísöldinni? Um það má deila, sumir miða við áeið 1900 og enn aðrir vilja meina að frostaveturinn 1918 hafi verið dauðakippir þessa langa kuldaskeiðs.

 

Hlýnun síðastliðin 150 ár frá Litlu ísöldinni

Samkvæmt mælingum er talið að hitastig jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,8°C síðan um 1850.  Hvers vegna 1850?  Jú það er vegna þess að sæmilega áreiðanlegar eldri mælingar á lofthita eru ekki til. Þá var Litlu ísöldinni ekki lokið. Verulegur hluti þessa tímabils, um það bil hálf öld, tilheyrir Litlu ísöldinni. Skekkir það ekki aðeins myndina?

Menn hafa af því miklar áhyggjur að meðalhiti jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,8 gráður á 150 árum.  Hver vill fullyrða að um 1850, á síðustu áratugum Litlu ísaldar, hafi veðurfar verið “rétt” og öll hækkun hita síðan þá sé “röng” og hættuleg?   Það merkilega er að þetta er kjarninn í umræðunni um loftslagsmálin.

Reyndar er mjög oft talað um að þessi hækkun lofthita um 0,8°C sé "frá upphafi iðnbyltingar". Iðnbyltingin hófst um 1750, en þá voru enn eftir 150 ár af Litlu ísöldinni.  Hvers vegna í ósköpunum er verið að miða við þetta kalda tímabil þegar hungur og sjúkdómar fóru illa með fólk?

Við sjáum greinilega á hitaferlinum frá Bresku Veðurstofunni (mynd 4) að Litlu Ísöldinni lýkur ekki fyrr en um 1920, þá verður mjög hröð hlýnun fram að 1945, síðan kyrrstaða til um 1975 er hitinn fer að rísa hratt til ársins 2000, og að lokum kyrrstaða til dagsins í dag.

Eftirtektarvert er að á tímabilinu 1920 til 1945 er álíka hröð og álíka mikil hækkun á hitastigi og á tímabilinu 1975 til 2000. Hvort tveggja 25 ára tímabil. Það er umhugsunarvert að losun manna á koltvísýringi var tiltölulega lítil fyrr en eftir miðja síðustu öld er losunin fór hratt vaxandi. Það flækir auðvitað málið dálítið.  Var það kannski náttúran sem var að verki á fyrra tímabilinu og mannfólkið á hinu síðara?  Eða á náttúran einhvern þá í hitabreytingunum yfir allt tímabilið? 

Við tökum eftir því að meðalhitinn yfir allt tímabilið er nokkurn vegin sá sami og mældist í kyrrstöðunni 1945-1975. Væri ekki eðlilegra að miða hækkun lofthitans við það tímabil frekar en Litlu Ísöldina eins og gert er?  Þá væri hækkunin sem við værum með áhyggjur af um 0,5 gráður í stað 0,8 gráða.

 

hadcrut4_annual_global

Mynd 4: Myndin er frá Bresku veðurstofunni Met Office. Hún sýnir frávik í meðalhita tímabilsins 1850 til 2014. Á þessum tíma hefur styrkur koltvísýrings aukist frá 0,03% í 0,04%.

 

 

HadCRUT3 GlobalMonthlyTempSince1850 NH-SH-NormalPeriod (1)


Mynd 4a:  Önnur mynd frá Bresku veðurstofunni Met Office. Stór hluti ferilsins tilheyrir Litlu ísöldinni, en nær þó ekki aftur til upphafs iðnbyltingar um 1750

 

 

Kyrrstaða hlýnunar frá aldamótum

Náttúran hefurverið að stríða okkur frá aldamótum, því eitthvað veldur því að meðalhiti jarðar hefur meira og minna staðið í stað frá aldamótum eins og sést á mynd 5, þrátt fyrir sívaxandi losun manna á koltvísýringi CO2.

Hitamælingar á lofthjúpnum fara í aðalatriðum fram á tvennan hátt: Með hefðbundnum hitamælum á veðurstöðvum víða um heim og frá gervihnöttum. Mælingar frá gervihnöttum hafa það fram yfir kvikasilfursmælana að gervihnettirnir mæla yfir allan hnöttinn, byggð ból, hafið, eyðimerkur, fjöll og firnindi. Svokölluð þéttbýlisáhrif trufla ekki þær mælingar, en við vitum flest hve miklu heitara er innan borgarmarkanna en utan þeirra. Þessar mælingar frá gervihnöttum ná þó aðeins aftur til ársins 1979. Á þeim má greina áhrif frá stórum eldgosum og fyrirbærum í Kyrrahafinu sem kölluð eru El Niño og La Niña. Um þessar mundir er öflugt El Niño í gangi sem veldur nokkurra mánaða hækkun hitastigs og veðurbreytingum víða um heim.

 

UAH_LT_1979_thru_November_2016_v6

Mynd 5: Hitamælingar frá gervihnöttum sýna kyrrstöðu í hlýnun frá síðustu aldamótum
(Myndin uppfærð í desember 2016)

 

Ástæður loftslagsbreytinga og hvað er þetta «eitthvað» sem minnst var á í innganginum?

Ljóst er að ýmislegt annað getur haft áhrif á loftslagsbreytingar en koltvísýringur. Margir þekkja snjallar kenningar hins virta vísindamanns Páls Bergþórssonar um samspil breytilegs endurskins frá hafís sem orsakavald hinnar velþekktu 60 ára sveiflu í hitafari. Hann hélt nýlega áhugavert erindi á Aðventuþingi félags veðurfræðinga. Sjá erindið hér.  Margir beina sjónum að sólinni, okkar eina hitagjafa.  Sólin á mynd 6 er svokölluð breytistjarna sem jörðin er í nábýli við. Frá henni streymir breytilegur sólvindurinn sem veldur fallegum norðurljósum, og gæti átt verulegan þátt í hitasveiflum undanfarinna alda og árþúsunda samkvæmt velþekktum kenningum prófessors Henriks Svensmark.

11878975_10207837021626423_5834415388739750727_o

Mynd 6: Sólin er breytileg stjarna. Virkni hennar gengur í bylgjum. Sveiflurnar eru áratuga, árhundraða og árþúsunda langar. Jörðin er í nábýli við þessa dagstjörnu.

 

Á mynd 7 má sjá breytingar í heildarútgeislun sólar frá árinu 1610 til 2014. Eins og sjá má, þá er hún í hæstu hæðum á síðarihluta nýliðinnar aldar, og nú er heildarútgeislunin farin að dala aftur. Maunder lágmarkið frá 1650-1700 leynir sér ekki.

Breytingin í heildarútgeislun er reyndar heldur  lítil til að skýra hitabreytingar undanfarið þannig að leita þarf annarra skýringa. Skýringin gæti legið í útfjólubláa þætti sólarljóssins og beinast augu vísindamanna nú að þeim möguleika.

SolarIrradianceReconstructedSince1610 LeanUntil2000 From2001dataFromPMOD (1)

Mynd 7: Heildarútgeislun sólar hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin 400 ár ásamt því sem hnattræn hlýnun hefur átt sér stað. Nú kann virkni sólar að fara minnkandi á næstu árum.

 

Breyting í heildarútgeislun er aðeins um 0,2% yfir allt tímabilið, en breyting í útfjólubláa ljósinu (Extreme UltraViolet-EUV) yfir aðeins eina 11 ára sólsveiflu er um tíföld eða 1000 %.   Jafnvel tvöfalt það eins og sést á mynd 8 frá japönsku geimferðastofnunni.

 

11_year_uv_cycles

Mynd 8: 20-föld (2000 %) breyting á útfjólublárri útgeislun sólar yfir 11 ára tímabil.

 

Sólvirknin hefur minnkað hratt á síðustu árum. Kyrrstaða hefur verið í hitastigi undanfarinn hálfan annan áratug. Er það tilviljun að það fer saman? Kannski. Eða, er það merki þess að hámarkinu sé náð og hlýskeiðið að ganga niður, eins og það gerði fyrir 1000, 2000 og 3000 árum eftir nokkurra áratuga löng góðæri?  Því hafa ýmsir vísindamenn spáð, en fáir hlustað. Fari svo, þá mun það koma í ljós innan áratugar.

 

Samantekt

Í fyrirsögn var spurt: Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru, eða kannski hvort tveggja? 

Ætli svarið sé ekki "hvort tveggja".

Áður hefur sá sem hér ritar gert því skóna að skiptingin gæti hafa verið verið milli eftirfarinna þátta undanfarna áratugi:

  1. Ytri sveiflur sem væru þá helst breytingar í sólinni.

  2. Innri sveiflur svo sem breytingar í hafstraumum og breytingar í hafís/endurskini eins og Páll Bergþórsson hefur bent á.

  3. Stígandi sem stafar af sífelt meiri losun á koltvísýringi

 

Þetta er semsagt flókið samspil náttúrulegra fyrirbæra og áhrifa losunar manna á koltvísýringi. Hve mikið hver þessara þriggja þátta vegur er ómögulegt að segja.  Við getum þess vegna til einföldunar og bráðabirgða sagt er hver þáttur valdi svo sem þriðjungi, en auðvitað er það bara órökstudd ágiskun þar til við vitum betur...

 

 --- --- --- 

 

Jákvæð áhrif aukningar CO2

Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.

Koltvísýringur er ekki eitraður. Hann er undirstaða alls lífs á jörðinni. Án hans yxi ekki grænn góður og matvælaframleiðsla væri engin. Dýralíf lítið sem ekkert og víst er að við værum ekki hér.

Með hjálp sólar vinna plönturnar mjölvi og sykur úr koltvísýringnum og losa frá sér súrefni. Lífsandi plantanna er koltvísýringur, en okkar lífsandi er súrefnið. Án grænu plantanan væri ekkert súrefni og því ekkert dýralíf.

Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu eykur verulega vaxtarhraða gróðurs. Það hefur mjög jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu heimsins. Ekki veitir af.

Hér á landi hefur gróðri fleygt fram á undanförnum árum. Skógarmörk hafa hækkað og víða má sjá sjálfsáð tré vaxa upp þar sem áður var auðn. Við getum þakkað það bæði hækkuðum lofthita og auknum styrk koltvísýrings.

Íslenskir gróðurhúsabændur vita að hægt er að auka framleiðsluna verulega með því að losa koltvísýring inn í gróðurhúsin. Þess vegana má iðulega sjá stálgeyma eða stærri tanka með koltvísýringi fyrir utan gróðurhúsin eins og á mynd 9 sem tekin var fyrir utan gróðurhús í uppsveitunum. Inni í gróðurhúsunum er styrkur koltvísýrings tvöfaldur til fjórfaldur þess sem er utan þeirra.

 

greenhouse-2


Mynd 9: Geymir með koltvísýringi fyrir utan íslenskt gróðurhús.
(Ljósmynd áhb)

 

 

WoodyFourLevelsOfCO2Enrichment

 

Mynd 10: Tilraunir hafa verið gerðar í því skyni að mæla vaxtarhraða plantna við mismunsandi styrk koltvísýrings. Á myndinni er verið að gera tilraunir með furu. Lengst til vinstri er styrkurinn sá sami og í andrúmsloftinu, eða 400 ppm (0,04%). Á næstu mynd hefur 150 ppm verið bætt við þannig að styrkurinn verður 550 ppm. Á þriðju myndinni er styrkurinn orðinn 700 ppm og á þeirri fjórðu 850 ppm, eða meiri en tvöfaldur þess sem er í andrúmsloftinu utandyra.  Þetta kunna plönturnar svo sannarlega að meta og vaxtarhraðinn tvöfaldast.

 

Aukinn styrkur koltvísýrings og hærri lofthiti hafa gert það að verkum að gróður jarðar hefur aukist. Matvælaframleiðsla í hungruðum heimi hefur af þeim sökum aukist.  Hún er að verða grænni samkvæmt gervihnattamyndum. Um það má lesa á vefsíðu NASA sem nefnist Global Garden Gets Greener, en þar er að finna mynd 11.

 

npp_change_bump_lrg

Mynd 11: Hin grænkandi jörð samkvæmt vefsíðu NASA.  

 

Höfum það hugfast að koltvísýringur, undirstaða lífs á jörðinni, er ekki mengun. Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu mælist nú 0,04%.    Munum einnig að við erum í nábýli við stjörnu sem við köllum sól. Sólin veitir okkur birtu og yl sem breytist með sveiflum sem ná yfir áratugi, árhundruð og árþúsund. Munum eftir sveiflum í Atlantshafinu og Kyrrahafinu. Munum eftir sveiflum í útbreiðslu hafíss og breytlegu endurskini.   Munum eftir…

 

 

 --- --- ---

 

 

 

 

 

Vetrarsólstöður eru í ár 22. desember. Sólin verður þá lægst á lofti og dagurinn stystur. Á Þorláksmessu fer sólin að hækka á lofti og dagurinn að lengjast, þó ekki muni nema hænufeti fyrst í stað.  Áður en við vitum af fer vorilmur að finnast í lofti, fuglar að syngja, ástin blómstrar og vorið er komið!

Það er því tilefni að fagna. Það munum við gera á hinni ævagömlu hátíð Jólunum. 

 

"Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur. Þetta eru sem sagt "hænufetin" í Reykjavík. Á Akureyri er fyrsta hænufetið 12 sekúndur, hið næsta 37 sekúndur og hið þriðja 62 sekúndur", stendur í grein eftir Þorstein Sæmundsson sem birtist í Almanaki Háskólans árið 1993.  Greinina má lesa hér.

 

solsetur_2011

 

 Gleðileg Jól

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

2015 verður 3ja heitasta árið...

 

 

UAH_LT_1979_thru_November_2015_v6

 

 

 

Nýlega hafa verið birtar niðurstöður gervihnattamælinga á hnattrænum lofthita til loka nóvember, eins og sjá má á myndinni efst á síðunni. Lengst til hægri má sjá hitatoppinn sem er að myndast vegna El Niño í Kyrrahafinu, en sams konar fyrirbæri má sjá árin 1998 og 2010. Sjá hér.

 

Hitamælingar frá gervihnöttum hafa það sér til ágætis að mælt er yfir nánast alla jörðina, lönd og höf, fjöll og firnindi, eyðimerkur og byggð ból. Mælingarnar láta ekki truflast af hitauppsöfnun í þéttbýli og borgum, og eru að margra áliti þær traustustu sem gerðar eru. Úrvinnsla mæligagna eru gerðar hjá University of Alabama Huntsville (UAH) og Remote Sensing Systems (RSS). 

 

Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu mæligagna hjá UAH hefur raðað heitustu árunum samkvæmt gervihnattamælingunum í stólparitið hér fyrir neðan. Samkvæmt því er árið 1998 heitast, næst heitast er 2010 og núna stefnir árið 2015 í að verða þriðja heitasta árið.

Munurinn milli þessara ára er það afgerandi að niðurstöður fyrir desember geta ekki haft nein áhrif á röðina.

Sumar súlurnar eru litaðar, en það eru svokölluð El Niño ár þegar fyrirbæri í kyrrahafinu losar mikinn varma í lofthjúpinn. Roy Spencer hefur verið að dunda við að reyna að gera sér grein fyrir hvernig árið 2016 muni verða (græna spurningamerkið) með því að skoða eldri ár sem liggja að El Niño árum. Örvarnar milli lituðu súlannna eiga að tákna það.  Sjá hér.

Árið 1998 var óvenju hlýtt. Sama var ekki að segja um næstu ár á eftir, og því er ekki hægt að reikna með að 2016 verði hlýtt. Það er þó ekki útiokað ef El Niño verður sæmilega virkt fyrstu mánuði ársins.

 

 

 

UAH-LT-El-Nino-year-rankings1

 

 

 

Til samanburðar er hér fyrir neðan RSS (Remote Sensing Systems) útgáfan af gervihnattamælingum á fráviki frá meðaltali áranna 1979-2008 í hita lofthjúps jarðar frá árinu 1979 til loka nóvember 2015.

Mæligögnin eru r á vef RSS tilbúin til að setja í Excel ef einhver skyldi vilja teikna ferla eða raða árunum í röð eftir meðalhita.

 

MSU RSS GlobalMonthlynov2015

 

 

 

 

 


Eiga sér stað loftslagsbreytingar af mannavöldum...?

 

 

 

Loftslagsbreytingar af mannnavöldum

 

Úr Viðskiptablaðinu 13. desember 2006

 

Fyrir um áratug var stutt viðtal við þessa vísindamenn sem teljast verða vera meðal þeirra reyndustu á sviði veður- og loftslagsfræða hér á landi.

Þór: "Um er að ræða samspil margra þátta sem gerir málið flókið".

Trausti: "Málið er flókið og margþætt og erfitt að fullyrða niokkuð um það".

Páll Bergþórsson, okkar allra reyndasti og virtasti veðurfræðingur, er sama sinnis
og hefur birt áhugaverðar kenningar um áhrif hafíssins á svokallaða 60 ára sveiflu.

Allir eru þessir vísindamenn sammála um að það hafi hlýnað á undanförnum áratugum,
losun á koltvíildi hafi aukist verulega, en ekki sé hægt að kenna styrk
koltvíildis eingöngu um breytingar í hitafari, þó svo að áhrif þess séu einhver.

 

 

 



Leidretting NASA Moggi

 

Úr Morgunblaðinu í dag 3. desember 2015

 

 

 

 

 

Eldri bloggpistlar sem fjalla um raunverulega "manngerða hlýnun":

Hvers vegna er NASA að afmynda hitaferilinn fyrir Reykjavík...?

 

Kann einhver skil á þessum undarlegheitum...?

 

 



gisssurface1001vs2014

NASA - GISS


Ólafur Jóhann Ólafsson: Betra efni í forseta get ég ekki hugsað mér...

 

 

 

OlafurJohannOlafsson2011JPVsvhv

 

Einn er sá maður sem gæti verið mikill fengur að fá sem forseta Íslands.
Það er Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur með meiru.

Hann lauk prófi með láði sem eðlisfræðingur frá Brandeis University í útjaðri Boston í Bandaríkjunum 1985.  Hann hóf störf hjá Sony í Bandaríkjunum strax að loknu námi. Tíu árum síðar var hann kjörinn aðstoðarforstjóri fyrirtækisins og forstjóri margmiðlunardeildar þess. Árið 1996 hóf hann störf hjá fjárfestingarfyrirtækinu Advanta og var síðan ráðinn annar tveggja yfirmanna Time Warner Digital Media 1999.

Ólafur Jóhann var mikill námsmaður og miklum metum hjá prófessorum Brandeis háskólans, enda komst hann strax að námi loknu til metorða hjá stórfyrirtækjum. Ólafur er eins og flestir vita einnig þekktur rithöfundur og með einstaklega góða framkomu. Hann er jafnvígur á raunvísindi og hugvísindi. Betra efni í forseta get ég varla hugsað mér.

Nánar um Ólaf Jóhann hér:

 

 

 

Myndin af Ólafi Jóhanni var fengin að láni með bessaleyfi af vef Forlagsins. Ég vona mér fyrirgefist að hafa ekki beðið um leyfi. Textinn ber þess væntanlega merki að hafa að hluta verið fenginn að láni á sömu kjörum af vefjum Borgarbókasafnsins og Forlagsins.   

www.forlagið.is

  

 

 


"Heil­mik­il haf­ísmynd­un og ís­inn nálg­ast..."

 

Það er auðvitað sjálfsagt að fylgjast með landsins forna fjarna.
Enn sem komið er heldur hann sig fjarri, en hver veit hvernig staðan verður á næstu árum...?

Myndirnar eru frá Dönsku veðurstofunni DMI.

icecover_current 20nov2015

 http://ocean.dmi.dk/arctic/old_icecover.uk.php

icecover_current 20nov2015-crop

Klippt úr efstu myndinni

 

 icecover_current_new

http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

 

Uppfært 25. nóvember: Í dag birtist loksins nýr ferill á vef DMI eftir 12 daga hlé. Hann er dagsettur 24/11/15. Ferillinn sem var orðinn vikugamall þegar pistillinn var skrifaður 20. nóvember hefur því verið uppfærður.

Sjá nýjustu útgáfu beggja ferlanna með því að smella á krækjurnar undir þeim.

Uppfært 22. nóvember: Myndin hér að ofan hefur verið óbreytt hjá DMI síðan 13/11/15, sem bendir til einhverrar bilunar.

 

Hafis

Frétt Morgunblaðsins 20. nóvember 2015

 


mbl.is Hafísinn nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jørgen Peder Steffensen hjá Niels Bohr Institute: Hlýrra á Grænlandi fyrir árþúsundi en í dag og ómögulegt að dæma um hvort hlýindin nú séu náttúruleg eða af mannavöldum...

 

 

 

 

Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðingur og lektor hjá Niels Bohr Institutet, Københavns Universitet fjallar í þessu stutta en fróðlega myndbandi um rannsóknir á borkjörnum frá Grænlandsjökli.

Dr. Jørgen Peder Steffensen hefur meðal annars starfað mikið með íslenska eðlis- og jöklafræðingnum  Dr. Sigfúsi Johnsen.

Hann fræðir okkur meðal annars á því að fyrir árþúsundi hafi hitinn á Grænlandi verið 1,5 gráðum hærri en í dag, og að mjög erfitt sé að sýna fram á hvort núverndi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir.

Myndbandið er 4 mínútur að lengd.  Það er fróðlegt að heyra hvað þessi virti vísindamaður hefur að segja.

 

 

- Fyrir árþúsundi var hitinn á Grænlandi 1,5 gráðum hærri en í dag.

- Hann var ef til vill 2.5 C hærri fyrir 4000 árum.

- Rannsóknir víðar í heiminum styðja þessa mynd.

- Mjög erfitt að sýna fram á hvort núverndi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir

 

 

lev42_central_topbanner  


Mögnuð ræða Dr. Patrick Moore stofnanda Greenpeace...

 

 

 

Dr. Patrick Moore umhverfisfræðingur, stofnandi Greenpeace, hélt í síðustu viku magnaðan fyrirlestur.  Myndband er hér fyrir neðan, en prentaða útgáfu má lesa neðar á síðunni eða með því að smella hér.  

Dr. Patrick Moore var mjög virkur aktívisti á yngri árum, meðal annars á skipinu Rainbow Warrior sem við munum flest eftir. 

Svo áttaði hann sig á að hann og félagar hans væru á villigötum og snéri við blaðinu...

Patrick Moore ræðir hér uppvaxtarár sín og skólagöngu og þá tíma sem hann starfaði með Greenpeace eftir að hann tók þátt í stofnun samtakanna, svo og hvers vegna hann yfirgaf samtökin. Síðan fjallar hann um koltvísýring jarðsögunni og bendir á ýmsar jákvæðar hliðar málsins, en koltvísýringur er undirstaða alls lífs á jörðinni.  

Þetta er einkar fróðlegt og vel þess virði að hlusta. Óneitanlega umhugsunarverður vinkill á málið.



Mögnuð ræða hlaðin skynsemi:  "Should We Celebrate Carbon Dioxide?

 

(Sjá annað myndband neðst á síðunni).

   

 

 

 

 

Hér er gömul vefsíða frá Greenpeace. 

The Founders of Greenpeace

Patrick Moore er annar frá vinstri í efri röð á myndinni á þessari gömlu Greenpeace vefsíðu, sem er afrituð hér fyrir neðan. 

 

  

 

 

crew-of-the-phyllis-cormack-f

 

 

 

 

Kjósi einhver að lesa frekar en að horfa, þá er fyrirlesturinn eða ræðan frá 14. október 2015 hér í heild sinni:

 

My Lords and Ladies, Ladies and Gentlemen.

Thank you for the opportunity to set out my views on climate change. As I have stated publicly on many occasions, there is no definitive scientific proof, through real-world observation, that carbon dioxide is responsible for any of the slight warming of the global climate that has occurred during the past 300 years, since the peak of the Little Ice Age. If there were such a proof through testing and replication it would have been written down for all to see.

The contention that human emissions are now the dominant influence on climate is simply a hypothesis, rather than a universally accepted scientific theory. It is therefore correct, indeed verging on compulsory in the scientific tradition, to be skeptical of those who express certainty that “the science is settled” and “the debate is over”.

But there is certainty beyond any doubt that CO2 is the building block for all life on Earth and that without its presence in the global atmosphere at a sufficient concentration this would be a dead planet. Yet today our children and our publics are taught that CO2 is a toxic pollutant that will destroy life and bring civilization to its knees. Tonight I hope to turn this dangerous human-caused propaganda on its head. Tonight I will demonstrate that human emissions of CO2 have already saved life on our planet from a very untimely end. That in the absence of our emitting some of the carbon back into the atmosphere from whence it came in the first place, most or perhaps all life on Earth would begin to die less than two million years from today.

 

But first a bit of background.

I was born and raised in the tiny floating village of Winter Harbour on the northwest tip of Vancouver Island, in the rainforest by the Pacific. There was no road to my village so for eight years myself and a few other children were taken by boat each day to a one-room schoolhouse in the nearby fishing village. I didn’t realize how lucky I was playing on the tide flats by the salmon-spawning streams in the rainforest, until I was sent off to boarding school in Vancouver where I excelled in science. I did my undergraduate studies at the University of British Columbia, gravitating to the life sciences – biology, biochemistry, genetics, and forestry – the environment and the industry my family has been in for more than 100 years. Then, before the word was known to the general public, I discovered the science of ecology, the science of how all living things are inter-related, and how we are related to them. At the height of the Cold War, the Vietnam War, the threat of all-out nuclear war and the newly emerging consciousness of the environment I was transformed into a radical environmental activist. While doing my PhD in ecology in 1971 I joined a group of activists who had begun to meet in the basement of the Unitarian Church, to plan a protest voyage against US hydrogen bomb testing in Alaska.

We proved that a somewhat rag-tag looking group of activists could sail an old fishing boat across the north Pacific ocean and help change the course of history. We created a focal point for the media to report on public opposition to the tests.

When that H-bomb exploded in November 1971, it was the last hydrogen bomb the United States ever detonated. Even though there were four more tests planned in the series, President Nixon canceled them due to the public opposition we had helped to create. That was the birth of Greenpeace.

Flushed with victory, on our way home from Alaska we were made brothers of the Namgis Nation in their Big House at Alert Bay near my northern Vancouver Island home. For Greenpeace this began the tradition of the Warriors of the Rainbow, after a Cree Indian legend that predicted the coming together of all races and creeds to save the Earth from destruction. We named our ship the Rainbow Warrior and I spent the next fifteen years in the top committee of Greenpeace, on the front lines of the environmental movement as we evolved from that church basement into the world’s largest environmental activist organization.

Next we took on French atmospheric nuclear testing in the South Pacific. They proved a bit more difficult than the US nuclear tests. It took years to eventually drive these tests underground at Mururoa Atoll in French Polynesia. In 1985, under direct orders from President Mitterrand, French commandos bombed and sank the Rainbow Warrior in Auckland Harbour, killing our photographer. Those protests continued until long after I left Greenpeace. It wasn’t until the mid-1990s that nuclear testing finally ended in the South Pacific, and it most other parts of the world as well.

Going back to 1975, Greenpeace set out to save the whales from extinction at the hands of huge factory whaling fleets.  We confronted the Soviet factory whaling fleet in the North Pacific, putting ourselves in front of their harpoons in our little rubber boats to protect the fleeing whales. This was broadcast on television news around the world, bringing the Save the Whales movement into everyone’s living rooms for the first time. After four years of voyages, in 1979 factory whaling was finally banned in the North Pacific, and by 1981 in all the world’s oceans.

In 1978 I sat on a baby seal off the East Coast of Canada to protect it from the hunter’s club. I was arrested and hauled off to jail, the seal was clubbed and skinned, but a photo of me being arrested while sitting on the baby seal appeared in more than 3000 newspapers around the world the next morning. We won the hearts and minds of millions of people who saw the baby seal slaughter as outdated, cruel, and unnecessary.

Why then did I leave Greenpeace after 15 years in the leadership? When Greenpeace began we had a strong humanitarian orientation, to save civilization from destruction by all-out nuclear war. Over the years the “peace” in Greenpeace was gradually lost and my organization, along with much of the environmental movement, drifted into a belief that humans are the enemies of the earth. I believe in a humanitarian environmentalism because we are part of nature, not separate from it. The first principle of ecology is that we are all part of the same ecosystem, as Barbara Ward put it, “One human family on spaceship Earth”, and to preach otherwise teaches that the world would be better off without us. As we shall see later in the presentation there is very good reason to see humans as essential to the survival of life on this planet.

In the mid 1980s I found myself the only director of Greenpeace International with a formal education in science. My fellow directors proposed a campaign to “ban chlorine worldwide”, naming it “The Devil’s Element”. I pointed out that chlorine is one of the elements in the Periodic Table, one of the building blocks of the Universe and the 11th most common element in the Earth’s crust. I argued the fact that chlorine is the most important element for public health and medicine. Adding chlorine to drinking water was the biggest advance in the history of public health and the majority of our synthetic medicines are based on chlorine chemistry. This fell on deaf ears, and for me this was the final straw. I had to leave.

When I left Greenpeace I vowed to develop an environmental policy that was based on science and logic rather than sensationalism, misinformation, anti-humanism and fear. In a classic example, a recent protest led by Greenpeace in the Philippines used the skull and crossbones to associate Golden Rice with death, when in fact Golden Rice has the potential to help save 2 million children from death due to vitamin A deficiency every year.

 

The Keeling curve of CO2 concentration in the Earth’s atmosphere since 1959 is the supposed smoking gun of catastrophic climate change. We presume CO2 was at 280 ppm at the beginning of the Industrial Revolution, before human activity could have caused a significant impact. I accept that most of the rise from 280 to 400 ppm is caused by human CO2 emissions with the possibility that some of it is due to outgassing from warming of the oceans.

NASA tells us that “Carbon Dioxide Controls Earth’s Temperature” in child-like denial of the many other factors involved in climate change. This is reminiscent of NASA’s contention that there might be life on Mars. Decades after it was demonstrated that there was no life on Mars, NASA continues to use it as a hook to raise public funding for more expeditions to the Red Planet. The promulgation of fear of Climate Change now serves the same purpose. As Bob Dylan prophetically pointed out, “Money doesn’t talk, it swears”, even in one of the most admired science organizations in the world.

On the political front the leaders of the G7 plan to “end extreme poverty and hunger” by phasing out 85% of the world’s energy supply including 98% of the energy used to transport people and goods, including food. The Emperors of the world appear clothed in the photo taken at the close of the meeting but it was obviously Photo-shopped. They should be required to stand naked for making such a foolish statement.

The world’s top climate body, the Intergovernmental Panel on Climate change, is hopelessly conflicted by its makeup and it mandate. The Panel is composed solely of the World Meteorological Organization, weather forecasters, and the United Nations Environment Program, environmentalists. Both these organizations are focused primarily on short-term timescales, days to maybe a century or two. But the most significant conflict is with the Panel’s mandate from the United Nations. They are required only to focus on “a change of climate which is attributed directly or indirectly to human activity that alters the composition of the atmosphere, and which is in addition to natural climate variability.”
So if the IPCC found that climate change was not being affected by human alteration of the atmosphere or that it is not “dangerous” there would be no need for them to exist. They are virtually mandated to find on the side of apocalypse.

Scientific certainty, political pandering, a hopelessly conflicted IPCC, and now the Pope, spiritual leader of the Catholic Church, in a bold move to reinforce the concept of original sin, says the Earth looks like “an immense pile of filth” and we must go back to pre-industrial bliss, or is that squalor?

And then there is the actual immense pile of filth fed to us more than three times daily by the green-media nexus, a seething cauldron of imminent doom, like we are already condemned to Damnation in Hell and there is little chance of Redemption. I fear for the end of the Enlightenment. I fear an intellectual Gulag with Greenpeace as my prison guards.

 

Let’s begin with our knowledge of the long-term history of the Earth’s temperature and of CO2 in the Earth’s atmosphere. Our best inference from various proxies back indicate that CO2 was higher for the first 4 billion years of Earth’s history than it has been since the Cambrian Period until today. I will focus on the past 540 million years since modern life forms evolved. It is glaringly obvious that temperature and CO2 are in an inverse correlation at least as often as they are in any semblance of correlation. Two clear examples of reverse correlation occurred 150 million years and 50 million years ago. At the end of the Jurassic temperature fell dramatically while CO2 spiked. During the Eocene Thermal Maximum, temperature was likely higher than any time in the past 550 million years while CO2 had been on a downward track for 100 million years. This evidence alone sufficient to warrant deep speculation of any claimed lock-step causal relationship between CO2 and temperature.

The Devonian Period beginning 400 million years ago marked the culmination of the invasion of life onto the land. Plants evolved to produce lignin, which in combination with cellulose, created wood which in turn for the first time allowed plants to grow tall, in competition with each other for sunlight. As vast forests spread across the land living biomass increased by orders of magnitude, pulling down carbon as CO2 from the atmosphere to make wood. Lignin is very difficult to break down and no decomposer species possessed the enzymes to digest it. Trees died atop one another until they were 100 metres or more in depth. This was the making of the great coal beds around the world as this huge store of sequestered carbon continued to build for 90 million years. Then, fortunately for the future of life, white rot fungi evolved to produce the enzymes that can digest lignin and coincident with that the coal-making era came to an end.

There was no guarantee that fungi or any other decomposer species would develop the complex of enzymes required to digest lignin. If they had not, CO2, which had already been drawn down for the first time in Earth’s history to levels similar to todays, would have continued to decline as trees continued to grow and die. That is until CO2 approached the threshold of 150 ppm below which plants begin first to starve, then stop growing altogether, and then die. Not just woody plants but all plants. This would bring about the extinction of most, if not all, terrestrial species, as animals, insects, and other invertebrates starved for lack of food. And that would be that. The human species would never have existed. This was only the first time that there was a distinct possibility that life would come close to extinguishing itself, due to a shortage of CO2, which is essential for life on Earth.

A well-documented record of global temperature over the past 65 million years shows that we have been in a major cooling period since the Eocene Thermal Maximum 50 million years ago. The Earth was an average 16C warmer then, with most of the increased warmth at the higher latitudes. The entire planet, including the Arctic and Antarctica were ice-free and the land there was covered in forest. The ancestors of every species on Earth today survived through what may have been the warmest time in the history of life. It makes one wonder about dire predictions that even a 2C rise in temperature from pre-industrial times would cause mass extinctions and the destruction of civilization. Glaciers began to form in Antarctica 30 million years ago and in the northern hemisphere 3 million years ago. Today, even in this interglacial period of the Pleistocene Ice Age, we are experiencing one of the coldest climates in the Earth’s history.

Coming closer to the present we have learned from Antarctic ice cores that for the past 800,000 years there have been regular periods of major glaciation followed by interglacial periods in 100,000 year-cycles. These cycles coincide with the Milankovitch cycles that are tied to the eccentricity of the Earth’s orbit and its axial tilt. It is highly plausible that these cycles are related to solar intensity and the seasonal distribution of solar heat on the Earth’s surface. There is a strong correlation between temperature and the level of atmospheric CO2 during these successive glaciations, indicating a possible cause-effect relationship between the two. CO2 lags temperature by an average of 800 years during the most recent 400,000-year period, indicating that temperature is the cause, as the cause never comes after the effect.

Looking at the past 50,000 years of temperature and CO2 we can see that changes in CO2 follow changes in temperature. This is as one could expect, as the Milankovitch cycles are far more likely to cause a change in temperature than a change in CO2. And a change in the temperature is far more likely to cause a change in CO2 due to outgassing of CO2 from the oceans during warmer times and an ingassing (absorption) of CO2 during colder periods. Yet climate alarmists persist in insisting that CO2 is causing the change in temperature, despite the illogical nature of that assertion.

 

It is sobering to consider the magnitude of climate change during the past 20,000 years, since the peak of the last major glaciation. At that time there were 3.3 kilometres of ice on top of what is today the city of Montreal, a city of more than 3 million people. 95% of Canada was covered in a sheet of ice. Even as far south as Chicago there was nearly a kilometre of ice. If the Milankovitch cycle continues to prevail, and there is little reason aside from our CO2 emissions to think otherwise, this will happen gradually again during the next 80,000 years. Will our CO2 emissions stave off another glaciation as James Lovelock has suggested? There doesn’t seem to be much hope of that so far, as despite 1/3 of all our CO2 emissions being released during the past 18 years the UK Met Office contends there has been no statistically significant warming during this century.

At the height of the last glaciation the sea level was about 120 metres lower than it is today. By 7,000 years ago all the low-altitude, mid-latitude glaciers had melted. There is no consensus about the variation in sea level since then although many scientists have concluded that the sea level was higher than today during the Holocene Thermal optimum from 9,000 to 5,000 years ago when the Sahara was green. The sea level may also have been higher than today during the Medieval Warm Period.

Hundred of islands near the Equator in Papua, Indonesia, have been undercut by the sea in a manner that gives credence to the hypothesis that there has been little net change in sea level in the past thousands of years. It takes a long time for so much erosion to occur from gentle wave action in a tropical sea.

Coming back to the relationship between temperature and CO2 in the modern era we can see that temperature has risen at a steady slow rate in Central England since 1700 while human CO2 emissions were not relevant until 1850 and then began an exponential rise after 1950. This is not indicative of a direct causal relationship between the two. After freezing over regularly during the Little Ice Age the River Thames froze for the last time in 1814, as the Earth moved into what might be called the Modern Warm Period.

 

The IPCC states it is “extremely likely” that human emissions have been the dominant cause of global warming “since the mid-20th century”, that is since 1950. They claim that “extremely” means 95% certain, even though the number 95 was simply plucked from the air like an act of magic. And “likely” is not a scientific word but rather indicative of a judgment, another word for an opinion.

There was a 30-year period of warming from 1910-1940, then a cooling from 1940 to 1970, just as CO2 emissions began to rise exponentially, and then a 30-year warming from 1970-2000 that was very similar in duration and temperature rise to the rise from 1910-1940. One may then ask “what caused the increase in temperature from 1910-1940 if it was not human emissions? And if it was natural factors how do we know that the same natural factors were not responsible for the rise between 1970-2000.” You don’t need to go back millions of years to find the logical fallacy in the IPCC’s certainty that we are the villains in the piece.

Water is by far the most important greenhouse gas, and is the only molecule that is present in the atmosphere in all three states, gas, liquid, and solid. As a gas, water vapour is a greenhouse gas, but as a liquid and solid it is not. As a liquid water forms clouds, which send solar radiation back into space during the day and hold heat in at night. There is no possibility that computer models can predict the net effect of atmospheric water in a higher CO2 atmosphere. Yet warmists postulate that higher CO2 will result in positive feedback from water, thus magnifying the effect of CO2 alone by 2-3 times. Other scientists believe that water may have a neutral or negative feedback on CO2. The observational evidence from the early years of this century tends to reinforce the latter hypothesis.

 

How many politicians or members of the media or the public are aware of this statement about climate change from the IPCC in 2007?

we should recognise that we are dealing with a coupled nonlinear chaotic system, and therefore that the long-term prediction of future climate states is not possible.

There is a graph showing that the climate models have grossly exaggerated the rate of warming that confirms the IPCC statement. The only trends the computer models seem able to predict accurately are ones that have already occurred.

 

Coming to the core of my presentation, CO2 is the currency of life and the most important building block for all life on Earth. All life is carbon-based, including our own. Surely the carbon cycle and its central role in the creation of life should be taught to our children rather than the demonization of CO2, that “carbon” is a “pollutant” that threatens the continuation of life. We know for a fact that CO2 is essential for life and that it must be at a certain level in the atmosphere for the survival of plants, which are the primary food for all the other species alive today. Should we not encourage our citizens, students, teachers, politicians, scientists, and other leaders to celebrate CO2 as the giver of life that it is?

It is a proven fact that plants, including trees and all our food crops, are capable of growing much faster at higher levels of CO2 than present in the atmosphere today. Even at the today’s concentration of 400 ppm plants are relatively starved for nutrition. The optimum level of CO2 for plant growth is about 5 times higher, 2000 ppm, yet the alarmists warn it is already too high. They must be challenged every day by every person who knows the truth in this matter. CO2 is the giver of life and we should celebrate CO2 rather than denigrate it as is the fashion today.

We are witnessing the “Greening of the Earth” as higher levels of CO2, due to human emissions from the use of fossil fuels, promote increased growth of plants around the world. This has been confirmed by scientists with CSIRO in Australia, in Germany, and in North America. Only half of the CO2 we are emitting from the use of fossil fuels is showing up in the atmosphere. The balance is going somewhere else and the best science says most of it is going into an increase in global plant biomass. And what could be wrong with that, as forests and agricultural crops become more productive?

All the CO2 in the atmosphere has been created by outgassing from the Earth’s core during massive volcanic eruptions. This was much more prevalent in the early history of the Earth when the core was hotter than it is today. During the past 150 million years there has not been enough addition of CO2 to the atmosphere to offset the gradual losses due to burial in sediments.

 

Let’s look at where all the carbon is in the world, and how it is moving around.

Today, at just over 400 ppm CO2 there are 850 billion tons of CO2 in the atmosphere. By comparison, when modern life-forms evolved over 500 million years ago there was nearly 15,000 billion tons of CO2 in the atmosphere, 17 times today’s level. Plants and soils combined contain more than 2,000 billion tons of carbon, more that twice as much as the entire global atmosphere. The oceans contain 38,000 billion tons of dissolved CO2, 45 times as much as in the atmosphere. Fossil fuels, which were made from plants that pulled CO2 from the atmosphere account for 5,000 – 10,000 billion tons of carbon, 6 – 12 times as much carbon as is in the atmosphere.

But the truly stunning number is the amount of carbon that has been sequestered from the atmosphere and turned into carbonaceous rocks. 100,000,000 billion tons, that’s one quadrillion tons of carbon, have been turned into stone by marine species that learned to make armour-plating for themselves by combining calcium and carbon into calcium carbonate. Limestone, chalk, and marble are all of life origin and amount to 99.9% of all the carbon ever present in the global atmosphere. The white cliffs of Dover are made of the calcium carbonate skeletons of coccolithophores, tiny marine phytoplankton.

The vast majority of the carbon dioxide that originated in the atmosphere has been sequestered and stored quite permanently in carbonaceous rocks where it cannot be used as food by plants.

Beginning 540 million years ago at the beginning of the Cambrian Period many marine species of invertebrates evolved the ability to control calcification and to build armour plating to protect their soft bodies. Shellfish such as clams and snails, corals, coccolithofores (phytoplankton) and foraminifera (zooplankton) began to combine carbon dioxide with calcium and thus to remove carbon from the life cycle as the shells sank into sediments; 100,000,000 billion tons of carbonaceous sediment. It is ironic that life itself, by devising a protective suit of armour, determined its own eventual demise by continuously removing CO2 from the atmosphere. This is carbon sequestration and storage writ large. These are the carbonaceous sediments that form the shale deposits from which we are fracking gas and oil today. And I add my support to those who say, “OK UK, get fracking”.

The past 150 million years has seen a steady drawing down of CO2 from the atmosphere. There are many components to this but what matters is the net effect, a removal on average of 37,000 tons of carbon from the atmosphere every year for 150 million years. The amount of CO2 in the atmosphere was reduced by about 90% during this period. This means that volcanic emissions of CO2 have been outweighed by the loss of carbon to calcium carbonate sediments on a multi-million year basis.

If this trend continues CO2 will inevitably fall to levels that threaten the survival of plants, which require a minimum of 150 ppm to survive. If plants die all the animals, insects, and other invertebrates that depend on plants for their survival will also die.

 

How long will it be at the present level of CO2 depletion until most or all of life on Earth is threatened with extinction by lack of CO2 in the atmosphere?

During this Pleistocene Ice Age, CO2 tends to reach a minimum level when the successive glaciations reach their peak. During the last glaciation, which peaked 18,000 years ago, CO2 bottomed out at 180 ppm, extremely likely the lowest level CO2 has been in the history of the Earth. This is only 30 ppm above the level that plants begin to die. Paleontological research has demonstrated that even at 180 ppm there was a severe restriction of growth as plants began to starve. With the onset of the warmer interglacial period CO2 rebounded to 280 ppm.  But even today, with human emissions causing CO2 to reach 400 ppm plants are still restricted in their growth rate, which would be much higher if CO2 were at 1000-2000 ppm.

Here is the shocking news. If humans had not begun to unlock some of the carbon stored as fossil fuels, all of which had been in the atmosphere as CO2 before sequestration by plants and animals, life on Earth would have soon been starved of this essential nutrient and would begin to die. Given the present trends of glaciations and interglacial periods this would likely have occurred less than 2 million years from today, a blink in nature’s eye, 0.05% of the 3.5 billion-year history of life.

No other species could have accomplished the task of putting some of the carbon back into the atmosphere that was taken out and locked in the Earth’s crust by plants and animals over the millennia. This is why I honour James Lovelock in my lecture this evening. Jim was for many years of the belief that humans are the one-and-only rogue species on Gaia, destined to cause catastrophic global warming. I enjoy the Gaia hypothesis but I am not religious about it and for me this was too much like original sin. It was as if humans were the only evil species on the Earth.

 

But James Lovelock has seen the light and realized that humans may be part of Gaia’s plan, and he has good reason to do so. And I honour him because it takes courage to change your mind after investing so much of your reputation on the opposite opinion. Rather than seeing humans as the enemies of Gaia, Lovelock now sees that we may be working with Gaia to “stave of another ice age”, or major glaciation. This is much more plausible than the climate doom-and gloom scenario because our release of CO2 back into the atmosphere has definitely reversed the steady downward slide of this essential food for life, and hopefully may reduce the chance that the climate will slide into another period of major glaciation. We can be certain that higher levels of CO2 will result in increased plant growth and biomass. We really don’t know whether or not higher levels of CO2 will prevent or reduce the eventual slide into another major glaciation. Personally I am not hopeful for this because the long-term history just doesn’t support a strong correlation between CO2 and temperature.

 

It does boggle the mind in the face of our knowledge that the level of CO2 has been steadily falling that human CO2 emissions are not universally acclaimed as a miracle of salvation. From direct observation we already know that the extreme predictions of CO2’s impact on global temperature are highly unlikely given that about one-third of all our CO2 emissions have been discharged during the past 18 years and there has been no statistically significant warming. And even if there were some additional warming that would surely be preferable to the extermination of all or most species on the planet.

You heard it here. “Human emissions of carbon dioxide have saved life on Earth from inevitable starvation and extinction due to lack of CO2”. To use the analogy of the Atomic Clock, if the Earth were 24 hours old we were at 38 seconds to midnight when we reversed the trend towards the End Times. If that isn’t good news I don’t know what is. You don’t get to stave off Armageddon every day.

 

I issue a challenge to anyone to provide a compelling argument that counters my analysis of the historical record and the prediction of CO2 starvation based on the 150 million year trend. Ad hominem arguments about “deniers” need not apply. I submit that much of society has been collectively misled into believing that global CO2 and temperature are too high when the opposite is true for both. Does anyone deny that below 150 ppm CO2 that plants will die? Does anyone deny that the Earth has been in a 50 million-year cooling period and that this Pleistocene Ice Age is one of the coldest periods in the history of the planet?

 

If we assume human emissions have to date added some 200 billion tons of CO2 to the atmosphere, even if we ceased using fossil fuels today we have already bought another 5 million years for life on earth. But we will not stop using fossil fuels to power our civilization so it is likely that we can forestall plant starvation for lack of CO2 by at least 65 million years. Even when the fossil fuels have become scarce we have the quadrillion tons of carbon in carbonaceous rocks, which we can transform into lime and CO2 for the manufacture of cement. And we already know how to do that with solar energy or nuclear energy. This alone, regardless of fossil fuel consumption, will more than offset the loss of CO2 due to calcium carbonate burial in marine sediments. Without a doubt the human species has made it possible to prolong the survival of life on Earth for more than 100 million years. We are not the enemy of nature but its salvation.

 

As a postscript I would like to make a few comments about the other side of the alleged dangerous climate change coin, our energy policy, in particular the much maligned fossil fuels; coal, oil, and natural gas.

Depending how it’s tallied, fossil fuels account for between 85-88% of global energy consumption and more than 95% of energy for the transport of people and goods, including our food.

Earlier this year the leaders of the G7 countries agreed that fossil fuels should be phased out by 2100, a most bizarre development to say the least. Of course no intelligent person really believes this will happen but it is a testament to the power of the elites that have converged around the catastrophic human-caused climate change that so many alleged world leaders must participate in the charade. How might we convince them to celebrate CO2 rather than to denigrate it?

A lot of nasty things are said about fossil fuels even though they are largely responsible for our longevity, our prosperity, and our comfortable lifestyles.

Hydrocarbons, the energy components of fossil fuels, are 100% organic, as in organic chemistry. They were produced by solar energy in ancient seas and forests. When they are burned for energy the main products are water and CO2, the two most essential foods for life. And fossil fuels are by far the largest storage battery of direct solar energy on Earth. Nothing else comes close except nuclear fuel, which is also solar in the sense that it was produced in dying stars.

 

Today, Greenpeace protests Russian and American oil rigs with 3000 HP diesel-powered ships and uses 200 HP outboard motors to board the rigs and hang anti-oil plastic banners made with fossil fuels. Then they issue a media release telling us we must “end our addiction to oil”. I wouldn’t mind so much if Greenpeace rode bicycles to their sailing ships and rowed their little boats into the rigs to hang organic cotton banners. We didn’t have an H-bomb on board the boat that sailed on the first Greenpeace campaign against nuclear testing.

 

Some of the world’s oil comes from my native country in the Canadian oil sands of northern Alberta. I had never worked with fossil fuel interests until I became incensed with the lies being spread about my country’s oil production in the capitals of our allies around the world. I visited the oil sands operations to find out for myself what was happening there.

It is true it’s not a pretty sight when the land is stripped bare to get at the sand so the oil can be removed from it. Canada is actually cleaning up the biggest natural oil spill in history, and making a profit from it. The oil was brought to the surface when the Rocky Mountains were thrust up by the colliding Pacific Plate. When the sand is returned back to the land 99% of the so-called “toxic oil” has been removed from it.

Anti-oil activists say the oil-sands operations are destroying the boreal forest of Canada. Canada’s boreal forest accounts for 10% of all the world’s forests and the oil-sands area is like a pimple on an elephant by comparison. By law, every square inch of land disturbed by oil-sands extraction must be returned to native boreal forest. When will cities like London, Brussels, and New York that have laid waste to the natural environment be returned to their native ecosystems?

The art and science of ecological restoration, or reclamation as it is called in the mining industry, is a well-established practice. The land is re-contoured, the original soil is put back, and native species of plants and trees are established. It is possible, by creating depressions where the land was flat, to increase biodiversity by making ponds and lakes where wetland plants, insects, and waterfowl can become established in the reclaimed landscape.

The tailings ponds where the cleaned sand is returned look ugly for a few years but are eventually reclaimed into grasslands. The Fort McKay First Nation is under contract to manage a herd of bison on a reclaimed tailings pond. Every tailings pond will be reclaimed in a similar manner when operations have been completed.

As an ecologist and environmentalist for more than 45 years this is good enough for me. The land is disturbed for a blink of an eye in geological time and is then returned to a sustainable boreal forest ecosystem with cleaner sand. And as a bonus we get the fuel to power our weed-eaters, scooters, motorcycles, cars, trucks, buses, trains, and aircraft.

 

To conclude, carbon dioxide from burning fossil fuels is the stuff of life, the staff of life, the currency of life, indeed the backbone of life on Earth.

 

I am honoured to have been chosen to deliver your annual lecture.

Thank you for listening to me this evening.

I hope you have seen CO2 from a new perspective and will join with me to Celebrate CO2!

 

 

 

--- --- ---

 

Eftirmáli:

Myndband sem nefnist

Confessions of a Greenpeace Dropout 
Dr Patrick Moore

Erindi flutt á ráðstefnu ICCC
International Conference on Climate Change
8. júlí 2014



Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði 1973 fjallaði um mál málanna fyrir skömmu. - Athyglisvert...!

798dc1905650439ef9739c022cbee6cd

 

Norðmaðurinn Ivar Giæver   fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1973 vegna rannsókna í skammtafræði á hálfleiðurum og ofurleiðni. Á samkomu nóbelsverðlaunahafa  1. júlí síðastliðinn hélt hann ræðu sem eftir var tekið.

Ívar lauk prófi í vélaverkfræði frá Þrándheimi árið 1952, fluttist síðan til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi árið 1964.

Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara og hlusta vel á norðmanninn Ivar Giaever. Hann talar mjög skýrt og útskýrir máls sitt þannig að allir ættu að skilja vel. Hann er greinilega með brjóstvitið og fræðin á hreinu. Þessi heiðursmaður er fæddur árið 1929.

Erindið fjallar um mál málanna, þ.e. hnatthlýnun, hækkun sjávarborðs, óveður og fleira ...

Það er vel þess virði að hlusta á Ívar.

 

 

 

 

 

52b9f100239c392c3ad7567c59c4bf4c

 

Vísir 15. desember 1973

 

 

 

Viðtal við Ivar Giaever um lífið og tilveruna:

http://www.nobelprize.org/mediaplayer/index.php?id=713

 

Untitled

 

http://www.nobelprize.org/mediaplayer/index.php?id=713

 

Interview with Professor Ivar Giaever by freelance journalist Marika Griehsel at the 54th meeting of Nobel Laureates in Lindau, Germany, June 2004. Professor Giaever talks about celebrating being awarded the Nobel Prize, his move from Norway to Canada and the USA (2:03), how he got the job at General Electrics despite low grades (4:39), the reasons why he became an entrepreneur (9:53), his thoughts about research (13:48) and also gives some advice to young students (15:45).

 

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 761787

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband