Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Meðalhiti lofthjúpsins heldur áfram að falla hratt ...
Ferillinn er frá vefsíðu Antony Watt
Nú hafa verið birtar mæliniðurstöður sem sýna meðalhita lofthjúps jarðar í maí. Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á myndinni. Hitinn fellur mjög hratt í maí eins og undanfarna mánuði. Til samanburðar er talið að hiti lofthjúps jarðar hafi hækkað um því sem næst 0,7°C á síðastliðnum 100 árum. Þetta þarf þó auðvitað ekki að tákna neitt sérstakt því við höfum áður séð svona sveiflur.
Veðurblíðan hefur leikið um okkur á Íslandi undanfarið. Þannig er því þó ekki farið víðast hvar, enda hafa borist fréttir af köldu árferði víða. Í Norður Ameríku hefur t.d. verið óvenju kalt vor.
Þróun síðustu 5 ára. Blái ferillinn (UAH MSU)er mæling frá gervihnetti. Rauði ferillinn (Hadley) er frá bresku veðurstofunni. Blái ferillinn er með mæliniðurstöður til loka maí, en sá rauði til loka apríl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2008 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 26. maí 2008
Lending Fönix geimfarsins á Mars tókst mjög vel og myndir farnar að berast
Fönix lenti á klukkan 23:38 í gær samkvæmt íslenskum tíma. Fimmtán mínútum síðar (23:53) barst fyrsta skeytið til Jarðar. Lendingin gekk að öllu leyti samkvæmt áætlun og nokkru síðar fóru að berast myndir frá heimskautasvæði Mars. Leitin að lífi á Mars er hafin.
Það tekur radíómerkin 15 mínútur að berast til Jarðar þó þau ferðist með hraða ljóssins. Fönix var sendur af stað 4. ágúst síðastliðinn og hefur ferðast tæplega 700 milljón kílómetra að áfangastað.
Fönix lenti inna rauða hringsins á miðri myndinni. Blái sporöskjulaga hringurinn sýnir það svæði þar sem lending hafði verið áætluð. Stóri appelsínuguli flöturinn hægra megin við lendingarstaðinn er gígurinn Heimdallur.
Svona lítur lendingarstaðurinn út.
Önnur landslagsmynd.
High Resolution Imaging Science Experiment (HiRISE) myndavélin sem er um borð í gervihnettinum Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) náði þessari mynd af Fönix á leið niður í fallhlíf á 400 km hraða. MRO var í 310 kílómetra fjarlægð frá Fönix. Sjá hér. Ótrúlegt að tekist hafi að ná þessari mynd.
HiRISE myndavélin í gervihnettinum Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) náði þessari góðu mynd af lendingarstaðnum daginn eftir lendinguna.
Makalaust góð mynd sem sýnir Fönix skjótast fram hjá gígnum Heimdalli á leið sinni að lendingarstað. Takið eftir stækkuðu myndinni í neðra vinstra horni. Sjá hér.
Fyrstu veðurfregnirnar frá Mars hafa borist frá Fönix. Vindurinn er mældur með vindmælinum sem Haraldur Páll Gunnlaugsson hjá Árósaháskóla átti þátt í að smíða.
Sjá hér. Sólarhringurinn á Mars kallast Sol. Sjá hér. Þetta er því veðurspá frá degi 2 (Sol 2) á Mars.
Meira hér: http://www.nasa.gov/phoenix
Leitin að lífi í himingeimnum: Astrobiology Magazine.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2008 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 16. maí 2008
Skýringin á hækkandi olíuverði

Eldsneyti hefur hækkað óheyrilega undanfarnar vikur og mánuði. Nú er komið í ljós að um er að ræða græðgi olíufélaga og fjárfesta sem kaupa bensín og olíu í miklu magni og skapa þannig skort sem hleypir verðinu upp. Geyma síðan eldsneytið, meðal annars á Íslandi, þar til verðið hefur hækkað og selja það þá á uppsprengdu verði. Gróðinn er gríðarlegur, en það erum við neytendur sem blæðum.
Það eru fleiri aðferðir sem spákaupmenn nota. Sjá t.d. hér: Perhaps 60% of todays oil price is pure speculation
Sé um spákaupmennsku að ræða, þá má búast við lækkun á næstu mánuðum. Sjá hér.
Sjálfsagt liggja svipaðar hvatir að baki hækkunar á verði matvæla í heiminum.
Frétt Morgunblaðsins 16. maí 2008:
46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.isUm 46 milljónir lítra af bensíni, sem finnska olíufélagið Neste Oil hafði geymt í olíutönkum Olíudreifingar í Hvalfirði frá því í desember, voru í fyrradag fluttar áleiðis til Bandaríkjanna þar sem bensínið verður væntanlega selt með miklum hagnaði. Þar í landi hefur meðalverð á bensíni nefnilega hækkað um 27% á þessu tímabili, úr um þremur dölum fyrir gallonið í tæplega 3,8 dali.
Félagið leigði sjö af níu tönkum í Hvalfirði og í desember var bensíninu skipað þar upp til geymslu því Finnarnir höfðu ekki pláss fyrir það annars staðar. Ávallt var ætlunin að flytja það aftur úr landi.
Engu er hægt að slá föstu um raunverulegan gróða finnska fyrirtækisins af því að bíða með að selja eldsneytið en ef miðað er við útsöluverð á bensíni í Bandaríkjunum (sem er auðvitað ekki fyllilega sanngjarnt) er ljóst að gróðinn er mikill. Útsöluverð á 46 milljónum lítra af bensíni hefði verið um 36,5 milljónir dala í desember en í gær hefðu fengist um 46,5 milljónir fyrir sama magn.
![]() |
46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Hitabylgja í uppsveitum í gær. Sumarið er komið.
Um hádegið í gær fór hitinn í 21 gráðu við sumarbústað sem er ekki fjarri Geysi. Myndin af mælinum sem er í skugga norðan megin við húsið var tekin klukkan 13:50.
Í byrjun dags og fram eftir morgni var veðrið sæmilegt og hitinn aðeins um 12 gráður en rauk mjög hratt upp um hádegið.
Sjálfvirkur hitamælir Vegagerðarinnar sem kenndur er við Gullfoss, en er í reynd við Kjóastaði, fór þó aldrei hærra en í 15 gráður. Líklega er sá mælir í aðeins 3ja km fjarlægð, þannig að þessi hitabóla hefur verið staðbundin.
Veðrið annan í hvítasunnu var sannkallað sumarveður. Sól, logn og hiti yfir tuttugu gráður. Sumarið er komið!
Föstudagur, 2. maí 2008
Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka
Myndirnar voru teknar í hádeginu 2. maí í Bláskógabyggð. Notaður var Coronado PST sjónauki með ljóssíu fyrir Hydrogen-Alfa (vetnis-alfa).
Það er lítið spennandi að taka myndir af sólinni þessar vikurnar. Engir sólblettir hafa sést lengi. Eiginlega eru sumir farnir að hafa áhyggjur að þessari leti í sólinni því það gæti bent til hratt minnkandi virkni hennar á næstu árum. Sjá pistilinn Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? frá 14. mars s.l.
Örþunn skýjaslæða gerði það að verkum að myndirnar urðu ekki alveg eins góðar og þær hefðu getað orðið.
Meira um sólina hér á Stjörnufræðivefnum.
Áhugaverð vefsíða með nýjum myndum o.fl: SolarCycle24.com. Þar er vel fylgst með breytingum í sólinni og fjallað um þær á auðskilinn hátt. Mjög fallegar nýjar myndir eru hér.
Sjá einnig vefsíðuna Storms from the Sun frá NASA.
123
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2008 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Óhugnanleg vélpadda er næstum óstöðvanlegt skrímsli
Fyrirtækið Boston Dynamics hefur hannað vélknúinn hund sem að mörgu leyti minnir á risavaxið skordýr. Vélhundurinn sem kallast BigDog er með bensínmótor í hausnum sem suðar eins og randafluga. Hann getur gengið, hlaupið hoppað og skoppað yfir óslétt landslag. Hann er nánast óstöðvandi
Fjölmargir skynjarar, öflug tölva og gervigreind gerir það að verkum að engu er líkara en þarna sé lifandi skyni gædd vera á ferð
BigDog getur borið 150 kg á bakinu, en vegur sjálfur 75 kg. Manni kemur helst til hugar skrímsli frá öðrum hnöttum þegar horft er á myndbandið. Hugsið ykkur ef einhverjum kæmi til hugar að útbúa svona kvikindi með vélbyssu. Er þetta bara byrjunin? Ekki er laust við að maður fái gæsahúð
Boston Dynamics var stofnað árið 1992 og er afsprengi frá MIT.
Sjá Scientific American: Brawn or Brains? Researchers Push the Limits of Legged Robots
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar. Í dag er fyrsti dagur Hörpu.
Í dag er fyrsti dagur Hörpu og sumardagurinn fyrsti. Þennan merkisdag ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.
Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir:
"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."
Ekki frusu saman vetur og sumar hér í uppsveitunum örskammt fyrir sunnan hálendið. Hitinn í nótt fór ekki niður fyrir 5 gráður. Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti. - En, er sumarið ekki alltaf dásamlegt?
Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars:
"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."
Gleðilegt sumar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2008 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009, ný vefsíða: www.2009.is
Í gær sendi íslenska landsnefndin um ár stjörnufræðinnar frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 hefur verið opnuð ný vefsíða á slóðinni http://www.2009.is. Síðan verður í stöðugri endurnýjun og þar munu birtast fréttir og upplýsingar um atburði stjörnufræðiársins, bæði hér heima og erlendis. Að auki verður boðið uppá margskonar fræðslu um stjarnvísindi fyrir almenning.
F. h. landsnefndarinnar um ár stjörnufræðinnar, Einar H. Guðmundsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Óvenjulegt viðtal um loftslagsbreytingar. Kuldaleg framtíðarspá.
Við erum vön því að mönnum sé heitt í hamsi þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið hér fyrir neðan er óvenjulegt að því leyti að spyrillinn í Nzone Tonight þættinum á Shine TV sjónvarpsstöðinni á Nýja Sjálandi gefur prófessor Bob Carter góðan tíma til að skýra máls sitt. Carter ræðir málið frá ýmsum sjónarhornum og leggur áherslu á hve lítið menn vita, þrátt fyrir að þúsundum milljarða sé varið í rannsóknir.
Í lok viðtalsins kemur fram að ýmsir vísindamenn spá verulegri kólnun á næstu tveim áratugum, jafnvel einhverju í líkingu við Litlu ísöldina. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar með tilliti til matvælaframleiðslu, ekki síst ef farið verður að nota hluta ræktunarlands til að framleiða eldsneyti fyrir bíla. Kólnun sé miklu alvarlegra mál en hlýnun. Þetta séu náttúrulegar breytingar eins og jarðskjálftar, eldgos og stormar sem við reynum að aðlagast, en ekki berjast við.
Í viðtalinu kemur Nýja Sjáland við sögu. Það er að mörgu leyti líkt Íslandi. Bæði löndin eru eyjar, náttúrufegurð mikil, jarðvarmi mikill, o.s.frv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Dihydrogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð í íslenskri náttúru
Hefur þú lesandi góður fundið lyktina sem stafar frá gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði? Lyktin stafar að dihydrogen sulfide eða brennisteinstvívetni, H2S. Í litlu magni gefur það frá sér frekar óþægilega lykt, en er banvænt í miklu magni. Húsmæður í Reykjavík hafa kvartað yfir því að það geri muni úr silfri ljóta og jafnvel svarta. Orkuveita Reykjavíkur mun bráðlega hefja tilraunir til að takmarka þessa mengun.
Fáir hafa leitt hugann að því hvort ástæða sé til þess að takmarka aðgengi að dihydreogen mónoxíði eða tvívetnisoxíði, sem oft er skammatafað DHMO. Vitað er að það getur valdið dauða innan tveggja mínútna sé því andað að sér, og skipta þeir Íslendingar líklega þúsundum sem þannig hefur farið fyrir frá því er land byggðist. Hætt er við tímabundinni vitfirringu sé þess neytt blönduðu etanóli. Það er einnig ljóst að margir eru orðnir það háðir dihydrogen mónoxíði að þeir verða gjörsamlega viðþolslausir hafi þeir ekki fengið það í nokkurn tíma. Fráhvarfseinkennin eru mjög sterk og líkjast einna helst miklum þorsta. Pistlahöfundur getur staðfest af eigin reynslu að svo er. Ekki þarf nema eitt glas af tvívetnisoxíði til að slá á fráhvarfseinkennin, og er þá ekki verra að efnið sé blandað koltvisýrlingi.
Dihydreogen mónoxíð er víða í íslenskri náttúru. Vitað er að kvikasilfrið sem mælst hefur í Þingvallavatni er blandað þessu efni, en þar finnst Dihydreogen mónoxíð einmitt í stórum stíl. Í sundlaugum landsins er það blandað klór. Efnið berst reglulega til landsins, oft með hjálp skotvindsins í háloftunum (jet stream). Stundum er það í svo miklu magni að hægt er að finna það sem hvítleitt duft, sérstaklega á hálendinu.
Það er einnig vitað að efni þetta veldur um 90% gróðurhúsaáhrifanna í lofthjúp jarðar, og er því lang öflugasta gróðurhúsalofttegundin, mun árifameira en kolsýran CO2. Þetta er þó ekki á allra vitorði.
Efnið hefur valdið miklu rofi í íslenskri náttúru, það miklu að hugsanlega er ástæða til þess að láta náttúruna njóta vafans og reyna að uppræta það alfarið. Það kann þó að reynast mjög erfitt og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Einnig er vitað er að það finnst í miklu magni í mýrlendi, en á árum áður voru bændur einmitt mjög duglegir við að útrýma tvívetnisoxíði þar, þannig að í dag eru þar iðagræn tún. Sumir telja þó að þessar aðgerða bænda orki tvímælis með tilliti til hlýnunar lofthjúpsins.
Er ekki kominn tími til að hugleiða næstu skref? Hvað segja náttúruverndarsinnar? Bloggarinn telur sig meðal hófsamra náttúruverndarsinna og er hóflega bjartsýnn á að lausn finnist á málinu.
Í Bandaríkjunum starfa samtökin
National Consumer Coalition Against DHMO sem hafa það á sefnuskrá sinni að rannsaka áhrif Dihydrogen Mónoxíðs, sérstaklega hin neikvæðu. Lesa má um DHMO hér: www.dhmo.org og www.dhmo.org/NCCA.html.
Ekki er vitað hvort Landvernd eða Neytendasamtökin séu aðilar að DHMO.
Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd. Fyrra myndbandið er tæknileg lýsing á eiginleikum dihydrogen mónoxíðs (beðist er afsökunar á ítrekuðum myndtruflunum), en seinna myndbandið sýnir átak erlendis þar sem dihydreogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð er kynnt fyrir almenningi og undirskriftum gegn notkun þess safnað. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu hér á landi? Ég bara spyr. Við megum engan tíma missa.
Dihydrogen sulfide H2S, carbon dioxide CO2 og dihydreogen mónoxíð H2O hafa mjög keimlíka efnaformúlu. Það er því varla tilviljun að fjallað hefur verið um þau hér í pistlinum. Tvö síðastnefndu efnin eru þekktar gróðurhúsalofttegundir, CO2 er þekktast, en H2O veldur þó langmestum gróðurhúsaáhrifum, eins og áður hefur komið fram. Latneska nafnið á dihydrogen mónoxíð er aqua.
Öll þessi efni finnast í ríkum mæli í gufuholum jarðvarmavirkjana.
Hvert er álit þitt lesandi góður? Hefur þú ekki áhyggjur af tvívetnisoxíði í íslenskri náttúru?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2014 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 5
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 768900
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði