Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Föstudagur, 2. mars 2007
Tunglmyrkvinn laugardaginn 3. mars.
Væntanlega viðrar ekki vel fyrir stjörnuskoðun meðan á tunglmyrkvanum stendur. Það er þó aldrei að vita nema tunglið gægist milli skýja.
Á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is er góð lýsing á tunglmyrkvanum. Þar stendur m.a:
"Þann 3. mars næstkomandi (á laugardagskvöld) verður almyrkvi á tungli. Skuggi jarðar byrjar að færast yfir tunglið kl. 21:30 en sjálfur almyrkvinn hefst klukkan 22:44. Honum lýkur 23:57.
Verði veður hagstætt laugardaginn 3. mars næstkomandi ættu allir stjörnuáhugamenn að líta til himins og verða vitni að glæsilegu sjónarspili. Tunglið gengur þá inn fyrir skugga jarðar og almyrkvi á tungli á sér stað. Almyrkvinn 3. mars er sá eini sem sést frá Íslandi á þessu ári en næsti sýnilegi almyrkvi verður 21. febrúar árið 2008. Almyrkvinn nú er jafnframt sá fyrsti síðan 28. október árið 2004...."
Á Stjörnufræðivefnum er mikill fróðleikur um tunglmyrkvann sem vert er að skoða.
Mjög góð lýsing á tunglmyrkvanum er á bloggsíðu Finns Malmquist.
Myndin hér fyrir neðan er af almyrkvanum 3. mars síðastliðinn. Meira hér.
Ekki er nauðsynlegt að nota stjörnukíki til að fylgjast með myrkvanum, en miklu munar að nota venjulegan handsjónauka.
Hvernig ætli tunglmyrkvinn líti út séð frá tunglinu? Það sést á neðri myndinni, sem er reyndar samsett mynd úr mynd sem tekin var af jörðinni frá tunglinu og mynd af sólmyrkva. Auðvitað er þetta sólmyrkvi sem karlinn í tunglinu sér, því jörðin skyggir á sólina. Meira um þessa mynd á vefsiðunni Astronomical Picture of the Day.
Þegar rétt sést í sólina, eins og á myndinni, er talað um demantshring. Nánar hér.
Tunglmyrkvi
Tölvur og tækni | Breytt 8.3.2007 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....
Mikið hefur verið fjallað undanfarið um nýja grein í ritrýnda tímaritinu Astronomy & Geophysics sem gefið er út af hinu virta vísindafélagi Royal Astronomical Society. Greinin nefnist "Cosmoclimatology: a new theory emerges" og er eftir danska vísindamanninn Dr Henrik Svensmark. Það er kanski einum of djúpt í árinni tekið að segja að kenningin hafi skekið vísindaheiminn, en hún gæti gert það, reynist hún rétt. Sumir hafa þó kallað þessa nýju kenningu Rósettustein loftslagsfræðinnar. Enn sem komið er ekki hægt að fullyrða hvort svo sé, en kenningin er mjög áhugaverð og ýmsar jákvæðar vísbendingar um réttmæti kenningarinnar eru fyrir hendi. Á myndinni má sjá Henrik Svensmark á tilraunastofu Danmarks Rumcenter - Danish National Space Center. (Ath. Krækjur eru feitletraðar).
Áður hefur verið fjallað um þessi mál hér á bloggsíðunni. Sjá Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar frá 1. janúar s.l. Í nýju greininni, sem sækja má með því að smella hér, er þessari kenningu lýst á einfaldan og auðskilinn hátt.
Það sem gerir þessa kenningu svo merkilega er að hún getur skýrt stóran hluta þeirrar hlýnunar sem varð á síðustu öld. Í nýlegri samantekt IPCC um loftslagsbreytingar, Summary for Policymakers eru áhrif aukins koltvísýrings talin vera 1,6 W/m2, en áhrif útgeislunar sólar aðeins 0,12 W/m2 (solar irradiance). (Sjá Lesið í mynd frá IPCC eftir Einar Sveinbjörnsson). Skýrsla IPCC tekur aðeins tillit til beinna áhrifa sólargeislanna, en fjallar ekkert um áhrif sólvindsins og segulsviðs sólar. Í grein Henriks Svensmark í Astronomy & Geophysics kemur fram, að hin óbeinu áhrif breytilegrar virkni sólar geti verið miklu meiri en hin beinu áhrif. Reynist það rétt, þá eru áhrif sólar engu minni en áhrif aukins koltvísýrings á síðustu öld. Við verðum þó að muna eftir að þetta er ennþá kenning.
Hver er þessi Dr. Henrik Svensmark? Er þetta einhver óþektur vísindamaður sem er bara að bulla? Hann er reyndar ekki alveg óþekktur. Prófið að setja nafn hans Henrik Svensmark afmarkað með gæsalöppum í Google. Upp koma um 50.000 tilvísanir þegar þetta er ritað. Henrik starfaði áður á dönsku veðurstofunni Danmarks Meteorologiske Institut, en starfar nú hjá Dönsku geimrannsóknarstofnuninni, Danish National Space Center. Hann hefur stundað þessar rannsóknir í meira en áratug.
Kenning Henriks Svensmark hefur verið studd með tilraunum og mælingum. Bornar hafa verið saman mælingar sem gerðar eru með gervihnöttum og á jörðu niðri. Hjá Dönsku geimrannsóknarstofnuninni voru á síðasta ári gerðar tilraunir á rannsóknarstofu með mjög jákvæðum árangri, og um þessar mundir er verið að undirbúa mjög viðamikla tilraun hjá CERN í Sviss.
Kenningin, sem Henrik kallar Cosmoclimatology getur ekki eingöngu skýrt stóran hluta breytingar í hitafari á undanförnum öldum, þar með talið á síðustu öld, heldur einnig hvernig stendur á þeirri þekktu staðreynd að á 150 milljón ára fresti skiptast á hlýskeið og kuldaskeið. Á kuldaskeiðum koma raunverulegar ísaldir á 100.000 ára fresti (Milankovitch sveiflan), en á hlýskeiðum er nánast ofurhiti á jörðinni, eins og þegar risaeðlur léku við hvern sinn fingur. Kenningin getur einnig útskýrt hina þekktu þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá er tilhneiging til kólnunar á Suðurskautslandinu.
Eftir þennan inngang er vonandi að einhverja langi til að lesa greinina, en til að auðvelda lesturinn er hér fyrir neðan stiklað á stóru og kenningin kynnt í mjög stuttu máli. Notaðar eru nokkrar myndir úr greininni og stuttar skýringar eru við hverja mynd. Það kemur væntanlega mörgum á óvart hve einföld og auðskilin þessi kenning er, en þannig er því einmitt oft farið í náttúrunni. Hér er þó aðeins stiklað á mjög stóru til að kynna helstu atriði kenningarinnar, en í grein Henriks kemur fram miklu meiri fróðleikur en hér. Lesendum bloggsins er eindregið ráðlagt að sækja eintak af "Cosmoclimatology: a new theory emerges". Greinin er hér á pdf formi (eins og í tímaritinu), en hér er greinin á html formi (virkar krækjur). Greinin er mjög auðlesin og auðskilin.
5 mínútna námskeiðið:
Mynd 1) Geimgeislar koma stöðugt frá gömlum sprengistjörnum (supernova) í Vetrarbrautinni. Þeir hafa verið mældir í áratugi. Einnig hafa þeir verið mældir óbeint árþúsundir aftur í tíman með hjálp geislavirkra samsæta (kolefni-14, beryllium-10).
Geimgeislarnir mótast af segulsviði sólar og eru því breytilegir með virkni hennar.
Myndin sýnir leyfar súpernóvu (Cassiopeia-A). Myndin er tekin með Röntgengeisla myndavél í Chandra-X gervihnettinum.
Mynd 2) Rauði ferillin er geimgeislar, en styrkur þeirra mótast af breytilegri virkni sólar.
Blái ferillin er þéttleiki skýjahulunnar upp í 3,2 km hæð, skv. skýjamyndum úr gervihnöttum.
Takið eftir hve ótrúleg samsvörun er milli ferlanna.
Skýjahulan er breytileg eftir virkni sólar, og skýin virka sem gluggatjöld sem opnast örlítið þegar virkni sólar eykst, en lokast þegar virkni sólar minnkar.
Takið eftir hve mikil breyting í skýjahulu þetta er. Breytingin er um 2% sem getur breytt orkuinnstreymi sólar um 1,2 wött á fermetra, og það aðeins mælt yfir eina sólsveiflu, eða 11 ár.
Mynd 3) Myndin sýnir styrk geimgeisla aftur til ársins 1700 (óbeinar (proxy) mælingar).
Breyting á skýjahulu er sýnd með rauð-gulum lit lengst til hægri, en að sjálfsögðu eru ekki til skýjamyndir frá gervihnöttum nema í fáeina áratugi.
Blái ferillinn sýnir styrk geimgeisla (öfugur skali á Y-ás), en takið eftir hve mikil samsvörun er við breytingar á hitastigi, eins og við þekkjum úr mannkynssögunni. Við sjáum til dæmis greinilega kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar lengst til vinstri (Maunder minimum), og kuldaskeiðið um 1810 (Dalton minimum). (Sjá mynd hér af Thames, þegar Maunder minimum í sólinni orsakaði fimbulkulda).
Ef við reiknum með að skýjahulan hafi breyst í samræmi við mynd 2 hér að ofan, þá má áætla að hún hafi breyst um 3% yfir tímabilið og orkuinnstreymið (forcing) um 2 W/m2 (wött á fermetra). Það væri í sjálfu sér nóg til að útskýra alla hækkun hitastigs frá Litlu ísöldinni til vorra daga. Að sjálfsögðu er þetta ennþá tilgáta, en samt ákveðnar vísbendingar.
Mynd 4) Dr. Nir Shaviv hefur ásamt Henrik Svensmark o.fl. þróað kenningu sem skýrir 150 milljón ára sveiflu í hitafari jarðar.
Sólkerfið okkar er í ytri hluta stjörnuþoku sem kallast Vetrarbrautin. Vetrarbrautin lítur úr eins og margar stjörnuþokur, og er með fjölmörgum þyrilörmum sem sólkerfið ferðast á milli.
Þegar sólkerfið er statt inni í einum þyrilarma vetrarbrautarinnar er geimgeislun sem jörðin verður fyrir frekar mikil, en geimgeislar stafa m.a. af deyjandi stjörnum (supernova). Þegar geimgeislun er mikil er tíðarfar frekar svalt og ísaldir tíðar (Raunverulegar ísaldir, ekki svokallaðar litlar ísaldir).
Þegar sólkerfið er statt milli þyrilarma eru geimgeislar tiltölulega veikir og tíðarfarið mjög hlýtt hlýtt, og ísaldir litlar sem engar. Það tekur jörðina um 145 milljón ár að ferðast milli þyrilarma Vetrarbrautarinnar, en það er svipað og langtímasveiflur í geimgeislun og hitafari. Sjá vefsíðu Nir Shaviv The Milky Way Galaxy's Spiral Arms and Ice-Age Epochs and the Cosmic Ray Connection. Einnig er smávegið fjallað um kenninguna á vefsíðunni Öldur aldanna.
Mynd 5) Menn hafa lengi velt fyrir sér þeirri þversögn, að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá kólnar á Suðurskautslandinu, og öfugt.
Norðurhvelið er blár ferill og Suðurskautslandið rauður ferill.
Svensmark kenningin getur útskýrt þetta. Skýjahulan hefur nefnilega minna endurskin er mjallahvítur snjórinn. Meiri skýjahula veldur því minna endurskini og því hlýnun, öfugt við það sem gerist yfir snjólausu landi og sjó.
Mynd 6) Nýkomin er út bók eftir Hnrik Svensmark og Nigel Calder, fyrrum ritstjóra New Scientist. Bókin heitir The Chilling Stars: A New Theory of Climate Change og fæst hér hjá Amazon.
Undirritaður náði sér í eintak og er farinn að glugga í bókina. Hún virðist mjög áhugaverð og vel skrifuð. Bókin fjallar um aðdraganda þessarar nýju kenningar fyrir áratug, á hverju hún byggist og um tilraunir sem gerðar hafa verið og verið er að gera. Auðlesin.
Formála að bókinni ritar prófessor Eugene Parker, sá hinn sami og uppgötvaði sólvindinn. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. US National Medal of Science og Kyoto Price for Lifetime Achivement in Basic Science.
Undirritaður á þrjár aðrar bækur eftir Nigel Calder: Magic Universe-The Oxforde Guide to Modern Science. Oxford University Press 2003. 750bls.; Einsteins Universe-One Hundred Years of Relativity. Penguin Books 2005. 190 bls.; The Manic Sun-Weather Theories Confounded. 210 bls. Pilkington Press 1997.
Mæli eindregið með þessari merku bók The Chilling Stars.
Greinin "Cosmoclimatology: a new theory emerges" er hér á pdf formi (eins og í tímaritinu), en hér er greinin á html formi (stærri myndir og virkar krækjur). Greinin er mjög auðlesin og auðskilin. Nauðsynleg lesning fyrir alla þá sem vilja fyljast með
Í lokin, smávegis frá eigin brjósti:
Vissulega er þetta aðeins kenning enn sem komið er, en þetta er kenning sem verið er að sannreyna með tilraunum. Enn sem komið er bentir flest til að kenningin eigi við rök að styðjast. svo að full ástæða er til að gefa henni góðan gaum.
Hvaða áhrif mun kenningin hafa ef hún reynist rétt? Að sjálfsögðu mun heimsbyggðin öll kætast. Margir munu anda léttar. Var kenningin um hnatthitun af mannavöldum bara vondur draumur, slæmur draumur eins og kenningin sem skók heimsbyggðina fyrir um þrem áratugum um að ísöld væri að skella á? (Sjá grein frá þeim tíma í Newsweek). Fögnuður okkar Frónverja munum þó verða blendinn, því það mun þá ef til vill kólna aftur eins og eftir hlýskeiðið á landnámsöld. Sagan endutekur sig og gengur í sveiflum, alveg eins og hitafar jarðar.
Tölvur og tækni | Breytt 24.2.2007 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Halastjarnan McNaught kveður með stæl
Halastjarnan McNaught er nú horfin sjónum. Eftir að hún hvarf af himninum hér á norðurslóðum sást hún um skeið á suðurhveli jarðar. Þar var hún miklu tilkomumeiri en þegar við sáum hana. Takið eftir hve halinn er tilkomumikill. Myndin er tekin með því að hafa ljósopið á myndavélinni opið í allmargar sekúndur, og myndavélin látin fylgja stjörnuhimninum með mótordrifi. Þannig sést aragrúi stjarna sem annars sjást ekki með berum augum.
Myndin er fengin að láni á vefsíðunni Astronomy Picture of the Day , en myndin birtist þar í dag 12. febrúar með þessum texta (og krækjum):
Comet McNaught Over New Zealand
Explanation: Comet McNaught is perhaps the most photogenic comet of our time. After making quite a show in the northern hemisphere in mid January, the comet moved south and developed a long and unusual dust tail that dazzled southern hemisphere observers starting in late January. Comet McNaught was imaged two weeks ago between Mount Remarkable and Cecil Peak in this spectacular image taken from Queenstown, South Island, New Zealand. The bright comet dominates the right part of the above image, while the central band of our Milky Way Galaxy dominates the left. Careful inspection of the image will reveal a meteor streak just to the left of the comet. Comet McNaught continues to move out from the Sun and dim, but should remain visible in southern skies with binoculars through the end of this month.
Aragrúi mynda af McNaugt er á myndasíðu Spaceweather.com http://spaceweather.com/comets/gallery_mcnaught_page23.php
Tölvur og tækni | Breytt 8.3.2007 kl. 05:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 3. febrúar 2007
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) er hér:
Sjálfsagt er að lesa skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar. Einnig gagnrýni sem birst hefur. Skýrsluna er að finna hér:
http://ipcc-wg1.ucar.edu/wg1/docs/WG1AR4_SPM_PlenaryApproved.pdf
Þetta er reyndar bara "Summary for Policymakers" Aðeins 21 blaðsíða að lengd. Vísindahlutinn kemur út eftir nokkra mánuði.
Þetta er ekki löng lesning.
Sjá vefsíðu Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) http://www.ipcc.ch , umræður á Climate Audit.org , og á Realclimate.org
Hér má svo finna drög að allri skýrslunni ef einhverjum finnst erfitt að bíða í nokkra mánuði eftir því að vísindahluti hennar kemur út.
Ýmsar krækjur:
Umsögn Monckton lávarðar Hér kemur margt á óvart. Það er vel þess virði að glugga í þetta skjal.
Dr. Lubos Motl eðlisfræðingur við Harvard fjallar um skýrsluna Lubos Motl er sérfræðingur í nútíma eðlisfræði (string theory) og hefur ýmislegt að athuga við aðferðafræðina við sem beitt er við útgáfu skýrslunnar, svo sem þá að byrjað er að gefa út einfalda samantekt, áður en lokið er við vísindalegar forsendur. Byrjað á þakinu og endað á grunninum. Honum er ekki vel við þessa aðferðafræði sem hann kallar "postmodern scientific method ".
Þar sem spádómar skýrslunnar eru byggðir á niðurstöðum tölvuforrita, eða hermilíkana, er full ástæða til að hugleiða áreiðanleika þeirra. Það hefur Dr. Myanna Lahsen gert og skrifað langa ritgerð "Seductive Simulations? Uncertainty Distribution Around Climate Models". Þar eru m.a sláandi viðtöl sem hún átti við starfsmenn (climate modelers) National Center for Atmospheric Research, þar sem hún dvaldi í sjö ár. Í viðtölunum viðurkenna þessir menn að þeir eigi til að gleyma sér í sýndarveruleikanum og vanmeta skekkjur. Það er ekki laust við að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds við lesturinn. Best er að byrja á að lesa samantekt eftir Dr Roger A. Pielke loftslagsfræðing á umræðusíðunni Prometheus hjá University of Colorado, Boulder. Hér er öll greinin: Seductive Simulations? Uncertainty Distribution Around Climate Models
Hvernig skyldi hafa verið staðið að skýrslunni Summary for Policymakers? Getur verið að hún sé málamiðlun 311 fulltrúa frá yfir 100 þjóðum og samin að miklu leyti á fáeinum dögum fyrir birtingu 2. febrúar? Getur það virkilega verið? Hér er fundargerð 10TH SESSION OF WORKING GROUP I OF THE INTERGOVERNMENTAL PANEL ON CLIMATE CHANGE: 29 JANUARY 1 FEBRUARY 2007. Það þarf ekki að lesa lengi til að sjá hvað liggur að baki skýrslunnar. Menn voru að gera breytingar fram á fimmtudagskvöld 1. feb. Þessi hamagangur skýrir ef til vill villuna sem skýrt er frá hér fyrir neðan.
---
Meinleg villa í skýrslunni? Sjá töflu SPM-0 á blaðsíðu 5. Þar stendur:
Sum of individual climate contributions to sea level rise 0.11 ± 0.05 0.28 ± 0.07
Prófið nú að leggja saman tölurnar þar fyrir ofan. Útkoman er allt önnur en 0,11 eða 0,28
(0,042+0,05+0,05+0,14=0,11 ? og 0.16+0.077+0.21+0.21 = 0.28 ? !!!). Það er ekki heldur að sjá að óvissuþættirnir leggist rétt saman. Hvernig í ósköpunum getur svona augljós villa verið í skýrslu IPCC, Summary for Policymakers? Sjá myndina hér fyrir neðan.
.
"Herre Gud hør den Uskyldiges Røst!" sagde Faderen, og den ene hviskede til den anden hvad Barnet sagde. Men han har jo ikke noget paa! raabte tilsidst hele Folket, det krøb i Keiseren, men han tænkte som saa, nu maa jeg holde Processionen ud, og Kammerherrerne holdt paa Slæbet som der ikke var. - H.C.A.
Tölvur og tækni | Breytt 7.2.2007 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Bjartasta halastjarna síðustu áratuga sést nú með berum augum um hábjartan dag skv. fréttum sem voru að berast.
Laugardaginn 13. janúar bárust þær fréttir að NcNaugh hefði sést víða um heim um hábjartan dag. Hún nálgast nú sólina óðfluga, hitnar verulega og mikla gufustróka leggur frá henni. Hún er nú þegar orðin bjartasta halastjarnan í 40 ár og gæti orðið sú bjartasta sem sést um aldir, skv. fréttum á www.spaceweather.com
Myndin hér til hliðar er tekin í Þýskalandi í gær 13. jan. með litlum stjörnusjónauka.
Halastjarnan er nú hvorki morgun- né kvöldstjarna eins og fyrr í vikunni, heldur dagstjarna sem sést örskammt fyrir austan sólina. Hún kemur sífellt meira á óvart eins og kómetum sæmir.
Sjá póstinn hér fyrir neðan.
From: SpaceWeather.com [mailto:swlist@spaceweather.com]
Sent: 13. janúar 2007 20:20
To: SpaceWeather.com
Subject: Daytime Comet
Space Weather News for Jan. 13, 2007
Observers around the world are reporting that Comet McNaught is now visible in broad daylight. The comet is very close to the sun, so it is tricky to find. If you want to try, here's how to do it: Go outside and stand in the shadow of a building so that the glare of the sun is blocked out. Make a fist and hold it at arm's length. The comet is about one fist-width east of the sun.
This weekend is a special time for Comet McNaught because it is making its closest approach to the sun. Solar heat causes the comet to vaporize furiously and brighten to daytime visibility. McNaught is now the brightest comet in more than 40 years, and it may become the brightest in centuries.
Tölvur og tækni | Breytt 14.1.2007 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. janúar 2007
McNaught halastjarnan sést ennþá í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum
Þó svo að McNaught halastjarnan sé horfin inn í glýjuna frá sólu er hún ekki horfin sjónum. Hún er nú að færast inn í sjónsvið SOHO gervihnattarins. Á myndinni hér fyrir neðan er spáð fyrir um ferðalag halastjörnunnar. Hafi stjörnufræðingar náð að hnita hana rétt, sem allar líkur eru á, þá ætti hún að birtast föstudaginn 12. janúar.
Skömmu eftir að hún hverfur úr sjónsviði LASCO myndavélar SOHO birtist hún á suðurhveli jarðar.
Ef vel tekst til, þá má sjá halastjörnuna í næstum beinni útsendingu hér fyrir neðan þegar hún lætur sjá sig.
Sjá vefsíðurnar:
Síðustu myndir: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime/c3/512
Stay Tuned: http://sohowww.nascom.nasa.gov/hotshots
Fréttir: http://ares.nrl.navy.mil/sungrazer/index.php?p=latest_news
Videómyndir frá SOHO: http://soho.nascom.nasa.gov/gallery/Movies/comets.html
Ljósmyndir af McNaught: http://www.spaceweather.com/comets/gallery_mcnaught.htm
Úrval ljósmynda frá SOHO: http://sohowww.nascom.nasa.gov/gallery
Sjá dagsetningar á myndinni sem sýnir væntanlega braut.
Halastjarnan kemur væntanlega inn í sjónsviðið að ofan 12. janúar
og hverfur út að neðan 16. janúar.
SOHO LASCO. Hér sést hvernig reiknað er með að brautin verði.
Þetta er ekki halastjarnan sem þarna sést! Sjá heldur myndina hér fyrir neðan.
Hér var NcNaugh halastjarnan í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum sem er í 1,5 milljón kílómetra fjarlægð. Nú er hún horfin úr sjónsviðinu. Sjá dagsetningu og tíma á myndinni. Tíminn sem fram kemur á myndinni er sá sami og gildir á Íslandi.
Smella á [Refresh] í vefskoðara til að sjá nýjustu myndina.
Sjálf sólin sést ekki, því hún er bakvið hlífðarskjöldinn fyrir miðju sem ver myndavélina. Það má þó sjá sólvindinn streyma frá sólinni eins og geisla, og stundum sjást sólgos. Vinstra megin neðantil við sólina er frekar björt stjarna. Það er reikistjarnan Merkúr. Lárétta strikið, sem liggur þvert á haus halastjörnunnar, er væntanlega vegna þess að halastjarnan er of björt fyrir myndavélina.
12. janúar: Það er byrjað að glitta í halastjörnuna efst til vinstri samkvæmt áætlun. Hún virðist ætla að verða óvenju björt miðað við það sem áður hefur sést í SOHO.
13. jánúar: Nú sést hausinn á halastjörnunni greinilega og halinn þar fyrir ofann er farinn að sjást. Hann virðst gríðarstór.
14. janúar: Það er greinilegt að halastjarnan er allt of björt fyrir LASCO myndavélina í SOHO. Það sést t.d. á lárétta strikinu við hausinn sem stafar af yfirálagi á myndflöguna. Halinn er einnig greinilega of bjartur.
16. janúar: Nú er McNaugh halastjarnan horfin af skjánum. Hún verður samt sýnileg áfram á suðurhveli jarðar í nokkra daga. Féttir á www.spaceweather.com herma að hún sjáist nú í Ástralíu og víðar.
Um SOHO:
SOHO (Solar & Heliospheric Observatory) gervihnötturinn er á braut umhverfis sólu og færist með sama hraða og jörðin þar sem honum hefur verið komið fyrir á stað þar sem þyngdarsvið jarðar og sólar eru í jafnvægi. Staðurinn kallast Lagrangian (L1) og er hann um 1,5 milljón kílómetra frá jörðu. Frá þessum stað hefur hnötturinn ótruflað útsýni til sólar, allan ársins hring, nótt sem nýtan dag. Hann sendir stöðugu myndir til jarðar, en þær er hægt að skoða á vefsíðu SOHO http://sohowww.nascom.nasa.gov
Sólin séð frá SOHO
Það er eingin lognmolla á sólinni. Skýringar hér.
Tölvur og tækni | Breytt 25.3.2007 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Halastjarna á himni skín. Myndir.
Myndin af halastjörnunni McNaught var tekin að morgni 9. janúar kl. 9:55. Skilyrði til myndatöku voru mjög góð og varla ský á himni. Myndavél var Canon 300D og linsa Tamron 300mm zoom. Lýsingartími 1,3 sek. Ljósop F/11. ISO 200. Brennivídd 119mm (35mm jafngildi 190mm).
Fróðleikur um halastjörnuna er hér: C/2006P1 McNaught
Myndasafn á www.spaceweather.com
Þegar McNaught er horfin í glýju sólar, þá má hugsanlega sjá hana í skamma stund nánast í beinni útsendingu hér á mynd frá SOHO gervihnettinum, en þar má stundum sjá halastjörnur þjóta um: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime/c3/512/
Íslensk vefsíða um stjörnuskoðun: http://stjornuskodun.is
--- --- ---
Hale-Bopp 1997
Halastjarnan er Hale-Bopp, sem sást vel yfir Íslandi í byrjun árs 1997. Norðurljós náðu næstum að skemma myndina, en gera hana þó skemmtilegri. Takið eftir bláa halanum sem var ósýnilegur með berum augum. Neðst til hægri má sjá Andromeda stjörnuþokuna. Þar eru milljarðar sóla og örugglega mikið líf og fjör. Á þessari mynd má einnig sjá aragrúa stjarna, sem eru ósýnilegar með berum augum. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 2 mínúur. Stjörnuhimninum var fylgt eftir með mótordrifi. Undirritaður tók þessa mynd í mars 1997.
Þessi mynd af Hale-Bopp halastjörnunni var tekin um miðnætti skammt frá Keilisnesi að kvöldi 12 mars '97. Halastjarnan var þá í norðurátt yfir sjónum, en samt var töluverð ljósmengun frá stór-Reykjavík, Reykjanesbraut og Reykjanesbæ. Bjarminn á neðri hluta myndarinnar er þó ljósmengun af öðrum toga; nefnilega norðurljós!
Notuð var Pentax K-1000 sem komið var fyrir á mótordrifinu sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA. Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta.
Hale-Bopp halastjarnan yfir Esju að kvöldi 18 mars '97. Myndin var tekin skömmu eftir miðnætti á Þingvallaveginum, skammt vestan afleggjarans að skíðasvæðinu í Skálafelli.
Myndin var tekin með 35mm linsu, ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta. Mótordrifið var notað, enda eru sjörnurnar sem punktar, en Esjan dálítið hreyfð!
Því sem næst fullt tungl var þegar myndin var tekin og gerir það hana dálítið undarlega; næstum eins og frá öðrum heimi. Vel má greina bláa rafskýið sem vísar upp frá halastjörnunni og græn norðurljós sem eru svipuð fyrirbæri. Litlu hvítu deplarnir á himninum eru ekki galli í filmu, heldur stjörnur. Á stækkaðri mynd má greinilega sjá að þær eru ekki allar hvítar; sumar eru bláleitar og aðrar rauðleitar. Örfáum mínútum eftir að myndin var tekin hvarf halastjarnan í skýjabakkann sem kom æðandi úr suðri.
Skýring á eðli báu og hvítu halanna á Hale-Bopp er hér.
Tölvur og tækni | Breytt 13.1.2007 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 22. desember 2006
Vetrarsólstöður, og sólin áfram í ham næstu árin...
Nú á vetrarsólstöðum eða vetrarsólhvörfum, þegar sólin kemst ekki hærra en 2,8 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík, er ástæða til að líta til þessarar dagstjörnu sem veitir okkur birtu og yl.
Það er alþekkt að virkni sólar er breytileg með um 11 ára sveiflu. Nú hefur NASA í annað sinn spáð fyrir um styrk næstu sólsveiflu, þ.e. sveiflu númer 24 sem verður í hámarki eftir um sex ár. Virkni sólar hefur verið með eindæmum mikil undanfarna áratugi og virðist sem næsta sólsveifla ætli ekki að láta deigan síga.
[Hugsanlega þarf að smella hér til að sjá allar myndirnar].
Myndin hér vinstra megin fyrir ofan er frá spá NASA sem birt var 10 maí. Þar er reyndar verið að beina sjónum að þarnæstu sólsveiflu, sem væntanlega verður í hámarki um 2022.
Önnur spá birtist síðan í gær 21. desember, og er þar fjallað um tilraun til að spá fyrir um næstu sólsveiflu. Sjá myndina hægra megin.
Nú erum við stödd í lægðinni mitt á milli sólsveiflu 23 og 24.
Spáin fyrir næstu sólsveiflu:
Scientists Predict Big Solar Cycle (21. des. 2006): "Solar cycle 24, due to peak in 2010 or 2011 "looks like its going to be one of the most intense cycles since record-keeping began almost 400 years ago," says solar physicist David Hathaway of the Marshall Space Flight Center. He and colleague Robert Wilson presented this conclusion last week at the American Geophysical Union meeting in San Francisco" .
Sem sagt, NASA spáir því að að næsta sólsveifla verði mjög virk. Það gæti þýtt það að áfram verði vel hlýtt og náttúaran fari mjúkum höndum okkur hér á Fróni eins og á undanförnum áratugum. Ekki verður lát á hnatthitun næsta áratuginn.
Sjá nánar hér á vefsíðu NASA: http://science.nasa.gov/headlines/y2006/21dec_cycle24.htm?list863667
En hvernig hljóðaði spáin fyrir þarnæstu sólsveiflu, sem verður í hámarki um 2022?
Solar Cycle 25 peaking around 2022 could be one of the weakest in centuries (10. maí 2006): "... The slowdown we see now means that Solar Cycle 25, peaking around the year 2022, could be one of the weakest in centuries, says Hathaway".
Hér spáir NASA því aftur á móti að þarnæsta sólsveifla geti orðið ansi slöpp. Gangi það eftir, þá gætum við átt von á kuldaskeiði um 2030.
Sjá nánar á vefsíðu NASA: http://science.nasa.gov/headlines/y2006/10may_longrange.htm?list156173
Svo er það vafinn: Ýmsir eru að reyna að spá fyrir um hámark næstu sólsveiflu, og hafa sést tölur á bilinu 42 til 185.
Will the next solar cycle please stand up?
"Astronomers at the American Geophysical Union meeting in San Francisco are debating predictions of what the next solar cycle, number 24, which will start next year and will peak in 2011, will be like....Why does it matter? The level of solar activity affects satellite communications, the power grid, the airline industry's ability to fly polar routes and to keep passengers safe from radiation, deep space missions, GPS operations, the Space Station's viability, and climate change...".
Humm... Kuldaskeið 2030. Er það nú alveg víst? Nei, auðvitað ekki alveg víst, en hver veit? Sjá vangaveltur undirritaðs hér: Öldur aldanna.
Menn hafa vissulega velt þessu fyrir sér. Smellið á krækjur fyrir ítarefni:
VIEWPOINT: GLOBAL WARMING NATURAL, MAY END WITHIN 20 YEARS:
New Little Ice Age
Instead of Global Warming?
by Dr. Theodor Landscheidt
MosNews: Russian Scientists Forecast Global Cooling in 6-9 Years
BBC: Sunspots reaching 1,000-year high
Max Plank Society:
The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years
Solar Cycles 24 and 25 and Predicted Climate Response
K.Lassen
Danish Meteorological Institute, Solar-Terrestrial Physics Division:
Solar Activity and Climate (M.a. fjallað um hafís við Ísland).
--- --- ---
Jæja, vonandi verður hlýtt áfram, en ekki ís og óáran, eins og fram kemur í erindi Dr. Þórs Jakobssonar "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags":.
"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".
Þetta var þegar sólin var í mikilli lægð, svokölluðu Maunder Minimum. Þá var kalt víða um heim og Litla Ísöldin í algleymingi.
Ísilögð Thames árið 1677.
Sjá málverkið neðst á vefsíðunni. Smellið á myndina til að sjá stærri mynd.
Málverkið er eftir Abraham Hondius (1630-1695). Museum of London. Fleiri myndir af "Frost Fairs" á Thames eru til.
Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni. Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olave's Church.
Takið eftir ísjökunum, sem virðast um hálfur annar metri á þykkt. Hvernig stendur á þessum ósköpum? Eitt kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar svokölluðu stóð yfir meðan virkni sólar var í lágmaki sem kallast Maunder minimum. Það stóð yfir um það bil frá 1645 til 1715. Þá sáust hvorki sólblettir né norðurljós og fimbulkuldi ríkt víða. Málverkið er frá þessu kuldaskeiði.
--- --- ---
Að lokum:
Enn og aftur er sólin lægst á lofti og nýtt ár hefur göngu sína innan fárra daga. Enn og aftur hefur jörðin nýja hringferð um sólina. Njótið fegurðar stjörnuhiminsins, en nú eru síðustu forvöð vegna vaxandi ljósmengunar. Hugsanlega verða afkomendur okkar að nýta sér tæknina og láta sér nægja að skoða stjörnuhimininn í rauntíma með hjálp gervihnattamynda, eins og þeim sem eru hér. Þar sést sólin eins og hún er í dag á vetrarsólhvörfum, og síðan alla daga ársins. Falleg er þessi sanna dagstjarna, eins og hún er nefnd í hinum fornu Sólarljóðum. Hver veit nema orðið jól sé skylt orðinu sól?
Gleðileg Jól!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 26. nóvember 2006
Geimskot Frakka á Íslandi !!!
Það kemur trúlega mörgum á óvart að heyra að franskir vísindamenn hafi skotið fjórum tveggja þrepa Dragon eldflaugum út í geiminn frá Íslandi fyrir rúmlega fjórum áratugum. Út í geiminn? Já, og meira að segja um 100 kílómetrum hærra en Alþjóða geimstöðin (Internartional Space Station) svífur umhverfis jörðu. Eldflaugarnar féllu í hafið langt fyrir sunnan land eftir að hafa komist í 440 km hæð.
Sumarið 1964 settu frönsku vísindamennirnir frá CNES (Centre National d'Etudes spatiales) upp búðir sínar á Mýrdalssandi á móts við Höfðabrekku og skutu upp tveim eldflaugum. Sumarið eftir settu þeir upp búðir á Skógarsandi og skutu aftur upp tveim eldflaugum. ...
Myndir sem undirritaður tók af geimskotunum eru á vefsíðunni www.agust.net/dragon
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. nóvember 2006
Hlýrra á Grænlandi 1930-1950 en undanfarið. Á skjön við hnatthlýnunarkenninguna.
Til að gera sér grein fyrir hvort hlýindi allra síðustu ára séu hættuleg afleiðing manna á losun koltvísýrings er að sjálfsögðu nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hvort svipað ástand hafi ríkt áður. Eru þetta breytingar af mannavöldum, eða eru þær að miklu leyti náttúrulegar? Megum við búast við að þær gangi til baka á næstu árum eða áratugum?
Nýlega voru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis DMI og CRU. DMI stendur fyrir Danmarks Meteorologiske Institut (Danska Veðurstofan) og CRI stendur fyrir Climatic Research Unit sem er ein virtasta loftlagsrannsóknastonun í heimi (University of East Anglia í Englandi). Sérfræðingar frá Háskólanum í Kaupmannahöfn tóku þátt í úrvinnslu gagna.
Þar til nýlega náðu hitamæligögn í Grænlandi "aðeins" aftur til ársins 1873. Nú tókst að safna gögnum frá 13 stöðvum á Grænlandi aftur til ársins 1784. Það bættust sem sagt við 74 heilir vetur og 52 heil sumur við fyrri skrá.
Úr þessu mæligögnum má lesa mikinn fróðleik. Það sem kemur þó ef til vill á óvart, sérstaklega með hliðsjón af umræðunni undanfarna mánuði að Grænlandsjökull sé að bráðna, o.s. frv., er að tveir hlýjustu áratugir síðustu aldar á Grænlandi voru fyrir miðja öldina, þ.e. 1931-1940 og 1941-1950. Hlýjasta árið í skránni er 1941.
Sjá myndina hér fyrir ofan. Smellið á hana til að sjá skýrari mynd. Takið eftir áratugunum 1931-1940 og 1941-1950 þar sem meðalhitinn var -0,8°C samanborið við aðeins -2,5°C áratuginn 1981-1990 og -2,1°C áratuginn 1991-2000. (Mínus 0,8 gráður er auðvitað öllu hlýrra en mínus 2,5 gráður). Jafnvel áratugurinn 1921-1930 var hlýrri.
Úr töflunni, síðasti áratugurinn efst:
1991-2000 -2.1°C "Svalt"
1981-1991 -2,5°C "Svalt"
1971-1980 -1.7°C
1961-1970 -1.0°C "Hlýtt"
1951-1960 -1.1°C "Hlýtt"
1941-1950 -0.8°C "Hlýtt"
1931-1940 -0.8°C "Hlýtt"
1921-1930 -1.1°C "Hlýtt"
1911-1920 -2.4°C
1901-1910 -2.6°C
1891-1900 -2.9°C
1881-1890 -3.3°C
1871-1880 -1.7°C
1861-1870 -3.6°C
1851-1860 -2.1°C
1841-1850 -2.5°C
1831-1840 -
1821-1830 -
1811-1820 -4,4°C
Nú vakna áleitnar spurningar, því árið 1930 hafði losun manna á koltvísýringi ekki náð nema litlu broti (um 15%) af því sem nú er:
- Hvers vegna var hlýrra á Grænlandi fyrir miðja síðustu öld en síðastu áratugi aldarinnar?
- Hafi þetta verið náttúrulegar sveiflur, sem stóðu svona lengi yfir, gæti hlýnun síðustu ára að miklu leiti verið af sama meiði?
- Var ekki einhver að tala um bráðnun Grænlandsjökuls? Skyldi vera meiri bráðnun nú en fyrir hálfri öld og vel það?
- Ennfremur: Lofthjúpur jarðar er talinn hafa hlýnað um 0,7°C síðan árið 1860, þ.e. frá síðustu áratugum Litlu ísaldar. Ef við setjum þessa tölu í samhengi, þá jafgildir hún hitabreytingu um 100 m upp-niður og um það bil 100 km norður-suður. Ef helmingur breytingarinnar er náttúrulegur og helmingur af mannavöldum, þá jafngildir hlýnunin af mannavöldum álíka og þegar farið er 50 metra niðurávið, þ.e. svipað og úr efra-Breiðholti í neðra-Breiðholt. Er þatta veruleg hlýnun? (Að meðaltali lækkar hiti með hæð um 0,67° á hverja 100 metra skv. bókinni Veðurfræði eftir Markús Einarsson. Meðalhiti jarðar er 287°K (14°C), þannig að 0,7° hlýnun er 0,25%).
Hvað sem öðru líður, þá er það ljóst að náttúrulegar sveiflur í hitafarinu eru verulegar, og erfitt að greina á milli þeirra og hugsanlegra breytinga af mannavöldum. Getur verið að "um helmingur" hitahækkunar síðustu aldar sé af mannavöldum og helmingur náttúrulegar? Hvað er svo "um helmingur"? Er það 20%, 50% eða 80%? Ekki veit ég það, og kanski enginn með vissu. Óvissan er mikil í þessum málum, a.m.k. enn sem komið er.
Í lokin: Það vekur athygli hve áratugurinn 1811-1820 virðist hafa verið kaldur. Eldgosið mikla í Tambora 1815 gæti hafa átt þátt í því. Sjá greinina Year Without a Summer eftir Dr. Willie Soon
Sjá World Climate Report: Cooling the Debate: A Longer Record of Greenland Air Temperature
(Frumheimild: Vinther, B.M., K.K. Andersen, P.D. Jones, K.R. Briffa, and J. Cappelen. 2006. Extending
Greenland temperature records into the late eighteenth century. Journal of Geophysical Research, 111, 10.1029/2005JD006810).
Smella á myndir hér fyrir neðan til að sjá skýringar.
Tölvur og tækni | Breytt 5.1.2007 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 764576
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði