Færsluflokkur: Spaugilegt

Furðulegt ferðalag flöskuskeyta...

 

Flöskuskeytin tvö hafa undanfarnar vikur ferðast suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs.   Þau hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

Þau hafa nú ferðast rúmlega um 3.400 kílómetra síðan þau voru sjósett fyrir rúmum tveim mánuðum fyrir sunnan Reykjanesvita.

Hvert munu þau nú halda?  Veður er síbreytilegt og erfitt að spá, en það gerir ferðalagið æsispennandi.       Það er engu líkara en þau hafi heimþrá og stefni aftur til Íslands.  smile

Hægt er að nota músina til að færa kortið til og skruna inn á flöskuskeytin til að sjá þau betur. Með því að smella á merkið sem líkist blöðru má kalla fram upplýsingar um nákvæma stöðu flöskunnar og fleira.

Efst til hægri á kortinu er hægt að merkja við og kalla fram Rekspá sem sýnir okkur hvar líklegt er að flöskuskeytið verði eftir fáeina daga. Rekspáin tekur tillit til sjávarstrauma og veðurs.


 

Spennan vex með degi hverjum...  Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti

 

Upplýsingasíða Verkís:

www.verkis.is/gps

 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum:

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

 

 

 

 


Flöskuskeyti Verkís og Ævars vísindamanns er nú fyrir sunnan Grænland...

 

Flöskuskeytin tvö hafa undanfarnar vikur ferðast suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grælands í miklum vindi og sjógangi. Þau hafa þó staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum þar sem þau eru nú stödd fyrir sunnan Hvarf (sem á dönsku heitir Kap Farvel og á grænlensku Uummannarsuaq).

Þau hafa nú ferðast rúmlega 2.000 kílómetra síðan þau voru sjósett fyrir rúmum mánuði fyrir sunnan Reykjanesvita.

Hvert munu þau nú halda?  Veður er síbreytilegt og erfitt að spá, en það gerir ferðalagið æsispennandi :-)

Hægt er að nota músina til að færa kortið til og skruna inn á flöskuskeytin til að sjá þau betur. Með því að smella á merkið sem líkist blöðru má kalla fram upplýsingar um nákvæma stöðu flöskunnar of fleira.

 

Spennan vex með degi hverjum...  Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Upplýsingasíða Verkís:

www.verkis.is/gps

 

Bloggsíða með myndum og kortum:

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

 

 

 

 


Astro-naut og Nautagil...

 

Mooooonwalk_rjn_3264

 

 

Skemmtileg mynd er á vefsíðunni Astronomical Picture of the Day hjá NASA í dag. 

Vísindamenn hafa velt fyrir sér hvernig menn munu fara að því að lifa af búsetu á tunglinu. Auðvitað munu þeir þurfa mjólkurvörur svo sem skyr, nýmjólk og rjóma. 

Landnámsmennirnir urðu að flytja með sér allan bústofninn til Íslands á sínum tíma, og eins verður með geimfara framtíðarinnar. 

Vísindamenn hafa þó áttað sig á því vandamáli að lítið er um loft á Tunglinu, minna loft en í Þingeyjasýslu sumarið 1969 þar sem tunglfarar voru að kynna sér aðstæður sem líkjast þeim sem eru á Mánanum.  Hjá Þingeyingum var nóg loft.

 

Jarðfræðingarnir Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Sigvaldason gáfu litlu gili á hálendinu fyrir norðan nafnið Nautagil til heiðurs geimförunum, sem kallast astronaut á enskri tungu. Þeir hafa verið mjög framsýnir, því nú hafa vísindamenn loks fundið lausn á vandamálinu, eins og APOD myndin ber með sér.

 

  

 Sverrir Pálsson tók þessa mynd sem fengin var að láni hjá Vísi af Guðmundi Sigvaldasyni, Sigurði Þórarinssyni
og astronautunum árið 1969.

nautagil


Dúndur jólastress...!

 

 

Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís  taka þátt í Áheitasöfnun Geðveikra Jóla með frábæru jólalagi í ár. Hægt er að sjá hér þeirra framlag og einnig kjósa lagið þeirra og styrkja gott málefni.

Heimsækið vefsíðu Einstakra barna, en einstök börn þjást af erfiðum og sjaldgæfum sjúkdómum: www.einstokborn.is
 
 
 

Hægt er að heita á lag VERKÍS inni á www.gedveikjol.is eða með því að senda sms til að gefa 1.000 – 5.000 kr. Áheitin renna til stuðningsfélags Einstakra barna.

Sendið textann „1007“ í númerið 900 9501 – til að gefa 1.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9503 – til að gefa 3.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9505 – til að gefa 5.000 kr

 

 anchristmastree_390336

 

Syngið með:

Dúndur jólastress

 

JÓL

Æ þarf að gera allt þó bráðum komi jól?
Við getum líka tekið því með ró!

Skrifa jólakortin, skreyt’og pakka inn.
Eða má, sleppa því í þetta sinn?

Baka, versla inn og þrífa hátt og lágt?
Er það nú ekki full mikið í lagt?

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

JÓL JÓL

Finnst þér, enn að, allt verð´að vera spik & span?
Nei ég er ekki sáputusku-fan.

Ef mútta kæm´ í heimsókn og allt í drasli hér.
Hún kennir mér um, það allt hvort eð er.
Allt sem hún sér og miður fer

Ég er að missa´ða, með jólakvíða hnút.
Æ elsku besta ekki fríka út.

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Svo þramm, þramm, þramma ég, allt Þorláksmessukvöld,
þeytist um, leit´a að jólagjöf.
Það er spenn, spenn, spennandi, að spæn´ um allan bæ,
og spá í allt sem ég get gefið þér.

Í geð, geð, geðveikum, spanjólagír,
svo gaman er að vera til.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú, saman geðveik jól

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.

www.gedveikjol.is

 

 

logo-upphleypt-standandi_1250719.png

 

www.verkis.is

 


Óveðrið um helgina í beinni - Prófaðu að fikta...!

 

 

 

Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla.   Kemur þú auga á óveðrið sem verður yfir landinu um helgina, mest seinnipart sunnudags?  

Myndirnar, sem eru ættaðar frá öfurtölvum (supercomputer), ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.

Nú er um að gera að fikta aðeins:

Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?

Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?  Prófið að skoða nærmynd af landinu okkar.

Prófið krækjurnar neðst á síðunni.

Fylgist með annað slagið meðan óveðrið nálgast og gengur yfir.
(Muna eftir að endurræsamyndina).

 

                                                                                Vindur við yfirborð jarðar.
                                                                           Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

**

 

                                               Skotvindur (röst, jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

Snúðu jarðarkúlunni þannig að norðurskautið snúi upp og skoðaðu alla röstina. Snúðu síðan suðurskautinu upp og skoðaðu hvað er að gerast þar.

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Neyðarkall frá bandarísku veðurþjónustunni falið í veðurskeyti...

   

 

nws_pay_us_afd.jpg

 

Neyðakall var falið í veðurfréttum NOAA National Weather Service i gær 4. október, en eins og flestir vita þá fá margir ríkisstarfsmenn engin laun um þessar mundir í Bandaríkjunum...

Prófið að lesa lóðrétt niður í rauða rammanum á myndinni.  PLEASE PAY US  stendur þar.

Varla er þetta tilviljun.

Hægt er að sjá allt skeytið hér:
http://mesonet.agron.iastate.edu/wx/afos/p.php?dir=next&pil=AFDAFC&e=201310032155

 

 

http://governmentshutdown.noaa.gov

 

 

america_shut-down.jpg

 


Er orðið "samheitalyf" rökrétt myndað? - Væri ekki "jafngildislyf" réttara...?

  

 

lyf.jpg

 

"Samheitalyf er lyf sem er jafngilt og frumlyfið sem það er borið saman við. Það hefur sama virka innihaldsefnið og í sama magni"   

 

Þannig er þessum lyfjum lýst á vef Actavis. Líklega þekkja flestallir nafnið sem þessi lyf hafa, enda er maður nánast alltaf spurður í apótekinu hvort maður sætti sig við að fá samheitalyf í stað þess sem ávísað er.

 

Þetta eru sem sagt lyf sem hafa sömu virkni og frumlyfið, en heita ekki það sama.   Hvernig er þá hægt að kalla þannig lyf samheitalyf?  Það skil ég ekki.   Errm

Samheitalyf um lyf sem alls ekki heita það sama?  Humm...?  

 

Væri ekki réttara að kalla þessa tegund lyfja til dæmis samvirknilyfjafngildislyf, eða eitthvað í þeim dúr ...?  Þetta eru jú lyf sem eru jafngild og hafa sömu virkni.

 

 Skyldi ég vera einn um að finnast orðið "samheitalyf" undarlegt í þessu sambandi?

 

Skilgreining World Health Organization:

"A generic drug is a pharmaceutical product, usually intended to be interchangeable with an innovator product, that is manufactured without a licence from the innovator company and marketed after the expiry date of the patent or other exclusive rights". 

"Generic drug" þýðir beinlínis  "almennt lyf", en það segir ósköp lítið.

 
500px-rod_of_asclepius2_svg.png


mbl.is Byggja fyrir 25 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður sólblettahámarkið nú tvítoppa...?

 


 

ssn_predict_l_1193733.gif

 

Sólin kemur sífellt á óvart. Að mörgu leyti hefur hegðun hennar verið óvenjuleg undanfarið. Sólblettahámarkið (númer 24) ætlar að verða það lægsta í 100 ár og svo getur farið að toppurinn verði tvöfaldur.

 

Tvöfaldur toppur stafar af því að norðurhvel sólar og suðurhvel ná ekki hámarki í fjölda sólbletta samtímis. Nú gæti svo farið að hámarkið á suðurhveli verði seinna á ferðinni og að hámarkinu á norðurhveli hafi þegar verið náð.

Hvers vegna telja menn að toppurinn geti orðið tvöfaldur?  Því hafði verið spáð að hámarkinu yrði náð í maí, þ.e. eftir tvo mánuði. Ef við skoðum myndina hér að ofan, þá kom skammvinnur toppur fyrir rúmu ári, en síðan dalaði virknin aftur. Er annar svipaður toppur væntanlegur á næstu mánuðum?

Ef við skoðum vinstri hluta myndarinnar, þá sjáum við að  hámark sólsveiflunnar um síðustu aldamót var einmitt með tveim toppum og lægð á milli.  Einhvern vegin þannig gætum við séð á næstunni í sólbletthámarkinu sem nú stendur yfir. 

Á myndinni hér fyrir ofan (Hathaway / NASA mars 2013: "Solar Cycle Prediction") er spáð sólblettatölu 67 sem er ámóta og hámarkið árið 1906, en þá var sólblettatalan 64.

Á annarri vefsíðu NASA "Solar Cycle Update: Twin Peaks?" getur Dean Pesnell sér þess til að hámarkið verði tvítoppa og þaðan er eftirfarandi myndband fengið að láni.

Hathaway spáir sólblettatölu 67.

Pesnell spáir hærri sólblettatölu.

Hver verður reyndin? Jafnvel þó sólsveiflan sé í hámarki er óvissan nokkur. Spennandi Halo.

 

 

 

Þetta var sólblettahámark númer 24.  Við hverju má búast af sólblettahámarki númer 25 sem verður væntanlega eftir um áratug?  Það veit auðvitað enginn, en menn eru auðvitað byrjaðir að spá. Verður toppurinn miklu lægri en nú? Mönnum hefur alltaf gengið illa að spá um framtíðina, en vísbendingar um að svo verði eru nokkrar.

 

 comparison_recent_cycles

Eins og sést á þessum samanburði, þá er núverandi sólsveifla 24 mun minni
en sólsveiflur 21, 22 og 23.
Myndin uppfærist sjálfkrafa annað slagið.
 

 Sólin núna, beintengd mynd.

 


 Fersk mynd af sólinni í dag. Ekki er mikið um að vera i hámarki sólsveiflunnar.


Þetta er beintengd mynd sem uppfærist sjálfkrafa nokkrum sinnum á dag.

Dagsetningu og tíma ætti að vera hægt að sjá í horninu neðst til vinstri,

en sjá má mynd í fullri stærð með því að smella á þessa krækju:

http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_2048_HMIIC.jpg

Síðan er hægt að stækka myndina enn meir með því að smella á hana.

Þá sést textinn mjög vel og einnig sólblettirnir.

 

 

 

Solar Dynamics Observatory

Fjöldi splunkunýrra mynda: http://sdo.gsfc.nasa.gov/data/

Áhrif sólar á norðurljósin: Norðurljósaspá.

 

 

 


 


NASA fjallar um væntanlegan heimsendi - Myndband...

 

 

heimsendir-620.jpg

 

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum
að heimurinn á að farast á vetrarsólstöðum í ár.

En er það ekki bara bull?

NASA hefur séð ástæðu til að gera myndband um málið.

 

 


 

 

Vefsíða NASA um heimsendinn: 

Why the World Didn't End Yesterday

 

 

 

 - - -

Hér er vefsíða fyrir þá sem trúa á heimsendi:

www.december212012.com

 


Hafísinn á norðurslóðum: Stórfurðuleg hegðun...

 

 

 

 

Málin hafa tekið mjög óvenjulega stefnu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Vægt til orða tekið þá er þetta alveg furðuleg hegðun svo ekki sé meira sagt.

Hvað er eiginlega á seyði?

Er náttúran alveg gengin af göflunum eða er það bara þessi blessaða baugalín?

 

 

Smile

Heimild: Hér


Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 764859

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband