Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 30. desember 2012
Tvær sláandi myndir af sólinni...
Það er ótrúlegur munur á þessum myndum.
Efri myndin er tekin við sólblettahámarkið 2001.
Neðri myndin er tekin í dag 30. des. 2012, en sólsveiflan hefur
nánast aftur náð hámarki.
Hvers vegna er þessi munur?
Þrísmella á myndir til að sjá stærra eintak.
Hér er skýringin á þessum mun:
Neðsti ferillinn er núverandi sólsveifla sem er að nálgast hámark.
Rauði ferillinn er sveiflan sem var í hámarki 2001.
Sólvirknin fer minnkandi.
Sjá nýlegan pistil:
Sól ég sá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í ---
Sólvirknin nálgast hámark sem er mun lægra en hið fyrra...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. desember 2012
Einn áhrifamesti vísindamaður allra tíma hefði orðið 370 ára í dag - Hver er maðurinn...?
Isaac Newton fæddist á Englandi á jóladag árið 1642. Góð grein um Newton er á Vísindavefnum og er því óþarfi að hafa hér mörg orð um þennan merka mann sem flestir hafa heyrt eða lesið um. Við látum nægja að óska okkur öllum til hamingju með daginn, því það er nokkuð víst að margt væri öðru vísi í dag hefði Ísak Newton ekki verið sá vísindamaður og frumkvöðull sem hann svo sannarlega var.
Vísindavefurinn: Hver var Sir Isaac Newton?
|
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 11. nóvember 2012
Vindstig eða m/s: Hvort skilur almenningur betur...?
Getur verið að margir (flestir) hafi litla sem enga tilfinningu fyrir vindstyrk sem gefinn er upp í metrum á sekúndu? Getur verið að flestir skilji mun betur gömlu góðu vindstigin? Getur verið að fæstir geri sér grein fyrir að eyðileggingamáttur vindsins vex mjög hratt með vindhraðanum, miklu hraðar en tölurnar gefa í skyn? Getur verið veðurfréttir, þar sem vindhraðinn er gefinn upp sem sekúndumetrar fari meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum og það bjóði hættunni heim? Í fersku minni er óveðrið í byrjun september síðastliðinn. Ýmsir, þar á meðal einn ráðherra, töldu að ekki hefði verið varað við veðrinu. Það hafði þó verið gert, en svo virðist sem þær aðvaranir hafi ekki komist til skila. Hvernig stendur á því? Haraldur Ólafsson veðurfræðingur kom fram í sjónvarpinu eftir að í ljós kom að Ögmundur ráðherra hafði ekki skilið veðurfréttirnar. Hann birti veðurkort sem sýnt var í veðurfréttum Sjónvarpsins 8. september. Þar mátti sjá að spáð var um 25 m/s vindhraða skammt norður af landinu. Veðurfræðingurinn tók fram að það jafngilti 10 vindstigum og við þann vindstyrk rifnuðu tré upp með rótum. Um leið og hann nefndi 10 vindstig kviknaði ljós hjá mörgum. Nú loks var talað mannamál í veðurfréttunum, en það hafði ekki verið gert árum saman. - Loksins. Það er nefnilega svo að við eigum mjög góðan skala yfir vindstyrk, skala sem er miklu meira lýsandi fyrir áhrif vindsins en sekúndumetrarnir sem í hugum flestra eru bara einhverjar tölur, kannski álíka tölur og hitastigin á kortinu. Það eru í raun fáir sem gera sér grein fyrir hve eyðileggingamáttur vindsins vex hratt með vindhraðanum. Það eru fáir sem vita að við tvöföldun á vindhraða áttfaldast aflið í vindinum. Vindrafstöðvar framleiða t.d. áttfalt meira afl ef vindhraðinn tvöfaldast, 27 sinnum meira ef hann þrefaldast. Með öðrum orðum, þá er aflið í vindi sem er 24 m/s næstum 30 sinnum meira en aflið í vindi sem er aðeins 8 m/s. Ég gæti vel trúað því að veðurfréttir kæmust mun betur til skila hjá flestum ef veðurfræðingar og veðurfréttamenn temdu sér að nota vindstig frekar en sekúndumetra. Eða öllu heldur, nota gömlu góðu veðurheitin í stað þeirra þriggja orða sem núorðið heyrast nánast eingöngu í veðurfréttum, þ.e. logn, strekkingsvindur og stormur. Veðurfréttamenn, að minnsta kost þeir sem komnir eru til vits og ára, hljóta að þekkja hin gömlu góðu heiti. Til upprifjunar birti ég hér töflu sem fengin er að láni hér hjá Trausta Jónssyni.
Mat vindhraða eftir Beaufort-kvarða
Munur á 20 m/s og 30 m/s hljómar ekki mikill (50%), en það er samt gríðarlegur munur á hvassviðri (20 m/s, 8 vindstig) og ofsaveðri (30 m/s, 11 vindstig). Líklega er það nokkuð sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir.
Þess má geta að Trausti minnist hér á Jón Ólafsson langafa bloggarans: Jón ritstjóri ÓlafssonÞegar sendingar veðurskeyta hófust héðan árið 1906 fór fréttablaðið Reykjavík (undir ritstjórn Jóns Ólafssonar) fljótlega að birta veðurskeyti frá nokkrum veðurstöðvum. Þar fylgdu með nöfn á hinum 13 stigum Beaufort-kvarðans. Líklegt er að Jón hafi sjálfur raðað nöfnunum á kvarðann:
Eru hér að mestu komin sömu nöfnin og Veðurstofan notaði síðar í veðurspám, þau má sjá í sviganum í töflunni. Fyrstu stigin þrjú, frá logni til kuls, eru gjarnan kölluð hægviðri og reyndin var sú að orðið gola var oftast notað sem samheiti á 3 til 4 vindstigum eins og í töflu Jóns Eyþórssonar, svo sem áður var getið.
Mikið yrði ég þakklátur ef veðurfræðingar og veðurfréttamenn færu aftur að nota gömlu góðu vindstigin í veðurfréttunum
Í fyrirsögn pistilsins var spurt "Vindstig eða m/s: Hvort skilur almenningur betur?" Sjálfur skil ég vindstigin og samsvarandi heiti betur, miklu betur
---
Smá fróðleikur um vindrafstöðvar: Mesta virkjanlegt afl í vindinum fæst með þessari jöfnu:
P = 1/2 x ξ x ρ x A x v3 þar sem P = afl (Wött) ξ = nýtnistuðull ρ = þéttleiki lofts (kg/m3) A = flöturinn sem vindurinn fer um (m2) v = vindhraði (m/s)
Sem sagt, aflið mælt í wöttum fylgir vindhraðanum í þriðja veldi (v3). Sjá hér.
|
Dægurmál | Breytt 14.11.2012 kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 5. september 2012
Hafísinn á norðurslóðum: Stórfurðuleg hegðun...
Málin hafa tekið mjög óvenjulega stefnu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Vægt til orða tekið þá er þetta alveg furðuleg hegðun svo ekki sé meira sagt.
Hvað er eiginlega á seyði?
Er náttúran alveg gengin af göflunum eða er það bara þessi blessaða baugalín?
Heimild: Hér
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júlí 2012
China Town á Grímsstöðum...
Í byrjun maí s.l. var hér varpað fram 25 spurningum vegna fyrirhugaðrar langtímaleigu Kínverja á 30.000 hekturum lands. Ekki hafa nein svör borist. Sjá pistilinn Spurningar sem fá verður svar við áður en rætt verður um langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum... Nú er þó ljóst að þarna mun rísa kínverskt þorp með 100 glæsihýsum fyrir auðmenn, með öllu sem slíku tilheyrir, þjónustuliði (væntanlega kínversku) o.s.frv. Þarna mun einnig verða lagður flugvöllur, fyrir "svifflug" samkvæmt fréttinni. Er þetta virkilega það sem við viljum? Lítilla sanda - Í Heimskringlu er frásögn af því að Ólafur Haraldsson Noregskonungur sendi hirðmann sinn, Þórarin Nefjólfsson, til að biðja Norðlendinga að gefa sér Grímsey. En Einar Eyjólfsson Þveræingur kom í veg fyrir það með ræðu sem hefur lengi verið í minnum höfð: Ok þegar er Einar hafði þetta mælt ok innt allan útveg þenna, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál. Nú vantar okkur sárlega Einar Þveræing...
Er öllum virkilega sama? Einnig náttúruverndarfólki? Eru menn kannski með einhverja dollaraglýju í augunum?
Bloomberg 17. júlí: |
Huang segir samkomulag í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. júní 2012
Myndir frá þvergöngu Venusar í gær...
Eins og margir aðrir fylgdist ég með þvergöngu Venusar í gærkvöld og tók fáeinar myndir á Panasonic Lumix FZ150 myndavél, en vélin er með linsu sem jafngildir 25-600mm. Ég var ýmist með mylar filmu eða rafsuðugler til að deyfa ofurbjart sólarljósið. Þegar sólin er rétt lýst, þá verður umhverfið nánast svart á myndunum. Ég er ekki búinn að fara yfir myndasafnið, en hér eru sýnishorn. Ef til vill bæti ég við fleiri myndum seinna.
Á efri myndinni má greina sólblett #1494 rétt fyrir neðan miðju (smella tvisvar á mynd til að stækka), en hann má sjá á "lifandi" mynd hér eða hér.
|
Þverganga Venusar var í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. maí 2012
Þverganga Venusar. Mynd sem ég tók 2004...
Myndina sem birtist með fréttinni í Morgunblaðinu tók ég fyrir átta árum. Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 11. júní 2004. Myndin er tekin með Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45 - 480mm á þessari myndavél). Ljósnæmi 100 ISO. Hraði 1/4000 sek. Ljósop f36. Sólfilterinn minn var ekki á sínum stað svo nú voru góð ráð dýr. Birtan frá sólinni var alltof mikil til þess að hægt væri að ná mynd. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Skýjabakki kom siglandi og sveif fyrir sólina. Ég lét slag standa og smelli af myndum með myndavélina stillta á minnsta ljósæmi, minnst ljósop og mestan hraða. Það tókst að ná rétt lýstri mynd með þessari hjálp... Það er alls ekki hægt að mæla með svona aðferð við myndatöku því það er stórvarasamt að horfa í sólina. Það er sérstaklega varasamt að með svona myndavélum (SLR eða DSLR) horfir maður í gegn um linsukerfið beint í sólina. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þvergöngu Venusar er hér.
|
Stjörnuáhugamenn verða víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.6.2012 kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. apríl 2012
Stríð og friður - góð grein Péturs Stefánssonar verkfræðings um ástandið á Íslandi samborið við eftirstríðsárin í Þýskalandi...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 19. febrúar 2012
Hálf öld síðan Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðu í geimfari - Myndband...
Á morgun mánudaginn 20. febrúar er rétt hálf öld liðin síðan John Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðina í örsmáu hylki Mercury Friendship 7. Á þessum tíma var kalda stríðið í hámarki og geimferðakapphlaupið milli Bandaríkjamanna og Rússa var að hefjast. Þetta var 20. febrúar 1962. NASA hefur gert myndband til að minnast aburðarins. Pistlahöfundi er minnisstætt þegar hann heimsótti Kennedy Space Center fyrir fimmtán árum og skoðaði þá meðal annars þetta Mercury hylki sem Glenn ferðaðist í. Það kom á óvart hve lítið og léttbyggt það er.
John Glenn fór síðan aftur í geimferð árið 2008 þegar hann var orðinn 77 ára, eins og fram kemur í myndbandinu, 46 árum eftir fyrra flugið.
Sjá bloggpistla um svipað efni: 2011: Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum... 2007: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október |
--- --- ---
Norðurljós er erfitt að spá fyrir um með góðum fyrirvara, en þó er
ýmislegt hægt að gera til þess að minnka líkurnar á
að maður missi af þeim.
Á vefsíðu nokkurri er samansafn af beintengdum upplýsingum
frá ýmsum rannsóknarstofnunum víða um heim,
meðal annars á Íslandi.
Sjá vefsíðuna:
Dægurmál | Breytt 24.2.2012 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. febrúar 2012
Verkís 80 ára: Óvenjuleg ljósasýning í kvöld og næstu kvöld - Videó...
Verkís verkfræðistofa fagnar 80 ára afmæli á árinu og lýsir af því tilefni upp starfstöðvar sínar á nýjan og spennandi hátt. Leikurinn hófst í Reykjavík í gær en þá varð framhliðin á Suðurlandsbraut 4 að svokölluðum "tómum striga listarinnar" þar sem listamenn sýndu Pixel Art verk og notuðu til þess lýsingu í gluggum. Í kvöld tekur við margbreytileg lýsing sem framkallar ýmis konar áhrif og mun lifa áfram í skammdeginu. Verkís hefur á sínum snærum marga af færustu lýsingarhönnuðum landsins og mun lýsingin því án efa vekja athygli og gleði meðal íbúa. Frímann Freyr Kjerúlf Björnsson, sem útskrifaður er úr Listaháskóla Íslands, sá um listræna útfærslu lýsingarinnar í samvinnu við myndlistarmennina Friðrik Svan Sigurðarson og Geir Helga Birgisson. Tengja saman verkfræði, list og tækni Með þessu viljum við sýna fram á að þó að Verkís sé orðið 80 ára að þá erum við hágæða þekkingarfyrirtæki sem er í góðum tengslum við þróun og tækninýjungar á öllum sviðum. Þetta sýnir einnig fram á að hægt sé að tengja saman verkfræðiþekkingu, tækni og list , segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís. Verkfræðistofur bjóða upp á mun meira heldur en margir gera sér grein fyrir og er þetta einn liður í að sýna fram á það. Þetta opnar einnig möguleikann á áframhaldandi samstarfi við listamenn og með uppsetningu ljósanna á Suðurlandsbraut má segja að við séum komin með stóran skjá þar sem fleiri listamenn gætu komið með sínar útfærslur, heldur Sveinn áfram. Textinn hér að ofan er fenginn af vefsíðunni www.verkis.is Myndina hér að ofan tók Skarphéðinn Þráinsson starfsmaður Verkís. Þess má geta að öll lýsingin er með ljóstvistum eða LED, og auðvitað stjórnað með tölvu. Kaldir fingur og rok gerðu pistlahöfundi erfitt að halda myndavélinni réttri, en myndbandið gefur hugmynd um herlegheitin. Vindhljóðið leynir sér ekki. Myndin er tekin á Canon 95 vasamyndavél. Fyrri hluti myndbandsins sýnir Suðurlandsbraut 4, en aftast er myndskeið sem sýnir mjög sérstaka lýsingu á vegg Ármúla 4, en Verkís er til húsa á báðum þessum stöðum, auk starfsstöðva víða um land. Starfsmenn Verkís eru rúmlega 300 talsins. Fyrsta Gangverk afmælisársinsVerkís fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður fréttabréfið Gangverk gefið oftar út en endranær. Fyrsta tölublað ársins hefur litið dagsins ljós og inniheldur bæði sögulegar greinar sem og nýjar fréttir. Helstu greinar eru:
Hægt verður að nálgast Gangverkið á öllum starfsstöðvum Verkís en einnig er rafræna útgáfu að finna hér: Smella hér: Gangverk 1.tbl 2012
|
1932 - 2012
80 ár
Dægurmál | Breytt 16.2.2012 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði