Færsluflokkur: Dægurmál

Við lifum á köldum tímum segir danskur vísindamaður við Hafnarháskóla - Merkilegt myndband...

 

 

 

graenland_a_jokli.jpg

 

Jørgen Peder Steffensen starfar við Hafnarháskóla, Niels Bohr Institutet, Is og klima. Hann skýrir hér frá merkilegum rannsóknum á Grænlandi og segir okkur að fyrir árþúsundi hafi verið 1,5° hlýrra en í dag, en 2,5° hlýrra fyrir 4000 árum.

Hvað segir hann síðan um hlýindin sem hófust seint á síðustu öld?  Myndbandið er stutt, en Jørgen Peder talar skýrt. Vel þess virði að hlusta og fræðast!

 

 

 

 

 


Ný hitamæligögn frá gervihnöttum (UAH maí 2011)...


msu-uah-may_2011_600w.jpg

Þessi nýi ferill var að birtast á vefsíðu Dr. Roy Spencer. Sjá hér. Ferillinn sýnir meðalhita lofthjúps jarðar í rúm 30 ár, eða á tímabilinu 1979 til loka maímánaðar síðastliðinn. Það er að segja, allan þann tíma sem slíkar mælingar frá gervihnöttum hafa verið framkvæmdar.

Græna lárétta línan er meðaltal síðustu 30 ára og ferillinn frávik frá því meðaltali.

Mælipunktar síðustu tveggja mánaða eru innan rauða hringsins lengst til hægri. Frávikið frá 30 ára meðaltalinu reyndist vera 0,13 gráður C.


Sjá skýringar í pistlinum frá 13. apríl s.l. hér.

 

Hve mikið er 0,13 gráður á Celcius? Það fer eftir því við hvað er miðað. Lofthiti lækkar um svo sem 0,7 gráður ef við förum 100 metra upp. Þessi hitabreyting um 0,13 gráður samsvarar því hæðarmun sem nemur um 20 metrum.

En 0,7 gráður eru því sem næst sama og sú hækkun sem orðið hefur á síðustu 150 árum, samtals af völdum náttúrunnar og losun manna á koltvísýringi. Sú breyting í hitastigi jafngildir því um 100 metrum í hæð. Ekki er fjarri því að þessi breyting um 0,7 gráður jafngildi einnig um 100 km í norður-suður.

Svona nokkurn vegin...            Mikið eða lítið?             Hummm... Errm     

 

Flest af því sem er á þessari mynd hefði maður í hefðbundnum mælingum flokkað undir suðu (noise) eða flökt.

 

 

12:33


Munum eftir smáfuglunum...

 

 

fuglinn.jpg

Nú má ekki gleyma smáfuglunum.

Snjór er yfir öllu og margir þessara litlu vina okkar svangir...

 

Þessi þakkaði fyrir sig með því að stilla sér upp

og syngja sinn uppáhalds söng, eins og honum einum er lagið...

 

 

 

 

Vísindavefurinn:
Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?


 

 

 

 Myndin var tekin um síðustu helgi með Panasonic Lumix FZ100.

Tvísmella til að stækka.

 

 


Almyrkvi tunglsins á vetrarsólstöðum 2010 og Bergþór í Bláfelli...

 

 

tofranott.jpg

 

Vonandi verður veður hagstætt á íslandi til að njóta tunglmyrkvans sem verður í hámarki klukkan 8:17 í fyrramálið.  Almyrkvinn stendur þó yfir milli klukkan 7:40 og 8:54, eiginlega á þeim tíma sem landsmenn fara til vinnu.

Í þetta sinn er almyrkvinn merkilegur atburður, því almyrkva á tungli hefur ekki borð upp á vetrarsólstöður síðan árið 1638, og næst verður það ekki fyrr en árið 2094. Hvað sem því líður, þá eru vetrarsólstöður einn merkilegasti tími ársins, því þá fer daginn að lengja aftur og  í hjörtum okkar fer að birta á nýjan leik. Við förum jafnvel að láta okkur dreyma um vorið...

Eiginlega er þessi mynd eins konar fjólublár draumur. Hún er tekin sunnudaginn 19. desember 2010, þ.e. tveim dögum fyrir vetrarsólstöður. Klukkan var ekki nema hálf fjögur, en samt var sólin ný gengin við viðar. Máninn var mættur til leiks.

Birtan var einstök og var bloggarinn nánast bergnuminn þar sem hann stóð við fossinn Faxa í Tungufljóti.  Litadýrðin var með ólíkindum, en erfitt er að ná slíkum töfraljóma á mynd.

Blái bjarminn er skuggi jarðar, en fjólublái eða bleiki liturinn ofar á himninum birta sólar sem var nýgengin til viðar.  Á myndinni faðmast dagurinn og nóttin og renna saman í eitt.

Var einhver á sveimi í töfrabirtunni þegar dagur og nótt runnu saman?
 
Í bakgrunni rís snævi þakið fjallið Bláfell. Þegar kristni fór að breiðast út um landið, bjó risinn Bergþór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til að flytjast brott frá þessum óþolandi hávaða í kirkjuklukkunum niðri í byggðinni.  Hann fór hvergi en hún færði sig norður fyrir Hvítárvatn þar sem heitir Hrefnubúðir. 
 
Bergþór gerði sér dælt við byggðamenn og fór stundum suður í sveit til að nálgast nausynjar.  Eitt sinn á heimleið bað hann bóndann á Bergstöðum að gefa sér að drekka.  Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergþór hjó með staf sínum holu í berg við túnfótinn.  Bergþór drakk nægju sína og þakkaði.  Sagði hann bónda að geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún þar hvorki frjósa né blandast vatni. Æ síðan hefur verið geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verði misbrestur þar á verða landeigendur fyrir óhöppum.  Síðast gerðist það árið 1960 og missti þá bóndinn allar kýr sínar.
 
Þegar aldurinn færðist yfir Bergþór fór hann eitt sinn niður að Haukadal og bað bóndann um að tryggja sér legstað þar sem heyrðist klukknahljóð og árniður, og bað hann að flytja sig dauðan í Haukadal.

Til merkis um að hann væri dauður yrði göngustafur hans við bæjardyrnar í Haukadal.  Þá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa að launum það, sem hann fyndi í kistli hans.  Bóndi fór eftir þessum tilmælum og fann ekkert annað en þurr lauf í kistlinum og lét þau vera.  Vinnumaður hans fyllti vasa sína af laufum og þegar þeir voru komnir niður í Haukadal með líkið, voru þau orðin að gulli.  Bóndinn lét jarða Bergþór norðan kirkjunnar þar sem er aflangur hryggur og bratt niður að Beiná.  Þar heitir nú Bergþórsleiði.  Hringurinn, sem var á göngustaf Bergþórs, er sagður prýða kirkjuhurðina.
 
Bergstaðir eru örskammt frá fossinum Faxa, handan Tungufljóts. Bergþór er enn þann dag í dag á sveimi á þessum slóðum og á marga vini. Þar á meðal þann sem þessar línur ritar þegar lengsta nótt ársins er rétt að hefjast...
 
Í fyrramálið mun tunglið svo klæðast sínum fegursta skrúða...
 
 
 
tunglmyrkvi2.jpg

 
 
 Stækka má myndir með því að smella tvisvar á þær.
---


Gamlir pistlar skrifaðir af svipuðu tilefni:

Laugardagur, 22. desember 2007 Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja

Laugardagur, 20. desember 2008 Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...

 

Gleðileg Jól


Jessica Cox, stúlkan sem fæddist handalaus, er með einkaflugmannspróf - Videó...

 

jessica-cox-standing-in-plane.jpg

 

 

 

Nú þegar svartsýnin og örvæntingin ræður ríkjum í þjóðfélaginu er hughreystandi að lesa um Jessicu Cox sem fæddist handalaus, en hefur með einstökum dugnaði og bjartsýni náð lengra en flest okkar. Getur fleira og gerir það betur.

Þrátt fyrir fötlun sína er Jessica með einkaflugmannspróf,  leikur á píanó, vélritar 25 orð á mínútu, er meistari í íþróttum, dansar, er góður fyrirlesari...

Eiginlega á ég ekki orð.   Hvers vegna er ég að kvarta þó á móti blási stundum? Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins jákvæðir og þessi fallega stúlka?

Myndirnar segja meira en mörg þúsund orð, orð sem ég á ekki til...

 

 

 


 

 

jessica1.jpg

 

 

 

 

 Meira hér.

 

 

 

 

 


Aldingarður á hálendinu með hjálp lifandi áburðarverksmiðju...


 

 

blogg_litur_bakgrunnur_edited-2.jpg

 

 

Myndin hér að ofan er tekin í 300 metra hæð á Haukadalsheiði. Efsti hluti Sandfells er í baksýn.  Trén sem sjást í lúpínubreiðunni vöktu eftirtekt, en þau eru yfir 3ja metra há og einstaklega lífvænleg, þrátt fyrir að þarna hafi fyrir nokkrum áratugum verið lítið annað en urð og grjót.

Ástæðan fyrir þessum mikla vexti trjánna er áburðurinn sem þau njóta í sambýlinu við lúpínuna. Á rótum hennar eru nefnilega bakteríur sem vinna köfnunarefnisáburð úr andrúmsloftinu, sams konar áburð og er aðaluppistaðan í lífrænum áburði og flestum tilbúnum áburðarblöndum. Auk þess er líklegt að lúpínan losi bundinn fosfór úr jarðveginum, en fosfór styrkir rótarkerfi trjáplantanna. Eldfjallajarðvegur, eins og er víða á Íslandi, er oft mjög rýr af fosfór.

Ekki veit ég hvort þessum trjám hafi verið plantað þarna, eða þau hafi vaxið sjálf upp af fræi sem borist hefur með vindi. Hið síðarnefnda er þó líklegra. Hvað sem því líður þá sýnir myndin okkur hvernig landið getur orðið umhorfs eftir einhverja áratugi þegar trjágróður fer að vaxa upp úr lúpínubreiðunum. Þá fer lúpínan að hopa hratt því hún þolir illa skugga. Skógurinn kemur í staðinn. 

Það var sannarlega ánægjulegt að sjá þessi fallegu stóru tré í um 300 metra hæð á Haukadalsheiði, á stað þar sem eingöngu var urð og grjót fyrir fáeinum áratugum. Er þarna vísir að aldingarði á hálendinu? Er hugsanlegt að Haukadalsheiði verði aftur skógi vaxin eftir nokkra áratugi, eins og hún var fyrir nokkrum öldum? 

 

 


img_3074_edited-2.jpg


 Miklar andstæður.

Hvernig stendur á þessum miklu andstæðum? Vinstra megin girðingarinnar er lúpínan í miklum blóma, en sést ekki hægra megin.

Fáeinar kindur hafa verið utan landgræðslugirðingarinnar og gætt sér á lúpínunni. Ekki eru þær margar á þessu svæði, raunar sárafáar, enda lítið um gróður. Ef grannt er skoðað (stækka má mynd með því að tvísmella á hana) má sjá hvernig lúpínan hefur reynt að sá sér út fáeina metra utan girðingar, en nær ekki að vaxa úr grasi. Aðeins glittir í örsmár plöntur.

Af einhverjum ástæðum finnst mörgum auðnin hægra megin fallegri en landið sem er að gróa upp. Smekkur manna er víst misunandi og við því er lítið að gera.

 

Hve hratt breiðist lúpínan út?

Lúpínan fer ekki að bera fræ fyrr en 3 - 5 ár eru liðin frá sáningu. Fræin eru þungar litlar baunir sem berast ekki langt með vindi.  Lúpínan notar þá aðferð til að dreifa fræjunum að láta fræbelgina springa með smá smell. Við það skjótast fræin eins og litlar kúlur smávegis frá plöntunni. Mikil hugkvæmni hjá plöntunni að nota eins konar baunabyssu Smile.   Lendi fræðið á heppilegum stað vex þar upp planta ári síðar, og eftir 3 ár fer hún að bera fræ og getur sent fræ frá sér nokkurn spöl. Lúpínan breiðist þannig frekar hægt út á sléttlendi komi annað ekki til.  Tveir metrar á ári jafngilda 200 metrum á öld.  Ekki einu sinni hraði snigilsins. Að sjálfsögðu hjálpar það til ef stífur vindur er til staðar meðan lúpínan er að skjóta fræjunum út í loftið.

Sé lúpínunni plantað efst í skriður kemur þyngdaraflið til hjálpar og fræin ná að falla mun lengra. Eins geta fræ borist með lækjarsprænum og ám. Hún nemur þó aðeins land á stöðum þar sem land er rofið, svo sem á sandaurum.

 

 

img_3064.jpg

 

Lúpínan lætur vel gróin svæði í friði.

 

Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur sáði lúpínu meðal annars  efst í skriðurnar og vatnsrofaför í Sandfelli á árunum umum 1985.  Sjá athugasemd  #33 hér.  Ekki er að sjá að hún hafi farið inn á gróin svæði þennan aldarfjórðung sem liðinn er, frekar heldur hún sig á svæðum þar sem gróðurþekjan var rofin.


Hve mikil er áburðarframleiðsla lúpínunnar?

Árlegt niturnám lúpínunnar hefur mælst um 60 kg niturs (köfnunarefnis) á hvern hektara (100 x 100 metrar). Lúpínan var fremur gisin þar sem mælingin fór fram í Gunnarsholti, þannig að sums staðar gæti magnið verið meira. Þetta jafngildir tæplega 300 kg Fjölgræðis-6 sem er tilbúinn áburður og inniheldur 22% N, auk annarra efna.   Þetta magn kostar um það bil 22.000 krónur. Auk þess er töluverður kostnaður við að dreifa áburðinum, t.d. með flugvél, og bera þarf á í nokkur ár ef einhver árangur á að nást. Svo þarf sums staðar einnig að sá grasfræi...

Menn eru yfirleitt að græða upp landspildur sem eru hundruðir hektatar. eða öllu heldur þúsundir.  Hundrað hektarar eru aðeins 1 km á kant. Land sem er 10 km á kant er t.d. 10.000 hektarar. Nú geta menn byrjað að reikna...   Humm..., árlegur áburðarkostnaður á uppgræðsluland sem er 10 km á kant er um 22.000 sinnum 10.000 eða 220 milljón krónur. Þetta er árlegur kostnaður í mörg ár fyrir utan vinnu og vélakostnað....

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rala, hefur verið að gera tilraunir í sandreitum. Í ljós hefur komið að í sandreitum sem árlega hefur verið borið á í áratugi myndast aðeins þunn grasmotta, en á sama tíma hefur orðið til töluvert þykkt jarðvegslag undir lúpínu.

Það er því ekki lítið sem sparast við að nota lúpínu til að græða upp örfoka mela og sanda. Hún er lifandi áburðarverksmiðja á staðnum. Nú er tilbúinn áburður eingöngu framleiddur erlendis. Það þarf að flyja hann sjóleiðina til Íslands, með bílum á þá staði sem þarf að græða upp, og síðan dreifa honum með flugvélum eða áburðardreifurum á jörðu niðri. Ár eftir ár.  Áhugasamir geta dundað sér við að reikna út hvað allur þessi flutningur tilbúna áburðarins þýðir í losun á koltvísýringi. Svo ekki sé minnst á losun orkuveranna erlendu sem framleiða nauðsynlega raforku fyrir áburðarverksmiðjurnar...    Hvort þykir mönnum vistvænna?    Hvað með sjálfbærni?

 

Getur eitthvað komið í stað Alaskalúpínunnar?

skograektarritid2010b.jpgSvarið er bæði já og nei.  Á stöðum eins og á Mýrdalssandi og Haukadalsheiði er lúpínan gríðarlega öflug landgræðslujurt. Þar kemur varla önnur planta til greina en lúpínan. En lúpínan á sér fjarskyldar frænkur sem almennt ganga undir nafninu belgjurtir. Sumar þeirra koma vel til greina sums staðar þar sem mönnum finnst lúpínan ekki eiga við. Í nýjasta hefti Skógræktarritsins er mjög fróðleg grein sem nefnist  „Belgjurtir í skógrækt á Íslandi: II. hluti", eftir Sigurð Arnarson og Jón Guðmundsson. Í fyrri hluta greinarinnar var fjallað um lúpínuna, en í þessum hluta er fjallað um margar belgjurtir sem eru með niturframleiðandi bakteríur á rótunum eins og lúpínan. Flestir þekkja hvítsmára og jafnvel rauðsmára, en þessi fjölskylda er mun stærri. Margar gætu hentað vel í l t.d. skógræktarlöndum og við sumarbústaði þar sem fólk er að dunda sér við landgræðslu og skógrækt. Jafnvel víðar.

Það væri mjög kærkomið ef hægt væri að nálgast fræ þessara belgjurta í hæfilega stórum umbúðum fyrir áhugafólk. Vonandi sér einhver markaðstækifæri hér Smile.

Svo má ekki gleyma elritegundunum frábæru sem eru mjög falleg tré eða runnar. Elri eða ölur (alnus) bindur köfnunarefni eða nitur með sambýli við rótarhnýðisbakteríu og gerir það tegundirnar mjög áhugaverðar til ræktunar þar sem jarðvegur er rýr.  Gráölur og sitkaölur hafa reynst mjög vel.

Það eru semsagt ýmsir kostir í stöðunni, en ekkert jafnast þó á við Alaskalúpínuna þar sem land er mjög rýrt.  

 

 

 

img_3078.jpg
 
Mjór er mikils vísir.
 

Þessi lúpína hafði fundið sér stað milli stórra steina á landi þar sem nánast enginn gróður var.  Lítið annað en stórgrýti sem kom undan ísaldarjökli fyrir um 10.000 árum, en var síðar hulið með allt að 4 metra þykkum jarðvegi, sem fauk upp vegna ofbeitar og skógarhöggs fyrir nokkrum öldum. Þykkt jarðvegsins sem var eitt sinn má sjá af hæð þeirra fáu rofabarða sem enn standa upp úr eyðimörkinni, - eyðmörkinni sem nú er að hopa.
 
Nú ætlar þessi litla fallega planta að breyta landinu aftur í fallegt skóglendi þar sem fuglar og önnur dýr merkurinnar munu eiga sér griðastað, okkur til yndis og ánægju. Hún ætlar sér að stöðva alveg moldrykið  frá Haukadalsheiði sem enn þann dag í dag herjar á íbúa Bláskógabyggðar.

Þetta ætlar fallega blómið að gera á skemmri tíma en það tók forfeður okkar að breyta vel grónu skóglendi í líflausa eyðimörk.

 
 

 

Sjá umræður hér á vefnum Vinir lúpínunnar. Þar hefur birst mikill fróðleikur sem ég hef haft gagn og gaman af. Ég þakka þeim sem þar hafa frætt mig - bæði beint og óbeint.

Ég vona að ég fari nokkurn vegin með rétt mál varðandi eðli blessaðrar lúpínunnar í þessum pistli. Það er auðvitað hætt við að eitthvað sé missagt þegar áhugamaður að fjalla um flókið mál sem hann hefur takmarkaða þekkingu á. 

 

 


Nýjar myndir af endursmíði DC4 Skymaster Loftleiða...



 

img_2852_edited-1.jpg

 

 

Í apríl 2008 birtist hér pistill um ótrúlega smíði Birgis Sigurðssonar á risastóru líkani af DC4 Skymaster flugvél Loftleiða. Pistillinn er birtur aftur í heild sinni hér fyrir neðan, en fyrst eru nokkrar splunkunýjar myndir af gripnum sem er til sýnis þessa dagana á 2. hæð Brimborgar Bíldshöfða 6-8. 

Ég heimsótti Birgi kunningja minn á vinnustað hans Brimborg og tók nokkrar myndir. Því miður gleymdi ég flassinu góða heima og líða myndirnar aðeins fyrir það. Smellið samt þrisvar á myndirnar til að sjá stærri.

Það verður gaman að sjá þessa flugvél fljúga eftir fáein ár.

 

Sjá frétt og myndir af flugvélinni á vefsíðu Brimborgar.  Þar er góð lýsing á þessu einstaka verkefni Birgis Sigurðssonar. Verkefni sem taka mun þúsundir vinnustunda.

 

img_2837_edited-1.jpg

 

Flugvélin er engin smásmíði. Birgir Sigurðsson er vinstra megin.

 

 

img_2844_edited-2.jpg

 Nefhjól.

 

img_2846_edited-1.jpg

 
Ásgeir Long smíðaði hjólastellin nánast nákvæmlega eftir fyrirmyndinni.
Það tók um 900 klukkustundir. Hjólin eru uppdraganleg með glussakerfi alveg eins og í fyrirmyndinni, enda verður vökvakerfi um borð með dælum, ventlum og öllu sem því tilheyrir.

 

img_2856_edited-1.jpg

 

Fjöldinn allur af rafmótorum verður um borð til að hreyfa stýrifletina og stjórna hreyflunum. Hér má sjá örlítið sýnishorn.

 

 ---

 --- --- ---

---

 

Pistillinn frá mars 2009:

Sunnudagur, 29. mars 2009.

 

Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!

 

 

 

 

Sumir búa yfir meiri vilja en meðbræður þeirra og þora að takast á við ótrúleg verkefni í frítíma sínum. Eiginlega verður maður agndofa þegar maður sér hvað Birgir Sigurðsson hefur færst í fang í bílskúrnum heima hjá sér ásamt vini sínum Jóni V. PéturssyniBirgir er að smíða risastóra eftirlíkingu af fyrstu áætlunarflugvél Loftleiða sem flaug sitt fyrsta áætlunarflug 26. ágúst 1948. Reyndar segir Jón að smíðavinnan sé alfarið unnin af Birgi sem eigi fáa sína líka í dugnaði og áræðni.  Hann er ekki að smíða módel til að hafa til sýnis uppi á hillu, heldur flugvél sem er svo stór að hún kemst varla fyrir í bílskúrnum. Flugvél sem á eftir að fljúga um loftin blá!

Verkefnið hófst árið 2003, en þá byrjaði Birgir að teikna smíðateikningar eftir lítilli málsettri mynd af fyrirmyndinni sem hann fann í tímariti. Það þurfti að teikna hvern einasta hlut í réttum mælikvarða, en til þess þurfti að byrja á að teikna ótal sniðmyndir af skrokknum og vængjum. Drjúgur tími fór í þennan undirbúning. Ekki er fjarri lagi að Birgir hafi notað nánast hvert kvöld og hverja helgi við smíðar undanfarin 5-6 ár. Þúsundir klukkustunda eru að baki og sjálfsagt þúsund eftir.

Hjólastellið er nánast kafli út af fyrir sig. Þúsundþjalasmiðurinn Ásgeir Long á heiðurinn af smíði þess og þar hafa nokkur hundruð klukkustundir verið notaðar við þá nákvæmnissmíð. Hjólastellið er nákvæm eftirmynd af fyrirmyndinni. Hjólin verða að sjálfsögðu uppdraganleg og til þess veða notaðir glussatjakkar, en um borð í flugvélinni verður vélbúnaður til að halda uppi olíuþrýstingi.

Flugvélin verður væntanlega  knúin með fjórum bensínhreyflum. Líkleg stærð er 30cc. 

Til að stjórna stýriflötum á vængjum, hæðarstýri, hliðarstýri, o.fl. verða um 18 rafmagnsmótorar, svokölluð servó. Þ.e. 4 stk. í vængjum, 3 stk. í stéli, 4 stk. við bensíngjöf mótora, 3 stk. fyrir uppdraganleg hjólastell, 3 stk. fyrir hjólalúgur og 1 stk. fyrir stýranlegt nefhjól.

Í venjulegri fjarstýrðri flugvél er sjaldnast meira en eitt viðtæki til að taka á móti merkjum frá fjarstýringu flugmannsins. Í þessari verða þeir líklega þrír, meðal annars til að tryggja öryggi.

Bráðlega verður hafist handa við að klæða módelið með þunnum álplötum og mála. Þá mun það líta út nánast eins og fyrirmyndin, m.a verður hver hnoðnagli í klæðningunni sýnilegur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af gripnum sem teknar voru nýlega. Sumar þeirra má stækka með því að þrísmella á þær.

 

Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.

Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg.  Stærðarhlutföllin eru 1:8.

 

 

Hér sést flugvélin frá hlið. Rétt má greina í Birgi bak við gripinn.

 

 

Hægt er að taka vélina í sundur til að auðvelda flutning.

 

 


 Séð aftur eftir flugvélinni innanverðri.

 

 

 Jón V. Pétursson á drjúgan þátt í smíðinni.

 

 

 Hjólastellið eins og það leit út árið 2007.

 

Hvernig mun DC4 Skymasterinn líta út fullsmíðaður? Myndin hér fyrir neðan gefur smá hugmynd um það.  Þetta er DC3, litli bróðir DC4, þ.e. hin fræga tveggja hreyfla flugvél Loftleiða Jökull sem Skjöldur Sigurðsson smíðaði.  Hér er verið að búa hana undir fyrsta flug á Tungubökkum.

 

DC3 
Jökull

Jökull, DC3 flugvél flugleiða.
Vélahlífarnar voru teknar af meðan verið var að stilla hreyflana.

 

 

 

 Svona mun Skymasterinn hans Birgis Sigurðssonar væntanlega líta út á flugi.

 

 

 

 

           Vísir, 26. ágúst. 2008 16:15

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

 
Douglas DC-4 Skymaster Mynd:flugsafn.is
 

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.


Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.

Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.

Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.

 

 --- --- ---

 

Flugsýning

Frést hefur að í tilefni þess að Flugmódelfélagið Þytur er 40 ára um þessar mundir muni verða boðið upp á afmælisflugsýningu á flugvellinum Tungubökkum í Mosfellsbæ laugardaginn 10. júlí.  (11. júlí til vara ef veðrið verður óhagstætt á laugardeginum).

Væntanlega verða þar til sýnis flugvélar af öllum gerðum, og flestum flogið. Auðvitað mest flugvélar sem ekki sjást daglega á flugi hér á landi, t.d. flugvélar frá fyrri heimsstyrjöldinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra flugvéla sem munu fljúga á flugsýningunni. Allar eru teknar á Tungubökkum.  Neðst er nýjasta einkaþota Sverris Gunnlaugssonar í aðflugi að Tungubökkum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér þríþekjur og tvíþekjur í 33% mælikvarða, eða þá nýtísku herþotur með alvöru þotu-túrbínum sem snúast 100.000 snúninga á mínútu og ganga auðvitað fyrir ekta þotueldsneyti. Þannig verður það á Tungubökkum. ...Og meira til!

Myndunum var nappað hér.

 

1275858146_1001265.jpg

 

1276647195.jpg

 

 img_2710.jpg

 


Stjörnuskoðun í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur þriðjudagskvöld...

 


Þriðjudagskvöldið 3. mars efna
til stjörnuskoðunarkvölds fyrir alla áhugasama í
 

Gert er ráð fyrir því að stjörnuskoðunin hefjist klukkan 20:00 og verður fjöldi stjörnusjónauka á staðnum.

Þetta stjörnuskoðunarkvöld er haldið fyrir þig í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Eitt allra mikilvægasta markmið ársins er að sýna þér það sem Galíleó sá fyrir 400 árum og meira til.

Þú mátt gjarnan mæta með þinn eigin sjónauka og sýna öðrum í gegnum hann, eða njóta þess að horfa í gegn um sjónaukann hjá öðrum...

 

 

 

Undur Alheimsins - Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009

www.2009.is

 

 


2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913...

 

Sólin um þessar mundir er sviplaus

 

Eins og margir vita þá hefur sólin verið einstaklega óvirk undanfarna mánuði. Árið 2008 voru dagarnir sem engir sólblettir sáust samtals 266. Dagarnir hafa ekki verið fleiri síðan 1913 en þá voru þeir 311. Þetta er bara einn mælikvarði af mörgum um virkni sólar, en ekki sá nákvæmasti. 

Það er lítið spennandi að fylgjast með sólinni þessa dagana eins og myndin hér að ofan ber með sér. Svo er líka lítið er um norðurljós eins og venjulega þegar sólin er óvirk...

Marga undanfarna mánuði hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Fátt sem bendir til að sólsveifla 24 sé að hefjast en sólsveiflu 23 er að ljúka.  Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni.

Sólsveifla 22 stóð aðeins yfir í 9,8 ár en í nóvember síðastliðnum var sólsveifla 23 þegar orðin meira en 12,5 ár að lengd. Er sólsveifla 24 ótvírætt byrjuð? Sjá hér frá NASA í nóvember s.l: "I think solar minimum is behind us," says sunspot forecaster David Hathaway of the NASA Marshall Space Flight Center". Ekki eru alir sannfærðir um að svo sé.

Sem sagt: Sólsveifla 23 er þegar orðin 2,5 árum lengri en næstsíðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. Það er greinilegt að sólin er nú þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit líklega enginn. En það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar, í reynd bara eðlilegt. Stundum er sólin fjörug og vel virk, þess á milli róleg og óvirk.  Það er því ekkert óeðlilegt við svona langa sólsveiflu, bara óvenjulegt.

Skin sólarinnar hefur aldrei verið stöðugt, því sólin er breytistjarna (variable star). Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. Þó svo að stysta sveiflan sé oft nefnd 11-ára sveiflan er hún í reynd 9,5-13 ár. Svipaður breytileiki er á öðrum sveiflum þannig að erfitt er að spá  nákvæmlega.

 

Sólin er breytistjarna eins og sést á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er árlega yfir heila sólsveiflu.  Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi, og sést vel hve ásýnd sólar breytist gríðarlega á fáum árum. Í sýnilegu ljósi er munurinn miklu minni.

 

solarcycle_soho_big.jpg

 

 

 

Nú getur verið fróðlegt að skoða síðustu upplýsingar um virkni sólarinnar. Hvernig er staðan í dag og við hverju má búast?   Skoðum fáeinar  myndir:

 

 

 

Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda sólblettalausra daga á ári síðan árið  1913. Árið 2008 lendir við hliðina á árinu 1913.

sslessdays2008.jpg

 

 

Fjöldi daga án sólbletta eftir síðasta hámark sólsveiflunnar er orðinn 510. Sólsveiflan númer 23 sem er að syngja sitt síðasta er sú lengsta síðan 1848.  Verði sólin óvirk nokkra mánuði í viðbót gæti farið svo að metið frá 1790 verði slegið, en sú sólsveifla var undanfari Dalton lágmarksins svokallaða í virkni sólar. Sjá myndina hér fyrir neðan sem sýnir hvernið sólsveiflurnar frá 1760 hafa verið mislangar. Síðasta sólsveifla er lengst til hægri. Almennt gildir að löng sólsveifla fylgir lítilli virkni sólar.

 

Lengd sólsveiflanna

 

 

Á næstu mynd má sjá sólblettafjöldann eins og hann er núna (blátt), og spá vísindamanna um næstu sólsveiflu (rautt). Takið eftir hvernig ferlarnir standast ekki lengur á. Það er harla ólíklegt að virkni sólar hrökkvi skyndilega af stað og nái rauða ferlinum á næstu mánuðum. Ferillinn er af vefsíðu NOAA/Space Weather Prediction Center.

 

Sólblettir og spá fyrir um næstu sólsveiflu

 

 

 

Segulsvið sólar í sólkerfinu (Ap planetary index) hefur farið hratt minnkandi sem bendir til minnkandi virkni sólar.  (Smella á mynd til að sjá stærri).

 

Ap-Index

 

 

 

Geimgeislar hafa farið vaxandi samkvæmt mælingum hjá háskólanum í Oulu í Finnlandi. Við munum eftir kenningu Danans Dr. Henrik Svensmark sem bloggað var um hér. Henrik fylgist örugglega vel með þróun mála, enda er náttúran greinilega að gera tilraun sem vert er að fylgjast með.

 

oulu-neutron-graph-123108.png

 

 

Heildarútgeislun sólar hefur farið minnkandi. Myndin hér fyrir neðan er úr nýlegum fyrirlestri hins þekkta sólar-vísindamanns Hathaway Solar Activity Cycles - Past and Future

 

total_solar_irradiance-hathaway-400w.jpg

 

 

Sagan hefur kennt okkur að næsta sólsveifla eftir langa sveiflu verður yfirleitt veik. 12,5 ár jafngilda sólblettatölu um 80 samkvæmt myndinni hér fyrir neðan.

 

correl.jpg

 

 

Sumir muna eftir pistlinum: NASA tilkynnti í dag:  Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár   frá 23. september.

 

 

Nýjasta spá Davíðs Hathaway:

 

ssn_predict_l.gif

 

 

Að lokum...

 

Það virðist vera orðið ótvírætt að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið. Hve mikil áhrif það hefur á veðurfar skal ósagt látið, en rétt að vera við öllu búinn. Það ræðst mikið af framhaldinu. Hugsanlega verða áhrifin lítil, en ef til vill allnokkur. Við getum lítið annað gert en beðið róleg og fylgst með því sem verða vill...

 

Sorgmædd sól   )-:Svo gildir það auðvitað að sólin á það til að koma mönnum á óvart.  Það er ekkert óeðlilegt við hegðun sólar um þessar mundir, það mætti frekar orða það þannig að hegðun hennar sé óvenjuleg. Stundum er sólin hress og fjörug, en dauf og löt þess á milli. Eiginlega eins og mannfólkið.

 

Hve mikil hefur hlýnun andrúmsloftsins verið undanfarinn áratug og hve mikil hefur aukningin á losun koltvísýring verið? Hve góð er fylgnin?  Skoðum það seinna ef áhugi er fyrir...

 

 

 

Ítarefni:

 

  1. Um sólina á Stjörnufræðivefnum
  2. D. Hathaway:  Solar Activity Cycles - Past and Future
  3. Lund Space Weather Center:   Prediction of Solar Cycle 24
  4. Year Without a Summer
  5. Myndir af sólinni í ham
  6. Bloggpistill: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar? 
  7. Solarcycle24.com

 


Borgarljós jarðar í efnahagsumróti hagkerfanna

Ljós heimsins

Svona lítur jörðin út að nóttu til meðan efnahagur þjóðanna hangir á bláþræði. Ljós heimsins skína skært.  Vafalítið eru ljósin kveikt í skrifstofum fjármálastofnana þar sem menn funda stíft daga og nætur.  Vonandi eiga þessi ljós ekki eftir að kulna á næstu mánuðum og árum. Vonandi tekst okkur að sigla lífróður í gegn um brimgarð fjármálanna og sleppa að mestu ósködduð frá þessum hildarleik. Þangað til verða allir að vera samtaka og bjartsýnir og vinna saman af skynsemi. Forðast glappaskot sem reynst geta afdrifarík. 

Ísland um nóttAuðvitað er ekki nótt alls staðar samtímis. Meðan nótt er hjá okkur er dagur einhvers staðar á jörðinni.  Meðan við hvílumst eru aðrir jarðarbúar að sinna sínu daglega brauðstriti. Þessi táknræna mynd prýðir síðuna Astronomy Picture of the Day í dag. Á morgun verður þar komin ný mynd. Vonandi verður líka komin bjartari mynd af fjármálunum heimsins.

Myndin hér til hliðar er stækkuð úrklippa úr myndinni hér að ofan. Ljósin okkar skína þar skært. Hve marga bæi sérð þú á Íslandi? Sérðu jafnvel ljósin frá gróðurhúsum? Við erum efnuð þjóð. Við eigum gjöful fiskimið, jarðhita og fallvötn sem veita okkur mat, birtu og yl. Hér er menntakerfið og heilbrigðiskerfið eitt það besta í heimi.  Við erum rík þjóð.  Öll él styttir upp um síðir. Við verðum þá reynslunni ríkari.

Smelltu þrisvar á myndina sem er efst á síðunni til að sjá risastórt eintak.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 764871

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband