Færsluflokkur: Dægurmál

NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár.

 

Það hljóta að teljast tíðindi að NASA tilkynnti það á fréttamannafundi í dag að styrkur sólvindsins sé nú í 50 ára lágmarki. "The average pressure of the solar wind has dropped more than 20% since the mid-1990s. This is the weakest it's been since we began monitoring solar wind almost 50 years ago."  Hlusta má hér eða lesa tilkynningu NASA hér fyrir neðan. Sjá pistilinn "NASA mælir minnkandi virkni sólar" frá 21. sept.

Mun þetta hafa áhrif á hitafar lofthjúps jarðar? Minnkandi sólvindur þýðir að styrkur geimgeisla eykst ("...cosmic rays around Earth, have jumped in number by about 20%), en hvað þýðir það?

Eftirfarandi er af vefsíðunni Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? Þar er kynnt kenning um samspil sólvindsins og hita lofthjúpsins.

 ---

Kenningar danskra vísindamanna um samspil sólar og veðurfars hefur vakið heimsathygli. Við Center for Sol-Klima Forskning, Dansk Rumforskiningsinstitut eru stundaðar rannsóknir á sólinni og áhrifum hennar á veðurfar. Vísindamennirnir hafa m.a. borið saman mælingar á geimgeislum og þéttleika lægri skýja og komist að merkilegum niðurstöðum.
Geimgeislar og skýjafar
 
Í stuttu máli, þá falla ferlarnir sem sýna styrk geimgeislanna og þéttleika skýjanna nánast alveg saman, eins og sést á myndinni hér til hliðar.  Getur þetta verið tilviljun, eða er einhver skýring á þessu? Geimgeislarnir koma frá öðrum sólum (sprengistjörnum -supernova) í Vetrarbrautinni og ætti styrkur þeirra að vera nokkuð stöðugur. Sólvindurinn frá okkar eigin sól mótar aftur á móti styrk geimgeislanna, þannig að styrkur þeirra breytist með styrk sólvindsins, og þar með virkni sólar.
 
Dönsku vísindaönnunum kom til hugar, að geimgeislar gætu átt þátt í breytilegu hitastigi jarðar - með hjálp sólar. Sólvindurinn hefur áhrif á styrk geimgeislanna, en styrkur sólvindsins fylgir virkni sólar. Þeir félagar skoðuðu gervihnattamyndir af skýjafari frá árinu 1983. 
 
Í ljós kom, að þegar geimgeislar eru veikastir þekur skýjahulan um 3 % minna en þegar geimgeislar eru hvað sterkastir.
 
Hvernig stendur á þessu? Ein kenningin gengur út á að vatnsgufan þéttist á rykögnum (aerosols). Geimgeislar jónisera gas í háloftunum. Jónirnar flytja hleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar hvati sem flýtir fyrir þéttingu rakans.
 
Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast sólarljóss, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina.
 
"Mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský -> minna endurkast -> hærra hitastig" !
 
 
Ef þessi kenning reynist rétt, þá er hér komin staðfesting á áhrifum sólvindsins á hitafar jarðar, því það gefur augaleið að minni skýjahula veldur hlýnun og öfugt. Til vðbótar þessum óbeinu áhrifum sólvindsins eru áhrif breytilegrar útgeislunar sólar.  Breyting á skýjahulunni um 3% milli áratuga er ekki lítið, og getur þessi kenning því skýrt stóran hluta hitabreytinga undanfarinna áratuga og alda.

---

Við getum líka sagt: "Lítil virkni sólar -> minni sólvindur -> meiri geimgeislar -> merira um ský -> meira endurkast -> lægra hitastig" !

Sem sagt, minnkandi sólvindur getur þýtt lækkandi htastig. 

Sjá einnig bloggpistilinn "Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn...." frá 20. feb. 2007.

 

 Eftirfarandi er af vefsíðunni  http://science.nasa.gov/headlines/y2008/23sep_solarwind.htm?list1078000

NASA - National Aeronautics and Space Administration Science@NASA Web Site

 

FEATURE

Solar Wind Loses Power, Hits 50-year Low

09.23.2008

+ Play Audio | + Download Audio | + Email to a friend | + Join mailing list

Sept. 23, 2008: In a briefing today at NASA headquarters, solar physicists announced that the solar wind is losing power.

"The average pressure of the solar wind has dropped more than 20% since the mid-1990s," says Dave McComas of the Southwest Research Institute in San Antonio, Texas. "This is the weakest it's been since we began monitoring solar wind almost 50 years ago."

McComas is principal investigator for the SWOOPS solar wind sensor onboard the Ulysses spacecraft, which measured the decrease. Ulysses, launched in 1990, circles the sun in a unique orbit that carries it over both the sun's poles and equator, giving Ulysses a global view of solar wind activity:

Above: Global measurements of solar wind pressure by Ulysses. Green curves trace the solar wind in 1992-1998, while blue curves denote lower pressure winds in 2004-2008. [Larger image]

Curiously, the speed of the million mph solar wind hasn't decreased much-only 3%. The change in pressure comes mainly from reductions in temperature and density. The solar wind is 13% cooler and 20% less dense.

"What we're seeing is a long term trend, a steady decrease in pressure that began sometime in the mid-1990s," explains Arik Posner, NASA's Ulysses Program Scientist in Washington DC.

How unusual is this event?

"It's hard to say. We've only been monitoring solar wind since the early years of the Space Age-from the early 60s to the present," says Posner. "Over that period of time, it's unique. How the event stands out over centuries or millennia, however, is anybody's guess. We don't have data going back that far."

Flagging solar wind has repercussions across the entire solar system-beginning with the heliosphere.

The heliosphere is a bubble of magnetism springing from the sun and inflated to colossal proportions by the solar wind. Every planet from Mercury to Pluto and beyond is inside it. The heliosphere is our solar system's first line of defense against galactic cosmic rays. High-energy particles from black holes and supernovas try to enter the solar system, but most are deflected by the heliosphere's magnetic fields.

Right: The heliosphere. Click to view a larger image showing the rest of the bubble.

"The solar wind isn't inflating the heliosphere as much as it used to," says McComas. "That means less shielding against cosmic rays."

In addition to weakened solar wind, "Ulysses also finds that the sun's underlying magnetic field has weakened by more than 30% since the mid-1990s," says Posner. "This reduces natural shielding even more."

Unpublished Ulysses cosmic ray data show that, indeed, high energy (GeV) electrons, a minor but telltale component of cosmic rays around Earth, have jumped in number by about 20%.

These extra particles pose no threat to people on Earth's surface. Our thick atmosphere and planetary magnetic field provide additional layers of protection that keep us safe.

But any extra cosmic rays can have consequences. If the trend continues, astronauts on the Moon or en route to Mars would get a higher dose of space radiation. Robotic space probes and satellites in high Earth orbit face an increased risk of instrument malfunctions and reboots due to cosmic ray strikes. Also, there are controversial studies linking cosmic ray fluxes to cloudiness and climate change on Earth. That link may be tested in the years ahead.

Above: The temperature and density of electrons in the solar wind have dropped since the mid-1990s. [Larger image]

Some of most dramatic effects of the phenomenon may be felt by NASA's two Voyager spacecraft. After traveling outward for 30+ years, the two probes are now at the edge of the heliosphere. With the heliosphere shrinking, the Voyagers may soon find themselves on the outside looking in, thrust into interstellar space long before anyone expected. No spacecraft has ever been outside the heliosphere before and no one knows what the Voyagers may find there.

NASA is about to launch a new spacecraft named IBEX (short for Interstellar Boundary Explorer) that can monitor the dimensions of the heliosphere without actually traveling to the edge of the solar system. IBEX may actually be able to "see" the heliosphere shrinking and anticipate the Voyager's exit. Moreover, IBEX will reveal how our solar system's cosmic ray shield reacts to changes in solar wind.

"The potential for discovery," says McComas, "is breathtaking."

SEND THIS STORY TO A FRIEND

Author: Dr. Tony Phillips | Credit: Science@NASA

more information

Ulysses home page

NASA's Future: US Space Exploration Policy

 

Artist concept of Heliosphere

 

Uppfært 24. sept: Sævar Helgi Bragason vísaði á íslenska útgáfu af þessari mynd af sólvindshvolfinu (heliosphere) sem er ásamt fróðlegum skýringum hér á Stjörnufræðivefnum.

 

--- --- --- 

 

 Óneitanlega lifum við á spennandi tímum!

 

 

Mælkevejens magtfulde stråling
Sune Nordentoft Lauritsen, informationsmedarbejder, Dansk Rumforskningsinstitut

 

 

Kosmiske stråler og Jordens klima

Jens Olaf Pepke Pedersen
Center for Sol-Klima Forskning, Dank Rumforskningsinstitut

 

Greinin "Cosmoclimatology: a new theory emerges"  eftir Henrik Svensmark er hér á pdf formiGreinin er mjög auðlesin og auðskilin. Þar er útskýring á kenningunni u samspil geimgeisla og hiatfars.

 

 


NASA mælir minnkandi virkni sólar.

ulysses-20080222-browse.jpg Nú þegar geimfarið Ódysseifur (Ulysses) er að ljúka 17 ára rannsókn á sólinni boðar NASA til fréttamannafundar næstkomandi þriðjudag. Athygli vekur að virkni sólar fer minnkandi. Sólvindur ekki eins lítill í 50 ár. Áhrifanna gæti gætt í sólkerfinu segir NASA.

Tilkynningin er svohljóðandi (sjá hér):

NASA To Discuss Conditions On And Surrounding The Sun

WASHINGTON -- NASA will hold a media teleconference Tuesday, Sept. 23, at 12:30 p.m. EDT, to discuss data from the joint NASA and European Space Agency Ulysses mission that reveals the sun's solar wind is at a 50-year low. The sun's current state could result in changing conditions in the solar system.

Ulysses was the first mission to survey the space environment above and below the poles of the sun. The reams of data Ulysses returned have changed forever the way scientists view our star and its effects. The venerable spacecraft has lasted more than 17 years - almost four times its expected mission lifetime.

The panelists are:
-- Ed Smith, NASA Ulysses project scientist and magnetic field instrument investigator, Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif.
-- Dave McComas, Ulysses solar wind instrument principal investigator, Southwest Research Institute, San Antonio
-- Karine Issautier, Ulysses radio wave lead investigator, Observatoire de Paris, Meudon, France
-- Nancy Crooker, Research Professor, Boston University, Boston, Mass.

Reporters should call 866-617-1526 and use the pass code “sun” to participate in the teleconference. International media should call 1-210-795-0624.

To access visuals that will the accompany presentations, go to:

http://www.nasa.gov/topics/solarsystem/features/ulysses-20080923.html

Audio of the teleconference will be streamed live at:

http://www.nasa.gov/newsaudio

 

 --- --- ---

Fyrr í sumar var þessi tilkynning þar sem sagt er að virkni næstu sólsveiflu geti orðið minni en undanfarið

International Mission Studying Sun to Conclude
June 12, 2008
PASADENA, Calif. - After more than 17 years of pioneering solar science, a joint NASA and European Space Agency mission to study the sun will end on or about July 1.

The Ulysses spacecraft has endured for almost four times its expected lifespan. However, the spacecraft will cease operations because of a decline in power produced by its onboard generators. Ulysses has forever changed the way scientists view the sun and its effect on the surrounding space. Mission results and the science legacy it leaves behind were reviewed today at a media briefing at European Space Agency Headquarters in Paris.

"The main objective of Ulysses was to study, from every angle, the heliosphere, which is the vast bubble in space carved out by the solar wind," said Ed Smith, Ulysses project scientist at NASA's Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif. "Over its long life, Ulysses redefined our knowledge of the heliosphere and went on to answer questions about our solar neighborhood we did not know to ask."


Ulysses ends its career after revealing that the magnetic field emanating from the sun's poles is much weaker than previously observed.  This could mean the upcoming solar maximum period will be less intense than in recent history.

"Over almost two decades of science observations by Ulysses, we have learned a lot more than we expected about our star and the way it interacts with the space surrounding it," said Richard Marsden, Ulysses project scientist and mission manager for the European Space Agency (ESA). "Solar missions have appeared in recent years, but Ulysses is still unique today. Its special point of view over the sun's poles never has been covered by any other mission."

The spacecraft and its suite of 10 instruments had to be highly sensitive, yet robust enough to withstand some of the most extreme conditions in the solar system, including intense radiation while passing by the giant planet Jupiter's north pole. The encounter occurred while injecting the mission into its orbit over the sun's poles.

"Ulysses has been a challenging mission since launch," said Ed Massey, Ulysses project manager at JPL. "Its success required the cooperation and intellect of engineers and scientists from around the world."

Ulysses was the first mission to survey the environment in space above and below the poles of the sun in the four dimensions of space and time. It showed the sun's magnetic field is carried into the solar system in a more complicated manner than previously believed. Particles expelled by the sun from low latitudes can climb to high latitudes and vice versa, sometimes unexpectedly finding their way out to the planets. Ulysses also studied dust flowing into our solar system from deep space, and showed it was 30 times more abundant than astronomers suspected. In addition, the spacecraft detected helium atoms from deep space and confirmed the universe does not contain enough matter to eventually halt its expansion.

Ulysses collected and transmitted science data to Earth during its 8.6 billion kilometer journey (5.4 billion miles). As the power supply weakened during the years, engineers devised methods to conserve energy. The power has dwindled to the point where thruster fuel soon will freeze in the spacecraft's pipelines.

"When the last bits of data finally arrive, it surely will be tough to say goodbye," said Nigel Angold, ESA's Ulysses mission operations manager. "But any sadness I might feel will pale in comparison to the pride of working on such a magnificent mission. Although operations will be ending, scientific discoveries from Ulysses data will continue for years to come."

Ulysses was launched aboard space shuttle Discovery on Oct. 6, 1990. From Earth orbit, it was propelled toward Jupiter by solid-fuel rocket motors. Ulysses passed Jupiter on Feb. 8, 1992. The giant planet's gravity then bent the spacecraft's flight path downward and away from the ecliptic plane to place the spacecraft in a final orbit around the sun that would take it past our star's north and south poles.

The spacecraft was provided by ESA. NASA provided the launch vehicle and upper stage boosters. The U.S. Department of Energy supplied a radioisotope thermoelectric generator to provide power to the spacecraft. Science instruments were provided by both U.S. and European investigators. The spacecraft is operated from JPL by a joint NASA/ESA team. More information about the joint NASA/ESA Ulysses mission is available at
http://ulysses.jpl.nasa.gov or http://www.esa.int/esaSC/SEMPEQUG3HF_index_0_ov.html 

 

 


 Sólin í dag er sviplaus. Sólblettir hafa varla sést mánuðum saman:

Uppfært 22.sept:  Skömmu eftir að pistillinn var skrifaður birtist óvænt nýr sólblettur. Myndin hér fyrir neðan er beintengd og uppfærist sjálfkrafa. Sjá hér.

Uppfært 24. sept:  Sólbletturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu í gær.

 

 



 

 

 

Nú er það spurning. Er þetta forboði þess að hnatthlýnun undanfarinna áratuga kunni að ganga til baka?   Spyr sá sem ekki veit ...


Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008.


 

Á myndinni má sjá hvernig sólmyrkvinn næstkomandi föstudag 1. ágúst mun líta út frá Reykjavík og nokkrum öðrum stöðum. Takið eftir tímaskalanum neðst til vinstri. Myndin er frá vefsíðunni shadowandsubstance.com, en þar eru fleiri frábærar hreyfimyndir.

Deildamyrkvinn verður í hámarki séð frá Íslandi klukkan 9:11 að morgni og skyggir máninn þá á tæplega 60% af skífu sólarinnar. Almyrkvi á sólu verður sýnilegur í norðurhluta Kanada, Grænlandi, Síberíu, Mongólíu og Kína.

Varúð: Alls ekki má horfa beint í sólina. Það er hægt að njóta myrkvans á ýmsan hátt þrátt fyrir það. 

 

solecl8


Hafi maður sjónauka við hendina er hægt að nota hann til að varpa mynd á hvítt spjald.

 

 

solecl4


Ekki er nauðsynlegt að nota sjónauka. Það er hægt að búa til myndavél með því að gera lítið gat á pappír og og láta sólina skína þar í gegn á sléttan flöt. Þá sést mynd af sólinni. Gatið verður að vera lítið.

 

 

 

 Svo er hægt að smíða myndavél úr gömlum kassa eins og myndin sýnir.

 

 

Hundur og sólmyrkvi

 

Þegar sólin skín í gegn um trjákrónur má oft sjá litlar mydir af henni á jörðinni eða á ólíklegustu stöðum. Takið eftir deildarmyrkvanum á hundinum!

 

 

 

Sólmyrkvi 1999

 

 Myndina tók bloggarinn af deildarmyrkvanum 1999. Myndin er tekin í gegn um rafsuðugler. 

 

 

 

 

 


Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness standa væntanlega fyrir sólskoðun á Austurvelli í Reykjavík á föstudagsmorgun verði veðrið hagstætt. Þá gefst gestum og gangandi kjörið tækifæri til þess að skoða sólina á öruggan hátt í gegnum búnað í eigu félagsmanna.

 

 

sun-sorry

 

 Góða skemmtun, en farið varlega. Alls ekki horfa beint í sólina!  

 

 

 

 

 

 


Enn er svalt í heimi hér...

 

Á myndinni má sjá þróun lofthita jarðar frá janúar 1979 til og með júní 2008. Mælingar með gervihnetti og úrvinnsla gagna hjá UAH.  Kæliáhrif eldgossins í Pinatubo hafa verið merkt inn á myndina svo og hlýnunaráhrif El-Nino 1998. Getur verið að kólnunin síðustu mánuði hafi stafað af La-Nina í Kyrrahafinu, eða er um eitthvað annað að ræða?  La-Nina er gengið til baka, en ...  Fróðlegt verður að fylgjast með næstu mánuði.

(Fyrirsögnin er reyndar aðeins villandi. Lofthitinn hefur haldist hár undanfarinn áratug, þannig að varla er rétt að tala um að enn sé svalt, nema átt sé við síðustu mánuði).

 

UAH_LT_since_1979-700w

 


Ísinn á Mars líklega fundinn. Myndir.

 

Myndin til vinstri er tekin 15. júní og sú til hægri 18. júní. Takið eftir muninum. Ísmolarnir sem sjást neðst til vinstri á fyrri myndinni hafa gufað upp.  Auðvitað er skurðurinn á Mars eftir geimfarið Fönix sem lenti á Mars fyrir skömmu. (Stærri mynd með því að smella nokkrum sinnum á myndina).

Sólarhringurinn á Mars kallast Sol.    Sol 20 og Sol 24 eru því Mars-dagar frá því er geimfarið lenti. 

 

Bright Chunks At Phoenix Lander's Mars Site Must Have Been Ice
 
Ísinn hverfur. Hreyfimyndin á að sýna breytinguna. 

 

 snowwhite_big-B

 
Þrívíddarmynd af skurðinum.  Nota þarf  þrívíddargleraugu til að njóta myndarinnar.
 
proview
 
 

 


Skýringin á hækkandi olíuverði

Olía

Eldsneyti hefur hækkað óheyrilega undanfarnar vikur og mánuði. Nú er komið í ljós að um er að ræða græðgi olíufélaga og fjárfesta sem kaupa bensín og olíu í miklu magni og skapa þannig skort sem hleypir verðinu upp. Geyma síðan eldsneytið, meðal annars á Íslandi, þar til verðið hefur hækkað og selja það þá á uppsprengdu verði.  Gróðinn er gríðarlegur, en það erum við neytendur sem blæðum.

Það eru fleiri aðferðir sem spákaupmenn nota. Sjá t.d. hér: ‘Perhaps 60% of today’s oil price is pure speculation’


Sé um spákaupmennsku að ræða, þá má búast við lækkun á næstu mánuðum. Sjá hér.

 

Sjálfsagt liggja svipaðar hvatir að baki hækkunar á verði matvæla í heiminum. 

 

 

Frétt Morgunblaðsins 16. maí 2008: 

46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

Um 46 milljónir lítra af bensíni, sem finnska olíufélagið Neste Oil hafði geymt í olíutönkum Olíudreifingar í Hvalfirði frá því í desember, voru í fyrradag fluttar áleiðis til Bandaríkjanna þar sem bensínið verður væntanlega selt með miklum hagnaði. Þar í landi hefur meðalverð á bensíni nefnilega hækkað um 27% á þessu tímabili, úr um þremur dölum fyrir gallonið í tæplega 3,8 dali.

Félagið leigði sjö af níu tönkum í Hvalfirði og í desember var bensíninu skipað þar upp til geymslu því Finnarnir höfðu ekki pláss fyrir það annars staðar. Ávallt var ætlunin að flytja það aftur úr landi.

Engu er hægt að slá föstu um raunverulegan gróða finnska fyrirtækisins af því að bíða með að selja eldsneytið en ef miðað er við útsöluverð á bensíni í Bandaríkjunum (sem er auðvitað ekki fyllilega sanngjarnt) er ljóst að gróðinn er mikill. Útsöluverð á 46 milljónum lítra af bensíni hefði verið um 36,5 milljónir dala í desember en í gær hefðu fengist um 46,5 milljónir fyrir sama magn.


mbl.is 46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar. Í dag er fyrsti dagur Hörpu.

 

Sumar í sveit

 

 

Í dag er fyrsti dagur Hörpu og sumardagurinn fyrsti. Þennan merkisdag ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.

Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir:

"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."

Ekki frusu saman vetur og sumar hér í uppsveitunum örskammt fyrir sunnan hálendið. Hitinn í nótt fór ekki niður fyrir 5 gráður.  Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti. - En, er sumarið ekki alltaf dásamlegt?

Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars:

"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."

Gleðilegt sumar Smile


Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?

 

Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...        Ninja

 

  • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
  • Þessi peysa er mjög lauslát...
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
  • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið... 
  • ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg... 
  • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér... 
  • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm... 
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið... 
  • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
  • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... 
  • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... 
  • Þar stóð hundurinn í kúnni...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður r júpurnar...
  • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
  • Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
  • Betur sjá eyru en auga...
  • Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
  • Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
  • Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
  • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
  • Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
  • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
  • Lærin lengast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

 


Draugaleg mynd á laugardagskvöldi (°_°)

Yfirnáttúrulegt  fyrirbæri? Hér er ekki allt sem sýnist. Farðu eftir leiðbeiningunum. Hvað er það sem þú sérð? Vofa? W00t

1) Horfðu fast á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.

2) Horfðu nú á sléttan vegg.

3) Deplaðu aðeins augunum...

Hvað sérðu? 

 

Furðumynd

 


Sniðuga ljóskan, bankinn og þýðingarvélin

Rich-blonde

Þessi ljóskubrandari kom í pósthólfið áðan, þ.e. 1. apríl:

 

Sneddý ljóska !!!

Stórglæsileg blondína kemur inn í ónefndan banka í Reykjavík og biður um bankalán. Hún segist þurfa að fara til Suður-Evrópu í verslunarferð og vanti 50.000 kr.

Starfsmaður bankans segir henni að bankinn þurfi að hafa einhverskonar tryggingu fyrir láninu. Hún afhendir honum lyklana af alveg splunkunýjum Bens sem stendur á bílastæði við bankann. Þetta virkar fínt og bankinn samþykkir bílinn sem tryggingu fyrir láninu. Bankastarfsmaðurinn og aðrir innan bankans eru virkilega stoltir af blondí að hún skuli stilla upp Bens að verðmæti fyrir 18-milj. sem tryggingu fyrir 50.000 kr. Starfsmaðurinn keyrir bílinn niður í bílageymslu bankans.

Tveimur vikum seinna kemur blondí aftur og borgar sínar 50.000 kr, plús 310 kr í vexti. Bankamaðurinn getur ekki orða bundist og segir: "Við erum virkilega ánægðir með að þú sóttir um lán hjá okkur, en við erum pínulítið forvitnir...

Meðan þú varst í burtu tékkuðum við á þér í Lánstrausti og komumst að því að þú ert margfaldur milljóner. Það sem við erum rosalega hissa á er:  Af hverju þurftir þú 50.000 kr lán?

Blondí svarar: "Hvar annarsstaðar í Reykjavík get ég geymt bílinn minn í tvær vikur fyrir 310 kall ?"

--- --- ---

Þýðingarvélin Tungutorg www.tungutorg.is var ekki lengi að snara þessu yfir á ensku:

Sneddý of blondes !!!

Stórglæsilegur blondíinn enters an unmentioned bank in Reykjavik and asks for bank loans. She says need to go to Suður-Evrópa in a verslunarferð and lacks 50.000 Kr.

The employee of the bank says her that the bank needs to have an einhverskonar guaranty for the loan. She delivers the him keys of quite brand-new Ben currently on a parking lot at the bank. This works fine and the bank consents the car which guaranty for the loan. The bank employee and other within the bank are real proud of blondí that she shall mount Ben to a value for 18-milj. which guaranty for 50.000 Kr. The employee drives a car down in the being of the bank.

Two weeks posterior comes a blondí again and pays their 50.000 Kr, plus 310 Kr in a growth. The banker can not phrase mated and says: "Va are real content with that you applied a loan by us, but we are tiny forvitnir.. . 

Whilst you were in away tékka we on you in a creditworthiness and ascertained it that you are a multiple milljóner. Who we are rosalega astonished river is: wherefore needed you 50.000 Kr loan?

Blondí answers: "Hva elsewhere in an order can I stored my car in fortnight for 310 kall "

 

Prófum nú dönsku:

Blondiners Sneddý !!!

Stórglæsilegur blondíinn indkommer i en ónefndur bank i Reykjavík og beder om bankalán. Hun segjast behøves at tilfaldes Suður-Evrópa i en verslunarferð og mangler 50.000 Kr.

Bankens arbejdstager siger hende at banken behøver at haves en einhverskonar trygging for lånet. Hun afleverer de ham nøgler af helt splunkunýr Ben p.t. på en bílastæði ved banken. Dette virka fínn og banken godkender bilen som trygging for lånet. Bankastarfsmaður og andre inden bankens er virkilega stolte af en blondí at hun skal beroliges op Ben at en verðmæti for 18-milj. som trygging for 50.000 Kr. Arbejdstageren keyra en bilen ned i bankens bílageymsla.

To uger seinni kommer en blondí igen og betaler sin 50.000 Kr, et additionstegn 310 Kr i en vækst. Bankieren kan ikke udtrykker bindast og siger: "Va er virkilega ánægður med at du andrag om et lån hos os, men vi er pínulítill forvitnir..

Meðan du vær i burtu tékka vi på du i en lánstraust og konstaterede det at du er en mangefoldt milljóner. Det som vi er rosalega hissa å er: af hvem behøvede du 50.000 Kr lån?

Blondí svarer:  "Sår annarsstaðar i en ankomst kan jeg gemt min bil i to uger for 310 kall ?"

 

Niðurstaða:  Ljóskur eru skynsamar en tölvur dálítið vitlausar. LoL

A result: Blondes are sensible but computers somewhat crack-brained. Shocking

Et resultat: Blondiner er fornuftmæssige men datamater dálítið vitlaus. Pinch

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 764872

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband