Færsluflokkur: Spil og leikir

Myndvinnsluforrit fyrir jólamyndirnar...

 

 

 

Fyrir réttu ári var fjallað um einfalt myndvinnsluforrit á þessum síðum í pistlinum  Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google.

Þrátt fyrir önnur miklu öflugri myndvinnsluforrit er Picasa það sem bloggarinn notar mest, enda er það einstaklega þægilegt í notkun.  Það er þó tæplega hægt að kalla það myndvinnsluforrit, því frekar er um að ræða forrit til að flokka myndir og raða í albúm, hvort sem er í tölvunni eða á vefnum. Það er þó hægt að framkvæma á einfaldan hátt allar helstu aðgerðir til að klippa til myndir, laga lit og birtu, ásamt því að prenta út myndir. Allar þessa aðgerðir eru einstaklega auðveldar, og svo sakar ekki að Picasa er ókeypis. 

Á vef Kennaraháskólans má finna leiðbeiningar. Kári Harðarson fjallar um hvernig nýjasta Picasa getur þekkt andlit hér.

Þó Picasa sé frábært forrit til að flokka myndir og lagfæra hefur það þó sínar takmarkanir. Picasa er alls ekki sambærilegt við Photoshop, en það er líka dálítill munur á verðinu, því sjálfsagt kostar Photoshop um hundarð þúsund krónur. Photoshop er reyndar óþarflega fullkomið og flókið fyrir flesta aðra en atvinnumenn.

Sem betur fer eru til alvöru myndvinnsluforrit sem kosta mun minna en Photosop og eru jafnfram auðveldari í notkun. Hér verður minnst á fáein þeirra. Menn mega gjarnan benda á önnur í athugasemdunum, eða segja sína skoðun.

 

gimp_logo.pngÓkeypis myndvinnsluforrit sem lofar góðu, en fáir vita um, er Gimp. Forritið er í stöðugri þróun og er hægt að nálgast síðustu útgáfu á vefsíðunni www.gimp.org  Gimp á fjölmarga aðdáendur og hefur verið boðið upp á námskeið um það á Íslandi.  Þó ég hafi hlaðið niður þessu forriti, þá hef ég mjög takmarkaða reynslu af því og væri áhugavert að heyra af reynslu manna.

 

 

 

corel_paint_shop_pro_photo_11_1.jpgCorel selur ágætt myndvinnsluforrit sem heitir Paint Shop Pro X2. Sjá vefsíðu hér.   Þetta er mjög öflugt forrit og getur flest af því sem maður hefur þörf fyrir og gerir það vel. Þetta forrit keypti ég fyrir mörgum árum, en nýjasta útgáfan er miklu betri. Forritið kostar aðeins $59 hjá Corel, en þar er einnig hægt að fá forritið lánað til reynslu. Sjálfsagt er að notfæra sér það.  Veit ekki hvort forritið er selt í verslunum hér á landi. (Myndin efst á síðunni er af þessu forriti).  Mjög gott.

 

 

 

photoshop-elements-7-300.jpgAdobe selur Photoshop Elements 8 sem er litli bróðir hins stóra og fullkomna Photoshop CS4. Sjá vefsíðu Adobe hér. Með Photoshop Elements er hægt að gera flest allt sem venjulegur áhugamaður gerir með Photoshop, en á auðveldari hátt.  Þeir sem hafa notað Photoshop vita hve erfitt er að ná tökum á því án tilsagnar. Photoshop elements getur hver sem er notað frá fyrsta degi, þar sem helstu aðgerðir til að lagfæra myndir er hægt að nálgast á einfaldan hátt. Smám saman lærir maður á flóknari aðgerðir, og auðvitað er helsti kosturinn að þá lærir maður um leið á gamla stóra Photoshop, þvi skyldleikinn leynir sér ekki. Forritið er hægt að fá lánað til reynslu hér, en það fæst m.a hjá Nýherja. Nokkur myndbönd hér.  Mjög gott.

 

Hvort er betra  Paint Shop Pro X2 eða Photoshop Elements 8? Sjálfsagt má deila um það endalaust. Paint Shop Pro X2 er heldur ódýrara og getur sumt betur en Photoshop Elements 8, en líklega eru þetta mjög sambærileg forrit. Sjálfur hef ég notað  Photoshop Elements 8 undanfarið og líkar vel.

 

 

Margir eru miklu fróðari um þessi mál en bloggarinn, en hann notar Picasa lang mest til að hafa yfirlit yfir myndirnar, lagfæra smávegis og raða þeim í allbúm. Síðan er gott að grípa til öflugra forrits fyrir þessar fáeinu myndir sem óvart eru verulega góðar, en þær eru varla fleiri en ein af hverjum hundrað. Þá reynist Photosho Elements 8 vel.

 

Fróðlegt væri að fá ábendingar og reynslusögur...

 


Haustbirta og kvöldrökkur. Mynd...

 

Myndin var tekin eftir sólsetur 4. október.  Haustkyrrðin var einstök.  Mjög var farið að bregða birtu þannig að ljósop myndavélarinnar stóð opið í 15 sekúndur. Þó var ekki orðið nægilega dimmt til þess að stjörnur sæjust  nema að tunglið sveif rétt fyrir ofan sjóndeildarhringnum þar sem enn mátti sjá örlitla birtu frá sólinni sem var gengin til náða. Birtan var þó svo lítil að í móanum má greina birtu frá glugga húss eins sem stendur á bakka árinnar sem liðast í átt til sjávar.

 

Stæka má mynina með því að smella tvisvar á hana.

Canon 400D. Linsa Canon 17-85 IS, stillt á 17mm.  Lýsing:  15 sek, f/8, ISO 200.  24.10.2009 - 18:38


Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google...

 

Picasa

 

 

Picasa-3 er einstaklega þægilegt forrit til að halda utan um ljósmyndir, lagfæra þær, prenta eða setja í myndaalbúm. Það besta er að forritið er ókeypis. Gott eins og flest sem kemur frá Google Smile.

Forritið byrjar á að finna allar myndir sem eru í tölvunni, jafnvel einnig þær sem maður er búinn að týna, og raðar þeim í myndaalbúm.  Þannig hefur maður gott yfirlit yfir allar myndirnar í tölvunni.

Síðan er auðvelt með einföldum aðgerðum að lagfæra galla í myndunum.  Sumar myndir halla, aðrar eru með undarlegum litblæ, rauð augu, óskýrar, of dökkar, o.s.frv. sem flestir þekkja. Jafnvel má búa til vídeó úr myndunum og flytja yfir á YouTube.

Það besta er að lagfæringarnar hafa engin áhrif á frummyndina sem er varðveitt óbreytt.

Eftir lagfæringar getur maður merkt bestu myndirnar með stjörnu og flutt yfir í nýja möppu þar sem auðveldara er að njóta þeirra og skoða sem "slide show".

Hægt er að fá ókeypis pláss á netinu (1Gb) fyrir myndaalbúm sem auðvelt er að flytja myndirnar í. Sjá hér.   Útprentun mynda er sáraeinföld.

Ég nota Photoshop töluvert fyrir betri myndir, en Picasa-3 er miklu auðveldara og fljótlegra í notkun og meira en nóg fyrir allar venjulegar myndir.

Mæli eindregið með þessu góða forriti frá Google.  Heilmikið kennsluefni er á netinu, eins og sést með því að leita með Google.

 

Forritið má sækja hér: http://picasa.google.com

 

 

 Kynning á Picasa-3:


Hugsanalestur á blogginu?

476px-mind-reading-russell-morgan.jpg

 

Er hægt að lesa hugsanir manns á bloggsíðu? Ekki?  Viltu prófa?

Lestu áfram, en skrollaðu hægt niður síðuna svo tími gefist fyrir hugsanalestur... ... ...

 - En áður sakar ekki að skoða hvað vísindamenn hafa verið að gera við hinn virta Berkeley háskóla í Kaliforníu:  "Mind Reading Computer Picks Your Card". Þar stendur meðal annars: "Researchers have linked images with individual brain patterns in a form of computer mind-reading. One researcher says it's like a magician who asks someone to pick a card from a pack, and then figures out which one it is".




spilakall.jpg

 

 

 

 

 

Tóti töframaður er mættur til leiks.

 



Veldu eitt spil. Ekki smella á það, en geymdu það vel í huganun...


spil-1_661256.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Skrollaðu hægt niður þegar þú hefur valið...

 

 

 

















spilakall.jpg

 

 

 

 

 


Hugsaðu stíft um spilið í 20 sekúndur meðan þú horfir á Tóta.

Nú fer hugsanalesturinn fram....   Alien

Skrollaðu niður eftir um 20 sekúndur.






























spilakall.jpg

 

 

 

 

 

 


Tóti hefur fjarlægt spilið sem þú valdir! 

 

 

 


spil-2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tókst Tóta að lesa hugsanir þínar?
Fer hrollur um þig?  Þú mátt prófa aftur ef þú þorir! 
Ninja

 

Hvernig gekk?

 

Sjá "Mind Reading Computer Picks Your Card" og "Scientists build mind-reading computer"


Líkur á að fá allar tölur réttar í Lottó eru minni en 1:600.000

lottery-1Ekki eru miklar líkur á að fá allar tölurnar í Lottóinu réttar. Líkurnar eru aðeins 1:658.008.

Við getum reiknað þetta út á eftirfarandi hátt: 

Í íslenska lottóinu eru í dag 40 kúlur með númerum frá 1  upp í 40. Það skiptir ekki máli í hvaða röð kúlurnar koma upp.

Ef við hugsum okkur fyrst að það skipti máli í hvaða röð númeruðu kúlurnar koma upp, þá eru fyrst 40 möguleikar á hvaða númer við drögum fyrst, næst 39 möguleikar (þar sem eitt númer er farið), þar næst 38 (þar sem tvö númer eru farin), o.s.frv.
Heildarfjöldi möguleika er því 40 x 39 x 38 x 37 x 36 = 78.960.960.

skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma. Möguleikarnir á að raða upp fimm mismunandi kúlum í einhverja röð  eru 5 x 4 x 3 x 2 x 1 = 120.

Þetta þýðir, að ef það skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma, verða möguleikarnir á fjölda útkoma í Lottóinu 78.960.960 / 120 = 658.008.

Með öðrum orðum, líkurnar á því að vera með allar tölurnar réttar eru aðeins 1:658.008. Alien



Á sama hátt getum við reiknað út líkurnar fyrir 38 kúlur eins og fjöldinn var fyrir nokkrum mánuðum; 1:501.942, og fyrir 32 kúlur eins og fjöldinn var fyrir allmörgum árum; 1:201.376.

Auðvitað má svo auka líkurnar með því að kaupa fleiri en eina röð, en það er allt annað mál.

 

Ekki spila ég í Lottó... Whistling

 

Vísindavefurinn: Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?

 

"Enginn var með allar lottótölur réttar í kvöld og gekk því aðalvinningurinn, sem var sexfaldur og nam 43,6 milljónum, því ekki út..." 


mbl.is Sexfaldur lottóvinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-)

Spegill, spegill herm þú mér ... 

Hvers vegna eru sumar konur á snyrtingunni ósýnilegar, en aðrar ekki?     Halo

 


Draugaleg mynd á laugardagskvöldi (°_°)

Yfirnáttúrulegt  fyrirbæri? Hér er ekki allt sem sýnist. Farðu eftir leiðbeiningunum. Hvað er það sem þú sérð? Vofa? W00t

1) Horfðu fast á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.

2) Horfðu nú á sléttan vegg.

3) Deplaðu aðeins augunum...

Hvað sérðu? 

 

Furðumynd

 


Sniðuga ljóskan, bankinn og þýðingarvélin

Rich-blonde

Þessi ljóskubrandari kom í pósthólfið áðan, þ.e. 1. apríl:

 

Sneddý ljóska !!!

Stórglæsileg blondína kemur inn í ónefndan banka í Reykjavík og biður um bankalán. Hún segist þurfa að fara til Suður-Evrópu í verslunarferð og vanti 50.000 kr.

Starfsmaður bankans segir henni að bankinn þurfi að hafa einhverskonar tryggingu fyrir láninu. Hún afhendir honum lyklana af alveg splunkunýjum Bens sem stendur á bílastæði við bankann. Þetta virkar fínt og bankinn samþykkir bílinn sem tryggingu fyrir láninu. Bankastarfsmaðurinn og aðrir innan bankans eru virkilega stoltir af blondí að hún skuli stilla upp Bens að verðmæti fyrir 18-milj. sem tryggingu fyrir 50.000 kr. Starfsmaðurinn keyrir bílinn niður í bílageymslu bankans.

Tveimur vikum seinna kemur blondí aftur og borgar sínar 50.000 kr, plús 310 kr í vexti. Bankamaðurinn getur ekki orða bundist og segir: "Við erum virkilega ánægðir með að þú sóttir um lán hjá okkur, en við erum pínulítið forvitnir...

Meðan þú varst í burtu tékkuðum við á þér í Lánstrausti og komumst að því að þú ert margfaldur milljóner. Það sem við erum rosalega hissa á er:  Af hverju þurftir þú 50.000 kr lán?

Blondí svarar: "Hvar annarsstaðar í Reykjavík get ég geymt bílinn minn í tvær vikur fyrir 310 kall ?"

--- --- ---

Þýðingarvélin Tungutorg www.tungutorg.is var ekki lengi að snara þessu yfir á ensku:

Sneddý of blondes !!!

Stórglæsilegur blondíinn enters an unmentioned bank in Reykjavik and asks for bank loans. She says need to go to Suður-Evrópa in a verslunarferð and lacks 50.000 Kr.

The employee of the bank says her that the bank needs to have an einhverskonar guaranty for the loan. She delivers the him keys of quite brand-new Ben currently on a parking lot at the bank. This works fine and the bank consents the car which guaranty for the loan. The bank employee and other within the bank are real proud of blondí that she shall mount Ben to a value for 18-milj. which guaranty for 50.000 Kr. The employee drives a car down in the being of the bank.

Two weeks posterior comes a blondí again and pays their 50.000 Kr, plus 310 Kr in a growth. The banker can not phrase mated and says: "Va are real content with that you applied a loan by us, but we are tiny forvitnir.. . 

Whilst you were in away tékka we on you in a creditworthiness and ascertained it that you are a multiple milljóner. Who we are rosalega astonished river is: wherefore needed you 50.000 Kr loan?

Blondí answers: "Hva elsewhere in an order can I stored my car in fortnight for 310 kall "

 

Prófum nú dönsku:

Blondiners Sneddý !!!

Stórglæsilegur blondíinn indkommer i en ónefndur bank i Reykjavík og beder om bankalán. Hun segjast behøves at tilfaldes Suður-Evrópa i en verslunarferð og mangler 50.000 Kr.

Bankens arbejdstager siger hende at banken behøver at haves en einhverskonar trygging for lånet. Hun afleverer de ham nøgler af helt splunkunýr Ben p.t. på en bílastæði ved banken. Dette virka fínn og banken godkender bilen som trygging for lånet. Bankastarfsmaður og andre inden bankens er virkilega stolte af en blondí at hun skal beroliges op Ben at en verðmæti for 18-milj. som trygging for 50.000 Kr. Arbejdstageren keyra en bilen ned i bankens bílageymsla.

To uger seinni kommer en blondí igen og betaler sin 50.000 Kr, et additionstegn 310 Kr i en vækst. Bankieren kan ikke udtrykker bindast og siger: "Va er virkilega ánægður med at du andrag om et lån hos os, men vi er pínulítill forvitnir..

Meðan du vær i burtu tékka vi på du i en lánstraust og konstaterede det at du er en mangefoldt milljóner. Det som vi er rosalega hissa å er: af hvem behøvede du 50.000 Kr lån?

Blondí svarer:  "Sår annarsstaðar i en ankomst kan jeg gemt min bil i to uger for 310 kall ?"

 

Niðurstaða:  Ljóskur eru skynsamar en tölvur dálítið vitlausar. LoL

A result: Blondes are sensible but computers somewhat crack-brained. Shocking

Et resultat: Blondiner er fornuftmæssige men datamater dálítið vitlaus. Pinch

 


Danskan er yndislegt tungumál eins og allir vita ...

Auðvitað skilja allir Íslendingar dönsku mætavel og tala hana lýtalaust. Er það ekki? Prófaðu bara að segja upphátt "rødgrød med fløde på".  - En skyldu Danir skilja dönsku? Ekki er það nú alveg víst. Um það fjallar þetta skondna myndband.

 

 

 
 
 
 
 Nú er bara að æfa sig: Rødgrød med fløde ...
 
 

Hvernig er þetta hægt? Svartigaldur?

Sjá myndbandið.  Hvernig í ósköpunum er þetta hægt? Svar óskast.

 

 

 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband