Kjarnorkan virkjuð á Íslandi...?

 

Norðurljós

 

Geislavirknin er ótvíræð... Að minnsta kosti á sinn hátt á þessari rafmögnuðu mynd.... Myndin er tekin laugardagskvöldið 1. febrúar 2003 á Canon PowerShot S230 stafræna vasamyndavél. Lýsingartími var 15 sek og næmi 100 ISO.  Tungl var ekki á lofti, en samt var sæmilega ratbjart í birtu frá norðurljósum. Um 15° frost var þegar myndin var tekin.

Fjallið er Bjarnarfell og er Geysir rétt fyrir utan myndina til hægri.

Norðurljósin myndast þegar sólvindurinn skellur á efstu lögum lofthjúpsins, og er þetta því orka sólar,  -  en er þetta sólin sem er undir fjallinu?    Féll hún af himnum ofan?

Undir Bjarnarfelli við Stalla er lítið gróðurhús. Það er lýst upp með háþrýsti natríumlömpum til að búa til gervisólarljós. Húsið er hitað með vatni úr iðrum jarðar, og þar eru ræktaðar agúrkur þó fimbulkuldi og skammdegi sé úti. Hvaðan kemur orkan til að knýja þessa gervisól? Orkan kemur meðal annars frá sólinni, því sólin er orkugjafi vatnsorkuvera. Án sólar væru engar ár til að virkja.  Einnig er það kjarnorka, því orkugjafi jarðgufuorkuvera er kjarnorka í iðrum jarðar. Vatnsorkuver eru því nánast sólarorkuver og jarðgufuorkuver kjarnorkuver. Hvaðan kemur svo orka sólar? Auðvitað er það hrein kjarnorka.  Er þá ekki vatnsorkuverið einnig óbeint að beisla kjarnorkuna?


Það má því segja að þetta sé sólin sem er undir fjallinu, eða næstum því...

...Vetrarnætur fjarri byggð geta verið rafmagnaðar Halo

 

 

--- --- ---

 

 

 

 

Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...

Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir...

Kjarnorka á komandi tímum...

Sjálfbærni jarðhitans á Reykjanesi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, og nú er verið að gera tilraunir með díóðulampa til að lýsa upp gróðurhúsin og mun orkukostnaðurinn verða brot af því sem hann er núna ef þetta gengur eftir.

Frábær mynd.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 22:25

2 identicon

Virkilega flott Ágúst. Gaman að sýna fólki þessar myndir hér í Sviþjóð, það verður alveg dolfallið.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 12:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert flottur að vanda.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegar pælingar

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 00:00

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Fallega orðað sem þín er von og vísa frændi.

Halldór Jónsson, 21.2.2010 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband