Föstudagur, 15. febrúar 2008
Paganini: Kaprísa No 24, Shlomo Mintz & Alison Balsom. Töfrum líkast.
Hér eru tvö myndbönd með frábærum tónlistarmönnum sem leika Kaprísu #24 eftir Nikkoló Paganini.
Hinn heimsþekkti fiðluleikari Shlomo Mintz leikur á fiðlu, en Alison Balsom leikur þetta erfiða verk af einstakri snilld á trompet.
Það er gaman að hlusta á þessa tvo snillinga flytja þetta stórfenglega verk. Auðvitað er frábært að hlusta á fiðluleikinn, en þegar verkið er leikið á trompet verður maður einfaldlega heillaður.
Shlomo Mintz er einn þekktasti fiðluleikari heims í dag. Hann stundaði nám m.a. hjá Isaac Stern og hóf einleikaraferil sinn 11 ára gamall með Fílharmóníusveitinni í Ísrael og stuttu síðar var hann beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir Itzhak Perlman í Paganini Fiðlukonserti nr. 1 undir stjórn Zubin Metha. Hann hefur nú í fjóra áratugi ferðast vítt og breytt um heiminn bæði sem hljómsveitarstjóri og fiðluleikari og haldið ótal tónleika í öllum þekktustu tónleikasölum heims.
Í tilefni fimmtugsafmælis síns þann 30. október á síðasta ári ákvað hann að fara í tónleikaferð um heiminn með Kaprísur Paganinis í farteskinu, en hann hélt tónleika hér á landi fyrir skömmu. (Af vef Midi.is).
Breski trompetleikarinn Alison Balsom er sannarlega ein af rísandi stjörnum hins klassíska tónlistarheims. Hún stundaði nám við Guildhall tónlistarskólann og Konservatoríið í París, auk þess sem hún sótti einkatíma hjá hinum þekkta sænska trompetleikara Håkan Hardenberger. Árið 2006 hlaut hún titilinn besti breski tónlistarmaður ársins á klassísku Brit-Awards verðlaunahátíðinni og sama ár fékk hún hlustendaverðlaun Klassísku FM-stöðvarinnar á Gramophone verðlaunaafhendingunni. Hún komst í úrslit keppninnar Ungur einleikari ársins árið 1998 og kom í kjölfarið fram með öllum hljómsveitum BBC. Hún hlaut verðlaunin Rísandi stjarna ársins á Echo Klassik-hátíðinni 2007.
Alison Balsom hefur m.a. komið fram sem einleikari með Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles, Parísarhljómsveitinni og Ensku kammerhljómsveitinni. Árið 2006 lék hún á lokakvöldi Proms-tónlistarhátíðarinnar sem þykir mikill heiður. Balsom er á samningi við EMI útgáfufyrirtækið og hefur leikið inn á þrjár geislaplötur og fengið afar lofsamlega dóma fyrir leik sinn. Hún var nýlega skipuð gestaprófessor í trompetleik við Guildhall-tónlistarskólann í Lundúnum. Hún lék með Sinfóníuhljómsveitinni 25. október síðastliðinn. (Af vef Sinfó).
Blogg um tónleikana frá 26. október s.l. Alison Balsom trompetleikari með Sinfóníuhljómsveitinni.
Nokkur myndbönd með Alison Balsom á blóggsíðunni hér.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 16.2.2008 kl. 17:01 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 765213
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Einstök snilld, það er mikið rétt hjá þér, takk fyrir að deila. Góða helgi Ágúst minn.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 19:12
Mjög flott....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 19:59
Sæll Ágúst.
Sannarlega er þetta frábær leikur hjá þeim báðum. Ég er sammála þér að trompetleikurinn er ekki síðri. Tónsmíðar Paganinis Fyrir fiðlu eru stórkostlegar áheyrnar og erfiðar fyrir fiðluleikarann. Það er ekki undarlegt þó að samtímamenn Paganinis hafi talið að hann hafi selt djöflinum sál sína fyrir snilligáfuna.
Kveðja.
Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 00:06
Ég má til með að toppa þetta
Endilega sýnið þolinmæði til að skoða allt myndbandið
http://www.youtube.com/watch?v=H36vL3MzQDU
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 04:56
Takk fyrir athugasemdirnar Ásdís og Katrín.
Þorvaldur, það er vissulega gaman að lesa um meistarann. Af nógu er að taka á netinu þar sem minnst er á djöfulinn. Hér er ein slík grein.
Takk Davíð fyrir að benda okkur á myndbandið með Li Jie
Ágúst H Bjarnason, 16.2.2008 kl. 09:15
Þetta er hreint frábært. Ég átti eina plötu sem var í sérstöku uppáhaldi hjá mér þegar ég var unglinur. Það var fiðluleikarinn Heifetz sem lék hvern fiðlukonsertinn af öðrum. Hreint frááábær plata.
Góða helgi.
Rúna Guðfinnsdóttir, 16.2.2008 kl. 11:17
Rúna, þar sem þú minnist á Jascha Heifetz þá er Kaprísa 24 með honum hér á YouTube.
Ágúst H Bjarnason, 16.2.2008 kl. 11:28
Takk Gústi..skelli mér í að skoða. Ég var að ljúka við að hlusta á Li Jei..það er stórkostlegt..alveg magnað, verða að segja það.
Rúna Guðfinnsdóttir, 16.2.2008 kl. 11:32
Kemst ekki hjá því að láta hrifningu mína í ljós.
Takk fyrir.
Óli Ágústar (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.