Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Stórar og litlar flugvélar af ýmsum gerðum... Og litlar stórar flugvélar !

Frá Cosford 2005

Hvað eru menn að bralla í sínum tómstundum? Sumir spila golf, aðrir safna frímerkjum, en ....

Tæknibylting undanfarinna áratuga hefur sett mark sitt á þá þróun sem orðið hefur á þeim rafeinda- og tæknibúnaði sem notaður er til að knýja og stýra smáflugvélum þeim sem í daglegu tali eru kallaðar flugmódel.   Smáflugvélum?   Sum flugmódel eru æði stór eins og sést á myndinni hér til hliðar. (Smella tvisvar á myndina til að sjá hana í fullri stærð). Nánast alvöru flugvélar í smækkaðri mynd. Þessi þróun hefur haft það í för með sér að það er nú á hvers manns færi að iðka þessa íþrótt, þ.e.a.s., hafi menn næga þolinmæði og áhuga.

Flug með fjarstýrðum flugvélum lýtur sömu lögmálum og flug á mannbærum flugvélum. Fjarstýrt flug er því aðeins ein tegund flugs, þar sem flugmaðurinn stendur á jörðu niðri og er einnig áhorfandi. Flugið krefst stundum gríðarmikillar einbeitingar, því það er ekkert einfalt mál að fljúga grip eins og á myndinni og vera staddur hundruð metra frá stjórnklefanum. Miklu erfiðara en að sitja inni í stjórnklefanum segja þeir sem þekkja hvort tveggja. Adrenalínið streymir um æðar, enda er mikið í húfi.

Flugmódel eru af ýmsum gerðum, allt frá litlum svifflugum til stórra vélfluga í mælikvarða 1:3 eða jafnvel 1:2, þ.e. allt að 50% af stærð fyrirmyndarinnar. Algeng stærð er um 1:5 eða um 20%. Vænghaf fjarstýrðra flugvéla á Íslandi er allt að 5 metrar og mótorar eru allt að 20 hestöfl. Erlendis mun stærri.  Þetta eru sem sagt svifflugur, vélflugur, þotur og þyrlur.
Mótorar eru af ýmsum gerðum; bensínmótorar, rafmótorar og jafnvel þotuhreyflar. 

Módelflug hentar Íslendingum afar vel. Hér er bjart um sumarnætur til flugs og útiveru í góðra vina hópi, og fátt annað fær dimm og drungaleg vertarkvöld til að líða með leifturhraða  eins og að sitja við smíðar á óskaflugvélinni.

Það sem gerir þetta sport áhugavert er hve margbreytilegt og víðfeðmt það er.  Menn þurfa að kunna skil á flugi, flugeðlisfræði, mótorum, radíófjarstýringum, smíði úr tré, málmi, koltrefjum, osfrv. Sífellt er verið að læra eitthvað nýtt. Oft reynir á þolinmæði og úthald, því smíði getur tekið hundruðir klukkustunda, jafnvel þúsundir í einstaka tilvikum.  Stundum  verða óhöpp þegar fjarstýrðum flugvélum er flogið, en þá er bara að byrja aftur...

Í sportinu endast ekki aðrir en þeir sem hafa í ríkum mæli þolinmæði og jafnaðargeð.  Svo er það spennan sem fylgir því að gangsetja smíðagripinn í fyrsta skipti og fljúga um loftin blá. Eiginlega eins og að kasta fjöreggi á loft. 

Sjón er sögu ríkari. Hér fyrir neðan eru allmargar myndir af stórum og litlum fjarstýrðum flugvélum. Þó aðallega stórum litlum flugvélum. Sumar myndanna eru teknar hér á landi, en aðrar erlendis.

 

Vestfirdingur-600w
 
Katalína - Vestfirðingur 
 
 
Jokull-600w

 DC3 - Jökull

Varðveisla flugsögunnar er mikilvægur þáttur flugmódelsportsins. Hér má sjá stór módel af þekktum flugvélum; Vestfirðingi og Jökli. Bæði módelin eru að öllu leyti smíðuð af Sturlu Snorrasyni og Skildi Sigurðssyni. Þetta er einstök smíði. Takið eftir að hver einasti hnoðnagli er sýnilegur í álklæðningunni á Jökli, en ef horft er inn í farþegarýmið blasið við ótrúleg sjón. Blátt áklæði er á öllum sætum, hvítur dúkur á hnakkapúðum, o.s.frv.
 
 
 
DeHavillandComet-600w

 

Sumarið 2003 heimsóttu tveir þekktustu módelflugmenn Bretlands Hamranesflugvöll, þeir Steve Holland og Richard Rawle. 
Sharon Styles ljósmyndari var með þeim í för umhverfis landið.
Þeir höfðu með sér nokkur gríðarstór módel, m.a. Zlin Acrobat, De Haviland Comet og Spitfire. Flugvélarnar á myndinni eru 50% af fullri stærð, en Spitfire, sem ekki sést hér, er í 33% skala.

 
 
Cosford1-600w
 
Sama flugvél og efst til vinstri á síðunni.  Cosford 2005.

 

 Cosford2-600w

Vulcan herþotan sást lengi vel ekki á flugi  öðruvísi en sem módel, en í dag er búið að gera eina fullskala Vulcan flughæfa í Bretlandi. Myndin er frá Cosford 2005.

 

 Cosford3-600w

 Flestar flugvélanna sem flogið er árlega á Cosford herflugvellinum eru völundarsmíð.
Íslenskir módelflugmenn eru tíðir gestir á Cosford og vel þekktir, en Skjöldur Sigurðsson og Guðjón Ólafsson hafa farið með einstaklega vel smíðuð módel á flugkomuna.

 

 Cosford5-600w

Concord flýgur ekki lengur nema sem flugmódel. Þessi er auðvitað með alvöru þotuhreyflum. Hér brunar Concord í lágflugi með hjólin uppi og nefið niðri. Takið efitr hitamistrinu frá þotuhreyflunum.

Bloggarinn heimsótti flugsýninguna í Cosford sumarið 2005. Hér eru fjölmargar myndir.

 

Tungubakkar2006-600w

Myndin er tekin á Tungubökkum í Mosfellsbæ sumarið 2007. 
Hér eru fleiri myndir þaðan og víðar.

 

Eftirbrennari-600w

Hér er Norðmaður að tilkeyra þotumótor með eftirbrennara. 

 

 



Hugsanleag er þetta toppurinn. Þetta risamódel af B52 er knúið með 8 litlum þotuhreyflum.
Hér er það í reynsluflugi, en nokkru síðar hrapaði módelið í jörðina með miklum dynk.
 
 
 
 
 En hvað segja menn um B29 sem ber X1 með eldflaugamótor í háloftin?
 
 
 
Vonandi hafa strákar og stelpur á öllum aldri haft nokkra ánægju af þessum myndum. Það er ljóst að Hinrik Hinrikssson flugkappi frá Iðu blundar í mörgum okkar Wink    Eitt er víst, þessir menn kunna svo sannarlega að leika sér og hafa gaman af lífinu Wizard
 
(Reyndar benda nýjustu rannsókir til að Hinrik Hinriksson hafi í reynd verið  Hemingur Hemingsson fæddur í Árnessýslu 1688. Sjá athugasemd #29 í pistlinum um flugkappann).
 
 
Ítarefni:
 
Myndir: 
 
Félög:
 
Frétta- og umræðuvefur:
 
 longflight

Hinrik Hinriksson frá Iðu flaug yfir Hvítá fyrir 300 árum...

ikarusFyrir um 300 árum, eða snemma á 18. öld var unglingspiltur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét.  Hann var frábær að hagleik og hugviti.  Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængjum.  Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið stuttan spöl.  En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp.  Samt áræddi hann að fljúga yfir Iðu frá Skálholtshamri, en þar er áin mjó,  og tókst honum það.  Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir fífldirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harðbannað að búa til annan.

 

Sagan er sögð skráð af Brynjúlfi Jónssyni (1838-1914) fræðimanni frá Minna-Núpi eftir aldraðri konu.

Kunna einhverjir betri skil á þessari frásögn? Er eitthvað sannleikskorn í henni? Það skiptir kannski ekki öllu máli, því skemmtileg er hún.

Hinrik flaug sem sagt langt á undan Otto Lilientahl og Wright bræðrum. Var Hinrik frá Iðu fyrstur mennskra manna til að fljúga með vængjum? Er ekki kominn tími til að heiðra minningu Hinriks ásamt því að halda upp á 300 ára afmæli flugs á Íslandi, og jafnvel víðar?

15. des: Gátan um flughaminn og flugkappann leyst?   Sjá athugasemd #29 !  


Getur sólin bjargað okkur frá hnatthlýnun? Grein sem vekur hroll í The Independent 5. des.

Í grein sem var í breska blaðinu The Independent 5. des. bendir Dr. David Whitehouse stjörnufræðingur á þá staðreynd að um þessar mundir gæti verið að draga hratt úr virkni sólar. Svo geti farið að því fylgi veruleg kólnun á allra næstu áratugum. Whitehouse bendir einnig á þá staðreynd að ekki hefur hlýnað frá árinu 1998, heldur hafi hitinn haldist nokkuð stöðugur. (Sjá splunkunýjan hitaferil ). Hann segir að taka þurfi þetta alvarlega. Svo vilji til, að á meðan á Litlu ísöldinni stóð hafi virkni sólar einmitt verið mjög lítil, en því kuldatímabili hafi fylgt hungur og vansæld.  Í lok greinarinnar segir Whitehouse, að ef þetta gerist, þá muni það gefa okkur lengri tíma til að bregðast við hnatthlýnun af mannavöldum, eða jafnvel gjörbylta hugmyndum okkar um áhrif manna á loftslagsbreytingar.


Það er ástæðulaust að þýða þessa áhugaverðu grein, því flestir eru sæmilega læsir á enska tungu.

Bloggarinn vill ekki taka afstöðu til þess hvort Dr. Whitehouse hefur rétt fyrir sér, en eitt er víst að ef svo er, þá munum við verða vör við það frekar fyrr en seinna. Þá mun kólna verulega.  Svipaðar skoðanir og koma fram í þessari grein eru farnar að sjást víðar, en tíminn einn mun leiða í ljós hvort sannleikskorn leynist í þeim. Við skulum fyrst og fremst líta á þessa grein sem innlegg í umræðuna um loftslagsbreytingar, en flestir telja að þær séu að hluta af manna völdum og að hluta af náttúrunnar völdum. Hve mikinn þátt náttúran á í þessum breytingum veit enginn enn...   Þangað til sannleikurinn kemur í ljós getum við velt fyrir nokkur hvort komi sér betur fyrir mannkyn, hlýnun eða kólnun... Hvað hefur sagan kennt okkur? Mun fara eins fyrir hækkun hitastigs á síðustu öld og hækkun hlutabréfa á þessu ári?  Halo


Sjá einnig bloggfærsluna Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? frá 27. jan. 2007 þar sem Dr. Nigel Weiss, fyrrverandi prófessor í stærðfræðilegri stjarneðlisfræði við Cambridge háskóla, heldur fram svipuðum skoðunum. Þar má sjá málverk sem málað var í London árið 1695 og sýnir við hverju má hugsanlega búast ef þessar svartsýnu spár rætast.


 new_indy_logo3

 

 

 

 http://news.independent.co.uk/sci_tech/article3223603.ece

Ray of hope: Can the sun save us from global warming?

Dr David Whitehouse

Could the Sun's inactivity save us from global warming? David Whitehouse explains why solar disempower may be the key to combating climate change

Published: 05 December 2007

sun380_260757a

 

Between 1645 and 1715 sunspots were rare.
It was also a time when the Earth's northern
hemisphere chilled dramatically

Something is happening to our Sun. It has to do with sunspots, or rather the activity cycle their coming and going signifies. After a period of exceptionally high activity in the 20th century, our Sun has suddenly gone exceptionally quiet. Months have passed with no spots visible on its disc. We are at the end of one cycle of activity and astronomers are waiting for the sunspots to return and mark the start of the next, the so-called cycle 24. They have been waiting for a while now with no sign it's on its way any time soon.

Sunspots - dark magnetic blotches on the Sun's surface - come and go in a roughly 11-year cycle of activity first noticed in 1843. It's related to the motion of super-hot, electrically charged gas inside the Sun - a kind of internal conveyor belt where vast sub-surface rivers of gas take 40 years to circulate from the equator to the poles and back. Somehow, in a way not very well understood, this circulation produces the sunspot cycle in which every 11 years there is a sunspot maximum followed by a minimum. But recently the Sun's internal circulation has been failing. In May 2006 this conveyor belt had slowed to a crawl - a record low. Nasa scientist David Hathaway said: "It's off the bottom of the charts... this has important repercussions for future solar activity." What's more, it's not the only indicator that the Sun is up to something.

Sunspots can be long or short, weak or strong and sometimes they can go away altogether. Following the discovery of the cycle, astronomers looked back through previous observations and were able to see it clearly until they reached the 17th century, when it seemed to disappear. It turned out to be a real absence, not one caused by a lack of observations. Astronomers called it the "Maunder Minimum." It was an astonishing discovery: our Sun can change. Between 1645 and 1715 sunspots were rare. About 50 were observed; there should have been 50,000.

Ever since the sunspot cycle was discovered, researchers have looked for its rhythm superimposed on the Earth's climate. In some cases it's there but usually at low levels. But there was something strange about the time when the sunspots disappeared that left scientists to ponder if the sun's unusual behaviour could have something to do with the fact that the 17th century was also a time when the Earth's northern hemisphere chilled with devastating consequences.

Scientists call that event the "Little Ice Age" and it affected Europe at just the wrong time. In response to the more benign climate of the earlier Medieval Warm Period, Europe's population may have doubled. But in the mid-17th century demographic growth stopped and in some areas fell, in part due to the reduced crop yields caused by climate change. Bread prices doubled and then quintupled and hunger weakened the population. The Italian historian Majolino Bisaccioni suggested that the wave of bad weather and revolutions might be due to the influence of the stars. But the Jesuit astronomer Giovanni Battista Riccioli speculated that fluctuations in the number of sunspots might be to blame, for he had noticed they were absent.

Looking back through sunspot records reveals many periods when the Sun's activity was high and low and in general they are related to warm and cool climatic periods. As well as the Little Ice Age, there was the weak Sun and the cold Iron Age, the active sun and the warm Bronze Age. Scientists cannot readily explain how the Sun's activity affects the Earth but it is an observational correlation that the Sun's moods have a climatic effect on the Earth.

Today's climate change consensus is that man-made greenhouse gases are warming the world and that we must act to curb them to reduce the projected temperature increase estimated at probably between 1.8C and 4.0C by the century's end. But throughout the 20th century, solar cycles had been increasing in strength. Almost everyone agrees that throughout most of the last century the solar influence was significant. Studies show that by the end of the 20th century the Sun's activity may have been at its highest for more than 8,000 years. Other solar parameters have been changing as well, such as the magnetic field the Sun sheds, which has almost doubled in the past century. But then things turned. In only the past decade or so the Sun has started a decline in activity, and the lateness of cycle 24 is an indicator.

Astronomers are watching the Sun, hoping to see the first stirrings of cycle 24. It should have arrived last December. The United States' National Oceanic and Atmospheric Administration predicted it would start in March 2007. Now they estimate March 2008, but they will soon have to make that even later. The first indications that the Sun is emerging from its current sunspot minimum will be the appearance of small spots at high latitude. They usually occur some 12-20 months before the start of a new cycle. These spots haven't appeared yet so cycle 24 will probably not begin to take place until 2009 at the earliest. The longer we have to wait for cycle 24, the weaker it is likely to be. Such behaviour is usually followed by cooler temperatures on Earth.

The past decade has been warmer than previous ones. It is the result of a rapid increase in global temperature between 1978 and 1998. Since then average temperatures have held at a high, though steady, level. Many computer climate projections suggest that the global temperatures will start to rise again in a few years. But those projections do not take into account the change in the Sun's behaviour. The tardiness of cycle 24 indicates that we might be entering a period of low solar activity that may counteract man-made greenhouse temperature increases. Some members of the Russian Academy of Sciences say we may be at the start of a period like that seen between 1790 and 1820, a minor decline in solar activity called the Dalton Minimum. They estimate that the Sun's reduced activity may cause a global temperature drop of 1.5C by 2020. This is larger than most sensible predictions of man-made global warming over this period.

It's something we must take seriously because what happened in the 17th century is bound to happen again some time. Recent work studying the periods when our Sun loses its sunspots, along with data on other Sun-like stars that may be behaving in the same way, suggests that our Sun may spend between 10 and 25 per cent of the time in this state. Perhaps the lateness of cycle 24 might even be the start of another Little Ice Age. If so, then our Sun might come to our rescue over climate change, mitigating mankind's influence and allowing us more time to act. It might even be the case that the Earth's response to low solar activity will overturn many of our assumptions about man's influence on climate change. We don't know. We must keep watching the sun.

Dr David Whitehouse is an astronomer and the author of 'The Sun: A Biography' (John Wiley, 2004)

Seasons of the Sun

Modern Solar Minimum
(2000-?)

Modern Climate Optimum
(1890-2000) - the world is getting warmer. Concentrations of greenhouse gas increase. Solar activity increases.

Dalton Solar Minimum
(1790-1820) - global temperatures are lower than average.

Maunder Solar Minimum
(1645-1715) - coincident with the 'Little Ice Age'.

Spörer Solar Minimum
(1420-1530) - discovered by the analysis of radioactive carbon in tree rings that correlate with solar activity - colder weather. Greenland settlements abandoned.

Wolf Solar Minimum
(1280-1340) - climate deterioration begins. Life gets harder in Greenland.

Medieval Solar Maximum
(1075-1240) - coincides with Medieval Warm Period. Vikings from Norway and Iceland found settlements in Greenland and North America.

Oort Solar Minimum
(1010-1050) - temperature on Earth is colder than average.

There seem to have been 18 sunspot minima periods in the last 8,000 years; studies indicate that the Sun currently spends up to a quarter of its time in these minima.

http://www.solarcycle24. com/

The Great Frost of 1683: http://www.londononline.co.uk/history/thames/4/

 

--- --- --- 

Ítarefni:

Blogg um líkt efni:

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn... 

Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? 

Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? 

 

--- 

The Past and Future Climate Skyggnur frá erindi David Archibald sem flutt var á vegum Lavoisier Group nylega.  "In this presentation, I will put forward a prediction of climate to 2030 that differs from most in the public domain. It is a prediction of imminent cooling. And it is a prediction that you will be able to check up on every day..."


Refur á ferli í Garðabæ

refur1Ég varð heldur betur hissa í þegar refur í vetrarbúningi hljóp yfir götuna fyrir framan bílinn í morgun. Datt fyrst í hug köttur, síðan hundur, en ekki fór á milli mála að þarna var lágfóta á ferð, enda hef ég oft séð hana utanbæjar.

Ég var að aka klukkan hálftíu suður eftir Reykjanesbrautinni í Garðabæ. Um hundrað metrum fyrir norðan brúna á móts við Ikea rölti refur í austurátt þvert yfir veginn. Það var enginn sérstakur asi á honum og staldraði hann smástund við þegar yfir veginn var komið um leið og ég ók fram hjá.

Hvort hann heldur til þarna í hrauninu eða hafi bara verið að koma af fjöllum í fylgd jólasveina veit ég ekki, en fallegur var rebbi.

Í uppsveitum þar sem bloggarinn á landskika hefur refnum farið fjölgandi síðustu ár. Hann sést þar allt árið, og að vetri til sjást oft spor í snjónum. Hann virðist ekki mjög styggur. Á sama tíma og refnum hefur fjölgað er nokkuð ljóst að fuglum hefur fækkað, enda þarf tófan auðvitað að nærast á einhverju.

Ég þykist vita að einn tryggur lesandi bloggsíðunnar er vanur að sjá ref í garðinum heima hjá sér, en hann býr í úthverfi London. Refurinn er þar að gramsa í leit að æti. Hér á landi er refurinn ekki ennþá svo heimakær, en hver veit hvað verður. Megum við búast við að hann fari í auknum mæli að sækja í þéttbýli til að leita sér að æti, eins og hann gerir erlendis? Það er ljóst að ref hefur fjölgað mjög hér á landi á undanförnum árum og æti fyrir hann í náttúrunni ekki ótakmarkað.

 

Nú væri gaman að vita. Hafa fleiri orðið varir við ref á höfuðborgarsvæðinu?


Skynsöm skólatafla

Það er stundum gaman að sjá hvernig tæknin breytist.  Einu sinni voru allar skólatöflur svartar, síðan grænar, svo hvítar, en nú hafa þær fengið furðu mikið vit. Þessi skynsama skólatafla er hreint ekki svo vitlaus. Eiginlega skarpgreind.  Hvort er þetta skólatafla eða töfratafla?

 Sjón er sögu ríkari...

 
 Sjá einnig vefsíðu hjá verkfræðiháskólanum MIT http://icampus.mit.edu/MagicPaper

SOHO --- Sólin í návígi

Flestum dettur víst eitthvað annað í hug en blessuð sólin þegar minnst er á SOHO. Í þessum pistli er ekki meiningin að beina augunum að þessu hverfi í Lundúnum, heldur er tilgangurinn að skoða hina sönnu dagstjörnu, eins og sólin kallst í hinum fornu Sólarljóðum 

SOHO stendur fyrir Solar and Heliospheric Observatory, en það er gervihnöttur sem komið er fyrir í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á stað þar sem aðdráttarafl jarðar og sólar eru í jafnvægi.  Þetta jafngildir um fjórfaldri fjarlægð tungslsins frá jörðu. Þessi staður, sem kallast Lagrangian Point L1 er mjög sérstakur, því þar er hægt að koma fyrir gervihnetti í þyngdarleysi án þess að hann sé eiginlega á braut umhverfis jörðu, og á stað þar sem er eilíft sólskin. SOHO beinir augum sínum dag og nótt að dagstjörnunni okkar og hefur tekið ótrúlega fallegar myndir.  SOHO hefur átt mikinn þátt í að auka þekkingu okkar á sólinni.

Á morgun, 2. desember, mun SOHO fagna 12 ára afmæli sínu.

Á þessari bloggsíðu eru nokkrar fallegar myndir sem SOHO hefur tekið af sólinni. Miklu fleiri myndir eru á heimasíðu SOHO     Það er vel þess virði að heimsækja þetta vandaða vefsetur.

 whip304_prev

 Falleg mynd af sólinni

 

 solarcycle_soho_600w

Það er með ólíkindum hver ásjóna sólar breytist mikið yfir eina 11 ára sólblettasveiflu.
Sólblettir voru í hámarki um 2001, en eru nú í lágmarki. Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi. Sjá nánar hér 

 

20031202c2eit304_prev-600w

 Gríðarmiklir sólblossar sjást stundum.

Myndin er samsett úr tveim myndum. Stærri myndin er lík þeirri báu sem er hér fyrir neðan, en hún sýnir gasstreymið frá sólinni eða sólvindinn sem er eins og geislar út frá sólinni, og mikinn sólblossa sem stafar af eins konar sprengingu á yfirborði sólar. Einnig sjást þar nokkrar stjörnur. Til að koma í veg fyrir að myndavélin blindist af skæru sólarljósinu er komið fyrir hringlaga hlíf í miðri linsunni. Lítil hefðbundin SOHO mynd af allri sólinni hefur verið felld inn í miðja myndina til að gefa hugmynd um stærðarhlutföllin.

Þegar svona sólblossar stefna á jörðina sjást oft óvenjumikil norðurljós, jafnvel í suðlægum löndum.  13 mars 1989 urðu miklar rafmagnstruflanir í Kanada af völdum sólgosa. Sjá hér

Hugsanlegar eru áhrif sólar á veðurfar meiri en margan grunar. 

 

Comet-neat

Stundum sjást halastjörnur koma inn í sjónsvið SOHO

Stærð sólar má marka af hvíta hringnum í miðju myndarinnar. 

 

Solblossi-jordin-600w

 Hér má sjá jörðina til samanburðar. Hún er örsmá.
Myndin gefur okkur hugmynd um gríðarlega stærð sólgosa.

 


 

          McNaught halastjarnan og sólin. (Hafa hljóðið á)

 

 Ítarefni:

Miklu fleiri myndir eru á heimasíðu SOHO

Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára Blogg frá 27. jan 2007 

 



Úr Sólarljóðum

Sól ek sá
sanna dagstjörnu
drúpa dynheimum í;
en Heljar grind
heyrða ek á annan veg
þjóta þungliga.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 764772

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband