Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Búrma: Hvar er alþjóðasamfélagið? Hvar eru Sameinuðu þjóðirnar?

Burma-Fangelsi

Umheimurinn fylgist nú með því hvernig herforingjastjórn í Búrma (Myanmar) beitir valdi til að fangelsa, berja og drepa varnarlaust fólk.


Hvers vegna gerum við vesturlandabúar ekki neitt? Nákvæmlega ekki neitt? Eru atburðirnir of langt í burtu? Kemur þetta okkur ekkert við? Er okkur nákvæmlega sama þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta í Búrma?

Við eigum ekki að horfa aðgerðarlaus á það þegar þröngsýnir herforingjar beita illmennsku og hervaldi til að drepa og limlesta samlanda sína.

 Nú berast fréttir af því að búið sé að loka netsambandi við landið. Er eitthvað hræðilegt að fara að gerast á næstu dögum? 

 

Sýnum samstöðu!  Gerum eitthvað í málinu!

Eitt sem hver og einn getur gert er að vekja athygli á málinu. Hugsanlega ýtir það við þeim emættismönnum okkar sem hafa möguleika á að þrýsta á t.d. Sameinuðu þjóðirnar. Margt smátt gerir eitt stórt. Hver munkur í Búrma hefur lítil áhrif, en þegar þeir koma saman og eru samstíga, þá gerist eitthvað mikið eins og dæmin sanna.  Höfum þá sem fyrirmynd.

Þessi síða er tileinkuð hinum hugrökku munkum í Búrma, þess vegna er hún í lit þeirra. 

 


mbl.is Netsamband við Myanmar rofið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Excel 2007 kann ekki að reikna rétt !

 Excel 2007

Í Business.dk hjá  Berlinske Tidende er grein um Excel 2007. Þar kemur fram að forritið kann ekki að margfalda rétt Wink

Þegar Excel er látið margfalda 850 x 77,1 þá kemur út 100.000 i stað 65.535.

Einnig ætti  10,2 x 6.425 og 40,8 x 1.606,25 að gefa niðurstöðuna 65.535, en forritið kemst að allt annarri niðurstöðu. Hver skyldi hún vera?

 

 Það fylgir sögunni að Excel 2003 kann að reikna rétt.

 Sjá greinina hér.

Bloggarinn prófaði Excel 2007 í sinni tölvu og komst að raun um að þetta er rétt hjá Dönum.

 Heyrst hefur að ákveðinn banki hafi sent viðvörun í gær til starfsfólks vegna málsins.


Einkavæðing orkuveitanna gæti haft alvarlegar afleiðingar um alla framtíð.

Haspennulinur-Ljósmyndari MBHRaunveruleg hætta er á því að orkuveitur þjóðarinnar verði einkavæddar. Er það æskilegt? Viljum við það? Kemur það okkur við? Hverjar gætu afleiðingarnar orðið? Er það afturkræf breyting ef illa tekst til?

Margar spurningar vakna, svo margar að ástæða er til að staldra við og velta hlutunum aðeins fyrir sér. Nú á dögum gerast atburðirnir svo hratt að við náum ekki að fylgjast með. Við höfum enga hugmynd um það sem verið er að gera bakvið tjöldin. Við vöknum stundum upp við það að búið er að ráðstafa eignum þjóðarinnar, án þess að eigandinn hafi nokkuð verið spurður um leyfi. Eignarhaldið gæti jafnvel verið komið til fyrirtækja sem við töldum íslensk, en eru skráð á kóralrifi í Karabíska hafinu. Viljum við að málin þróist á þennan hátt, eða viljum við sporna við?

Fjársterkir aðilar svífast stundum einskis. Það er ekki þeirra starf að hugsa um þjóðarhag. Þeirra starf er að ávaxta sína eign eins vel og kostur er.

Ég held að flestir sem til þekkja séu því sammála að þessi sjónarmið verði ráðandi eftir einkavæðingu á orkuveitum. Það er eðli málsins samkvæmt að eigendur vilji hafa sem mestan hagnað af sinni fjárfestingu og mjólka því fyrirtækin eins og hægt er. Það kemur niður á neytendum og almenningi.


Okkur ber skylda til að hugsa um hag komandi kynslóða.  Börn okkar og barnabörn hljóta að eiga það skilið af okkur,  að við sem þjóð glutrum ekki öllum okkar málum útum gluggann vegna skammtímasjónarmiða og peningagræðgi.

Hverju hefur einkavæðing orkuveitna erlendis skilað?

Verð á raforku hefur hækkað, því samkeppnin virkar ekki eins og til var ætlast.

Viðhald á stjórn- og verndarbúnaði er í lágmarki, þannig að afleiðingar tiltölulega einfaldra rafmagnsbilana geta orðið mjög miklar og breiðst út um stór svæði vegna keðjuverkana. Dæmi um slíkt eru vel þekkt t.d. frá Bandaríkjunum. Langan tíma getur tekið að koma rafmagni aftur á við slíkar aðstæður. Ýktustu dæmin eru milljónaborgir í Bandaríkjunum þar sem myrkvun er næstum orðin fastur liður og fyrirtæki hafa þurft að koma sér upp sínum eigin lausnum til að tryggja  nauðsynlega raforku.

Sem sagt, hærra verð, lélegri þjónusta og ótryggara kerfi er líkleg afleiðing einkavæðingar orkuveitna, sérstaklega ef einkafyrirtæki eiga ráðandi hlut.



Svo er það auðvitað annað mál að margar orkuveitur selja ekki bara rafmagn, heldur einnig heitt og kalt vatn. Reka jafnvel fráveitur.  Þar er ekki hægt að koma við neinni samkeppni eins og ætti að vera hægt á raforkumarkaðnum, en virkar þar illa eða alls ekki.

Málið er miklu flóknara en þetta. Orkuveitunum fylgja auðlindir sem fjársterkir aðilar girnast.  Þessar auðlindir eru þjóðareign sem okkur ber að varðveita sem slíkar fyrir komandi kynslóðir.

Er ekki kominn tími til að staldra við og setja upp girðingar, slá varnagla og byrgja brunna?  

 

 

Sjá færsluna:  Það skulum við vona að okkur takist að halda orkuveitum þjóðarinnar utan einkavæðingar

Ljósmynd: Marta Helgadóttir.  Myndin er frá Reyðarfirði og sýnir raflínuna frá Kárahnjúkum.


Fer ísbjörnum fjölgandi þrátt fyri allt?

 

 

Undanfarið höfum við lesið og heyrt í fréttunum um þá ógn sem ísbjörnum stafar af meintum loftslagsbreytingum. Hefur þeim virkilega fækkað, eða hvað?


 

 

 

 

Hummm...  Hver skyldi staðreyndin vera. Skoðum málið.     Kanski kemur eitthvað á óvart!

 

 ísbjarnagrein
 
 
 
 
 
Study shows polar bear increase in Davis Strait
 
Stephanie McDonald
Northern News Services
Published Monday, September 17, 2007
 
IQALUIT - Climate change is not hurting polar bear populations in the Davis Strait area of Nunavut, according to Dr. Mitch Taylor, manager of wildlife research and a polar bear biologist with the GN's Department of Environment.

In fact, polar bear populations along the Davis Strait are healthy and their numbers increasing, an ongoing study is indicating.

Reports in national and international press have projected that two-thirds of the world's polar bear populations will be lost within 50 years due to the loss of sea ice.

Canada has two thirds of the world's polar bears. Nunavut is home to 12 of Canada's 13 polar bear populations, totalling an estimated 14,780.

...

The results of their study have yet to be released, but Taylor revealed last week that the numbers would be contrary to those released by the U.S. Geological Survey.

"Results will confirm hunters' impressions, that the polar bear population is productive," Taylor said.

...

"We could be looking at the possibility of increasing (hunting) quotas," Taylor said. "We are seeing high densities of bears in great shape."

...

While Taylor doesn't dispute that climate change is happening, he thinks that recent worries over polar bear population loss is extreme and premature.

"They are generalizing to the rest of the world that we are losing them ... How can our observations be in such dire opposition to theirs?"

 

Sjá alla greinina hér. 

 

Eitthvað er þetta nú á skjön við það sem við höfum verið að lesa og heyra...

Kemur þetta á óvart?    Hefur þeim virkilega fjölgað eftir allt saman?

Stundum veit maður hreint ekki hverju maður á að trúa. 

 

Hvað sem þessu líður, þá skulum við njóta fallegu bangsamyndanna sem eru hér og taka lífinu með ró eins og þessi bangsi gerir greinilega. 

 

c_documents_and_settings_llbmbh_my_documents_my_pictures_mislegt_image003

 

 

 Fleiri fallegar myndir hjá Paul Nicklen


Vetni er ekki orkugjafi

225px-Alessandro_VoltaVetni er ekki orkugjafi, var fyrirsögn fréttanna í dag. Þetta hélt ég að allir viti bornir menn vissu vel. Vetni er ekki orkugjafi, heldur orkuberi eða orkumiðill. Nota má vetni til að geyma orku eða flytja orku milli staða, en svo vill til að einnig má nota rafeindir til hins sama. Það hafa menn gert í yfir 200 ár, eða síðan Alessandro Giuseppe Antonio Anastasio Volta,  eða Alexander Volta eins og við þekkjum hann, fann upp rafhlöðuna árið 1800. Rafeindir eru miklu hentugri að öllu leyti sem orkumiðill en vetni. Svo einfalt er það.

 

Hér á landi er nú staddur Dr. Ulf Bossel sem þekkir þessi mál manna best. Hann hefur ekki mikla trú á vetni sem orkubera. Sjá færsluna frá 1. janúar 2007 sem kallast Vetni eða rafgeymar sem orkumiðill bifreiða?    Þar er tílvísun í greinar eftir Ulf Bossel.

 

 

Sjá frétt Ríkisútvarpsins frá því í dag Vetni er ekki orkugjafi.

Einfaldur samanburður á vetni og rafeindum sem orkubera: Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag ?

 .

 

Svo er það allt annar handleggur  að vetni getur verið orkugjafi, en þá þurfum við að beita kjarnasamruna sem mönnum hefur ekki tekist nema í vetnissprengjum. Hugsanlega er það að rugla fólk í ríminu. Mönnum hefur ekki enn tekist að beisla vetnisorkuna og enginn veit hvenær það tekst.

Sjá vísindavefinn um kjarnasamruna:

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? 

 

 

 

 

 

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband