Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Eldgosið og HDR (High Dynamic Range) myndataka...
HDR mynd
(Smella tvisvar á mynd til að stækka)
Við hjónin skruppum í Tröllagjá nærri fjallinu Einhyrningi til að virða fyrir okkur eldgosið síðastliðinn laugardag í ljósaskiptunum. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en í þessum pistli ætla ég að kynna ljósmyndatækni sem getur, þegar vel tekst til, skilað einstökum myndum. Tæknin kallast HDR, sem stendur fyrir High Dynamic Range imaging.
Myndin sem trónir efst á síðunni er tekin þannig, en er ekkert merkileg né sérstök að öðru leyti. Þar sem ég á hana til bæði sem HDR og venjulega, og þar sem eldgosið er á allra vörum, nota ég hana sem dæmi.
-
Skoðum nú myndina hér fyrir neðan. Hún er "venjuleg", nánast eins og hún kom beint úr myndavélinni. Þó hefur verið reynt að bæta hana smávegis með myndvinnsluforriti. Ekkert óvenjuleg sem slík. Myndin er þó miklu verri en ég upplifði myndefnið á staðnum, því ég sá landslagið og himininn vel.
Sólin var rétt komin niður undir sjóndeildarhringinn og rökkrið farið að skella á. Ég var ekki með þrífótinn, þannig að hristivörnin í 17-85mm linsunni fyrir Canon 400D myndavélina kom sér vel. Myndin er sæmilega skörp, en birtuskilin afleit.
Þegar maður tekur myndir við svona aðstæður er er erfitt að lýsa myndina rétt. Annað hvort verður himininn alltof ljós eða landið alltof dökkt. Oft er útilokað að ná hvoru tveggja rétt lýstu samtímis. Myndirnar verða leiðinlegar.
Venjuleg mynd.
(Þetta er reyndar 1/3 af HDR myndinni).
Til að búa til HDR mynd eru teknar þrjár (stundum fimm) myndir af sama myndefninu, en með mismunandi stillingum. Ein myndanna er "rétt" lýst eins og myndavélin vill hafa hana, þ.e. myndavélin reynir að ná bæði landslaginu og himninum sæmilega lýstum, önnur er lýst mun lengur til að landslagið sjáist, og sú þriðja er lýst mun skemur til þess að skýin komi vel fram. Oft lýsir maður venjulega samkvæmt ljósmælingu, fjórfalt lengur (+2 stopp) og fjórfalt skemur (-2 stopp). Litlu myndirnar hér fyrir neðan sýna þessar þrjár útgáfur af myndinni. Sérstakt forrit er síðan notað til að fella þessar þrjár myndir saman. Ég notaði Photomatix Pro.
Best er að nota þrífót svo allar myndirnar verði eins, nota RAW (hægt með DSLR myndavélum, gefur meira birtusvið en jpg), og nota sjálfvirkt "bracketing" sem lýsir sjálfkrafa myndirnar á mismunandi hátt. Það er þó hægt að ná góðum árangri á einfaldari hátt með vasamyndavél og jpg, án þrífóts. Það sakar ekki að reyna :-)
Myndirnar þrjár sem notaðar voru í HDR myndina sem er efst á síðunni.
Efsta er "rétt lýst" (í dekkra lagi), miðmyndin er undirlýst um 2 stopp, og neðsta myndin yfirlýst um 2 stopp.
Til að fella saman þessar þrjár myndir í HDR er hægt að nota t.d. Photoshop Elements 8. Árangurinn verður þokkalegur. Bestur árangur næst þó líklega með sérhæfðu forriti eins og Photomatix. Það er tiltölulega auðvelt og fljótlegt að fella myndirnar saman í HDR mynd, en þá tekur við smá nostur við að varpa myndinni svo vel sé yfir á birtusvið endanlegu myndarinnar, eða svokallað tone mapping.
---
Að lokum eru tvær myndir sem voru teknar af sólarlaginu í sömu ferð. Fyrri myndin er venjuleg, en síðari HDR. Hér gleymdi ég að stilla á RAW þannig að myndirnar voru jpg. Í þessu tilviki hefði jafnvel verið betra að taka fimm myndir í stað þriggja því sólin er ofurbjört. Það er ýmislegt að þessari HDR mynd, en hún sýnir hvernig hægt er að ná samtímis himninum, bjartri sólinni og bílunum sem koma akandi í rökkrinu. Skýin koma betur fram svo og landslagið í fjarska.
---
Viðbót 4. apríl:
Smá tilraun innanhúss.
Þetta var aðeins lítilfjörleg kynning á þessari tækni sem gefur möguleika á miklu birtusviði, miklu meira en hægt er að ná á venjulegri mynd, hvort sem er á pappír eða skjá.
Ítarefni:
Wikipedia: High dynamic range imaging
Video sem sýnir hvernig nota má Photoshop Elements 8 til að búa til HDR myndir
Vefsíða sem sýnir hvernig nota má Photoshop Elements 8 til að búa til HDR myndir
Bloggsíða: HDR - Áhugaverð nýjung í ljósmyndatækni (Kjartan Sigurðsson)
---
Hluti efstu myndarinnar. Takið eftir fólkinu efst á fjallinu
(Smella tvisvar á mynd til að stækka)
Nú er bara að prófa sjálfur HDR! Nóg er til af kennsluefni á netinu... Þetta er mun auðveldara en virðist við fyrstu sýn.
Vísindi og fræði | Breytt 5.4.2010 kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 20. mars 2010
Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alþingis- og ævintýramaður 160 ára í dag...
- Hvaða íslendingur flúði til Noregs tvítugur vegna magnaðs kveðskapar, Íslendingabrags?
- Hver orti Máninn hátt á himni skín" 21 árs gamall?
- Hver var það sem varð að flýja land fyrir skrif sín 23 ára að aldri, og nú til Bandaríkjanna?
- Hvaða höfðingjadjarfi Íslendingur var það sem Ulysses Grant Bandaríkjaforseti sendi með herskipi í rannsóknaleiðangur til Alaska, og lenti síðan á kendiríi með forsetanum, nú 24 ára?
- Hver hafði áform um að stofna ríki Íslendinga í Alaska?
- Hver hefur verið kallaður faðir nútíma blaðamennsku á Íslandi?
- Hver var fæddur 20. mars 1850, fyrir nákvæmlega 160 árum?
Auðvitað var þetta Jón Ólafsson, sem bæði fyrr og síðar fékkst meðal annars við ritstjórn fjölmargra blaða og sat á Alþingi um árabil. Hann segir af sér þingmennsku þrisvar og í eitt skipti gefur hann þá skýringu að það sé fyrir neðan hans virðinu að sitja á Alþingi með jafn heimskum mönnum og þar væru í meirihluta! Svei mér þá, ef ég skil hann ekki vel
Jón vakti snemma athygli fyrir óvenjulega ritleikni og tilþrif í ræðumennsku. Hann þótti ljóngáfaður og hafði óbilandi traust á sjálfum sér. Höfðingjadjarfur með afbrigðum og skáld gott. Líklega hefur hann verið ritstjóri fleiri blaða og tímarita en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar, en hann hóf blaðamannsferil sinn sextán ára í Latínuskólanum. Fyrstu bók sína; Hefndina, gefur hann út 17 ára og gefur þá einnig út blaðið Baldur...
Um Jón hafa verið skrifaðar tvær mjög áhugaverðar bækur sem notaðar voru sem heimild:
Hjörtur Pálsson: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1975.
Gils Guðmundsson: Ævintýramaður - Jón Ólafsson ritstjóri. Vaka-Helgafell 1987.
Það er væri auðvitað gjörsamlega út í hött að ætla sér að gera ævi Jóns einhver skil í stuttu afmælisspjalli, og því verður þessi umfjöllun mjög yfirborðskennd. Einungis örstutt spjall á léttum nótum, enda ekki annað viðeigandi á afmælisdegi.
Jón var varla tvítugur þegar hann varpaði sprengju inn í samfélagið með kvæði sínu Íslendingabrag. Kvæðið birtist í Baldri 19. mars 1870, daginn fyrir tvítugsafmæli hans. Nótusett yfir heila síðu. Íslendingabragur var ortur undir sjálfum baráttusöng frönsku byltingarinnar, Marseilleansinum. Það dugði ekkert minna. (Þrísmella á mynd).
Sjaldan hefur meiri skruggu slegið niður á voru landi en þegar Íslendingabragur kom á prent", skrifaði tengdasonur Jóns í ritgerð um hann. Fyrst urðu menn alveg orðlausir, klumsa, að nokkur skyldi þora að yrkja og tala svona! En svo hljóp kvæðið eins og eldur í sinu um endilangt Ísland og vakti mönnum hug og djörfung. Það varð því kvæði að þakka, segja kunnugir menn, að stjórnarbótin varð að áhugamáli almennings".... "Íslendingabragur fór um landið eins og eldibrandur, og Jón var ofsóttur fyrir. Aldrei hefur hann líklega átt sökóttara á ævi sinni".
Það er skemmst frá því að segja, að útgáfa Baldurs var stöðvuð, sakamál var höfðað þar sem Jón varði sig sjálfur. Þurfti auðvitað ekki hjálp annarra. Jón var dæmdur í undirrétti í 50 ríkisdala sekt, málið fór fyrir landsyfirrétt þar sem Jón fékk vægan dóm, en stiftamtmaður áfrýjaði tafarlaust til hæstaréttar. Þar voru gleraugu dómaranna aldönsk og Jóni leist ekki á blikuna og flýði til Noregs 15. október. Hann dvaldi þar í rúmt ár og kynntist þar fremstu andans mönnum Norðmanna eins og Björnstjerne Björnson...
Íslendingabragur
Vaknið! vakið! verka til kveður
váleg yður nú skelfinga tíð!
Vaknið ódeigum Ýmishug meður:
ánauð búin er frjálsbornum lýð!
Þjóðin hin arma, hamingju horfna
heillum og frelsi vill stela oss frá
og níðingvaldi hyggst oss hrjá,
hyggur okkur til þrælkunar borna.
Án vopna viðnám enn
þó veitum, frjálsir menn!
og ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekkir tíð.
En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja
og flýja í lið með níðingafans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands.
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi,
daprasta formæling ýli þeim strá,
en brimrót, fossar, fjöllin há
veiti frið stundar-langan þeim eigi.
Frjáls því að Íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan Íslending.
Lúta hljótum vér lægra í haldi,
lýtur gott mál, því ofbeldi er rammt!
En þótt lútum vér lyddanna valdi,
lútum aðeins nauðugir samt!
Frelsisins sjálfir ei flettum oss klæðum,
frjálsir vér samþykkjum aldregi rangt!
Því víst oss hefnt þess verður strangt!
Von um uppreisn oss brenni í æðum!
Það þussa þjóð er geymt,
sem þeygi oss er gleymt!
Því ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekki tíð.
---
Um það leyti sem Jón fer til Bandaríkjanna 23 ára gamall og landflótta í annað sinn, nú vegna greinarinnar Landshöfðingja-hneykslið" í Göngu-Hrólfi, voru vesturferðir Íslendinga nýhafnar. Litla ísöldin réði enn ríkjum og veðráttan var ómild á Íslandi. Jón gerist einn af leiðtogum Íslendinga í Vesturheimi og vildi að þeir stofnuðu voldugt ríki í Alaska. Bandaríkjaforseta var skrifað bréf, Jón fór ásamt öðrum þvert yfir Bandaríkin þar sem herskipið Portsmouth beið Jóns og félaga hans, sem skráðir voru sjóliðar í hernum, að undirlagi Bandaríkjaforseta og flutti þá norður til Alaska á 24 dögum þar sem þeir skoðuðu landkosti og leist vel á. Siglt var sömu leið til baka, haldið þvert yfir Bandaríkin þar sem ítarleg skýrsla var skrifuð í New York. Bæði á íslensku og ensku. Jón gekk á fund Ulysses Grant Bandaríkjaforseta og afhenti skýrsluna...
Myndin af Jóni sem er hér fyrir ofan er tekin í Alaskaförinni og er Jón þar í einkennisbúningi bandaríska flotans.
Bróðursonur Jóns, Björn Pálsson (Ólafssonar skálds) Kalman (sá hinn sami og gæti hafa verið fyrirmynd austuríska snillingsins Stefan Zweig í sögunni Manntafl), sagði frænda sínum, Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, og hafði það eftir afa hans, Jóni Ólafssyni , að Grant forseti og Jón hefðu sest að sumbli, eftir að Jón afhenti forsetanum skýrslu Alaskafaranna. Vel fór á með þeim. Og kom þar brátt að þeim þótti fullþröngt um sig í Hvíta húsinu og lögðu leið sína á helstu knæpur Washingtonborgar. Þegar þeim tók að leiðast, héldu þeir aftur heimleiðis, og fylgdi Jón forsetanum að dyrum Hvíta hússins. Grant vildi þá halda áfram, en Jón kvaðst vera orðinn of syfjaður og slæptur og hafnaði boðinu. Grant sagðist þá myndu blóta Bakkus einn, en hafði orð á því að sér væri fjár vant. Jóni fannst hægur vandi að bæta úr því og sagði Bandaríkjaforseta að hann skyldi lána honum hálfan silfurdal sem hann væri með á sér. Því tók Grant fegins hendi, enda orðinn þurrbrjósta. Við svo búið kvöddust þeir, og er óvíst með öllu að þeir hafi sést eftir það. Auðvitað var talað um það að hinn íslenski lánadrottinn vitjaði fjárins við hentugleika, en það fórst fyrir, svo að þaðan í frá gat Jón Ólafsson spaugað með það, þegar honum sýndist, að hann teldi til skuldar hjá Bandaríkjaforseta. Afkomendur Jóns telja sig nú eiga tilkall til silfurdalsins hálfa og munu væntanlega innheimta hann við fyrstu hentugleika þegar þeir eiga leið um Washingtonborg ...
-
Ekkert varð þó úr landnámi Íslendinga í Alaska og Jón sneri aftur til Íslands 1875. Síðan fór hann aftur til Vesturheims og gerðist ritstjóri Lögbergs og síðan Heimskringlu. Jón var aðalhvatamaður að Íslendingadags-hátíðinni í Winnipeg sem haldin hefur verið óslitið síðan 1890. Árið 1893 gaf Jón út mánaðarritið Öldina, sem var afbragðsgott menningarrit og birti úrvals skáldskap, fræðsluefni og menningarumræðu. Stephan G. orti mikið í Öldina. Jón sneri aftur til Íslands og sat m.a. á þingi um skeið. Jón var allgott skáld og hann hefði gjarnan viljað rækta þá gáfu betur. En hann var ákafur athafnamaður og hafði því lítið tóm til yrkinga. Á Alþingisvefnum má lesa æviágrip Jóns.
-
Jæja, það er ástæðulaust að þreyta afmælisgesti á meira rausi um Jón. Bækling hans um Alaska, Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslensku sendinefndar um stofnun íslenskrar nýlendu" má lesa með því að smella hér. Þar er allt lesmálið að finna ásamt nokkrum myndum sem nappað var úr bókunum sem minnst er á hér að ofan. Það er gaman að sjá hve vönduð og ítarleg þessi skýrsla er. Bæklingurinn er m.a. varðveittur á bókasafni Bandaríkjaþings, Library of Congress.
Þess má að lokum geta að Jón Ólafsson var langafi tveggja sem sést hafa á Moggablogginu; Þess sem þessar línur ritar og Halldórs Jónssonar. Líklega hefur Jón Ólafsson verið einn mesti bloggari sem Ísland hefur alið, þó svo að hann hafi ekki haft yfir öðru stílvopni að ráða en sjálfblekungi sem hann mundaði óspart. Hann þurfti hvorki tölvu né Internet til að koma sínum hugmyndum á framfæri...
Til hamingju með daginn ágæti langafi
--- --- ---
Svo vill til, að hinn ágæti útvarpsmaður Guðmundur Andri Thorsson hefur undanfarin fjögur sunnudagskvöld fjallað um Jón Ólafsson í þáttum sínum Andrarímum. Hlusta má á þættina á vef RÚV, t.d. með því að hlaða niður mp3 skrám. Best er að hlaða þeim niður með því að hægrismella á þær (Save link as), og nota síðan t.d. Windows Media Player til að hlusta á þær. Smella hér.
Eða smella hér beint á skrárnar: 2010.02.21.mp3, 2010.02.28.mp3, 2010.03.07.mp3 & 2010.03.14.mp3
Athugið að umfjöllunin um Jón er frekar aftarlega í hljóðskránum, en auðvelt er að fara fram og aftur í tíma með sleðanum sem er í forritinu sem nptað er til að hlusta...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 13. mars 2010
Norðurljós á Satúrnusi og geimveðrið --- Myndir og myndbönd...
Ekki bara norðurljós, heldur auðvitað einnig suðurljós.... Allir hafa séð norðurljósin dansa á himninum, en hve margir hafa séð norðurljós á öðrum reikistjörnum? Þau eru einnig þar, það er að segja ef reikistjörnurnar hafa nægilega öflugt segulsvið til að fanga rafagnir frá sólinni. Þannig eru engin norðurljós á Venusi og Mars, en undurfögur á Satúrnusi og Júpíter. Satúrnus ber þó af í fegurð.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir og myndbönd af norðurljósum á þessari fallegu reikistjörnu. Sjón er sögu ríkari - njótið myndanna!
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. mars 2010
Flugvélar framtíðarinnar verða margar hverjar rafknúnar - Myndbönd...
Þessi draumur er orðinn að veruleika. Þessi fallega tveggja manna flugvél á myndinni er rafknúin og því næstum hljóðlaus. Þetta er alvöru flugvél í fullri stærð, en ekki leikfang. Flugvélin er kínversk og kallast Yuneec e430. (Yuneec er borið fram eins og unique). Sjá myndir og myndbönd hér.
Áður hefur verið fjallað um rafknúnar mannbærar flugvélar í pistlinum: Rafknúnar alvöru flugvélar - Myndir og myndbönd
Sjón er sögu ríkari:
Þessi stóra B-50 sprengjuflugvél sem er í eigu Tony Nijhuis er rafknúin. Ekki þó mannbær eins og Yuneec:
Vísindi og fræði | Breytt 8.3.2010 kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. mars 2010
Heimur á heljarþröm - Yfirvofandi loftslagsbreytingar...
Undanfarið hafa verið í fréttum fjölmiðla heimsins ógnvænlegar lýsingar á ástandinu í lofthjúpi jarðar. Fyllsta ástæða er til að gefa þessu gaum, því ógnvaldurinn er allt um kring, ósýnilegur og undirförull
Lesið meira í tilefni þess að helgin er í nánd...
Hér fyrir neðan eru allmargar tilvitnanir í fréttir. Orðréttar á frummálinu.
The Arctic Ocean is warming up, icebergs are growing scarcer and in some places the seals are finding the water too hot, according to a Commerce Department report published by the Washington Post. Writes the Post: Reports from fishermen, seal hunters and explorers. . . all point to a radical change in climate conditions and . . . unheard-of temperatures in the Arctic zone . . . Great masses of ice have been replaced by moraines of earth and stones . . . while at many points well-known glaciers have entirely disappeared.
Ljótt að lesa þessa frásögn sem er úr Washington Post 2. nóvember. Reyndar var það fyrir níu áratugum, eða árið 1922. Hér fyrir neðan eru fleiri úrklippur, allt frá því 1870, eða fyrir svo sem 130 árum. Nú hlýtur ástandið að vera virkilega slæmt fyrst það hefur varað svona lengi. Hvað getum við gert í málinu? Er ekki heimurinn á heljarþröm?
>>> Det er en frygtelig historie! ... Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist:
En lille fjer kan nok blive til fem høns! <<<
The climate of New-York and the contiguous Atlantic seaboard has long been a study of great interest. We have just experienced a remarkable instance of its peculiarity. The Hudson River, by a singular freak of temperature, has thrown off its icy mantle and opened its waters to navigation. - New York Times, Jan. 2, 1870
Is our climate changing? The succession of temperate summers and open winters through several years, culminating last winter in the almost total failure of the ice crop throughout the valley of the Hudson, makes the question pertinent. The older inhabitants tell us that the winters are not as cold now as when they were young, and we have all observed a marked diminution of the average cold even in this last decade. - New York Times, June 23, 1890
The question is again being discussed whether recent and long-continued observations do not point to the advent of a second glacial period, when the countries now basking in the fostering warmth of a tropical sun will ultimately give way to the perennial frost and snow of the polar regions. - New York Times, Feb. 24, 1895
Professor Gregory of Yale University stated that another world ice-epoch is due. He was the American representative to the Pan-Pacific Science Congress and warned that North America would disappear as far south as the Great Lakes, and huge parts of Asia and Europe would be wiped out. - Chicago Tribune, Aug. 9, 1923
The discoveries of changes in the suns heat and southward advance of glaciers in recent years have given rise to the conjectures of the possible advent of a new ice age - Time Magazine, Sept. 10, 1923
Headline: America in Longest Warm Spell Since 1776; Temperature Line Records a 25-year Rise - New York Times, March 27, 1933
America is believed by Weather Bureau scientists to be on the verge of a change of climate, with a return to increasing rains and deeper snows and the colder winters of grandfathers day."- Associated Press, Dec. 15, 1934
Warming Arctic Climate Melting Glaciers Faster, Raising Ocean Level, Scientist Says - A mysterious warming of the climate is slowly manifesting itself in the Arctic, engendering a serious international problem, Dr. Hans Ahlmann, noted Swedish geophysicist, said today. - New York Times, May 30, 1937
Greenlands polar climate has moderated so consistntly that communities of hunters have evolved into fishing villages. Sea mammals, vanishing from the west coast, have been replaced by codfish and other fish species in the areas southern waters. - New York Times, Aug. 29, 1954
An analysis of weather records from Little America shows a steady warming of climate over the last half century. The rise in average temperature at the Antarctic outpost has been about five degrees Fahrenheit. - New York Times, May 31, 1958
Several thousand scientists of many nations have recently been climbing mountains, digging tunnels in glaciers, journeying to the Antarctic, camping on floating Arctic ice. Their object has been to solve a fascinating riddle: what is happening to the worlds ice? - New York Times, Dec. 7, 1958
After a week of discussions on the causes of climate change, an assembly of specialists from several continents seems to have reached unanimous agreement on only one point: it is getting colder. - New York Times, Jan. 30, 1961
Like an outrigger canoe riding before a huge comber, the earth with its inhabitants is caught on the downslope of an immense climatic wave that is plunging us toward another Ice Age. - Los Angeles Times, Dec. 23, 1962
Col. Bernt Balchen, polar explorer and flier, is circulating a paper among polar specialists proposing that the Arctic pack ice is thinning and that the ocean at the North Pole may become an open sea within a decade or two. - New York Times, Feb. 20, 1969
By 1985, air pollution will have reduced the amount of sunlight reaching earth by one half ... - Life magazine, January 1970
In ten years all important animal life in the sea will be extinct. Large areas of coastline will have to be evacuated because of the stench of dead fish. - Paul Ehrlich, Earth Day, 1970
Civilization will end within 15 or 30 years unless immediate action is taken against problems facing mankind. We are in an environmental crisis which threatens the survival of this nation, and of the world as a suitable place of human habitation. - Barry Commoner (Washington University), Earth Day, 1970
Because of increased dust, cloud cover and water vapor, the planet will cool, the water vapor will fall and freeze, and a new Ice Age will be born. - Newsweek magazine, Jan. 26, 1970
The United States and the Soviet Union are mounting large-scale investigations to determine why the Arctic climate is becoming more frigid, why parts of the Arctic sea ice have recently become ominously thicker and whether the extent of that ice cover contributes to the onset of ice ages. - New York Times, July 18, 1970
In the next 50 years, fine dust that humans discharge into the atmosphere by burning fossil fuel will screen out so much of the suns rays that the Earths average temperature could fall by six degrees. Sustained emissions over five to 10 years, could be sufficient to trigger an ice age. - Washington Post, July 9, 1971
Its already getting colder. Some midsummer day, perhaps not too far in the future, a hard, killing frost will sweep down on the wheat fields of Saskatchewan, the Dakotas and the Russian steppes. . . . - Los Angles Times, Oct. 24, 1971
An international team of specialists has concluded from eight indexes of climate that there is no end in sight to the cooling trend of the last 30 years, at least in the Northern Hemisphere. - New York Times, Jan. 5, 1978
A poll of climate specialists in seven countries has found a consensus that there will be no catastrophic changes in the climate by the end of the century. But the specialists were almost equally divided on whether there would be a warming, a cooling or no change at all. - New York Times, Feb. 18, 1978
A global warming trend could bring heat waves, dust-dry farmland and disease, the experts said Under this scenario, the resort town of Ocean City, Md., will lose 39 feet of shoreline by 2000 and a total of 85 feet within the next 25 years. - San Jose Mercury News, June 11, 1986
Global warming could force Americans to build 86 more power plantsat a cost of $110 billionto keep all their air conditioners running 20 years from now, a new study says...Using computer models, researchers concluded that global warming would raise average annual temperatures nationwide two degrees by 2010, and the drain on power would require the building of 86 new midsize power plants - Associated Press, May 15, 1989
New York will probably be like Florida 15 years from now.St. Louis Post-Dispatch, Sept. 17, 1989 (Reyndar var það öfugt 20 árum síðar).
[By] 1995, the greenhouse effect would be desolating the heartlands of North America and Eurasia with horrific drought, causing crop failures and food riots . . . [By 1996] The Platte River of Nebraska would be dry, while a continent-wide black blizzard of prairie topsoil will stop traffic on interstates, strip paint from houses and shut down computers . . . The Mexican police will round up illegal American migrants surging into Mexico seeking work as field hands. - Dead Heat: The Race Against the Greenhouse Effect, Michael Oppenheimer and Robert H. Boyle, 1990.
It appears that we have a very good case for suggesting that the El Ninos are going to become more frequent, and theyre going to become more intense and in a few years, or a decade or so, well go into a permanent El Nino. So instead of having cool water periods for a year or two, well have El Nino upon El Nino, and that will become the norm. And youll have an El Nino, that instead of lasting 18 months, lasts 18 years, according to Dr. Russ Schnell, a scientist doing atmospheric research at Mauna Loa Observatory. - BBC, Nov. 7, 1997 (Næstu þrjú ár eftir 1998 réð La Nina ríkjum. Ekki El Nino).
Scientists are warning that some of the Himalayan glaciers could vanish within ten years because of global warming. A build-up of greenhouse gases is blamed for the meltdown, which could lead to drought and flooding in the region affecting millions of people.The Birmingham Post, England, July 26, 1999
This year (2007) is likely to be the warmest year on record globally, beating the current record set in 1998. - ScienceDaily, Jan. 5, 2007
Arctic warming has become so dramatic that the North Pole may melt this summer (2008), report scientists studying the effects of climate change in the field. Were actually projecting this year that the North Pole may be free of ice for the first time [in history], David Barber, of the University of Manitoba, told National Geographic News aboard the C.C.G.S. Amundsen, a Canadian research icebreaker. - National Geographic News, June 20, 2008
So the climate will continue to change, even if we make maximum effort to slow the growth of carbon dioxide. Arctic sea ice will melt away in the summer season within the next few decades. Mountain glaciers, providing fresh water for rivers that supply hundreds of millions of people, will disappear - practically all of the glaciers could be gone within 50 years. . . Clearly, if we burn all fossil fuels, we will destroy the planet we know . . . We would set the planet on a course to the ice-free state, with sea level 75 metres higher. Climatic disasters would occur continually. Dr. James Hansen (NASA GISS), The Observer, Feb. 15, 2009.
Úfff...
Fylgist nú vel með fjölmiðlunum. Hvaða fréttir af ógnvaldinum mikla flytja þeir okkur næst?
Eigum við ekki að kæla okkur aðeins. Má bjóða upp á ís?...
... og meðan við erum að kæla okkur, hvað þýðir Déjà vu sem við upplifðum?
Sjá útskýringu á okkar ylhýra hér.
Og svo ein klassísk frásögn í lokin um frétt sem er alveg sönn og kom meira að segja í blöðunum:
Eventyr af Hans Christian Andersen 1852
Det er en frygtelig historie! sagde en høne, og det omme i den kant af byen, hvor historien ikke var passeret. Det er en frygtelig historie i hønsehuset! jeg tør ikke sove alene i nat! det er godt at vi er mange sammen på hjalet! Og så fortalte hun, så at fjerene rejste sig på de andre høns og hanen lod kammen falde. Det er ganske vist!
Men vi vil begynde med begyndelsen, og den var i den anden kant af byen i et hønsehus. Solen gik ned og hønsene fløj op; en af dem, hun var hvidfjeret og lavbenet, lagde sine reglementerede æg og var, som høne, respektabel i alle måder; idet hun kom til hjals, pillede hun sig med næbbet, og så faldt der en lille fjer af hende.
Der gik den! sagde hun, jo mere jeg piller mig, des dejligere bliver jeg nok! Og det var nu sagt i munterhed, for hun var det muntre sind mellem de høns, i øvrigt, som sagt, meget respektabel; og så sov hun.
Mørkt var det rundt om, høne sad ved høne og den, som sad hende nærmest, sov ikke; hun hørte og hun ikke hørte, som man jo skal i denne verden, for at leve i sin gode rolighed; men sin anden naboerske måtte hun dog sige det: Hørte du hvad her blev sagt? Jeg nævner ingen, men der er en høne, som vil plukke sig, for at se godt ud! var jeg hane, ville jeg foragte hende!
Og lige oven over hønsene sad uglen med uglemand og uglebørn; de har skarpe ører i den familie, de hørte hvert ord, som nabohønen sagde, og de rullede med øjnene og uglemor viftede sig med vingerne: Hør bare ikke efter! men I hørte sagtens hvad der blev sagt? Jeg hørte det med mine egne ører, og man skal høre meget før de falder af! Der er en af hønsene, som i den grad har glemt, hvad der skikker sig en høne, at hun sidder og piller alle fjerene af sig og lader hanen se på det!
Prenez garde aux enfants! sagde uglefader, det er ikke noget for børnene!
Jeg vil dog fortælle genbougle det! det er sådan en agtværdig ugle i omgang! og så fløj mutter.
Hu-hu! uhuh! tudede de begge to og det lige ned i genboens dueslag til duerne. Har I hørt det! har I hørt det! uhuh! der er en høne, som har plukket alle fjerene af sig for hanens skyld! hun fryser ihjel, om hun ikke er det, uhuh!
Hvor? hvor? kurrede duerne!
I genboens gård! jeg har så godt som selv set det! det er næsten en upassende historie at fortælle! men det er ganske vist!
Tror, tror hvert evige ord! sagde duerne, og kurrede ned til deres hønsegård: Der er en høne, ja der er somme der siger, at der er to, som har plukket alle fjerene af sig, for ikke at se ud som de andre og således vække hanens opmærksomhed. Det er et voveligt spil, man kan forkøle sig og dø af feber, og de er døde begge to!
Vågn op! vågn op! galede hanen og fløj op på plankeværket, søvnen sad ham endnu i øjnene, men han galede alligevel: Der er tre høns døde af ulykkelig kærlighed til en hane! de havde plukket alle fjerene af sig! det er en fæl historie, jeg vil ikke beholde den, lad gå videre!
Lad gå videre! peb flagermusene, og hønsene klukkede og hanerne galede: Lad gå videre! lad gå videre! og så fór historien fra hønsehus til hønsehus og til sidst tilbage til stedet, hvorfra den egentlig var gået ud.
Der er fem høns, hed det, som alle har plukket fjerene af sig, for at vise, hvem af dem der var blevet magrest af kærestesorg til hanen, og så hakkede de hinanden til blods og faldt døde ned, til skam og skændsel for deres familie og til stort tab for ejeren!
Og hønen, som havde mistet den løse lille fjer, kendte naturligvis ikke sin egen historie igen, og da hun var en respektabel høne, så sagde hun: Jeg foragter de høns! men der er flere af den slags! Sligt skal man ikke fortie, og jeg vil gøre mit til, at den historie kan komme i avisen, så går den landet over; det har de høns fortjent og familien med!
Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist: En lille fjer kan nok blive til fem høns!
Vísindi og fræði | Breytt 9.3.2010 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Röng þýðing seljanda sjónvarpstækja á hugtakinu contrast - Birtuskil en ekki skerpa...!
Flestir seljendur sjónvarpstækja nota kolranga þýðingu á hugtakinu contrast. Þýða hugtakið sem skerpu.
Contrast hefur réttilega verið þýtt sem birtuskil á íslensku, enda lýsir það hugtakinu vel.
Í auglýsingum má lesa til dæmis "skerpa 10.000:1". Þar ætti að standa "birtuskil: 10.000:1".
Að nota orðið skerpa fyrir contrast er undarlegt. Eiginlega bendir það til þess að viðkomandi sjónvarpsverslanir hafi aldrei komið nálægt ljósmyndun, þó svo að margar þeirra selji jafnframt dýrindis myndavélar.
Skerpa er aftur á móti rétt þýðing á orðinu sharpness. Myndir sem ekki eru í fókus hafa lélega skerpu. Þetta vita flestir aðrir en seljendur sjónvarpstækja, svo undarlegt sem það nú er.
Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um birtuskil:
"Birtuskil eða andstæða (e. contrast) segja til um birtuhlutfallið milli hvítasta hvíta litarins og svartasta svarta litarins. Í sjónvarpstækjum er birtuskilum lýst sem hlutfalli eins og 1200:1, 5000:1 eða 20.000:1 svo dæmi séu tekin. Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta. Birtuskilin eru ekki síður mikilvæg en upplausnin því þau segir til um birtudýptina í myndinni".
Seljendur sjónvarpstækja: Takið ykkur nú á! Ef þið seljið einnig myndavélar þá verið þið að gæta ykkar á að rugla ekki saman hugtökum! Það er ekki traustvekjandi
Veit einhver um sjónvarpsauglýsingu þar sem orðið birtuskil er notað? Í auglýsingum og leiðbeiningum fyrir myndavélar virðist orðið þó yfirleitt vera rétt notað.
Vísindavefurinn: Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?
Tölvuorðasafnið: Contrast: Birtuskil.
Afsakið nöldrið...
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði