Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Halastjarnan Holmes sem sést hefur undanfarið

 Halastjarnan Holmes

Líklega hafa ekki margir Íslendingar komið auga á halastjörnuna Holmes sem enn má sjá á himinhvolfinu. Veðrið hefur verið með eindæmum leiðinlegt og hentað illa fyrir stjörnuskoðun, ljósmengun truflar, og svo er halastjarnan Holmes halalaus séð frá jörðinni. Bloggarinn sá hana þó 18 nóvember þar sem hún var í stjörnumerkinu Perseus hátt á norð-austur himninum. Hún líktist frekar litlum skýjahnoðra á stærð við tunglið en halastjörnu. Hún sást ekki með berum augum vegna ljósmengunar, en nokkuð vel með handsjónauka (Canon 15x50-Image Stabilizer).

Í sjónaukanum leit halastjarnan út nokkurn vegin eins og sést á myndinni, sem tekin er sama dag en fengin að láni á netinu. Myndin er þó öllu skarpari en sú sem sást með handsjónaukanum.

Halastjarnan Holmes er um margt óvenjuleg. Til dæmis jókst birtustig henna skyndilega milljónfalt 24. október, öllum að óvörum. 

 

Ítarefni:

 
Comet Holmes from the Hubble Space Telescope,  Astronomical Picture of the Day  

Halastjarna á himni skín, bloggpistill 

Halastjarnan McNaught kveður með stæl, bloggpistill

Betlehemsstjarnan, grein eftir Þorstein Sæmundsson. (Í tilefni þess að Jólin nálgast).

 


Skýring á hremmingunum sem hrjáð hafa fjármálamarkaðinn undanfarið

Á þessu áhugaverða myndbandi er skýring á mannamáli á þeim miklu hremmingum sem skekið hafa fjármálamarkaði heimsins undanfarið. Meðal annars er fjallað á gamansaman hátt um íbúðalán og áhrif kreppunnar á lífeyrissjóði ...  

Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sá hlær best sem síðast hlær, en hver skyldi það vera? Við? Bankinn? Einhver annar?  Hverjir eru það sem sitja uppi með sárt ennið?

Myndbandið er um 8 mínútna langt.    Góða skemmtun Smile

 

 

 

 

Ítarefni:

Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum


Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum !!!

Á þrem árum hafa vextir íbúðalána hækkað úr 4,15%  í 6,40% (KB, en þar eru vextir reyndar 7,15% ef fólk er ekki í viðskiptum við bankann), eða um 54% !  


Á þrem árum hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað úr 184 í 357   (okt. ´04 til okt. '07 skv. http://www.fmr.is/?PageID=448&NewsID=1301 ) eða um 94%  !

Sem sagt 54% dýrari lán til að greiða 94% dýrara húsnæði !!!

Svo hefur auðvitað húsaleigan fylgt í kjölfarið og hækkað í takt við íbúðaverð og fasteignagjöld fylgja verði fasteigna, en það er önnur saga...



Með verðbótum eru vextir líklega a.m.k. 11% í dag.  Lánin eru yfirleitt annuitets-lán (jafngreiðslulán), þannig að eignamyndun er mjög hæg fyrstu árin. Þá greiða menn nánast eingöngu vexti og verðbætur. Það er ekki fyrr en á síðari hluta lánstímans sem eignamyndun fer að verða einhver að ráði. Þetta kemur mörgum verulega á óvart þegar þeir ætla að skipta um húsnæði t.d. eftir 10 ár. Þeir eiga nánast ekkert í húsinu sínu! Höfuðstóllinn hefur jafnframt hækkað verulega. Hvað varð eiginlega um allar greiðslurnar? Því miður gerir fólk sé almennt ekki grein fyrir þessu, en vaknar nánast eignalaust upp við vondan draum um fimmtugt þegar flestir vildu vera búnir að koma sér úr mesta baslinu.


Til samanburðar þá eru vextir í Bretlandi og á Norðurlöndum um 5% og höfuðstóll óverðtryggður. Jafnar afborganir af höfuðstól þannig að eignamyndun er jöfn allan lánstímann.  Helmingur höfuðstóls hefur verið greiddur þegar hálfur lánstíminn er liðinn. Fólk veit hverju það gengur að og getur skipulagt framtíðina.


Þetta er í hnotskurn samanburður á ástandinu hér á klakanum og hjá siðuðum þjóðum.

 

Er nokkur furða þó fólk flytji úr landi, eða hiki við að koma heim að loknu námi eða starfi erlendis ?

Hvað þarf fólk að hafa í tekjur til að eiga möguleika á því að eignast þak yfir höfuðið? 

Hverjum er þessi dæmalausa vitleysa á íslenskum húsnæðismarkaði að kenna ? 

Til að kóróna vitleysuna er fólki oft ráðlagt að taka lán til 40 ára. Það verður með hurðarás um öxl þar til það verður löggilt gamalmenni eða lengur !   Á lítið sem ekkert í húsi sínu um fimmtugt.  Auðvitað ætti enginn að taka húsnæðislán til lengri tíma en 25 ára.

Hverjir græða á þessari vitleysu ?   Gettu nú ! Bandit

 

Hvað er til ráða ? 

Áður en fólk tekur lán er nauðsynlegt að skoða vel alla kosti sem eru í boði. Nota þær reiknivélar sem aðgengilegar eru á netinu, eins og t.d. þá sem vísað er á hér fyrir neðan. Ekki flana að neinu. Gera áætlun sem nær yfir allan greiðslutímann.

Greiðslubyrði af 40 ára láni er ekki mikið lægri en af 25 ára láni, en heildargreiðslur miklu hærri og eignamyndun mun hægari.

Ef viðkomandi ræður við að taka óverðtryggt lán með jöfnum afborgunum af höfuðstól ætti hiklaust að skoða þann möguleika líka. Afborganir eru þá hærri fyrstu árin, en fara hratt lækkandi. Eignamyndun er jöfn allan lánstímann.

Hjá íslensku bönkunum bjóðast bæði verðtryggð og óverðtryggð lán, með jöfnum afborgunum af höfuðstól.

Rétt er að hugleiða fasteignalán þar sem höfuðstóll er í erlendri mynt. Lánin eru óverðtryggð, vextir tiltölulega lágir, en höfuðstóllinn fylgir öllum gengisbreytingum, þannig að lántakandinn þarf að vera viðbúinn skyndilegum breytingum til skamms tíma litið.

Hafa verður í huga, að verið er að skuldbinda sig áratugi fram í tímann. Betra er að leggja á sig aukna greiðslubyrði meðan maður er ungur og stefna að því að létta hana þegar aldurinn færist yfir.

Hjá bönkunum starfa ráðgjafar sem eru sérfræðingar í þessum málum. Mun betra er að fá ráð hjá þeim en sölumönnum fasteigna, sem yfirleitt hafa mun minni þekkingu á þessum flókna málaflokki. 

 

Góð reiknivél á vef Landsbankans:  http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/reiknivelar/lanareiknir

 

 

Annuitetslán_40_ár

Hinn ískaldi veruleiki á Íslandi:

Myndin hér fyrir ofan er af þessum vef Landsbankans og sýnir þróun höfuðstóls ef 25 milljón króna lán til 40 ára er tekið í dag. Miðað er við 6,4% vexti, 4% verðbólgu allan lánstímann og jafngreiðslulán (annuitet). Mánaðalegar afborganir um 146.000 kr. allan lánstímann miðað við fast verðlag. Heildargreiðslur af þessu 40 ára láni eru um 169.000.000 krónur þegar upp er staðið og viðkomandi greiðir sína síðustu afborgun, jafnvel kominn á elliheimilið Undecided


 

Jafnar_höfuðstólsafborganir_25_ár

Þetta er aftur á móti sá veruleiki sem blasir við lántakendum í Englandi og á Norðurlöndum:
Vextir 5%. Höfuðstóll óverðtryggður. 25 milljón króna lán tekið til 25 ára. Heildargreiðslur af láninu um 41 milljón krónur. Mánaðarlegar afborganir í byrjun 188.000 kr, en falla smám saman niður í 84.000 kr.  Eignamyndun jöfn allan lánstímann.  Á besta aldri getur lántakandinn farið að njóta lífsins Smile

 

 

Notið nú hinn ágæta Lánareikni Landsbankans til að skoða hina ýmsu valkosti.  


Hvar er þekking Orkuveitunnar/REI sem er metin á 10 milljarða?

Larderello-1904

Fyrsta jarðvarmavirkjunin til framleiðslu á rafmagni sem Piero Ginori Conti prins fann upp á og gangsetti í Larderello dalnum á Ítalíu árið 1904. Fullvaxin virkjun var síðan reist þar árið 1911.
Í dalnum er nú framleidd meiri orka með jarðvarma en á öllu Íslandi.

 

Undanfarið hafa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) verið mikið í fréttunum vegna útrásarinnar á sviði jarvarmavirkjanna. REI er eins og allir vita dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og hefur þekking þeirra verið metin á hvorki meira né minna en tíu milljarða króna. Fjölmargir súpa hveljur af undrun og fá dollaraglampa í augun, þar á meðal stjórnmálamenn, en aðrir sem eru jarbundnari vita að þessi þekking er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til staðar innanhúss hjá OR/REI.

Mest öll þessi þekking er aftur á móti til staðar hjá öðrum fyrirtækjum, þ.e. þeim verkfræðistofum sem hannað hafa íslensk jarðvarmaorkuver þ.e. Kröfluvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjanir og Reykjanesvirkjun, svo og hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ÍSOR).  Af þessum virkjunum er Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun í eigu OR. Á verkfræðistofunum er þessi þekking til staðar, en aðeins í takmörkuðum mæli innanhúss hjá OR og REI. Auðvitað eru ágætir verkfræðingar og jarðvísindamenn hjá OR sem koma að undirbúningi nýrra virkjana, en fjöldi þeirra er aðeins brot af þeim fjölda sem hefur komið að hönnun virkjana OR og myndi vega lítið í útrás á erlendri grund.

Hvar er þessi þekking sem metin er á 10.000.000.000 kr.? Hjá OR/REI eða hjá íslenskum verkfræðistofunum? Svarið er: Þekkingin er fyrst og fremst hjá verkfræðistofunum og ÍSOR. Segjum t.d. 10% hjá orkuveitunni og 90% hjá ráðgjöfum hennar.  Hvort hún sé tíu milljarða króna virði er svo allt annað mál, en í heimi fjármálanna er ýmislegt ofvaxið skilningi jarbundinna manna.

Erum við íslendingar stærstir og bestir á sviði jarðvarmavirkjana? Margir virðast telja að svo sé. Raunin er allt önnur. Við erum hvorki bestir né í fararbroddi, en vissulega meðal hinna bestu. Við erum fjarri því að vera stærstir. Okkar sérþekking liggur m.a. í því að beisla saltan jarðsjó eins og í Svartsengi og á Reykjanesi þar sem jarðhitasvæðin eru einna erfiðust hér á landi og jafnvel þó víðar sé leitað. Þar hefur Hitaveitu Suðurnesja tekist mjög vel til með dyggri aðstoð íslenskra verkfræðistofa og ÍSOR. Bloggarinn hefur komið að hönnun jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis í þrjá áratugi og vill því ekki gera lítið úr reynslu okkar íslenskra tækni- og jarðvísindamanna, nema síður sé, en telur sig þekkja smávegis til málsins fyrir bragðið.

 Á þessari síðu eru fáeinar myndir sem sýna jarðgufuvirkjanir erlendis. Þær eru fjölmargar víða um heim eins og sést á neðstu myndinni. Ekki bara á Íslandi. Vissulega erum við færir, en það eru hinir fjölmörgu starfsbræður okkar um víða veröld einnig.

Íslenskar verkfræði- og jarðfræðistofur búa yfir gríðarmikilli reynslu á virkjun jarðvarma sem nær yfir nokkra áratugi. Starfsmenn þeirra hafa verið djarfir og útsjónarsamir við hönnun jarðvarmavirkjana og tekist að ná góðum tökum á tækninni og þekkja mjög vel vandamál sem upp koma, m.a. vegna tæringa og útfellinga. Hjá orkuveitunum eru stafsmenn sem búa yfir mikilli reynslu varðandi rekstur jarðvarmavirkjana sem er fyrst og fremst dýrmæt fyrir viðkomandi orkuveitu. Þar starfa einnig nokkrir verkfræðingar og jarðvísindamenn með mjög góða reynslu og yfirsýn, en þeir eru fáir. Allir þessir aðilar hafa verið mjög störfum hlaðnir undanfarið og hafa vart tíma til að líta upp úr þeim verkefnum sem bíða hér á landi. Hvort er viturlegra að nýta þessa þekkingu eins og hingað til í því skyni að nýta íslenskar náttúruauðlindir Íslendingum til hagsbóta, eða flytja hana úr landi útlendingum til örlítils hagræðis?

Við verðum fyrst og fremst að vera raunsæ.

 

Larderello-steam-1911

 Ítalskir jarðgufumenn að störfum við að beisla jarðvarmann í Larderello árið 1911

 

Larderello í dag

 Larderello svæðið í dag þar sem framleidd er meiri raforka með jarðvarma en á öllu íslandi.

 

Wairakei á Nýja Sjálandi

 Wairakei jarðhitasvæðið á Nýja Sjálandi

 

Geysissvæðið í Bandaríkjunum

 Ein af 20 virkjunum á Geysis svæðinu í Bandaríkjunum.
 

Hatchobaru í Japan 
Hatchobaru jarðgufuorkuverið í Japan
 

 

Geothermal_Power_Plants 
Jarðvarmavirkjanir eru víða um heim

 

 Ítarefni:

Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna

Verktækni blað verkfræðinga og tæknifræðinga; sjá leiðarann "Hvaða þekkingu á að selja" sem fjallar um sama mál og hér. 

Introduction to Geothermal Energy - Slide Show 


Orkuveitan heima. Allir syngja með !

 

Þetta skemmtilega myndband barst óvænt Smile

Höfundur er óþekktur Bandit

 

 

 Á myndbandinu má sjá orkuver Hitaveitu Suðurnesja. Er verið að gefa eitthvað í skyn? Halo


Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars

 Victoria gígurinn á Mars

Myndin sýnir Viktoríu gíginn á Mars.
Þessi mynd er reyndar aðeins samþjöppuð úr risastórri panóramamynd sem vísað er á í textanum hér fyrir neðan.

 

Litli fjarstýrði og sólarknúni jeppinn Opportunity hefur verið að aka um reikistjörnuna Mars undanfarin tvö ár. Hann hefur verið að sniglast umhverfis Viktoríu gíginn undanfarna mánuði og fann örugga leið niður í hann. Hann er nú kominn niður í gíginn og er að rannsaka jarðlögin þar (eða segir maður kannski að hann sé að rannsaka marslögin?).

Myndin sem fylgir þessari grein er samsett úr miklum fjölda mynda sem jepplingurinn hefur sent til jarðar. Í hámarks upplausn er útsýnið stórfenglegt, sjá risastóru myndina sem er hér. (Muna eftir að þenja myndina sem birtist út með því að smella á hana).

 

Mars-jeppinn

 

Margur er knár þó hann sé smár. Það er ótrúlegt að þetta litla farartæki skuli hafa verið á ferðalagi um yfirborð Mars í yfir tvö ár við rannsóknarstörf.  Farartækið heitir Opportunity.

Af einhverjum ástæðum vekja mannlausar geimferðir miklu minni athygli en mannaðar, þó svo að árangur þeirra sé miklu meiri.

Um þessar mundir hafa tveir jepplingar, Opportunity og Spirit, ekið um víðáttur Mars á þriðja ár og sent frábærar myndir til jarðar. 

Auðvelt er fyrir áhugasama að fylgjast með þessu feralagi á netinu, en hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur til að koma mönnum á sporið.

 

 

Mars sést þessa dagana sem gul stjarna hátt á suðurhimninum fyrir sólarupprás.  Venus er aftur á móti mjög björt á suð-austur himninum.

 


 

Ítarefni:

Mars Exploration Rover Mission

Mars Daily

NASA Photojournal, Mars

NASA Photojournal, Victoria Crater

Dagbók Opportunity jeppans

Dagbók Spirit jeppans 

Frábærar myndir af yfirborði Mars á vefsíðu European Space Agency 

 


Sjörnuhimininn snemma að morgni ...

 Satúrnus séður frá Cassini geimfarinu

 Satúrnus í návígi

 

 

Þrálát úrkoma og leiðinda veður sunnanlands hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að njóta fegurðar stjörnuhiminsins að nokkru marki. Það er eiginlega synd því þessa dagana prýða þrjár reikistjörnur himininn snemma dags. Þetta eru Venus, Satúrnus og Mars. Ein þeirra er lang skærust á suð-austur himninum og fer ekki fram hjá neinum. Það er auðvitað Venus. Þar skammt frá, dálítið til hægri, er Satúrnus, en Mars er nánast í hásuðri. Það er vel þess virði að líta upp í himininn snemma morguns og reyna að koma auga á þessar reikistjörnur eða plánetur.

Á stjörnukortinu hér fyrir neðan má sjá þessa þrjá nágranna okkar.  Stærra og skýrara kort má sækja hér.    Kortið er tölvuteiknað með SkyMapPro9 og gildir fyrir nokkra næstu daga. Þó svo að kortið sé teiknað fyrir stjörnuhimininn yfir Reykjavík, þá gildir það nokkurn vegin fyrir allt landið. (Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).

Fallega myndin hér fyrir ofan er af Satúrnusi.  Myndin er tekin frá Cassini geimfarinu í maí s.l. Litirnir eru því sem næst réttir.  Myndin prýðir Astronomy Picture of the Day í dag 23/10. (Hér eftir daginn í dag). Þar stendur eftirfarandi:

Explanation: Saturn never shows a crescent phase -- from Earth. But when viewed from beyond, the majestic giant planet can show an unfamiliar diminutive sliver. This image of crescent Saturn in natural color was taken by the robotic Cassini spacecraft in May. The image captures Saturn's majestic rings from the side of the ring plane opposite the Sun -- the unilluminated side -- another vista not visible from Earth. Pictured are many of Saturn's photogenic wonders, including the subtle colors of cloud bands, the complex shadows of the rings on the planet, the shadow of the planet on the rings, and the moons Mimas (2 o'clock), Janus (4 o'clock), and Pandora (8 o'clock). As Saturn moves towards equinox in 2009, the ring shadows are becoming smaller and moving toward the equator. During equinox, the rings will be nearly invisible from Earth and project only an extremely thin shadow line onto the planet.

 

Bloggarinn minnsist með ánægju þegar hann  smíðaði sér lítinn stjörnusjónauka um það leyti sem Sputnik var skotið á loft 1957. Ekki var hann flókinn; meters langur pappahólkur, sjónglerið var gleraugnalinsa með 100 cm brennivídd og augnglerið lítið stækkunargler með 2ja cm brennivídd. Hann stækkaði 50 sinnum sem var nóg til að skoða tunglin sem snúast umhverfis Júpiter og gígana á tunglinu okkar.

Á þeim tíma var ljósmengun í Reykjavík miklu minni en í dag. Því miður er nú svo komið, að stjörnuhimininn yfir höfuðborginni er nánast horfinn í glýju. Aðeins björtustu stjörnurnar sjást. Sjá grein bloggarans um ljósmengun hér.

 

Myndina sem er efst á síðunni má sjá í gríðarmikilli upplausn með því að smella hér.  Myndin er miklu stærri en skjárinn, þannig að það getur verið nauðsynlegt að smella á hana til að hún birtist í öllu sínu veldi.

 

Ítarefni:

Stjörnufræðivefurinn

Astronomy Picture of the Day (APOD) skjáhvíla sem sjálfvirkt birtir mynd dagsins frá APOD vefnum.  Mjög áhugavert.

Ljósmengun

 

Stjörnukort-október 2007-minna

 

(Norður er upp og austur vinstra megin).

Stærra og skýrara kort má sækja hér.  

Kortið er miðað við stjörnuhimininn í vikulokin. Vonandi verður farið að stytta upp þá. 

(Eftir að kortið hefur verið opnað þarf hugsanlega að smella á það til að sjá kortið í fullri stærð. Einnig má hægrismella á krækjuna og nota Save-As til að vista kortið á diskinn).


Merk grein eftir Dr. Daniel B. Botkin um umhverfismál, siðferði og hnatthlýnun.

botkin2Þekktur umhverfisfræðingur, Dr. Daniel B. Botkin, skrifaði fyrir nokkrum dögum (17. okt.) grein í  The Wall Street Journal. Í þessari grein koma fram mjög óvenjuleg og að mínu mati einstaklega skynsamleg sjónarmið.

Hann fjallar hér m.a  um afleiðingar hnatthlýnurnar fyrir lífríkið, sem hann þekkir auðvitað vel, sjónarmið kollega sinna og siðferði í vísindum,  líkanagerð til að spá fyrir um framtíðina, og hvernig hann telur rétt að bregðast við hnatthlýnun.

Ísland, Grænland og Eiríkur Rauði koma við sögu í greininni.

Ég læt vera að þýða greinina þar sem flestir Íslendinga eru vel læsir á enska tungu.

(Ég litaði textann á nokkrum stöðum þar sem mér fannst athyglisverð sjónarmið koma fram). 

 

Global Warming Delusions

By DANIEL B. BOTKIN


Mr. Botkin, president of the Center for the Study of the Environment and professor emeritus in the Department of Ecology, Evolution, and Marine Biology at the University of California, Santa Barbara, is the author of "Discordant Harmonies: A New Ecology for the Twenty-First Century" (Replica Books, 2001).

 

Global warming doesn't matter except to the extent that it will affect life -- ours and that of all living things on Earth. And contrary to the latest news, the evidence that global warming will have serious effects on life is thin. Most evidence suggests the contrary.

Case in point: This year's United Nations report on climate change and other documents say that 20%-30% of plant and animal species will be threatened with extinction in this century due to global warming -- a truly terrifying thought. Yet, during the past 2.5 million years, a period that scientists now know experienced climatic changes as rapid and as warm as modern climatological models suggest will happen to us, almost none of the millions of species on Earth went extinct. The exceptions were about 20 species of large mammals (the famous megafauna of the last ice age -- saber-tooth tigers, hairy mammoths and the like), which went extinct about 10,000 to 5,000 years ago at the end of the last ice age, and many dominant trees and shrubs of northwestern Europe. But elsewhere, including North America, few plant species went extinct, and few mammals.

We're also warned that tropical diseases are going to spread, and that we can expect malaria and encephalitis epidemics. But scientific papers by Prof. Sarah Randolph of Oxford University show that temperature changes do not correlate well with changes in the distribution or frequency of these diseases; warming has not broadened their distribution and is highly unlikely to do so in the future, global warming or not.

The key point here is that living things respond to many factors in addition to temperature and rainfall. In most cases, however, climate-modeling-based forecasts look primarily at temperature alone, or temperature and precipitation only. You might ask, "Isn't this enough to forecast changes in the distribution of species?" Ask a mockingbird. The New York Times recently published an answer to a query about why mockingbirds were becoming common in Manhattan. The expert answer was: food -- an exotic plant species that mockingbirds like to eat had spread to New York City. It was this, not temperature or rainfall, the expert said, that caused the change in mockingbird geography.

You might think I must be one of those know-nothing naysayers who believes global warming is liberal plot. On the contrary, I am a biologist and ecologist who has worked on global warming, and been concerned about its effects, since 1968. I've developed the computer model of forest growth that has been used widely to forecast possible effects of global warming on life -- I've used the model for that purpose myself, and to forecast likely effects on specific endangered species.

I'm not a naysayer. I'm a scientist who believes in the scientific method and in what facts tell us. I have worked for 40 years to try to improve our environment and improve human life as well. I believe we can do this only from a basis in reality, and that is not what I see happening now. Instead, like fashions that took hold in the past and are eloquently analyzed in the classic 19th century book "Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds," the popular imagination today appears to have been captured by beliefs that have little scientific basis.

Some colleagues who share some of my doubts argue that the only way to get our society to change is to frighten people with the possibility of a catastrophe, and that therefore it is all right and even necessary for scientists to exaggerate. They tell me that my belief in open and honest assessment is naïve. "Wolves deceive their prey, don't they?" one said to me recently. Therefore, biologically, he said, we are justified in exaggerating to get society to change.

The climate modelers who developed the computer programs that are being used to forecast climate change used to readily admit that the models were crude and not very realistic, but were the best that could be done with available computers and programming methods. They said our options were to either believe those crude models or believe the opinions of experienced, datafocused scientists. Having done a great deal of computer modeling myself, I appreciated their acknowledgment of the limits of their methods. But I hear no such statements today. Oddly, the forecasts of computer models have become our new reality, while facts such as the few extinctions of the past 2.5 million years are pushed aside, as if they were not our reality.

A recent article in the well-respected journal American Scientist explained why the glacier on Mt. Kilimanjaro could not be melting from global warming. Simply from an intellectual point of view it was fascinating -- especially the author's Sherlock Holmes approach to figuring out what was causing the glacier to melt. That it couldn't be global warming directly (i.e., the result of air around the glacier warming) was made clear by the fact that the air temperature at the altitude of the glacier is below freezing. This means that only direct radiant heat from sunlight could be warming and melting the glacier. The author also studied the shape of the glacier and deduced that its melting pattern was consistent with radiant heat but not air temperature. Although acknowledged by many scientists, the paper is scorned by the true believers in global warming.

We are told that the melting of the arctic ice will be a disaster. But during the famous medieval warming period -- A.D. 750 to 1230 or so -- the Vikings found the warmer northern climate to their advantage. Emmanuel Le Roy Ladurie addressed this in his book "Times of Feast, Times of Famine: A History of Climate Since the Year 1000," perhaps the greatest book about climate change before the onset of modern concerns with global warming. He wrote that Erik the Red "took advantage of a sea relatively free of ice to sail due west from Iceland to reach Greenland. . ... Two and a half centuries later, at the height of the climatic and demographic fortunes of the northern settlers, a bishopric of Greenland was founded at Gardar in 1126."

Ladurie pointed out that "it is reasonable to think of the Vikings as unconsciously taking advantage of this [referring to the warming of the Middle Ages] to colonize the most northern and inclement of their conquests, Iceland and Greenland." Good thing that Erik the Red didn't have Al Gore or his climatologists as his advisers. Should we therefore dismiss global warming? Of course not. But we should make a realistic assessment, as rationally as possible, about its cultural, economic and environmental effects. As Erik the Red might have told you, not everything due to a climatic warming is bad, nor is everything that is bad due to a climatic warming.

We should approach the problem the way we decide whether to buy insurance and take precautions against other catastrophes -- wildfires, hurricanes, earthquakes. And as I have written elsewhere, many of the actions we would take to reduce greenhouse-gas production and mitigate global-warming effects are beneficial anyway, most particularly a movement away from fossil fuels to alternative solar and wind energy.

My concern is that we may be moving away from an irrational lack of concern about climate change to an equally irrational panic about it.

Many of my colleagues ask, "What's the problem? Hasn't it been a good thing to raise public concern?" The problem is that in this panic we are going to spend our money unwisely, we will take actions that are counterproductive, and we will fail to do many of those things that will benefit the environment and ourselves.

For example, right now the clearest threat to many species is habitat destruction. Take the orangutans, for instance, one of those charismatic species that people are often fascinated by and concerned about. They are endangered because of deforestation. In our fear of global warming, it would be sad if we fail to find funds to purchase those forests before they are destroyed, and thus let this species go extinct.

At the heart of the matter is how much faith we decide to put in science -- even how much faith scientists put in science. Our times have benefited from clear-thinking, science-based rationality. I hope this prevails as we try to deal with our changing climate.

 

Mr. Botkin, president of the Center for the Study of the Environment and professor emeritus in the Department of Ecology, Evolution, and Marine Biology at the University of California, Santa Barbara, is the author of "Discordant Harmonies: A New Ecology for the Twenty-First Century" (Replica Books, 2001).

 

 

Ítarefni:

Viðtal við Daniel B. Botkin í New York Times

Vefsíða  http://www.danielbbotkin.com

Bækur eftir Daniel Botkin. 


Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.

Doris LesssingViðtal við Doris Lessing í RÚV vakti svo sannarlega áhuga minn á að kynnast henni nánar, og varð til þess að ég fór að lesa mér til um höfundinn. Í viðtalinu kom hún fram sem einstaklega hógvær, greindarleg og elskuleg 87 ára kona, sem eiginlega virkaði mun yngri. Það var greinilega stutt í prakkarann.  Önnur ástæða, og ekki síðri, er að ég hef tekið þátt í svokölluðum Leshring hér á blogginu  en Leshringurinn, þar sem nokkrar umræður spunnust um Lessing, hefur náð að kveikja áhuga hjá mér og fleiri bloggurum á lestri góðra bóka.  Nú á haustmánuðum hafa verið lesnar bækur eftir Milan Kundera, Þorvald Þorsteinsson og Braga Ólafsson.

Við lestur minn um viðburðarríkt líf Doris Lessing varð ég margs vísari.  Nú skil ég betur hvað liggur að baki skrifum hennar og hvað hefur mótað hana í æsku.

Líf hennar hefur verið ævintýri líkast. Hún hefur búið í Persíu (nú Íran), Rhódesíu (nú Zimbabwe), Suður Afríku og London. Mikill bókaormur í æsku. Gekk tvisvar í kommúnistaflokk, bæði í Rhódesíu og London, en yfirgaf hann endanlega þegar hún sá hvernig hann var í reynd í Sovétríkjunum. Tvígift þriggja barna móðir sem hefur upplifað miklar breytingar í heimsmálunum. Höfundur um 50 titla.

Viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar finnst mér mjög áhugavert og féll vel. Hún virðist eiga auðvelt með að hrista upp í fólki. Tilsvör hennar við spurningum oft hnyttin, og eru  það enn þrátt fyrir háan aldur. Hún byrjar daginn á að fara á fætur klukkan fimm til að gefa fuglunum við tjörn sem er nærri húsi hennar áður en hún sest við skrifborðið klukkan níu. Á erfitt með að láta verk úr hendi falla.

Hún fæddist 1919 við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.  Faðirinn var var mikið fatlaður og bitur vegna stríðsins, en móðirin mjög drífandi og fluttist með fjölskylduna milli landa í þeirri von að skapa þeim tækifæri. Æska hennar var því mjög erfið á köflum, blanda af miklum sársauka og nokkurri ánægju, eins og segir á vefsíðu hennar. Móðir hennar var mjög ákveðin og setti börnum sínum strangar lífsreglur.  Doris var sett í nokkurs konar trúboðsskóla þar sem nunnurnar hræddu hana með sögum um helvíti og fordæmingu. Hún hefur skýrt frá því að einsemdin á afskekktum bóndabænum hafi orðið til að auðga ímyndunaraflið.  Þar var oft á tíðum lítið annað hægt að gera en að láta hugann reika. Hún segir að svo geti vel verið að góðir rithöfundar hafi margir einmitt átt hamingjusnauða æsku. Skáldsögur hennar eru sjálfsævisögulegar og byggja margar á reynslu hennar í Afríku. Það er ljóst að lífið þar hefur mótað æsku hennar verulega og ritstörf síðar á ævinni.

Hún segir einhversstaðar  að hún hafi verið verið mjög þvermóðskufull í æsku og mest notað þrjú orð "I will not!". Hún var mikill bókaormur og las ýmsar bækur sem börn voru ekki vön að lesa, sumar nánast "fullorðinsbækur".  Krókurinn beygðist snemma hjá henni, því hún skrifaði leikrit (einþáttung) aðeins 10 ára gömul þar sem söguhetjurnar voru konungar úr ritverkum Shakespears!     Hún fluttist að heiman aðeins 15 ára gömul til að losna undan ströngum aga móðurinnar og byrjaði þá að skrifa sögur sem hún seldi tímariti í Suður Afríku. Skólagöngu hennar lauk þegar hún var 13 ára,  en hún hefur viðað að sér gríðarlegum fróðleik með lestri og sjálfsnámi.  

Vefsíðan http://www.dorislessing.org er mjög góð og auðvelt að gleyma bæði stað og stund þegar farið er þar inn. Þar má hlusta á viðtöl, hlusta á brot úr upplestri, lesa viðtöl í ýmsum tímaritum, lesa umsagnir um bækur o.fl. Vel þess virði að koma þar við.

Líklega hafa verið þýddar um 8 bækur eftir Doris Lessing á Íslensku.

Í Leshringnum, sem ég minntist á í upphafi pistilsins, lásum við bókina Lífið er annars staðar, eftir Milan Kundera. Ævi hans á yngri árum var mjög litrík og mótaði hann mjög sem rithöfund. Óneitanlega fór ég að bera Kundera og Lessing saman í huganum og þóttist skynja eitthvað sameiginlegt.  Þó eru bækur þeirra ekkert líkar og fjalla um mjög ólík málefni. Samt er kannski eitthvað í eðli þeirra beggja sem mér hugnast vel, eitthvað sem erfitt er að koma orðum að. Líklega er það erfið og margslungin æska sem hefur mótað báða þessa höfunda á sérstakan hátt.

 

Krækjur:

Doris Lessing - A Retrospective.  Mjög áhugaverður vefur helgaður skáldinu.

Biography

Viðtal við Doris Lessing í sjónvarpi RÚV.

 "Doris Lessing Reflects on World Change"  Viðtal í Washington Post.

"More is Lessing" Viðtal í The Standard.  

 "Flipping through her golden notebook  At 86, Doris Lessing reflects on fiction, world war, feminism and the '60s" Viðtal í San Francisco Chronicle.

Leshringurinn


Hvers vegna er réttlætiskennd minni misboðið? Svarið nú ágætu bloggarar.

 Kvöldmáltíðin

Myndin hér  barst mér óvænt úr netheimum. Ekki veit ég hver höfundur myndarinnar er og ekki heldur hvernig hún kom.  Hún kom óvænt eins og svo margt annað.

Ég vona að höfundurinn fyrirgefi mér að ég skuli nota myndina. Reyndar vona ég líka að aðrir fyrirgefi mér einnig, því það er líklega ósmekklegt af mér að nota myndina af síðustu kvöldmáltíðinni hér. Á sama hátt og auglýsing Símans var að margra mati ósmekkleg. Stundum verður manni á í hita leiksins, en í ljósi þess alls þess ósmekklega sem hefur verið að gerast í stjórnmálunum undanfarið er hún höfð hér.

 

Í gær og í dag er allt mjög undarlegt. Ég veit hreinlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið.  Skil hvorki upp né niður í því sem er að gerast. Er í lausu lofti.

Margar spurningar hringsnúast í hausnum á mér. Hér eru fáein dæmi sem ég man eftir í augnablikinu. Reyndar ritskoðaði ég listann til þess að fara ekki yfir velsæmismörk.

 - Hvað er eiginlega á seyði?
 - Hvernig maður er Björn Ingi?
 - Eru einhverjir eiginhagsmunir sem liggja að baki?
 - Hvaða áhrif hefur þetta á einkavæðingu auðlinda Íslands?
 - Hvaða áhrif hefur þetta á ýmislegt annað sem skiptir máli?
 - Hvað er að gerast í REI?
 - Má vænta tugmilljarða hagnaðar af útrásinni, eða er þetta tómur misskilningur?
 - Hefur Dr. Stefán Arnórsson jarðfræðiprófessor rétt fyrir sér varðandi útrásina?
 - Hver á símann sem er á myndinni?
 - Hvaða glannalega mynd er þetta hér?

 - O.s.frv.
 - O.s.frv. 

 

Getið þið bloggarar ekki hjálpað mér? Þið megið kommentera eins og ykkur lystir hér fyrir neðan og reyna að skýra út fyrir mér hvað er á seyði.  Hjálpið mér að ná áttum.

Gjörið svo vel...   Orðið er laust.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband