Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Laugardagur, 14. september 2013
Sólsveiflan líklega búin að ná (óttalega slöppu) hámarki...
Það fer ekki á milli mála að sólvirknin hefur verið að minnka undanfarinn áratug. Vefsíða NASA þar sem myndina efst á síðunni var uppfærð 5. september síðastliðinn. Samkvæmt myndinni gæti ferillinn verið staddur í hámarki þessa dagana, en það verður þó ekki öruggt fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði. Nú er spáð sólblettatölunni 66 sem er sú lægsta síðan 1906, en þá var talan 64,2 eins og fram kemur á vefsíðu NASA sem DR. David Hathaway sér um.
http://sidc.oma.be/images/wolfmms.png Sólblettasveiflan frá um 1955
http://www.climate4you.com/images/SIDC%20AnnualSunspotNumberSince1700.gif Sólblettasveiflan frá árinu 1700 Takið eftir sólsveiflunni sem var í hámarki árið 1906 og er ámóta og nú. Lágmarkið skömmu eftir 1800 er kallað Dalton lágmarkið.
Útgeislun sólar frá 1610 samkvæmt rannsóknum Dr. Judith Lean Takið eftir Maunder lágmarkinu um það bil 1650-1710 á kaldasta tímabili Litlu ísaldarinnar og Daltom lágmarkinu um 1810, en þá var einnig svalt. http://www.geo.fu-berlin.de/en/met/ag/strat/forschung/SOLARIS/Input_data/Lean2001.pdf http://www.agci.org/docs/lean.pdf
http://www.solarham.net/pictures/regions.jpg Sólin í dag Að sólin skuli nánast vera án sólbletta í hámarki sólsveiflunnar er furðulegt.
Áhugavert fyrir áhugasama. Myndbandið og útdráttur (abstract) er hér. |
Solar Activity and Climate - Hiroko Miyahara, The University of Tokyo from Kavli Frontiers of Science on Vimeo.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. júní 2013
Flughæfni þessara þyrlna er með ólíkindum...
Þessar litlu þyrlur eru með fjórum rafmótorum og öflugri lítilli stjórntölvu sem tengist ýmiss konar skynjurum svo sem GPS staðsetningarðnema, fjölása hröðunarmælum og áttavita. Í stjórntölvunum sem eru um borð í þyrlunum er öflugur hugbúnaður sem reiknar flóknar eðlisfræðijöfnur í rauntíma og sendir boð til rafmótoranna fjögurra til að stjórna fluginu. Þessir útreikningar byggjast að miklu leyti á reglunarfræðinni (control theory) sem kemur víða við í tækni nútímans. Þar sem myndbandið er tekið innanhúss hefur staðsetningakerfi verið komið þar fyrir í stað hefðbundins GPS, en víða er farið er að nota þessar þyrlur, sem í daglegu tali hafa oft verið nefndar fjölþyrlur" sem þýðing á enska orðinu multicopter, utanhúss, og þá oftast til myndatöku. Algengast er að þyrlurnar séu með fjórum hreyflum og kallast þá á ensku quadcopter, en einnig eru til fjölþyrlur með þrem hreyflum (tricopter) sex hreyflum (hexacopter) eða átta hreyflum (octocopter). Í þessu tilviki er væntanlega einnig tenging við yfirstjórntölvu á jörðu niðri" sem samhæfir hreyfingu allra þyrlnanna. Rafmótorarnir eru þriggja fasa og stjórnað með rafeindabúnaði sem breytir jafnspennunni frá rafhlöðunni í riðspennu með breytilegri tíðni samkvæmt boðum frá stjórntölvunni. Í þessu verkefni er fléttað saman flugeðlisfræði, reglunarfræði, eðlisfræði, stærðfræði, rafmagnsfræði, tölvutækni, hugbúnaði og hugviti. Útkoman er vél með einstaka eiginleika. Með meiri gervigreind er hægt að láta svona búnað vinna flókin verkefni. Rafhlöðurnar (Lithium-Polymer) eru helsta takmörkunin í dag og takmarka flugtímann, jafnvel þó orkuinnihald þeirra sé mun betra en mögulegt var að ná fyrir fáeinum árum. Sjón er sögu ríkari. Það er vel þess virði að horfa á allt myndbandið og sjá hvers svona fjölþyrlur eru megnugar. Myndbandið er frá TED.
|
Þriðjudagur, 7. maí 2013
Ekki nein venjuleg flugsýning...
Aðeins fyrir þá sem ánægju hafa af flugsýningum. Þetta er þó ekki nein venjuleg flugsýning, því þarna sjást atriði sem aðeins útvaldir hafa séð Myndatakan er eiginlega bara nokkuð góð... Nauðsynlegt er að horfa á sýninguna í HD, helst HD1080, og í fullri skjástærð. Til þess er hægt að smella hér og síðan á tannhjólið og kassann sem eru neðst til hægri.
|
Laugardagur, 2. febrúar 2013
Þórsvirkjun hin mikla og vistvæna...
Hugsað út fyrir litla ferkantaða boxið í laufléttum dúr og kannski smá hálfkæringi...
Hvernig væri að slá nokkrar flugur í einu höggi og uppfylla samtímis óskir náttúruverndarmanna og virkjanasinna? Framleiða vistvæna orku sem ekki veldur hnatthlýnun, veldur ekki sjónmengun eða spjöllum í íslenskri náttúru, og selja hana dýru verði um sæstreng til útlanda þar sem orkukaupendur bíða í röðum eftir því að kaupa dýru verði græna, að minnsta kosti ljósgræna, orku frá Íslandi...
Hmmm... Kannski Skotar verði bara á undan okkur og setji upp Þórsvirkjun í Skotlandi... Þá þarf engan rafstreng frá Íslandi til Skotlands. Kannski voru þetta bara draumórar og kannski eigum við ekkert að vera að hugsa um einhvern sæstreng... Ææ...
Eða er einhver önnur lausn...? Jú auðvitað, við reisum álver og alla þá stóriðju sem okkur lystir á lóð Þórsvirkjunar og sleppum draumnum um sæstreng, enda flækist hann bara fyrir. Nú geta allir verið ánægðir: Náttúruverndarfólk, virkjanasinnar og stóriðjufrumkvöðlar. Engar háspennulínur milli orkuvers og iðjuvera, og þar með þarf ekki leyfi frá landeigendum, ekkert umhverfismat vegna lína til að flækja málin, og engar línur og möstur til að særa fegurðarskyn okkar. Nú, orkuflutningurinn verður ókeypis og Landsnet fær ekki krónu. Orkan verður þeim mun ódýrari. Þórsvirkjun verður að mestu niðurgrafin og sést því varla. Þórsvirkjun verður af gerð virkjana sem nefnast á misgóðu máli séstvallavirkjanir. Engir kæliturnar sem spúa út gufu eins og við kjarnorkuver og flest jarðvarmaorkuver, því sjókæling verður notuð eins og við Reykjanesvirkjun sem Verkís hannaði með miklum sóma. Engin bennisteinslykt eins og fylgir oft eggjum og jarðgufuvirkjunum. Engar borholur. Engar áhyggjur af líftíma háhitasvæða. Engin uppistöðulón, engar stíflur, engir aðrennslisskurðir. Engar vindmyllur. En, við flytjum orkuna út sem vöru sem unnin er á Íslandi af íslenskum vinnufúsum höndum og þurfum við því ekki vírspotta á sjávarbotni, en hann kostar langleiðina í þúsund milljarða og veldur því í ofanálag að rafmagnsreikningurinn heima hjá mér tvöfaldast. Högnumst þeim mun meira, og ekki veitir af... Lausnin er komin!
Það er þó eitt stórt vandamál: Það verður ekkert til að kvarta eða nöldra yfir, en gleymum því... Það má nöldra yfir einhverju öðru, en nú vita víst sumir hvað "eitthvað annað" er.
Jæja, nú er frumhönnun lokið; er ekki rétt að fara að bretta upp ermarnar og hefjast handa? Frumhönnun lokið, næst er það forhönnun, síðan deilihönnun og loks framkvæmdir. Auðvitað verður allt unnið af Íslendingum eins og öll orkuverin í Svartsengi og á Reykjanesi. Við kunnum nefnilega til verka hér á landinu bláa. Svo er það auðvitað spurningin með kæliturnana. Í 300 MW Þóríum orkuverinu sem þjóðverjar reistu fyrir 30 árum, THTR-300, voru notaðir kæliturnar, en í framtíðinni kann að vera að menn noti CO2 sem miðil fyrir túrbínurnar og sleppi kæliturnum (Brayton Cycle) í stað gufu (Carnot cycle) eða jafnvel isopentan eins og í Svartsengi (Rankine cycle), en nú er þetta víst orðið einum of tæknilegt og rétt að fara hætta þessu ábyrgðalausa skrafi... . Sjónmengandi kæliturna ætluðum við þó ekki að nota, heldur Atlanshafið til kælingar, ef með þarf. Það gera menn með góðum árangri í Reykjanesvirkjun, enda ekki mikil gufa sem sleppur út frá því orkuveri.
|
https://www.ted.com/talks/kirk_sorensen_thorium_an_alternative_nuclear_fuel
https://www.youtube.com/watch?v=N2vzotsvvkw
Þór sveiflar Mjölni og hefur Megingjörðina um sig miðjan
þegar hann berst við þursa og útrásartröll.
Tanngjóstur og Tanngrísnir draga vagninn.
Þórdunur og eldingar...
Raforka...
...
Thorium Energy Alliance
Tölvur og tækni | Breytt 21.4.2020 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 20. janúar 2013
Antikyþera reiknivélin, 2100 ára hátæknitölva...
Hátæknibúnaðurinn sem fannst árið 1901 í skipi sem sökk við eyjuna Antikyþera skammt norðvestur af Krít um 80 fyrir Krist hlýtur að teljast meðal merkustu fornminja allra tíma. Þetta er furðuflókinn tölvubúnaður eða reiknivél sem nota mátti fyrir flókna stjarnfræðilegra útreikninga. Tækið er frá því um 100 fyrir Krists burð, og því meir en 2000 ára gamalt. Hugsanlega má rekja tilvist þess til smiðju Arkímedesar þó svo hann hafi dáið um hundrað árum áður en þessi vél var smíðuð. Vel má ímynda sér að Arkímedes hafi gert frummyndina. Þetta er reyndar ekki stafræn tölva (digital computer) eins og við þekkjum í dag, heldur hliðræn tölva (analog computer) sem notar fjöldan allan af tannhjólum, gírum og öðrum vélbúnaði í stað rafeindarása. Þetta er ótrúleg smíði og mikið hugvit og þekkingu á stærðfræði ásamt smíðakunnáttu hefur þurft til að hanna og smíða gripinn. Það kemur á óvart að þessi flókni gripur er ekki mikið stærri en ferðatölva í dag. Hér hefur snillingur komið að verki. Hugvitið og þekkingin sem liggur að baki þessarar smíði er það mikil að maður fellur nánast í stafi við tilhugsunina. Hvað varð um þessa þekkingu og hvers vegna gleymdist hún? Hvernig væri þjóðfélag okkar í dag hefði þetta hugvit og tækniþekking náð að þróast áfram í stað þess að falla í gleymsku? Mikill fróðleikur er til á netinu og í fræðigreinum um Antikyþera tölvuna og verður hann ekki endurtekinn í þessum stutta pistli, en í þess stað vísað í myndbönd, myndir og vefsíður sem fjalla um þennan merkisgrip. Myndböndin er rétt að skoða í fullri skjástærð og hámarksupplausn ef þess er kostur. Nýleg mjög áhugaverð kvikmynd frá BBC um þennan merkisgrip er hér fyrir neðan.
---
Á vefsíðu hins þekkta tímarits Nature er fréttagrein um Antikyþera tölvuna hér. Myndband Nature, hluti 1 og hluti 2:
Þrjár röntgen sneiðmyndir af gripnum:
Líkan smíðað með Lego sýnir vel hve flókinn búnaðurinn er:
Líkan smíðað í stærð armbandsúrs:
Michael Wright: Líkan smíðað:
Og það virkar!:
Nútíma tölvulíkan sýnir hvernig hin forna tölva vinnur:
Áhugavert: Klukkutíma löng mynd frá BBC: Antikythera Mechanism, The Two Thousand Year Old Computer. (Horfa í fullri skjástærð og 720HD upplausn):
Ekki síður áhugavert:
"Ekkert verður til af engu. Einnig menningin, hversu frumleg hún virðist vera í fyrstu, á sér djúpar rætur, sem oft og einatt liggja víða að. Á þetta sér jafnt stað um grísku menninguna sem menningu allra annarra þjóða. Enda þótt Forngrikkir væru ákaflega gáfuð þjóð og allt léki svo að segja í höndum þeirra, var menning þeirra sjálfra svo sem engin, er þeir settust fyrst að í landinu. Á hinn bóginn urðu þeir svo skjótir til menningar og menning þeirra varð svo mikil og fögur, að það er nær óskiljanlegt, hversu bráðþroska þeir urðu, nema þeir hafi sætt því meiri áhrifum utan frá. Og ef við lítum á landabréfið, dylst okkur ekki, að svo hefur hlotið að vera. Þarna lá Egyptaland, einhver helsta bækistöð fornmenningarinnar, sunnan að Miðjarðarhafi, og áin Níl, lífæð lands þessa, kvíslaðist þar út í hafið, líkt og hún vildi spýja hjartablóði menningar sinnar út til beggja hliða..." Saga Mannsandans, Hellas, Ágúst H. Bjarnason 1950.
The Antikythera Mechanism Research Project í Grikklandi hér. Grein sem birtist árið 2008 í Nature Calendars with Olympiad display and eclipseprediction on the Antikythera Mechanism má skoða á vefnum hjá EBSCOhost.com hér. Sem handrit má lesa greinina á vef www.antikythera-mechanism.gr hér. Mjög áhugavert ítarefni við greinina má sækja á vef hist.science.online.fr hér. Grein í Nature 2010 Mechanical Inspiration má lesa hér á vef Nature.
World Mysteries: Antikythera Mechanism Universe Today: The Antikythera Time Machine.
Allar greinar sem tengdar eru þessari færslu eru aðgengilegar á netinu. Sjá hér að ofan. |
Tölvur og tækni | Breytt 26.9.2015 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. september 2012
Snillingurinn Burt Rutan flugverkfræðingur heiðraður - og álit hans á loftslagsmálunum umdeildu...
Hver kannast ekki við flugverkfræðinginn Burt Rutan stofnanda flugvélaverksmiðjunnar Scaled Composites sem hannað hefur margar nýstárlegar flugvélar, meðal annars flugvélina Voyager sem flogið var í einum áfanga umhverfis jörðina árið 1986 og aðra SpaceShipOne sem flogið var út í geiminn árið 2004 og hlaut fyrir það afrek 10 milljon dollara Ansari-X verðlaunin. Í janúar 2011 var fjallað hér á blogginu um Burt Rutan í pistlinum Goðsögnin Burt Rutan flugverkfræðingur sem er að smíða geimskipið Space Ship One - Myndband... Hér er myndband sem gert var af tilefni að hann var nýlega heiðraður með National Air and Space Museum 2012 Lifetime Achievement Trophy:
|
Annað myndband sem sýnir Space Ship Two á flugi:
Hin hliðin á Burt Rutan: Burt Rutan verkfræðingur (aerospace engineer) er vanur að rýna í mæligögn og leita að villum, enda er útilokað að ná svona langt eins og hann án þess. Hann hefur því vanið sig á gagnrýna hugsun og trúir engu nema hann sjái óyggjandi og ótvíræð gögn og skilji sjálfur hvað liggi að baki þeim. Hann vill því alltaf sjá frumgögnin svo hann getir rýnt þau sjálfur. Þannig lýsir hann sjálfum sér. Á vefsíðu Forbes birtist fyrir nokkrum dögum viðtal við Burt Rutan þar sem rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið má lesa hér: A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan Viðtalið er þarna á þrem síðum. Viðtalið er mjög áhugavert og er eins víst að margir eru honum sammála, en auðvitað margir ósammála. Burt Rutan hefur þó sýnt það og sannað að hann hefur næman skilning á lögmálum eðlisfræðinnar og kann að lesa úr tölum. Þess vegna er fróðlegt að lesa viðtalið í heild sinni.
Til að kynnast manninum nánar má benda á eftirfarandi: Vefsíða Burt Rutan þar sem hann fjallar um starf sitt og áhugamál: www.BurtRutan.com.
Glærur um flug og feira. Erindi flutt í Oskosh.: * CAGW=Catastrophic Anthropogenic Global Warming (Global climate destruction caused by human emissions of greenhouse gasses).
Google má "Burt Rutan" (Næstum hálf milljón tilvísana).
|
OP/ED
|
9/09/2012 @ 3:45PM |9,276 views
A Cool-Headed Climate Conversation With Aerospace Legend Burt Rutan
My wife Nancy and I recently enjoyed a couple of great days with Burt Rutan and his wife Tonya at their beautiful new home in Coeur dAlene, Idaho. The visit afforded an opportunity to discuss many topics of keenly shared interest, including the global warming debate. Although Burt is world renowned for his remarkable record-setting achievements in aircraft and spacecraft design, he has devoted a great deal of attention to this subject as well.
By way of brief introduction, Burt Rutan designed Voyager, the first aircraft to fly around the globe without stopping or refueling. He also designed SpaceShipOne financed by Microsoft co-founder Paul Allen which won the $10 million Ansari X-Prize in 2004 for becoming the first privately-funded manned craft to enter the realm of space twice within a two-week period. Both, along with three other of his aircraft, are on display at the National Air and Space Museum in Washington, D.C. Burts recent projects include a flying car, and the Virgin GlobalFlyer which broke Voyagers time for a non-stop solo flight around the world
Burt, as someone with such intense involvement in aerospace design and development, what got you interested in climate issues?
Even though Ive been very busy throughout my entire career developing and flight-testing airplanes for the Air Force, Ive always pursued other research hobbies in my time away from work. Since Im very accustomed to analyzing a lot of data, about three or four years ago many alarmist claims by some climate scientists caught my attention. Since this is such an important topic, I began to look into it firsthand.
Although I have no climate science credentials, I do have considerable expertise in processing and presenting data. I have also had............
...
Lesa meira með því að smella hér: http://www.forbes.com/sites/larrybell/2012/09/09/a-cool-headed-climate-conversation-with-aerospace-legend-burt-rutan/
Ef til vill þarf að smella á krækju á síðunni sem opnast "Continue to site". Þessi krækja er í horninu efst til hægri.
Prentvæn pdf útgáfa hér.
Tölvur og tækni | Breytt 26.7.2013 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2. september 2012
Flúrperur eða sparperur - hver er munurinn...? --- Hversvegna er verið að banna blessaðar glóperurnar hans Edisons...?
Flúrperur eru sparperur og sparperur eru flúrperur. Munurinn er því í raun enginn annar en sá, að það sem við köllum í daglegu tali sparperur er minna um sig og með innbyggða svokallaða straumfestu eða ballest. Svo er auðvitað skrúftengi í öðrum endanum eins og á glóperum. Þegar ég stóð í því að koma þaki yfir höfuðið fyrir rúmum þrem áratugum gerði ég strax ráð fyrir sparperum og hef því notað þær jafn lengi. Ég kom þeim yfirleitt fyrir þannig að þær veittu milda óbeina lýsingu. Ég var ekki að hugsa um orkusparnaðinn, heldur var þægilegt að koma sparperunum fyrir til dæmis bak við gardínukappa og undir skápum í eldhúsinu. Lausleg talning í huganum segir mér að ég hafi notað "sparperur" á 15 stöðum í þessi 33 ár. Auðvitað á ég við þessar aflöngu perur sem ganga undir nafninu flúrperur. Það sem við köllum sparperur í dag er nánast sama fyrirbærið, aðeins minna. Það er jafn rétt að tala um smáflúrperur eða Compact Fluorecent Lamp (CFL) eins og sagt er og skrifað í útlöndum. Aðvitað hef ég einnig töluvert notað þessar nýju litlu flúrperur. Í reynd hafa venjulegar glóperur verið í minnihluta á heimilinu undanfarið, en samt haft sinn tilgang. Stundum hef ég bölvað þessum nýju perum í sand og ösku, en kannski oftar hrósað þeim. Mér er illskiljanlegt hvers vegna verið er að banna hinar sígildu glóperur með lögum. Hvers vegna ekki að leyfa fólki að ráða. Ef smáflúrperurnar eru betri og hagkvæmari, þá mun almenningur smám saman skipta yfir í þær. Eingin þörf á skipunum frá misvitrum sjálfvitum. Menn tala um að flúrperum fylgi minni mengun eð glóperum. Er það nú alveg víst? Ekki er ég viss um það. Í þessum nýtísku smáflúrperum er bæði flókinn rafeindabúnaður og kvikasilfur. Í glóperunum er bara vír sem hitnar í lofttæmdri glerkúlu. Ekkert annað. Minni koltvísýringur myndast þegar rafmagn er framleitt fyrir flúrperur, segja menn. En á Íslandi þar sem kolakynnt orkuver þekkjast ekki? Hve mikil orka fer í að framleiða eina smáflúrperu með flóknum rafeindabúnaði? Hve mikil losun á koltvísýringi fylgir því ferli? Svo er það allt annar handleggur, er koltvísýringur, sem er undirstaða alls lífs á jörðinni, mengun? Kannski í huga sumra, en ekki allra. Kvikasilfur frá þessum perum er auðvitað hrein mengun ef það sleppur út. Óhrein mengun er víst réttara hugtak. Í sumar hef ég keypt alls fimm sparperur og notað til þess æði marga þúsundkalla. Á umbúðunum var lofað tíu ára endingu. - Ein þeirra lýsti ekkert frá byrjun nema með daufu flökatndi skini og enn ein dugði í um 10 klukkustundir þar til hún gaf upp öndina með látum og sló út öryggi í rafmagnstöflunni. Afföllin voru tvær perur af fimm eða 40%.
Eftirfarandi upptalning er byggð á reynslu bloggarans af hinum gömlu góðu glóperum og flúrperum af ýmsum gerðum. Þetta er ekki því nein vísindaleg greining... Kostir glópera
Ókostir glópera
Kostir smáflúrpera ("sparpera")
Ókostir smáflúrpera ("sparpera")
Sem sagt, í mínum huga er aðalkosturinn við flúrperur langur líftími og minni orkunotkun. Ókostirnir eru þó allnokkrir.
|
Flókinn rafeindabúnaður er í sökkli perunnar
Ljósið frá flúrperum er miklu "óhreinna" en ljósið frá hefðbundnum glóperum. Takið eftir toppunum á efri ferlinum og hvernig ljósið er mun bjartara (neðri myndin) þar sem topparnir eru. Jafnvel er um nokkra útgeislun á útfjólubláa sviðinu að ræða. Það gerir það að verkum að erfitt getur verið að taka myndir innanhúss þar sem lýsingin kemur frá flúrperum, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Margir kannast við grænleita slikju á þannig myndum. Konur verða að gæta sín þegar þær eru að farða sig í ljósi frá flúrperum - útkoman getur komið á óvart .
Nánar um litrófið frá flúrperum þar sem sjá má m.a. toppana frá kvikasilfri (mercury) hér.
|
Á næstu árum verður búið að banna allar glóperur, þar meðtalið halógenperur sem vinsælar eru m.a. í baðherbergisinnréttingum. Thomas Alva Edison, faðir lósaperunnar, sem myndin er af efst á síðunni, mun þá örugglega snúa sér við í gröfinni.
Til umhugsunar: Þetta er skrifað að kvöldi dags við ljós frá hefðbundnum vistvænum glóperum í sumarhúsi sem er hitað með raforku og hitanum frá glóperunum. Hér er nákvæmlega sama hvaðan hitinn kemur og rafmagnsreikningurinn nákvæmlega hinn sami hvort sem notaðar eru flúrperur eða glóperur. Ef skipt væri yfir í flúrperur eða "sparperur" þá hækkað hitastillirinn á ofnunum rafmagnsnotkun þeirra nákvæmlega jafn mikið og flúrperurnar spöruðu! Er það ekki makalaust? Hér myndi ég því ótvírætt menga náttúruna mun meira með því að skipta yfir í flúrperur eða smáflúrperur. Það er mér mjög á móti skapi.
Der Spiegel: 'Dictatorship of the Bureaucrats' - Light-Bulb Ban Casts Shadow over EU Democracy
Nokkur ábyrgðarlaus orð í lokin: Nú hafa evrópskir sjálfvitar bannað gömlu góðu góðarperuna með lögum og auðvitað apa íslenskir hálfvitar það eftir og gleyma því að hér á landi tíðkast ekki að framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti. Þykjast vera að bjarga heiminum, en það er víst bara byggt á misskilningi eins og margt annað á landi hér. Hvers vegna mátti ekki leyfa markaðinum einfaldlega að ráða. Hvers vegna þurftum við íslendingar að apa þessa vitleysu eftir, erum við bara svona miklir hugsunarlausir aftaníossar? Ef smáflúrperurnar eru miklu betri og hagkvæmari en glóperur þá mun fólk auðvitað nota þær. Sjálfur notar bloggarinn þær víða. Í stöku tilvikum kýs maður þó að nota hinar umhverfisvænu kvikasilfurslausu glóperur. Það má þó ekki lengur. Jæja, kannski var þetta skrifað áf eintómu ábyrgðarleysi í hita leiksins...
|
Heatballs eða hitakúlur með 95% nýtni fást hér !
Tölvur og tækni | Breytt 3.9.2012 kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 21. júlí 2012
Ný byggingareglugerð hækkar í raun hitunarkostnað verulega...
Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Hannarr skrifaði fróðlega grein í Morgunblaðið fimmtudaginn 19 júlí s.l. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að í stað þess að lækka hitunarkostnað húsnæðis, þá kemur kostnaðurinn í raun með að hækka verulega, sé tekið tillit til þess hve miklu dýrara húsnæðið verður og fjármagnskostnaður hærri. Niðustaða hans er sú að verulega auknar kröfur um einangrun húsa eigi ekki við í íslensku umhverfi og það séu mistök að þessar auknu kröfur hafi verið settar í byggingareglugerð. Útreikningar Sigurðar miðast við hitun á húsi með heitu vatni, og gilda því ekki óbreyttir um hús á þeim svæðum þar sem rafmagn er notað til hitunar. Þau eru þó í minnihluta sem betur fer. Þessi ákvæði um einangrun gætu átt við í löndum þar sem hús eru hituð með raforku og þar sem orkan er mun dýrari er hér á landi. Líklega er þetta bara "copy-paste" úr erlendum reglugerðum. Ég veit til þess að fleiri tæknimenn hafa komist að svipaðri niðurstöðu og er því full ástæða til að vekja athygli á þessu. Gefum Sigurði orðið: 1 milljarður á ári, í eigu húsbyggjenda, út um gluggann. Vegna aðkomu minnar að ýmsum útreikningum sem snerta byggingarframkvæmdir finnst mér rétt að vekja athygli á grein 13.3.2 í nýrri byggingarreglugerð, en þar er fjallað um "hámark U-gildis - nýrra mannvirkja og viðbygginga". Þær kröfur sem koma fram í þessari grein, kalla meðal annars á aukna einangrun útveggja, þaka og gólfa í nýbyggingum, um u.þ.b. 50 mm. Hvað þýðir þetta í auknum kostnaði fyrir húsbyggjendur? Ef húsbyggjandi vill byggja sér einbýlishús getur hann reiknað með að útveggjaflötur sé álíka og brúttóflötur hússins og ef húsið er á einni hæð þá er gólf- og þakflötur álíka stór og brúttóflötur hússins, hvor fyrir sig. Aukakostnaður við að byggja 200 m² hús á einni hæð vegna þessara auknu einangrunar er um 1 milljón króna. En þetta hefur fleira í för með sér Húsið hefur annaðhvort bólgnað út um þessa 5 cm í allar áttir, eða innra rými þess skroppið saman sem þessu nemur. Til að halda sama nettófleti hússins þarf þannig að stækka það um uþ.b. 3 m², til að halda sama rými innanhúss. Kostnaður vegna þessarar stækkunar er u.þ.b. 1 milljón króna og eykst því kostnaður við húsið um alls 2 milljónir króna til að fá sama nýtanlega rýmið, eða sem svarar til rúmlega 3% af byggingarkostnaði. Og hvað sparar þetta húsbyggjandanum? Reiknað er með að hús sem hafa verið byggð samkvæmt síðustu byggingarreglugerð noti um 0,8-1,0 rúmmetra af heitu vatni á ári til upphitunar á hvern rúmmetra húss (ekki neysluvatn) og þar af fari umtalsverður hluti í að hita lotfskipti hússins. 200 fermetra hús er um 660 rúmmetrar og sé reiknað með verði Orkuveitunnar á heitu vatni, sem er í dag um 125 kr/m3 (OR 119,91), er kostnaður við upphitun hússins fyrir breytingu u.þ.b. 83.000 kr. á ári. Aukin einangrun skilar húsbyggjandanum á bilinu 15-20% sparnaði, eftir því hversu mikið tapast af hita hússins með loftskiptum. Það gerir 12-17.000 í krónur í sparnað á ári. Hafi húsbyggjandinn fengið þennan viðbótarpening sem aukin einangrun kostar, að láni, þarf hann að greiða vexti af honum sem eru 4,1% auk verðtryggingar í dag, eða um 82.000 kr. á ári, og lánið stendur þá áfram í sömu upphæð, verðtryggðri. Sé litið á þennan vaxtakostnað sem hluta af upphitunarkostanði hússins og dreginn frá sparnaður í upphitun þess vegna aukinnar einangrunar hækkar þessi aukna krafa um einangrun upphitunarkostnað þessa húsbyggjanda um allt að helming, í stað þess að spara honum pening. Hér virðist eitthvað hafa gleymst í útreikningunum, eða að þeir hafi e.t.v. aldrei verið gerðir. Útkoman er sú sama í öðrum gerðum af húsum, að öðru leyti en því að tölur þar eru oftast lægri, bæði kostnaður og sparnaður, en hlutfallið er það sama og því um kostnað að ræða en ekki sparnað í öllum tilvikum. Húsbyggjandinn greiðir þennan aukakostnað og fær hann aldrei til baka í lækkuðum upphitunarkostnaði. Því má líta á þetta sem skatt á húsbyggjandann. Skattur þessi er samtals um það bil 1 milljarður króna á ári á landinu öllu sé miðað við eðlilegan fjölda nýbygginga á hverjum tíma. Fyrir þann pening mætti t.d. byggja 16 einbýlishús af ofangreindri stærð eða 43 íbúðir sem væru um 100 m² að stærð. Hver tekur svona ákvarðanir og hversu löglegar eru þær? Hverjir taka svona ákvaðranir og á hvaða forsendum? Gleymdist að reikna dæmið til enda? Er e.t.v. verið að taka upp erlenda staðla án skoðunar á áhrifum þeirra hér? Er eðlilegt og heimilt að leggja þennan skatt á húsbyggjendur? Er of seint að leiðrétta þessa reglugerð? Hér virðast vera gerðar meiri kröfur í reglugerð en er að finna í mannvirkjalögum nr. 160/2010, en þar segir um hitaeinangrun húsa: "6. Orkusparnaður og hitaeinangrun. Hita-, kæli- og loftræsingarkerfi bygginga og mannvirkja skulu hönnuð og byggð á þann hátt að nauðsynleg orkunotkun sé sem minnst með tilliti til veðurfars á staðnum en án þess að til óþæginda sé fyrir íbúana." Það skal tekið fram að þessi niðurstaða var kynnt fyrir Mannvirkjastofnun, Orkustofnun og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir nokkru og hafa þessir aðilar ekki gert athugasemdir við þessa niðurstöðu. --- --- ---
Nýju byggingareglugerðina má finna hér. Umrædd grein er á blaðsíðu 156. Því miður er ekkert efisyfirlit í þessum 178 blaðsíðna texta og því erfitt að lesa hann. Höfundum reglugerðarinnar mætti benda vinsamlegast á að í nútíma ritvinnsluforritum eins og Word er mjög auðvelt að vera með efnisyfirlit og atriðaskrá.
|
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30. maí 2012
Þverganga Venusar. Mynd sem ég tók 2004...
Myndina sem birtist með fréttinni í Morgunblaðinu tók ég fyrir átta árum. Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 11. júní 2004. Myndin er tekin með Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45 - 480mm á þessari myndavél). Ljósnæmi 100 ISO. Hraði 1/4000 sek. Ljósop f36. Sólfilterinn minn var ekki á sínum stað svo nú voru góð ráð dýr. Birtan frá sólinni var alltof mikil til þess að hægt væri að ná mynd. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Skýjabakki kom siglandi og sveif fyrir sólina. Ég lét slag standa og smelli af myndum með myndavélina stillta á minnsta ljósæmi, minnst ljósop og mestan hraða. Það tókst að ná rétt lýstri mynd með þessari hjálp... Það er alls ekki hægt að mæla með svona aðferð við myndatöku því það er stórvarasamt að horfa í sólina. Það er sérstaklega varasamt að með svona myndavélum (SLR eða DSLR) horfir maður í gegn um linsukerfið beint í sólina. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þvergöngu Venusar er hér.
|
Stjörnuáhugamenn verða víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 1.6.2012 kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 27. maí 2012
Catalína snýr aftur...
Hefur einhver séð Catlínu nýlega? Það hef ég gert og meira segja strokið henni blíðlega, enda fátt fegurra á jörðu hér. Þeir sem kynnst hafa Catalínu gleyma henni seint... :-) Hver er þessi einstaka Catalína sem margir hafa elskað? Fullu nafni heitir hún Cosolidated PBY5A Catalina og hefur stundum verið kennd við Vestfirði. Nú vakna öugglega góðar minningar hjá mörgum. Já, hún Kata, auðvitað. Hver man ekki eftir Kötunni...
Myndin hér að ofan er tekin á Reykjavíkurflugvelli snemma á sjötta áratug síðustu aldar, en myndin efst á síðunni er tekin á svipuðum slóðum fyrir fáeinum árum. Báðar eru myndirnar af Vestfirðingi TF-RVG, en munurinn er sá að Sturla Snorrason smíðaði þá sem litmyndin er af.
Catalina-flugbátar voru notaðir á Íslandi um tuttugu ára skeið hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiðum og Landhelgisgæslunni. Þetta var á árunum frá 1944 til 1963 TF-RÁN var síðasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis, en það var flugvél Lanhelgisgæslunnar sem var í notkun hérlendis 1954 til 1963. TF-RÁN kom mikið við sögu í þorskastríðinu
Sturla Snorrason er mikill smiður. Hann hannaði og smíðaði forláta líkan af Vestfirðingi sem sjá má efst á síðunni og á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem Sturla flýgur Vestfirðingi á Tungubökum í Mosfellssveit árið 2001. Það er gaman að fylgjast með gamla Catalinu flugstjóranum Smára Karlssyni sem greinilega yngist um nokkra áratugi þegar minningarnar streyma fram... Þetta líkan af gamla Vestfirðingi er einstakt. Smíðin er návæm, uppdraganleg hjólastell og uppdraganleg flot á vængendum. Flugmennirnir í stjórnklefanum hreyfa sig og svo getur líkanið flogið og hefur svipaða flugeininleika og fyrirmyndin. Sturla selur smíðateikningar, uppdraganleg hjólastell og fleira sem sjá má hér, og hér. Grein á ensku um þennan forláta grip má lesa með því að smella á hlekkina sem finna má hér. Vestfirðingur verður til sýnis í Flugskýli 1 á flugsýningunni annan í Hvítasunnu.
|
Til að fræðast meira um smíði og flug véla eins og þeirrar sem Sturla smíðaði:
Tölvur og tækni | Breytt 28.5.2012 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði