Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Nýjasta Gangverk fréttablað Verkís á afmælisári komið út - Fæst ókeypis hér :-)

 

 

 

logo-upphleypt-liggjandi-verkfraedistofa.png

 

 

Verkfræðistofan Verkís er langelsta verkfræðistofan á Íslandi og varð 80 ára á þessu ári, en árið 1932 stofnaði Sigurður Thoroddsen verkfræðistofu sína sem síðan varð einn af máttarstólpum Verkís...
Af því tilefni er sérstaklega vandað til fréttablaðsins Gangverk. Annað tölublað afmælisársins var að koma út og má nálgast það ókeypis á netinu. 


Meðal efnis aprílblaðsins er áhugavert viðtal við einn af frumkvöðlum verkfræðistofunnar Verkís, Egil Skúla Ingibergsson, sem um tíma var borgarstjóri Reykjavíkur, en hann stofnaði verkfræðistofuna Rafteikningu, sem er meðal fimm öflugra máttarstólpa Verkís.

Í blaðinu er einnig fjallað um nýjar virkjanir á norðurlandi, mývarginn mikla sem gerði mönnum lífið leitt meðan á virkjanaframkvæmdum við Sogið stóð og notkun DDT í baráttunni við hann, verkfræðingaverkföllin um miðja síðustu öld sem áttu eftir að hafa jákvæðar afleiðingar, o.m.fl. 

 

Á afmælisárinu eru þegar komin út tvö blöð, en þau verða væntanlega um fimm alls.

Öll eintök Gangverks, 21 að tölu, má nálgast hér á vefsíðu Verkís, en síðustu 5 hér fyrir neðan.

 

Það getur hentað vel að hægrismella á krækjurnar og nota Save Link As  til að vista blaðið sem pdf, og lesa það síðan með hjálp Acrobat. Stundum er auðveldara að lesa þannig en beint í vefskoðaranum.

 

 

Forsida-Gangverk-Apr-2012

Apríl 2012.  Smella hér: 2.tbl 2012

Greinar:

  • Lýsing á húsnæði og tré í tilefni afmælis.
  • Viðtal við Egil Skúla Ingibergsson stofnanda. Rafteikningar og fyrrum borgarstjóra.
  • Jarðgufuvirkjanir á Norðausturlandi.
  • Varnarefnið DDT og mývargur í Sogi.
  • Hús verkfræðingsins.
  • Frá hinu opinbera inn á stofurnar.
  • Fréttamolar.
Forsida Gangverk 1 tbl 2012

Febrúar 2012. Smella hér:  1.tbl 2012

Greinar:

  • Fyrstu ár Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
  • Viðtal við Björn Kristinsson stofnanda Rafagnatækni og prófessor emeritus.
  • Byggingarævintýri Viðlagasjóðshúsanna.
  • Jarðvarmaverkefni í Kenía.
Forsida Gangverk Des 2011

Desember 2011. Smella hér: 2.tbl 2011

Greinar:

  • Umhverfisstjórnun hjá Verkís.
  • Lífsferilsgreiningar.
  • Almenningshjólaleigur.
  • Vistvæn hönnun og vottanir.
  • Díoxín í umhverfinu.
  • Búorka.
  • Sjávarfallavirkjanir.
  • Vistbyggðaráð.
  • Hvers vegna að spá í skólp?
  • Húsasótt - hvað og hvers vegna?
Forsida Gangverk febrúar 2011

Febrúar 2011. Smella hér: 1.tbl 2011

Greinar:

  • Flokkun jarðhitasvæða.
  • Hitaveita á höfuðborgarsvæðinu.
  • Hellisheiðarvirkjun og hellisheiðaræð.
  • Jarðhitavirkjanir á Reykjanesi.
  • Auðlindagarðurinn Svartsengi.
  • Snjóbræðslukerfi í Reykjavík.
Gangverk_vor_2010-1

Vor 2010. Smella hér: 1.tbl 2010

Greinar:

  • Fyrirtækjamenning og starfsandi í sameiningu.
  • Björgunarstarf á Haíti.
  • Verkís um allan heim.
  • Ráðgjafasamningi Kárahnjúkavirkjunar lýkur.
  • Verkís á Grænlandi.
  • Engin diskókúla.
  • Andblær - loftræstikerfi.
  • Ljósgæði - Lífsgæði.
  • Vatnaflsvirkjun í Georgíu.
 
 
Fimm gamalgrónar verkfræðistofur runnu saman í eina undir nafninu Verkís árið 2008.
Fjöldi starfsmanna er 320.
 
VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen (1932)
RT - Rafagnatækni (1961)
Fjarhitun (1962)
Rafteikning (1962)
Fjölhönnun (1970)

 
 
 
afmaelismerki-upphleypt-liggjandi-consulting_1149181.png
 
 
 
 

 

1932 – 2012

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sólgosin og norðurljósin undanfarið...

 

 

 

 solblossi.jpg

 

 

Fréttir af sólblossanum mikla hafa sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum. Í framhaldinu urðu miklar segultruflanir og falleg norðurljós sáust víða um heim. Reyndar var blossinn ekki einn, heldur sex mis öflugir, og sást sá næstsíðasti snemma í gærmorgun 9. mars, og annar í dag 10. mars.  Frá sólblossanum berst kórónuskvetturnar með ógnarhraða og munu þær skella á jörðinni 11. mars um klukkan 7 að morgni (+/- 7 klukkustundir), og síðan 12. mars um klukkan 18. Það er mikið að gerast í sólblettinum AR1429!

3spaceweather-jonina3.jpgÁ hinni þekktu vefsíðu SpaceWeather.com prýddi mynd Jónínu Óskarsdóttur forsíðuna, en myndina tók hún á Fáskrúðsfirði. Mynd af síðunni, eins og hún leit út 9. mars, er hér til hliðar og má sjá hana betur með því að smella tvisvar á hana.

Því miður var að mestu skýjað á höfuðborgarsvæðinu og spáin fyrir næstu nætur ekki mjög hagstæð. Það er þó hægt að fylgjast nmeð segulstorminum á vefsíðu sem heitir því ófrumlega nafni Norðurljósaspá og má skoða hér. Þar er fjöldinn allur af beintengdum myndum sem nota má til að átta sig á því hvort norðurljós séu sýnileg eða hvort líkur séu á því að þau sjáist.

Hin frábæra og víðfræga mynd Jónínu  minnir pistlahöfund á fallega norðurljósakórónu sem birtist einn sinn skömmu fyrir eitt geimskot franskra vísindamanna sem skutu upp fjórum Dragon geimflaugum í 400 kílómetra hæð frá Mýrdalssandi og Skógasandi. Það var árin 1964 og 1965. Myndir og lýsingu af geimskotunum má sjá hér.

Svona sólblossar eru yfirleitt meinlausir, en þeir geta verið skæðir. Árið 1859 urðu menn varir við gríðarlega öflugan sólblossa sem kenndur er við Carrington. Þá var tæknin enn frekar frumstæð svo menn sluppu með skrekkinn, en í dag er næsta víst að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar.  Svona "Carrington" sólblossi á næstum örugglega eftir að valda usla á jörðinni, en það er nánast bara spurning um hvenær. Fjallað hefur verið um málið í bloggpistlum, t.d. hér.

Lesið um sólblett AR1429 og mynd Jónínu á Universe Today.

 

 

 

 Einstaklega fallegt myndaband af norðurljósum:

 

 

 

Hlustið á höggbylgjurnar brjótast út frá sólinni með því að smella hér.

Thomas Ashcraft náði þessum hljóðum með því að hlusta á tíðnisviðum radíóamatöra, 21MHz og 28MHz.



 

 

 

 


mbl.is Augu heimsins á mynd frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttlegir knattspyrnumenn - Myndband...

 

 

...Eða eru þetta krúttlegar knattspyrnukonur? 
Það skiptir kannski ekki máli, því konur eru líka menn...

...En eru þetta menn, eða kannski bara vélmenni?

Hvað sem því líður þá eru þeir mannlegir og
erfitt að verjast hlátri þegar fylgst er með tilburðum þeirra.
LoL

 

Verða knattspyrnuhetjur framtíðarinnar svona?

 

 

 

 

Hvernig er þetta gert? 

 

 

 

 

 

 

upenn_engineering_1.jpg
 
 

 http://www.seas.upenn.edu

 


Verkfræðingar við Harvard háskóla smíða býflugur með gervigreind...

 

 harvard_robobee.jpg

 

Það er ekki annað hægt að segja en að þessi tækni sem notuð er til að smíða þessi vélrænu skordýr sé stórmerkileg...   En þegar grannt er skoðað á hún margt sameiginlegt með barnabókum sem við þekkjum flest, þ.e bækur þar sem ævintýrið bókstaflega sprettur upp þegar við opnum bókina, en þannig bók er stundum kölluð sprettibók, eða pop-up book á útlensku.

Lísa í UndralandiMyndin hér til hliðar sýnir svona bók um Lísu í Undarandi. Ekki er laust við að manni líði eins og Lísu þegar maður skoðar þessa tækni. Er heimurinn að breytast í raunverulegt Undraland, eða er hann þegar orðinn það?

Í þessum pistli er meiningin að litast um í Verkfræðideild Harvard háskóla, en eins og margir vita, þá er Harvard meðal allra þekktustu háskóla. Reyndar er Harvard í göngufæri frá hinum þekkta verkfræðiháskóla, MIT - Massachusettes Institute of Technology.

 

Um er að ræða örsmátt flygildi sem er nánast vélbýfluga, eða RoboBee eins og fyrribærið er kallað. Framleiðsluferlið er einstaklega sniðugt og verður því lýst með hjálp myndanna hér fyrir neðan. Kvikindið vegur aðeins 0,09 grömm, eða tæplega 1/10 úr grammi. Smíðin á flygildinu er aðeins fyrsti áfanginn, síðar verður væntanlega bætt við litlum heila til að gefa flugunni smá vit, vídeó myndavél fyrir augu, o.s.frv.   Hvar endar þetta?

 


 

harvard_flugan3-600w.jpg

Hér er vél-býflugan nýkomin úr "púpunni" sem framleiddi hana.  Hún er greinilega ekki stór, eins og sést samanborið við peninginn (1 cent).



 harvard_flugan2-600w.jpg

Hér sjáum við búnað sem líkja má við púpu sem flugan skríður fullsköpuð úr.  Þessi 18 laga vél er með sveigjanlegum lömum sem setur saman þrívíða afurðina, sem aðeins er 2,4 mm á þykkt, í einni svipan, svipað og í sprettibók.

 

 harvard_flugan4-600w.jpg

Litli róbotinn, hin 2,4 mm þykka vélbýfluga, er settur saman með öðrum róbota. Kannski má segja að stærri róbotinn sé vélpúpa.


 harvard_flugan5.jpg

Hér sjáum við þríviða teikningu af púpunni og flugunni.  Hönnuðurnir segja að auðvelt sé að bæta við mótorum og skynjurum.

 

harvard_flugan6.jpg

Svona vél getur auðveldlega fjöldaframleitt vélbýflugur. Markmiðið er að fjöldaframleiða svarm af svona vélbýflugum.

 harvard_flugan7-600w.jpg

Rannsóknarstofan hefur unnið að frumgerðum vélskordýra í mörg ár, fyrst var þetta mikil handavinna, en nú er framleiðsla nánast orðin sjálfvirk.



harvard_flugan_10-600w.jpg

Nærmynd af búnaðinum. Hver örþunnur flötur er myndaður úr 18 lögum.

 

 harvard_flugan_8-600w.jpg

Efri myndin sýnir lítinn hluta af verkfræðiteikningu af  "Harvard Monolithic Bee" sem samkvæmt orðanna hljóðan þýðir nánast "Harvard einsteinungs býflugan". 

Neðri myndin sýnir öll 18 lögin sem myndar þynnuna sem síðan er skorin með leysigeisla, og þarnæst brotin eins og pappír í sprettibók.

 

 harvar-flugan-liffraedi.jpg

Næsta kynslóð Harvard flugunnar. Hér er búið að bæta við skynjurum, taugakerfi, heila og mótorum. Flugan verður fljúgandi vitvél...

 

 

 Tvö fróðleg myndbönd sem sýna hvernig smíðin fer fram:

 

 

 

 

 

 

 

robobees.png

 

Lesa meira:  http://robobees.seas.harvard.edu

 

 

 

 

 

VFÍ
 
Verkfræðingafélag Íslands er orðið 100 ára Wizard
www.vfi.is
 
afmaelismerki_upphleypt_liggjandi_verkfraedistofa_1137821.jpg
 
...og verkfræðistofan Verkís 80 ára Wizard

 

 

 

 

Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

 

lisaundralandi-dyr-300w.jpg

 

Líklega höfum við aðeins fengið að gægjast örlítið inn um dyrnar að Undralandi.
Handan þeirra er örugglega ýmislegt enn furðulegra en það sem við vorum að kynnast.




Hálf öld síðan Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðu í geimfari - Myndband...

 

 

 

john_glenn_1962.jpg

 

Á morgun mánudaginn 20. febrúar er rétt hálf öld liðin síðan John Glenn fór fyrstur Bandaríkjamanna umhverfis jörðina í örsmáu hylki Mercury Friendship 7. Á þessum tíma var kalda stríðið í hámarki og geimferðakapphlaupið milli Bandaríkjamanna og Rússa var að hefjast.  Þetta var 20. febrúar 1962.

NASA hefur gert myndband til að minnast aburðarins. 

Pistlahöfundi er minnisstætt þegar hann heimsótti Kennedy Space Center fyrir fimmtán árum og skoðaði þá meðal annars þetta Mercury hylki sem Glenn ferðaðist í.  Það kom á óvart hve lítið og léttbyggt það er.

 

 

 

 

 

John Glenn fór síðan aftur í geimferð árið 2008 þegar hann var orðinn 77 ára, eins og fram kemur í myndbandinu, 46 árum eftir fyrra flugið. 

 19981028-john-glen_1834347i.jpg

 

 

Sjá bloggpistla um svipað efni:

2011: Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum...

2007: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október

 

--- --- ---

 

Norðurljós er erfitt að spá fyrir um með góðum fyrirvara, en þó er
ýmislegt hægt að gera til þess að minnka líkurnar á
að maður missi af þeim.

Á vefsíðu nokkurri er samansafn af beintengdum upplýsingum
frá ýmsum rannsóknarstofnunum víða um heim,
meðal annars á Íslandi.


Sjá vefsíðuna:

Norðurljósaspá

 

 


Sjávarborð hefur farið lækkandi undanfarið ár...

 

 

 

Sjávarborð

 

 

Það kemur auðvitað nokkuð á óvart að sjávarborð skuli hafa lækkað undanfarið, í stað þess að hækka. Sjálfsagt er ekkert óeðlilegt við það og eru þetta bara duttlungar náttúrunnar.

Bloggarinn hefur áður fjallað um þessi mál hér og hér fyrir tveim árum og kominn tími til að birta nýjustu mæliniðurstöður. Ekki skulu dregnar neinar ályktanir, en tölurnar tala sínu máli.

Myndin hér fyrir ofan er unnin eftir gögnum frá University of Colorado, og fengin að láni frá vefsíðu þeirra. Um er að ræða síðustu gervihnatta-mæligögn sem birt hafa verið opinberlega.

 

Myndin hér fyrir neðan er unnin úr sömu mæligögnum, en hún sýnir breytinguna frá ári til árs.

Við getum látið tölvuna bera saman mælingar milli ára. Fundið mismuninn á sjávarstöðu t.d. fyrir júní í ár og júní í fyrra, maí í ár og maí í fyrra. Koll af kolli, ár fyrir ár.  Þannig getum við á einfaldan hátt látið t.d. Excel sýna árlega hækkun (eða lækkun) sjávarborðs í tæpa tvo áratugi.

Meðal breytingin (hækkun) yfir allt tímabilið er um 3 mm á ári.  Í augnablikinu er þó ferillinn kominn vel niður fyrir núllið, þ.e. töluverð lækkun síðasta árið, sem í augnablikinu nemur 4 mm árlegri lækkun.

Ef að líkum lætur, þá á ferillinn eftir að snúa við einhvern tíman. Tíminn einn mun leiða það í ljós.

 

dealevelchangeoct2011.gif

 

Takið eftir ferlinum lengst til hægri.
Hann er kominn vel niður fyrir núllið.

 

Myndin er fengin af síðunni www.climate4you.com, kaflanum Oceans. Pófessor Ole Humlum við Oslóarháskóla sér um síðuna. 
 
Útskýringarnar hér fyrir neðan fylgja myndinni.  Menn geta sjálfir sótt frumgögnin og endurtekið teiknun ferlanna með Excel ef þeir vantreysta þessum myndum.

Annual change of global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The annual global sea level change is calculated as the difference between the average global sea level the last 12 months and the previous 12 months. The thick line represents the simple running 3 year average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 9 October 2011.

The 12-month global sea level change display significant variations over an aproximate 4 year period. These variations are superimposed on a general falling trend. Overall, since initiation of these satellite measurements, the 12-month sea level rise has decreased from about 4 mm/yr to about 3 mm/yr.

 

Hér er svo mynd frá sömu vefsíðu sem er sambærileg myndinni sem er efst á síðunni:

 

 

usealeveloct2011.gif

 

Breyting á sjávarstöðu undanfarna tvo áratugi.
Ferillinn er farinn að sveigja niðurávið lengst til hægri.

 

Sjá Wikipedia: Current Sea level Rise.  Þar má sjá ferla sem ná yfir lengri tíma.



Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum...

 

 

 

Apollo15

 


Í þessum mánuði eru liðin 40 ár frá ferð Apollo-15 til tunglsins. Það var 26. júlí árið 1971  sem 12 daga ferðalagið  hófst.  Í þessari fjórðu mönnuðu ferð til tunglsins höfðu ferðalangarnir með sér bifreið og óku henni um yfirborð mánans... 

Um svipað leyti og menn voru að ganga um yfirborð tunglsins voru miklar framfarir í flugi. Hljóðfráa farþegaþotan Concorde flaug sitt fyrsta flug árið 1969 svo og Boeing-747 júmbó-þotan sem enn er í notkun. Breska Harrier herþotan sem getur tekið sig á loft lóðrétt flaug fyrst árið 1967...

Á þessum tíma voru menn stórhuga og létu draumana rætast. Hvernig er það í dag, snýst öll tækniþróun um að smíða GSM síma með stærri og stærri skjá og forrita öflugri tölvuleiki með enn meira blóði og hryllingi? Eru menn hættir að hugsa stórt?

 

Heimildarmyndin hér fyrir neðan fjallar um Apollo-15.

(Þar sem myndin er byggð á Adobe Flash ræður Apple iPad ekki við að birta hana).

 

 


 

 

374176main_young-duke640x480--b.jpg
 
Geimfarar Apollo áætlunarinnar komu m.a. til æfinga á Íslandi.
Gæti þessi mynd verið tekin nærri hinu fræga Nautagili?
 

 

 


American Astronomical Society í dag: Þrjá rannsóknir benda til hratt minnkandi sólvirkni á næstunni...

 

sunspots-shadow.jpg


Merkilegar fréttir voru að berast í dag frá ráðstefnu Bandaríska Stjarnfræðifélagsins, American Astronomical Society,  sem haldin er í þessari viku í New Mexico State University í Las Cruces, New Mexico.

Lesa má frétt um málið á SPACE.COM.  Sjá hér.     Upphaflega fréttatilkynningin er hér neðst á síðunni og myndir sem henni fylgdu eru hér. Vídeó-frétt John Colemans má sjá hér.

Samkvæmt fréttinni benda niðurstöður þriggja rannsókna til þess að virkni sólar stefni í mjög mikla lægð á næstu árum. Um er að ræða rannsóknir í iðrum sólar, á yfirborðinu og í kórónu hennar.   Um sólina má fræðast hér á Stjörnufræðivefnum.

Fréttin frá ráðstefnunni hefst þannig:

Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

Date: 14 June 2011 Time: 01:01 PM ET

 

 

Some unusual solar readings, including fading sunspots and weakening magnetic activity near the poles, could be indications that our sun is preparing to be less active in the coming years.

The results of three separate studies seem to show that even as the current sunspot cycle swells toward the solar maximum, the sun could be heading into a more-dormant period, with activity during the next 11-year sunspot cycle greatly reduced or even eliminated.

The results of the new studies were announced today (June 14) at the annual meeting of the solar physics division of the American Astronomical Society, which is being held this week at New Mexico State University in Las Cruces.

Ennfremur segir:

"This is highly unusual and unexpected," said Frank Hill, associate director of the National Solar Observatory's Solar Synoptic Network. "But the fact that three completely different views of the sun point in the same direction is a powerful indicator that the sunspot cycle may be going into hibernation."

...

"We expected to see the start of the zonal flow for Cycle 25 by now, but we see no sign of it," Hill said. "This indicates that the start of Cycle 25 may be delayed to 2021 or 2022, or may not happen at all."

...

"If we are right, this could be the last solar maximum we'll see for a few decades," Hill said. "That would affect everything from space exploration to Earth's climate."

 

Þessi frétt barst í dag kl. 17 að íslenskum tíma. Væntanlega á hún eftir að vekja athygli og umræður.

Sjá nánar á Space.com:   


Sun's Fading Spots Signal Big Drop in Solar Activity
http://www.space.com/11960-fading-sunspots-slower-solar-activity-solar-cycle.html

 

 

--- --- ---

 

 
Hér er samantekt (abstract) greinanna sem vísað er til í tilkynningunni:
 

P16.10
Large-scale Zonal Flows During the Solar Minimum — Where Is Cycle 25?13
Frank Hill, R. Howe, R. Komm, J. Christensen-Dalsgaard, T. P. Larson, J. Schou, M. J. Thompson


The so-called torsional oscillation is a pattern of migrating zonal flow bands that move from midlatitudes towards the equator and poles as the magnetic cycle progresses. Helioseismology allows us to probe these flows below the solar surface. The prolonged solar minimum following Cycle 23 was accompanied by a delay of 1.5 to 2 years in the migration of bands of faster rotation towards the equator. During the rising phase of Cycle 24, while the lower-level bands match those seen in the rising phase of Cycle 23, the rotation rate at middle and higher latitudes remains slower than it was at the corresponding phase in earlier cycles, perhaps reflecting the weakness of the polar fields. In addition, there is no evidence of the poleward flow associated with Cycle 25. We will present the latest results based on nearly sixteen years of global helioseismic observations from GONG and MDI, with recent results from HMI, and discuss the implications for the development of Cycle 25.

-

P17.21
A Decade of Diminishing Sunspot Vigor

W. C. Livingston, M. Penn, L. Svalgaard
s Convention Center

Sunspots are small dark areas on the solar disk where internal magnetism, 1500 to 3500 Gauss, has been
buoyed to the surface. (Spot life times are the order of one day to a couple of weeks or more. They are thought to be dark because convection inhibits the outward transport of energy there). Their “vigor” can be described by spot area, spot brightness intensity, and magnetic field. From 2001 to 2011 we have measured field strength and brightness at the darkest position in umbrae of 1750 spots using the Zeeman splitting of the Fe 1564.8 nm line. Only one observation per spot per day is carried out during our monthly telescope time of 3-4 days average. Over this interval the temporal mean magnetic field has declined about 500 Gauss and mean spot intensity has risen about 20%. We do not understand the physical mechanism behind these changes or the effect, if any, it will have on the Earth environment.

-

P18.04
Whither goes Cycle 24? A View from the Fe XIV Corona
Richard C. Altrock


Solar Cycle 24 had a historically prolonged and weak start. Observations of the Fe XIV corona from the Sacramento Peak site of the National Solar Observatory showed an abnormal pattern of emission compared to observations of Cycles 21, 22, and 23 from the same instrument. The previous three cycles had a strong, rapid “Rush to the Poles” in Fe XIV. Cycle 24 displays a delayed, weak, intermittent, and slow “Rush” that is mainly apparent in the northern hemisphere. If this Rush persists at its current rate, evidence from previous cycles indicates that solar maximum will occur in approximately early 2013. At lower latitudes, solar maximum previously occurred when the greatest number of Fe XIV emission regions* first reached approximately 20° latitude. Currently, the value of this parameter at 20° is approximately 0.15. Previous behavior of this parameter indicates that solar maximum should occur in approximately two years, or 2013. Thus, both techniques yield an expected time of solar maximum in early 2013.
*annual average number of Fe XIV emission features per day greater than 0.19

 

 

 

 

http://sdo.gsfc.nasa.gov/assets/img/latest/latest_512_4500.jpg

 


 

Sólin í dag. Sjá dagsetningu og tíma á myndinni.

(UT = Universal Time sem er sama og íslenskur staðartími).

Fjölda beintengdra mynda og ferla má sjá hér á Solar Reference Page.

 

 

Fréttin í dag hefur vakið athygli og er víða. Sjá til dæmis:   Hér. Hér. Hér. Hér.

 

 

national_geographic.jpg

 

 

National Geographic:

21:30


Ný tilraun við Árósarháskóla rennir stoðum undir kennirnar Henriks Svensmarks um áhrif geimgeisla og sólar á skýjafar - og þar með væntanlega á hnatthlýnun eða hnattkólnun...

svensmark2.jpg

Það er orðið allnokkuð síðan skrifaður var pistill um kenningar HenriksSvensmarks um samband milli virkni sólar og skýjafars, og því kominn tími tilað skrifa smá uppfærslu, enda hafa fréttir verið að berast utan úr heimi.

 

Pistlahöfundur hefur fylgst með Svensmark í um hálfan annan áratug og skrifað nokkrapistla um málið:

 

 

Til upprifjunar þá er kenningin í örstuttu og mjög einfölduðu máli þessi:


Ský myndast þannig að ósýnileg vatnsgufan þéttist á rykögnum. Geimgeislar jónisera eða jóna gas í háloftunum með hjálp rafeinda. Jónirnar flytja hleðslu yfir á vatnsdropa sem draga að sér rykagnir. Rykagnirnar virka þá sem eins konar sæði sem flýtir fyrir þéttingu rakans. Þegar sólin er óvenju virk, þá er sólvindurinn jafnframt öflugur. Öflugur sólvindur skermar jörðina af þannig að minna ag geimgeislum berst til jarðar. Þess vegna verður heldur minna um ský og það hlýnar. Sjá nánari skýringu hér.

Breytileg skýjahula þýðir auðvitað breytilegt endurkast sólarljóss, þannig að mismikill sólarylur nær að skína á jörðina.

"Mikilvirkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský-> minna endurkast skýjanna og þar með meira sólarljós sem berst til jarðar -> hærra hitastig"

eða...

"Lítilvirkni sólar -> lítill sólvindur -> meiri geimgeislar -> meira um ský-> meira endurkast skýjanna og þar með minna sólarljós sem berst til jarðar -> lægra hitastig"

Ef þessi kenning reynist rétt, þá er hér komin staðfesting á áhrifum sólvindsins á hitafar jarðar, því það gefur augaleið að minni skýjahula veldur hlýnun og öfugt. Til vðbótar þessum óbeinu áhrifum sólvindsins eru áhrif breytilegrar útgeislunar sólar.

Það er rétt að geta þess að hugtakið geimgeislar eða cosmic rays er hér dálítið ónákvæmt. Eiginlega er um að ræða agnastreymi en ekki geisla í hefðbundnum skilningi. Um 90% geimgeisla-agnanna eru róteindir eða prótónur, 9% helíumkjarnar (alfa agnir) og 1% rafeindir eða elektrónur (beta agnir). Sjá skýringar á Wikipedia hér. Geimgeislar eða Cosmic Rays er þó það orðalag sem venjulega er notað. Geimgeislarnir eiga upptök sín í óravíddum geimsins og lenda á lofthjúpnum. Utan sólkerfisins er styrkur geimgeislanna nokkuð stöðugur, en þeir sem lenda á jörðinni hafa breytilegan styrk vegna áhrifa sólvindsins sem vinnur sem eins konar skjöldur.

Svensmark setti fram kenningu sína í lok síðustu aldar. Í fyrstu var gerð tiltölulega ódýr tilraun í kjallara Dönsku geimrannsóknarstofnunarinnar (tilraunin nefndist SKY), og nú stendur yfir flókin tilraun hjá CERN í Sviss (tilraunin nefnist CLOUD). Fyrir fáeinum dögum var kynnt ný tilraun sem fram fór í Árósarháskóla, þannig að tilraunirnar eru nú orðnar þrjár.

Að sjálfsögðu skiptir niðurstaða þessara tilrauna gríðarmiklu máli fyrir vísindin. Reynist kenning Svensmark rétt, þá gæti verið fundið orsakasamband milli virkni sólar og hitafars jarðar sem er mun öflugra en breytingar í heildar útgeislun sólar. Það er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð og mjög óvísindalegt að vera með getgátur, hvort sem er með eða á móti. Full ástæða er þó að fylgjast með og skoða málið með opnum huga og án fordóma...

                                                                      --- --- ---


Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að fyrir fáeinum dögum var tilkynnt um nýja tilraun  í Árósarháskóla. Sjá fréttá ensku á vef skólans hér, og á dönsku hér. Úrdrátt úr greininnimá lesa á vef  Geophysical ResearchLetters.

Á vef háskólans stendur meðal annars þetta um tilraunina í Árósum:

"...With the new results just published in the recognised journal Geophysical Research Letters, scientists have succeeded for the first time in directly observing that the electrically charged particles coming from space and hitting the atmosphere at high speed contribute to creating the aerosols that are the prerequisites for cloud formation.

The more cloud cover occurring around the world, the lower the global temperature -and vice versa when there are fewer clouds. The number of particles from space vary from year to year - partly controlled by solar activity...."

 

Sjá hérviððtal á dönsku um þessa nýju tilraun:

Partikler påvirker skydannelse frá Science Media Lab.

Smellið hér, en ekki á myndina.


skydannelse.jpg

                                                                         ---

Af tilrauninni miklu hjáCERN er það helst að frétta að áfanga-niðurstöðu er að vænta í haust. Sjá viðtal við Jasper Kirkby. Smellið á myndina til að horfa á myndbandið.

 

 

 

Fyrir þá áhugasömu: Hér er klukkutíma löng  ný kynning á tilrauninni í CERN. Þessi mjög áhugaverða og áheyrilega kynning er vel þess virði að hlustað sé á hana í næðí. Dr. Jasper Kirkby sem leiðir tilraunina í CERN talar mjög skýrt og setur efnið fram á skilmerkilegan hátt:






                                                             ---

Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur hefur oft lýst efasemdum um að kenning Svensmarks eigi við rök að styðjast.  - En nú hefur hann fengið bakþanka:

Indirect Solar Forcing of Climate by Galactic Cosmic Rays: An Observational Estimate

May 19th, 2011

UPDATE (12:35 p.m. CDT 19 May 2011): revised corrections of CERES data for El Nino/La Nina effects.

While I have been skeptical of Svensmark's cosmic ray theory up until now, it looks like the evidence is becoming too strong for me to ignore. The following results will surely be controversial, and the reader should remember that what follows is not peer reviewed, and is only a preliminary estimate.


I've made calculations based upon satellite observations of how the global radiative energy balance has varied over the last 10 years (between Solar Max and Solar Min) as a result of variations in cosmic ray activity. The results suggest that the total (direct + indirect) solar forcing is at least 3.5 times stronger than that due to changing solar irradiance alone.


If this is anywhere close to being correct, it supports the claim that the sun has a much larger potential role (and therefore humans a smaller role) in climate change than what the "scientific consensus" states....
Meira hér...

 

(það er ekki algengt að sjá vísindamenn skipta um skoðun þegar nýjar upplýsingar koma fram :-)

  --- --- ---


Við bíðum svo eftir fréttum frá CERN sem væntanlegar eru innan fárra mánaða...    Verði niðurstöður allra þessara þriggja tilrauna jákvæðar, þ.e. að líklegt sé að geimgeislar mótaðir af sólvindinum geti haft áhrif á skýjafar, og þar með séu áhrif breytilegrar virkni sólar á hitafar jarðar allnokkur, að þá er ekki útilokað að minnkandi sólvirkni sem átt hefur sér stað undanfarið, leiði til nokkurrar kólnunar lofthjúpsins á næstu árum. Um þar er þó allt of snemmt að fullyrða nokkuð...

Bíðum bara og fylgjumst með og munum að náttúran á það til að koma okkur á óvart,  -allt of snemmt er að vera með getgátur. Trúum engu fyrr en staðreyndir liggja fyrir...  

Jafnvel þó niðurstaða þessara tilrauna verði jákvæð, þá er eftir að skoða ýmislegt betur. Það er ekki nóg að vita að þessi áhrif geti verið fyrir hendi, við verðum líka að vita hve mikil þau eru...   

Hver sem niðurstaðan verður, þá er þetta áfangi í þekkingarleit manna...
Wink

 

 

Videnskab.dk 17. maí 2011: Kosmisk stråling sætter gang i skydannelse

 

 

"Great spirits have often encountered violent opposition

from weak minds."

Einstein

 

Vegna mistaka minna fórst fyrir að samþykkja allmargar athugasemdir við fyrri færslur. Það hefur nú verið lagfært og er beðist afsökunar á klaufaskapnum.

Minnt er á ritstjórnarstefnu þessa bloggsvæðis. Sjá hér. Sjá einnig athugasemd undir höfundarmynd efst til vinstri á þessari vefsíðu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband