Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Hvernig er þetta hægt? Ótrúlegt flug!
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Hellt í glas meðan flugvélin er á hvolfi!
Fjöllin eru íslensk, en hver er flugmaðurinn sem hellir úr flösku í glas meðan flugvélin er á hvolfi? Hann fer létt með það sem Bob Hoover var frægur fyrir.
Hér er svo Bob Hoover sjálfur sem stundaði það að fljúga listflug á tveggja hreyfla flugvél, en með dautt á báðum hreyflum
Í lok myndbandsins má sjá gamla manninn hella íste í glas meðan hann veltir vélinni í heilan hring og að vanda er hann búinn að drepa á báðum hreyflunum.
Tölvur og tækni | Breytt 28.1.2008 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Vestmannaeyjagosið: Fundust smáskjálftar í Eyjum dagana fyrir gos?
Ég var staddur í Vestmannaeyjum dagana fyrir gos og rétt nýfarinn þaðan þegar gosið hófst. Ég varð oft var við titring þessa vikuna og taldi hann vera af eðlilegum ástæðum, en það var ekki fyrr en skömmu eftir gos þegar ég var aftur þar á ferðinni að ég komst að raun um að ástæðan gat ekki verið sú sem mig hafði grunað. Þá kom mér í hug að um smáskjálfta eða gosóróa hefði verið að ræða. Það var svo ekki fyrr en 23. október 2000 að ég sendi Dr. Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi eftirfarandi tölvupóst, en hann var þá forstöðumaður Náttústofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Ég hafði þá skömmu áður hitt Ármann við Geysi og spjallað við hann um óskyld mál. Hér fyrir neðan er hluti úr bréfaskiptum okkar. Svar Ármanns er mjög fróðlegt eins og vænta má.
(Ég vona að Ármann fyrirgefi að ég vitni í bréfaskriftir okkar, en eins og hann segir, þá er gott að fá svona reynslusögur því þær geta komið að gagni síðar. Þess vegna væri gott að fá athugasemdir frá þeim sem kunna að segja frá einhverju í þessum dúr).
Sæll Ármann
...
Ég sá á síðu þinni http://www.nattsud.is áskorun um að segja frá reynslu af eldgosum. Hér er ein stutt:
Ég var í Vestmannaeyjum alla vikuna fyrir gos og fór þaðan tveim dögum áður en ósköpin byrjuðu. Ég var að reyna að koma lagi á fjargæslubúnað vatnsveitunnar, en miðstöðin var staðsett í húsnæði símans og útstöðinn í dælustöðinni uppi á landi. Milli lands og eyja var notað VHF radíósamband.
Miðstöðin var tekin niður eftir að gosið byrjaði og sett aftur upp í kjallara ráðhússins eftir gos, og dvaldist ég þá aðra viku í Eyjum. Magnús var bæjarstjóri fyrir gos og Páll bæjartæknifræðingur.
Það sem mér hefur lengi þótt áhugavert varðandi vikuna fyrir gos er að hugsanlega hef ég orðið var við gosóróa eða smáskjálfta án þess að gera mér grein fyrir því þá.
Ég stóð í nokkra daga fyrir framan skápinn með fjargæslubúnaðinum og var að rekja merkin sem skiluðu sér ekki með sveiflusjá. Annað slagið fann ég titring í gólfinu eins og vél væri í gangi í húsinu. Þetta var mjög greinilegt og veitti ég þessu athygli nokkrum sinnum. Ég dró þá ályktun, að sjálfsagt væri þetta vararafstöð í kjallaranum sem verið væri að prófa, og fannst ósköp eðlilegt að svo væri í símstöð. Eftir að gosið hófst fór þetta að rifjast upp og mér komu í hug smáskjálftar.
Þegar ég kom til Eyja eftir gos og við vorum að setja búnaðinn aftur upp minntist ég á þetta við starfsmann símans. Hann kvað þetta ekki hafa geta verið dieselstöð, þar sem engin dieselrafstöð hefði verið í húsinu. Nú veit ég ekki hvort þetta er rétt hjá honum, en oft síðan hefur mér komið til hugar að þetta gætu hafa verið smáskjálftar og kvikan byrjuð að streyma upp. Ég veit ekki heldur hvort menn hafi orðið varir við þetta á mælum.
Sagan er stutt og kanski ómerkileg :-)
Bestu kveðjur
Ágúst Bjarnason
--- --- ---
Sæll Ágúst og þakka þér fyrir síðast,
....
Saga þín af reynslu fyrir gos í Eyjum er mjög merkileg, einkum fyrir það að þú hefur verið að finna titring allt að viku fyrir gos. Ljóst er að tveim dögum fyrir gos var all mikið um smá kippi hér í Eyjum og gerðust þeir harðari eftir því sem leið nær gosi. Einna stekrastir voru þeir um 2 klst fyrir gos.
Skjálftar sem greindir voru á mælum fyrir gosið voru ávalt taldir eiga uppruna sinn á Torfajökulssvæðinu, en sá galli fylgdi gjöf Njarðar að aðeins voru tveir skjálftamælar í gangi á þessum tíma, skurðpunktar mælanna voru því tveir, annar í Torfajökli og hinn í Eyjum. Vegna þess að Torfajökull er mun virkara svæði en Eyjar var talið að þar ættu sér stað einhver kvikuumbrot. Menn komust að sjálfsögðu að því þegar að fór að gjósa að skjálftarnir tengdust allir Eyjum en ekki Torfajökli.
Það er ávallt gott að fá svona reynslu sögur því þær geta til að mynda gefið okkur von um að með því mælaneti sem uppi er í dag getum við séð fyrir kvikuhreyfingar hér í Eyjum með allt að viku fyrirvara. Fyrirvari eldgosa er þó mismunandi á milli eldstöðva. Þannig er til að mynda Hekla eitt af undrum heims því hún verður ekki skjálftavirk fyrr en nokkrum mínútum fyrir gos.
Bestu kveðjur ...
Ármann.
Eftir 35 ár er mér enn í fersku minni titringurinn sem ég fann fyrir annað slagið, en er ekki ennþá viss um ástæður hans. Fróðlegt væri að frétta hvort fleiri telji sig hafa orðið vara við svipaðan titring og hér er lýst.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Gömlu góðu vindstigin.
Margir eiga erfitt með að venja sig við mælieininguna metra á sekúndu (m/s) fyrir vindhraða og líkar best við gömlu góðu vindstigin. Af einhverjum ástæðum skynjar maður miklu betur hvað átt er við með gömlu einingunum en þeim nýju. Ástæðan er líklega sú að vindstigin taka mið af áhrifum vinds á landi og sjó.
Vissulega hefur gamli Beaufort skalinn fyrir vindstig ýmsa ókosti. Hann er ólínulegur og nær ekki nema upp í 12 vindstig, þó svo að menn hafi stundum framlengt hann upp í 14 vindstig eða jafnvel hærra.
Til að tengja saman vindhraða (v) í m/s og vindstig (B) má nota þessa nálgunarformúlu:
v = 0.836 B3/2 m/s
Það sem heillar bloggarann mest varðandi gömlu góðu vindstigin er tengingin við náttúruna. Með því að horfa í kring um sig og gæta að öldum á vatni, hvernig tré hreyfast, fánar blakta, o.s.frv., er hægt að fara nærri um vindstigin. Sjá töfluna hér fyrir neðan.
Gömlu góðu orðin logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, fárviðri heyrast nú sjaldan, en oft er í veðurlýsingum sjónvarps talað um strekkingsvind, hvað sem það nú er. Getur verið að ástæðan sé sú að menn séu hættir að gá til veðurs, heldur láti nægja að sitja inni á kontór og lesa af stafrænum vindhraðamælum?
Mikið væri nú ánægjulegt ef veðurfræðingar notuðu þessar einingar jafnhliða, þ.e. metra á sekúndu og vindstig, eða að minnsta kosti orðin andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi ... og þá samkvæmt hinni gömlu hefð.
Hvað finnst þér? Vindstig, m/s, km/klst eða hnútar, - eða m/s ásamt gömlu orðunum?
Gamli góði skalinn fyrir vindstig er kenndur við Sir Francis Beaufort (1774-1857) sem myndin er af.
Samanburðartafla fyrir vindhraða.
Þumalputtareglur:
Deila með 2 í hnúta til að fá því sem næst m/s.
Deila með 2 í m/s til að fá gróft vindstig. Ónákvæmt þar sem Beaufort skalinn fyrir vindstig er ólínulegur.
Veðurhæð | Meðalvindhraði | Miðgildi meðalvindhraða | |||||
Vindstig | Heiti og lýsing á áhrifum | m/s | km/klst | hnútar | m/s | km/klst | hnútar |
0 | Logn | 0-0,2 | < 1 | < 1 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
1 | Andvari. Vindur hreyfir reyk. Gárur á vatni. | 0,3-1,5 | 1-5 | 1-3 | 0,8 | 3,0 | 1,6 |
2 | Kul. Vindur finnst á húð. Lauf skrjáfa. Litlar smáöldur. | 1,6-3,3 | 6-11 | 4-6 | 2,4 | 8,5 | 4,6 |
3 | Gola. Lauf og smágreinar slást til. Stórar smáöldur. | 3,4-5,4 | 12-19 | 7-10 | 4,3 | 15,6 | 8,5 |
4 | Stinningsgola (blástur). Ryk og laus pappír fýkur til. Litlar greinar hreyfast. Litlar öldur. | 5,5-7,9 | 20-28 | 11-16 | 6,7 | 24,1 | 13,0 |
5 | Kaldi. Minni tré svigna. Miðlungsstórar, langar öldur. Dálítið löður og úði. | 8,0-10,7 | 29-38 | 17-21 | 9,3 | 33,6 | 18,2 |
6 | Stinningskaldi. Stórar greinar hreyfast. Erfitt að nota regnhlíf. Stórar hvítfyssandi öldur og úði. | 10,8-13,8 | 39-49 | 22-27 | 12,3 | 44,2 | 23,9 |
7 | Allhvast. Heil tré hreyfast. Erfitt að ganga móti vindi. Sjór hrannast upp og löðrið myndar rákir. | 13,9-17,1 | 50-61 | 28-33 | 15,5 | 55,7 | 30,1 |
8 | Hvassviðri. Sprek brotna af trjám, Vindurinn tekur í bíla á ferð. Nokkuð háar hvítfyssandi öldur og særok. Löðurrákir. | 17,2-20,7 | 62-74 | 34-40 | 18,9 | 68,1 | 36,8 |
9 | Stormur. Minni skemmdir á mannvirkjum. Háar öldur með þéttu löðri. Ölduhryggir hvolfast. Mikið særok. | 20,8-24,4 | 75-88 | 41-47 | 22,6 | 81,3 | 43,9 |
10 | Rok. Tré rifna upp. Töluverðar skemmdir á mannvirkjum. Mjög háar öldur. Yfirborð sjávar er hvítt og haugasjór. Skyggni minnkar. | 24,5-28,4 | 89-102 | 48-55 | 26,4 | 95,2 | 51,4 |
11 | Ofsaveður. Almennar skemmdir á mannvirkjum. Gríðarlega stórar öldur. | 28,5-32,6 | 103-117 | 56-63 | 30,5 | 109,8 | 59,3 |
12 | Fárviðri. Miklar almennar skemmdir á mannvirkjum. Risaöldur. Loftið fyllist af löðri og úða. Hafið er alveg hvítt. Mjög lítið skyggn | >= 32,7 | >= 118 | >= 64 | ... | ... | ... |
Tölvur og tækni | Breytt 23.1.2008 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 19. janúar 2008
Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?
Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum. Freistandi er fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds". Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót.
Vextir af almennum yfirdráttarlánum í dag eru um 24%. Bankarnir græða, þú tapar.
Hvernig er þá hægt að greiða 33% lægri vexti?
Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur. Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt. Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti. Með því að skoða vaxtatöflur bankanna er hægt að finna óbundna innlánsreikninga sem gefa t.d. 9 prósent vexti. Jafnvel meira. Munurinn á 24% yfirdráttarvöxtum og 9% innlánsvöxtum er 33%!
Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins:
Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta. Vaxtamunurinn sem er 33% fer þá virkilega að vinna með manni .
Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls!
Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma. Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 9%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.
Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 33%!
Tölvur og tækni | Breytt 22.1.2008 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir
Undanfarna daga hefur verið mikið um norðurljós. Þó höfum við Íslendingar ekki getað notið þeirra eins vel og ísbirnirnir á myndinni. Hér hefur verið frekar skýjað og spáin fyrir vikuna er ekki hagstæð.
Myndin er tekin í þorpinu Salluit, Nunavik í Quebec þar sem aldrei hafa sést ísbirnir. Hvernig stendur á þessum krúttlegu björnum þarna? Eru þetta ísbirnir í orlofi að virða fyrir sér stjörnuhimininn og norðurljósin? Túristabirnir? Þeir virðast allavega kunna vel að meta fegurð norðurljósanna ...
Hvaðan koma birnirnir og hvernig? Jamm... Þetta eru sko alvöru ísbirnir, þ.e. birnir gerðir úr ís og snjó.
Þetta er falleg mynd. Á vefsíðunni www.spaceweather.com er fjöldinn allur af fallegum norðurljósamyndum sem teknar hafa verið undanfarna daga. Norðurljósamyndirnar eru hér.
Í kvöld og annað kvöld má hugsanlega búast við miklum norðurljósum. Ástæðan er mikil kórónugos sem japanski gervihnötturinn Hinode varð var við fyrir nokkrum dögum. Risavaxið gasský stefnir nú á ógnarhraða (um 2.000.000 km á klukkustund) í átt til jarðar og er væntanlegt einmitt núna. Það er því rétt að gjóa augum til himins ef það skyldi rofa til.
Myndin hér til hliðar er frá Hinode og sýnir svæðið þar sem kórónugosið átti sér stað. Nánar um þessa mynd í frétt hér frá 13. janúar.
Norðurljósin séð frá gervihnetti, næstum í rauntíma:
Hér birtist sjálfkrafa ný mynd í hvert sinn sem NOAA POES gervihnötturinn hefur farið yfir norðupólinn. Guli hringurinn er norðurljósin eins og þau sjást frá gervihnettinum.
Takið eftir tímanum efst á myndinni.
Ísland er hægra megin á myndinni. Á myndinni má sjá hvort líkur séu á að norðurljósin séu sýnileg hér á landi. Ný mynd birtist á um 100 mínútna fresti.
Rauða örin bendir á sólina, þ.e. hvar á jörðinni hádegi er.
Nánar hér
Tölvur og tækni | Breytt 16.1.2008 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir börn og fullorðna
(Formaður Stjörnuskoðunarfélagsins það mig um að koma eftirfarandi á framfæri).
Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir fullorðna
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum fyrir byrjendur. Þau eru opin öllum þeim sem áhuga hafa á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Þeir sem eiga sjónauka ættu að geta lært sitthvað um meðferð þeirra. Námskeiðin standa yfir í tvö kvöld en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.
Dagsetningar:
- 22.-23. janúar 2008 (og stjörnuskoðun 24. janúar ef veður leyfir annars síðar)
- 5.-6. febrúar 2008 (og stjörnuskoðun 7. febrúar ef veður leyfir annars síðar)
» Lesa nánar / skráning á fullorðinsnámskeið
Námskeið í stjörnufræði fyrir börn og unglinga
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum í stjörnufræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-13 ára. Með hverju barni skal koma einn forráðamaður. Á námskeiðunum verður fjallað um ýmislegt sem tengist himingeimnum auk þess sem börnum og fullorðnum býðst að heimsækja stjörnuverið. Hvort námskeið stendur yfir í 2 klst., þátttakendur velja annan hvorn daginn, en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.
Dagsetningar:
- Laugardagurinn 19. janúar 2008 kl. 14-16
- Sunnudagurinn 20. janúar 2008 kl. 14-16
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 5. janúar 2008
Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast? Tímabundið eða ...?
Frávik í meðalhita áranna 1998-2007 samkvæmt gervihnattamælingu (RSS-AMSU).
"Hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast?" er spurt í fyrirsögn pistilsins. Stórt er spurt, en eitthvað hik hefur óneitanlega verið á hnatthlýnunni undanfarinn ár.
Í byrjun nýliðins árs var því spáð að árið 2007 yrði hlýrra en 1998 og slæi þar með öll met frá upphafi mælinga. Er einhver búinn að gleyma þessum spádómum? Ef svo er, þá þarf ekki annað en að lesa fréttirnar sem vísað er á hér fyrir neðan.
Nú er raunveruleikinn að koma í ljós. Mælingar á hitastigi jarðar eru bæði gerðar frá gervihnöttum og með hefðbundnum hætti á jörðu niðri. Úr gervihnattamælingum er m.a. unnið hjá Remote Sensing Systems (RSS), sem nýlega hafa gefið út niðurstöður mælinga fyrir allt árið 2007. Í ljós kemur, að samvæmt þeim mælingum er árið 2007 kaldasta ár aldarinnar, þ.e. ef við segjum að fyrsta ár aldarinnar sé 2001. Á næstu dögum og vikum er von á niðurstöðum hitamælinga frá öðrum stofnunum (HadCRUT3, UAH MSU, NOAA, ...), og ef að líkum lætur verða niðurstöður eitthvað misvísandi, en ekki er ólíklegt að niðurstöður verði eitthvað í svipuðum dúr. Margir treysta þó gervihnattamælingum betur en hefðbundnum mælinum á jörðu niðri.
Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í árs-meðalhita áranna 1998 til 2007 samkvæmt gervihnattamælingum RSS-MSU.
Myndin hér fyrir neðan sýnir mánaðameðaltöl RSS-MSU mælingar frá 1978 til 2007. Ferillinn er teiknaður beint úr niðurstöðum mælinga frá Remote Sensing Systems (RSS). Takið eftir hve síðari hluti árs 2007 er kaldur.
Breytingar í meðalhita lofthjúps jarðar samkvæmt mælingum frá gervihnöttum
frá des. 1998 til des 2007. Blái ferillinn sýnir magn CO2 í lofthjúpnum.
Mæligögn sem hitaferillinn er teiknaður eftir eru hér.
(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og skýrari)
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Nú er það spurningin stóra, hefur hlýnun lofthjúpsins stöðvast þrátt fyrir mikla losun koltvísýrings undanfarin áratug? Því verður hver að svara fyrir sig. Vissulega hefur hitastigið haldist tiltölulega hátt undanfarinn áratug, en hækkun hefur ekki verið nein.
Þetta sýnir okkur hve náttúrulegar sveiflur ráða miklu. Við vitum að El Nino í Kyrrahafinu orsakaði hitatoppinn 1998 og nú eru örugglega áhrif La Nina að koma fram í hitaferlunum.
Það er ekkert hægt að fullyrða. Nú er bara að fylgjast með hvað gerist á næstu árum. Bloggarinn vonar innilega að ekki fari að kólna verulega.
Fréttir í byrjun árs 2007 um væntanlegt metár:
Reuters, AP & Foxnews, IHT, BBC, MSNBC, CBS, USA Today,
The New York Times, The New York Sun, The Washington Post,
National Geographic, CBC, The Guardian, The Independent,
China People Daily, ABC Australia, Discovery Channel,
Jæja, hvernig stóðust þessir spádómar?
Heimildir og ítarefni:
Niðurstöður RSS AMSU mælinga des 1978-des 2007
2007 warmest year on record? Coldest in this century
Nýtt: 25. janúar 2008
Þær fréttir bárust í gær að villa er í gögnunum frá Remote Sensing Systems (RSS) sem kann að hafa áhrif á textann hér fyrir ofan. Það voru samkeppnisaðilar RSS, þeir John Christy and Roy Spencer hjá University of Alabama - Huntsville (UAH) sem fundu villuna hjá keppinautunum. Sjá bréf RSS hér fyrir neðan. Tveir aðilar, UAH og RSS, vinna við úrvinnslu mæligagna frá gervihnöttunum og ríkir nokkur samkeppni milli þeirra.
"Update Jan 24, 2008: RSS TLT change in response to discrete error notice: January 16, 2008
We discovered an error in our processing of AMSU data from NOAA-15 for TLT. A new version, version 3.1 is now available and should be used for all applications. This new version
is in much better agreement with other sources of tropospheric temperature. We apologize for any inconvenience.
What was the error?
Last January, I made a small change in the way TLT is calculated that reduced the absolute Temperatures by 0.1K. But I only used the new method for 2007 (the error). When the data are merged with MSU, MSU and AMSU are forced to be as close as possible to each other over the 1999-2004 period of overlap. This caused the error to show up as a downward jump in January 2007. To fix the problem, I reprocessed the 1998-2006 AMSU data using the new code (like I should have done in the first place), and merged it with the MSU data.
We would like to thank John Christy and Roy Spencer, who were very helpful during the diagnosis process.
Carl Mears, RSS, January 16 2008"
Tölvur og tækni | Breytt 25.1.2008 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Nýárs-halastjarnan Tuttle
Þessi fallega mynd af halastjörnunni 8P/Tuttle er fengin að láni hjá www.spaceweather.com
Annað slagið birtast halastjörnur á himninum. Stundum koma þær óvænt, en stundum koma þær aftur og aftur, jafnvel með áratuga millibili. Alltaf ríkir þó óvissa um hve mikilfenglegar þær verða.
Nú er halastjarnan 8P/Tuttle á stjörnuhimninum. Hún er þó á mörkum þess að sjást með berum augum, en sést með handsjónauka, þ.e. ef vel viðrar. Það er þó ekkert síðra að skoða myndir sem teknar hafa verið af henni undanfarna daga, en þær eru margar hverjar einstaklega fallegar. Á vefsíðunni www.spaceweather.com eru einmitt fjölmargar slíkar myndir. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvar halastjarnan er í dag.
Stjörnuþokan á myndinni er M33 Triangulum.
Krækjur:
Myndasafn með myndum af Tuttle halastjörnunni á spaceweather.com
Vísindavefurinn: Hvernig verða halastjörnur til?
McNaught halastjarnan. Blogg með myndum frá janúar 2007.
Tölvur og tækni | Breytt 4.1.2008 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 31. desember 2007
Um áramót reikar hugurinn víða...
Auðvitað reikar hugurinn víða um áramót. Eins konar uppgjör á sér stað. Maður verður jafnvel örlítið meyr og tilfinningarnar brjótast fram. Fyrst og fremst er þakklæti efst í huga. Árið hefur verið gæfuríkt og ánægjulegt, þannig að ekki er hægt annað en vera glaður og þakklátur.
Ég ætla að einskorða þenna pistil við kynni mín af bloggheiminum á liðnu ári, enda er sá heimur mjög sérstakur. Það tekur smá tíma að læra að fóta sig í þessum hálfgerða sýndarheimi og kynnast innviðum hans, en ekki líður á löngu áður en maður er farinn að vera heimavanur og óragur við að sýna sig og sjá aðra. Sjálfstraustið vex.
Í bloggheiminum fara fram fjörugar umræður. Stundum fullar af gáska og fjöri, en oft er fjallað um mikilvæg málefni, stundum svo vel að rödd okkar berst út fyrir virkisveggi bloggheima. Þá er virkilega tekið eftir því sem við höfum til málanna að leggja. Hvers vegna, jú hér fara fram miklar og rökfastar umræður um bókstaflega allt sem viðkemur mannlegum samskiptum, listum, stjórnmálum, tækni og trúmálum. Líklega er ekkert okkur óviðkomandi. Gagnkvæm virðing og samstaða ríkir milli íbúa bloggheima. Þar eru allir jafnir.
Auðvitað er maður ekki alltaf sammála öllum, en bloggsamskiptin krefjast þess oft að maður beiti gagnrýnni hugsun, finni rök og reyni að beita þeim. Í pistlaskrifum reynir á öguð og vönduð vinnubrögð. Þar er gott að hafa góðar fyrirmyndir og vera sífellt að reyna að bæta sig. Sífellt að læra eitthvað nýtt. Þegar upp er staðið erum við öll sigurvegarar.
Í bloggheiminum hef ég eignast vini. Jafnvel mjög góða. Gömul kynni hafa rifjast upp og stofnað hefur verið til nýrra. Hér hef ég kynnst einstöku fólki.
Það sem mér er minnisstæðast úr heimi bloggsins á liðnu ári er þátttaka mín í Leshringnum og samneyti við góða lesvini sem venja komur sína á Martas Blog Café. Þar hef ég kynnst góðu fólki og átt margar ánægjulegar stundir við lestur góðra bóka og spjall um ritverk og höfunda þeirra, sögusvið og ritstíl.
Tölvur og tækni | Breytt 1.1.2008 kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði