Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Jeppaferðin á Mars gengur vel eftir 5 ár...

 

Opportunity

 

Í október 2007 var bloggað um ferðir tveggja jepplinga á reikistjörnunni Mars. Sjá pistilinn "Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars".   Jepplingarnir, sem kallast Spirit og Opportunity lentu á Mars í janúar 2004. Upphaflega áttu þeir að aka um yfirborð reikistjörnunnar í þrjá mánuði, en þeir eru enn að eftir fimm ár!   

Ferðalagið hefur reyndar ekki verið alveg án áfalla. Farartækin hafa náð að festa sig eins og algengt er á hálendi Íslands, en á jörðu niðri eru færir jeppamenn við stjórn, og hefur þeim tekist með lagni að losa farartækin úr hremmingunum.  Hjólabúnaðurinn á Spirit er bilaður þannig að hann þarf að aka afturábak til að komast leiðar sinnar, og Opportunity er hálf handlama vegna bilunar.

Sjá vefsíðu NASA frá því dag, Mars Rover Update.

Heimasíða jepplinganna.

Tvísmella á mynd til að sjá stærri.

 


Álverðið er byrjað að hækka ... !

 
 
 
 
 
 

Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun álverðs síðasta mánuð.
Eins og sjá má þá er verð á áli greinilega farið að hækka aðeins!

 

Athugið að allar myndir á síðunni eru beintengdar og því síbreytilegar!
Pistillinn var skrifaður 20. mars 2009 og hafa nokkrar breytingar orðið síðanþá...

 

 
 
 

 

Þróun álverðs síðustu 6 mánuði.

 

 

 

Þróun álverðs síðastliðin 10 ár.

Takið eftir verðinu um það bil sem ákveðið var að ráðast í álver í Hvalfirði og á Austurlandi. Ætli það hafi ekki verið um 2002-2003. Þá var verð á áli í US$ svipað og í dag.

 

Heimild: www.infomine.com  Efri ferilin má sjá hér.

Ferlarnir uppfærast sjálfkrafa daglega.

 

 

Sjá vefsíðu Dr. Þrastar Guðmundssonar sérfræðings í áliðnaði. Hann hefur mikla þekkingu á framleiðslu áls.

 


mbl.is Telja óvíst að hægt verði að standa við Helguvíkuráform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hlýnað síðastliðin ár...

Humm...  Er ekki eitthvað athugavert við þessa frétt? "Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var"  Halo

Skoðið hitaferilinn hér fyrir neðan. Hann sýnir hitabreytingar í lofthjúpnum síðastliðin 30 ár. Ferillinn nær frá árinu 1979 fram að síðustu mánaðamótum.

Hver hefur þróunin verið á undanförnum árum? Hvað finnst þér? Hefur jörðin hlýnað hratt á þessari öld? Hvar er þessi "hraði hlýnunar" sem á að hafa aukist samkvæmt fyrirsögn fréttarinnar?

 

uah_lt_since_1979_810359.jpg

 


Myndin hér fyrir ofan sýnir frávik í hitafari lofthjúps jarðar frá 1979 til loka febrúar síðastliðinn, samkvæmt gervitunglamælingum. Teiknaður hefur verið inn sveigður ferill sem er útreiknuð fjórðu gráðu margliða sem sýnir tilhneiginguna. Svokölluð "trend" lína. Á myndinni hafa verið afmörkuð fyrirbæri sem stafa að eldgosinu í Pinatubo (kólnun) árið 1991 og El-Nino (hitatoppur) í Kyrrahafinu árið 1998.

Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer.

 

Ef einhver er ekki sáttur við hitamælingar gerðar með gervihnöttum, þá er rétt að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hitaferla frá öllum helstu stofnunum sem sjá um hitamæligögn lofthjúps jarðar.

 

 

 

RSS MSU og  UAH MSU ferlarnir eru frá gervihnöttum.

NCDC, GISS og HadCRUT3 eru samkvæmt hefðbundnum mælingum á jörðu niðri.

Þessum ferlum ber nokkuð vel saman,

Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.com

 

Í fréttinni er verið að fjalla um hlýnun á síðustu árum. Hvar er þessi hlýnun ?   Bloggarinn á erfitt með að koma auga á hana. Undecided

 

Vissulega hlýnaði lofthjúpurinn á síðustu öld  eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. En eftir aldamótin síðustu hefur þróunin snúist við. Hvað verður veit enginn. Þrír möguleikar eru í stöðunni:

- Lofthiti fari kólnandi á næst árum.
- Lofthiti standi meira og minna í stað.
- Aftur fari að hlýna eftir eitthvað hik.

 


Myndin er frá vefsíðu prófessors Ole Humlum í Osló:  climate4you.comMæligögnin eru frá hinni virtu stofnun The Hadley Centre.

Ferillinn sýnir hitabreytingar frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Litlu ísöldinn var að ljúka um 1900 og þá fór að hlýna, enda varla við öðru að búast, eða hvað? Woundering

 

 

Tækni & vísindi | mbl.is | 12.3.2009 | 20:15

Hraði hlýnunar sögð meiri en talið var

Vísindamenn, sem eru samankomnir á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn í Danmörku, segja að nú þegar séu komin fram dæmi um alvarlegustu áhrifin af völdum loftlagsbreytinga, þ.e. skv. því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa spáð að gæti gerst.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að vísindamennirnir hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vilja vekja athygli stjórnmálaleiðtoga heimsins á sex lykilþáttum. Þeir segja jafnframt að það sé aukin hætta á skyndilegum veðurfarbreytingum eða breytingum sem verður ekki snúið við.

Bent er á að jafnvel minniháttar hækkun á hitafari geti haft áhrif á milljónir jarðarbúa, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Þá benda þeir á að flest tækin í baráttunni við gróðurhúsalofttegundir séu þegar til staðar

 

 "Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

                                                                                                          Árni Magnússon handritasafnari


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjuleg alþjóðleg ráðstefna um hnatthlýnun hefst í dag...

Í dag 8. mars hefst í New York ráðstefna um hnatthlýnun sem stendur í þrjá daga. Hún er um margt óvenjuleg. 

Meðal fyrirlesara verða Dr. Vaclav Klaus forseti Tékklands og Evrópusambandsins, Dr. Richard Lindzen heimsþekktur loftslagsfræðingur og prófessor við MIT, Dr. Harrison Schmitt geimfari sem gengið hefur um á tunglinu, Dr. Nir Shaviv stjarneðlisfræðingur og prófessor, Dr. Willie Soon stjarneðlisfræðingur við Harvard Smithsonian, Monckton lávarður, Dr. Roy Spencer loftslagsfræðingur sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum, Dr. Fred Goldberg sem hélt erindi í Norræna húsinu í fyrra,  ásamt fjölmörgum öðrum sem allir eiga það sameiginlegt að vera efasemdarmenn varðandi hnatthlýnun.


Stuttan lista yfir fyrirlesarana, sem segðir verða yfir 70, má sjá hér. Þar á meðal eru fjölmargir þekktir vísindamenn.

 

Dagskrána ásamt nánari kynningu á fyrirlesurum má finna hér. Sjá bls. 13-28.  Meðal fyrirlesara eru loftslagsfræðingar, veðurfræðingar, stjarneðlisfræðingar, eðlisfræðingar, jarðfræðingar, umhverfisfræðingar, verkfræðingar, stærðfræðingar, hagfræðingar, lífeðlisfræðingur, haffræðingur, mannfræðingur, tunglfari, ...

Margir þessara manna eru með doktorspróf og sumir háskólaprófessorar. Enginn frýr þessum mönnum vits.

 

Vefsíða ráðstefnunnar er hér.

 

 

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver niðurstaða þessarar óvenjuleg ráðstefnu verður.

 

 

Það er eiginlega merkilegt til þess að hugsa til þess að svona margir mætir menn skuli efast um hnatthlýnun af mannavöldum...  Að hugsa sér...  Hvað í ósköpunum eru þeir eiginlega að hugsa?
Er ekki bannað að efast? 
Halo  Woundering  Errm

 

 --- --- ---

 

 Umfjöllun um ráðstefnuna:

 

 International Herald Tribune

 

Skepticism on Climate Change

Þar segir m.a:

"...Skepticism and inquiry go to the essence of scientific progress. It is always legitimate to challenge the existing "consensus" with new data or an alternative hypothesis. Those who insist that dissent be silenced or even punished are not the allies of science, but something closer to religious fanatics.... In the Canadian province of Alberta, the Edmonton Journal found, 68 percent of climate scientists and engineers do not believe "the debate on the scientific causes of recent climate change is settled..."

 

 

Smella þrisvar á mynd til að stækka:

 

The 2009 International Conference on Climate Change

 

 


Cassiopeia verkefnið - Vísindin útskýrð á auðskilinn hátt...

 

6fc10ad49c5c2731ce2d4ba3b12d696ec50508b44d36217ed7add35d893f6567-1658721009.png

 

 

Vefsíðan CassioPeia Project virðist mjög áhugaverð. Tilgangurinn er sagður vera að gefa öllum kost á háskerpu kvikmyndum um vísindi.  "Making Science Simple" er kjörorðið. Framsetning er mjög auðskilin og ætluð almenningi.

 

Smella hér til að sjá hvað er í boði.

Svo er bara að skoða og læra!

 

 --- --- ---

 

Þekkja ekki allir  Kassíópeia stjörnumerkið? Það er eins og risastórt W á næturhimninum. Það er einmitt í lógóinu efst á síðunni.

Finnur þú Kassíópeiu á stjörnukortinu hér fyrir neðan? Þetta kort sýnir stjörnuhimininn eins og hann er yfir Íslandi einmitt núna.

 

 Takið eftir klukkunni efst til hægri á kortinu. Smella á "Refresh" til að uppfæra tíma.

WWW.stjörnuskoðun.is

 

 



Hnatthlýnun í biðstöðu næstu 30 árin?

 

 

Ísilögð Thames árið 1677

 Ísilögð Thames 1695 þegar sólin var í mikilli lægð sem kallast Maunder Minimum
(Þrísmella á mynd til að stækka)

 

 

Greinin hér fyrir neðan birtist á Discovery vefnum 2. mars. Þar er vitnað í grein í ritrýnda vísindaritinu Geophysical Research Letters þar sem spáð er áratugalangri kólnun í kjölfar hnatthlýnunar. Þetta eru ekki ný tíðindi því þetta hefur verið í umræðunni undanfarinn áratug eða jafnvel lengur, eins og bloggarinn hefur áður fjallað um, m.a. í þessum pistli frá 30. júní síðastliðnum: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?

 

 

 

Global Warming: On Hold?

Michael Reilly, Discovery News
 
 
/* */
Warming, What Warming?
Warming, What Warming? | Discovery News Video
 

March 2, 2009 -- For those who have endured this winter's frigid temperatures and today's heavy snowstorm in the Northeast, the concept of global warming may seem, well, almost wishful.

But climate is known to be variable -- a cold winter, or a few strung together doesn't mean the planet is cooling. Still, according to a new study in Geophysical Research Letters, global warming may have hit a speed bump and could go into hiding for decades.

Earth's climate continues to confound scientists. Following a 30-year trend of warming, global temperatures have flatlined since 2001 despite rising greenhouse gas concentrations, and a heat surplus that should have cranked up the planetary thermostat.


"This is nothing like anything we've seen since 1950," Kyle Swanson of the University of Wisconsin-Milwaukee said. "Cooling events since then had firm causes, like eruptions or large-magnitude La Ninas. This current cooling doesn't have one."

Instead, Swanson and colleague Anastasios Tsonis think a series of climate processes have aligned, conspiring to chill the climate. In 1997 and 1998, the tropical Pacific Ocean warmed rapidly in what Swanson called a "super El Nino event." It sent a shock wave through the oceans and atmosphere, jarring their circulation patterns into unison.

How does this square with temperature records from 2005-2007, by some measurements among the warmest years on record? When added up with the other four years since 2001, Swanson said the overall trend is flat, even though temperatures should have gone up by 0.2 degrees Centigrade (0.36 degrees Fahrenheit) during that time.

The discrepancy gets to the heart of one of the toughest problems in climate science -- identifying the difference between natural variability (like the occasional March snowstorm) from human-induced change.

But just what's causing the cooling is a mystery. Sinking water currents in the north Atlantic Ocean could be sucking heat down into the depths. Or an overabundance of tropical clouds may be reflecting more of the sun's energy than usual back out into space.

"It is possible that a fraction of the most recent rapid warming since the 1970s was due to a free variation in climate," Isaac Held of the National Oceanic and Atmospheric Administration in Princeton, New Jersey wrote in an email to Discovery News. "Suggesting that the warming might possibly slow down or even stagnate for a few years before rapid warming commences again."

Swanson thinks the trend could continue for up to 30 years. But he warned that it's just a hiccup, and that humans' penchant for spewing greenhouse gases will certainly come back to haunt us.

"When the climate kicks back out of this state, we'll have explosive warming," Swanson said. "Thirty years of greenhouse gas radiative forcing will still be there and then bang, the warming will return and be very aggressive."

 

--- --- ---

 

Fyllist fjörvi
feigra manna,
rýður ragna sjöt
rauðum dreyra.
Svört verða sólskin
um sumur eftir,
veður öll válynd.
Vituð ér enn eða hvað?

 

Vituð ér enn eða hvað? Svo spyr völvan aftur og aftur í Völuspá. Er þetta erindi fyrsta langtímaveðurspá sögunnar?

En völvan segir síðar:

    Munu ósánir
    akrar vaxa,
    böls mun alls batna,
    ...
    Vituð ér enn  eða hvað?

 

 



Eitt er víst, hitafarið gengur í bylgjum. Sumar öldurnar eru stuttar og kallast þá veður, en aðrar eru lengri og kallast þá loftslagsbreytingar.

 



 

 

 

Þá vitum vér það...    eða þannig...

 


Stjörnuskoðun í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur þriðjudagskvöld...

 


Þriðjudagskvöldið 3. mars efna
til stjörnuskoðunarkvölds fyrir alla áhugasama í
 

Gert er ráð fyrir því að stjörnuskoðunin hefjist klukkan 20:00 og verður fjöldi stjörnusjónauka á staðnum.

Þetta stjörnuskoðunarkvöld er haldið fyrir þig í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar. Eitt allra mikilvægasta markmið ársins er að sýna þér það sem Galíleó sá fyrir 400 árum og meira til.

Þú mátt gjarnan mæta með þinn eigin sjónauka og sýna öðrum í gegnum hann, eða njóta þess að horfa í gegn um sjónaukann hjá öðrum...

 

 

 

Undur Alheimsins - Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009

www.2009.is

 

 


Er bráðnun jökla virkilega okkur mönnum að kenna? Spyr sá sem ekki veit...

 

 

Fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er alltaf áhugavert. Í síðasta fréttabréfinu er fróðleg grein eftir Odd Sigurðsson jarðfræðing. Þar segir meðan annars: 

"Jöklar styttust á 37 mælistöðvum, 5 gengu fram og 1 stóð í stað. Jafnt og þétt
gengur á jöklana og eru þeir nú vandfundnir sem standa framar en þeir gerðu
fyrir um 4 öldum. Hvarvetna birtist undan jöklunum land sem menn hafa ekki
séð síðan í kaþólskum sið".

Auðvitað vaknar áleitin spurning. Hvernig var Ísland í kaþólskum sið? Hvernig í heiðnum sið? Hvernig aldirnar áður en landið byggðist? 

Hvernig má það vera að jöklar hafi verið minni þá en í dag?

Við teljum okkur vita að losun manna á koltvísýringi (CO2) á síðustu árum nemi um 0,01%, þ.e. hafi valdið aukningu úr 0,028% í 0,038% eins og velþekkt er,  eða með öðrum orðum, að mennirnir hafi bætt við einni sameind af CO2 við hverjar 10.000 sameindir andrúmslofts. Ef þessi eina sameind af 10.000 hefur valdið bráðnun jökla á síðustu áratugum, hvað varð þess þá valdandi að jöklar voru fyrirferðalitlir á öldum áður?  Skil ekki ... Halo

 

Þeir sem eru sannfærðir um að bráðnun jökla á síðustu öld séu okkur að kenna vinsamlegast rétti upp hönd...  

Einnig eru þeir beðnir um að útskýra hvers vegna jöklar voru svona litlir í "kaþólskum sið".  Var það ef til vill trúarhiti manna sem bræddi jökulinn?  Wink   

Er hætta á að jöklar fari að stækka aftur eins og þeir fóru að gera um siðaskiptin? 

Bloggarinn er forvitinn og vill gjarnan fá skýringar á þessum málum.  Það er alltaf óþægilegt að vera ekki viss í sinni sök, eða þannig...  (Ekki er verið að spyrja um hverju menn trúa, heldur um beinharðar staðreyndir).  Orðið er laust!  Smile

 

 

 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 

 

Kortið efst á síðunni er frá árinu 1772. Sjá hér.  Þar er Vatnajökull enn nefndur sínu forna nafni Klofajökull.

 

 

Ítarefni

Bókin Jöklaveröld - Náttúra og mannlíf  kom út haustið 2004. Hér er um að ræða mikið ritverk í ritstjórn Helga Björnssonar jöklafræðings sem hefur verið lengi í smíðum og er skrifað af fjölmörgum fræðimönnum á ýmsum sviðum. Bókin skiptist í 11 kafla og er meginviðfangsefnið náttúra Vatnajökuls og mannlíf við rætur hans.

Í bókinni kemur m.a. fram hið mikla hlýskeið sem ríkti á jörðinni, þegar jöklar voru litlir sem engir á Íslandi fyrir 6000 árum, síðan mikið kuldaskeið er jöklar mynduðust og stækkuðu ört, hlýskeiðið á landnámsöld þegar jöklar voru mun minni en í dag og þjóðleið lá yfir Vatnajökul sem þá nefndist Klofajökull, litla ísöldin þegar jöklar gengu fram og óðu jafnvel yfir bújarðir nærri Vatnajökli, og síðan aftur hlýskeið sem hófst eftir 1890, þegar jöklar tóku að hopa á nýjan leik. Sannkallaðar öldur aldanna. Hvað veldur?

Þetta er ein áhugaverðasta bók sem komið hefur út í langan tíma. Fróðlegt er að lesa um breytilega stærð jökla, hafís við Ísland, gróðurfar, veðurfar, efnahag og mannlíf. Meira um bókina hér.

 

 

 

„Á landnámsöld og fram eftir öldum voru jöklar hér sem annars
staðar á landinu langtum minni en nú er. Jökulhetta var á
Hnappafelli, eins og Öræfajökull var nefndur í öndverðu, og
skriðjöklar teygðu sig þar eitthvað niður eftir hlíðum. Vatnajökull
var til en langtum minni en síðar varð, hugsanlega að mestu skorinn
sundur í tvo eða þrjá jökulskildi, enda lengst af kallaður
Klofajökull. Meginskriðjöklarnir frá honum voru litlir í samanburði
við það sem síðar varð. Það sem við köllum einu nafni
Breiðamerkurjökul voru þrjár skriðjökultungur sem óvíst er
hvort náðu að renna saman neðan við Mávabyggðir en sú nafngift
náði þá einnig yfir Esjufjöll. Jökuljaðarinn hefur þá legið allt
að 15 kílómetrum innar en nú er en utan við var slétta sem verið
hafði sjávarbotn í ísaldarlokin. Drjúgur hluti þessarar miklu
sléttu hefur verið gróinn og skógivaxinn á köflum eins og múlarnir
beggja vegna og þar var víða allþykkur jarðvegur.“

                Árbók Ferðafélags Íslands1993. Hjörleifur Guttormsson.

 

 

 Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar, 8. tbl. 2004,  er fjallað um jarðir sem farið hafa undir jökul.

 

 Hlýindin fyrir árþúsundi: Medieval Warm Period Project.


Vísindaþátturinn og 46 metra langur risakíkir frá árinu 1673 ...

tele_hevelius_big.jpg


Flestir muna eftir hinum vinsæla þætti Nýjasta tækni og Vísindi.   Því miður hefur þátturinn ekki verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins í mörg ár, en það er full ástæða til að benda á mjög áhugaverðan þátt á  Útvarpi Sögu. Þetta er Vísindaþátturinn sem hóf göngu sína síðastliðið haust og er alla þriðjudaga frá klukkan 17:00 til 18:00.

Í þættinum er fjallað um ýmislegt fróðlegt úr heimi vísindanna, svo sem  jökla á Íslandi og reikistjörnunni Mars, stofnfrumurannsóknir, stjörnuskoðun, kjarnorku, eldgos, matvælafræði, kvikmyndagerð, líf í alheimi, Darvin, ...  svo fátt eitt sé nefnt.

Umsjónarmenn Vísindaþáttarins eru Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason. Þeir félagar fá til sín góða gesti og ræða við þá á léttum nótum. Þess má geta að Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélagsins www.astro.is 

Það góða við þessa þætti er að auðvelt er að nálgast þá á netinu og hlusta á þá í tölvunni hvenær sem mönnum hentar. Einnig má hlaða mp3 hljóðskránum niður og hlusta á þær í spiladós eins og IPod eða jafnvel í símanum, og þannig njóta þeirra í bílnum eða á göngutúrum...

 

Allir Vísindaþættirnir eru varðveittir á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og má nálgast þá beint hér www.stjornuskodun.is/visindathatturinn


 Munið að hlusta á Útvarp Sögu á þriðjudögum milli klukkan 17:00 og 18:00, eða á vefnum hér.

 

---  --- ---

 

Myndin efst á síðunni sýnir hve hugumstórir menn voru á sautjándu öld.  Galíleó Galíleí beitti árið 1609 sjónauka sínum fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum, en upp á það halda menn nú á  Ári stjörnufræðinnar 2009. Sjónaukar Galíleós voru aðeins rúmur metri að lengd, en það fannst Pólska bruggaranum Jóhannesi Havelíus heldur klént. Hann smíðaði því fjögurra metra langan sjónauka árið 1647, en var samt ekki ánægður. Hann smíðaði því ennþá stærri stjörnukíki sem var 20 metrar að lengd. Ekki var Jóhannes gamli ánægður með hann og smíðaði því enn einn heljarstóran kíki. Sá var hvorki meira né minna en 46 metra eða 150 feta langur!  Um þetta ævintýri má lesa á vefsíðunni Hevelius' Refractors. Menn voru að stíga sín fyrstu skref á geimrannsóknum á þessum tíma og voru stórhuga. Auðvitað skiptir stærðin máli, en það er ekki lengdin heldur þvermálið.  Myndin efst er af þessum risakíki frá árinu 1673.

Hér fyrir neðan er mynd af stærsta sjónaukanum á Íslandi. Ekki alveg eins langur og sá sem er efst á síðunni, en stór samt. Þvermál spegils JMI NGT-18 sjónaukans er 46 cm og brennivíddin um 200 cm. Lesa má um sjónaukann hér.   Myndir teknar með íslenska JMI NGT-18 sjónaukanum 

 

Á myndinni eru Snævarr. Þórir Már, Ágúst og Sveinn.
(Smella nokkrum sinnum á mynd til að sjá stærra eintak. Myndina tók ljósmyndari Mbl. og var hún keypt af myndasafni blaðsins.)

 

--- --- ---

 

Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar efna Stjarnvísindafélag Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands til fyrirlestraraðar fyrir almenning undir heitinu

„Undur veraldar: Undur alheimsins“

Boðið verður upp á sex fyrirlestra á vormisseri, auk opins fyrirlestrakvölds í lok júní í tengslum við alþjóðlegan sumarskóla í stjörnulíffræði sem haldinn verður hér á landi. Sá atburður verður auglýstur sérstaklega síðar. Allir hinir fyrirlestrarnir verða í stofu 132 í Öskju og hefjast kl. 14.00. Eftirfarandi fyrirlestrar hafa verið tímasettir:

21. febrúarPáll Jakobsson, Háskóla Íslands
 Gammablossar og sprengistjörnur: Leiftur úr fjarlægri fortíð
7. marsEinar H. Guðmundsson, Háskóla Íslands
 Uppruni frumefnanna
21. marsJohannes Andersen, Kaupmannahafnarháskóla
 The Future of European and Nordic Astronomy
4. aprílLárus Thorlacius, Nordita, Stokkhólmi og Háskóla Íslands
 Hugleiðingar um heimsfræði
8. april
David Des Marais, NASA Astrobiology Institute
 (Efni úr stjörnulíffræði)
18. aprílÁrdís Elíasdóttir, Princeton háskóla
 Hulduefni og þyngdarlinsur

 

 

 

 

 

 

Fyrirlestur um öflugustu sprengingar alheims laugardaginn 21. febrúar

Smella á krækju til að  fræðast meira um Gammablossa!

 

Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009

www.2009.is

Einn af yfirmönnum hinnar heimsþekktu rannsóknarstofu í loftslagsmálum The Hadley Centre varar við hræðsluáróðri ...

 

bbc_agw_neg-feedback

 

Smá útúrdúr fyrst í tilefni fréttar Morgunblaðsins: Á vef BBC er örstutt viðtal við vísindamanninn Chris Field hér, (uppfært 15/2: Búið að fjarlægja viðtalið) en þar snýr fréttamaðurinn öllu á hvolf þegar hann segir: "The fear is that increased global warming could set off what’s called negative feedback…..”     Sjálsagt hefur hann ætlað að segja positive feedback, en það sem orðið negative er miklu negatífara orð en positive verður honum á að segja negative, eða þannig... Grin  

Allir, sem hafa smá nasasjón af þessum málum, vita að "negative feedback" eða mótvirkni vinnur á móti loftslagshlýnun af mannavöldum. 

Sjálfsagt er þetta bull fréttamanni  BBC að kenna en ekki Dr. Chris Field sem er prófessor í líffræði hjá Stanford háskóla, sem minnir okkur á að það eru ekki allir vísindamenn IPCC loftslagsfræðingar. Dr. Chris Field er titlaður í frétt Mbl. sem "sem einn helsti sérfræðingur heims í loftslagsmálum". Fréttamenn BBC mættu gæta sín aðeins betur, því þeir eru gjarnir á að vera með nokkuð yfirdrifnar fréttir af hnatthlýnun.

Sjá einnig vef BBC hér.

Annars er rétt í þessu samhengi að vísa á  frétt sem birtist fyrir fáeinum dögum þar sem hin virta breska veðurstofa The Met Office varar vísindamenn beinlínis við að koma ítrekað fram með hamfaraspár (Apocalyptic predictions) eins og einmitt koma fram í frétt BBC.

Þar kveður við allt annan tón og er athyglisvert að lesa grein Dr. Vicky Pope sem er yfirmaður hjá hinni heimsþekktu og virtu rannsóknarstofnun í loftslagsmálum, The Hadley Centre sem heyrir undir  The Met Office.

Sjá grein í The Guardian hér 11. febrúar 2009: 


'Apocalyptic climate predictions' mislead the public, say experts.
Met Office scientists fear distorted climate change claims could undermine efforts to tackle carbon emissions.

 

"Experts at Britain's top climate research centre have launched a blistering attack on scientific colleagues and journalists who exaggerate the effects of global warming.

The Met Office Hadley Centre, one of the most prestigious research facilities in the world, says recent "apocalyptic predictions" about Arctic ice melt and soaring temperatures are as bad as claims that global warming does not exist. Such statements, however well-intentioned, distort the science and could undermine efforts to tackle carbon emissions, it says.

In an article published on the Guardian website, Dr Vicky Pope, head of climate change advice at the Met Office, calls on scientists and journalists to stop misleading the public with "claim and counter-claim...."  [meira á vef The Guardian].

 

og grein Dr. Vicky Pope er hér:


Scientists must rein in misleading climate change claims.
Overplaying natural variations in the weather diverts attention from the real issues.

 

 

News headlines vie for attention and it is easy for scientists to grab this attention by linking climate change to the latest extreme weather event or apocalyptic prediction. But in doing so, the public perception of climate change can be distorted. The reality is that extreme events arise when natural variations in the weather and climate combine with long-term climate change. This message is more difficult to get heard. Scientists and journalists need to find ways to help to make this clear without the wider audience switching off.

Recent headlines have proclaimed that Arctic summer sea ice has decreased so much in the past few years that it has reached a tipping point and will disappear very quickly. The truth is that there is little evidence to support this. Indeed, the record-breaking losses in the past couple of years could easily be due to natural fluctuations in the weather, with summer sea ice increasing again over the next few years. This diverts attention from the real, longer-term issues. For example, recent results from the Met Office do show that there is a detectable human impact in the long-term decline in sea ice over the past 30 years, and all the evidence points to a complete loss of summer sea ice much later this century.

This is just one example where scientific evidence has been selectively chosen to support a cause. In the 1990s, global temperatures increased more quickly than in earlier decades, leading to claims that global warming had accelerated. In the past 10 years the temperature rise has slowed, leading to opposing claims. Again, neither claim is true, since natural variations always occur on this timescale. For example, 1998 was a record-breaking warm year as long-term man-made warming combined with a naturally occurring strong El Niño. In contrast, 2008 was slightly cooler than previous years partly because of a La Niña. Despite this, it was still the 10th warmest on record.

The most recent example of this sequence of claim and counter-claim focused on the Greenland ice sheet. The melting of ice around south-east Greenland accelerated in the early part of this decade, leading to reports that scientists had underestimated the speed of warming in this region. Recent measurements, reported in Science magazine last week, show that the speed-up has stopped across the region. This has been picked up on the climate sceptics' websites. Again, natural variability has been ignored in order to support a particular point of view, with climate change advocates leaping on the acceleration to further their cause and the climate change sceptics now using the slowing down to their own benefit. Neither group is right and all that is achieved is greater confusion among the public. What is true is that there will always be natural variability in the amount of ice around Greenland and that as our climate continues to warm, the long-term reduction in the ice sheet is inevitable.

For climate scientists, having to continually rein in extraordinary claims that the latest extreme is all due to climate change is, at best, hugely frustrating and, at worst, enormously distracting. Overplaying natural variations in the weather as climate change is just as much a distortion of the science as underplaying them to claim that climate change has stopped or is not happening. Both undermine the basic facts that the implications of climate change are profound and will be severe if greenhouse gas emissions are not cut drastically and swiftly over the coming decades.

When climate scientists like me explain to people what we do for a living we are increasingly asked whether we "believe in climate change". Quite simply it is not a matter of belief. Our concerns about climate change arise from the scientific evidence that humanity's activities are leading to changes in our climate. The scientific evidence is overwhelming.

Dr Vicky Pope is the head of climate change advice at the Met Office Hadley Centre"

 

 ... Svo mörg voru þau orð hins virta vísindamanns.

  --- --- ---

 

Þróun lofthita undanfarinna 30 ára samkvæmt öllum helstu mælingum, bæði með gervihnöttum og á jörðu niðri, þar til um síðustu mánaðamót má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Frétt Mbl. fjallar um þróun lofthita á síðustu árum og í framtíðinni. Þar segir m.a: "Sérfræðingur í loftslagsrannsóknum segir, að hlýnun andrúmsloftsins sé mun meiri og hraðari en til þessa hafi verið talið og ljóst, sé að hitastig á jörðinni verði mun hærra í framtíðinni en áður var spáð. Ástæðan sé að losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2000-2007 var mun meiri en áður var talið." Á myndinni má sjá hvað raunverulega hefur átt sér stað frá aldmótum.

Græni ferillinn er frá The Hadley Centre sem fjallað var um hér fyrir ofan, en bláu og svörtu ferlarnir eru gervihnattamælingar.

Myndin er frá vefsíðunni Climate4you sem  prófessor Ole Humlum heldur úti.

(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri).

 

 

 

 

 Veðurfræðingurinn Antony Watts hefur ýmislegt um frétt BBC að segja á bloggsíðu sinni. Sjá hér.


mbl.is Hlýnun jarðar vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 764553

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband