Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Venus hálf á himni skín...
Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 8. júní 2004.
Sólin var að sjálfsögðu allt of björt til þess að hægt væri að taka mynd beint upp í hana, en sem betur fer kom ský aðvífandi á réttu augnabliki, sem nægði til að dempa ljósið hæfilega mikið. Þetta er kallað þverganga Venusar eða Venus Transit.
Myndin er tekin með Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45-480mm á þessari myndavél). Ljósnæmi 100 ISO. Hraði 1/4000 sek. Ljósop f36. Ekki mátti tæpara standa, því þetta er minnsta ljósnæmi, mesti hraði og minnsta ljósop myndavélarinnar. Lýsingin var samt hárrétt! Myndin var tekn í Garðabænum.
Hvernig getur Venus verið hálf?
Myndin hér að ofan sýnir okkur að Venus er á braut milli jaðar og sólar. Frá okkur séð er hún því ýmist hægra megin við sólina, fyrir framan hana, vinstra megin eða jafnvel bakvið.
Um þessar mundir er Venus vinstra megin við sólina. þ.e. eltir hana á stjörnuhimninum. Þess vegna er Venus kvöldstjarna og sést vel á kvöldhimninum. Þegar Venus er hægra megin við sólina er hún morgunstjarna og skín þá fallega skömmu fyrir sólarupprás. Svo Venus stundum það nærri sól að hún sést ekki.
Á myndinni hér fyrir ofan sést vel hvernig sólin skín á Venus þannig að í sjónauka líkist hann frá okkur séð tunglinu. Stundum er Venus eins og hálfmáni. Þetta sést vel með litlum stjörnusjónauka, en er alveg á mörkum þess að sjást með góðum handsjónauka. Bloggarinn prófaði Canon 15 x 50 handsjónauka með hristivörn og mátti þá greinilega sjá að reikistjarnan Venus var hálf, þ.e. eins og hálft tungl sem hallaði í átt til sólar. Ef handsjónaukinn er ekki með innbyggðri hristivörn er nauðsynlegt að fá stuðning af einhverjum föstum hlut til að minnka titring.
Ef vel tekst til, þá ætti hreyfimyndin hér fyrir neðan að sýna þetta vel. Myndin er samansafn kyrrmynda af Venusi sem teknar eru með reglulegu millibili meðan hún fer heila umferð um sólina.
Venus er þakin þykkum skýjahjúp þannig að yfirborðið sést ekki með venjulegum myndavélum.
Hér sést greinilega hvernig sólin lýsir upp aðra hlið Venusar svipað og um þessar mundir.
Með ratsjártækni er hægt að horfa niður í gegn um skýjahjúpinn.
Myndin er tekin á Gamlársdag
Gríðarmikill fróðleikur á íslensku er um Venus á Stjörnufæðivefnum
www.stjornuskodun.is/venus
Munið eftir ári stjörnufræðinnar. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan. Önnur vísar á íslenska síðu, hin á alþjóðlega.
Tölvur og tækni | Breytt 13.2.2009 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Hversu lítið eða mikið er af CO2 í andrúmsloftinu? Umfjöllun um þetta og fleira á mannamáli, ef það er á annað borð hægt...
Hvað merkir það á mannamáli að styrkur CO2 í andrúmsloftinu sé 385 ppm?
Skilur einhver þá stærð? Er það mikið eða lítið? Líklega gera fáir sér grein fyrir hvað þetta þýðir á mannamáli. Tilgangur pistilsins er að reyna að skýra málið aðeins, svo og fáein önnur atriði.
(Gróðurhúsakenningin er algjört aukaatriði í þessum pistli, enda yfirgripsmikið mál. Hér erum við að skoða almennt nokkra eiginleika þessarar frægu lofttegundar CO2 sem einnig gengur undir nafninu koltvísýringur eða jafnvel kolsýra. Sumt eru atriði sem ekki eru í daglegri umræðu).
Vissulega virðist 385 ppm vera stór tala, en getur verið að hún sé örsmá?
385 ppm þýðir 385 milljónustu hlutar en það er aðeins 0,0385 %, eða því sem næst 0,039 %. Það eru heil 10.000 ppm í 1%. Skammstöfunin ppm stendur fyrir "parts per million".
Með öðrum orðum: Aðeins 39 sameindir af hverjum 100.000 sameindum andrúmloftsins er CO2.
Miðað við núverandi hraða á losun manna á CO2 tekur það um þrjú ár að bæta við einni sameind af 100.000, þannig að eftir þrjú ár verða væntanlega um 40 sameindir af hverjum 100.000 koltvísýringur.
Magn CO2 hefur aukist frá 0,0280 % í 0,0385 % frá því menn fóru að brenna kolum og olíu eftir að iðnbyltingin hófst fyrir um 250 árum.
Þar sem það er auðveldara að segja og skrifa 385 ppm en 0,0385 % er venjan að nota fyrri framsetninguna.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur aukist síðan reglulegar mælingar hófust. (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri). Takið eftir að lóðrétti skalinn er frá 0 til 600 ppm eða 0,06%.
Myndin hér fyrir neðan er alveg eins rétt og myndin hér fyrir ofan. Samt virðist aukning CO2 vera miklu meiri. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að lóðrétti ásinn platar okkur. Myndin er þanin út eins og hægt er. Efri myndin gefur því réttari mynd þrátt fyrir allt, er það ekki?
Hér virkar aukningin miklu meiri en á efri myndinni.
--- --- ---
Hve mikilli hækkun hitastigs veldur þessi örlitla viðbót CO2 í andrúmsloftinu?
Um það eru menn ekki sammála. Fræðilega veldur tvöföldun á CO2, t.d. úr 280 ppm í 560 ppm aðeins um 1°C hækkun hitastigs, ef ekkert annað kæmi til. Hvað er þetta "annað"? Menn greinir á um hvort náttúran sé meðvirk, mótvirk eða hlutlaus. Þetta kallast "feedback" eða afturverkun.
Flestir virðast telja að náttúran sé meðvirk og magni þessa hækkun hitastigs, þannig að tvöföldun CO2 gæti valdið t.d. 3°C hækkun hitastigs í stað 1°C. Sumir vísindamenn telja aftur á móti að náttúran sé mótvirk, þannig að hækkun hitastigs yrði minni en 1°C fyrir tvöföldun CO2.
Hér stendur hnífurinn í kúnni. Menn vita því miður ekkert um þetta í dag. Engar tilraunir eru til sem sýna fram á hvað er rétt. Þess vegna deila menn endalaust.
Dæmi um meðvirkni eða "positive feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu en loftraki er öflug gróðurhúsalofttegund -> Enn meiri lofthiti ->Enn meiri uppgufun -> O.s.frv...
Dæmi um mótvirkni eða "negative feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu sem veldur aukinni skýjamyndun -> Skýin valda minni inngeislun sólar -> Lofthitinn lækkar aðeins -> Lofthitinn finnur nýtt jafnvægi...
Málið er ótrúlega flókið eins og sjá má á myndinni sem er hér, og engin furða að það valdi endalausum deilum. Sum áhrif af þessum fjölmörgu sem sjást á myndinni vinna með, önnur á móti, en hver eru heildaráhrifin?
Meðvirkni? Mótvirkni?
--- --- ---
Ef tvöföldun CO2 veldur 1°C hækkun hvernig má það vera að fjórföldun veldur aðeins 2°C hækkun og áttföldun 3°C hækkun?
Þetta segir IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) á vefsíðu sinni hér: Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic - a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect.
Ástæðan er sú að sambandið milli hitafars lofthjúpsins og styrks CO2 er logarithmiskt. Á myndinni hér fyrir neðan sést þetta greinilega. Takið eftir að fyrstu 20 ppm af CO2 hafa jafnmikil áhrif á hitastigið og öll hækkun CO2 frá 20 ppm upp í 300 ppm!
Það skiptir ekki máli hver hækkun hitastigsins fyrir tvöföldun CO2 er. Logaritmiska sambandið gildir alltaf eins og ferlarnir þrír sýna. Hækkunin er alltaf sú sama fyrir hverja tvöföldun í styrk CO2.
300 ppm -> 600 ppm, hækkun um 1°C (Plús [eða mínus] áhrif vegna "feedback")
600 ppm -> 1200 ppm, hækkun um 1°C (--"--)
1200 ppm -> 2400 ppm, hækkun um 1°C (--"--)
(Á myndinni hér fyrir ofan eru þrír ferlar. Meðaltal hækkunar hitastigs við tvöföldun CO2 er um 1°C án "feedbacks". Það sem er áhugavert er hve ólínulegur ferillinn er og að áhrifin af hækkandi magni CO2 fara hlutfallslega síminnkandi. Ferlarnir byrja að breikka þar sem magnið er orðið 280 ppm (upphaf iðnbyltingar) og á breiði hluti ferlanna að sýna viðbótarhlýnun af mannavöldum, án nokkurrar afturverkunar (feedback). Í dag er magnið 380 ppm, en yrði 560 ppm við tvöföldun). (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri).
--- --- ---
Hvað valda náttúruleg gróðurhúsaáhrif mikilli hækkun hitastigs og hve mikil gæti hækkun hitastigs viðbótar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum verið?
Sem betur fer eru náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin veruleg, því án þeirra væri ekkert líf á jörðinni. Hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif ná að hækka meðalhita jarðar um því sem næst 33°C, eða úr mínus 18° í plús 15 gráður. Þar á vatnsgufan eða rakinn í andrúmsloftinu líklega mestan þátt, því vatnsgufan veldur 70-90% gróðurhúsaáhrifanna.
Það eru viðbótar gróðurhúsaáhrifin sem margir hafa áhyggjur af og stafa af losun manna á CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum. Þessi viðbóta gróðurhúsaáhrif valda að hámarki 0,7°C hækkun hitastigs, en í reynd allnokkuð minni hækkun þegar náttúrulegar sveiflur hafa verið dregnar frá. Gróðurhúsaáhrif af mannavöldum valda því um 1 til 2% hækkun hitastigs umfram það sem hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif valda.
Án hinna góðu gróðurhúsaáhrifa væri fimbulkuldi á jörðinni og lítið lífsmark .
--- --- ---
Hvaða áhrif hefur aukið magn CO2 á gróður jarðar?
Áhrifin eru þau að gróðurinn vex hraðar og uppskera bænda verður meiri. Þetta eru hin jávæðu áhrif aukins magns CO2 í andrúmsloftinu. Myndin hér fyrir neðan er tekin fyrir utan gróðurhús á Íslandi, en bændur hleypa CO2 inn í gróðurhúsin til að ná meiri uppskeru. Plönturnar nota sólarljósið (eða raflýsinguna í gróðurhúsum) til að losa súrefnið (O) frá kolefninu (C). Þær hafa engar áhuga á súrefninu, en nýta kolefnið til að framleiða mjölvi og sykur Aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hefur því góð áhrif á gróðurfar jarðar og ættu þess að sjást merki.
--- --- ---
Er CO2 notað í matvælaiðnaði?
Vissulega. Brauð hefast eða lyftist vegna gerjunar á sykri og mjölvi, en við það myndast CO2 sem þenur deigið út. CO2 er að sjálfsögðu ómissandi í brauð, gosdrykki, bjór og kampavín .
Í þessum pistli var almennt fjallað um eiginleika koltvísýrings. Ekki var hjá því komist að minnast aðeins almennum orðum á gróðurhúsaáhrifin, bæði þau náttúrulegu og af mannavöldum. Það væri þó efni í annan pistil að fjalla meira um þau áhugaverðu og flóknu mál.
Ítarefni:
Wikipedia: Carbon Dioxide
Hvert væri hitastig jarðar án gróðurhúsaáhrifa? Sjá útreikninga hér á Wikipedia.
Tölvur og tækni | Breytt 2.2.2009 kl. 06:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...
Sólgos geta hæglega haft alvarlegar afleiðingar á samfélagið, og hafa reyndar haft. Þekktasta dæmið er segulstormurinn mikli árið 1989 þegar sex milljón manns urðu rafmagnslaus í 9 klukkustundir í Kanada vegna öflugs segulstorms sem átti uppruna sinn í svokölluðu kórónugosi (coronal mass ejection) á sólinni. Við kórónugos þeytast milljarðar tonna af rafgasi (plasma) frá sólinni. Stundum í átt til jarðar, en þá er mikið um norðurljós. Einstaka sinnum er þó vá fyrir dyrum ef sólgosin eru öflug. Fólki stafar þó ekki nein hætta af þessu, en getur notið stórfenglegra norðurjósa.
Árið 1859 varð gríðarlega öflug sprenging á sólinni sem sást með berum augum, svokallað Carrington atvik sem varð til þess að ritsímamenn urðu varir við neistaflug úr ritsímalínunum. Sjá ítarlega lýsingu á þessu magnaða fyrirbæri hér. Í þessari áhugaverðu grein kemur fram að ritsímakerfi heimsins lamaðist meðan á segulstorminum stóð. (Sjá samtímalýsingar í kafla 3 og hvernnig menn virkjuðu norðurljósin, eða "celestical power" í kafla 4). Hefði þetta atvik orðið á síðustu árum þegar allt líf manna treystir á tæknina, þá hefði tjónið orðið gríðarlegt.
Árið 1859 var ritsíminn ekki annað en rafhlaða, morslykill og segulspóla, en í dag er fjarskiptabúnaðurinn miklu flóknari og margfalt viðkvæmari. Hætt er við að fjarskiptatungl, tölvukerfi og símakerfi hefðu eyðilagst. Sjálfsagt er bara tímaspursmál hvenær við lendum í öðru eins geimóveðri og árið 1859.
Árið 2007 kom út hjá Princeton University Press bókin The Sun Kings:The Unexpected Tragedy of Richard Carrington and the Tale of How Modern Astronomy Began sem fjallar að mestu um atburðinn 1859. Þar er mögnuð lýsing á baráttu ritsímamannanna við búnaðinn. Neisti flaug úr símalínunni í höfuð eins þeirra þannig að hann vankaðist, platínusnertur morslyklanna ofhitnuðu, eldur kom upp í pappírsstrimlunum og hægt var að senda skeyti milli staða jafnvel þó allar rafhlöður hefðu verið fjarlægðar. Mikið hefur greinilega gengið á.
Nýlega kom út viðamikil skýrsla vísindanefndar sem nefnist Space Weather EventsUnderstanding Societal and Economic Impacts. Fyrir skömmu var fjallað um skýrsluna á vefsíðu NASA: Severe Space Weather. Þar kemur fram sú mikla hætta sem rafdreifikerfinu stafar af öflugum kórónugosum og segulstormum. Þar er einnig bent á hættuna sem gervihnöttum stafar af fyrirbærum sem þessum:
A contemporary repetition of the Carrington Event would cause extensive social and economic disruptions," the report warns. Power outages would be accompanied by radio blackouts and satellite malfunctions; telecommunications, GPS navigation, banking and finance, and transportation would all be affected. Some problems would correct themselves with the fading of the storm: radio and GPS transmissions could come back online fairly quickly. Other problems would be lasting: a burnt-out multi-ton transformer, for instance, can take weeks or months to repair. The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina or, to use a timelier example, a few TARPs.
Svona öflug sólgos eru nokkuð algeng, en yfirleitt stefna þau ekki í átt til jarðar, sem betur fer. Einstaka sinnum erum við ekki heppin og þá getur farið illa. Menn geta rétt ímyndað sér afleiðingarnar af því ef fjarskiptakerfin lamast og hundruðir milljóna verða án rafmagns. Svona óveður í geimnum nærri jörðinni getur skollið á hvenær sem er, nánast fyrirvaralaust.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá skemmdir sem urðu á spennubreytinum vegna segulstormsins. Afleiðingin var 9 klukkustunda rafmagnsleysi hjá 6 milljón manns.
(Smella tvisvar á myndina til að sjá stærra eintak).
Spennubreytar rafdreifikerfisins eru í sérstakri hættu vegna þess að þeir tengjast löngum raflínum eins og ritsímarnir forðum. Við hinar gríðarmiklu segultruflanir spanast miklir straumar sem skemmt geta spennubreytana eins og myndin sýnir. Nánar hér og hér. Geimfarar í geimgöngu geta verið í lífshættu og búnaður gervihnatta getur truflast.
Alls konar hátæknibúnaður er í hættu:
Many technologies are affected by space weather: energetic electrons and protons can damage electronics on satellites and high-flying aircraft, ionospheric disturbances affect GPS positioning and HF radio communication, magnetic storms interfere with aeromagnetic surveys and induce currents in power systems, pipelines and submarine cables.
NASA: A Super Solar Flare
NASA: Safeguarding Our Satellites From the Sun
British Geological Survey: Carrington Event - The Largest Magnetic Storm on Record (1859)
Science Direct: The super storms of August/September 1859 and their effects on the telegraph system
Science Daily 12. jan 2009: Hazards of Severe Space Weather Revealed
Natural Resourches Canada: Reducing Risk from Natural Hasards.
Space Weather Canada: Geomagnetic Effects on Power Systems
Max Plank Society: The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years
Stuart Clark: The Sun Kings:The Unexpected Tragedy of Richard Carrington and the Tale of How Modern Astronomy Began
Fróðleg vefsíða: Stuart Clark's Universe
Stjörnufræðivefurinn: Sólin Þar er fjallað um kórónugos eða kórónuskvettur.
Blogg: Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka
Smá hliðarspor:
Max Planck Institute for Solar System Research: The Sun and the Earth's Climate, Does the Sun affect Climate?
Tölvur og tækni | Breytt 29.4.2009 kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Ný dönsk rannsókn styður kenningar um samspil geimgeisla og loftslagsbreytinga...
Ferlarnir hér fyrir ofan ná yfir 5000 ár. Hvað er eiginlega svona merkilegt við það?
Annar ferillinn er regn og hinn er jarðsegulsvið. Hmm...
Á myndinni er jarðsegulsviðið svartur ferill, en frávikið í þungu súrefnissamsætunni 18O er blár ferill. Þessi blái ferill er mælikvarði á úrkomu í Kína og Óman, og er niðurstaða mælinga í dropasteinshellum. Ferlarnir falla nánast saman. Tilviljun eða vísbending? Hvernig í ósköpunum getur verið samband milli jarðsegulsviðsins og úrkomu?
Sjá frétt AFP hér.
Grein þeirra Faurschou og Riisager birtist í janúarhefti bandaríska tímaritsins Geology. Vilji menn lesa greinina þá er hún sem pdf skjal hér.
Í Morgunblaðinu í dag 13. jan. 2009 er eftirfarandi frétt á bls. 17:
Geimgeislar mikilvægari fyrir loftslag en talið var?
NIÐURSTÖÐUR rannsóknar vísindamanna hjá dönsku jarðfræðistofnuninni Geoecenter Danmark sýna að segulsvið jarðar hefur veruleg áhrif á loftslag á jörðinni, segir í frétt vefsíðu blaðsins Jyllandsposten. Magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu er því ekki jafn þýðingarmikið fyrir hlýnun loftslags og talið hefur verið.
Blaðið segir að um sprengju sé að ræða í loftslagsumræðunum vegna þess að niðurstöðurnar renni stoðum undir umdeildar kenningar þess efnis að loftslag stýrist að miklu leyti af geimgeislum sem streyma inn í lofthjúp jarðar.
Eðlisfræðingurinn Henrik Svensmark hjá Danska tækniháskólanum setti fyrir áratug fram kenningarnar um geimgeislana og olli þá hörðum deilum. Nú hafa tveir Danir, jarðeðlisfræðingurinn Mads Faurschou hjá jarðfræðistofnun Árósaháskóla og Peter Riisager, jarðeðlisfræðingur hjá GEUS, stofnun er annast rannsóknir í Danmörku og á Grænlandi, borið saman loftslagsgögn sem safnað var í dropasteinshellum í Kína og Óman við módel er sýnir segulsvið jarðar á forsögulegum tíma. Kom í ljós að breytingar á segulsviði jarðar hafa haft áhrif á úrkomumagn í hitabeltinu síðustu 5.000 árin.
Þeir segja báðir að koldíoxíðmagn sé að vísu mjög mikilvægt fyrir loftslagið. En loftslagskerfi séu geysilega flókin og óhjákvæmilegt sé að niðurstöðurnar þvingi menn til að taka meira mark á kenningum Svensmark. kjon@mbl.is
Jæja, getur þetta verið tilviljun, eða hvað? Auðvitað eiga menn eftir að deila um þessi mál. Það er bara gott og blessað. Hver hefur síðasta orðið í þessum málum? Auðvitað er það náttúran sjálf. Sjá síðasta pistil um breytingar sem virðast vera að gerast í virkni sólar um þessar mundir.
Þessi rannsókn styður umdeilda kenningu Henriks Svensmark um samspil sólar, geimgeisla, skýjafars og hitafars. Kenningin er kölluð CosmoClimatology, Sumir telja að það samspil geti útskýrt mikinn hluta hækkunar hitastigs á síðustu öld.
Myndin er úr dropasteinshelli:
Ítarefni:
Videnskab.dk: Jordens magnetfelt påvirker klimaet
Bloggpistill: Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....
Tölvur og tækni | Breytt 14.1.2009 kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
2008 var næst-óvirkasta ár sólar síðan 1913...
Eins og margir vita þá hefur sólin verið einstaklega óvirk undanfarna mánuði. Árið 2008 voru dagarnir sem engir sólblettir sáust samtals 266. Dagarnir hafa ekki verið fleiri síðan 1913 en þá voru þeir 311. Þetta er bara einn mælikvarði af mörgum um virkni sólar, en ekki sá nákvæmasti.
Það er lítið spennandi að fylgjast með sólinni þessa dagana eins og myndin hér að ofan ber með sér. Svo er líka lítið er um norðurljós eins og venjulega þegar sólin er óvirk...
Marga undanfarna mánuði hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Fátt sem bendir til að sólsveifla 24 sé að hefjast en sólsveiflu 23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni.
Sólsveifla 22 stóð aðeins yfir í 9,8 ár en í nóvember síðastliðnum var sólsveifla 23 þegar orðin meira en 12,5 ár að lengd. Er sólsveifla 24 ótvírætt byrjuð? Sjá hér frá NASA í nóvember s.l: "I think solar minimum is behind us," says sunspot forecaster David Hathaway of the NASA Marshall Space Flight Center". Ekki eru alir sannfærðir um að svo sé.
Sem sagt: Sólsveifla 23 er þegar orðin 2,5 árum lengri en næstsíðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. Það er greinilegt að sólin er nú þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit líklega enginn. En það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar, í reynd bara eðlilegt. Stundum er sólin fjörug og vel virk, þess á milli róleg og óvirk. Það er því ekkert óeðlilegt við svona langa sólsveiflu, bara óvenjulegt.
Skin sólarinnar hefur aldrei verið stöðugt, því sólin er breytistjarna (variable star). Þekktar sveiflur eru a.m.k. fimm: 1) 11 ára Schwabe, 2) 22 ára Hale, 3) 90 ára Gleissberg, 4) 200 ára Suess, 5) 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólarinnar í framtíðinni. Það hefur samt vafist nokkuð fyrir mönnum. Þó svo að stysta sveiflan sé oft nefnd 11-ára sveiflan er hún í reynd 9,5-13 ár. Svipaður breytileiki er á öðrum sveiflum þannig að erfitt er að spá nákvæmlega.
Sólin er breytistjarna eins og sést á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er árlega yfir heila sólsveiflu. Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi, og sést vel hve ásýnd sólar breytist gríðarlega á fáum árum. Í sýnilegu ljósi er munurinn miklu minni.
Nú getur verið fróðlegt að skoða síðustu upplýsingar um virkni sólarinnar. Hvernig er staðan í dag og við hverju má búast? Skoðum fáeinar myndir:
Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda sólblettalausra daga á ári síðan árið 1913. Árið 2008 lendir við hliðina á árinu 1913.
Fjöldi daga án sólbletta eftir síðasta hámark sólsveiflunnar er orðinn 510. Sólsveiflan númer 23 sem er að syngja sitt síðasta er sú lengsta síðan 1848. Verði sólin óvirk nokkra mánuði í viðbót gæti farið svo að metið frá 1790 verði slegið, en sú sólsveifla var undanfari Dalton lágmarksins svokallaða í virkni sólar. Sjá myndina hér fyrir neðan sem sýnir hvernið sólsveiflurnar frá 1760 hafa verið mislangar. Síðasta sólsveifla er lengst til hægri. Almennt gildir að löng sólsveifla fylgir lítilli virkni sólar.
Á næstu mynd má sjá sólblettafjöldann eins og hann er núna (blátt), og spá vísindamanna um næstu sólsveiflu (rautt). Takið eftir hvernig ferlarnir standast ekki lengur á. Það er harla ólíklegt að virkni sólar hrökkvi skyndilega af stað og nái rauða ferlinum á næstu mánuðum. Ferillinn er af vefsíðu NOAA/Space Weather Prediction Center.
Segulsvið sólar í sólkerfinu (Ap planetary index) hefur farið hratt minnkandi sem bendir til minnkandi virkni sólar. (Smella á mynd til að sjá stærri).
Geimgeislar hafa farið vaxandi samkvæmt mælingum hjá háskólanum í Oulu í Finnlandi. Við munum eftir kenningu Danans Dr. Henrik Svensmark sem bloggað var um hér. Henrik fylgist örugglega vel með þróun mála, enda er náttúran greinilega að gera tilraun sem vert er að fylgjast með.
Heildarútgeislun sólar hefur farið minnkandi. Myndin hér fyrir neðan er úr nýlegum fyrirlestri hins þekkta sólar-vísindamanns Hathaway Solar Activity Cycles - Past and Future.
Sagan hefur kennt okkur að næsta sólsveifla eftir langa sveiflu verður yfirleitt veik. 12,5 ár jafngilda sólblettatölu um 80 samkvæmt myndinni hér fyrir neðan.
Sumir muna eftir pistlinum: NASA tilkynnti í dag: Sólvindurinn aldrei verið minni í 50 ár frá 23. september.
Nýjasta spá Davíðs Hathaway:
Að lokum...
Það virðist vera orðið ótvírætt að virkni sólar hefur farið hratt minnkandi undanfarið. Hve mikil áhrif það hefur á veðurfar skal ósagt látið, en rétt að vera við öllu búinn. Það ræðst mikið af framhaldinu. Hugsanlega verða áhrifin lítil, en ef til vill allnokkur. Við getum lítið annað gert en beðið róleg og fylgst með því sem verða vill...
Svo gildir það auðvitað að sólin á það til að koma mönnum á óvart. Það er ekkert óeðlilegt við hegðun sólar um þessar mundir, það mætti frekar orða það þannig að hegðun hennar sé óvenjuleg. Stundum er sólin hress og fjörug, en dauf og löt þess á milli. Eiginlega eins og mannfólkið.
Hve mikil hefur hlýnun andrúmsloftsins verið undanfarinn áratug og hve mikil hefur aukningin á losun koltvísýring verið? Hve góð er fylgnin? Skoðum það seinna ef áhugi er fyrir...
Ítarefni:
- Um sólina á Stjörnufræðivefnum
- D. Hathaway: Solar Activity Cycles - Past and Future
- Lund Space Weather Center: Prediction of Solar Cycle 24
- Year Without a Summer
- Myndir af sólinni í ham
- Bloggpistill: Hnattkólnun í kjölfar hnatthlýnunar?
- Solarcycle24.com
Tölvur og tækni | Breytt 9.1.2009 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Mynd af frumkvöðlum Verkís
Í nóvember á síðasta ári komu saman starfsmenn og makar verkfræðistofnnar Verkís til að fagna samruna verkfræðistofanna sem standa að Verkís. Þetta var fríður hópur, enda starfsmenn um 350. Meðal viðstaddra voru nokkrir frumkvöðlar sem hafa lokið störfum vegna aldurs. Bloggarinn smellti þessari mynd af þeim á Ixus-860-IS vasayndavélina.
Þessir heiðursmenn eru talið frá vinstri:
Sigurbjörn Guðmundsson verkfræðingur og lengi stærðfræðikennari við MR (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen),
Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og skákmaður (Verkfræðistofan Fjölhönnun),
Karl Ómar Jónsson verkfræðingur (Verkfræðistofan Fjarhitun),
Pétur Guðmundsson verkfræðingur (Verkfræðistofan Fjarhitun),
Sigmundur Freysteinsson verkfræðingur (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen),
Sigurður Þórðarson verkfræðingur og líffræðingur (Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen),
Björn Kristinsson verkfræðingur og prófessor (Verkfræðistofan RT-Rafagnatækni),
Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræðingur (Verkfræðistofan Rafteikning),
Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur og fyrrverandi borgarstjóri (Verkfræðistofan Rafteikning).
Verkfræðistofurnar sem voru að smeinast eru gamalgrónar með 250 ára samanlagðan starfsaldur:
1932: VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961: RT - Rafagnatækni
1962: Fjarhitun
1965: Rafteikning
1970: Fjölhönnun
Með því að smella nokkrum sinnum á myndina má sjá mun stærri mynd.
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt.
Vort land það á eldforna lifandi tungu,
hér lifir það gamla´ í þeim ungu.
"Aldamót" Einars Benediktssonar
Tölvur og tækni | Breytt 7.1.2009 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Ár stjörnufræðinnar er byrjað... Fallegt myndband...
Á ári stjörnufræðinnar er haldið upp á það að liðin verða 400 ár frá einum mikilvægasta atburði í sögu raunvísinda þegar Galíleó Galíleí beitti sjónauka fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum.
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur fyrir hinn almenna jarðarbúa þar sem áhersla er lögð á persónulega upplifun og ánægjuna við það að deila með öðrum þekkingu á alheimi og stöðu mannsins í honum. Þá er lögð áhersla á mikilvægi vísindalegrar hugsunar með það að leiðarljósi að hún sé ómetanleg auðlind fyrir allt mannkyn.
Hvorki meira né minna en 135 þjóðir hafa tekið höndum saman til að kynna jarðarbúum alheiminn. Á næstu 12 mánuðum verður efnt til margs konar viðburða er tengjast stjörnufræði og heimsfræði. Það má því reikna með að árið verði spennandi fyrir okkur.
Sjá íslensku vefsíðuna www.2009.is og alþjóðlegu vefsíðuna www.astronomy2009.org
Sjá einnig Stjörnufræðivefinn, Stjörnuskoðunarfélagið og Stjörnuverið
Munið að Ár stjörnufræðinnar er fyrst og fremst hugsað sem vettvangur fyrir okkur hinn almenna jarðarbúa.
Njótið þessa fallega myndbands frá www.allthesky.com sem kallast Sky in Motion:
(Gefið myndbandinu smá tíma í byrjun til að hlaðast inn)
Tölvur og tækni | Breytt 3.1.2009 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 21. desember 2008
Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google...
Picasa-3 er einstaklega þægilegt forrit til að halda utan um ljósmyndir, lagfæra þær, prenta eða setja í myndaalbúm. Það besta er að forritið er ókeypis. Gott eins og flest sem kemur frá Google .
Forritið byrjar á að finna allar myndir sem eru í tölvunni, jafnvel einnig þær sem maður er búinn að týna, og raðar þeim í myndaalbúm. Þannig hefur maður gott yfirlit yfir allar myndirnar í tölvunni.
Síðan er auðvelt með einföldum aðgerðum að lagfæra galla í myndunum. Sumar myndir halla, aðrar eru með undarlegum litblæ, rauð augu, óskýrar, of dökkar, o.s.frv. sem flestir þekkja. Jafnvel má búa til vídeó úr myndunum og flytja yfir á YouTube.
Það besta er að lagfæringarnar hafa engin áhrif á frummyndina sem er varðveitt óbreytt.
Eftir lagfæringar getur maður merkt bestu myndirnar með stjörnu og flutt yfir í nýja möppu þar sem auðveldara er að njóta þeirra og skoða sem "slide show".
Hægt er að fá ókeypis pláss á netinu (1Gb) fyrir myndaalbúm sem auðvelt er að flytja myndirnar í. Sjá hér. Útprentun mynda er sáraeinföld.
Ég nota Photoshop töluvert fyrir betri myndir, en Picasa-3 er miklu auðveldara og fljótlegra í notkun og meira en nóg fyrir allar venjulegar myndir.
Mæli eindregið með þessu góða forriti frá Google. Heilmikið kennsluefni er á netinu, eins og sést með því að leita með Google.
Forritið má sækja hér: http://picasa.google.com
Kynning á Picasa-3:
Laugardagur, 20. desember 2008
Vetrarsólstöður 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...
Í tilefni Alþjóðalegs árs stjörnufræðinnar 2009 verður á vetrarsólstöðum bein útsending á sólarupprás frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi, sem er eldra en Stonhenge. Eða er réttara að kalla þetta 5000 ára gamla stjörnuathugunarstöð, eins og Ásgeir Kristinn bendir á í athugasemd sinni? Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Menning, trú, tímatalsreikningur, ...
Smellið hér til að sjá útsendinguna frá Newgrange sem verður frá klukkan 8:30 til 9:30 á morgun sunnudaginn 21. desember.
Hér sést hvernig fyrstu sólargeislarnir á vetrarsólstðum berast eftir 18 metra löngum gangi sem er fyrir ofan innganginn að grafhýsinu og lýsa upp gólfið fyrir framan skreyttan stein. Fyrir 5000 árum hefði sólin náð að skína á steininn á vetrarsólstöðum. Sjá nánar hér.
Myndin er fengin að láni á APOD síðunni hér.
Vefsíðan www.astronomy2009.org
Íslenska vefsíðan www.2009.is
Vetrarsólstöður á Stjörnufræðivefnum
Útsending frá vetrarsólstöðum 2007. Þá var veður hagstætt.
Bloggið Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja
Tölvur og tækni | Breytt 22.12.2008 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Hvaða loftslagshlýnun? Þannig spyr prófessor Ole Humlum...
Frétt Morgunblaðsins í dag, bls. 17.
Allt bendir til þess að árið sem er að líða verði það kaldasta á öldinni og ekkert hefur hlýnað síðastliðin 10 ár. Samt halda margir að hlýnun lofthjúps jarðar sé í fullum gangi. Er ástæða til að staldra aðeins við og íhuga málin? Það er einmitt það sem prófessor Ole Humlum er að gera.
Vissulega hlýnaði á síðustu áratugum síðustu aldar og enn sem komið er hefur lofthitinn haldist þokkalega hár. Hann hefur þú ekki haldið áfram að hækka í nokkurn tíma. Því verður ekki á móti mælt.
Myndin sýnir þróun lofthita síðastliðin 10 ár, mælt á tvennan hátt.
Blái ferillinn er mæling frá gervihnöttum og rauði ferillinn hefðbundnar mælingar á jörðu niðri.
Græni ferillinn sýnir aukningu koltvísýrings.
Ferillinn er frá miðju þessu ári og er því ekki með nýjustu gögnum, en þau má sjá á vefsíðu prófessors Ole Humlum sem fjallað er um í fréttinni hér að ofan, www.climate4you.com
Umfjöllun Ole Humlum om loftslagsbreytingar
Árið 2008 er kaldasta árið það sem af er öldinni. Blogg eftir Emil Hannes.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði