Færsluflokkur: Ferðalög
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Litríkt sólarlag í öskumistrinu...
Örlítið öskumistur eins og var yfir Garðabæ 27. apríl gerir sólarlagið óvenju litríkt. Næstum blóðrautt.
Er sólarlagið fallegra en venjulega? Um það má deila, en ekki finnst mér það. Minnir of mikið á útlenskt sólarlag þar sem mengun er miklu meiri en hér á okkar einstaka landi.
En var öskumistur í loftinu að lita sólarlagið? Ekki er ég viss. Það var ekki heldur Pete Lawrence sem tók myndina hér fyrir neðan 17. apríl á suðurströnd Englands. Myndin er stjörnumynd dagsins hér á APOD síðunni.
Nú er búist við hagstæðum vindáttum fyrir flugið fram yfir næstu helgi að minnsta kosti. Ekki er því víst að sólarlagið á höfuðborgarsvæðinu verði rautt næstu kvöld...
Engin merki um goslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.4.2010 kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Eldgosið: Hvenær kemst flug á Íslandi í eðlilegt horf...?
Nú þegar dregið hefur verulega úr gosinu vaknar sú spurning hjá mörgum hvenær reikna megi með að flugið komist í eðlilegt horf.
Styrkur gossins er, skilst mér, aðeins um 1/20 eða 5% af því sem var þegar mest gekk á og er nú ekki meiri en var í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Auk þess eru gosefnin farin að hlaðast upp sem hraun í stað þess að rjúka upp í háloftin. Lítil aska kemur því frá gígnum.
Minnst af mistrinu sem sést hefur kemur beint frá gosinu, heldur er um að ræða eins konar sandfok eða rykmökk af þeim svæðum þar sem askan féll til jarðar meðan gosið var í hámarki. Er þannig mistur varasamara flugi en t.d. sandfok af hálendinu eða Mýrdalssandi, eða rykmökkur sem stundum berst á haf út frá Sahara?
Á myndunum hér fyrir neðan má sjá "venjulega" rykmekki frá Íslandi og Sahara. Ekki eru svona rykmekkir taldir varasamir flugi, en hvernig er með rykmökk frá nýfallinni ösku? Er hann varasamari en svona rykmökkur fá gömlum gosefnum eins og á Mýrdalssandi?
Fróðlegt væri að fá svar við þessum spurningum og öðrum sem kunna að skipta máli. Ef svifryk sem rýkur upp frá nýfallinni ösku er slæmt fyrir flugumferð, þá gætum við nefnilega átt von á miklum truflunum á flugumferð vikum og mánuðum saman, jafnvel þó eldgosinu lyki á morgun. Svo vitum við að svona eldgos getur mallað mánuðum saman...
Er nokkur hætta á að menn séu að blanda saman skaðlitlu en hvimleiðu sandfoki (öskufoki) og hættulegri ösku beint frá eldgígnum?
Hvar er þessar spár um útbreiðslu gosefna gerðar?
Bloggarinn hefur alls ekkert vit á þessum málum, en þykist vita að spurningin um hvað þurfi til að flugbanninu verði aflétt brennur á vörum margra...
Rykmökkur frá Mýrdalssandi
Myndin er frá 28. janúar 2002
Myndin er frá 26. febrúar 2000
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
"Gimli Glider" - Þegar Boeing 760-200 þotan varð eldsneytislaus í 12 km hæð og sveif tugi kílómetra að yfirgefnum flugvelli í Íslendingabyggðinni Gimli í Kanada
Þetta er líklega þekktasta nauðlending farþegaflugvélar í sögu flugsins. Einstaklega fróðlegt vídeó er hér fyrir neðan.
Árið 1983 varð Boeing 767-200 farþegaþota gjörsamlega eldsneytislaus í 41.000 feta hæð þegar hún var hálfnuð á leið sinni milli Montreal og Edmonton í Kanada. Flugstjóranum Bob Pearson og flugmanninum Maurice Quintal tókst að láta vélina svífa niður og lenda á gömlum herflugvelli í Gimli. Hægt er að finna mikið um þetta merkilega atvik á netinu með því að leita að "Gimli Glider".
Það var fyrst og fremst flugstjóranum að þakka hve ótrúlega giftusamlega tókst til. Ástandið var þannig að skyndilega stöðvuðust báðir hreyflar flugvélarinnar og þessi stóra farþegaflugvél breyttist fyrirvaralítið í svifflugu tugi kílómetra frá næsta flugvelli. Sem betur fer mundu menn eftir gömlum herflugvelli mun nær en Winnipeg og tókst að láta farþegaþotuna svífa þangað. Það hefði varla tekist nema fyrir þá tilviljun að aðstoðarflugmaðurinn hafði gengt herþjónustu á þessum gamla yfirgefna flugvelli og vissi því um hann, og ekki síst vegna þess að flugstjórinn var reyndur svifflugmaður, en á það reyndi verulega við aðflug og lendingu. Vegna þess að flugvélin var gjörsamlega eldsneytislaus varð hún einnig rafmagnslaus. Það varð að setja út litla vindmyllu til að knýja glussakerfið fyrir nauðsynlegustu stýrifletina. þ.e. hliðarstýri, hallastýri og hæðarstýri. Ekki var nóg afl fyrir vængbörðin (flapsa) og lofthemla (spoiler). Jafnvel ekki nóg til að koma hjólastellinu almennilega niður. Þessi fullkomna stóra farþegaþota var semsagt búin svona vindmyllu, sem kallast RAT (Ram Air Turbine). Smellið á litlu myndina vinstra megin til að sjá svona grip.
Mælitæki urðu að miklu leyti óvirk og ekki var unnt að nota vængbörðin til að stjórna aðfluginu. Flugstjórinn greip því til þess gamla ráðs að "slippa" flugvélinni að flugvellinum, þ.e að nota aðferð sem kallast sideslip. Hliðarstýrinu á stélinu og hallastýrum á vængnum er þá beitt þannig að flugvélin flýgur rammskökk og loftmótstaðan eykst gríðarlega, Þannig lenda menn stundum svifflugvélum og litlum flugvélum sem ekki eru með vængbörð, svo sem Piper Cub og ýmsum listflugvélum. Aldrei höfðu menn lent farþegaflugvél þannig, og var það líklega aðeins færni Pearsons flugstjóra sem gamalreynds svifflugmanns að þakka að það tókst.
Þegar þotan nálgaðist Gimli flugvöll var hún allt of hátt uppi til þess að geta svifið niður á brautarenda. Hún var samt ekki nægilega hátt til að geta svifið hálfan eða einn umferðarhring meðan hún var að lækka flugið. Flughemlar voru óvirkir. Hefði flugið verið lækkað með því að steypa flugvélinni að brautarendanum, þá hefði flughraðinn einfaldlega aukist og ekki verið nokkur möguleiki á að stöðva flugvélina á brautinni. Eini möguleikinn var að nota "sideslip" og auka þannig loftmótstöðuna verulega þannig að vélin missti hratt hæð, og rétta hana síðan af rétt áður en hún snerti brautina.
Í ljós kom þegar flugvélin var komin að flugbrautinni að þessi gamli herflugvöllur var alls ekki yfirgefinn þennan laugardag, því þar stóð yfir fjölskylduhátíð eins konar kvartmílubílaklúbbs. Þá kom sér illa að ekki var gert ráð fyrir flautu í þotunni til að vara fólkið við , enda munaði litlu að illa færi þegar hún sveif hljóðlaust niður að mannþrönginni. Þá var það eiginlega lán í óláni að nefhjól flugvélarinnar var fast uppi, þannig að hún rann áfram á flugbrautinni með nefið niðri, og stöðvaðist því mun fyrr en ella hefði verið.
Kvikmyndin sem hér er fyrir neðan í fimm hlutum lýsir þessu atviki vel. Þar er m.a viðtal við flugstjórann. Mjög áhugaverð mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara . Fróðlegt er að hlusta á viðtölin við flugstjórann, flugfreyjuna og fleiri sem tóku þátt í þessari nauðlendingu.
Sjá nákvæma lýsingu á Wikipedia hér, og grein í Flight Safety Australia hér en þar er mjög áhugaverð grein um atvikið.
Það er haft eftir flugstjóranum að hann hafi verið feginn að hann var ekki að fljúga Airbus. Þannig vél er nefnilega stjórnað af fullkominni tölvu sem er milli stjórntækjanna og stýriflatanna, og leyfir tölvan flugmanninum ekki að gera "mistök" eins og að "sideslippa". Boeing er aftur á móti útbúin með einföldu glussakerfi, þannig að reyndur flugmaður getur flogið henni sjálfur eins og hann vill.
(Vita ekki allir hvers vegna staðurinn heitir Gimli? "Gimli was founded by a large group of Icelandic settlers who arrived in New Iceland on Lake Winnipeg in 1875...." Sjá hér).
Einhvern vegin svona hefur Pearson flogið Boeing 767-200 niður að brautarenda gamla herflugvallarins við Vestur-íslenska bæinn Gimli.
Mynd úr flughermi
Ferðalög | Breytt 30.8.2009 kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Jeppaferðin á Mars gengur vel eftir 5 ár...
Í október 2007 var bloggað um ferðir tveggja jepplinga á reikistjörnunni Mars. Sjá pistilinn "Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars". Jepplingarnir, sem kallast Spirit og Opportunity lentu á Mars í janúar 2004. Upphaflega áttu þeir að aka um yfirborð reikistjörnunnar í þrjá mánuði, en þeir eru enn að eftir fimm ár!
Ferðalagið hefur reyndar ekki verið alveg án áfalla. Farartækin hafa náð að festa sig eins og algengt er á hálendi Íslands, en á jörðu niðri eru færir jeppamenn við stjórn, og hefur þeim tekist með lagni að losa farartækin úr hremmingunum. Hjólabúnaðurinn á Spirit er bilaður þannig að hann þarf að aka afturábak til að komast leiðar sinnar, og Opportunity er hálf handlama vegna bilunar.
Sjá vefsíðu NASA frá því dag, Mars Rover Update.
Tvísmella á mynd til að sjá stærri.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Snjór, hreindýr og börn í London. Nokkrar myndir...
Eru hreindýr í London? Ganga þau laus?
Vissulega. Í Richmond Park ganga um 600 dýr laus borgarbúum til ánægju í einstaklega fallegum 1000 hektara garði.
Ég fékk sendar nokkrar myndir frá London sem teknar voru síðastliðinn mánudag.
Þetta var mesti snjór sem fallið hafði í 20 ár og kunnu börnin vel að meta hann
Myndirnar tók Ragnar Þ. Ágústsson.
Þessi mynd er tekin á sunnudagskvöld þegar snjórinn tók að falla af himnum ofan. Hekla Dögg er komin út í garðinn sinn.
Loftmynd af Richmond Park í vestur-London.
(Smella þrisvar á mynd til að sjá stærri)
Ferðalög | Breytt 6.2.2009 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Kínverjar skutu á loft mönnuðu geimfari í dag!
Póstur frá spaceweather.com:
Space Weather News for Sept. 25, 2008 4:27 PM
http://spaceweather.com
CHINESE SPACE LAUNCH: China's Shenzhou 7 spacecraft carrying a 3-man crew lifted off today from the Jiuquan Satellite Launch Center and is now in Earth orbit. During the upcoming three-day mission, Chinese astronauts, called taikonauts, will launch a small satellite and conduct their country's first space walk. As they orbit Earth, Shenzhou 7 and the body of the rocket that launched it will be visible to the naked eye from many parts of the globe. Check the Satellite Tracker for viewing times: http://spaceweather.com/flybys .
(Note: Frequent checks are recommended; predictions may change as the orbit is adjusted and estimates of orbital elements improve.)
Sighting reports and updates will be posted on http://spaceweather.com
Ferðalög | Breytt 26.9.2008 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Er ástæða til að fara úr Schengen því reynsla okkar af sáttmálanum er miður góð?
Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins. Við vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenær þeir komu eða hvenær þeir fóru aftur, þ.e. hafi þeir farið á annað borð. Að sjálfsögðu leynast óheiðarlegir Schengenborgarar meðal hinna heiðarlegu. Af þeim hljótum við að hafa miklar áhyggjur.
Erlendir glæpamenn í farbanni taka bara næsta flug eins og ekkert sé og láta sig hverfa.
Ein birtingamynd Schengen aðildarinnar er vopnaleitin undarlega á farþegum sem koma með flugi til Íslands frá Bandaríkjunum. Ranghalarnir upp og niður stiga í flugstöðinni stafa einnig af þessari vitleysu.
Bretar of Írar eru miklu skynsamari en Íslendingar. Þeir létu hjá líða að ganga í Schengen, enda búa þeir á eylandi. Eins og Íslendingar. Hvernig er það, veldur það okkur Íslendingum nokkrum vandræðum þegar við ferðumst til Englands, eða Englendingum vandræðum þegar þeir ferðast til meginlandsins? Ekki hef ég orðið var við það. Eða, er vegabréfsskoðun á Íslandi þegar við komum frá landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér það.
Það kann að henta löndum á meginlandi Evrópu að taka þátt í Schengen samstarfinu, enda liggja þar akvegir þvers og kruss milli landa. Það er ekki þar með sagt að það sé viturlegt fyrir eylöndin Ísland, England og Írland að vera í Schengen. Það vita Bretar og Írar.
Við eigum að endurskoða aðild okkar að Schengen sáttmálanum án tafar. Það er ekki seinna vænna. Við erum sjálfstæð friðsöm þjóð og viljum ekki að erlend glæpastarfssemi nái að skjóta hér rótum.
Vissulega er mikill meirihluti þeirra sem koma til landsins hið mesta sómafólk. Sumir kjósa að setjast hér að og gerast Íslendingar. Þetta er fólk eins og þú og ég, fólk sem sækist eftir sama öryggi og við sem búið höfum hér lengi. Því miður verða margir sem eru af erlendu bergi brotnir fyrir fordómum vegna glæpamála sem skjóta upp kollinum af og til. Það er því einnig þeirra hagur að það takist að koma í veg fyrir að misyndismenn flytjist til landsins. Þar hefur Schengen ekki komið að gagni fyrr en viðkomandi hefur brotið af sér og verið gómaður.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um málið. Þetta er mín skoðun, en hvað finnst þér? ...
- Hverjir eru kostir þess að vera í Schengen?
- Hverjir eru ókostir þess að vera í Schengen?
- Hvort er betra að Ísland sé innan eða utan Schengen svæðisins?
- Ef við teljum betra að vera áfram innan Schengen, hvað er þá hægt að gera til að hindra nánast eftirlitslaust flæði misyndismanna til landsins?
Aukin umsvif glæpahópa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 3.7.2008 kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 3. mars 2008
Varúð. Ekki fyrir flughrædda.
Flughræddum er eindregið ráðlagt að horfa ekki á myndbandið.
Airbus A320 var að reyna lendingu í stífum hliðarvindi í Hamborg síðastliðinn laugardag. Ekki munaði miklu að illa færi.
Snarræði flugmannsins forðaði stórslysi. Vængendinn (vænglingurinn eða winglet) skemmdist þegar vængurinn snerti brautina, svo greinilegt er að þarna munaði aðeins hársbreidd.
Stækkið myndirna hér fyrir ofan með því að smella á hana tvisvar. Hún opanst þá stór í nýjum glugga.
Vindhraðinn var 35 hnútar (18m/s) með gustum í 55 hnúta (28m/s). Hámarks hliðarvindur fyrir A320 er 33 hnútar (17m/s) með gustum í 38 hnúta (20 m/s).
Ferðalög | Breytt 5.3.2008 kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 31. október 2007
Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars
Myndin sýnir Viktoríu gíginn á Mars.
Þessi mynd er reyndar aðeins samþjöppuð úr risastórri panóramamynd sem vísað er á í textanum hér fyrir neðan.
Litli fjarstýrði og sólarknúni jeppinn Opportunity hefur verið að aka um reikistjörnuna Mars undanfarin tvö ár. Hann hefur verið að sniglast umhverfis Viktoríu gíginn undanfarna mánuði og fann örugga leið niður í hann. Hann er nú kominn niður í gíginn og er að rannsaka jarðlögin þar (eða segir maður kannski að hann sé að rannsaka marslögin?).
Myndin sem fylgir þessari grein er samsett úr miklum fjölda mynda sem jepplingurinn hefur sent til jarðar. Í hámarks upplausn er útsýnið stórfenglegt, sjá risastóru myndina sem er hér. (Muna eftir að þenja myndina sem birtist út með því að smella á hana).
Margur er knár þó hann sé smár. Það er ótrúlegt að þetta litla farartæki skuli hafa verið á ferðalagi um yfirborð Mars í yfir tvö ár við rannsóknarstörf. Farartækið heitir Opportunity.
Af einhverjum ástæðum vekja mannlausar geimferðir miklu minni athygli en mannaðar, þó svo að árangur þeirra sé miklu meiri.
Um þessar mundir hafa tveir jepplingar, Opportunity og Spirit, ekið um víðáttur Mars á þriðja ár og sent frábærar myndir til jarðar.
Auðvelt er fyrir áhugasama að fylgjast með þessu feralagi á netinu, en hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur til að koma mönnum á sporið.
Mars sést þessa dagana sem gul stjarna hátt á suðurhimninum fyrir sólarupprás. Venus er aftur á móti mjög björt á suð-austur himninum.
Ítarefni:
Mars Exploration Rover Mission
NASA Photojournal, Victoria Crater
Frábærar myndir af yfirborði Mars á vefsíðu European Space Agency
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði