Færsluflokkur: Sjónvarp
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Röng þýðing seljanda sjónvarpstækja á hugtakinu contrast - Birtuskil en ekki skerpa...!
Flestir seljendur sjónvarpstækja nota kolranga þýðingu á hugtakinu contrast. Þýða hugtakið sem skerpu.
Contrast hefur réttilega verið þýtt sem birtuskil á íslensku, enda lýsir það hugtakinu vel.
Í auglýsingum má lesa til dæmis "skerpa 10.000:1". Þar ætti að standa "birtuskil: 10.000:1".
Að nota orðið skerpa fyrir contrast er undarlegt. Eiginlega bendir það til þess að viðkomandi sjónvarpsverslanir hafi aldrei komið nálægt ljósmyndun, þó svo að margar þeirra selji jafnframt dýrindis myndavélar.
Skerpa er aftur á móti rétt þýðing á orðinu sharpness. Myndir sem ekki eru í fókus hafa lélega skerpu. Þetta vita flestir aðrir en seljendur sjónvarpstækja, svo undarlegt sem það nú er.
Á Vísindavefnum stendur eftirfarandi um birtuskil:
"Birtuskil eða andstæða (e. contrast) segja til um birtuhlutfallið milli hvítasta hvíta litarins og svartasta svarta litarins. Í sjónvarpstækjum er birtuskilum lýst sem hlutfalli eins og 1200:1, 5000:1 eða 20.000:1 svo dæmi séu tekin. Í sjónvarpi með birtuskil 1200:1 er ljósstyrkur svartasta litarins sem hægt er að fá fram 1200 sinnum lægri en ljósstyrkur hins hvítasta. Birtuskilin eru ekki síður mikilvæg en upplausnin því þau segir til um birtudýptina í myndinni".
Seljendur sjónvarpstækja: Takið ykkur nú á! Ef þið seljið einnig myndavélar þá verið þið að gæta ykkar á að rugla ekki saman hugtökum! Það er ekki traustvekjandi
Veit einhver um sjónvarpsauglýsingu þar sem orðið birtuskil er notað? Í auglýsingum og leiðbeiningum fyrir myndavélar virðist orðið þó yfirleitt vera rétt notað.
Vísindavefurinn: Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?
Tölvuorðasafnið: Contrast: Birtuskil.
Afsakið nöldrið...
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 8. janúar 2010
Gömul kvikmynd frá um 1990: The Greenhouse Conspiracy...
Forngripur eða klassík? Mynd sem sýnd var í Ástralska sjónvarpinu árið 1990, fyrir nánast 20 árum, - og umræðan hefur lítið breyst.
Það má fyrst og fremst líta á þessa mynd frá sögulegu sjónarmiði, því þarna koma fram menn sem enn eru í fréttunum, nú tuttugu árum síðar. Einnig menn sem væntanlega eru komnir undir græna torfu...
Þessi mynd er eingöngu birt hér þar sem hún er forvitnileg. Væntanlega er hún að miklu leyti barn síns tíma... Eða hvað?
Er myndin barn síns tíma? Hefur barnið náð að þroskast og vitkast á þeim tveim áratugum sem liðnir eru síðan myndin var gerð? Hefur eitthvað breyst?
Fyrirvari: Skoðanir sem koma fram í myndinni eru að sjálfsögðu ekki endilega þær sömu og skoðanir þess er pistilinn ritar. Það má alla vega hlýja sér við hana í skammdeginu og kuldanum og velta fyrir sér hvað hafi breyst á síðustu áratugum
Munið að myndin er frá 1990.
Góða helgi
https://www.youtube.com/watch?v=DGOMtTQFxh0
Sjónvarp | Breytt 22.7.2015 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (116)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Ólafur Ragnar stóð sig vel hjá BBC í gær: Myndband...
Jeremy Paxman hjá BBC er þekktur fyrir að vera harðskeyttur. Hann komst þó varla að þegar hann mætti Ólafi Ragnari í gær. Ólafur lét Paxman ekki vaða yfir sig og stóð sig með prýði.
Svona kynning hefði auðvitað átt að koma miklu miklu fyrr frá stjórnvöldum. Það verður að segjast eins og er að þarna gerði forsetinn gagn, hvað sem manni finnst um atburðina fyrr í vikunni.
Sjá einnig þátt um Icesave, þ.e. fyrri hlutann, á Newsnight BBC 5. janúar.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Frábær þáttur um sólina í danska sjónvarpinu...
>>> Takið eftir dagsetningunni á myndinni <<<
Einstaklega fróðlegur þáttur um sólina var í danska þættinum Viden om.
Smellið á krækjuna hér fyrir neðan til að horfa á þáttinn. Umfjöllun um sólina hefst eftir að 7 mínútur eru liðnar og má hraðspóla þangað.
Í þættinum er fjallað um rannsóknir á sólinni og í lok þáttarins er smá hrollvekja.
Eigum við eitthvað í vændum á næstu árum?
Hvað skyldi það vera?
Hugsanlega er svarið í lok þáttarins...
Einstaklega fallegar og áhugaverðar myndir prýða þáttinn.
Smella hér:
Að sjálfsögðu er þátturinn á dönsku, en talið er mjög skýrt, þannig að eftir að hafa hlustað fáeinar mínútur til að þjálfa aðeins eyrað er ekkert mál að skilja den dejlige Dansk.
Ég þakka Magnúsi Waage fyrir ábendinguna.
--- --- ---
Ítarefni:
Af vefsíðu SOHO:
Search and Download Images About these images | ||||||
EIT 171 | EIT 195 | EIT 284 | EIT 304 | |||
More 512×512 | More 512×512 | More 512×512 | More 512×512 | |||
MDI Continuum | MDI Magnetogram | LASCO C2 | LASCO C3 | |||
More 512×512 | More 512×512 | More 512×512 | More 512×512 | |||
Bigger versions of this page in a new window: Regular size page, New 1280×1024 window, and New 1600×1200 window. |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Einstein gengur aftur...
Ekki er annað að sjá en Einstein gangi aftur í þessu stutta myndbandi...
---
En þetta fagra fljóð sem nefnist Repliee Q1:
Ég er handviss um að þetta er stúlkan sem ég sá ganga á Laugaveginum í gær. Augun í henni voru svo undarlega fjarræn og seiðandi... Hver var þessi stúlka? Var hún hugsanlega af hinni nýju kynslóð sem kallast Android? Ný kynslóð? Hafa ekki Android verið á ferli síðan á þrettándu öld?
Android kallast mannvélar sem líta út og haga sér eins og ég og þú. Þær gætu þess vegna verið á sveimi hér og þar án þess að við gerum okkur grein fyrir því
Android er ekki nýyrði. Albertus Magnus (~1193-1280) notaði þetta orð yfir svona fyrirbæri sem hann smíðaði á sínum tíma. Um það má t.d. lesa hér.
Albert mikli, eða Albertus Magnus, hönnuður fyrstu android mannvélarinnar
Eins og sjá má á myndskeiðunum, þá virðist þessi tækni vera komin ótrúlega langt. Hvernig get ég verið viss um að þú sért raunverulega þú næst þegar ég mæti þér, eða er það kannski Android sem heilsar mér? En sjálfur ég?
Viltu sjá myndband sem náðist af Repliee Q1 heima hjá sér? Prófaðu hér.
Sjónvarp | Breytt 29.11.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Galdrabrennur og gjörningaveður - Myndband...
Getur verið að hlýindum fylgi velmengun og viska,
en fátækt og forheimskun kuldatímabilum?
Hvers vegna var forheimskunin svona mikil fyrir fimm hundruð árum?
Hvers vegna var fólk tekið af lífi í þúsundavís eftir að ofviðri skall á? Þessu er svarað í myndbandinu.
Dr. Sallie Baliunas fjallar í myndbandinu um galdrabrennur og fleira fyrr á tímum. Hún er stjarneðlisfræðingur að mennt og starfar við Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics.
Fróðleg grein:
Witchcraft, Weather and Economic Growth in Renaissance Europe
Sjónvarp | Breytt 27.11.2009 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Al Gore fjallar um jarðhita af mikilli visku í nýlegum sjónvarpsþætti. Milljónir gráða í iðrum jarðar..!
Al Gore talar í viðtalinu um nokkurra milljón gráðu hita í iðrum jarðar ! Hann er þarna að kynna nýja bók sína í "Tonight Show" hjá NBC. Hann fræðir okkur einnig um að verið sé að þróa bora sem ekki bráðna við þann mikla hita sem er í jarðskorpunni. Hann segir þetta nýja tækni, sem eru merkilegar fréttir fyrir okkur hér á hjara veraldar sem vitum ekki hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi.
Til samanburðar þá er yfirborð sólar um 5.600 gráður, en hitinn í algengum 2ja km holum á Íslandi aðeins um 300 gráður. Íslendingar ættu að ráða þennan snilling hið snarasta. Er ekki einhver málkunnugur meistaranum?
Gaman að sjá hve mikill sérfræðingur Al Gore er orðinn á jarðhitasviðinu. Eins og allir vita, þá er hann ekki síðri sérfræðingur í loftslagsfræðunum.
Hlustið á Al Gore og heyrið með eigin eyrum hvað hann hefur að segja um jarðhitann:
--- --- ---
Sjá pistilinn: Sjálfbær nýting jarðhitans á Íslandi og kjarnorkunnar í iðrum jarðar...
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 31. október 2009
Monckton lávarður og Bolton fyrrv. sendiherra BNA hjá Sameinuðu þjóðunum í áhugaverðu spjalli um loftslagsmál hjá FOX...
Hinn eldklári Monckton lávarður og John Bolton fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna voru í spjallþætti Glenn Beck á Fox sjónvarpsstöðinni í gærkvöld. Umræðuefnið var m.a. hin brennheitu loftslagsmál og fyrirhugaður fundur sem verður haldinn í Kaupmannahöfn innan skamms.
Þetta er mjög áhugaverður þáttur þar sem bæði koma við sögu loftslagsvísindi og stjórnmál. Ómissandi fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnmálum og loftslagsfræðum. Takið eftir þegar hann ávarpar Al Gore í síðasta hlutanum og skorar á hann í rökræður
Monkton lávarður er m.a þekktur fyrir að hafa fundið upp Ethernity Puzzle og heita þeim sem ráðið gæti þrautina 1.000.000 sterlingspunda verðlaunum. Hann var um tíma ráðgjafi Tatcher, en upp á síðkastið er hann etv. þekktastur fyrir afskipti af loftslagsmálum.
Þátturinn sást vel í fjölvarpinu í gær, en er nú kominn á netið.
Lávarðurinn getur verið frábær ræðumaður eins og fram kemur í þessu myndskeiði. Hann nýtur sín þó ekki þannig í viðtalsþættinum.
Spjallið byrjar eftir tæplega 3ja mínútna kynningu stjórnanda þáttarins.
Ath: Stundum eru hnökrar á móttöku YouTube. Það getur bætt verulega að vera með Speedbit Video Accelerator í tölvunni. Þetta forrit sækir myndstrauminn eftir fleiri en einni rás samtímis og getur því komið í veg fyrir að myndin sé sífellt að stöðvast. Smella hér til að sækja forritið. Önnur aðferð er að stöðva myndina í fáeinar mínútur meðan myndstraumurinn er að hlaðast inn. Svo má auðvitað stækka myndina þannig að hún fylli allan skjáinn.
Hluti 1/6:
Hluti 2/6:
Hluti 3/6:
Hluti 4/6:
Hluti 5/6:
Hluti 6/6:
Síðasti kaflinn skarast aðeins við kaflann næst á undan, en hér má í lokin heyra Monckton lávarð skora á Al Gore í kappræður.
Greinin sem Monckton vísar til í síðasra kaflanum er hér fyrir neðan:
Sjónvarp | Breytt 10.11.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 16. október 2009
100 ára amma flýgur í svifdreka um loftin blá...
Það er ekki annað hægt en að dást af þessari fullorðnu konu sem svífur um loftin blá meðal skýja og fugla í svifdreka.
Ótrúlegt en satt...
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. október 2009
BBC spyr: Hvað varð um hnatthlýnunina?
Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði, sagði karlinn sem var öldungis hlessa. Svei mér þá ef ég er ekki líka hlessa. - Jahérnahér...
What happened to global warming?
By Paul Hudson Climate correspondent, BBC News |
Average temperatures have not increased for over a decade |
This headline may come as a bit of a surprise, so too might that fact that the warmest year recorded globally was not in 2008 or 2007, but in 1998.
But it is true. For the last 11 years we have not observed any increase in global temperatures.
And our climate models did not forecast it, even though man-made carbon dioxide, the gas thought to be responsible for warming our planet, has continued to rise.
So what on Earth is going on?
Climate change sceptics, who passionately and consistently argue that man's influence on our climate is overstated, say they saw it coming.
They argue that there are natural cycles, over which we have no control, that dictate how warm the planet is. But what is the evidence for this?... ... ...
Page last updated at 15:22 GMT, Friday, 9 October 2009 16:22 UK
Smella hér til að lesa meira á vef BBC...
Hvað varð eiginlega um þessa hnatthlýnun sem allir voru að tala um...? Nú dámar mér alveg... Engin hnatthlýnun í 11 ár...? Hvað eiga spekingarnir hjá BBC eiginlega við...?
Sjónvarp | Breytt 16.10.2009 kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (115)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 8
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 764928
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði