Færsluflokkur: Sjónvarp

Nýr frábær þáttaröð í Sjónvarpinu...

ari_trausti_917419.pngEin besta íslenska þáttaröð allra tíma, Nýsköpun-íslensk vísindi, er að hefja göngur sínar í Sjónvarpinu um þessar mundir.  Umsjónarmaður er Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindmaður og rithöfundur. 

Í fyrsta þættinum, sem var sýndur fimmtudaginn 1. október, var sagt frá hvernig nota má sjó og jökulvatn til þess að framleiða raforku, frá rannsóknum á því hvað gerir Íslendinga að einni hamingjusömustu þjóð veraldar samkvæmt könnunum, og hvernig fatlaður íslenskur vísindamaður tekur þátt í verkefni sem miðar að því að hann nái betra valdi yfir fingrum sínum með því að nota rafstraum.

Þetta er röð tólf þátta um vísindi og fræði á Íslandi. Hver þáttur er tæpar 30 mín. að lengd og inniheldur þrjú ólík viðfangsefni. Þannig kynnast áhorfendur á öllum aldri 36 áhugaverðum verkefnum úr flestum geirum vísinda og tækni en í þeim efnum er mikil gróska, eins og segir á vef RÚV.

Þættirnir eru unnir fyrir Sjónvarpið í samvinnu við margar vísindastofnanir, háskóla, félög og rannsóknarsjóði.

 

Enginn má missa af þessum þáttum Sjónvarpsins og Ara Trausta!

Bloggarinn, sem horfir lítið á sjónvarp, missti að mestu af fyrsta þættinum. Sem betur fer reyndist hægt að sjá hann á vef RÚV með því að smella hér


008182-0002 
008182-0001Næstu þættir:
 

2. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 8. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 9. október 2009 kl. 18.25; 10. október 2009 kl. 10.20

Í öðrum þætti er fjallað um hugsanlegan þátt Íslendinga í vöruflutningum yfir norðurskautshafsvæðið, um rannsóknir á virkni og áhrifum veiðarfæra í sjó og um árangur í bráttunni gegn skæðu krabbameini og nýjar uppgötvanir um orsakir þess.

 

3. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 15. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 16. október 2009 kl. 18.25; 17. október 2009 kl. 10.25

Í þriðja þætti er farið í saumana á olíuleit norðaustur af Íslandi, fjallað um fyrirtæki sem hefur náð miklum árangri í tölvuheimi skóla og skólastarfs og um hveraörverur sem geta aðstoðað Íslendinga í orkumálum.

 


"Gimli Glider" - Þegar Boeing 760-200 þotan varð eldsneytislaus í 12 km hæð og sveif tugi kílómetra að yfirgefnum flugvelli í Íslendingabyggðinni Gimli í Kanada

 

canflt143.jpg

 

 

Þetta er líklega þekktasta nauðlending farþegaflugvélar í sögu flugsins. Einstaklega fróðlegt vídeó er hér fyrir neðan.

Árið 1983 varð Boeing 767-200 farþegaþota gjörsamlega eldsneytislaus í 41.000 feta hæð þegar hún var hálfnuð á leið sinni milli Montreal og Edmonton í Kanada. Flugstjóranum Bob Pearson og flugmanninum Maurice Quintal tókst að láta vélina svífa niður og lenda á gömlum herflugvelli í Gimli. Hægt er að finna mikið um þetta merkilega atvik á netinu með því að leita að "Gimli Glider"

Það var fyrst og fremst flugstjóranum að þakka hve ótrúlega giftusamlega tókst til. Ástandið var þannig að skyndilega stöðvuðust báðir hreyflar flugvélarinnar og þessi stóra farþegaflugvél breyttist fyrirvaralítið í svifflugu tugi kílómetra frá næsta flugvelli.  Sem betur fer mundu menn eftir gömlum herflugvelli mun nær en Winnipeg og tókst að láta farþegaþotuna svífa þangað. Það hefði varla tekist nema fyrir þá tilviljun að aðstoðarflugmaðurinn hafði gengt herþjónustu á þessum gamla yfirgefna flugvelli og vissi því um hann, og ekki síst vegna þess að flugstjórinn var reyndur svifflugmaður, en á það reyndi verulega við aðflug og lendingu. Vegna þess að flugvélin var gjörsamlega eldsneytislaus varð hún einnig rafmagnslaus. Það varð að setja út litla vindmyllu til að knýja glussakerfið fyrir nauðsynlegustu stýrifletina. þ.e. hliðarstýri, hallastýri og hæðarstýri. Ekki var nóg afl fyrir vængbörðin (flapsa) og lofthemla (spoiler). Jafnvel ekki nóg til að koma hjólastellinu almennilega niður. Þessi fullkomna stóra farþegaþota var semsagt búin svona vindmyllu, sem kallast RAT (Ram Air Turbine). Smellið á litlu myndina vinstra megin til að sjá svona grip.

Mælitæki urðu að miklu leyti óvirk og ekki var unnt að nota vængbörðin til að stjórna aðfluginu. Flugstjórinn greip því til þess gamla ráðs að "slippa" flugvélinni að flugvellinum, þ.e að nota aðferð sem kallast sideslip. Hliðarstýrinu á stélinu og hallastýrum á vængnum er þá beitt þannig að flugvélin flýgur rammskökk og loftmótstaðan eykst gríðarlega, Þannig lenda menn stundum svifflugvélum og litlum flugvélum sem ekki eru með vængbörð, svo sem Piper Cub og ýmsum listflugvélum. Aldrei höfðu menn lent farþegaflugvél þannig, og var það líklega aðeins færni Pearsons flugstjóra sem gamalreynds svifflugmanns að þakka að það tókst.

Þegar þotan nálgaðist Gimli flugvöll var hún allt of hátt uppi til þess að geta svifið niður á brautarenda. Hún var samt ekki nægilega hátt til að geta svifið hálfan eða einn umferðarhring meðan hún var að lækka flugið. Flughemlar voru óvirkir. Hefði flugið verið lækkað með því að steypa flugvélinni að brautarendanum, þá hefði flughraðinn einfaldlega aukist og ekki verið nokkur möguleiki á að stöðva flugvélina á brautinni. Eini möguleikinn var að nota "sideslip" og auka þannig loftmótstöðuna verulega þannig að vélin missti hratt hæð, og rétta hana síðan af rétt áður en hún snerti brautina.

Í ljós kom þegar flugvélin var komin að flugbrautinni að þessi gamli herflugvöllur var alls ekki yfirgefinn þennan laugardag, því þar stóð yfir fjölskylduhátíð  eins konar kvartmílubílaklúbbs. Þá kom sér illa að ekki var gert ráð fyrir flautu í þotunni til að vara fólkið við Smile, enda munaði litlu að illa færi þegar hún sveif hljóðlaust niður að mannþrönginni. Þá var það eiginlega lán í óláni að nefhjól flugvélarinnar var fast uppi, þannig að hún rann áfram á flugbrautinni með nefið niðri, og stöðvaðist því mun fyrr en ella hefði verið.

Kvikmyndin sem hér er fyrir neðan í fimm hlutum lýsir þessu atviki vel. Þar er m.a viðtal við flugstjórann. Mjög áhugaverð mynd sem enginn má láta fram hjá sér fara Wink.    Fróðlegt er að hlusta á viðtölin við flugstjórann, flugfreyjuna og fleiri sem tóku þátt í þessari nauðlendingu.

Sjá nákvæma lýsingu á Wikipedia hér, og grein í Flight Safety Australia hér en þar er mjög áhugaverð grein um atvikið.

Það er haft eftir flugstjóranum að hann hafi verið feginn að hann var ekki að fljúga Airbus. Þannig vél er nefnilega stjórnað af fullkominni tölvu sem er milli stjórntækjanna og stýriflatanna, og leyfir tölvan flugmanninum ekki að gera "mistök" eins og að "sideslippa". Boeing er aftur á móti útbúin með einföldu glussakerfi, þannig að reyndur flugmaður getur flogið henni sjálfur eins og hann vill.

(Vita ekki allir hvers vegna staðurinn heitir Gimli? "Gimli was founded by a large group of Icelandic settlers who arrived in New Iceland on Lake Winnipeg in 1875...." Sjá hér).

 

 

gimli2.jpg

 

 

sideslip-2.jpg

 

Á þessari mynd sést tvíþekja "sideslippa". Reykurinn sýnir flugstefnu vélarinnar. Stýrin eru sett í kross, þ.e. til dæmis hliðarstýrið til vinstri og hallastýrið til hægri. Þannig verður loftmótstaðan mjög mikil og flugvélin missir hratt hæð.
Einhvern vegin svona hefur Pearson flogið  Boeing 767-200 niður að brautarenda gamla herflugvallarins við Vestur-íslenska bæinn Gimli.
 
 
Úr flughermi

 Mynd úr flughermi

 

 














Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Frábær fyrirlestur undrabarns um fjórðu víddina, strengjafræði og tilraunirnar hjá CERN ... Myndband

brian_greene.jpgLangar þig að vita hvers vegna menn leggja svona gríðarlega mikið á sig við öreindarannsóknir og eru tilbúnir að verja 500 milljörðum króna í vélbúnað sem 5000 vísindamenn munu koma að? Það hlýtur að vera eitthvað stórmerkilegt að gerst.

Er þetta eitthvað sem er ofar skilningi okkar  sem ekki eru öreindafræðingar? Er þetta eitthvað sem hlýtur að vera ómögulegt að skilja? Nei, ekki aldeilis.

Brian Greene er prófessor í eðlisfræði og stærðfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Hann er einnig frábær fyrirlesari og á auðvelt með að segja frá þannig að allir skilji. Jafnvel ég og þú. Hann er einn þekktasti öreindafræðingur samtímans, en hann er sérfæðingur í svokallaðri strengjafræði. Undrabarn sem fór 12 ára gamalt í Columbia háskólann til að nema stærðfræði.

Í fyrirlestrinum á myndbandinu lýsir hann á auðskilinn hátt þeim örsmáa undraheimi  sem vísindamenn um allan heim eru að reyna að skyggnast inn í með hjálp öreindahraðalsins í CERN. Eftir aðeins fáeinar mínútur erum við mikils vísari um þennan heim þar sem víddirnar eru ekki aðeins þrjár, og jafnvel ekki fjórar, heldur tíu! 

Betri fyrirlesari en  Brian Greene er er líklega vandfundinn. Hann er þekktur fyrir að fræða almenning um fræðilega eðlisfræði, m.a. í sjónvarpsþáttum.

 Það væri frábært ef sjónvarpið tæki til sýninga eitthvað af þáttum hans.

 

 

Úr Wikipedia:

Brian Greene (fæddur 3. febrúar 1963) er eðlisfræðingur og einn þekktasti strengjafræðingur heims. Hann hefur verið prófessor við Columbia-háskóla síðan árið 1996. Greene, sem fæddur er í New York var undrabarn í stærðfræði. Hæfileikar hans voru slíkir, að 12 ára gamall hlaut hann einkakennslu hjá stærðfræðiprófessor við Columbia-háskóla þar sem hann hafði þegar farið langt fram úr allri framhaldsskólastærðfræði. Árið 1980 innritaðist Greene í Harvard-háskóla til að leggja stund á eðlisfræði og síðar nam hann við háskólann í Oxford á Englandi.

Bók hans The Elegant Universe: Superstrings, Hidden Dimensions, and the Quest for the Ultimate Theory var til þess fallinn að vekja áhuga á strengjakenningunni og M-kenningunni. Hún var útnefnd til Pulitzer verðlauna í flokki bóka sem ekki teljast til skáldsagna. Bókin varð síðar viðfangsefni sjónvarpsþátta á PBS sjónvarpstöðinni þar sem Greene var sögumaður. Seinni bók hans The Fabric of the Cosmos fjallar um tímarúm og eðli alheimsins.

Brian Greene hefur einnig komið að leiklist, t.a.m. var hann leikaranum John Lithgow til aðstoðar vísindalegan texta í sjónvarpsþáttaröðinni 3rd Rock from the Sun og kom einnig fram sem aukaleikari í myndinni Frequency. Nýverið var hann einnig til ráðgjafar við kvikmyndina Deja Vu sem fjallar um tímaflakk og inniheldur hugtök úr fræðilegri eðlisfræði.

 

 

Vísindavefurinn: 
Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast?

 

Frábær myndbönd með Brian Greene:

The Elegant Universe
Þessa þætti væri gaman að sjá í sjónvarpinu, en þetta eru bara sýnishorn á vefsíðu Public Broadcasting Service (PBS).

 

Í fullri lengd er hægt að sjá á Google  The Elegant Universe - Part I Einsteins Universe

og  The Elegant Universe-Part.II-Strings Theory

 

 

(Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).


Óvenjulegt viðtal um loftslagsbreytingar. Kuldaleg framtíðarspá.

Við erum vön því að mönnum sé heitt í hamsi þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið hér fyrir neðan er óvenjulegt að því leyti að spyrillinn í Nzone Tonight þættinum á Shine TV sjónvarpsstöðinni á Nýja Sjálandi gefur prófessor Bob Carter góðan tíma til að skýra máls sitt. Carter ræðir málið frá ýmsum sjónarhornum og leggur áherslu á hve lítið menn vita, þrátt fyrir að þúsundum milljarða sé varið í rannsóknir.

Í lok viðtalsins kemur fram að ýmsir vísindamenn spá verulegri kólnun á næstu tveim áratugum, jafnvel einhverju í líkingu við Litlu ísöldina. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar með tilliti til matvælaframleiðslu, ekki síst ef farið verður að nota hluta ræktunarlands til að framleiða eldsneyti fyrir bíla. Kólnun sé miklu alvarlegra mál en hlýnun. Þetta séu náttúrulegar breytingar eins og jarðskjálftar, eldgos og stormar sem við reynum að aðlagast, en ekki berjast við.

Í viðtalinu kemur Nýja Sjáland við sögu. Það er að mörgu leyti líkt Íslandi. Bæði löndin eru eyjar, náttúrufegurð mikil, jarðvarmi mikill, o.s.frv. 

  


Dihydrogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð í íslenskri náttúru

ÞingvallavatnHefur þú lesandi góður fundið lyktina sem stafar frá gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði? Lyktin stafar að dihydrogen sulfide eða brennisteinstvívetni, H2S. Í litlu magni gefur það frá sér frekar óþægilega lykt, en er banvænt í miklu magni. Húsmæður í Reykjavík hafa kvartað yfir því að það geri muni úr silfri ljóta og jafnvel svarta. Orkuveita Reykjavíkur mun bráðlega hefja tilraunir til að takmarka þessa mengun.

Fáir hafa leitt hugann að því hvort ástæða sé til þess að takmarka aðgengi að dihydreogen mónoxíði eða tvívetnisoxíði, sem oft er skammatafað DHMO. Vitað er að það getur valdið dauða innan tveggja mínútna sé því andað að sér, og skipta þeir Íslendingar líklega þúsundum sem þannig hefur farið fyrir frá því er land byggðist.  Hætt er við tímabundinni vitfirringu sé þess neytt blönduðu etanóli. Það er einnig ljóst að margir eru orðnir það háðir dihydrogen mónoxíði að þeir verða gjörsamlega viðþolslausir hafi þeir ekki fengið það í nokkurn tíma.  Fráhvarfseinkennin eru mjög sterk og líkjast einna helst miklum þorsta. Pistlahöfundur getur staðfest af eigin reynslu að svo er. Ekki þarf nema eitt glas af tvívetnisoxíði til að slá á fráhvarfseinkennin, og er þá ekki verra að efnið sé blandað koltvisýrlingi.

Dihydreogen mónoxíð er víða í íslenskri náttúru. Vitað er að kvikasilfrið sem mælst hefur í Þingvallavatni er  blandað þessu efni, en þar finnst Dihydreogen mónoxíð einmitt í stórum stíl. Í sundlaugum landsins er það blandað klór.  Efnið berst reglulega til landsins, oft með hjálp skotvindsins í háloftunum (jet stream).  Stundum er það í svo miklu magni að hægt er að finna það sem hvítleitt duft, sérstaklega á hálendinu.

Það er einnig vitað að efni þetta veldur um 90% gróðurhúsaáhrifanna í lofthjúp jarðar, og er því lang öflugasta gróðurhúsalofttegundin, mun árifameira en kolsýran CO2. Þetta er þó ekki á allra vitorði.

Efnið hefur valdið miklu rofi í íslenskri náttúru, það miklu að hugsanlega er ástæða til þess að láta náttúruna njóta vafans og reyna að uppræta það alfarið. Það kann þó að reynast mjög erfitt og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Einnig er vitað er að það finnst í miklu magni í mýrlendi, en á árum áður voru bændur einmitt mjög duglegir við að útrýma tvívetnisoxíði þar, þannig að í dag eru þar iðagræn tún. Sumir telja þó að þessar aðgerða bænda orki tvímælis með tilliti til hlýnunar lofthjúpsins.

Er ekki kominn tími til að hugleiða næstu skref? Hvað segja náttúruverndarsinnar? Bloggarinn telur dmrdlogo_1227375.gifsig meðal hófsamra náttúruverndarsinna og er hóflega bjartsýnn á að lausn finnist á málinu.

Í Bandaríkjunum starfa samtökin      
National Consumer Coalition Against DHMO  sem hafa það á sefnuskrá sinni að rannsaka áhrif Dihydrogen Mónoxíðs, sérstaklega hin neikvæðu. Lesa má um DHMO hér: www.dhmo.org  og  www.dhmo.org/NCCA.html.

Ekki er vitað hvort Landvernd eða Neytendasamtökin séu aðilar að DHMO.

 

Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd. Fyrra myndbandið er tæknileg lýsing á eiginleikum dihydrogen mónoxíðs (beðist er afsökunar á ítrekuðum myndtruflunum), en  seinna myndbandið sýnir átak erlendis þar sem  dihydreogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð er kynnt fyrir almenningi og undirskriftum gegn notkun þess safnað. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu hér á landi?   Ég bara spyr.   Við megum engan tíma missa.

Dihydrogen sulfide H2S, carbon dioxide CO2 og  dihydreogen mónoxíð H2O hafa mjög keimlíka efnaformúlu. Það er því varla tilviljun að fjallað hefur verið um þau hér í pistlinum. Tvö síðastnefndu efnin eru þekktar gróðurhúsalofttegundir, CO2 er þekktast, en H2O veldur þó langmestum gróðurhúsaáhrifum, eins og áður hefur komið fram. Latneska nafnið á dihydrogen mónoxíð er aqua.               

Öll þessi efni finnast í ríkum mæli í gufuholum jarðvarmavirkjana. 

 

Hvert er álit þitt lesandi góður? Hefur þú ekki áhyggjur af tvívetnisoxíði í íslenskri náttúru?

 

 
 Dihydrogen Mónoxið
 
 
 
 
 
Undirskriftasöfnun í gangi í Bandaríkjunum
 
 
 
 
 
Að lokum: Er ekki kominn tími til að svala fráhvarfseinkennunum og fá sér glas af ísköldu dihydreogen mónoxíði?   Það þarf þó að gæta þess að það sé ómengað.
 
Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Við sjáum á seinna myndabandinu hvernig fólk bregst við þegar það er spurt hvort það vilji banna H2O sem er auðvitað bara venjulegt vatn. Flestir létu blekkjast og skrifuðnu nafn sitt á listann. Getur verið að fólk sé yfirhöfuð hrætt við að hafa sjálfstæða skoðun og trúi hverju sem er?

 

 


Danskan er yndislegt tungumál eins og allir vita ...

Auðvitað skilja allir Íslendingar dönsku mætavel og tala hana lýtalaust. Er það ekki? Prófaðu bara að segja upphátt "rødgrød med fløde på".  - En skyldu Danir skilja dönsku? Ekki er það nú alveg víst. Um það fjallar þetta skondna myndband.

 

 

 
 
 
 
 Nú er bara að æfa sig: Rødgrød med fløde ...
 
 

Ótrúlegt: Nýr GSM les hugsanir. Mállausir fá rödd. Sjá myndband.

Við lifum á ótrúlegum tímum. Nú er verið að þróa hálsband sem nemur taugaboð úr höfðinu og breytir í tal. Myndbandið sýnir hvernig hægt er að tala í gemsann án þess að nokkur verið þess var, og það án þess að hreyfa varirnar. Maður gæti haldið að þetta væri gabb, en svo er ekki.

Allir kannast við hvað það er kjánalegt að sjá mann standa einan í hrókasamræðum. Annað hvort er hann eitthvað skrítinn og er að tala við sjálfan sig, eða að hann er með blátönn í eyranu og er að tala í gemsann. Væri það ekki miklu snjallara ef maðurinn gæti látið nægja að hugsa orðin og þau bærust beint úr taugaboðsnemanum í gemsann?  Þá væri enginn sem héldi að maður væri í hrókasamræðum við sjálfan sig Shocking

Sumir eiga erfitt með að tala vegna sjúkdóms eða fötlunar. Þeir munu geta tjáð sig. Aðrir eiga við hreyfihömlun að stríða. Með hugsuninni einni munu þeir geta stjórnað t.d. hjólastól sínum.

 

Hugsið ykkur. Með svona búnaði gæti maður verið beintengdur við internetið alla daga og spurt Goooogle ráða þegar maður veit ekki svarið, og það án þess að nokkur yrði þess var. Verið í hugsanasambandi við vini og kunningja. Stóri bróðir gæti líka fylgst með okkur og gætt þess að við hugsum ekkert ljótt.  Þegar búið er að samtengja fólk á þennan hátt, verður þá hægt að tala um hópsál, þjóðarsál eða jafnvel alheimssál? Jæja, hættum þessu bulli... Smile

Þetta er lyginni líkast, en búið er að þróa búnað sem virkar. Myndbandið frá Texas Instruments sýnir frumgerðina. Skrúfið hjóðstyrkinn vel upp og takið eftir að það tekur smá tíma að "tala" á þennan hátt, ...enn sem komið er. Takið eftir að hvorki varir né barkakýli þess er talar hreyfist. Meira á www.theaudeo.com

 

Updated Processing Overview1small2c
 

Sjón er sögu ríkari: 

 
Fleiri myndbönd um undratækið eru hér. 
 
Er þá ekki ráð að reyna að hugsa bara í myndum en ekki orðum? Nei, ekki aldeilis. Vísindamenn við Kaliforníuháskóla hafa fundið ráð við því. Sjá hér.  
 

Hvernig er þetta hægt? Svartigaldur?

Sjá myndbandið.  Hvernig í ósköpunum er þetta hægt? Svar óskast.

 

 

 
 

Lífrænir OLED flatskjáir eru betri en LCD og Plasma!

113193Allir þekkja flatskjána vinsælu, ýmist Plasma eða LCD. Þeir þykja ofur glæsilegir, enda ekki nema nokkrir sentímetrar á þykkt. Getur verið að þeir séu að vera úreltir? Líklega.

Ný tækni er að ryðja sér til rúms. Í skjáinn eru notaðar "lífrænar" ljósdíóður  svokallaða OLED = Organic Light Emitting Diode. Sjónvörp sem nota þessa tækni kallast því OLED-TV, eða "sjónvörp með lífrænum ljósdíóðum".

Kostir: Lítil til aflnotkun, björt mynd, kontrast-hlutfall 1.000.000 : 1, (1000 sinnum meira en LCD), og sjónarhorn er miklu víðara en á venjulegum flatskjám. Þeir eru næfurþunnir, svo þunnir að jafnvel má rúlla þeim upp, eins og sjá má á myndinni. Þeir eru um 10 sinnum þynnri en hefðbundnir flatskjár, þ.e. þegar þeir eru komnir bak við gler í ramma.  Upplausn á að geta verið þrefalt betri en á LCD skjám, þeir eru hraðvirkari og þeir eru ódýrari í framleiðslu. 

flex1Líftími OLED hefur verið vandamál, en nú eru menn vonandi að ná tökum á því. Þess vegna megum við búast við að sjá þessa nýju tækni bráðlega í farsímum, fartölvum og næfurþunnum sjónvörpum. Á sýningunni International CES 2008 mátti sjá nokkra raunverulega flatskjái sem frumgerðir (sjá myndskeið hér fyrir neðan) sem fara vonandi í framleiðslu innan skamms.

Mun bók framtíðarinnar líta út eins og á myndinni hér til hliðar? OLED skjánum er rúllað af hólknum sem inniheldur þúsundir bókatitla í minni sínu? Papyrus kefli Egypta hinna fornu koma óneitanlega í hugann... Þau voru vissulega lífræn Wink

 

Nú er það spurning. Er rétt að bíða? Eitt er víst, OLED sjónvörp eru að koma á markaðinn. Sjálfsagt líða fáein ár þar til verðið verður samkeppnishæft við LCD  skjái, en tíminn er undur fljótur að líða. Gefum okkur 5 ár þar til þau koma á markaðinn í ýmsum stærðum og önnur 5 þar til þau verða ódýrari en þau sem við þekkjum í dag....

Gamla feita góða Grundig 28" sjónvarp bloggarans verður látið duga þar til OLED verður komið á markaðinn og verðið viðráðanlegt.... 

Við lifum svo sannarlega á spennandi tímum. Lífræn sjónvörp, sem eru miklu betri en LCD og Plasma, verða stöðutáknið innan fárra ára ... Smile

 

Hér er tækninni lýst.


123
 
27" flatskjárinn er ekki nema 3 mm á þykkt! Frá sýningunni CES 2008.
 
 
 
 
Cnet júní 2007 (spáir 3-6 ára bið): Should you wait for an OLED TV? 
 
 
 

Skýring á hremmingunum sem hrjáð hafa fjármálamarkaðinn undanfarið

Á þessu áhugaverða myndbandi er skýring á mannamáli á þeim miklu hremmingum sem skekið hafa fjármálamarkaði heimsins undanfarið. Meðal annars er fjallað á gamansaman hátt um íbúðalán og áhrif kreppunnar á lífeyrissjóði ...  

Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sá hlær best sem síðast hlær, en hver skyldi það vera? Við? Bankinn? Einhver annar?  Hverjir eru það sem sitja uppi með sárt ennið?

Myndbandið er um 8 mínútna langt.    Góða skemmtun Smile

 

 

 

 

Ítarefni:

Vextir íbúðalána hafa hækkað um 54% og húsnæði um 94% á þrem árum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband