Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Hvernig er þetta hægt? Ótrúlegt flug!
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Hellt í glas meðan flugvélin er á hvolfi!
Fjöllin eru íslensk, en hver er flugmaðurinn sem hellir úr flösku í glas meðan flugvélin er á hvolfi? Hann fer létt með það sem Bob Hoover var frægur fyrir.
Hér er svo Bob Hoover sjálfur sem stundaði það að fljúga listflug á tveggja hreyfla flugvél, en með dautt á báðum hreyflum
Í lok myndbandsins má sjá gamla manninn hella íste í glas meðan hann veltir vélinni í heilan hring og að vanda er hann búinn að drepa á báðum hreyflunum.
Vísindi og fræði | Breytt 28.1.2008 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Spaugstofan í gær var ósmekkleg
Mér fannst Spaugstofan fara yfir strikið í gærkvöld. Ég átti vissulega von á að efniviðurinn væri atburðir undanfarinna daga og hefði hæglega mátt gera góðan þátt, en í gær blöskraði mér. Ólafur átti við veikindi að stríða um skeið en hefur vonandi komist til heilsu.
Vissulega voru góðir kaflar í Spaugstofunni, en oft var farið yfir strikið. Við verðum að hafa í huga að Ólafur á börn og fjölskyldu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Borgarstjórinn sjálfur hlýtur aftur á móti að þola svoan ágjöf, annars væri hann varla í pólitík.
Ágætt viðtal er við Ólaf í 24 stundum í gær þar sem hann ræðir opinskátt um veikindin við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Það hendir marga að lenda í tímabundnum veikindum eins og Ólafur og þykir ekkert tiltökumál.
Vonandi eru þetta ekki dauðakippir Spaugstofunnar, en hún er orðin það léleg að tími er kominn til að hún fái að hvíla sig á langlegudeildinni. Og þó, annar kostur í stöðunni er að Spaugstofumenn hugsi sitt ráð og vandi sig ögn meira.
Ég er ekkert yfir mig hrifinn af núverandi borgarstjórnarmeirihluta, en það kemur málinu bara ekkert við. Það er sjálfsagt að gera grín að þeim sem sitja við stjórvölinn og er efniviðurinn nægur. Það er bara ekki sama hvernig það er gert.
Hér er Spaugstofan umrædda.
Bloggar | Breytt 28.1.2008 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Leshringur@ og Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup
Frá stofnun Leshringsins á Moggablogginu hefur undirritaður verið virkur félagi og haft bæði gagn og gaman af. Leshringurinn tekur fyrir eina bók í senn, les hana í um mánuð, kemur síðan saman á vefnum og ræðir bókina frá ýmsum sjónarhornum. Eftirfarandi er byggt á umsögn bloggarans um bókina Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup sem tekin var fyrir í nóvember s.l. Eiginlega má segja að þessar hugleiðingar fjalli bæði um þá bók og vinnubrögðin sem tíðkast í Leshringnum. Kynning á hvoru tveggja.
Það skemmtilega við Leshringinn er að maður les bækur sem manni kæmi sjálfsagt aldrei til hugar að opna. Sumar drepleiðinlegar, aðrar skemmtilegar eða áhugaverðar. Stundum reyfara eftir óþekkta höfunda og stundum bókmenntaverk eftir þekkta höfunda. Bækur sem maður gleymir strax að lestri loknum og bækur sem vekja mann til umhugsunar. Allt þar á milli. Fjölbreytnin er mikil. Þannig á það að vera. - Svo fer það auðvitað eftir hugarfarinu þegar maður nálgast nýja bók hvernig maður metur hana.
Að lestri loknum er mikilvægt er að gefa sér smá tíma til að melta bókina áður en umsögn er sett á blað og umræður á spjallrás Leshringsins hefjast. Hugleiða innihaldið, stílinn og bakgrunn sögunnar. Punkta hjá sér það sem kemur í hugann. Færa sjónarhólinn til og skoða betur. Oft öðlast maður meiri skilning þegar maður hefur haft næði til að íhuga efnið á þann hátt.
Stundum er maður búinn að kynna sér höfundinn og umsagnir áður en bókin er lesin, en það er ekki alltaf nóg. Maður skilur bókina betur meðan hún er lesin ef maður hefur kynnt sér höfundinn áður, en höfundinn betur eftir að hafa lesið bókina. Það er sem sagt um nóg að hugsa, áður en bókin er lesin, meðan hún er lesin og eftir að hún hefur verið lesin. Það eru einmitt svona pælingar sem gera svona lestur í leshring áhugaverðan
Bókin Viltu vinna milljarð? eftir indverska höfundin Vikas Swarup lýsir á átakanlegan hátt, en jafnframt skemmtilegan, uppvaxtarárum fátæks munaðarlauss drengs á Indlandi. Líf hans er að mörgu leyti ævintýri líkast þar sem hann vinnur milljarð í spurningakeppni, en inn í söguna fléttast frásögn af lífi hans sem sjaldnast er dans á rósum. Frásögnin er mjög lipur og nánast spennandi. Heldur manni vel við efnið. Mjög myndræn. Þýðing Helgu Þórarinsdóttur er mjög góð.
Við lestur bókarinnar lifir maður sig inn í indverskt samfélag, fyrst og fremst samfélag hinna efnaminni og lægst settu. Einhvern vegin náði bókin að heilla mig og ég fann fyrir samúð með söguhetjunni sem sýnir mikla sjálfsbjargarviðleitni. Það kom mér sífellt á óvart að Ram Mohammad Thomas er bara barn, en sýnir samt óvenju mikinn þroska. Það leiðir hugann að götubörnunum á Indlandi og víðar um heim, börn sem ganga meira og minna sjálfala og eiga oftar en ekki hvergi heima. Börn sem verða að sýna mikla útsjónarsemi til að komast af.
Sagan er svo myndræn að ég átti oft auðvelt að ímynda mér sögusviðið og var eiginlega á ferðalagi fram á aftur um Indland í samfylgd hinna fátæku. Ég er mikið búinn að flakka um Indland á netinu eftir lestur bókarinnar og komið víða við, m.a. í þjóðargerseminni Taj Mahal, og Dharavi stærsta fátækrarhverfi Asíu. Stöðum þar sem sagan gerist meðal annars. Indverskur matur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fann öll afbrigði kryddsins sem kitlar bragðlaukana meðan ég las. Maður bókstaflega finnur lyktina og heyrir indverska tónlist í fjarska.
Mörg atriði í bókinni koma manni skemmtilega á óvart. Maður fer að trúa því að örlaganornir hafi spunnið lífsþráð piltsins, allt þar til það kemur fram í bókarlok að lukkupemingurinn var ekki allur þar sem hann er séður. Þetta vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um það hvernig það er fyrst og fremst maður sjálfur sem ræður sínum örlögum. En leyndarmál peningsins kemur ekki fram fyrr en á síðustu blaðsíðunni. Maður bókstaflega missir bókina úr höndum sér þá! Hvar voru vinkonurnar Urður, Verðandi og Skuld allan tímann? Eigi má sköpun renna, segir einhvers staðar. Er það endilega víst? Ég held ekki. Hver er sinnar gæfu smiður.
Sjálfsagt er hægt að njóta bókarinnar á fleiri en einn hátt. Hún er góð afþreying, en hún vekur mann einnig til umhugsunar örbirgð og lífsbaráttu hinna fjölmörgu munaðarlausu götubarna í heiminum.
Bókin hefur ef til vill ekki mikið bókmenntarlegt gildi. Hún er frumraun höfundarins og skrifuð er honum leiddist eitt sinn er hann var fjarri fjölskyldu sinni. Hugmyndin er góð og vel spilað úr henni. Ef til vill mætti flokka hana meðal spennusagna eða reyfara, en það gefur henni gildi að hún er óvenjuleg og gefur sérstaka sýn inn í framandi heim götubarnanna á Indlandi. Það er einnig áhugavert að kynnast höfundi frá þessum heimshluta. Hver veit nema Swarup eigi eftir að skrifa fleiri bækur. Frumraunin lofar góðu.
Stofnandi og ötull stjórnandi Leshringsins, Marta B Helgadóttir, á mikinn heiður skilinn fyrir framtak sitt hér á Moggablogginu. Frábær hugmynd að stofna leshring sem alfarið fer fram á vefnum. Líklega hefur það ekki verið gert áður.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Vestmannaeyjagosið: Fundust smáskjálftar í Eyjum dagana fyrir gos?
Ég var staddur í Vestmannaeyjum dagana fyrir gos og rétt nýfarinn þaðan þegar gosið hófst. Ég varð oft var við titring þessa vikuna og taldi hann vera af eðlilegum ástæðum, en það var ekki fyrr en skömmu eftir gos þegar ég var aftur þar á ferðinni að ég komst að raun um að ástæðan gat ekki verið sú sem mig hafði grunað. Þá kom mér í hug að um smáskjálfta eða gosóróa hefði verið að ræða. Það var svo ekki fyrr en 23. október 2000 að ég sendi Dr. Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi eftirfarandi tölvupóst, en hann var þá forstöðumaður Náttústofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Ég hafði þá skömmu áður hitt Ármann við Geysi og spjallað við hann um óskyld mál. Hér fyrir neðan er hluti úr bréfaskiptum okkar. Svar Ármanns er mjög fróðlegt eins og vænta má.
(Ég vona að Ármann fyrirgefi að ég vitni í bréfaskriftir okkar, en eins og hann segir, þá er gott að fá svona reynslusögur því þær geta komið að gagni síðar. Þess vegna væri gott að fá athugasemdir frá þeim sem kunna að segja frá einhverju í þessum dúr).
Sæll Ármann
...
Ég sá á síðu þinni http://www.nattsud.is áskorun um að segja frá reynslu af eldgosum. Hér er ein stutt:
Ég var í Vestmannaeyjum alla vikuna fyrir gos og fór þaðan tveim dögum áður en ósköpin byrjuðu. Ég var að reyna að koma lagi á fjargæslubúnað vatnsveitunnar, en miðstöðin var staðsett í húsnæði símans og útstöðinn í dælustöðinni uppi á landi. Milli lands og eyja var notað VHF radíósamband.
Miðstöðin var tekin niður eftir að gosið byrjaði og sett aftur upp í kjallara ráðhússins eftir gos, og dvaldist ég þá aðra viku í Eyjum. Magnús var bæjarstjóri fyrir gos og Páll bæjartæknifræðingur.
Það sem mér hefur lengi þótt áhugavert varðandi vikuna fyrir gos er að hugsanlega hef ég orðið var við gosóróa eða smáskjálfta án þess að gera mér grein fyrir því þá.
Ég stóð í nokkra daga fyrir framan skápinn með fjargæslubúnaðinum og var að rekja merkin sem skiluðu sér ekki með sveiflusjá. Annað slagið fann ég titring í gólfinu eins og vél væri í gangi í húsinu. Þetta var mjög greinilegt og veitti ég þessu athygli nokkrum sinnum. Ég dró þá ályktun, að sjálfsagt væri þetta vararafstöð í kjallaranum sem verið væri að prófa, og fannst ósköp eðlilegt að svo væri í símstöð. Eftir að gosið hófst fór þetta að rifjast upp og mér komu í hug smáskjálftar.
Þegar ég kom til Eyja eftir gos og við vorum að setja búnaðinn aftur upp minntist ég á þetta við starfsmann símans. Hann kvað þetta ekki hafa geta verið dieselstöð, þar sem engin dieselrafstöð hefði verið í húsinu. Nú veit ég ekki hvort þetta er rétt hjá honum, en oft síðan hefur mér komið til hugar að þetta gætu hafa verið smáskjálftar og kvikan byrjuð að streyma upp. Ég veit ekki heldur hvort menn hafi orðið varir við þetta á mælum.
Sagan er stutt og kanski ómerkileg :-)
Bestu kveðjur
Ágúst Bjarnason
--- --- ---
Sæll Ágúst og þakka þér fyrir síðast,
....
Saga þín af reynslu fyrir gos í Eyjum er mjög merkileg, einkum fyrir það að þú hefur verið að finna titring allt að viku fyrir gos. Ljóst er að tveim dögum fyrir gos var all mikið um smá kippi hér í Eyjum og gerðust þeir harðari eftir því sem leið nær gosi. Einna stekrastir voru þeir um 2 klst fyrir gos.
Skjálftar sem greindir voru á mælum fyrir gosið voru ávalt taldir eiga uppruna sinn á Torfajökulssvæðinu, en sá galli fylgdi gjöf Njarðar að aðeins voru tveir skjálftamælar í gangi á þessum tíma, skurðpunktar mælanna voru því tveir, annar í Torfajökli og hinn í Eyjum. Vegna þess að Torfajökull er mun virkara svæði en Eyjar var talið að þar ættu sér stað einhver kvikuumbrot. Menn komust að sjálfsögðu að því þegar að fór að gjósa að skjálftarnir tengdust allir Eyjum en ekki Torfajökli.
Það er ávallt gott að fá svona reynslu sögur því þær geta til að mynda gefið okkur von um að með því mælaneti sem uppi er í dag getum við séð fyrir kvikuhreyfingar hér í Eyjum með allt að viku fyrirvara. Fyrirvari eldgosa er þó mismunandi á milli eldstöðva. Þannig er til að mynda Hekla eitt af undrum heims því hún verður ekki skjálftavirk fyrr en nokkrum mínútum fyrir gos.
Bestu kveðjur ...
Ármann.
Eftir 35 ár er mér enn í fersku minni titringurinn sem ég fann fyrir annað slagið, en er ekki ennþá viss um ástæður hans. Fróðlegt væri að frétta hvort fleiri telji sig hafa orðið vara við svipaðan titring og hér er lýst.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Gömlu góðu vindstigin.
Margir eiga erfitt með að venja sig við mælieininguna metra á sekúndu (m/s) fyrir vindhraða og líkar best við gömlu góðu vindstigin. Af einhverjum ástæðum skynjar maður miklu betur hvað átt er við með gömlu einingunum en þeim nýju. Ástæðan er líklega sú að vindstigin taka mið af áhrifum vinds á landi og sjó.
Vissulega hefur gamli Beaufort skalinn fyrir vindstig ýmsa ókosti. Hann er ólínulegur og nær ekki nema upp í 12 vindstig, þó svo að menn hafi stundum framlengt hann upp í 14 vindstig eða jafnvel hærra.
Til að tengja saman vindhraða (v) í m/s og vindstig (B) má nota þessa nálgunarformúlu:
v = 0.836 B3/2 m/s
Það sem heillar bloggarann mest varðandi gömlu góðu vindstigin er tengingin við náttúruna. Með því að horfa í kring um sig og gæta að öldum á vatni, hvernig tré hreyfast, fánar blakta, o.s.frv., er hægt að fara nærri um vindstigin. Sjá töfluna hér fyrir neðan.
Gömlu góðu orðin logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, fárviðri heyrast nú sjaldan, en oft er í veðurlýsingum sjónvarps talað um strekkingsvind, hvað sem það nú er. Getur verið að ástæðan sé sú að menn séu hættir að gá til veðurs, heldur láti nægja að sitja inni á kontór og lesa af stafrænum vindhraðamælum?
Mikið væri nú ánægjulegt ef veðurfræðingar notuðu þessar einingar jafnhliða, þ.e. metra á sekúndu og vindstig, eða að minnsta kosti orðin andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi ... og þá samkvæmt hinni gömlu hefð.
Hvað finnst þér? Vindstig, m/s, km/klst eða hnútar, - eða m/s ásamt gömlu orðunum?
Gamli góði skalinn fyrir vindstig er kenndur við Sir Francis Beaufort (1774-1857) sem myndin er af.
Samanburðartafla fyrir vindhraða.
Þumalputtareglur:
Deila með 2 í hnúta til að fá því sem næst m/s.
Deila með 2 í m/s til að fá gróft vindstig. Ónákvæmt þar sem Beaufort skalinn fyrir vindstig er ólínulegur.
Veðurhæð | Meðalvindhraði | Miðgildi meðalvindhraða | |||||
Vindstig | Heiti og lýsing á áhrifum | m/s | km/klst | hnútar | m/s | km/klst | hnútar |
0 | Logn | 0-0,2 | < 1 | < 1 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
1 | Andvari. Vindur hreyfir reyk. Gárur á vatni. | 0,3-1,5 | 1-5 | 1-3 | 0,8 | 3,0 | 1,6 |
2 | Kul. Vindur finnst á húð. Lauf skrjáfa. Litlar smáöldur. | 1,6-3,3 | 6-11 | 4-6 | 2,4 | 8,5 | 4,6 |
3 | Gola. Lauf og smágreinar slást til. Stórar smáöldur. | 3,4-5,4 | 12-19 | 7-10 | 4,3 | 15,6 | 8,5 |
4 | Stinningsgola (blástur). Ryk og laus pappír fýkur til. Litlar greinar hreyfast. Litlar öldur. | 5,5-7,9 | 20-28 | 11-16 | 6,7 | 24,1 | 13,0 |
5 | Kaldi. Minni tré svigna. Miðlungsstórar, langar öldur. Dálítið löður og úði. | 8,0-10,7 | 29-38 | 17-21 | 9,3 | 33,6 | 18,2 |
6 | Stinningskaldi. Stórar greinar hreyfast. Erfitt að nota regnhlíf. Stórar hvítfyssandi öldur og úði. | 10,8-13,8 | 39-49 | 22-27 | 12,3 | 44,2 | 23,9 |
7 | Allhvast. Heil tré hreyfast. Erfitt að ganga móti vindi. Sjór hrannast upp og löðrið myndar rákir. | 13,9-17,1 | 50-61 | 28-33 | 15,5 | 55,7 | 30,1 |
8 | Hvassviðri. Sprek brotna af trjám, Vindurinn tekur í bíla á ferð. Nokkuð háar hvítfyssandi öldur og særok. Löðurrákir. | 17,2-20,7 | 62-74 | 34-40 | 18,9 | 68,1 | 36,8 |
9 | Stormur. Minni skemmdir á mannvirkjum. Háar öldur með þéttu löðri. Ölduhryggir hvolfast. Mikið særok. | 20,8-24,4 | 75-88 | 41-47 | 22,6 | 81,3 | 43,9 |
10 | Rok. Tré rifna upp. Töluverðar skemmdir á mannvirkjum. Mjög háar öldur. Yfirborð sjávar er hvítt og haugasjór. Skyggni minnkar. | 24,5-28,4 | 89-102 | 48-55 | 26,4 | 95,2 | 51,4 |
11 | Ofsaveður. Almennar skemmdir á mannvirkjum. Gríðarlega stórar öldur. | 28,5-32,6 | 103-117 | 56-63 | 30,5 | 109,8 | 59,3 |
12 | Fárviðri. Miklar almennar skemmdir á mannvirkjum. Risaöldur. Loftið fyllist af löðri og úða. Hafið er alveg hvítt. Mjög lítið skyggn | >= 32,7 | >= 118 | >= 64 | ... | ... | ... |
Vísindi og fræði | Breytt 23.1.2008 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 19. janúar 2008
Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?
Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum. Freistandi er fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds". Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót.
Vextir af almennum yfirdráttarlánum í dag eru um 24%. Bankarnir græða, þú tapar.
Hvernig er þá hægt að greiða 33% lægri vexti?
Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur. Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt. Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti. Með því að skoða vaxtatöflur bankanna er hægt að finna óbundna innlánsreikninga sem gefa t.d. 9 prósent vexti. Jafnvel meira. Munurinn á 24% yfirdráttarvöxtum og 9% innlánsvöxtum er 33%!
Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins:
Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta. Vaxtamunurinn sem er 33% fer þá virkilega að vinna með manni .
Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls!
Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma. Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 9%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.
Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 33%!
Viðskipti og fjármál | Breytt 22.1.2008 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Norðurljósin og krúttlegir ísbirnir
Undanfarna daga hefur verið mikið um norðurljós. Þó höfum við Íslendingar ekki getað notið þeirra eins vel og ísbirnirnir á myndinni. Hér hefur verið frekar skýjað og spáin fyrir vikuna er ekki hagstæð.
Myndin er tekin í þorpinu Salluit, Nunavik í Quebec þar sem aldrei hafa sést ísbirnir. Hvernig stendur á þessum krúttlegu björnum þarna? Eru þetta ísbirnir í orlofi að virða fyrir sér stjörnuhimininn og norðurljósin? Túristabirnir? Þeir virðast allavega kunna vel að meta fegurð norðurljósanna ...
Hvaðan koma birnirnir og hvernig? Jamm... Þetta eru sko alvöru ísbirnir, þ.e. birnir gerðir úr ís og snjó.
Þetta er falleg mynd. Á vefsíðunni www.spaceweather.com er fjöldinn allur af fallegum norðurljósamyndum sem teknar hafa verið undanfarna daga. Norðurljósamyndirnar eru hér.
Í kvöld og annað kvöld má hugsanlega búast við miklum norðurljósum. Ástæðan er mikil kórónugos sem japanski gervihnötturinn Hinode varð var við fyrir nokkrum dögum. Risavaxið gasský stefnir nú á ógnarhraða (um 2.000.000 km á klukkustund) í átt til jarðar og er væntanlegt einmitt núna. Það er því rétt að gjóa augum til himins ef það skyldi rofa til.
Myndin hér til hliðar er frá Hinode og sýnir svæðið þar sem kórónugosið átti sér stað. Nánar um þessa mynd í frétt hér frá 13. janúar.
Norðurljósin séð frá gervihnetti, næstum í rauntíma:
Hér birtist sjálfkrafa ný mynd í hvert sinn sem NOAA POES gervihnötturinn hefur farið yfir norðupólinn. Guli hringurinn er norðurljósin eins og þau sjást frá gervihnettinum.
Takið eftir tímanum efst á myndinni.
Ísland er hægra megin á myndinni. Á myndinni má sjá hvort líkur séu á að norðurljósin séu sýnileg hér á landi. Ný mynd birtist á um 100 mínútna fresti.
Rauða örin bendir á sólina, þ.e. hvar á jörðinni hádegi er.
Nánar hér
Vísindi og fræði | Breytt 16.1.2008 kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir börn og fullorðna
(Formaður Stjörnuskoðunarfélagsins það mig um að koma eftirfarandi á framfæri).
Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir fullorðna
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum fyrir byrjendur. Þau eru opin öllum þeim sem áhuga hafa á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Þeir sem eiga sjónauka ættu að geta lært sitthvað um meðferð þeirra. Námskeiðin standa yfir í tvö kvöld en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.
Dagsetningar:
- 22.-23. janúar 2008 (og stjörnuskoðun 24. janúar ef veður leyfir annars síðar)
- 5.-6. febrúar 2008 (og stjörnuskoðun 7. febrúar ef veður leyfir annars síðar)
» Lesa nánar / skráning á fullorðinsnámskeið
Námskeið í stjörnufræði fyrir börn og unglinga
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir tveimur námskeiðum í stjörnufræði fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-13 ára. Með hverju barni skal koma einn forráðamaður. Á námskeiðunum verður fjallað um ýmislegt sem tengist himingeimnum auk þess sem börnum og fullorðnum býðst að heimsækja stjörnuverið. Hvort námskeið stendur yfir í 2 klst., þátttakendur velja annan hvorn daginn, en boðið verður upp á stjörnuskoðun að þeim loknum (þegar veður leyfir). Námskeiðin fara fram í Valhúsaskóla, á Seltjarnarnesi, þar sem Stjörnuskoðunarfélagið hefur aðsetur.
Dagsetningar:
- Laugardagurinn 19. janúar 2008 kl. 14-16
- Sunnudagurinn 20. janúar 2008 kl. 14-16
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Hákon Bjarnason efnilegur píanóleikari. Stjarna morgundagsins.
Í gær hlustaði ég á ungan frænda minn leika einleik á píanó með Sinfóníuhljómsveitinni. Þeir sem hafa fylgst með Hákoni Bjarnasyni, sem fæddur er 1987, vita að þar er enginn meðalmaður á ferð þó aðeins sé hann tvítugur að aldri. Dúx frá MH 2005 yngstur nýstúdenta og með langflestar einingar, um það bil að ljúka háskólaprófi, sigurvegari í ýmsum einleikarakeppnum, Íslandsmeistari í Karate, o.s.frv. Það er ekki lítið sem þessi hógværi og ljúfi drengur hefur afrekað!
Hákon er nemandi Halldórs Haraldssonar í Listaháskóla Íslands. Síðastliðna haustönn var Hákon í skiptinámi við Sibeliusar-akademiuna í Helsinki. Hákon hefur unnið til verðlauna í öll þrjú skiptin sem píanókeppni Íslandsdeildar EPTA hefur verið haldin. Tvisvar sinnum hefur hann hlotið fyrstu verðlaun og einu sinni þriðju. Í vor mun hann ljúka bakkalárprófi frá Listaháskóla Íslands og væntanlega halda utan til framhaldsnáms í haust.
Að sjálfsögðu þarf ekki að hafa mörg orð um frammistöðu Hákonar. Hún var einfaldlega stórfengleg, eins og frammistaða hinna ungu einleikaranna sem einnig léku með Sinfóníuhljómveitinni. Það kom skemmtilega á óvart hve glæsilegt og hæfileikaríkt unga fólkið sem lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni er. Hákon, Theresa, Arngunnur og Páll eru örugglega stjörnur morgundagsins.
Það var einstaklega ánægjulegt að sjá þennan unga pilt, Hákon Bjarnason, ganga inn á sviðið í upphafi tónleikanna klæddan kjólfötum og setjast af sama öryggi og þekktustu píanóleikarar við hljóðfærið og leika af fingrum fram Píanókonsert nr.1 eftir Sergej Prókofíev, sem bæði er flókinn og hraður.
Þar sem ég er auðvitað mjög montinn af frænda mínum er vonandi í lagi að kynna aðeins hvernig við tengjumst. Alnafni minn og afi Ágúst H. Bjarnason prófessor (1875-1952) var langafi Hákonar. Ágúst var sonur Hákonar Bjarnasonar kaupmanns á Bíldudal (1828-1877) sem rak þar verslun og þilskipaútgerð. Föðurbróðir minn Hákon Bjarnason skógræktarstjóri (1907-1989) var afi Hákonar píanóleikara. Við getum rakið ættir okkar til vestfirskra galdramanna og ofurmenna, en ljóst er að Hákon ungi er einn slíkur þegar píanóið er annars vegar.
Af vefsíðu Sinfóníuhljómsveitarinnar:
Sigurvegarar í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskólans flytja einleiksverk.
Tækifæri til að kynnast stjörnum morgundagsins.
Hljómsveitarstjóri: | Kristofer Wahlander |
Einleikari: | Hákon Bjarnason |
Einleikari: | Theresa Bokany |
Einleikari: | Arngunnur Árnadóttir |
Einleikari: | Páll Palomares |
Höfundur |
Verk |
Sergej Prókofíev: | Píanókonsert nr.1 |
H. Wieniawski: | Fiðlukonsert nr. 2 |
Claude Debussy: | Premier Rhapsody f. klarinett og hljómsveit |
Jean Sibelius: | Fiðlukonsert |
Úr frétt Morgunblaðsins frá 2005:
mbl.is | 23.12.2005 | 08:18 Átján ára piltur dúx í MH: Stefnir á feril í tónlist
Ég hef alltaf haft mestan áhuga á raungreinum eins og stærðfræði og eðlisfræði og svo auðvitað tónlist," segir Hákon Bjarnason, sem útskrifaðist dúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð nú á miðvikudag. Hákon, sem brautskráðist frá náttúrufræðideild, er fæddur árið 1987 og er því átján ára. Hann var yngstur nýstúdenta og með langflestar einingar, auk þess sem hann var með óaðfinnanlega skólasókn allan námstímann.
...
Auk þess að vera dúx skólans fékk Hákon verðlaun fyrir árangur í stærðfræði og var með aðaleinkunn í kringum 9,3. Hákon segir lykilatriðið í árangrinum vera það að hann lærði það sem hann hafði brennandi áhuga á. "Ég hef getað valið mér það sem mér þykir skemmtilegast í skólanum og þurfti ekki að taka mikið af aukafögum sem ég hafði ekki áhuga á vegna þess að tónlistin gildir stóran hluta af einingafjöldanum," segir Hákon, sem hefur þegar hafið nám við Listaháskólann á tónlistarbraut. "Þar er ég á hljóðfæraleikarabraut, þar sem tekur þrjú ár að taka Bachelor of Music-gráðu. Síðan hef ég velt því fyrir mér að fara til útlanda aðeins fyrr sem skiptinemi á vegum skólans. Hvort sem ég klára hérna eða úti stefni ég á meistaragráðu í hljóðfæraleik úti."
Hákon stefnir á feril í píanóleik og hefur m.a. tekið þátt í keppnum á því sviði. Þá hefur hann einnig verið virkur í félagslífinu í MH. Tók hann m.a. þátt í uppsetningu á leikritinu Martröð á jólanótt, en þar lék hann á hljómborð og útsetti nokkur lög fyrir hljómsveitina. Einnig hefur Hákon tekið þátt í lagasmíðakeppninni Óðrík Algaula, þar sem hann lék á píanó í lögum vina sinna.
Píanóið er þó ekki eini afrekastaður Hákons, en hann æfði karate fyrir nokkrum árum og tók svarta beltið í þeirri íþrótt. Þá varð hann Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. "Það hjálpar til að vera í góðu líkamlegu formi og hefur líka mikið að gera með agann," segir Hákon, sem þó hætti fyrir tveimur árum sökum tímaskorts."
Að auki syngur Hákon með Hamrahlíðarkórnum, en hann mun einmitt syngja í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld.
Tónlist | Breytt 26.1.2008 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði