Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Óhugnanleg vélpadda er næstum óstöðvanlegt skrímsli

BigDogFyrirtækið Boston Dynamics hefur hannað vélknúinn hund sem að mörgu leyti minnir á risavaxið skordýr. Vélhundurinn sem kallast BigDog er með bensínmótor í hausnum sem suðar eins og randafluga. Hann getur gengið, hlaupið hoppað og skoppað yfir óslétt landslag. Hann er nánast óstöðvandi Crying

Fjölmargir skynjarar, öflug tölva og gervigreind gerir það að verkum að engu er líkara en þarna sé lifandi skyni gædd vera á ferð Alien

BigDog getur borið 150 kg á bakinu, en vegur sjálfur 75 kg. Manni kemur helst til hugar skrímsli frá öðrum hnöttum  þegar horft er á myndbandið.  Hugsið ykkur ef einhverjum kæmi til hugar að útbúa svona kvikindi með vélbyssu. Er þetta bara byrjunin?  Ekki er laust við að maður fái gæsahúð W00t

 

Boston Dynamics var stofnað árið 1992 og er afsprengi frá MIT.  

Sjá Scientific American:  Brawn or Brains? Researchers Push the Limits of Legged Robots

 


Gleðilegt sumar. Í dag er fyrsti dagur Hörpu.

 

Sumar í sveit

 

 

Í dag er fyrsti dagur Hörpu og sumardagurinn fyrsti. Þennan merkisdag ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.

Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir:

"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."

Ekki frusu saman vetur og sumar hér í uppsveitunum örskammt fyrir sunnan hálendið. Hitinn í nótt fór ekki niður fyrir 5 gráður.  Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti. - En, er sumarið ekki alltaf dásamlegt?

Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars:

"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."

Gleðilegt sumar Smile


Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009, ný vefsíða: www.2009.is

 

haus_aas2009-600w

 

Í gær sendi íslenska landsnefndin um ár stjörnufræðinnar frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:


Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 hefur verið opnuð ný vefsíða á slóðinni http://www.2009.is. Síðan verður í stöðugri endurnýjun og þar munu birtast fréttir og upplýsingar um atburði stjörnufræðiársins, bæði hér heima og erlendis. Að auki verður boðið uppá margskonar fræðslu um stjarnvísindi fyrir almenning.

F. h. landsnefndarinnar um ár stjörnufræðinnar, Einar H. Guðmundsson.

 

www.2009.is 


Óvenjulegt viðtal um loftslagsbreytingar. Kuldaleg framtíðarspá.

Við erum vön því að mönnum sé heitt í hamsi þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið hér fyrir neðan er óvenjulegt að því leyti að spyrillinn í Nzone Tonight þættinum á Shine TV sjónvarpsstöðinni á Nýja Sjálandi gefur prófessor Bob Carter góðan tíma til að skýra máls sitt. Carter ræðir málið frá ýmsum sjónarhornum og leggur áherslu á hve lítið menn vita, þrátt fyrir að þúsundum milljarða sé varið í rannsóknir.

Í lok viðtalsins kemur fram að ýmsir vísindamenn spá verulegri kólnun á næstu tveim áratugum, jafnvel einhverju í líkingu við Litlu ísöldina. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar með tilliti til matvælaframleiðslu, ekki síst ef farið verður að nota hluta ræktunarlands til að framleiða eldsneyti fyrir bíla. Kólnun sé miklu alvarlegra mál en hlýnun. Þetta séu náttúrulegar breytingar eins og jarðskjálftar, eldgos og stormar sem við reynum að aðlagast, en ekki berjast við.

Í viðtalinu kemur Nýja Sjáland við sögu. Það er að mörgu leyti líkt Íslandi. Bæði löndin eru eyjar, náttúrufegurð mikil, jarðvarmi mikill, o.s.frv. 

  


Dihydrogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð í íslenskri náttúru

ÞingvallavatnHefur þú lesandi góður fundið lyktina sem stafar frá gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði? Lyktin stafar að dihydrogen sulfide eða brennisteinstvívetni, H2S. Í litlu magni gefur það frá sér frekar óþægilega lykt, en er banvænt í miklu magni. Húsmæður í Reykjavík hafa kvartað yfir því að það geri muni úr silfri ljóta og jafnvel svarta. Orkuveita Reykjavíkur mun bráðlega hefja tilraunir til að takmarka þessa mengun.

Fáir hafa leitt hugann að því hvort ástæða sé til þess að takmarka aðgengi að dihydreogen mónoxíði eða tvívetnisoxíði, sem oft er skammatafað DHMO. Vitað er að það getur valdið dauða innan tveggja mínútna sé því andað að sér, og skipta þeir Íslendingar líklega þúsundum sem þannig hefur farið fyrir frá því er land byggðist.  Hætt er við tímabundinni vitfirringu sé þess neytt blönduðu etanóli. Það er einnig ljóst að margir eru orðnir það háðir dihydrogen mónoxíði að þeir verða gjörsamlega viðþolslausir hafi þeir ekki fengið það í nokkurn tíma.  Fráhvarfseinkennin eru mjög sterk og líkjast einna helst miklum þorsta. Pistlahöfundur getur staðfest af eigin reynslu að svo er. Ekki þarf nema eitt glas af tvívetnisoxíði til að slá á fráhvarfseinkennin, og er þá ekki verra að efnið sé blandað koltvisýrlingi.

Dihydreogen mónoxíð er víða í íslenskri náttúru. Vitað er að kvikasilfrið sem mælst hefur í Þingvallavatni er  blandað þessu efni, en þar finnst Dihydreogen mónoxíð einmitt í stórum stíl. Í sundlaugum landsins er það blandað klór.  Efnið berst reglulega til landsins, oft með hjálp skotvindsins í háloftunum (jet stream).  Stundum er það í svo miklu magni að hægt er að finna það sem hvítleitt duft, sérstaklega á hálendinu.

Það er einnig vitað að efni þetta veldur um 90% gróðurhúsaáhrifanna í lofthjúp jarðar, og er því lang öflugasta gróðurhúsalofttegundin, mun árifameira en kolsýran CO2. Þetta er þó ekki á allra vitorði.

Efnið hefur valdið miklu rofi í íslenskri náttúru, það miklu að hugsanlega er ástæða til þess að láta náttúruna njóta vafans og reyna að uppræta það alfarið. Það kann þó að reynast mjög erfitt og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Einnig er vitað er að það finnst í miklu magni í mýrlendi, en á árum áður voru bændur einmitt mjög duglegir við að útrýma tvívetnisoxíði þar, þannig að í dag eru þar iðagræn tún. Sumir telja þó að þessar aðgerða bænda orki tvímælis með tilliti til hlýnunar lofthjúpsins.

Er ekki kominn tími til að hugleiða næstu skref? Hvað segja náttúruverndarsinnar? Bloggarinn telur dmrdlogo_1227375.gifsig meðal hófsamra náttúruverndarsinna og er hóflega bjartsýnn á að lausn finnist á málinu.

Í Bandaríkjunum starfa samtökin      
National Consumer Coalition Against DHMO  sem hafa það á sefnuskrá sinni að rannsaka áhrif Dihydrogen Mónoxíðs, sérstaklega hin neikvæðu. Lesa má um DHMO hér: www.dhmo.org  og  www.dhmo.org/NCCA.html.

Ekki er vitað hvort Landvernd eða Neytendasamtökin séu aðilar að DHMO.

 

Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd. Fyrra myndbandið er tæknileg lýsing á eiginleikum dihydrogen mónoxíðs (beðist er afsökunar á ítrekuðum myndtruflunum), en  seinna myndbandið sýnir átak erlendis þar sem  dihydreogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð er kynnt fyrir almenningi og undirskriftum gegn notkun þess safnað. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu hér á landi?   Ég bara spyr.   Við megum engan tíma missa.

Dihydrogen sulfide H2S, carbon dioxide CO2 og  dihydreogen mónoxíð H2O hafa mjög keimlíka efnaformúlu. Það er því varla tilviljun að fjallað hefur verið um þau hér í pistlinum. Tvö síðastnefndu efnin eru þekktar gróðurhúsalofttegundir, CO2 er þekktast, en H2O veldur þó langmestum gróðurhúsaáhrifum, eins og áður hefur komið fram. Latneska nafnið á dihydrogen mónoxíð er aqua.               

Öll þessi efni finnast í ríkum mæli í gufuholum jarðvarmavirkjana. 

 

Hvert er álit þitt lesandi góður? Hefur þú ekki áhyggjur af tvívetnisoxíði í íslenskri náttúru?

 

 
 Dihydrogen Mónoxið
 
 
 
 
 
Undirskriftasöfnun í gangi í Bandaríkjunum
 
 
 
 
 
Að lokum: Er ekki kominn tími til að svala fráhvarfseinkennunum og fá sér glas af ísköldu dihydreogen mónoxíði?   Það þarf þó að gæta þess að það sé ómengað.
 
Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Við sjáum á seinna myndabandinu hvernig fólk bregst við þegar það er spurt hvort það vilji banna H2O sem er auðvitað bara venjulegt vatn. Flestir létu blekkjast og skrifuðnu nafn sitt á listann. Getur verið að fólk sé yfirhöfuð hrætt við að hafa sjálfstæða skoðun og trúi hverju sem er?

 

 


Einn þekktasti loftslagsfræðingur heims er bjartsýnn á þróun mála.

Meðal þekktari loftslagsfræðinga er Dr. Roy W. Spencer.  Hann hefur hlotið Medal for Exceptional Scientific Achievement frá NASA, enda þróaði hann ásamt öðrum aðferð til að mæla hita í lofthjúp jarðar frá gervihnöttum.  Einnig viðurkenningu frá American Meterological Society "for developing a global, precise record of earth's temperature from operational polar-orbiting satellites, fundamentally advancing our ability to monitor climate."  Hann er því tvímælalaust meðal þeirra sem þekkja eðli lofthjúps jarðar best.

Spencer hefur ritað mjög athyglisverðan pistil sem hann kallar Global Warming and Nature's Thermostat.  Í pistlinum koma fram margar athyglisverðar staðreyndir ásamt kenningu hans um það hvernig úrkomukerfið og skýin takmarka og vinna á móti hitabreytingum í lofthjúpnum. Það er athyglisvert, að í pistlinum kallar höfundurinn sig "climate optimist".

Hér er alls ekki mögulegt að endurtaka það sem Roy W. Spencer skrifar, en fáein atriði dregin fram. Hann bendir á það að rakinn í lofthjúpnum valdi yfir 90% af náttúrulegu gróðurhúsaáhrifum og losun manna á koltvísýringi bæti aðeins um 1% við náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin.  Án þess að afturverkun (feedback)  komi til valdi tvöföldun á koltvísýringi í lofthjúpnum minna en 1°C hlýnun.  Öll hermilíkön geri aftur á móti ráð fyrir að afturverkunin (feedback) sé jákvæð og magni því þessi áhrif upp þannig að hlýnunin verði meiri. Dr. Spencer bendir aftuir á móti á að þessi afturverkun geti alveg eins verið neikvæð og dragi þess vegna jafnvel úr hlýnunni. Hann rökstyður mál sitt.

Nóg um það. Áhugaömum er eindregið bent á að lesa þennan  pistil  loftslagfæðingsins sem kemu úr innsta hring loftslagsvísindanna. Greinin er hér

 

Í pistlinum eru nokkrir hitaferlar sem út af fyrir sig getur verið áhugavert að rýna í.

UAH_LT_with_IPCC_projections_smal-600wl

 

Myndin sýnir hitasveiflur lofthjúps jarðar frá 1990 til loka mars 2008. Þar má sjá kólnunaráhrif eldgossins Mt. Pinatubo 1991, hlýnunaráhrif El-Nino 1998, kuldann undanfarna mánuði sem gæti stafað af La-Nina og svo spá Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Eftirtektarvert er, að ef áhrifin frá Mt. Pinatubo og El Nino eru fjarlægð, þá virðist sem engin markverð breyting hafi verið frá 1990 til 2000, síðan hækkun frá 2000 til 2002, en engin hækkun eftir það.  Þetta sýnir okkur hve erfitt er að meta svona breytingar vegna áhrifa frá t.d. eldgosum og fyribærum í hafinu, og einnig að engu er líkara en hlýnun síðustu tveggja áratuga hafi orðið á um tveggja ára tímabili, þegar búið er að fjarlægja áhrif Mt. Pinatubo og El Nino. Sveiflurnar í hitafarinu er það miklar að það er erfitt að koma auga á stigvaxandi hlýnun.

 

2000-years-of-global-temperatures

 

Á myndinni má sjá þróun lofthita síðastliðin 2000 ár. Blái ferillinn er meðaltal 18 rannsókna og sýnir hitafarið frá árinu 1 til 1995, en rauði ferillin sýnir raunverulegar mælingar síðstliðin 150 ár, þ.e. til ársins 2007. Ens og sjá má, þá eru hitasveiflur „af sjálfu sér" ekkert óeðlilegar.  Það var álíka hlýtt og nú árið 981 þegar Eiríkur rauði fann Grænland og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985.

 Þetta var bara örlítið sýnishorn úr pistlinum sem er hér.

 

climate-confusion-cover-smallÍ lokin má benda á að nýlega kom út bók eftir Roy W. Spencer, Climate Confusion. Bók þessi hefur hlotið góða dóma.  Í mars var hún 7. vinsælasta bókin hjá Amazon og númer 1 bóka sem fjalla um náttúruvísindi...   Bloggarinn á von á eintaki eftir fáeina daga.

Bókin fæst hér hjá Amazon í Bretlandi.

 

Sem betur fer eru í vísindheiminum menn á borð við Dr. Roy Spencer sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu, þroska til að hugsa sjálfstætt, og þor til að standa við sannfæringu sína. Vissulega eru fjölmargir vísindamenn sem hafa sína persónulegu skoðun, en geta ekki starfs síns vegna rætt hana opinberlega. Rannsóknarstyrkir eru þá í húfi, og allir eiga þeir fyrir fjölskyldum að sjá. Það er ef til þess vegna að margir þeirra vísindamanna sem láta óhikað í sér heyra eru einmitt komnir á eftirlaun og því efnahagslega sjálfstæðir.  Roy Spencer er ánægjuleg undantekning.

 


Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?

 

Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...        Ninja

 

  • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
  • Þessi peysa er mjög lauslát...
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
  • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið... 
  • ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg... 
  • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér... 
  • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm... 
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið... 
  • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
  • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... 
  • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... 
  • Þar stóð hundurinn í kúnni...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður r júpurnar...
  • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
  • Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
  • Betur sjá eyru en auga...
  • Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
  • Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
  • Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
  • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
  • Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
  • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
  • Lærin lengast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

 


Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-)

Spegill, spegill herm þú mér ... 

Hvers vegna eru sumar konur á snyrtingunni ósýnilegar, en aðrar ekki?     Halo

 


Gore áhrifin brugðust ekki á Íslandi - Allt hvítt!

1207681634Í gærkvöldi um svipað leyti og Al Gore yfirgaf landið fór heldur betur að snjóa, og nú á miðvikudagsmorgni er meira en 15 sentímetra snjóþekja á höfuðborgarsvæðinu.
 
Alveg er þetta makalaust.  Hin vel þekktu Al Gore áhrif sem fjallað var um s.l. mánudag, daginn sem Gore kom fljúgandi á einkaþotu sinni, brugðust ekki á Íslandi frekar en annars staðar.
 
Hörku vetur um miðjan apríl.  Hvar eru blessuð gróðurhúsaáhrifin? Einhvers staðar hljóta þau að fela sig. Er ekki móðir náttúra að minna á sig? Nú hefur lofthjúpur jarðar ekki hlýnað í áratug og 3110 mælibaujur um allan heim segja okkur að kólnað hafi í hafinu síðastliðin fimm ár. Hvað er á seyði? Voru gróðurhúsaáhrif af mannavöldum bara plat? Var sólin bara svona ofur virk undanfarna áratugi og er hún núna að skríða undir sæng til að hvíla sig? Megum við búast við kólnun á næstu árum og áratugum?
 
Myndin er tekin að morgni 9. apríl. Á borðinu mældist rúmlega 15 cm snjór.

 
 
Hvað er þá herra Al Gore að meina með því að endasendast um heiminn? Er þetta allt tómur misskilningur hjá karlinum, eða allt með ráðum gert? Það er auðvitað gríðarmikill business í kringum sölu á kolefniskvótum. Ekki á hann hlut í slíkum viðskiptafyrirtækjum? Er hann nokkuð kolefniskvótagreifi?
 
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir baráttu við hlýnun jarðar. Ætli Al Gore hafi leyst vind á Íslandi? 
 
 
Myndbandið sýnir kolefnisgreifingjann að störfum við að kæla jörðina. 
 
The Al Gore Effect 

Ljóð í tilefni fyrirlesturs Al Gore

Í hádeginu barst mér eftirfarandi kveðja með tölvupósti frá frænda mínum sem fór að hlusta á Al Gore í Háskólabíó i morgun.

Þess má geta að höfundurinn er ungur skynsamur maður með doktorsgráðu í verkfræði. 

 

Sæll frændi,

 

Í dag ég fór að hlusta á heimsfrægan mann.

Hann boðaði sitt erindi og lýðurinn fann

að hörmung á oss dyndi er Heljar- fetum slóð

og heimur myndi farast ef værum ekki góð.

Og allt var þetta gulltryggt og engum vafa háð

og efasemdir tilgangslausar –jafnvel heimskuráð.

En ég er nú svo heimskur, og hugsi eins og þú

og hneigist ekki alveg að kaþólskri trú.

Ég líkt og þú og fleiri þeirrar spurningar spyr

er spekingur einn reyndar hér orðaði fyrr:

“Hverju reiddust goðin er hraunið forðum brann?”

 

                                                                           Vandráður Torráðsson, 8. apríl 2008
 

                                                                                         


mbl.is Þróun sem hægt er að stöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 764859

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband