Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Er bráðnun jökla virkilega okkur mönnum að kenna? Spyr sá sem ekki veit...

 

 

Fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er alltaf áhugavert. Í síðasta fréttabréfinu er fróðleg grein eftir Odd Sigurðsson jarðfræðing. Þar segir meðan annars: 

"Jöklar styttust á 37 mælistöðvum, 5 gengu fram og 1 stóð í stað. Jafnt og þétt
gengur á jöklana og eru þeir nú vandfundnir sem standa framar en þeir gerðu
fyrir um 4 öldum. Hvarvetna birtist undan jöklunum land sem menn hafa ekki
séð síðan í kaþólskum sið".

Auðvitað vaknar áleitin spurning. Hvernig var Ísland í kaþólskum sið? Hvernig í heiðnum sið? Hvernig aldirnar áður en landið byggðist? 

Hvernig má það vera að jöklar hafi verið minni þá en í dag?

Við teljum okkur vita að losun manna á koltvísýringi (CO2) á síðustu árum nemi um 0,01%, þ.e. hafi valdið aukningu úr 0,028% í 0,038% eins og velþekkt er,  eða með öðrum orðum, að mennirnir hafi bætt við einni sameind af CO2 við hverjar 10.000 sameindir andrúmslofts. Ef þessi eina sameind af 10.000 hefur valdið bráðnun jökla á síðustu áratugum, hvað varð þess þá valdandi að jöklar voru fyrirferðalitlir á öldum áður?  Skil ekki ... Halo

 

Þeir sem eru sannfærðir um að bráðnun jökla á síðustu öld séu okkur að kenna vinsamlegast rétti upp hönd...  

Einnig eru þeir beðnir um að útskýra hvers vegna jöklar voru svona litlir í "kaþólskum sið".  Var það ef til vill trúarhiti manna sem bræddi jökulinn?  Wink   

Er hætta á að jöklar fari að stækka aftur eins og þeir fóru að gera um siðaskiptin? 

Bloggarinn er forvitinn og vill gjarnan fá skýringar á þessum málum.  Það er alltaf óþægilegt að vera ekki viss í sinni sök, eða þannig...  (Ekki er verið að spyrja um hverju menn trúa, heldur um beinharðar staðreyndir).  Orðið er laust!  Smile

 

 

 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 

 

Kortið efst á síðunni er frá árinu 1772. Sjá hér.  Þar er Vatnajökull enn nefndur sínu forna nafni Klofajökull.

 

 

Ítarefni

Bókin Jöklaveröld - Náttúra og mannlíf  kom út haustið 2004. Hér er um að ræða mikið ritverk í ritstjórn Helga Björnssonar jöklafræðings sem hefur verið lengi í smíðum og er skrifað af fjölmörgum fræðimönnum á ýmsum sviðum. Bókin skiptist í 11 kafla og er meginviðfangsefnið náttúra Vatnajökuls og mannlíf við rætur hans.

Í bókinni kemur m.a. fram hið mikla hlýskeið sem ríkti á jörðinni, þegar jöklar voru litlir sem engir á Íslandi fyrir 6000 árum, síðan mikið kuldaskeið er jöklar mynduðust og stækkuðu ört, hlýskeiðið á landnámsöld þegar jöklar voru mun minni en í dag og þjóðleið lá yfir Vatnajökul sem þá nefndist Klofajökull, litla ísöldin þegar jöklar gengu fram og óðu jafnvel yfir bújarðir nærri Vatnajökli, og síðan aftur hlýskeið sem hófst eftir 1890, þegar jöklar tóku að hopa á nýjan leik. Sannkallaðar öldur aldanna. Hvað veldur?

Þetta er ein áhugaverðasta bók sem komið hefur út í langan tíma. Fróðlegt er að lesa um breytilega stærð jökla, hafís við Ísland, gróðurfar, veðurfar, efnahag og mannlíf. Meira um bókina hér.

 

 

 

„Á landnámsöld og fram eftir öldum voru jöklar hér sem annars
staðar á landinu langtum minni en nú er. Jökulhetta var á
Hnappafelli, eins og Öræfajökull var nefndur í öndverðu, og
skriðjöklar teygðu sig þar eitthvað niður eftir hlíðum. Vatnajökull
var til en langtum minni en síðar varð, hugsanlega að mestu skorinn
sundur í tvo eða þrjá jökulskildi, enda lengst af kallaður
Klofajökull. Meginskriðjöklarnir frá honum voru litlir í samanburði
við það sem síðar varð. Það sem við köllum einu nafni
Breiðamerkurjökul voru þrjár skriðjökultungur sem óvíst er
hvort náðu að renna saman neðan við Mávabyggðir en sú nafngift
náði þá einnig yfir Esjufjöll. Jökuljaðarinn hefur þá legið allt
að 15 kílómetrum innar en nú er en utan við var slétta sem verið
hafði sjávarbotn í ísaldarlokin. Drjúgur hluti þessarar miklu
sléttu hefur verið gróinn og skógivaxinn á köflum eins og múlarnir
beggja vegna og þar var víða allþykkur jarðvegur.“

                Árbók Ferðafélags Íslands1993. Hjörleifur Guttormsson.

 

 

 Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar, 8. tbl. 2004,  er fjallað um jarðir sem farið hafa undir jökul.

 

 Hlýindin fyrir árþúsundi: Medieval Warm Period Project.


Vísindaþátturinn og 46 metra langur risakíkir frá árinu 1673 ...

tele_hevelius_big.jpg


Flestir muna eftir hinum vinsæla þætti Nýjasta tækni og Vísindi.   Því miður hefur þátturinn ekki verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins í mörg ár, en það er full ástæða til að benda á mjög áhugaverðan þátt á  Útvarpi Sögu. Þetta er Vísindaþátturinn sem hóf göngu sína síðastliðið haust og er alla þriðjudaga frá klukkan 17:00 til 18:00.

Í þættinum er fjallað um ýmislegt fróðlegt úr heimi vísindanna, svo sem  jökla á Íslandi og reikistjörnunni Mars, stofnfrumurannsóknir, stjörnuskoðun, kjarnorku, eldgos, matvælafræði, kvikmyndagerð, líf í alheimi, Darvin, ...  svo fátt eitt sé nefnt.

Umsjónarmenn Vísindaþáttarins eru Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason. Þeir félagar fá til sín góða gesti og ræða við þá á léttum nótum. Þess má geta að Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélagsins www.astro.is 

Það góða við þessa þætti er að auðvelt er að nálgast þá á netinu og hlusta á þá í tölvunni hvenær sem mönnum hentar. Einnig má hlaða mp3 hljóðskránum niður og hlusta á þær í spiladós eins og IPod eða jafnvel í símanum, og þannig njóta þeirra í bílnum eða á göngutúrum...

 

Allir Vísindaþættirnir eru varðveittir á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is og má nálgast þá beint hér www.stjornuskodun.is/visindathatturinn


 Munið að hlusta á Útvarp Sögu á þriðjudögum milli klukkan 17:00 og 18:00, eða á vefnum hér.

 

---  --- ---

 

Myndin efst á síðunni sýnir hve hugumstórir menn voru á sautjándu öld.  Galíleó Galíleí beitti árið 1609 sjónauka sínum fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum, en upp á það halda menn nú á  Ári stjörnufræðinnar 2009. Sjónaukar Galíleós voru aðeins rúmur metri að lengd, en það fannst Pólska bruggaranum Jóhannesi Havelíus heldur klént. Hann smíðaði því fjögurra metra langan sjónauka árið 1647, en var samt ekki ánægður. Hann smíðaði því ennþá stærri stjörnukíki sem var 20 metrar að lengd. Ekki var Jóhannes gamli ánægður með hann og smíðaði því enn einn heljarstóran kíki. Sá var hvorki meira né minna en 46 metra eða 150 feta langur!  Um þetta ævintýri má lesa á vefsíðunni Hevelius' Refractors. Menn voru að stíga sín fyrstu skref á geimrannsóknum á þessum tíma og voru stórhuga. Auðvitað skiptir stærðin máli, en það er ekki lengdin heldur þvermálið.  Myndin efst er af þessum risakíki frá árinu 1673.

Hér fyrir neðan er mynd af stærsta sjónaukanum á Íslandi. Ekki alveg eins langur og sá sem er efst á síðunni, en stór samt. Þvermál spegils JMI NGT-18 sjónaukans er 46 cm og brennivíddin um 200 cm. Lesa má um sjónaukann hér.   Myndir teknar með íslenska JMI NGT-18 sjónaukanum 

 

Á myndinni eru Snævarr. Þórir Már, Ágúst og Sveinn.
(Smella nokkrum sinnum á mynd til að sjá stærra eintak. Myndina tók ljósmyndari Mbl. og var hún keypt af myndasafni blaðsins.)

 

--- --- ---

 

Í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar efna Stjarnvísindafélag Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands til fyrirlestraraðar fyrir almenning undir heitinu

„Undur veraldar: Undur alheimsins“

Boðið verður upp á sex fyrirlestra á vormisseri, auk opins fyrirlestrakvölds í lok júní í tengslum við alþjóðlegan sumarskóla í stjörnulíffræði sem haldinn verður hér á landi. Sá atburður verður auglýstur sérstaklega síðar. Allir hinir fyrirlestrarnir verða í stofu 132 í Öskju og hefjast kl. 14.00. Eftirfarandi fyrirlestrar hafa verið tímasettir:

21. febrúarPáll Jakobsson, Háskóla Íslands
 Gammablossar og sprengistjörnur: Leiftur úr fjarlægri fortíð
7. marsEinar H. Guðmundsson, Háskóla Íslands
 Uppruni frumefnanna
21. marsJohannes Andersen, Kaupmannahafnarháskóla
 The Future of European and Nordic Astronomy
4. aprílLárus Thorlacius, Nordita, Stokkhólmi og Háskóla Íslands
 Hugleiðingar um heimsfræði
8. april
David Des Marais, NASA Astrobiology Institute
 (Efni úr stjörnulíffræði)
18. aprílÁrdís Elíasdóttir, Princeton háskóla
 Hulduefni og þyngdarlinsur

 

 

 

 

 

 

Fyrirlestur um öflugustu sprengingar alheims laugardaginn 21. febrúar

Smella á krækju til að  fræðast meira um Gammablossa!

 

Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009

www.2009.is

Til hamingju Jón Magnússon!

jon_magnusson_thingma_ur.jpgÉg hef alltaf haft mikið álit á Jóni Magnússyni sem stjórnmálamanni, en Jón hef ég þekkt frá fyrstu árum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er nú einu sinni þannig með stjórnmálin að maður getur aldrei varið sammála öllum í einu og öllu, sérstaklega ef maður er sjálfum sér trúr. Einhvern veginn hafa þó skoðanir okkar átt samleið að miklu leyti í gegn um tíðina, þó ég hafi verið algjör amatör í þeim málum og aldrei verið flokksbundinn.

Ef ég má vera hreinskilinn þá held ég að það sem mest hefur háð Jóni er hve heilsteyptur og samviskusamur hann er. Hann hefur alltaf verið trúr sinni samvisku og hlýtt henni frekar en að láta berast með straumnum, sem er auðvitað þægilegra og því miður algengara. Ég held að þjóðfélaginu væri miklu betur stjórnað ef fleiri þingmenn hlýddu ávallt sinni samvisku. 

Jón er með reglulega pistla á Útvarpi Sögu í hádeginu á mánudögum sem vert er að fylgjast með. Síðastliðinn mánudag fjallaði Jón um  það hvers vegna hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum á dögunum og er ljóst að sambúðin á því heimili var orðin Jóni  erfið.  

Jón hafði alllöngu áður sagt sig Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafði starfað frá 15 ára aldri þar til Davíð Oddsson var kjörinn formaður flokksins, en þá þótti honum örvænt um að frjálslynd öfl myndu fá nokkru áorkað innan flokksins meðan hinn nýi formaður og valdahópur hans stjórnaði för, og því fór sem fór, eins og fram kom í síðasta pistli Jóns á Útvarpi Sögu.  Nú má segja að Jón sé kominn heim eftir langt ferðalag, reynslunni ríkari. Ég þykist vita að honum verði vel tekið. 

Til hamingju gamli skólabróðir!  


mbl.is Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af yfirmönnum hinnar heimsþekktu rannsóknarstofu í loftslagsmálum The Hadley Centre varar við hræðsluáróðri ...

 

bbc_agw_neg-feedback

 

Smá útúrdúr fyrst í tilefni fréttar Morgunblaðsins: Á vef BBC er örstutt viðtal við vísindamanninn Chris Field hér, (uppfært 15/2: Búið að fjarlægja viðtalið) en þar snýr fréttamaðurinn öllu á hvolf þegar hann segir: "The fear is that increased global warming could set off what’s called negative feedback…..”     Sjálsagt hefur hann ætlað að segja positive feedback, en það sem orðið negative er miklu negatífara orð en positive verður honum á að segja negative, eða þannig... Grin  

Allir, sem hafa smá nasasjón af þessum málum, vita að "negative feedback" eða mótvirkni vinnur á móti loftslagshlýnun af mannavöldum. 

Sjálfsagt er þetta bull fréttamanni  BBC að kenna en ekki Dr. Chris Field sem er prófessor í líffræði hjá Stanford háskóla, sem minnir okkur á að það eru ekki allir vísindamenn IPCC loftslagsfræðingar. Dr. Chris Field er titlaður í frétt Mbl. sem "sem einn helsti sérfræðingur heims í loftslagsmálum". Fréttamenn BBC mættu gæta sín aðeins betur, því þeir eru gjarnir á að vera með nokkuð yfirdrifnar fréttir af hnatthlýnun.

Sjá einnig vef BBC hér.

Annars er rétt í þessu samhengi að vísa á  frétt sem birtist fyrir fáeinum dögum þar sem hin virta breska veðurstofa The Met Office varar vísindamenn beinlínis við að koma ítrekað fram með hamfaraspár (Apocalyptic predictions) eins og einmitt koma fram í frétt BBC.

Þar kveður við allt annan tón og er athyglisvert að lesa grein Dr. Vicky Pope sem er yfirmaður hjá hinni heimsþekktu og virtu rannsóknarstofnun í loftslagsmálum, The Hadley Centre sem heyrir undir  The Met Office.

Sjá grein í The Guardian hér 11. febrúar 2009: 


'Apocalyptic climate predictions' mislead the public, say experts.
Met Office scientists fear distorted climate change claims could undermine efforts to tackle carbon emissions.

 

"Experts at Britain's top climate research centre have launched a blistering attack on scientific colleagues and journalists who exaggerate the effects of global warming.

The Met Office Hadley Centre, one of the most prestigious research facilities in the world, says recent "apocalyptic predictions" about Arctic ice melt and soaring temperatures are as bad as claims that global warming does not exist. Such statements, however well-intentioned, distort the science and could undermine efforts to tackle carbon emissions, it says.

In an article published on the Guardian website, Dr Vicky Pope, head of climate change advice at the Met Office, calls on scientists and journalists to stop misleading the public with "claim and counter-claim...."  [meira á vef The Guardian].

 

og grein Dr. Vicky Pope er hér:


Scientists must rein in misleading climate change claims.
Overplaying natural variations in the weather diverts attention from the real issues.

 

 

News headlines vie for attention and it is easy for scientists to grab this attention by linking climate change to the latest extreme weather event or apocalyptic prediction. But in doing so, the public perception of climate change can be distorted. The reality is that extreme events arise when natural variations in the weather and climate combine with long-term climate change. This message is more difficult to get heard. Scientists and journalists need to find ways to help to make this clear without the wider audience switching off.

Recent headlines have proclaimed that Arctic summer sea ice has decreased so much in the past few years that it has reached a tipping point and will disappear very quickly. The truth is that there is little evidence to support this. Indeed, the record-breaking losses in the past couple of years could easily be due to natural fluctuations in the weather, with summer sea ice increasing again over the next few years. This diverts attention from the real, longer-term issues. For example, recent results from the Met Office do show that there is a detectable human impact in the long-term decline in sea ice over the past 30 years, and all the evidence points to a complete loss of summer sea ice much later this century.

This is just one example where scientific evidence has been selectively chosen to support a cause. In the 1990s, global temperatures increased more quickly than in earlier decades, leading to claims that global warming had accelerated. In the past 10 years the temperature rise has slowed, leading to opposing claims. Again, neither claim is true, since natural variations always occur on this timescale. For example, 1998 was a record-breaking warm year as long-term man-made warming combined with a naturally occurring strong El Niño. In contrast, 2008 was slightly cooler than previous years partly because of a La Niña. Despite this, it was still the 10th warmest on record.

The most recent example of this sequence of claim and counter-claim focused on the Greenland ice sheet. The melting of ice around south-east Greenland accelerated in the early part of this decade, leading to reports that scientists had underestimated the speed of warming in this region. Recent measurements, reported in Science magazine last week, show that the speed-up has stopped across the region. This has been picked up on the climate sceptics' websites. Again, natural variability has been ignored in order to support a particular point of view, with climate change advocates leaping on the acceleration to further their cause and the climate change sceptics now using the slowing down to their own benefit. Neither group is right and all that is achieved is greater confusion among the public. What is true is that there will always be natural variability in the amount of ice around Greenland and that as our climate continues to warm, the long-term reduction in the ice sheet is inevitable.

For climate scientists, having to continually rein in extraordinary claims that the latest extreme is all due to climate change is, at best, hugely frustrating and, at worst, enormously distracting. Overplaying natural variations in the weather as climate change is just as much a distortion of the science as underplaying them to claim that climate change has stopped or is not happening. Both undermine the basic facts that the implications of climate change are profound and will be severe if greenhouse gas emissions are not cut drastically and swiftly over the coming decades.

When climate scientists like me explain to people what we do for a living we are increasingly asked whether we "believe in climate change". Quite simply it is not a matter of belief. Our concerns about climate change arise from the scientific evidence that humanity's activities are leading to changes in our climate. The scientific evidence is overwhelming.

Dr Vicky Pope is the head of climate change advice at the Met Office Hadley Centre"

 

 ... Svo mörg voru þau orð hins virta vísindamanns.

  --- --- ---

 

Þróun lofthita undanfarinna 30 ára samkvæmt öllum helstu mælingum, bæði með gervihnöttum og á jörðu niðri, þar til um síðustu mánaðamót má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Frétt Mbl. fjallar um þróun lofthita á síðustu árum og í framtíðinni. Þar segir m.a: "Sérfræðingur í loftslagsrannsóknum segir, að hlýnun andrúmsloftsins sé mun meiri og hraðari en til þessa hafi verið talið og ljóst, sé að hitastig á jörðinni verði mun hærra í framtíðinni en áður var spáð. Ástæðan sé að losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2000-2007 var mun meiri en áður var talið." Á myndinni má sjá hvað raunverulega hefur átt sér stað frá aldmótum.

Græni ferillinn er frá The Hadley Centre sem fjallað var um hér fyrir ofan, en bláu og svörtu ferlarnir eru gervihnattamælingar.

Myndin er frá vefsíðunni Climate4you sem  prófessor Ole Humlum heldur úti.

(Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri).

 

 

 

 

 Veðurfræðingurinn Antony Watts hefur ýmislegt um frétt BBC að segja á bloggsíðu sinni. Sjá hér.


mbl.is Hlýnun jarðar vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venus hálf á himni skín...

 venus-transit-ahb-crop_787375.jpg

 

Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 8. júní 2004.
Sólin var að sjálfsögðu allt of björt til þess að hægt væri að taka mynd beint upp í hana, en sem betur fer kom ský aðvífandi á réttu augnabliki, sem nægði til að dempa ljósið hæfilega mikið. Þetta er kallað þverganga Venusar eða Venus Transit

Myndin er tekin með Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45-480mm á þessari myndavél). Ljósnæmi 100 ISO. Hraði 1/4000 sek. Ljósop f36. Ekki mátti tæpara standa, því þetta er minnsta ljósnæmi, mesti hraði og minnsta ljósop myndavélarinnar. Lýsingin var samt hárrétt!  Myndin var tekn í Garðabænum.

 

Hvernig getur Venus verið hálf?

Myndin hér að ofan sýnir okkur að Venus er á braut milli jaðar og sólar. Frá okkur séð er hún því ýmist hægra megin við sólina, fyrir framan hana, vinstra megin eða jafnvel bakvið. 

Um þessar mundir er Venus vinstra megin við sólina. þ.e. eltir hana á stjörnuhimninum. Þess vegna er Venus kvöldstjarna og sést vel á kvöldhimninum. Þegar Venus er hægra megin við sólina er hún morgunstjarna og skín þá fallega skömmu fyrir sólarupprás. Svo Venus stundum það nærri sól að hún sést ekki.

 

fasar-venusar.jpg

 

 

Á myndinni hér fyrir ofan sést vel hvernig sólin skín á Venus þannig að í sjónauka líkist hann frá okkur séð tunglinu. Stundum er Venus eins og hálfmáni. Þetta sést vel með litlum stjörnusjónauka, en er alveg á mörkum þess að sjást með góðum handsjónauka. Bloggarinn prófaði Canon 15 x 50 handsjónauka með hristivörn og mátti þá greinilega sjá að reikistjarnan Venus var hálf, þ.e. eins og hálft tungl sem hallaði í átt til sólar. Ef handsjónaukinn er ekki með innbyggðri hristivörn er nauðsynlegt að fá stuðning af einhverjum föstum hlut til að minnka titring.

Ef vel tekst til, þá ætti hreyfimyndin hér fyrir neðan að sýna þetta vel. Myndin er samansafn kyrrmynda af Venusi sem teknar eru með reglulegu millibili meðan hún fer heila umferð um sólina.

 

 

http://www.sai.msu.su/apod/image/0601/venusphases_wah_big.gif

 

 

 

 

 Venus er þakin þykkum skýjahjúp þannig að yfirborðið sést ekki með venjulegum myndavélum.

Hér sést greinilega hvernig sólin lýsir upp aðra hlið Venusar svipað og um þessar mundir.

 

 

venus0.jpg

 

Með ratsjártækni er hægt að horfa niður í gegn um skýjahjúpinn.

 

 

venus_a_gamlarsdag.jpg

 

Myndin er tekin á Gamlársdag

 

Gríðarmikill fróðleikur á íslensku er um Venus á Stjörnufæðivefnum
www.stjornuskodun.is/venus

 Könnunarferð um sólkerfið

Munið eftir ári stjörnufræðinnar. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan. Önnur vísar á íslenska síðu, hin á alþjóðlega.

 

 

 


Snjór, hreindýr og börn í London. Nokkrar myndir...


Eru hreindýr í London?  Ganga þau laus?

Vissulega. Í Richmond Park ganga um 600 dýr laus borgarbúum til ánægju í einstaklega fallegum 1000 hektara garði.

Ég fékk sendar nokkrar myndir frá London sem teknar voru síðastliðinn mánudag.

Þetta var mesti snjór sem fallið hafði í 20 ár og kunnu börnin vel að meta hann  Smile

Myndirnar tók Ragnar Þ. Ágústsson.

 

 


Bretar kalla dýrin í Richmond Park deer.  Ef til vill er réttara að kalla þau dádýr en hreindýr. Bloggarinn verður að viðurkenna vanþekkingu sína á þessum fallegu dýrum.
 
Uppfært: Sveinn Ingi benti á í athugasemdum að þetta eru krónhirtir.

 

 

 

 
 
 

 

n526183199_2018754_2721-1.jpg
 
 
 
n526183199_2018752_2135-1.jpg
 
 
 
n526183199_2018753_2421-1.jpg

 




n526183199_2018750_1532-1.jpg

 Þessi mynd er tekin á sunnudagskvöld þegar snjórinn tók að falla af himnum ofan. Hekla Dögg er komin út í garðinn sinn.

 

 

Loftmynd af Richmond Park í vestur-London.

(Smella þrisvar á mynd til að sjá stærri)


Hversu lítið eða mikið er af CO2 í andrúmsloftinu? Umfjöllun um þetta og fleira á mannamáli, ef það er á annað borð hægt...

 

 

 

Hvað merkir það á mannamáli að styrkur CO2 í andrúmsloftinu sé 385 ppm?

Skilur einhver þá stærð? Er það mikið eða lítið? Líklega gera fáir sér grein fyrir hvað þetta þýðir á mannamáli. Tilgangur pistilsins er að reyna að skýra málið aðeins, svo og fáein önnur atriði.

(Gróðurhúsakenningin er algjört aukaatriði í þessum pistli, enda yfirgripsmikið mál.  Hér erum við að skoða almennt nokkra eiginleika þessarar frægu lofttegundar CO2 sem einnig gengur undir nafninu koltvísýringur eða jafnvel kolsýra. Sumt eru atriði sem ekki eru í daglegri umræðu).  

Vissulega virðist 385 ppm vera stór tala, en getur verið að hún sé örsmá?

385 ppm þýðir 385 milljónustu hlutar en það er aðeins 0,0385 %, eða því sem næst 0,039 %. Það eru heil 10.000 ppm í 1%.  Skammstöfunin ppm stendur fyrir "parts per million".

Með öðrum orðum: Aðeins 39 sameindir af hverjum 100.000 sameindum andrúmloftsins er CO2. 

Miðað við núverandi hraða á losun manna á CO2 tekur það um þrjú ár að bæta við einni sameind af 100.000, þannig að eftir þrjú ár verða væntanlega um 40 sameindir af hverjum 100.000 koltvísýringur.

Magn CO2 hefur aukist frá 0,0280 % í 0,0385 % frá því menn fóru að brenna kolum og olíu eftir að iðnbyltingin hófst fyrir um 250 árum.

Þar sem það er auðveldara að segja og skrifa 385 ppm en 0,0385 % er venjan að nota fyrri framsetninguna.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur aukist síðan reglulegar mælingar hófust. (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri). Takið eftir að lóðrétti skalinn er frá 0 til 600 ppm eða 0,06%.

 

 

Mauna Loa CO2


Myndin hér fyrir neðan er alveg eins rétt og myndin hér fyrir ofan. Samt virðist aukning CO2 vera miklu meiri. Hvers vegna? Jú, það er vegna þess að lóðrétti ásinn platar okkur. Myndin er þanin út eins og hægt er. Efri myndin gefur því réttari mynd þrátt fyrir allt, er það ekki?

co2-data-noaa.gif

 Hér virkar aukningin miklu meiri en á efri myndinni.

 

--- --- ---

 

Hve mikilli hækkun hitastigs veldur þessi örlitla viðbót CO2 í andrúmsloftinu?

Um það eru menn ekki sammála. Fræðilega veldur tvöföldun á CO2, t.d. úr 280 ppm í 560 ppm aðeins um 1°C hækkun hitastigs, ef ekkert annað kæmi til. Hvað er þetta "annað"?  Menn greinir á um hvort náttúran sé meðvirk, mótvirk eða hlutlaus. Þetta kallast "feedback" eða afturverkun.

Flestir virðast telja að náttúran sé meðvirk og magni  þessa hækkun hitastigs, þannig að tvöföldun CO2 gæti valdið t.d. 3°C hækkun hitastigs í stað 1°C. Sumir vísindamenn telja aftur á móti að náttúran sé mótvirk, þannig að hækkun hitastigs yrði minni en 1°C fyrir tvöföldun CO2.

Hér stendur hnífurinn í kúnni. Menn vita því miður ekkert um þetta í dag. Engar tilraunir eru til sem sýna fram á hvað er rétt. Þess vegna deila menn endalaust.

Dæmi um meðvirkni eða "positive feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu en loftraki er öflug gróðurhúsalofttegund -> Enn meiri lofthiti ->Enn meiri uppgufun -> O.s.frv...

Dæmi um mótvirkni eða "negative feedback": Lofthiti hækkar aðeins -> Meiri uppgufun úr höfunum -> Meiri raki í loftinu sem veldur aukinni skýjamyndun -> Skýin valda minni inngeislun sólar -> Lofthitinn lækkar aðeins -> Lofthitinn finnur nýtt jafnvægi...

Málið er ótrúlega flókið eins og sjá má á myndinni sem er hér, og engin furða að það valdi endalausum deilum. Sum áhrif af þessum fjölmörgu sem sjást á myndinni vinna með, önnur á móti, en hver eru heildaráhrifin?

Meðvirkni?  Halo  Mótvirkni?

 

y18_confused.jpg

 

--- --- --- 

 

Ef tvöföldun CO2 veldur 1°C hækkun hvernig má það vera að fjórföldun veldur aðeins 2°C hækkun og áttföldun 3°C hækkun?

Þetta segir IPCC (Nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar) á vefsíðu sinni hér: Equilibrium GCM 2 x CO2 experiments commonly assume a radiative forcing equivalent to a doubling of CO2 concentration (for example from 300 ppmv to 600 ppmv). In fact the absolute concentrations are not especially important, as the temperature response to increasing CO2 concentration is logarithmic - a doubling from 500 to 1000 ppmv would have approximately the same climatic effect.

Ástæðan er sú að sambandið milli hitafars lofthjúpsins og styrks CO2 er logarithmiskt.  Á myndinni hér fyrir neðan sést þetta greinilega.  Takið eftir að fyrstu 20 ppm af CO2 hafa jafnmikil áhrif á hitastigið og öll hækkun CO2 frá 20 ppm upp í 300 ppm!

Það skiptir ekki máli hver hækkun hitastigsins fyrir tvöföldun CO2  er. Logaritmiska sambandið gildir alltaf eins og ferlarnir þrír sýna. Hækkunin er alltaf sú sama fyrir hverja tvöföldun í styrk CO2.

300 ppm -> 600 ppm, hækkun um 1°C      (Plús [eða mínus] áhrif vegna "feedback")
600 ppm -> 1200 ppm, hækkun um 1°C    (--"--)
1200 ppm -> 2400 ppm, hækkun um 1°C  (--"--)

 

 

Logarithmic CO2

(Á myndinni hér fyrir ofan eru þrír ferlar. Meðaltal hækkunar hitastigs við tvöföldun CO2 er um 1°C án "feedbacks". Það sem er áhugavert er hve ólínulegur ferillinn er og að áhrifin af hækkandi magni CO2 fara hlutfallslega síminnkandi. Ferlarnir byrja að breikka þar sem magnið er orðið 280 ppm (upphaf iðnbyltingar) og á breiði hluti ferlanna að sýna viðbótarhlýnun af mannavöldum, án nokkurrar afturverkunar (feedback).  Í dag er magnið 380 ppm, en yrði 560 ppm við tvöföldun). (Smella tvisvar á mynd til að sjá stærri og læsilegri).

 

 --- --- ---

 

Hvað valda náttúruleg gróðurhúsaáhrif mikilli hækkun hitastigs og hve mikil gæti hækkun hitastigs viðbótar gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum verið?

Sem betur fer eru náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin veruleg, því án þeirra væri ekkert líf á jörðinni. Hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif ná að hækka meðalhita jarðar um því sem næst 33°C, eða úr mínus 18° í plús 15 gráður.  Þar á vatnsgufan eða rakinn í andrúmsloftinu líklega mestan þátt, því vatnsgufan veldur 70-90% gróðurhúsaáhrifanna.

Það eru viðbótar gróðurhúsaáhrifin sem margir hafa áhyggjur af og stafa af losun manna á CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum. Þessi viðbóta gróðurhúsaáhrif valda að hámarki 0,7°C hækkun hitastigs, en í reynd allnokkuð minni hækkun þegar náttúrulegar sveiflur hafa verið dregnar frá. Gróðurhúsaáhrif af mannavöldum valda því um 1 til 2% hækkun hitastigs umfram það sem hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif valda.  

Án hinna góðu gróðurhúsaáhrifa væri fimbulkuldi á jörðinni og lítið lífsmark Pinch.

 

 --- --- ---

 

Hvaða áhrif hefur aukið magn CO2 á gróður jarðar?

Áhrifin eru þau að gróðurinn vex hraðar og uppskera bænda verður meiri. Þetta eru hin jávæðu áhrif aukins magns CO2 í andrúmsloftinu. Myndin hér fyrir neðan er tekin fyrir utan gróðurhús á Íslandi, en bændur hleypa CO2 inn í gróðurhúsin til að ná meiri uppskeru. Plönturnar nota sólarljósið (eða raflýsinguna í gróðurhúsum) til að losa súrefnið (O) frá kolefninu (C). Þær hafa engar áhuga á súrefninu, en nýta kolefnið til að framleiða mjölvi og sykur Aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hefur því góð áhrif á gróðurfar jarðar og ættu þess að sjást merki.

 

greenhouse-2.jpg

 

 --- --- ---

 

Er CO2 notað í matvælaiðnaði?

Vissulega. Brauð hefast eða lyftist vegna gerjunar á sykri og mjölvi, en við það myndast CO2 sem þenur deigið út. CO2 er að sjálfsögðu ómissandi í brauð, gosdrykki, bjór og kampavín  Smile. 

 

champagnecruiselarge.jpg

 

Í þessum pistli var almennt fjallað um eiginleika koltvísýrings. Ekki var hjá því komist að minnast aðeins almennum orðum á gróðurhúsaáhrifin, bæði þau náttúrulegu og af mannavöldum.  Það væri þó efni í annan pistil að fjalla meira um þau áhugaverðu og flóknu mál.

 

Ítarefni:

Wikipedia: Carbon Dioxide

Hvert væri hitastig jarðar án gróðurhúsaáhrifa? Sjá útreikninga hér á Wikipedia.

 

 

 

 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 765231

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband