Hvaða loftslagshlýnun? Þannig spyr prófessor Ole Humlum...

 

hvada_loftslagshlynun.jpg

 

 Frétt Morgunblaðsins í dag, bls. 17.

Allt bendir til þess að árið sem er að líða verði það kaldasta á öldinni og ekkert hefur hlýnað síðastliðin 10 ár.  Samt halda margir að hlýnun lofthjúps jarðar sé í fullum gangi. Er ástæða til að staldra aðeins við og íhuga málin? Það er einmitt það sem prófessor Ole Humlum er að gera.

Vissulega hlýnaði á síðustu áratugum síðustu aldar og enn sem komið er hefur lofthitinn haldist þokkalega hár. Hann hefur þú ekki haldið áfram að hækka í nokkurn tíma. Því verður ekki á móti mælt.

 

 

smoothedmonthlyco2vstemps_751318.jpg

 

Myndin sýnir þróun lofthita síðastliðin 10 ár, mælt á tvennan hátt.

Blái ferillinn er mæling frá gervihnöttum og rauði ferillinn hefðbundnar mælingar á jörðu niðri.

Græni ferillinn sýnir aukningu koltvísýrings.

Ferillinn er frá miðju þessu ári og er því ekki með nýjustu gögnum, en þau má sjá á vefsíðu prófessors Ole Humlum sem fjallað er um í fréttinni hér að ofan, www.climate4you.com

 

 

Umfjöllun Ole Humlum om loftslagsbreytingar

Greinar eftir Ole Humlum

Árið 2008 er kaldasta árið það sem af er öldinni. Blogg eftir Emil Hannes.

 

 


Frábær grein um Ísland í Sunday Times

 The Sunday TimesTimes Online

 
Adrian Antony Gill skrifar frábæra grein með miklum húmor í The Sunday Times í dag. Eiginlega er ekki hægt annað en birta hana hér, jafnvel þó það sé í óleyfi. 
 
Auðvitað kemur óvinur Ísland númer 1, Gamli Jarpur (Gordon Brown), við sögu og eru honum ekki vandaðar kveðjurnar.
 
Greinna má lesa hér
 
From
December 14, 2008

Iceland: frozen assets

Six months ago, Iceland was one of the world’s richest nations. Now it’s bankrupt. AA Gill visits the first victim of the economic ice age

sunday_magazine_447497a.jpgIn the summer of 1783, there was a volcanic eruption in the southeast of Iceland that vomited lava into the Skafta river, which boiled and ran with fire like a mythological Nordic curse. The volcanic gases were toxic and poisoned animals in their byres. Seething clouds of opaque ash plumed into the sky, blotting the sun. Everything that photosynthesised withered and died. There was a famine that killed a fifth of the population — a fifth of the people who had survived the smallpox epidemic that had previously seen off a quarter of all Icelanders.

So the penury of the Icelandic banking system, the collapse of its currency, the parlous implosion of its economy that relegated it from being, per capita, the second or third richest nation in the world to being the shivering Big Issue-seller of Europe, bobbing in the queue somewhere behind Albania and Moldova, is not actually the worst thing that ever happened to this island. That would have to be the two occasions when the plague wiped out more than half of everybody. Iceland didn’t have any rats, but they got Europe’s worst case of bubonic deaths without them. That’s unheard of. That’s virtually impossible — but that’s how Iceland’s luck is. It’s said you make your own luck; it’s never said that your luck also makes you.

Iceland and Icelanders have been forged on the anvil of hard knocks. The unfair thing about this latest paper calamity is that it happened just when they thought things were going so well. There were restaurants that sold food for people who weren’t hungry, there were international bars for international folk, there were boutique hotels with ambient music, and candles for smell, not illumination. Iceland was chic and cool, not just in a cold way. “This summer,” a pretty girl with a red nose and a pink scarf told me, “everybody was here on a small patch of green in front of the parliament” (which itself is smaller than Elton John’s guesthouse). “We came to cheer and drink, because Iceland had won a silver medal at the Olympics for handball,” she said. “It was huge. We’d never won a medal before.” Who came first? “Who cares? We came second. Everything was going so well.”

Reykjavik is littered with the detritus and shells of things that were once going so well and now aren’t going at all. Like the big four-wheel-drives, bought on a promise and the never-never. The biggest is a Babel-ish building site, palisaded by protective cranes, which was hoping to be a music hall, the Sydney Opera House of the far, far north. There is still a visitors’ centre, with a girl on the phone looking for a new job. There’s a toy model of what it is now unlikely to look like. You can peer through a telescope at nobody working. I watched one ancient traffic warden give a ticket to a solitary pick-up, abandoned on a patch of rutted wasteland that was going to be a smart amenity area. This was all financed by Landsbanki, one of the raiding banks that spent like mullered fishermen and borrowed like agoraphobic Vikings, who leveraged the economy into the stratosphere without a Keynesian parachute, along with every other bank in the monetarist world.

The difference here was that in every other city centre, they can run home to Daddy Government and have their gambling debts paid off. The Icelandic government is a dozen shepherds and a couple of grocers in Specsavers and M&S suits. One of the reasons they say the financial risk was so precipitous was that the entrepreneurial pool is so small. The bankers and the regulators, the ministers and the judges are all the same people — they’ve known each other all their lives, their wives and their children are friends, and nobody wanted to be the one who said no. And why should they?

It was all going so well.

Down by the container port, where the derricks droop idly, is a car pound the size of half a dozen football fields, circled by defunct iron boxes. It’s full of hundreds, perhaps thousands of cars. Behind them, across the grey fjord, black pumice crags are scarred with snow. The cars are going nowhere, dumped here at the end of the world: a great, windswept, conceptual monument to the hubris of Mammon, laughed at by black-backed gulls. These testaments to excess are now the most tasteless things to be seen in. They call the puttering Range Rovers “Game-Overs”.

Further down the shore is a speculation of modern flats, expensive, insubstantial urban penthouses that may well remain empty for ever. A young man passing by, dressed in the winter uniform of Icelandic youth — skinny jeans, T-shirt with ironic postmodern slogan, Converses and a bit of a useless scarf, hunched shoulders and a general air of thermometer-denial and hungover insouciance — stops and laughs. “Who did we ever think was going to live here? Now we look back and it seems mad. Anyone could have told them. I could have told them.”

Outside Reykjavik, there are suburban developments for new commuter suburbs. They put in roads and street lights but the houses have yet to be built, or stand blankly unfinished. Outside, a little girl plays in the gloaming with her sheepdog. It’s a strangely surreal image: the silent cul-de-sac, like a model of the middle-American ’burbs, with just this child, a character snatched from an Edward Hopper painting.

Further along a road called End of the World we find a self-employed electrician. His company is called “Why Not Me”. When he has finished here, he is going abroad to find work — “Poland, probably” — and he smiles a crooked Icelandic smile. It’s a joke. There used to be lots of Poles here doing the dirty bits of the economic soft times. Now they have all gone home because the Icelandic krona has become shrapnel in the explosion of free markets.

Kaupthing, Landsbanki and Glitnir sound like elf characters from The Lord of the Rings, and there is an element of fairy-tale comeuppance to these three backwater banks. Only when you’re shown their headquarters do you realise how bizarre and unworldly their success was. They look like small city shops, branches of Bradford & Bingley. One of them was run from the floor above a fast-food restaurant. As with every great disaster the world over, the moment after it happened, the scales fell from every eye and all could see that it was inevitable. Where were the white-collar jobs for the commute back from the brave new garden suburbs to come from? Where was the black-tie audience for the opera? How could Iceland have the sharpest cashiers in the world? How could this nation sustain just two main industries: cod-fishing and international high finance? And, most importantly, most damningly, how did they ever think they could buck the Icelandic luck? Now everyone looks back at the road they’ve just travelled and wonders why none of them mentioned it was made of marzipan and Rolexes.

The act that tipped the last Icelandic bank off the edge of the cliff was delivered by Gordon Brown, who froze Icelandic assets in the UK using our new, gleaming anti-terrorist legislation. The Icelanders mind that — they’re hurt by that. You see, they always imagined they were one of us, not one of them. But Gordon needed to do something cheap to look competent, so he beat up a smaller kid. Not just a bit of a slap, but a vicious kicking. Showing off to impress the girls. He would never have started it if the banks had been German or French, or even from Liechtenstein.

The Icelanders mind about the terrorist thing. They don’t even have an army. They barely have a jail: it’s more of a drop-in centre. The police drive you home if you’re too drunk. This is the most liberal, reasonable, hard-working, decent, moral, amusing and well-educated people on the Continent; a nation who are temperamentally the furthest away from terrorism. Remember that about Brown — the man who said he wanted to prevent the export of terrorism. Remember it when he puts on his Save the World, Mr International Harmony hat. He put an ally into intensive care for the sake of a headline and three points in a weekend poll. Perhaps he didn’t notice. Perhaps he was looking through his glass eye.

Let’s just be clear about what Iceland really is. Most people think it’s the size of the Isle of Wight with the population of, say, Holland. It’s bigger than Hungary, bigger than South Korea, which has a population of 50m. There are just over 300,000 people in Iceland. So that’s a country the size of Portugal with the population of Bradford. Those are Mr Brown’s terrorists.

Iceland imagined that Europe and America would help it out. After all, it has always helped us out. Keflavik was a vital Nato base between the east coast of America and the west coast of Europe in the cold war. We were all in this together. Except, as they were to learn, we were only in it together if we were fat enough to buy ourselves the solution. The Russians bailed Iceland out: Reykjavik could be a very useful place to launder money and cock a snook. And the Faroe Islands, bless them, population 48,000, lent £34m. Everyone in Iceland signed a thank-you card. And finally the IMF came up with a rescue package.

Oh, but Gordon Brown — or you and me, as he is known abroad — leant on that so that fat, stupid English councils could get their greedy noses in the trough before Icelandic children got a banana. That’s not hyperbole — because they have so little foreign currency, imports are graded into three categories: essential, necessary and luxury. Exotic fruit is a luxury, but then in Iceland a tree is an oddity. If you want fruit, eat fish liver or a puffin.

Sitting in the happy, healthy organic cafes of downtown Reykjavik where the hippie kids blog (there are more bloggers here than anywhere else) and girls with blond babies laugh at each other, you wouldn’t know this was an economically dead country walking. In the 101, a New York-brittle boutique hotel built and patronised by the bankers and speculators, you couldn’t tell that nobody here has a pension or savings. The groups of svelte and confident girls flick their hair, neck cocktails and make blatant passes at the men with face hair like mangy seals who are downing beer and shots. Icelanders react to bad news the way they always have. It’s the same way they react to good news: they get hammered. Properly Valhallaed. The bars and clubs are full, the booze is expensive, and they toast each other with a grim irony. There are still redundancy payments around — they’re cash-happy. The crunch will come in the New Year when the brass handshakes run out.

People may be hurt by Brown and the British, and embarrassed by the gluttony and ineptitude of their own businessmen, and they are angry with their government. They want an election and someone to be Icelandic enough to grasp the blame and responsibility. But about themselves and the future they are remarkably, Nordically sanguine. A very direct woman in a bar said: “All that money, all the things and the stuff, it’s very un-Icelandic. The wanting, the conspicuous consumption, the avarice and ambition, the pathetic jealousy, that isn’t us. A great weight has been lifted now the money and the desires are gone. We can get back to being who we are.”

Who the Icelandics are is one of the great enigmas of northern Europe. They speak an ancient, pure Scandinavian. They are horrifically hard-drinking, maudlin and prone to flights of dark nihilism and lengthy bitterness. They are taciturn fishermen and farmers; stoical, practical and moral. They have published more books and produced more chess grandmasters per head than anywhere else. They read more and write more, they sing and play instruments. Everyone here can change a tyre, strip an engine, ride a horse, sail a boat, dress a sheep and cure a salmon. They have grown through a hard Calvinism to a moral atheism while maintaining an open mind about elves.

Roads are moved to avoid the homes of the hidden people: elves have to be asked permission before new buildings are built, and country folk see them regularly, not always when drunk. The fairy folk who share this empty island with the humans are Adam’s other children: the unwanted, cloaked by God in invisibility.

There is also a deep handmade seam of nostalgia that links all Icelanders. Families are going back to the old ways — to buying the autumn-culled sheep. Traditionally you get an odd number, and the whole family comes to make slatur, a sort of fatty haggis sausage that is boiled and tastes like warm, meaty fat. The warming cabinets of convenience stores offer vacuum-packed, ready-cooked, laterally sliced halves of sheep’s heads, which I’m told are selling like boil-in-the-bag halves of sheep’s heads. The women are going back to knitting rough, tarry wool into the mentally geometric jerseys that feel like wearing St Francis’s wife-beater. A big second-hand shop has become a smart and fashionable place to shop, though not for anything that is fashionable or smart. The contents are commendably and pathetically meagre and practical. The boxes of second-hand records hum the contradictions of Iceland’s long winter. There are lots of romantic choral works, home-grown folk songs from men in third-degree knitting, and heavy metal and prog rock. On the second-hand-magazine rack are piles of practical outdoor-activity manuals and a copy of Hello! commemorating the death of Princess Diana.

The designer interior-decorating emporiums that sprung up in the last five years now stand empty and sulky, like party-dressed girls with panda eyes waiting at morning-after bus stops. There’s a large new mall on the outskirts of Reykjavik, neon-bright and desolate. The girl who takes me there says, “A mall — nothing could be less Icelandic than a mall. All this will go,” and waves a mittened fist at the prefab warehouses, the new homes and the loneliness of the long-distance car park with its flapping flagpoles, “and we can stop pretending to be little Americans, or Danes, or British.”

There is something invigorating about Iceland at this moment — like being with people waking from a dream. It’s exciting and instructive. It’s a patronising cliché to say that people have wealth beyond mere riches. Nobody is better off for being poor. But this tight-knit, undemonstrative community at the edge of the world has been woven together from sterner stuff than I think we could muster. “We’ll be all right — we’re not going to starve,” a shopkeeper told me. “We have fish and rye and mutton and barley. We can grow the odd tomato in a polytunnel. We have skills — useful skills, practical skills. And, you know, they’re under-heating the pavement outside my shop so it won’t freeze in the winter. All our energy is thermal and free. So maybe I can’t have a new mobile phone, but when I get drunk and fall over, the pavement will keep me warm.”

From the 12th century a miraculous thing happened here: one of those eruptions of creation that defy the laws of culture and make civilisations briefly pyrotechnic. A series of books were written to illuminate the dark: sagas, secular stories of life, of mystery and mythology, of lords and farmers, politics and revenge, love affairs and voyages. Stories that were the first to be written as narratives with parabolas of plot and evolving characters. Nobody anywhere else had ever done that before. It is the birth of literature. They are as inexplicably, breathlessly awe-inspiring as the conception of the Renaissance a hundred years later. It was the Icelandic sagas that inspired Tolkien to write The Lord of the Rings, because he wanted Britain to retrospectively have a creation myth. Nobody knows what inspired Iceland or what precipitated this volcano of clear, collected genius. It was just Iceland: out there, sparse and treeless.

In the howling gale where the water boils and the volcanoes rumble, and the earthquakes make the ground liquid, and black shores crash and smoke, it is a landscape that fills you with either dread or stories. And it’s shared with the hidden people and the heroic solitude, a brooding presence to measure your height against.

Iceland has grasped this weakness, this greed, this business with money, and turned its back to take an unsentimental look at itself.

They will be all right. This is the nation that made the first democratic parliament — the Althing — that fought the Royal Navy to make the first sustainable fishery in the northern hemisphere, produced three Miss Worlds and one Nobel literature laureate — then came second at handball. You are measured by how squarely you stand against bad luck. Not how you squander good luck.

 

---

Komment um greinina:

Your best ever Adrian. It's a pity it is about such tragedy. But as they say..."We'll be Ok" I'm sure they will.

Geoff, birmingham, uk

 

Another superb article from one of my favourite writers.

miko, Singapore,

 

A superb article, written on two levels. It starts off rough, almost on purpose, and ends as one of the best written articles I've read in recent years. I've never been to Iceland, but surely I want to go now, if only to meet some of the folks who have survived more than most nations ever could.

Stephen Churchill, Brockton, USA

 

I have never read a more elegantly written article in my life.

Michael Fernandes, Chapel Hill, USA

 

A gifted scribe indeed, writing about a place in need of gifts. Yet which also evidences the consequences of seeking easy wealth.
Prov 11:28) "He that trusteth in his riches shall fall: but the righteous shall flourish as a branch."

daniel hamilton, Chelsea, United States

 

Exceptionally good. And true to life of all the Icelanders I have met in several countries.

Austin Scott, Chicago,

 

I've been to Iceland many times over the years, organizing tourist trips centering on the Medieval sagas. But best of all I have made friends there, and the integrity and the courage of Icelanders will take them through this. A. A. Gill did a fantastic job on capturing the spirit of Iceland.

Bob Wilhelm, Hagerstown, USA

 

This is definitely one of the best articles I have ever read on this website.

Kunal Chakraborty, Cambridge, UK

 

This article is staggeringly well written. Iceland is a fascinating place, made all the more intriguing by A.A. Gill's evocative writing. The Icelandic attitude is apt: while nobody enjoys being poor, adversity can be a reinvigorating test of character - e.g. late 70s Britain, early 90s Australia.

Luke Critchley, Toowoomba, Australia

 Sjá hér:

 http://business.timesonline.co.uk/tol/business/economics/article5329762.ece


mbl.is Brown sparkaði í Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það svart: Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum... Breytingar í Golfstraumnum?

Er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessari frétt 12. des?


"World Climate Growing Warmer, Say Russians, Citing Arctic Data"

Two Professors Independently Find Change in Temperature - They See a Gulf Stream Relation, but Look for Deeper Causes"

 

 Loftslag heimsins hlýnar, segja Rússar og vitna til gagna frá heimsskautasvæðunum. Þeir tengja það breytingum í Golfstraumnum, og jafnvel breytingum í útgeislun sólar.

 

Svona hjóðar fyrirsögn áhugaverðar greinar 12. desember í New York Times.

 

Það er vissulega ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu því eitthvað   u n d a r l e g t   er á seyði !

 

Hvað er svona undarlegt við þetta? Er þetta ekki dauðans alvara?

 

Greinin er ekki úr New York Times 12. desember 2008, heldur 70 árum áður, eða  12. desember 1938.

Svo segja menn að sagan endurtaki sig ekki Wink.    

Það merkilega er að nákvæmlega þessi sama frétt hefði getað verið í blaðiu í gær!

 

Hvernig verða fréttirnar eftir 70 ár?

 


 

 

 

nyt-12-12-1938-2.jpg


 Sem sagt, þetta var árið 1938. Ekki árið 2008.

 

 

Smile
 

Tunglið tunglið taktu mig ... Nú er lag þvi tunglið er næst jörðu föstudaginn 12 des!

 

 

 

Á morgun er nokkuð merkilegur dagur, því föstudaginn 12. desember verður tunglið okkar óvenju stórt og óvenju nálægt jörðu. Líklega hefur fullt tungl ekki verið nær jörðu síðan 8. mars 1993 og verður ekki aftur fyrr en 14. nóvember 2016.  Föstudagurinn 12 des. er því dálítið merkilegur ...

Á myndinni má sjá muninn á stærð tunglsins þegar það er næst jörðu og fjærst. Munurinn er töluverður, en hefur einhver tekið eftir þessum stærðarmun? Hefur einhver tekið eftir því hve tunglið er óvenju stórt þessa dagana?

 

Hvers vegna er tunglið svona mis langt frá jörðu? 

moon_orbit_20030722142611.gifÞað er vegna þess að braut tunglsins umhverfis jörðu er ekki hringferill heldur sporöskjulaga ferill eða ellipsa. Reyndar alls ekki eins ýkt og á myndinni hér til hliðar. Munurinn á jarðfirð og jarðnánd er um 10%.

Þegar tunglið er lengst frá jörðu er það í svokallaðri jarðfirð eða apogee, en jarðnánd eða perigee þegar það er næst jörðu, eins og sést á myndinni.

moongames_lavedern080717_9416_747812.jpg

 

Hafið þið tekið eftir því að þegar tunglið er mjög lágt á himni virðist það vera miklu stærra en þegar það er hátt á himinhvolfinu.  Hvað veldur? Er það ljósbrot eða er tunglið kannski nær jörðu? Svarið kemur á óvart, því ástæðan er bara undarleg skynvilla. Við getum prófað að mæla tunglið með tommustokk, bæði þegar það er við sjóndeildarhringinn og hátt á himninum og þá kemur hið sanna í ljós. Við látum platast. Góð útskýring á þessari skynvillu er hér á Vísindavefnum.

 

 


Kveðskapur um tunglið ...

 

Jón Ólafsson ritsjóri, skáld,  og alþingismaður orti þetta um son sinn Ólaf sem síðar varð tannlæknir í Bandaríkjunum:

Tunglið má ekki taka hann Óla
til sín upp í himnarann,
þá fer hún mamma að gráta og góla
og gerir hann pabba sturlaðan.
 

 

Jón langafi bloggarans orti meira um tunglið. Flestir hafa sungið um mánann á Gamlársdag og á Þrettándanum:

Máninn hátt á himni skín,

hrímfölur og grár.

Líf og tími líður

og liðið er nú ár.

 

Bregðum blysum á loft,

bleika lýsum grund.

Glottir tungl og hrín við hrönn

og hratt flýr stund.

 

Kyndla vora hefjum hátt,

horfið kveðjum ár.

Dátt við dansinn stígum

dunar ísinn grár.

 

Bregðum blysum á loft,

bleika lýsum grund.

Glottir tungl og hrín við hrönn

og hratt flýr stund.

 

Nú er veður næsta frítt,

nóttin er svo blíð.

Blaktir blys í vindi

blaktir líf í tíð.

 

Bregðum blysum á loft,

bleika lýsum grund.

Glottir tungl og hrín við hrönn

og hratt flýr stund.


 

 

Þess má geta að Jón var upphafsmaður   Íslendingadagsins í Manitoba sem haldinn hefur verið árlega síðan 1874 er Jón var 24 ára ritstjóri Lögbergs.

 

 

Theodora Thoroddsen orti þessa skemmtilegu og   l ö n g u   þulu, en fyrirsögn bloggsins er auðvitað fengin þar að láni. Þulan er svo löng að hún ber mann auðveldlega hálfa leið í heimana nýja:

"Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja".
Hugurinn ber mig hálfa leið
í heimana nýja.
Mun þar vera margt að sjá,
mörgu hefurðu sagt mér frá,
þegar þú leiðst um loftin blá
og leist til mín um rifinn skjá.
Komdu, litla lipurtá!
Langi þig að heyra,
hvað mig dreymdi, hvað ég sá
og kannski sitthvað fleira.
Ljáðu mér eyra.
Litla flónið, ljáðu mér snöggvast eyra:
Þar er siglt á silfurbát
með seglum þöndum,
rauðgull í rá og böndum,
rennir hann beint að ströndum,
rennir hann beint að björtum sólarströndum.
"Þar situr hún móðir mín"
í möttlinum græna,
hún er að spinna híalín
í hempu fyrir börnin sín.
"Og seinna, þegar sólin skín",
sendir hún þeim gullin fín,
mánasilfur og messuvín,
mörgu er úr að velja.
Hún á svo margt, sem enginn kann að telja.
"Þar sitja systur".
Sá sem verður fyrstur
að kyssa þeirra klæðafald,
og kveða um þeirra undravald,
honum gefa þær gullinn streng
á gígjuna sína.
"Ljúktu upp, Lína!"
Nú skal ég kveða ljúflingsljóð
um lokkana þína,
kveða og syngja ljóðin löng
um lokkana mjúku þína.
"Þar sitja bræður"
og brugga vél,
gakktu ekki í skóginn, þegar skyggir.
Þar situr hún María mey,
man ég, hvað hún söng:
Ég er að vinna í vorið
vetrar kvöldin löng.
Ef að þornar ullin vel
og ekki gerir stórfelld él
sendi ég þér um sumarmálin sóley í varpa.
Fögur er hún harpa.
Um messur færðu fleira,
fjólu og músareyra,
hlíðunum gef ég grænan kjól,
svo göngum við upp á Tindastól,
þá næturvökul sumarsól
"sveigir fyrir norðurpól",
en dvergar og tröll sér búa ból
í bergsins innstu leynum
og ljósálfar sér leika á hól
að lýsigulli og steinum.
Við skulum reyna að ræna frá þeim einum.
Börnunum gef ég gnótt af óskasteinum.
"Þá spretta laukar,
þá gala gaukar".
Þá syngja svanir í tjörnum,
segðu það börnum,


 

Krækjur:

Hvað er tunglið langt frá jörðu?

Fróðleikur um Tunglið á Stjörnufræðivefnum

December 12, 2008: Closest Full Moon in 23 Years

The Moon at Perigee and Apogee

Lunar Perigee and Apogee Calculator 

NASA: Biggest Full Moon of the Year

Wikipedia: Mikill fróðleikur um Tunglið.

 

 Svona leit tunglið út yfir Esjunni í ljósaskiptunum að kvöldi 13. desember 2008:

 

Tungl yfir Esju 13. des 2008

 


Veiðimaðurinn Óríon eða Aurvandill er meðal fegurstu stjörnumerkjanna...

 

Aurvandill

 

Eitt glæsilegasta stjörnumerki himinsins fer að verða meira og meira áberandi á kvöldhimninum á næstu vikum. Nú þegar er farið að glitta í kollinn á veiðimanninum á miðju kvöldi, en innan skamms mun Aurvandill gnæfa yfir landi og þjóð á suðurhimninum. (Smella þrisvar á mynd til að stækka).

Í grísku goðafræðinni var Óríon hinn mikli veiðimaður og sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Að öllum líkindum er þetta stjörnumerkið sem fornmenn nefndu Aurvandil og kemur fyrir í Snorra-Eddu. Aurvandill er sá sem ferðast um með björtu skini.

BetelgásTvær stjörnur í Óríon bera af. Það eru Rígel og Betelgás. Skoðum myndina sem er efst á síðunni.

Neðst til hægri í Óríon er bláleita stjarnan Rígel, bjartasta stjarna merkisins. Hún er 60 þúsund sinnum bjartari en sólin okkar, hún er mun heitari en sólin og í 900 ljósára fjarlægð. Er Rigel Aurvandilstá sem getið er um í Snorra-Eddu?

Næst bjartasta stjarna merkisins er hin gyllta Betelgás, efst í horninu vinstra megin. Betelgás er svokallaður rauður risi og er í um 600 ljósára fjarlægð og er þvermál hennar um 1000 sinnum meira en þvermál sólar. Samt er hún ekki nema um 20 sinnum efnismeiri. Væri Betalgás stödd þar sem sólin er, þá næði hún út fyrir braut Mars. Jörðin væri sem sagt langt inni í iðrum hennar.  Það er undarlegt til þess að hugsa að þéttleiki hennar er aðeins einn milljónasti þéttleika vatns.  Ef við reyndum að snerta á henni yrðum við einskins vör!

 

Í miðju merkisins eru þrjár stjörnur sem mynda belti Óríons. Þetta eru stjörnurnar Alnítak, Alnílam og Mintaka og hafa þær verið nefndar fjósakonurnar þrjár.

Sverðþokan

 

Í sverði Óríons er Sverðþokan fræga sem á máli stjörnufræðinga kallast M42. Þessar stjörnur í sverðinu hafa verið nefndar fjósakarlarnir. Demanturinn í sverðinu leynir sér ekki á myndinni efst á síðunni. Þetta er auðvitað sverðþokan fræga og ægifagra. Sjá myndina hér til hliðar.

Vel má greina þessa stjörnuþoku með venjulegum handsjónauka, og með góðum vilja jafnvel með berum augum þegar skyggni er gott og ljósmengun lítil.

Það sakar ekki að smella þrisvar á myndirnar af sverðþokunni og Óríon til að stækka þær.

 

 

 

 

Úr skáldskaparmálum Snorra-Eddu:

Þórr fór heim til Þrúðvanga, ok stóð heinin í hôfði honum. Þá kom til vôlva sá, er Gróa hét, kona Aurvandils ins frækna. Hon gól galdra sína yfir Þór, til þess er heinin losnaði. En er Þórr fann þat ok þótti þá ván, at braut myndi ná heininni, þá vildi hann launa Gró lækninguna ok gera hana fegna, sagði henni þau tíðendi, at hann hafði vaðit norðan yfir Élivága ok hafði borit í meis á baki sér Aurvandil norðan úr Jôtunheimum, ok þat til jartegna, at ein rá hans hafði staðit úr meisinum, ok var sú frerin, svá at Þórr braut af ok kastaði upp á himin ok gerði af stjôrnu þá, er heitir Aurvandilstá. Þórr sagði, at eigi myndi langt til, at Aurvandill myndi heim koma, en Gróa varð svá fegin, at hon mundi enga galdra, ok varð heinin eigi lausari ok stendr enn í hôfði Þór, ok er þar boðit til varnanar at kasta hein of gólf þvert, því at þá hrærist heinin í hôfði Þór. Eftir þessi sôgu hefir ort Þjóðólfr hvinverski í Haustlông.


 

Myndin hér fyrir neðan er fengin að láni úr grein um Óríon eftir Sævar Helga Bragason á Vísindavefnum.

 

orion_190803.jpg

 

 

Næstu vikur skulum við fylgjast með veiðimanninum Óríon eða Aurvandli vini okkar á kvöldin. Fylgjast með hvernig hann ferðast yfir stjörnuhimininn.  Þessa dagana er hann byrjaður að sjást á suðausturhimninum síðla kvölds, en eftir nokkrar vikur fer hann að sjást hærra og hærra á lofti á suðurhimninum. Þá verður hann tignarlegur í meira lagi. Hann verður í hásuðri um níuleytið á kvöldin um miðjan febrúar.

Það er einhvernvegin þannig að við njótum stjörnuhiminsins miklu betur ef við þekkjum hann aðeins.

 

 

Aurvandill?

 

Aurvandill?

 

 

 

Krækjur: 

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon? Sævar Helgi Bragason á Vísindavefnum.

Viking Age Star and Constellation Names

Norse Constellations

Stjörnufræðivefurinn

Ljósmengun

 

 

Lifandi kort: Stjörnuhimininn yfir Íslandi þessa stundina

Kortið uppfærist sjálfvirkt í hvert sinn sem þessi síða er opnuð

Kortið hér fyrir neðan er fengið að láni hjá Stjörnufræðivefnum, www.stjornuskodun.is

Kortið er einnig hægt að finna hjá www.astroviewer.com

Austur er til vinstri og norður upp. Óríon fer að sjást á suð-austur hluta kortsins (neðarlega vinstra megin) á miðju kvöldi nú í byrjun desember. Síðan færist hann á suðurhimininn ...  Muna eftir að smella á "Refresh" eða takkann F5 til að fá ferska útgáfu af kortinu. Dagsetning og tími sést efst til hægri.

 

 

"We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars" - Oscar Wilde


Tónlistarmaðurinn handalausi gefst ekki upp... Og til hamingju með daginn!

Tónlistarmaðurinn Tony Melendez fæddist án handa í Nicaragua. Hann kenndi sjálfum sér að leika á gítar með tánum. 

Myndbandið sýnir okkur hvernig hægt er að yfirstíga erfiðleika sem við fyrstu sýn virðast óyfirstíganlegir.  Hann ekur jafnvel bíl með stýri í gólfinu. Með bjartsýni og réttu hugarfari er vissulega hægt að ná langt...

 

Til hamingju með Fullveldisdaginn 1. des.  Wizard

 

 

 

 
 
 

 
 
 
 
 
 
Takk fyrir ábendinguna Björn Geir! 
 

Brettum upp ermar með bros á vör. Komum þjóðarskútunni á flot með samstilltu átaki :-)

_43025361_wide_shot.jpgAllir verða að bretta upp ermarnar nú þegar efnahagsumrótið skekur heimsbyggðina og þjóðarskútan er komin yfir brimrótið og upp í fjöru. Situr þar sem fastast.

Með bjartsýnina að vopni og bros á vör munum við sigrast á öllum erfiðleikum.  Hugsum eins og stelpurnar okkar í Kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar þær svifu brosandi yfir ísilagðan Laugardagsvöll, ákveðnar í að sigra Íra.   Þær fóru létt með það. Þá var gaman að vera Íslendingur.  Eins munum við sigrast á öllum okkar vandamálum. Það mun ganga mun betur ef við erum bjartsýn.

Það þarf þó snör handtök. Engan tíma má missa. Skútan er fljót að grafast niður í sandinn og þá verður allt erfiðara.  Allir sem vettlingi geta valdið verða að mæta til leiks og taka þátt í björgunaraðgerðunum. Mikilvægt er að allir séu samstíga og virki hugmyndaflugið til að finna ráð. Hugi að öllu, bæði stóru og smáu. Það gerðu menn þegar Baldvini Þorsteinssyni var bjargað af strandstað árið 2004 eins og allir muna. Þá sýndu menn útsjónarsemi, dugnað og þor. Fyrst og fremst voru menn allan tímann bjartsýnir.

Eitt af vandamálunum er að olían hefur lekið af þjóðarskútunni og hún er því vélarvana. Án vélarafls kemst hún ekki á flot. Í þjóðfélagið vantar fjármagn til að koma lífi í atvinnugreinarnar og það strax. Fyrirtæki eru að gefast upp. Fólk er farið að missa vinnuna. Atgervisflóttinn er byrjaður. Vandamálið versnar dag frá degi ef við gerum ekkert. Snúum því vörn í sókn. Látum ekki skútuna grafast í sandinn.

Hvar fáum við nægilega olíu til að sigla þjóðarskútunni frá strandstað til að koma henni í viðgerð? Hvar fáum við það afl sem þarf til að sigla henni á brott og á ný og betri mið? Hvernig getum við tryggt áhöfninni vinnu næstu mánuði meðan það versta gengur yfir og skútan er í slipp þar sem verið er að lagfæra dældirnar og aðrar skemmdir?

Við þurfum fyrst og fremst að finna leið til að bjarga okkur næstu mánuði og ár. Koma eins og kostur er í  í veg fyrir atvinnuleysi og atgervisflótta, því fátt er eins hættulegt þjóðinni og það að missa stóran hluta þjóðarinnar úr landi.

Hvað sem mönnum kann að finnast um stóriðjur, þá yrði álverið í Helguvík, ef að framkvæmdum verður á næstu mánuðum, sá olíudropi sem við þurfum á vél þjóðarskútunnar til að ná henni frá strandstaðnum. Það getur skipt sköpum ef hægt er að finna vinnu fyrir 3000 manns við þessar framkvæmdir á næstu mánuðum.  Auðvitað munu enn fleiri njóta þess óbeint þegar peningarnir fara að streyma um æðar efnahagskerfisins. Þannig fáum við vonandi nauðsynlegt fjármagn til að virkja frumkvöðla til nýsköpunar, fjármagn til að styðja við menntakerfið, heilbrigðiskerfið, menningu og listir. Ekki veitir af.

Auðvitað megum við ekki treysta á að einhvejar stórframkvæmdir komi til með að bjarga okkur. Þær gætu vissulega hjálpað svo um munar. Krafturinn er fólginn í okkur sjálfum fyrst og fremst. Þess vegna verðum við öll að hefjast handa. Hver á sínu sviði. Uppbygging Nýja Íslands er hafin!

 

Brettum upp ermar með bros á vör. Losum þjóðarskútuna af strandstað! Nóg er til af vinnufúsum höndum. Aðalatriðið er að hefjast handa, jafnvel þó hægt gangi í fyrstu. Framhaldið kemur síðan af sjálfu sér...                       

                                                                                                                   

 

optimism.jpg

 

Nú er líklega komið yfrið nóg af kreppubloggi og kominn tími til að fjalla um áhugaverðari mál ...   Eitthvað uppbyggilegra ...


Tenging íbúðalána við launavísitölu mun heppilegri fyrir lántakendur á óvissutímum en tenging við lánskjaravísitölu...

Væri ekki ráð að breyta reglum, a.m.k. timabundið, þannig að vísitölubundin lán taki mið af launavísitölu frekar en lánskjaravísitölu?

Á samdráttartímum eins og núna hækkar launavísitalan mun minna en lánskjaravísitalan. Stendur jafnvel í stað.

Launavísitalan sýnir breytingar heildarlauna allra launþega fyrir fastan vinnutíma.

Lánskjaravísitala  er reiknuð út frá framfærsluvísitölunni (2/3) og byggingarvísitölunni (1/3). Lánskjaravístalan fylgir verðbólgunni miskunnarlaust.

Á næstu mánuðum mun lánskjaravísitalan væntanlega hækka mun hraðar en launavísitalan.

Væri það ekki mikið öryggi á þeim óvissu- og samdráttartímum sem eru að hefjast ef greiðslubyrðin breyttist í takt við launin frekar en í takt við óðaverðbólguna?  Til lengri tíma litið hafa þessar vísitölur að miklu leyti fylgst að, þannig að bankar og lífeyrissjóðir ættu ekki að tapa.

Nú er það spurning hvort eitthvað vit sé í þessu ...

 

launavisitala-600w.jpg

 Þróun launavísitölu s.l. 4 ár.  Á næstu mánuðum er ólíklegt að búast megi við mikilli hækkun.

 

 


Þróun lánskjaravísitölu s.l. 4 ár.  Á næstu mánuðum er líklegt að búast megi við mikilli hækkun.

 

Innlent | mbl.is | 21.11.2008 | 18:55

Hætti að greiða af lánum sínum

Um 200 milljarðar kr. leggjast á höfuðstól verðtryggðra lána á næsta eina og hálfa árinu að mati Gunnars Tómassonar hagfræðings í Bandaríkjunum. Aðgerðir ríkisins til hjálpar efnahags heimilanna séu því einsog að setja plástur á svöðusár.

Hefur fréttastofa Stöðvar 2 eftir Gunnari að við slíkar aðstæður sé raunveruleg hætta á því að þeir sem séu með verðtryggð lán hætti að greiða af lánum sínum.

 


VERKÍS verkfræðistofa með samfellda reynslu frá 1932 og um 350 starfsmenn...

 

 

Verkfræðistofurnar VST-Rafteikning, Fjarhitun, RT-Rafagnatækni og Fjölhönnun sameinast formlega í dag 21. nóvember. 

Nafn verkfræðistofunnar er VERKÍS.

www.verkis.is

 

Allar stofurnar eru rótgrónar og eiga að baki farsælan feril á verkfræðimarkaðnum. VST-Rafteikning varð til vorið 2008 við sameiningu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sem var stofnuð árið 1932 og Rafteikningar sem stofnuð var árið 1965. RT-Rafagnatækni hefur starfað frá árinu 1961, Fjarhitun frá árinu 1962 og Fjölhönnun frá árinu 1970.

Með samruna þessara fyrirtækja, sem samtals hafa starfað í 250 ár, verður til leiðandi og öflug verkfræðistofa með um 350 starfsmenn.

VERKÍS mun veita alhliða ráðgjöf á flestum sviðum verkfræði.  Samruninn mun styrkja innviði, gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, auka faglega hæfni og breidd, styrkja fagþekkingu og efla sókn á erlenda markaði. Samskipti við viðskiptavini verða áfram persónuleg og þjónusta verður styrkt með fjölbreyttari lausnum og víðtækari ráðgjöf sem unnin er samkvæmt vottuðu gæðakerfi.  

 

 

verkistimaskali.jpg

 

  • 1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
  • 1961:  RT - Rafagnatækni
  • 1962:  Fjarhitun
  • 1965:  Rafteikning
  • 1970:  Fjölhönnun

Samanlagður aldur verkfræðistofanna sem sameinast er 250 ár.

Fjöldi starfsmanna er 350.

 

verkisgomlulogo.jpg

 

 

 >>> Það eru vitmenn hjá Verkís <<<

Wizard  Til hamingju með daginn Verkís   Wizard

 


Einn maður fær lánað andvirði 8 Kárahnjúkavirkjana !!!

 

 

Ég veit ekki hvort mig sé að dreyma eða hvort Ísland hafi breyst í Undraland, svo margt er öfugsnúið. Getur það vikilega verið að einn maður hafi fengið lánaða 1000 milljarða króna frá íslensku bönkunum?

Hve há upphæð er 1000 milljarðar, eða 1.000.000.000.000 krónur? Öðru nafni 1000 gigakrónur eða ein terakróna, ef einhver skilur það betur þannig.

Ekki er fjarri lagi að Kárahnjúkavirkjun með öllu hafi kostað 130 milljarða króna. Maðurinn hefur því bara sí svona fengið lánað andvirði næstum 8 Kárahnúkavirkjana, með 57 ferkílómetra uppistöðulóni og 72 km af jarðgöngum. Átta virkjanir með samtals 600 km af jarðgöngum, 500 ferkílómetra af uppistöðulónum, 8 risastíflum, .....!

Reykjanesvirkjun kostaði um 15 milljarða. Virkjunin er með stærstu jargufuvirkjunum á Íslandi.  Maðurinn hefur fengið lánað andvirði 70 slíkra virkjana með borholum, háspennulínum og öllu tilheyrandi.

Fyrir 1000 milljarða er hægt að reisa  raforkuver sem er 7000 megawött.  Raforkuver á íslandi framleiða samtals um 2500 megawött. Maðurinn hefur því fengið lánað hátt í þrefalt andvirði allra virkjana á Íslandi.

Þetta getur einfaldlega ekki verið. Mig er örugglega að dreyma. Hver ætti þessi huldumaður annars að vera, og hvernig gæti hann hafa komist yfir allt þetta fé án þess að fara í greiðslumat eins og við hin. Þetta hlýtur að vera algjört ofurmenni. Er það maðurinn með pípuhattinn sem situr til borðs með Lísu á myndinni?

Segjum svo að mig sé ekki að dreyma. Hvað gerði maðurinn við alla þessa peninga? Hvar eru þeir niðurkomnir? 

Nú veit maður ekkert um hvaða lánskjör hafa verið í boði. Segjum að lánið sé til 30 ára, sé verðtryggt og beri 5% vexti. Árleg afborgun ásamt vöxtum ætti þá að vera því sem næst 30 milljarðar plús 50 milljarðar, eða um 80 milljarðar. Halo

 

Nú er best að fá sér sterkt kaffi og reyna að vakna. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur draumur. Þetta er svo ofvaxið mínum skilningi. Jafnvel Lísa í Undralandi hefði orðið hissa. 

 

"Af hverju hefur það ekki verið upplýst að einn aðili skuldaði eitt þúsund milljarða í íslenska bankakerfinu og þá er eingöngu verið að tala um viðskiptabankana þrjá, ekki sparisjóðina, lífeyrissjóðina eða ýmsa aðra aðila, sem viðkomandi skuldaði né erlendar skuldir sama aðila.... Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu" Svo mælti Davíð í gær.

 


Ótæmandi orkulind: Raunveruleg vetnisorka úr samrunaofnum innan 30 ára?

 

Samrunaofn

 

(Uppfært 13. ágúst 2022)

Hugsið ykkur, að vatn í einu baðkari ásamt lithíum úr einni hleðsluraflöðu í fartölvunni nægi sem orkulind heillar fjölskyldu í hálfa öld.   - Bull? Ekki aldeilis.

Þetta er vonandi ekki mjög fjarlægur draumur. Markmiðið er að virkja ótæmandi orkulind innan fárra áratuga. Þetta er sama orka og sólin notar sem eldsneyti.

 

Um er að ræða alvöru vetnisorku.   Það er óskylt vetnisrafölum sem hafa m.a verið notaðir til að knýja bíla. Þar er vetnið orkumiðll en ekki orkulind. Gjörólíkt.

 

Í bókinni Kjarnorka á komandi tímum, sem kom út á Íslandi árið 1947 og fjallað var um í þessum pistli nýlega, stendur á bls. 185:

"Fyrir meira en tuttugu árum þykjast vísindamenn hafa komist að, að einhver hagkvæmasta uppspretta kjarnorkunnar mundi verða sú, að breyta vetni í helíum; og það er almennt álit stjarnfræðinga nú, að einhver slík frumefnabreyting sé uppsprettan að ljósorku og hitamagni sólar vorrar og annarra sólstjarna."

Bókin kom út fyrir um 75 árum (uppfært 2022) og vitnað er til þekkingar manna tuttugu árum fyrr. Hver er staðan í dag?

Nú er hafin smíði á tilraunaofni hjá ITER (International Thermonuclear Experimental Reactor). Takmarkið er að árið 2018 takist að framleiða 500 megawött í að minnsta kosti 1000 sekúndur.

Gangi allt samkvæmt áætlun er ætlunin að smíða fyrsta samrunaofninn sem framleitt getur nothæfa orku árið 2040. Orku sem nýta má til að framleiða rafmagn. Það er til mikils að vinna. Vonandi gengur allt samkvæmt áætlun.

Hingað til hefur kjarnorka tæpast talist til vistvænnar orku. Vandamál við geymslu og förgun geislavirks úrgangs eru óleyst.  Margir hafa illan bifur á kjarnorkuverum af þessum sökum. Allt annað gildir um samrunaofna. Þeir nota ekki geislavirkt eldsneyti og geislavirknin sem myndast er smávægileg og verður einungis í málmhlífum ofnsins. Auðvitað er engin losuna á koltvísýringi heldur. Aðal úrgangsefnið er helíum, sama efni og börn nota í gasblöðrur.

Almennt má segja að nokkur bjartsýni ríki nú og vísindamenn telja töluverðar líkur á að þessi draumur manna verði að veruleika innan 30 ára.

 

Hvernig er hægt að vinna orku úr vatni?

Mjög góður og aðgengilegur fróðleikur á Íslensku, "Samrunaofnar-TOKAMAK",  er hér.  Þetta var lokaverkefni Karenar Óskar Magnúsdóttur og Líneyjar Höllu Kristinsdóttur í eðlisfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð haustið 2002. Nú er Karen orðin rafmagnsverkfræðingur og Líney eðlisfræðingur.  

 

 

image006.gif

 

 

 Myndin sem er úr umfjöllun Karenar Óskar og Líeyjar Höllu sýnir orkuver sem fær varmann frá samrunaofni.  Samrunaofninn framleiðir varmann, sem notaður er til að framleiða gufu, sem leidd er að gufuhverfli eins og í jarðvarmavirkjunum.

 

 


Glapræði að ganga í ESB. Beinum sjónum okkar að Kanada...

ESB

Atburðir undanfarna daga hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst að við eigum fáa vini innan Evrópusambandsins. Þeir hafa reynt að kúga okkur til hlýðni og Bretar hafa gert hryðjuverkaáras á íslenskt efnahagskerfi.  ESB hikar ekki við að hneppa ókomnar kynslóðir Íslendinga í skuldafjötra. Andvirði sjö Kárahjúkavirkjana vill ESB fá. Hve mikið fellur á okkur? Hægt væri að komast hjá því, eins og kynnt er hér.

Það er deginum ljósara að við munum ekki hafa nein áhrif innan sambandsins með einn fulltrúa af 27. Þvert á móti yrði traðkað á okkur.  Það liði ekki á löngu áður en við misstum frá okkur að öllu leyti og um alla framtíð yfirráð yfir auðlindum okkar, þ.e. fiskimiðum og orkulindum.

Við megum ekki flana að neinu. Verðum að hugsa okkur oftar en tvisvar um.  Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifaði  í gær skynsamlegan pistil um gjaldmiðilinn, EES og IMF sem hann nefnir Forgangsröðun og lesa má hér.

 

 

Betri kostur?

Fáni KanadaHvers vegna hefur engum málsmetandi manni hugkvæmst að taka upp nánari tengsl við Kanada? Þar býr fjöldi Vestur-Íslendinga og afkomendur þeirra, hugsanlega ekki mikið færri en við hér í gamla landinu. Þeir urðu að flýja kröpp kjör hér á landi og fluttust til vesturheims. Þeir hafa komið sér mjög vel fyrir í Kanada, eru þar víða í áhrifastöðum og njóta trausts og virðingar. Eru vel kynntir sem góðir þjóðfélagsþegnar.

Upp hafa komið hugmyndir um að taka einhliða upp Evru. Það líst flestum illa á. Það er ljóst að við uppfyllum á engan hátt  Mastricht skilyrðin og munum ekki geta það næstu áratugina vegna skulda ríkisins sem verið er að stofna til. Það er því tóm vitleysa að vera að hugsa um Evruna.

Ýmsir hafa bent á að mun auðveldara gæti verið að taka upp Bandaríkjadal en Evru. Ekki er ólíklegt að Seðlabanki Bandaríkjanna samþykkti það, en væri það ekki að sækja vatnið yfir lækinn? Við vitum vel að ástandið i Bandaríkjunum er ekki upp á marga fiska og fer hratt versnandi. Ærin vandamál heimafyrir og á alþjóðavettvangi. Stríðið í Írak hefur reynst þeim dýrkeypt.

Hvers vegna í ósköpunum beinum við ekki sjónum okkar til Kanada, Nýja-Íslands í vesturheimi þar sem við eigum frændur og vini? Þjóðfélag á norðurslóðum þar sem spilling er lítil og gott fólk býr. Fólk sem sem býr við svipaðar aðstæður og við. Hvernig væri að leita eftir samvinnu við Kanadamenn og jafnvel taka upp Kanadadollar sem gjaldmiðil í fullri samvinnu við Seðlabanka þeirra?

 

Hugsum okkur tvisvar um. Helst þrisvar.

Við viljum ekki tengjast nánar þjóðum sem vilja traðka á okkur eins og flugum. Vill einhver það virkilega? Ekki ég.

 

Sjá: Tilllaga um raunhæfa aðferð til að semja um ICESAVE án þess að það verði íþyngjandi...

 

Úr Morgunblaðinu 13. nóv. 2008:

"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa íslensk stjórnvöld verið undir miklum þrýstingi frá aðildarríkjum og stofnunum Evrópusambandsins að ná samningum. Því hefur verið komið á framfæri að það sé sameiginleg afstaða allra ESB-ríkjanna 27 að leggjast gegn því að Ísland fái aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema fyrst verði samið um Icesave-skuldirnar".


Tilllaga um raunhæfa aðferð til að semja um ICESAVE án þess að það verði íþyngjandi...

icesave2.jpgEf það er virkilega ætlun ráðamanna að semja við Breta og Hollendinga um Icesave-málið þá verður að gæta þess að það sé gert án þess að það verði íþyngjandi fyrir okkur Íslendinga um alla framtíð. Það er vel hægt eins og hér verður kynnt.

 

Líklega eru þetta fjármagn meira og minna allt í kerfinu. Það hefur verið lánað ýmsum aðilum og er sumt  til langs tíma. Það ætti þó að seytla inn. Þetta eru eignir. Því er spurning hvort ekki sé á einhvern hátt hægt að nota þetta fé til að greiða innistæðueigendum hjá Icesave skuldir Landsbankans gamla, og það án þess að það verði á nokkurn hátt íþyngjandi fyrir okkur?  Það er ekki flókið mál.

Ef þessir eignir eru raunverulega til, eins og stjórnendur gamla Landsbankans fullyrða, og peningar koma til með að innheimtast á næstu árum, er þá ekki hægt að stilla upp einhverju aðgerðarplani í samráði við Breta og Hollendinga þannig að hluti þess sem kemur inn renni jafnóðum, beint eða óbeint, til Icesave innistæðueigenda? Væri ekki hægt að ná sáttum á einhverjum svona forsendum, þannig að það verði ekki of íþyngjandi fyrir okkur?

Í frétt Mbl. segir: "Hins vegar mun líka hafa verið gefið í skyn af hálfu ESB, að viðurkenni Ísland á annað borð kröfur Breta og Hollendinga muni aðildarríkin hlutast til um að skilmálar verði með þeim hætti að skuldsetning og endurgreiðslubyrði verði ekki of íþyngjandi fyrir Ísland".

Tillaga mín er að ESB hlutist til um að stofnaður verði sjóður í traustum  banka í viðkomandi landi. Innistæður þeirra sem áttu peninga á Icesave reikningum verði fluttar í bankann.  Bankinn greiðir öllum Icesave eigendum sem vilja út innistæðu sína, en innistæða annarra verði varðveitt í traustu umhverfi. Það sem kemur inn smám saman fyrir eignir gamla Landsbankans renni beint í sjóðinn, enda verði litið á kröfur Icesave innistæðueigenda sem forgangskröfur. Þannig ættu allir að fá sitt.

Líklegt er að margir sparifjáreigendur kjósi að halda áfram að varðveita fé sitt í viðkomandi banka, þannig að ekki er víst að útstreymi fjármagns þurfi að vera mikið. Í reynd yrði sjóðurinn fyrst og fremt bakhjarl til að skapa traust.

Aðalatriðið er að ábyrgð íslensku þjóðarinnar takmarkist við eignir gamla Landsbankans. Komi í ljós einhvern tíman að eignir Landsbankans nægi ekki alveg reynir á bakhjarlinn. Ekki okkur. Trikkið er að reyna að reyna að koma því þannig fyrir að innistæður gömlu Icesave reikningseigendanna verði sem lengst óhreyfðar í trausta bankanaum. Eignir Landsbankans skila sér hægt og því þarf sjóðurinn væntanlega að vinna sem stuðpúði (buffer fund). Það mun að jafnaði lítið reyna á sjóðinn og hann ávaxtar sig vel.

Á þennan hátt ættu allir að geta orðið sáttir. Menn gætu farið að tala saman af skynsemi og við endurheimt eitthvað af virðingu okkar erlendis. Við gætum borið höfuðið hátt. Líka Bretar. Þetta þyrfti heldur ekki að kosta okkur neitt.

Lykilatriðið er auðvitað að ef fyrrverandi Icesave innistæðueigendur treysta viðkomandi banka, þá má reikna með að flestir sjái ekki ástæðu til að taka út sparifé sitt næstu mánuði eða ár. Þannig þyrfti framlag ESB (eða þess sem lánar fé til þessara aðgerða) í reynd ekki að vera miklu meira en til að greiða þeim sem endilega vilja taka út sína innistæðu strax. Væntanlega þarf ekki mikið fé að koma til. Fyrst og fremst þarf traustvekjandi bakhjarl.

Það er því nauðsynlegt að vanda vel valið á viðkomandi bankastofnum, annarri í Bretlandi og hinni í Hollandi. Þær þurfa að vera traustar. Ekki er verra að yfirlýsing fylgi um að þessar innistæður séu tryggðar að fullu, og einnig mætti hafa stighækkandi vexti eftir því hve innistæðan er lengi óhreyfð. Jafnvel greiða fórnarlömbunum hærri vexti en fást annars staðar.  Á þann hátt er ekki ólíklegt að það sem kemur inn vegna útistandandi eigna gamla Landsbankans á næstu árum nægi til að greiða þeim sem taka út fé.

 

Nú er bara að bretta upp ermarnar og hefjast handa!


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um peningana sem komu inn hjá Icesave? Einhvers staðar hljóta þeir að vera...

Ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvað varð um peningana sem komu inn hjá Icesave. Gufuðu þeir bara rétt sí svona upp, eða voru þeir lánaðir aftur út?

Hafi þeir verið lánaðir, þá hljóta lántakendur að þurfa að greiða lán sín til baka, nema þá að þeir hafi allir með tölu farið á hausinn, sem mér finnst mjög ólíklegt. Megnið ætti því að koma til baka með vöxtum eftir einhvern tíma. Þannig væri hægt að greiða innistæðueigendum Icesave án vandamála, þó það taki einhvern tíma.

Einhvers staðar hlýtur þetta fé að vera niðurkomið, er það ekki? Varla allt glatað? Hvernig mætti það vera? Þetta finnst mér vera grundvallarspurning sem verður að fá svar við strax.

Hefur þessi spurning ekki vaknað hjá fleirum en mér? Fjármálaeftirlitið sem hefur umsjón með gömlu bönkunum hlýtur að vita svarið. Peningar gufa bara ekki sí svona upp.

Mér finnst þetta fé hljóti að vera bundið einhvers staðar í útlánum gömlu bankanna og ætti því að skila sér til baka með tíð og tíma. 

 

Líklega eru þetta fjármagn meira og minna allt í kerfinu. Það hefur verið lánað ýmsum aðilum og er sumt  til langs tíma. Það ætti þó að seytla inn. Þetta eru eignir. Því er spurning hvort ekki sé á einhvern hátt hægt að nota þetta fé til að greiða innistæðueigendum hjá Icesave skuldir Landsbankans gamla? Vandamálið er ef til vill að nú er verið að selja eignir á brunaútsölu þannig að lítið situr eftir.  - En, er það virkilega nauðsynlegt? Er ekki hægt að standa öðruvísi að verki?   Errm     

Eru menn ekki að flýta sér allt allt of mikið?

 

Ef þessir eignir eru raunverulega til, og peningar koma til með að innheimtast á næstu árum, er þá ekki hægt að stilla upp einhverju aðgerðarplani í samráði við breta og Hollendinga þannig að hluti þess sem kemur inn renni jafnóðum, beint eða óbeint, til Icesave innustæðueigenda? Væri ekki hægt að ná sáttum á einhverjum svona forsendum, þannig að það verði ekki of íþyngjandi fyrir okkur?

---

Peningavélin:

Ég hef heyrt að bankarnir láni út nífalda upphæðina sem kemur inn. Lengi vel skildi ég þetta ekki. Komi milljón í kassann um Icesave þá láni þeir út 9 milljónir. Einhvers konar sjónhverfingar.  En ef svo er, þá ætti gamli bankinn að eiga gríðarlega fjármuni útistandandi. Jafnvel þó stór hluti lántakenda hafi farið á hausinn, þá ætti að vera nóg eftir...

Hvernig virka svona sjónhverfingar? Sjá umfjöllun um Fractional-reserve Banking á Wikipedia hér.  Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig 100 dollara innlögn getur orðið að 1000 dollurum eftir nokkrar hringferðir í bankakerfinu. ("Hringferðir í kerfinu", hljómar það ekki kunnuglega?). Blái ferillinn (10% lausafjárskylda)   sýnir þetta. Er þetta hluti af skýringunni?

Árið 2003 setti Seðlabankinn viðskiptabönkunum aðeins 2% bindiskyldu. Margföldunarstuðullinn er þá ekki 10, heldur 50. Einn milljarður verður að 50 milljörðum, eða þannig ... Kerfið verður væntanlega óstöðugt við þessa mögnun og hrynur að lokum. Öll kerfi sem eiga að finna sjálf sitt jafnvægi (reglunarkerfi eða feedabck control system) verða sveiflukennd og hrynja að lokum ef mögnunin fer yfir ákveðin mörk. Peninagvélin er ekki undanþegin. Svo einfalt er það.  Bandit

 

fractional-reserve_banking_with_varying_reserve_requirements.gif

 

"The expansion of $100 through fractional-reserve banking with varying reserve requirements. Each curve approaches a limit. This limit is the value that the money multiplier calculates".

 

Ítarefni:

 Sjá Vísindvefinn: Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?

Þar stendur m.a:  "...Nú setur Seðlabankinn seðla að andvirði 100 milljónir króna í umferð,....... Þannig heldur ferlið áfram og í hverjum hring eykst peningamagn um 90% af því, sem það jókst um í næsta hring á undan. Hægt er að sýna fram á að á endanum hefur peningamagn aukist um einn milljarð.  Heildaraukningin fæst með því að deila upp í upprunalegu peningamagnsaukninguna, 100 milljónir, með bindiskylduhlutfallinu, 10% eða 0,1, samanber: 100.000.000/0,1 = 1.000.000.000"

 ---

Í athugasemdunum (#8) bendir GuSi á að vel geti verið um að ræða  klassíska Ponzi-svikamyllu. Sjá Wikipedia hér. Það er spurning hvort við eigum eftir að komst á listann sem er á síðunni "Notable Ponzi schemes".

Splunkunýtt dæmi af vefsíðunni: "In Slovakia, the so called non-banking institutions collected appx. 25 bil. SKK ($1 billion) from 300-350 thousand people. There were around 30 of these companies, such as BMG Invest and Horizont Slovakia, Drukos, AGW, 1. dôchodková, Sporoinvest and SaS. Mr. Fruni, the owner and director of both BMG and Horizont will sit 115 years in prison, according to the Court&#39;s judgement from April 2008".

 

You Ain&#39;t Seen Nothing Yet

 


Ekki bíða, skiptið út krónunni strax, segir forstöðumaður Centre for European Policy Studies í Brussel... Varar einnig við lántökum ...

 

"Ég er algjörlega sammála meginrökum greinarinnar," segir Daniel Gros um grein þeirra Heiðars Más Guðjónssonar og Ársæls Valfells sem birtist í Fréttablaðinu  laugardaginn 8. nóv. Þar lögðu þeir til að í stað þess að taka sex milljarða króna lán verði gjaldeyrisforði Íslendinga notaður til að taka einhliða upp aðra mynt sem lögmynt hér á landi.
 
Dr. Gros er forstöðumaður Centre for European Policy Studies í Brussel og aðstoðaði hann Svartfellinga við einhliða upptöku á evru.
 

"Sérstaklega er ég sammála þeim viðvörunum að þessi lán, sem ríkisstjórnin hyggst taka, muni leggja þungar byrðar á heilar kynslóðir. Hjá þessu verður að komast með öllum tiltækum ráðum."

Alls er verið að leita eftir sex milljarða dollara láni til að styrkja krónuna. Þar af myndu um tveir milljarðar koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en fjórir milljarðar dollara kæmu frá hópi ríkja. Þar af hafa lánsloforð þegar fengist frá Noregi, Færeyjum og Póllandi.

Gros segir að besti kosturinn fyrir Ísland nú sé að taka upp evruna. "Ég myndi ekki bíða fram í janúar til að skipta um gjaldmiðil. Það getur gerst nánast strax."

Hann segir að þá þurfi einhliða upptaka evru ekki að tákna pólitískar deilur við Evrópusambandið "ef Ísland útskýrir að þetta sé neyðarráðstöfun og að Ísland hafi fullkominn skilning á að það muni þurfa að uppfylla Maastricht-skilyrðin að einhverjum tíma liðnum, ef landið vill taka þátt í evrumarkaðnum, eftir að það hefur gengið í Evrópusambandið."- (Fréttablaðið 9. nóvember).

 
---
 
Í Silfri Egils var sunnudaginn 9. nóvember mjög áhugavert viðtal við Ársæl Valfells  það sem hann skýrir frá því að hægt sé að skipta út íslensku krónunni á skömmum tíma þegar neyðarástand ríkir. Hér ríkir neyðarástand eins og allir vita þannig að rétt er að gefa þessari hugmynd gaum.
 
Horfa má á viðtal Egils við hagfræðingana Ársæl Valfells og Þórólf Matthíasson með því að smella hér.
 
---
 
Viðtal við Hreiðar Má Guðjónsson í þættinum  Ísland í dag má sjá hér.
 
---
 

Í Fréttablaðið skrifuðu hagfræðingarnir Ársæll Valfells og Heiðar Már Guðjónsson laugardaginn 8. nóvember grein þar sem fjallað er um sama mál.
 
Þar segir m.a: "Íslandsvinirnir Daniel Gros og Manuel Hinds hafa báðir komið hingað til lands og lýst hvernig slík skipti fara fram. Daniel framkvæmdi upptöku á evrum í Svartfjallalandi að beiðni forseta landsins. Manuel stýrði upptöku á dollar fyrir El Salvador þegar hann var fjármálaráðherra þess. Ferlið var einfalt."
 
 
 
Valmöguleikar eru fyrir hendi í gengismálum
 

Í núverandi árferði er mikilvægt að búa til festu.  Hún fæst ekki með óbreyttu gengisfyrirkomulagi. Ætlun Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er að setja krónuna aftur á flot, en til þess þurfa þeir að stórefla gjaldeyrisforðann. Í því skyni er ætlunin að Seðlabankinn fái sex milljarða dollara lán. Ekki hefur komið fram til hve langs tíma lánið er. Lán þarf að endurgreiða. Í ætlun Seðlabankans og IMF felst ákveðin áhætta. Áhættan felst í því að ef ekki tekst að endurvekja traust á krónunni munu þeir, sem eiga krónur, reyna að skipta þeim eins hratt og mögulegt er fyrir gjaldeyri en ekki vilja skipta gjaldeyri aftur yfir í krónur. Þá sæti ríkið eftir skuldsett og áfram með ótrúverðugan gjaldmiðil.

Önnur leið

Einn valkostur er þó til staðar í núverandi stöðu. Það er einhliða upptaka á mynt. Þá leið er hægt að framkvæma með mun minni gjaldeyrisforða. Sá forði sem nú er í Seðlabankanum er um það bil tveir milljarðar evra (gert er ráð fyrir tapi af láni til Kaupþings með veði í FIH í Danmörku og svo útstreymi síðustu vikna). Sá forði ætti að duga vel fyrir skiptunum. Að framansögðu gefnu myndi við skiptin jafnvel losna um dágóða fjárhæð, gróft áætlað um 100 milljarða íslenskra króna, sem sæti eftir í kassa ríkissjóðs.

Fordæmi fyrir einhliða upptöku

Einhliða upptöku annars gjaldmiðils er oft ruglað saman við fastgengisstefnu (currency board). Með fastgengisstefnu er átt við að þjóðríkið viðhaldi eigin gjaldmiðli áfram og miði verðmæti gjaldmiðilsins við gjaldeyrisforða. Sú leið var farin í Argentínu og árangur hennar umdeildur. Með upptöku gjaldmiðils felst aftur á móti afnám gengisstefnu með öllu og afsal stjórnar peningamála til annars seðlabanka. Útgáfu innlendrar myntar er þar með hætt. Sú leið var farin í El Salvador og Ekvador árið 2000-2001. Í heild eru það níu sjálfstæð ríki í heiminum sem nota bandaríkjadollar sem lögeyri. Þess má einnig geta að utan Evrópusambandsins eru sex smáríki sem nota evru sem sinn gjaldmiðil.

Fræðilega má segja að á Íslandi sé til fordæmi fyrir því að skipta út öllum seðlum og mynt í umferð. Það var gert þegar slegin voru af þrjú núll í byrjun níunda áratugarins. Það var mun flóknari aðgerð en sem felst í einhliða upptöku á gjaldmiðli. Ástæðan er að íslenskt fjármálakerfi er mjög rafvætt og lítið af seðlum og mynt í umferð. Íslenska bankakerfið og fjármálakerfið er mjög sjálfvirkt og sumir hagfræðingar hafa rætt þann möguleika að sleppa pappír og mynt í kerfinu með öllu.

Hvernig eru skiptin framkvæmd?

Íslandsvinirnir Daniel Gros og Manuel Hinds hafa báðir komið hingað til lands og lýst hvernig slík skipti fara fram. Daniel framkvæmdi upptöku á evrum í Svartfjallalandi að beiðni forseta landsins. Manuel stýrði upptöku á dollar fyrir El Salvador þegar hann var fjármálaráðherra þess. Ferlið var einfalt.

Fyrst þurfti að sjá til þess að nóg framboð væri af seðlum og mynt í hinum nýja gjaldmiðli. Að lokum var haft samband við IMF og honum tilkynnt um skiptin. Þetta var undirbúningsferlið og tók nokkrar vikur. Síðan var ákveðinn dagur og stund. Eftir þann tíma yrði allt bankakerfið skipt yfir í hina nýju mynt á föstu gengi. Fast gengi var ákveðið út frá því að það væri hagstætt framleiðslu og útflutingsgreinum. Síðan var ákveðið að skuldaviðurkenningar til skamms tíma (t.d. ávísanir) yrðu gildar í 3 mánuði frá skiptunum í hinni eldri mynt en seðlar og aurar í allt að 6 mánuði. Lögskipað var að öll verð í landinu væru birt í nýju og gömlu myntinni í 6 mánuði eftir að skiptin hófust. Bankar fengu 3ja mánaða frest til að laga vaxtatöflur sínar að hinni nýju grunnmynt og vaxtastigi hennar.

En hvað kosta skiptin?

Í umræðu um upptöku gjaldmiðils er oft nefnt að kaupa þurfi svo mikið af hinni nýju mynt að það skapi vandamál. Hið rétta er að flestir seðlabankar heims eiga miklum mun meira af gjaldeyrisforða en nemur grunnmynt samfélagsins. Í tilfelli Íslands er það svo að seðlar og mynt í umferð eru lítið brot af gjaldeyrisforða Seðlabankans. Grunninnstæður eru aðeins um helmingur af gjaldeyrisforða Seðlabankans. Skv. útreikningum Manuel Hinds í október 2007, hefði Seðlabanki Íslands átt eftir um 700 milljónir evra af forða sínum eftir að hafa skipt út öllum seðlum og mynt og grunninnistæðum bankakerfisins. Grunninnistæður skipta hér einungis máli því bankakerfi viðkomandi lands sér um að margfalda peningana í umferð. Til útskýringar:

Einstaklingur A leggur inn í banka 100 evrur sem bankinn lánar einstaklingi B.

Einstaklingur B kaupir eitthvað fyrir 100 evrur af einstaklingi C.

Einstaklingur C leggur inn 100 evrur sem bankinn lánar einstaklingi D.

Einstaklingur D kaupir eitthvað fyrir 100 evrur af einstaklingi E

o.s.frv.

Það þarf því ekki að skipta út heildarumsvifum bankakerfisins, heldur aðeins grunninum, því margföldunin á sér stað með framangreindum hætti.

Skiptin á Íslandi kalla því ekki á 6 milljarða dollara lán heldur skila í raun afgangi af núverandi gjaldeyrisforða eins og Hinds bendir á.

Pólitísk viðbrögð

Í EES-samningnum er einungis kveðið á um að ríkin skuli halda hvert öðru upplýstu um breytingar á peningamálastefnu sinni en í næstu grein er sérstaklega tiltekið að slík mál falli utan samningsins. Einhliða upptaka annars gjaldmiðls brýtur því ekki EES-samninginn. Betra er þó að hafa IMF og viðeigandi seðlabanka með í ráðum. Formlegt samþykki þeirra er ekki nauðsynlegt því að gjaldeyrir sem íslenska ríkið hefur keypt á markaði er eign þess. Enginn getur bannað Íslendingum að nota hann í viðskiptum innan landsins.

Hagfræðikenningar í fortíð og nútíð

Þegar hagfræðingar ræða kosti þess að hafa sjálfstæða peningastefnu, eru oftast þrjár ástæður gefnar. Í fyrsta lagi viðskiptalegar, þ.e. hægt er að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils til að hygla útflutningi og hamla innflutningi og þannig tempra hagsveiflur út af ytri áföllum. Í öðru lagi eru fjármálalegar ástæður og þá helst möguleiki Seðlabanka til að prenta peninga og ákveða sjálfur verð þeirra. Peningaprentun býr til tekjur fyrir ríkið (verðbólguskattur) samkvæmt þessum kenningum en á einnig að tryggja greiðsluhæfi fjármálakerfisins innanlands ef snögglega dregur fyrir fjárstreymi erlendis frá. Með þessu getur seðlabanki viðkomandi lands orðið verndari fjármálakerfisins (lender of last resort) og leyst úr lausafjárvanda innlendra fjármálastofnana.

Margar hagfræðikenningar sem enn er stuðst við í peningamálum, svo sem þær sem minnst er á hér að ofan, eiga oft upptök sín hjá Keynes eða eru eignaðar honum. Á tíma Keynes voru viðskipti með gjaldeyri nánast eingöngu vegna vöruviðskipta. Þá þurfti mikið að hafa fyrir gjaldeyrisviðskiptum og höft ríktu í milliríkjaviðskiptum. Engar alþjóðlegar fjármálastofnanir, eins og við þekkjum í dag, voru þá til.

Eftir seinna stríð var reynt að einfalda og samræma gjaldeyrismarkað og voru peningar bundnir við gull í svokölluðu Bretton Woods samstarfi. Það samstarf leið undir lok í forsetatíð Richard Nixon, því verðmæti bandaríkjadals gagnvart gulli féll þegar Bandaríkin prentuðu seðla til að fjármagna Vietnam stríðsreksturinn.

Við tók að gjaldeyrir var keyptur og seldur á mörkuðum og verðmæti hans ákvarðað af markaðsaðilum. Vöxtur fjármálakerfisins og framþróun í tölvu- og upplýsingatækni jók umfang viðskipta með gjaldeyri og viðskiptakostnaður hefur lækkað stórkostlega. Nú geta flestir átt viðskipti með gjaldeyri, skuldsett sig í mismunandi myntum og fjárfest óháð myntum. Hraði þessara viðskipta hefur margfaldast með tilkomu rafrænna viðskipta. Í dag er agnarsmár hluti af 3200 milljarða dollara daglegri veltu á gjaldeyrismörkuðum tengdur vöruviðskiptum, ólíkt því sem áður var. Eðli markaðarins hefur því breyst.

En hver hefur reyndin verið á núverandi fyrirkomulagi gjaldeyrisviðskipta í ljósi framangreindra hagfræðikenninga? Fyrstu rökin, um að með gengisfellingu væri hægt að rétta úr hagkerfinu eftir ytri áföll, hafa verið gagnrýnd. Gagnrýnin felst í því að í nútíma hagkerfi eru fjármálakerfi mun þýðingarmeiri en áður var. Gengisfellingar hafa vissulega áhrif á einstaklinga og fyrirtæki viðkomandi lands, en áhrifin sem gengisfellingar hafa á fjármálakerfið eru enn meiri. Ávinningur gengisfellinga í sögulegu ljósi er því mjög takmarkaður og mögulegt tap fjármálakerfisins er meira en ávinningur útflutningsgreina. Gengissveiflur búi ennfremur til kostnað vegna þess að með gengissveiflum verði áætlanir erfiðari. Gengissveiflur geta einnig dregið úr vilja fjármálastofnana til að veita lánsfé til langs tíma.

Seinni rökin, um að seðlabanki viðkomandi lands gæti varið landið fjármálakreppum með prentun seðla, hafa einnig sætt gagnrýni. Vegna alþjóðavæðingar fjármálakerfisins eru bankar, fyrirtæki og einstaklingar með skuldbindingar og eignir í öðrum myntum og því er erfiðara að bjarga þeim með innlendri peningaprentun. Svo lengi sem fyrirtæki og stofnanir viðkomandi lands geta ekki fjármagnað sig alþjóðlega í eigin mynt er hætta á óstöðugleika sem innlend seðlaprentun getur ekki bjargað.

Þriðju rökin, sem snúa að skattheimtu ríkisins af peningaprentun, mega sín lítils í dag. Þessi skattheimta er alla jafna brot úr prósenti af landsframleiðslu hvers árs. Skattheimta af útlendingum sem nota peningana er léttvæg nema þegar um stærstu myntir heims er að ræða.

En hvað með hagstærðirnar?

Með upptöku annars gjaldmiðils er verið að tengja land inn á efnahagssvæði gjaldmiðilsins. Verðbólga og viðskiptahalli skipta stjórnvöld þá ekki lengur máli því þau stýra ekki lengur peningamagni í umferð og bera enga ábyrgð á verðlagi. Til skýringar þá kemur engum til hugar að velta því fyrir sér hvort Selfoss sé með jákvæðan eða neikvæðan viðskiptahalla innan efnahagssvæðisins Íslands.

Klassískar hagfræðikenningar um gjaldmiðla sem smíðaðar voru í hálflokuðum kerfum fortíðar hafa sætt gagnrýni fyrir að lýsa illa opnum hagkerfum nútímans. Nóbelsverðlaunahafinn Robert Mundell hefur velt þeirri spurningu upp hvort hagkvæmasta framtíðarskipan gjaldmiðla felist í því að í heiminum verði einungis til þrír gjaldmiðlar, Asíumiðill, Ameríkumiðill og evrumiðill.

Hvort sem lán fæst hjá IMF eður ei er upptaka gjaldmiðils einfaldur, ódýr og raunhæfur kostur sem hafa ber í huga við núverandi aðstæður.

 

Höfundar eru framkvæmdastjóri hjá Novator og lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

 

--- --- ---

 

Það er ljóst að við verðum að hugsa okkur vel um og velja besta og skynsamlegasta kostinn. Er þetta sá kostur sem bestur er í stöðunni? Innganga í ESB og upptaka Evru á formlegan hátt tekur langan tíma. Mörg ár. Það er langt í land að við getum uppfyllt inntökuskilyrðin. Svo er það líka umráðarétturinn yfir auðlindum okkar... 

Við þurfum að gera eitthvað strax. Tilraun til að bjarga krónunni gæti orðið okkur dýr. Gæti kostað okkur offjár ef hún mistekst. Við höfum gert nóg af mistökum.

Væri ráð að huga frekar að myntbreytingu í dollar en evru eins og Jón Bjarnason þingmaður VG bendir á?  Eða norska krónu?  Hugsanlega mun einfaldara í framkvæmd en að taka einhliða upp evru.

 

Hvað vinnst með þessari aðferð?

  • Tekur skamma stund, aðeins fáeina mánuði...
  • Ríkið þarf ekki íþyngjandi erlend lán...  Ekki verið að leggja byrðar á komandi kynslóðir...
  • Vextir munu verða skaplegir, ekki lengur okurvextir...
  • Ekki þörf á verðtryggingu lána. Hóflegir vextir nægja til að tryggja verðmæti...
  • Myntbreyting var síðast á Íslandi 1981 þegar tvö núll voru tekin af krónunni. Fordæmi...
  • Innganga í ESB gæti eftir sem áður verið langtímaverkefni, ef við viljum...

 

Svo er það spurningar:

  1. Hverjir eru ókostirnir við þessa aðferð?
  2. Er til vænlegri lausn?
  3. Við hvaða gengi ætti að miða við skiptin? Hvaða meðalhóf milli hagsmuna almennings og atvinnuvega er best?
  4. Er slæmt að negla gengið fast? Hentar það betur íslensku þjóðfélagi að að vera með breytilegt gengi til að jafna byrðarnar þegar áföll verða? Væri ekki annað ávísun á atvinnuleysi á erfiðleikatímum?
  5. Evra, dollar eða norsk króna?

 

--- --- ---

 

Pistill Halldórs Jónssonar verkfræðings: Ný mynt strax?   "En af hverju er þetta ekki hægt ? Mig vantar að finna þau rök?" spyr Halldór í lok pistilsins.

Pistill Jóns Bjarnasonar þingmanns VG: Einhliða myntskipting - Valkostur fyrir Íslendinga?  "Einhliða upptaka annarrar myntar í krafti neyðarréttar  í stað krónunnar er alla vega  valkostur sem ber þegar í stað  að skoða mjög vandlega og af alvöru".


Hvernig styðja má við frumkvöðla og sprotafyrirtæki...

innovation.jpgÞar sem bloggarinn er alinn upp í litlu frumkvöðla- eða sprotafyrirtæki vill hann leggja fáein orð í belg í umræðuna um hvað gera má til að reisa við íslenska hagkerfið og skýra frá eigin reynslu.

Nokkrir bloggarar eins og t.d. Kjartan Pétur Sigurðsson hafa safnað fjölmörgum hugmyndum sem vinna má úr. Þannig hugmyndir eru mjög verðmætar á þeim erfiðu tímum sem eru framundan.

Reynsla fyrrverandi sprotafyrirtækis: Fyrirtækið Rafagnatækni, sem nú heitir RT ehf, var stofnað árið 1961. Ef til vill fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Það hóf starfssemi sína á að þróa búnað fyrir jarðeðlisfræðirannsóknir, svo sem segulmæla fyrir berg, geislamæla, jarðviðnámsmæla o.fl.   Þróaður var búnaður til að mæla ísskrið í ám, fjargæslu og fjarstýribúnaður til nota á hálendinu, vatnshæðarmælar fyrir ár og vötn, laxateljarar, hitaritar fyrir fiskiðnaðinn, ferskleikamælar fyrir fisk,  stöðuleikavakt fyrir skip, o.m.fl. Mest af framleiðslunni var fyrir innanlandsmarkað, en allnokkuð var flutt út. Smám saman breyttust áherslurnar. Meiri áhersla var lögð á hefðbundna verkfræðiþjónustu hin síðari ár, en fyrritækið hefur m.a. hannað og forritað mestallt stjórnkerfi virkjanana í Svartsengi og á Reykjanesi...

Sjá má sögu fyrirtækisins í hnotskurn hér, en þetta er gömul grein sem bloggarinn skrifaði fyrir allmörgum árum í tilefni fertugsafmælis fyrirtækisins og varðveitt er á vefsíðu RT-Rafagnatækni www.rt.is

 

Helstu erfiðleikarnir sem við var að etja voru þessir:

1) Kostnaður við markaðssetningu. Markaðssetning er mjög tímafrek og dýr. Ofviða litlum fyrirtækjum. Þessi þáttur er oft verulega vanmetinn. Líklega er þetta það sem mikilvægast er að bæta.

2) Lítill innanlandsmarkaður. Það er mjög gott að hafa sæmilega stóran markað í næsta nágrenni meðan verið er að þróa vöruna. Þróun tekur tíma og þá er mjög gott að vera í nánum tengslum við viðskiptavinina. 

3) Fjarlægð frá hinum stóra heimi þar sem hugsanlegir kaupendur eru í þúsundavís, en ekki bara í tugavís eins og hér. Markaðssetning getur því verið erfið og dýr.

4) Fjármagnið var ekki á lausu á árum áður. Yfirleitt varð að kosta þróun með því að reyna að tryggja sölu fyrirfram, eða nota eigið fé.

 

 

Hvað væri til úrbóta?

Aðeins neðar á síðunni er minnst á nokkra aðila sem veita frumkvöðlum og nýsköpunarfyrritækjum stuðning þannig að töluvert hefur þegar verið gert í þessum málum á Íslandi.

1) Við gætum örugglega lært mikið af þjóðum eins og Finnum sem lentu í kreppunni miklu um 1992 og náðu sér furðufljótt á strik aftur. Þess vegna gæti verið mjög ráðlegt að fá hingað til lands til skrafs og ráðagerða einhvern sem gjörþekkir málið og getur skýrt okkur frá því hvað tókst vel, og einnig og ekki síður, hvað tókst miður vel. Hugsa og skipuleggja áður en hafist er handa. 

2) Koma þarf upp öflugri stofnun sem aðstoðar fyrirtæki við markaðssetningu. Það er til lítils að framleiða vöru ef hún selst ekki. Markaðssetning er flókin og kostnaðarsöm og oft vanmetin. Nota þarf góða blöndu af fagfólki sem bæði kann markaðssetningu og einnig fólki þem þekkir vel vöruna sem verið er að markaðssetja og getur rætt á traustvekjandi hátt við mögulega viðskiptavini.

3) Koma upp tæknigörðum sem aðstoða við vöruþróun. Þeir mega gjarnan vera í góðum tengslum við háskóla.

4) Opinber og hálfopinber fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera tilbúnar að gefa innlendum fyrirtækjum tækifæri til að koma með lausnir. Ekki kaupa allt frá útlöndum. Gefa mönnum tækifæri til að þróa og síðan endurbæta. Hugarfari innlendra aðila þarf að breyta; fyrsta val á að vera íslenskt!

5) Aðstoð við fjármögnun þarf að vera til staðar. Þörf er á "þolinmóðu" fjármagni því arður skilar sér seint. Stundum alls ekki.

6) Mikilvægt er að taka vel á móti öllum hugmyndum og vinna úr þeim. Notagildið blasir ekki alltaf við við fyrstu sýn. 

7) Vefurinn er allra góðra gjalda verður, en ekki má treysta of mikið á hann þar sem vefsíður í dag skipta jafnvel hundruðum milljóna. Vefsíður þurfa fyrst og fremst að hafa upplýsingagildi, vera aðgengilegar og skýrar.

8) Auðvitað kostar svona aðstoð mikið fé. Þetta fé þarf að miklu leyti að koma frá hinu opinbera og þar mega menn ekki vera nískir. Verið er að byggja upp nýja Ísland.

9) Muna að þeir fiska sem róa. Ekki aðrir. Ekki gefast upp þó á móti blási um tíma.

 

 

En...,   ýmislegt er þegar fyrir hendi, meira en margir vita af:

 

  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands er með vefsíðuna www.nmi.is
  • Impra  er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Hjá Impru er á einum stað hægt að leita aðstoðar um allt sem við kemur viðskiptahugmyndum og almennum rekstri fyrirtækja. Hægt er að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum um leiðsögn og upplýsingar varðandi mismunandi þætti hugmynda og reksturs. Jafnframt eru gefin út leiðbeiningarit og fylgst náið með því sem er að gerast hérlendis og erlendis fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. (Af vefsíðu Impru). Sjá hér.
  • Innovit er sjálfstætt starfandi nýsköpunar- og frumkvöðlasetur fyrir kraftmikið og metnaðarfullt fólk með góðar viðskiptahugmyndir. Megináhersla er lögð á að styðja við háskólamenntaða frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem verða til innan íslenskra háskóla. Í því skyni hefur Innovit gert samstarfs- og þjónustusamninga við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst sem tryggir nemendum skólanna aðgang að þjónustu Innovit endurgjaldslaust, allt frá því að nám hefst og þar til fimm árum eftir útskrift. (Af vefsíðu Innovit). Innovit er með vefsíðuna www.innovit.is
  • Sprotafyrirtæki innan Samtaka iðanaðains. Sjá www.si.is  Hjá Samtökum iðnaðarins eru nokkrir starfsgreinahópar. Einn þeirra nefnist Sprotafyrirtæki. Hægt er að tengjast vefsíðu Sprotafyrirtækjahópsins hér.
  • Klak - Nýsköðunarmiðstöð atvinnulífsins er með vefsíðuna www.klak.is
  • Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er með vefsíðuna www.nsa.is.
  • Frumkvöðlasetur Austurlands er með þessa vefsíðu.
  • Frumkvöðlasetur Norðurlands er með þessa vefsíðu.
  • Frumkvöðlasetur Vesturlands er með þessa vefsíðu.

Fleiri ... ?

 

Undanfarið hefur oft verið minnst á "finnsku leiðina".  Á Íslandi erum við miklu betur undirbúin en Finnar voru á sínum tíma. Við eigum mörg stuðningsfyrirtæki og stofnanir, en það þarf að veita þeim meiri styrk og kraft án tafar. Þannig gætum við lyft Grettistaki á skömmum tíma.

 

 samsett_mynd1-_lit-_bla.gif

 

 

Hálfrar aldar gamalt sprotafyrirtæki:

Anticoincidence Scaler. Vandaður geislamælir.Hugsanlega vill einhver skoða sögu gamla frumkvöðla- eða sprotaftrirtækisins RT-Rafagnatækni sem er hér. Þar kemur fram hvað menn hafa verið að bralla á Íslandi í hartnær hálfa öld, þ.e. á sviði rafeindatækninnar. Þar kemur einnig fram hvernig svona fyrirtæki getur þróast með tímanum.

 Litla myndin: "Fyrsta verkefnið (1961) var framleiðsla á mjög vönduðum geislamælum (Anticoincidence Counter), líklega þeim nákvæmustu sem völ var á í heiminum, en þeir gerðu greinarmun á geislum frá sýninu og truflandi geimgeislum..."    Meira úr sögu fyrirtækisins hér.

Bloggarinn biðst forláts á hve textinn er tæknilegur sums staðar og þess ekki alltaf gætt að nota góða íslensku. Hann ber þess merki að vera að mestu afrit af erindi sem haldið var á 40 ára afmæli fyrirtækisins með myndasýningu.

 

Sagan sýnir hvað hægt var að gera fyrir hartnær hálfri öld. Nú er allt miklu auðveldara og því eru tækifærin mörg. Stuðningur við sprotafyrirtæki er töluverður, eins og fram kemur hér að ofan.

Framtíðin er björt ef við vinnum úr málum okkar af skynsemi. Munum bara að sígandi lukka er best og að bjartsýni er bráðnauðsynleg Smile

Sýnum nú hug, djörfung og dug....

    

--- --- ---

 

Marel hefur einbeitt sér að hátæknibúnaði fyrir  matvælaiðnaðinn.  Saga Marels.

 

Verum bjartsýn!




Auðlind sem má nýta til að komast úr kreppunni ...

 

Islenskur orkuidnadur  Urklippa 4 nov 08

 

 

Nú skiptir öllu máli að leita leiða til að reisa við efnahag þjóðarinnar á sem skemmstum tíma. Við þurfum að hlúa að gömlum og nýjum iðngreinum, hlúa að sprotafyrirtækjum og styrkja frumkvöðla til dáða. Allt tekur þetta tíma og er ekki raunhæft að búast við að árangur skili sér fyrr en með tíð og tíma. Á meðan er mikil hætta á verulegu atvinnuleysi og landflótta sem leiðir til fólksfækkunar. Hættan er sú að okkar bestu iðnaðarmenn og sérfræðingar flytjist úr landi. Sumir varanlega.

Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. nóvember var áhugaverð grein eftir Eyjólf Árna Rafnsson framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar Mannvits og Svein I. Ólafsson framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar VST-Rafteikningar.

Í greininni  benda þeir á að margir hafi lagt til að flýtt verði framkvæmdum við orkuiðnaðinn, en það kosti mikinn undirbúning sem taki mörg ár. Þörf sé á samstilltu átaki allra hlutaðeigandi aðila ef framkvæmdir í orkuiðnaðinum eiga að vera burðarás í verklegum fjárfestingum atvinnulífsins á næstu árum.

Þeir leggja áherslu á að ekki verði slakað á í umhverfismálum, fjalla um þær framkvæmdir sem eru í burðarliðnum, svo sem álver, netþjónabú og aflþynnuverksmiðju, og benda á aðra möguleika í framtíðinni.

Í greininni er síðan fjallað um mögulega nýtingu orkulinda Íslendinga næstu 8 árin og  kynnt hvernig framkvæmdir geti dreifst á tímabilið. Tekið er fram að fjárfestingar í orkuiðnaðinum sem hlutfall af landsframleiðslu geti þó tæplega orðið nema helmingur á við það sem var þegar þær voru mestar.

Niðurstaða þessarar áhugaverðu greinar er að mikilvægur þáttur þess að verja lífskjörin á Íslandi á næstu árum sé að fjárfesting, sem eykur atvinnu hérlendis og útflutning, stöðvist ekki. Því þurfi að halda áfram hóflegri nýtingu orkulinda landsins. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Það þurfi samstillt átak allra innlendra aðila sem eiga hlut að máli.

 

Greinina má lesa með því að smella þrisvar á myndina sem er efst á síðunni. Betra er þó að sækja hana sem pdf skjal hér, eða jpg mynd hér.

 

Það er ljóst, að með skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda okkar, án þess þó að slakað verði á í umhverfismálum, höfum við möguleika á að vinna okkur tiltölulega hratt út úr kreppunni. Á sama tíma verðum við að nýta tímann vel til að hlúa að ýmiss konar iðnaði og þjónustu, frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum, sem geta tekið við eftir áratug eða svo.

 

Við verðum að nýta tímann vel. Við megum engan tíma missa. Strax þarf samstilltar aðgerðir. Nú stefnir í 15-20.000 manna atvinnuleysi innan skamms ef ekkert verður að gert.

Við eigum auðlindir og við eigum mannauð. Hvort tveggja þarf að virkja.

 


Fjármálafræði fyrr á öldum

 

 


...Speculum regale...


 

Úr Konungsskuggsjá frá um 1260:


"En ef fé þitt tekur vöxt mikinn í kaupferðum, þá skiptu því til félags í aðra staði, þangað sem þú fer eigi sjálfur, og ver þó vandur að félagsmönnum. Jafnan skaltu Guð almáttkan og hina helgu Maríu láta eiga nokkuð í félagi með þér og þann helgan mann, er þú heitir oftast á þér til árnaðarorðs. Og gæt þess fjár rækilega, er helgir menn eiga með þér og fær það jafnan trygglega til þeirra staða, er það var til heitið í öndverðu.

En ef þú átt allmikið fé í kaupferðum, þá skipt því í þrjá hluti. Legg einn þriðjung í félagsgerð með þeim mönnum, er jafnan sitja í góðum kaupstöðum og sé þeir tryggir og kunni vel við kaup. En tveim hlutum skipt þú í ýmislega staði og kaupferðir. Þá er sízt von, að allt verði senn fyrir tjónum, ef í mörgum stöðum er fé þitt senn, og er þá helzt von, að í nokkrum stöðum haldist, þó að fjár háskar kunni oft að að berast.

En ef þú sér, að alhugað tekur fé þitt stórum að vaxa í kaupförum, þá tak þú af tvo hluti og legg í góðar jarðir, því að sá eyrir þykir oftast vís vera, hvort er manni er heldur auðið sjálfum að njóta eða frændum hans. En þá máttu gera, hvort er þér sýnist við hinn þriðja hlut, að hafa í kaupferðum lengur eða viltu allt í jarðir leggja."

 

Svei mér þá ef það er ekki meira vit í þessu en komið hefur fram hjá ráðamönnum banka- og fjármálastofnana undanfarið.  Wink

 

 

Um Konungsskuggsjá á Vísindavefnum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 765963

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband